Lögberg - 05.11.1942, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3 NÓVEMBER, 1942
_
Þegar eyðimörkin biómgast
“En sá misskilningur! Fjöldi fóiks veit
ekkert um það,” sagði lávarðurinn. “En yður,
prófessor Bassett, var auðvitað kunnugt um
það?”
“Eg hafði heyrt um það — en gaf því, eins
cg þér skiljið, engan frekari gaum,” sagði
Henry frændi. “Sir Abdel er svo — afar sér-
kennilegur. Og mér kom aldrei til hugar að
grenslast neitt um þjóðerni hans eða nokkuð
annað honum viðkomandi.”
“Nú, auðvitað,” sagði lafði Harrington.
“maður verður að hugsa um hann eins og
Egypta — ættleitt tökubarn og að öllu öðru en
fæðingarlandsþjóðerni. Stundum vorkenni eg
honum — einkum nú á þessum dögum —” Hún
þagnaði, en sagði svo: “Eigum við að fara út
á svalirnar og drekka kaffið okkar þar?”
Pauline þótti vænt um breyting umhverf-
isins, varð fegin að sleppa úr glansandi ljósa-
mergð borðsalsina og geta setið í skugga úti á
svölunum. Rétt núna hafði hún ekkert geö
til þess að hugsa nánar um opinberanir lafði
Harringtons.
Stæði öðruvísi á, gæti hún hafa glaðst við
þá staðreynd að Abdel væri Englendingur
tæddur, en þó var vafasamt, hvort það hefði
haft nokkra þýðing fyrir henni. Því í hennai
huga hafði hann ætíð verið og myndi ávalt
verða aðeins Abdel — maðurinn, sem hún
unni — og það var hugsanin um að vita aí
honum þarna með kvenverunni, sem allir hefði
eitt sinn trúað að hann myndi giftast, er á alt
annað skygði í huga henni.
Hún hugleiddi dauflega: “Það er undra-
vert hvernig fólk fær borist af með hjartað
sundurtætt. Og sjálfsvirðingin krefst þess, að
enginn fái nokkurn tíma um það að vita.
Lífið heldur áfram sína braut — það hlýtur að
hieyfast á einhvern hátt, en í huga sínum var
hún nú ákveðin í því, hver stefna hennar
skyldi vera. Hún gerði sér ljósa grein fyrir
því, að hér gat hún ekki dvalið mikið lengur
— verið áfram þar sem hún myndi sífelt frétta
um og jafnvel sjá Abdel og hina fögru Mrs.
Vereker fylgjast að. Hún afréð því: Eg skal
eins fljótt og unt er komast eftir því hvernig
eg fái gengið í þjónustu Rauðakrossins. Eg
niyndi hafa snúið mér að hjúkrunarstarfinu.
ef Gerurtde frænka hefði ekki sent eftir mér
— eg gæti gert það enn.”
Og nú skeði svo það, sem hún hafði kviðið
mest fyrir. Út um opnar dyrnar stréymdi hei!
tylft fólks í fylgd með yfirþjóni borðsalsins og
að því er virtist heilum skara annara þjóna.
er samstundis stóðu reiðubúnir til aðstoðar í
námunda við smáborðahvirfing, er engir höfðu
nú enn sezt að.
Pauline beindi athygli sinni að því sem
Harrington lafðin var að segja. Gestahópurinn
myndi senn genginn fram hjá þeim. Hann
myndi ekki taka eftir—
En lafði Harrington þagnaði alt í einu,
sneri sér við í stólnum og sagði í sínum skíra
raddhreim: ,
“Komið þér sæiir, Sir Abdel. Það er nú
langt síðan fundum okkar bar næst áður
saman.”
“Lafði Harrington. Þetta er óvænt ánægja.”
20. KAPÍTULI.
Þegar gestahópur Abdels hafði gengið á-
fram og allareiðu tkeið sér sæti við auðu smá-
borðin, fékk Pauline kjark til að líta upp og
varð þess þá vör að Tania Vereker hafði einnig
numið staðar þar sem skær ljósglampinn lék
um hana. Hún var klædd hvítum kjóli, er að
parti var hulinn gullinni skikkju með ögn
ciaufari blæbrigðum en hár hennar bar; með
rauðum vörum og léttum roða í kinnum birtist
hún þarna eins og sönn snyrtigyðjunnar fyrir-
mynd.
Þegar Pauline leit í kuldalega bláu augun,
er við henni störðu gegnum dökkbrún augna-
hárin, datt henni ósjálfrátt í hug, að í þessari
kvenveru gæti ástin aldrei átt heima. En hún
fékk naumast gert sér grein fyrir því, hvort sú
hugsan gleddi hana eða hrygði.
Þá heyrir hún að lafði Harrington segir-
“Þér eruð kunnugur prófessor Bassett og
írænku hans.”
Og Henry frændi segir þá: “Svo virðist
sem við höfum ekki séð yður nú all-lengi, Sir
Abdel.”
“Nei, því miður — en eg var að heiman
nokkra daga. Og síðan hefi eg verið í stöð-
ugu annríki.” Abdel hneigði sig svo yfir borðið
til Pauline og sagði í sínum venjulega kur-
teisisrómi: “Eg vona að yður líði vel, Miss
Pauline.”
“Mjög vel, þakka yður fyrir.” Hún horfði
beint til hans með bros á vörum, og óhikandi
augnaráði — aldrei, aldrei, skyldi hann fá að
merkja það, að hjarta h’ennar væri þrungið af
harmi hans vegna.
“Eg vona að þér hafið ekki gleymt mér,
lafði Harrington.” Rödd Tania Vereker sam-
stemdi vel yfirbragði hennar. Það var snertur
af kuldahreim í skærri röddinni.
“Ó-nei, Mrs. Vereker, eg man vissulega
vel eftir yður.” í rödd lafði Harrington bar
meira á þurteisis- en vinsemdar-blænum, og
hún fór samstundis að kynna Pauline fyrii
Mrs. Vereker.
“Við hyggjumst að dvelja hér um hríð,’
bætti hún við og sneri sér að Abdel. “Við
Lúumst við að ná bráðlega haldi á okkar einka-
íbúð, og vonumst eftir að sjá yður- þar iðulega.
“Það væri mér ætíð geðþekk stund,” svar-
aði Abdel. Hann horfði enn á Pauline, og hún
var þess sér meðvitandi, jafnvel þótt hún hefði
nú snúið við höfðinu og starði niður á stræt-
íð utan við svalirnar.
“Verið, hr. prófessor, svo góður, að minnast
mín við Mrs. Bassett,” bætti hann við. “Og
við Miss Cherry — eg vona, að henni líði nú
vel. Eg mun veita sjálfum mér þá ánægju.
annaðhvort að kalla konu yðar í símanum
• bráðlega eða heimsækja hana eftir einn eða
tvo daga. Gerið svo vel að afsaka mig gegn
nokkurri ásetnings vanrækslu í þeim efnum.”
Hann’ fjarlægði sig með þeirri prúðmensku.
er var sérstaklega áberandi vegna þess hve hún
var honum eiginleg og látlaus, og gekk svo
með Taniu Vereker við hlið sér, yfir til gesta-
hóps síns. Hann var með bros á andlitinu, en
i augum hans sem draumskuggi, og hann fann
til þrautar, er læðst hafði um fylgsni hugar
hans undaníarna daga, en brauzt nú fram með
nýjum sársauka, er hann leit hið fagra og
aivöruþrungna andlit ungu stúlkunnar. Hugar-
þrautina hafði. hann sniðgengið — reynt að
i/.ta svo sem hún engin væri, og ásetti sér
að gleyma henni. En nú fann hann glöggt
hvers kyns þrautin væri — hreint og beint
opið hjartasár.
Cherry langaði ekkert til að sækja mál-
t.ðarboðið hjá Ferris, og var því ekkert sam-
ræðuljúf. Hún var óróleg og óánægð — þráði
cð hitta Hasseim, en kveið þó á einhvern
undarlegan hátt fyrir afturkomu hans.
Henni leiddist — samsætið var dauflegt.
Þarna voru þrír ungir menn til jafns við hana
og tvær dætur heimsboðsfrúarinnar. En
henni geðjaðist enginn þeirra, og eins fljótt
eítir máltíðina og húm sá sér fært, læddist
hún ein síns liðs út á hótelsgrundina.
Hún reikaði um völlinn þar til hún rakst
á bekk. Hve mánaskinið var töfrandi! Og
kvöldhúmið djúft! Hvílík þó afmán, fanst
henni, að sóa svona dýrðlegri stund þarna,
þegar hún hefði getað verið hjá — einhverjum,
sem var verulega samneytisverður!
Og þegar nú fótatak barst henni, frá malar-
stígnum, leit hún þangað og gretti sig ólund-
arlega yfir því, að einvera hennar skyldi vera
rofin.
Og er hún á næsta andartakinu sá mann-
i.on, sem kominn var nú þvínær á hlið við
hana, spratt hún á fætur, og sameiginlegt
undrunaróp brauzt fram af vörum þeirra
L'eggja.
“Hamingjan góða! Hvað ert þú að gera
hér?” hrópaði John Bellingham.
“Og hvað ert þú að gera hér?” endurtók
hún. “Eg hélt þú værir algerlega horfinn.
Hvað er langt síðan við hittumst seinast?”
“Hálfur mánuður.” Tíu ár, gat hann ef til
vill hafa sagt, hefði hún ekki verið svona töfr-
andi og frámunalega ung.
“Ekki meira?” sagði Cherry. “Eg hélt það
væri miklu lengra. Á ýmsa lund virðist tíminn
beinlínis vera á fleygiferð, og líti maður svo
aftur í seinustu viku, þá er alveg eins og heilt
ár sé liðið hjá. Hún settist á bekkinn aftur og
benti honum að setjast þar við hlið sér. “Hvað
hefir þú verið að hafast að?” Hún yfirvegaði
hann enn nánar. “Eg .veit ekki hvort það er
vegna þessa blæmjúka mánaskins, en þú virð-
ist ekki líta neitt vel út.”
Hann hló. “Mér líður vel. Eg hefi nú
aftur fengið starf til að framkvæma, og —
mér geðjast það vel.”
“Ertu farinn að fljúga aftur?” spurði hún í
skyndi.
“Ekki í sama skilningi eins og áður. En
eg legg mjög bráðlega á stað til að fullnægja
tilskipan — einhversstaðar í eyðimörkinni. Og
þótt eg hljóti að halda mig niðri á fastri fold,
verð eg samt meðal annara manna, sem vængi
hafa — og reyni að öfunda þá ekki um of.”
“Það hæfir þér hið bezta. En eg sé svo
mikið eftir því, að þú skulir fara burtu,” sagði
Cherry, með einlægari hreinskilni og meira
óhikað, en hún átti vanda til. “Mér finst eg
muni sakna þín, John.”
“Að heyra það frá þér, Cherry, er undur
ánægjulegt,” sagði hann. “Það er fallega gert
af þér að minnast mín með söknuði, ef þér
kynni að koma eg af og til í hug.”
"iAuðvitað dettur mér þú í hug — og það
miklu oftar en einu sinni,” svaraði hún, og nú
aftur með einlægnishreim í röddinni. Jafnvel
þann tímann, sem liðinn var frá því þau hitt-
ust næst áður, og þrátt fyrir það þótt hið ýmsa
annað hefði fylt huga hennar og kenjótt
h jartaþel, þá mintist hún oft John Bellinghams.
Og það, sein einkennilegast var, að á ráðaleysis
augnabliksstundum og í hinu nýja öngþveitis-
æði, en hún nú fann sig stadda í, var hún að
undra sig yfir því, hvað hann myndi hugsa,
væri honum það kunnugt.
Hún leit nú á hann og sagði í huganum við
sjálfa sig: “Hann er ósköp aðlaðandi. Mig
undrar það, að hann skuli ekki enn hafa
kvongast. Það virðist óhæfilegt.”
Upphátt sagði hún svo: “Eg mun vissu-
lega sakna þín, John — af heilum huga.” Hún
greip örvandi taki á hönd honum. “Mundir
þú sakna mín?”
Bæði spurningin og handbragð ungu stúlk-
unnar áttu rót sína að rekja til daðurshneigðar
þeirrar, er henni var í blóð borin, en svarið
sem hún fékk, var hið ólíklegasta er hún gat
átt von á.
Við handtak hennar brast eitthvað í barmi
Johns Bellingham. Hann gleymdi allri sjálf-
sijórn og fyrirhyggju, og hann greip um litlu
höndina, er með snertingunni hafði tutlað hinn
einbeitta ásetning hans til agna.'
“Sakna þín!” sagði hann. “Hvað eiginlega
heldur þú að lífið hafi mér að færa annað en
cftirsjá þín vegna? Eg geri ráð fyrir að þaö
hljómi í eyrum þér eins og spaug eitt, ef eg
segði þér að eg vildi leggja alt í sölurnar til
þess að geta tekið þig með mér.”
“Hv-að!” Cherry starði á hann stórum
augum. “En hví, John? Þú getur vissulega
ekki —”
“Borið í brjósti brjálskenda ást til þín?”
spurði hann. “Virðist það vissulega svo frá-
leitt? Ó! Cherry — væri eg tíu eða jafnvel
fimm árum yngri, myndi eg sópa burtu öllum
hinum ungu piltum þínum og leiða þig með
mér út í eyðimörkina, kenna þér að elska mig,
og gera þig með einhverjum ráðum glaða og
ánægða.”
“Ó, John,” sagði Cherry í einkennilega
mildum rómblæ. “Mér fellur það hræðilega
illa —”
“Yndið mitt, það er út af engu að hryggj-
ast,” greip hann fram í fyrir henni. “Þetta er
minn eiginn útfararóður, og eg ætlaði mér
ekki að gera mig að flóni, með því að syngja
hann í þín eyru. En — ef til vill þykir mér
f-emur vænt um að eg gerði það. Ef þú, kæra
barn, minnist þessa nokkurt sinn — þá gerðu
það aðeins ef til þess kæmi að þér þætti vænt
um að hafa þekt mann, sem alt vildi í sölur
leggja fyrir þig — fórna jafnvel lífi sínu þér
til velfarnaðar eða hjálpa þér, ef einhver vand-
ræði bæri þér að höndum.”
Eina augnabliksstund starði hún upp til hans
alveg orðlaus af undrun. Margir karlmenn
höfðu tjáð henni eldheita ástarþrá sína; stund-
rm hafði hún tekið slíku með hrjúfum huga,
og á öðrum stundum hlegið að því; en aldrei
hafði hún verið bgeði döpur og hróðug í senn
út af slíku eins og í þetta sinn.
“Ó, John!” sagði hún aftur. “Eg ætlaðist
ekki til að þú hugsaðir svona til mín, en — eg
met það samt mikils. Sé þér nokkur fróun að
heyra það, þá máttu trúa því, að þú hafir alls
einkis að sakna — við mig er ekkert að virða
til — að skrifa heim um. Eg er alls engin
l.iómalind — en mér geðjast vel að þér, og mér
fellur þetta — þunglega. Vildir þú vera svo
vænn að yfirgefa mig nú, vegna þess — jæja,
eg vil heldur að þú gerir það.” Hefði hún
hugsað nokkuð um þetta, þá hefði hún ekki
trúað því, að það væri hún sjálf sem hér tal-
aði.
Hann brá hönd hennar, sem hann enn hélt
um, upp að vörum sér. “Jæja þá, kæra stúlk-
an mín — eg fer nú. Fyrirgefðu mér og
gleymdu svo öllu þessu.” Hann stóð upp,
hneigði sig gegnt henni og gekk prúðmann-
lega á burt, teinréttur, með tignarsvip um
breitt bak og hraustlegar herðar.
Hún horfði á eftir honum unz hann hvarf
henni út í sírökkvandi húmskuggann. “Eg
ætti að vera gagntekin aðdáunar gagnvart
honum!” sagði hún í huga við sjálfa sig.
“Hinum prúðasta manni er eg hefi kynst, ______
og hið eina, sem eg get gert er að vísa honum
á bug og tárast svo út af því. Vei mér. Eg er
vitstola — ó, að eg hefði bara aldrei k.ynst
Hasseim.”
Og henni fanst alt í einu eins og hún hefði
óbeit á prinzinum, en vissi þrátt fyrir það
fullvel, að við eitt orð frá honum myndi hún
fljúga þvers um víða veröld til að nálgast
hann.
Á þessum augnablikum birtist henni eitt-
hvað, sem hún aldrei hafði séð áður — það
virtist alveg elns og einhver væri að veifa
rauðu ljósi á leið hennar til viðvörunar um,
að hún skyldi snúa við.
En hún vissi að hún hefði hvorki þrek né
heldur löngun til að nota sér bending þessa
viðvörunargeisla.
“Giftist eg Hasseim, myndi hann að líkind-
um gera mér lífið alveg óbærilget,” hugsaði
hún. “Og ef eg giftist John, yrði eg honum til
eintómrar armæðu.”
“Æ-ó! Eg held ekki mig langi mikið til að
lifa. Kæri John Bellingham. Eg vildi —” En
hún vissi nú jafnvel ekki hvað hún vildi —
Pauline ýtti hitaskýlunum utan við svefn-
siofugluggann sinn ögn til hliðar, hallaði sér
upp að gluggakarminum og starði út yfir eyði-
mörkina. Sólin var allareiðu að hverfa bak
við auðnina í vestri, þar sem öldumynduó
sandsléttan hóf sig í smáhæðir alsettum fjöl-
viðar smáskógarunnum og háum döðlupálma
björkum, er nú í íjarlægðinni tóku á sig ein-
kennilega laðandi svipbrigði í sólarlagsdýrðinni,
eins og ávalt. En í þetta sinn gaf Pauline
unaðssemd sólsetursins engan gaurh. Töfra
magn eyðimerkurinnar náði nú ekki haldi a
athygli hennar; meðan hún horfði nú út yfir
auðnina, mintist hún þess hvað Abdel hafði
sagt henni um það, hvernig eftir mikið regn-
tall á þessari sandauðn blómamergðin sprytti
íram alt í einu og næði þroska. Þegar eyði-
mörkin blómgast þannig í skyndi, en sá gróður
visnaði bráðlega aftur, geymdist aðeins dá-
semdarminningin í brjóstum þeirra óhorfenda
er hennar fengu að njóta.
Einhver handlék nú hurðarsnerilinn.
“Má eg koma inn, Pauline?” Rödd tengda-
íi ænkunnar Gertrude var nú með þýðari
hijómblæ en all-lengi áður er hún ávarpaði
irænku sína.
“Eitt augnablik,” svaraði Pauline og flýtti
sér yfir að hurðinni til að opna hana.
Mrs. Bassett gekk rakleitt inn í herbergið,
án þess að spyrja súr í sinni hvers vegna hftrð-
in hefði verið aflæst.
“Kæra mín,” sagði hún, “hvílík þó hugar-
hressing. Sir Abdel var rétt að tala við mig í
símanum. Hafi hann angrast af einhverju er
hann frétti, þá hefir hann nú auðsiáanlega
jafnað sig. Hann tilkynti mér, að hann væri
að stofna til samsætis — svo virðist sem hann
hafi ætlað að gera það fyrri, en orðið að fresta
því vegna óhjákvæmilegs annríkis. Þetta er
því síðbært afmælisgildi hans — og hann segir
ao það eigi að verða mjög mikilvæg athöfn.
Hann æskir þess, að við komum þangað allar,
sérstaklega þú. Mér geðjast vissulega afar-vel
að því, að fá svona óvenjulega heimboðs til-
kynning (formlega heimboðið kemur auðvitað
seinna), og hreinskilnislega sagt, Pauline,”
brosið hvarf af andliti hennar, “eg viðurkenni,
að þetta léttir amakend af huga mér. Við
verðum nú að gera ráðstafanir um nýja kjóla
handa okkur.”
“Vertu svo væn, Gertrude frænka,” sagði
Pauline, “að sleppa mér þessu viðvíkjandi.
Þetta verður — gaman fyrir þig og Cherry. En
eg ætla ekki að fara.”
“Einmitt það. Ekki að fara!” Tengda-
fvænkan Gertrude rétti tignarlega úr sér. “Þú
lætur mig hafa eindæmi um það. Ertu að
missa vitið, stúlka mín — viltu láta fólk segja,
að þú hafir af ásettu ráði verið eftirskilin?”
“Mig gildir einu hvað sagt er. Eg vildi
heldur deyja, en þurfa að fara,” var svarið er
lá Pauline fremst á tungu. En hún slepti því
ekki fram af vörum sér, og sagði auðmjúklega
í þess stað:
“Jæja þá, Gertrude frænka, eins og þér
þóknast —”
En inni fyrir var hugur hennar ekki eins
auðmjúkúr, er hún með ákafri eiginvarnar-
kend, sem öllu öðru sópaði frá sér, sagði við
sjálfa sig:
“Eg skal fara, eg skal hlæja bg dansa. Eg
skal sýna honum hversu lítils eg met það —
hugsi hann sér jafnvel að lýsa yfir því frammi
fyrir öllum gestunum, að hann ætli að giitast
Tania Vereker, þá skal eg láta honum skiljast
hversu litlu það skiftir mig.”
Næsta daginn var það í fyrsta sinnið síð
an Pauline hafði lent í ónáð hjá tengdafrænk-
unniunni, að Mrs. Bassett bað hana að fara í
kaupskaparerindum fyrir sig inn til Cairo.
Pauline óskaði þess með sjálfri sér, að hún
hefði getað fundið sér eitthvað til afsökunar,
svo hún þyrfti ekki að fara, en það hafði reynst
henni ógerningur, og þegar keyrt var nú með
hana inn eftir veginum áleiðis til borgarinnar,
vaknaði hjá henni enn á ný óttinn við það, að
hún ræki sig þar á fólk, sem þekti hana.
Og þó, hvað gerði það annars til hvað
fólk segði eða hugsaði — hvreju breytti það?
spurði Pauline sjálfa sig. Um skoðanir óvið-
komandi fólks var hér ekkert að fást — það
var sambandið milli hennar og Abdels, sem
nokkurt gildi hafði. Hann gat aldrei hafa í
roun og veru unnað henni, annars hefði hann
ekki getað farið svo léttlyndislega í burtu. Eða
hufði hann vitað, að Tania Vereker væri að
koma, og var það orsökin til sinnisbreytingar
hans?
Gertrude tengdafrænka hafði bent á, að nú
væri gott tækifæri fyrir Pauline til að láta gera
við hár sitt og heimtaði að mega gera samn-
inga í símanum um fyrirfram ákveðna stund
til þessa hennar vegna. Hún fór því til vel-
þektrar hárgreiðslustofu og óskaði þess þá brátt
með sjálfri sér, að hún hefði ekki látið það
dragast svo lengi að fara þangað, því ekkert
sryrkti betur hugsanagetuna en að sitja ein-
mana og afskiftalaus um hríð í hárþurkunar-
stofunni.
Þá var henginu fyrir næsta þerriklefanum
ýtt til hliðar og út úr honum kom kvenmaður,
er þar hafði setið.
“Hamingjan góða! Pauline.”
Miss Bellingham brosti glaðlega við henni.
“Þetta er óvænt ánægja, kæra stúlka mín.
Frtu hér alein?”
/