Lögberg - 05.11.1942, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.11.1942, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. NÓVEMBER, 1942 inga slík að þ*eir vildu sem fyrst öðlast lykilinn að bókmentun- um í þessum nýja heimi. Senni- lega mun erfitt að finna marga Vestur-íslendinga nú, sem ekki kunna tungu þessa lands og vissulega er enskan ekki nýtt mál því fólki, sem hér er fætt. Hvað á þá bréfritarinn við með “nýrri tungu”? Er það Espe- ranto, eða eitthvað þvílíkt? Hætt er við að brezkum mönnum þætti það nokkur frekja ef farið væri fram á að þeir legðu niður tungu sína, því engin þjóð kann betur að meta tungu sína, sögu og fortíð, heldur en brezka þjóðin. We must be free or die, who speak the tongue That Shakespeare spake; the faith and morals hold Which Milton held. Getur nokkur efast um að slíkar hugsanir sem þessar hafi veitt þjóðinni styrk í hinni ægi- legu baráttu, sem hún nú á í. Hver láir þá brezkum mönnum þótt þeir geymi tungu sína og menningarerfðir, sem helgan dóm? Og hver láir íslendingum þótt þeir vilji varðveita sem ást- fólgið aukamál þá tungu, sem geymir ritverk Snorra, ljóð Matthíasar og sálma Hallgríms? Að nokkur skuli amast við slíku er óskiljanlegt, því aldrei hefir það verið talið til menningar- leysis eða óvinveitt menningu nokkurs lands að þegnar þess kunni fleira en eitt tungumál. Ef svo væri, myndi tungumál ekki vera kend í skólum lands- ins. Annars er þetta ekki nýr boð- skapur, sem bréfritarinn flytur í þessu einkennilega bréfi sínu. það er gamla sambræðslu (melting pot) kenningin, sem nú er fyrir löngu orðin úrelt. Eg lýk máli mínu með nokkr- um tilvitnunum í rit þess manns, sem hefir sérstæða þekkingu á þessum málum og veit því hvað hann er að tala um, en það er prófessor Watson Kirkconnell. Affectionate mastery of a second language in the ancient mother tongue actually en- hances the quaiities of such men’s lives and gives them greater value as Canadians (Twilight of Liberty). As a Canadian, he is not poorer but richer because he realizes his place in a notable stream of human relationship down through the centuries. His sense of family, the clan, and the race can scarely fail to vitalize the quality of his citizenship. He grows greater than himself by virtue of his conscious pride in the past and his determination to be worthy of it. (Canadian Overtones). > There is nothing so shallow and sterile as the man who de- nies his ancestry. The “one hundred per cent” American (or Canadian) is commonly one who has deliberately suppressed an alien origin in order to reap the material benefits of a well- advertised loyalty. There can be little hope of noble spiritual issues from such prostituted patriotism. (Canadian Over- tones). Ingibjörg M. Jónsson. Spakmœli Heimurinn bregsi þeim, er ireysla honum eingöngu. “Eg verð þess var, að eins- konar vonleysi og uppgjöf hef- ir búið um sig í sál minni á hinu liðna ári. Eg vænti ekki mikillar hamingju það sem eftir er æfidaga minna.”—H. G. Wells, í “Homo Sapiens.” Eldraun. “Stálið stælist í sama eldin- um, sem viðurinn brennur og eyðist í.”—Harry Emerson Fos- dick. Tárin. “Sumir hlutir sjást skýrast aðeins gegnum tárin.” — James Reid. Mælskulisi. “Tilfinnniganæmi er hin eina mælskuorka. Það er list nátt- úrunnar og lög hennar eru ó- tvíræð. Hinn einfaldi tilfinn- ingamaður hefir miklu meiri sannfæringarkraft en hinn gáf- aðasti kaldsinnismaður. — La Rochefoucauld. V andr æðamaður inn. “Það er maðurinn, sem ekki lætur sér ant um hag annara manna, sem á við hina mestu erfiðleika að stríða, og mestu illu kemur til leiðar. Það er frá slíkum mönnum, sem öll mannleg ógæfa stafar.”—Alfred Adler (frægur sálarfræðingur). Hið óforgengilega. Hinn þekti enski prestur og sálfræðingur, Leslie Weather- head segir: “Þegar eg hugsa um hin eyðileggjandi verk mann- / anna, er sú fullvissa huggun mín, að hið illa getur aðeins rif- ið sundur myndirnar af veru- leikanurp. Filman — veruleik- inn sjálfur er í hendi Guðs.” Hið dularfulla. “Hið dásamlegasta og yndis- legasta, sem andi mannsins get- ur kannað, er hið dularfulla. Það er uppspretta allrar sannr- ar listar og vísinda.” — Fró- fessor Einstein. Ljósið í myrkrinu. “Vertu hughraustur, bróðir Ridley,” sagði hinn aldurhnigni og göfugi Latimer, er þeir voru á leiðinni til Oxford, en þar beið bálkösturinn þeirra, “með Guðs hjálp skulum við kveikja í dag það blys í Englandi, sem aldrei mun slokna.” Latimer er fæddur árið 1475, varð biskup 1535, barðist fyrir siðbótinni, en varð að ganga á bálið á dögum Blóð-Maríu árið 1555. Latimer reyndist sann- spár, því að alt það blóð, er María drotning lét úthella, gat þó ekki slökt ljós siðbótarinnar. Bækurnar, sem seljast mest. “Ef eg væri alræðismaður, þá held 'eg, að eg mundi skrásetja allar þær bækur, sem bezt hafa selzt síðustu tíu árin, og láta brenna þeim, vegna þess, hversu þær niðurlægja bókmentirnar og skemma bókmentasmekk manna.” — Biskupinn af Center- bury. Á insta þráin ekki föðurland? “í heimi, þar sem lungu sanna, að loft hafi verið til á undan þeim, þar sem augu sarma, að ljós hafi verið til á undan þeim, þar sem fegurðar- smekkur mannssálarinnar stað- hæfir, að fegurð hafi verið til a undan honum, þar sem hin vís- indalega leit og forvitni manns- andans sannar, að á undan henni hafi verið til staðreyndir, — ætti þá hið mikilvægasta og dýpsta í manninum: Hin inni legasta elska, hin fullkomnasta hollusta, hið andlega hungur sálarinnar og hin næmasta inn- sýn að sanna það, að ekkert hafi verið til á undan þessu, er sam- svari því og fullnægi?” — Harry Emerson Fosdick. Sjúkar sálir. Það eru margir sjúkrabeðir í Ameríku,, en í öðru hvoru sjúkrarúmi Bandaríkjanna liggja sálarsjúkir menn. Heimurinn hefir mikla þörf fyrir þann boð- skap og þá trú, er gerir sálir manna heilar. Pétur Sigurðsson safnaði. —(Kirkjuritið). Hitt og þetta Nokkrir karlmenn sátu eftir kvöldverð í heimboði og röbb- uðu um alla heima og geima. Loks bar ástina á góma. —Eg viðurkenni, sagði hús- bóndinn, að eg hefi kyst margar stúlkur á æfinni, stúlkur á Ind- landi, fegurðardrotningar á Spáni og ítalíu og franskar ungmtyjar,—en eg fullyrði það. að bezt fellur mér að kyssa kon- una mína! Ungur gestur hallaði sér fram á borðið og sagði með ákefð: —Það veit sá sem alt veit, að eg er yður sammála! * * * Drykkjumaðurinn við vin sinn: —Eg talaði lengi yfir hausa- mótunum á gestgjafanum á Rauða ljóninu í gær. Eg hugsa, að við höfum talað saman í hálftíma. —Og hvað hafðir þú til að segja við hann? spurði vinur- inn. —Meir en nóg. Satt að segja var það aðallega eg, sem hafði orðið. En hann hlustaði með at- hygli. Eg skelti á hann hverri röksemdinni á fætur annari. —Jæja, hvað sagði hann, þeg- ar þú laukst máli þínu? —Hann sagði “Nei.” —(Lesbók). ÞER HJÁLPIÐ VfllIR SJRLFUM ÞEGAR ÞÉR HJÁLPID CANADA ífL. tafci. i . ící á) * O . l ÉR, og foreldrar yðar á undan yður, komuð til * Canada íil þess að njóta kosta hins mikla nýja lands. í Canada hafa allir jafnt tækifæri — hver einn er frjáls að iðka trú sína án ótta við ofsóknir. t Ef til vill hafið þér oft þakkað Guði fyrir að þér eruð í Canada í dag en ekki í landinu þar sem þér eða foreldrar yðar voru fæddir. hugsið um öll löndin í Evrópu og Asíu, sem hafa verið hernumin, eignum fólksins rænt og því misþyrmi, varpað í fangabúðir, myrt sem gislar eða seindrepið úr hungri. Já, þér megið þakka Guði fyrir að þér eruð óhultur í Canada, í burtu frá öllum þeim þjáningum og allri þeirri eymd. En hvað gerið þér til að styðja Canada, LANDIÐ YÐAR. og bandaþjóðir þess, til þess að yfirbuga óvinina, svo vér öll, sem búum í Canada, þurfum aldrei að reyna raunverulegt slríð í þessu landi. > Canada fer fram á það nú við fólkið — hverja einustu manneskju, sem býr í Canada — að kaupa Sigurlánsveðbréí. $750,000,000 eru nauðsynlegir. Það allra bezta, sem þér getið lagt fé yðar í eru Sigurláns- veðbréfin. Auðlindir Canada ríkis tryggja Sigurláns- veðbréfin, þau gefa af sér sæmilega vexii; þér gelið fengið lán gegn þeim, og þér getið auðveldlega selt þau ef þér þarfnist peninganna. Hveroig þér kaupið Leggið inn pöntun yðar hjá Sigurláns sölumanninum, sem heimsækir yður. Eða leggið hana inn hjá hvaða banka sem er eða útibúi þeirra, eða leggið hana inn hjá lánsfélagi. Eða þér getið sent hana til nálægustu Sigur- láns Headquarters. Eða þér getið gefið vinnuveitanda yðar heimild til að leggja reglulega til hliðar vissa upphæð af kaupi yðar. Hægt verður að kaupa veðbréfin fyrir, þessar upp- hæðir: $50, $100, $500, $1,000 og stærri upphæðir. Sölu- maðurinn, bankinn, lánsfélagið og Sigurláns Head- quarters munu með ánægju veita þér aðstoð við að fylla inn pöntunarblaðið. BERIÐ Á YÐUR VÍKINGS RÝTINGINN Hann er merki þess að þér hafið keypt Sigurlánsveðbréf. Sigurinn er það eina sem nokkru máii skiftir Kaupið hin nýju VICT0RY B0NDS NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE L53

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.