Lögberg - 05.11.1942, Blaðsíða 3
Rússneska leyni-
vopnið
Efíir Dyson Carier.
(Þýtt úr “Russia’s Secret
" Weapon”)
Jónbjörn Gíslason.
(JTramhald)
En sannleikurinn verður ekki
nneptur í fjötra til langframa.
Bráðlega kom fram annar mik-
ill visindamaður, Helmholdz að
nafni; hann sagði afdráttarlaust:
“Plöntur jarðarinnar vaxa viö
það að drekka í sig sólarljósið;
en engar rannsóknir eru fyrir
hendi, er sanna með vissu að
lífsorka hinna hverfandi sólar-
geisla, samsvari viðgangi efna-
fræðilegs kjarna jarðarinnar.
Það sem hér er sagt, skapaði
merk tímamót í hinum alda-
gamla landbúnaði, en jafnvel
Helmholtz sá slíkt ekki fyrir.
Um fimtíu ára skeið fórnaði
Timiryazev kröftum sínum og
tíma, til að sanna og sýna, hve
orka sólarinnar væri nauðsynleg
og ómissandi fyrir allan jurta-
gróður. Skömmu eftir dauða
hans komu merkilegar niður-
stöður fram í dagsljósið.
Hann var enginn draumlynd-
ur vísindamaður; hann þráði
framar öllu öðru að aðstoða
bændurna í þeirra hörðu lífs-
kjörum og bæta hag þeirra;
hann leitaðist við að gera lífs-
aikomu þeirra tryggari og minna
háða dutlungum veðurlagsins.
Hann sagði: “Vísindamaðurinn
getur ekki gert sig ánægðan
með að vera hlutlaus áhorfandi,
sem rannsakandi verður hann að
beina afli náttúrunnar í vissa
farvegi. Framtíðarstarf hans
verður að þvinga náttúröflin
undir vilja sinn.”
Þetta gjörðist fyrir byltinguna
miklu; Timiryazev dó skömmu
síðar en Soviet lýðveldin fædd-
ust. Fyrir dauða sinn sá hann
að miklir atburðir voru í aðsigi;
hann sá mannúðina taka vísind-
in upp á arma sína og beina rás
viðburðanna til gæfu og gengis
fyrir mannkynið í heild; hann
sá náttúröflin þvinguð undir
vilja mannsins.
Saga mín fer nú fljótt yfir.
Fimtíu ár líða. Austur í Síberíu
var ungur bóndi, Jefremov að
nafni. Af hendingu tók hann til
lesturs bækur eftir gamla há-
skólakennarann. Því meira sem
hann las því hrifnari varð hann.
Hann sagði við vin sinn: “Við
g'etum ekki gert okkur ánægða
með að sitja hjá sem áhorfend-
ur, við verðum að temja nátt-
úruöflin.” “En hvernig,” sagði
hinn og brosti, “hefir þú í
hyggju að búa til veðurvél.”
Jefremov las af kappi; kenn-
ingar gamla mannsins um áhrií
sólarljóssins töfruðu hann; hann
las lýsingar á tilraunum hans
mörgum sinnum. Smámsaman
þróaðist í huga hans undraverð
hugmynd. Hann sagði við akur-
yrkju ráðanaut stjórnarinnar:
“að sjálfsögðu fær hveitiplantan
næringu og vökvun úr moldinni:
þessvegna er nauðsynlegt að
frjófga og veita á vatni, þar sem
því verður við komið; en heldur
þú að fæða og vatn sé afaráríð-
andi fyrir hveitiplöntuna? “En
góði maður” sagði ráðanautur-
inn undrandi, “hvað telur þú
meira áríðandi? Án fæðu og
vatns getur plantan ekki vaxið.”
“En sólarljósið er líka nauðsyn-
legt,” mælti ungi bóndinn. Allir
hlóu. “Eftir miljón ára eða svo,
verðum við ef til vill svo kunn-
áttusamir að geta haft hemil á
sólinni, þá skulum við veita
hveitinu okkar alt það sólskin,
sem það þarfnast,” sagði ráða-
nauturinn.
Óvenjulegum glampa brá fyr-
ir í augum Jefremov’s og hann
sagði hæglátlega: “Eg held að
við getum stjórnað sólinni nú
þegar.”
Hann hugsaði málið gaum-
gæfilega frá öllum hliðum; að
síðustu ritaði hann hugmynd
sína niður á þennan veg:
sólarljósið gefur hveitipiöntunni
aixa þá orku, sem henni ex
nauðsynleg tii að myndbreyta
fæðu, vatni og lofti í hveiti, þá
vissulega er sólarljósið sá hlut-
urinn, sem er mest áríðandi i
þessu máli. Til uppskeruaukn-
ingar af hverri ekru, er eftir
þessu að dæma, nauðsynlegt að
auka áhrif sólarinnar á þær
hveitiplöntur, sem hver ekra
hefir inni að halda; en hvernig?'
Hann fann ráðninguna. Er
þér hún ljós? Ef til vill ekki.
Hin skörpu augu akuryrkju-
fræðinganna fundu hana ekki
öldum saman. Hér var ráðgáta,
sem lögð hefði átt að vera íyrir
Sphinxið mikla í Egyptalandi i
hinum frægu gátu kappleikum
löngu liðinna daga.
Svarið var hlægilega einfalt.
Til þess að auka uppskeru ai
hverri ekru, verður að nota
meira sólskin á hverja ekru; það
er mögulegt með því eina móti
að auka tölu plantnanna á sama
flatarmáli.
Sérfræðingarnir héldu að Jef-
remov væri ekki me$ öllum
mjalla, þegar hann reyndi að
gera þeim hugmynd sína skilj-
anlega. Þú ert ef til vill á sama
máli; hvernig er mögulegt að sá
þéttara?
“Eg veit það ekki með vissu
ennþá,” sagði hann, “en eg ætla
mér að finna ráðninguna. En
segið mér í einlægni, hve marga
hveitistöngla má gróðursetja á
hverju ferhyrningsfeti af mold?’
Þeir roðnuðu og ráðlögðu hon-
um að eyða ekki tímanum í
þessi heilabrot. Ef mögulegt
væri að auka uppskeruna á
þennan hátt, þá hefði það verið
gert fyrir hundruðum ára. En
hann var ekki ánægður með
þetta sem fullnaðarsvar.
Ef Jefremov hefði verið vinnu-
maður á bóndabæ í okkar landi,
hvað gat hann þá gert í þessu
máli. Mundi stjórnin hafa leyft
honum að gera slíka prófun á
tilraunabúum sínum? Vissulega
ekki. Hann var ekki skólageng-
inn og því heppilegast fyrir
hann að halda sig að vinnunni
og gleyma öllum heimskulegum
heilabrotum.
Rússnesku vinnubrögðin eru á
annan veg en hér hjá okkur. Þar
eru vísindin ekki lengur levnd-
ardómur, sem tilheyrir eingöngu
hálærðum mönnum eða öðrum
sem hafa einhver mentunar
skírteini upp á vasann. Búgarð-
arnir eru líka alt á annan veg.
Jefremov vann á afarmiklu
samyrkjubúi, er hundruð bænda
áttu og ráku í félagi, með að-
stoð kvenna sinna og skylduliðs.
Hann boðaði til fundar, til um-
ræðu um málið. Hver einasti
maður mætti. Þeir töluðu um
málið fram og aftur og sam-
þyktu að lokum að afhenda
Jefremov landspildu til reynslu.
Fjöldi ungra manna og kvenna
buðu sig fram til aðstoðar við
hinar væntanlegu tilraunir.
Árangurinn fór eins og raf-
straumur um gjörvalt Rússa-
veldi, þvert og endilangt. Nafn
Jefremovs varð á svipstundu
kunnugt á fjölda tungumála
Þúsundir bænda og jarðyrkju-
manna kenna sig við nafn hans
Kristján Kristjánsson
F. 19. nóv. 1864; d. 29. 1941
við Bredenbury, Sask.
Hann var fæddur að Garð-
húsum í Vogum í Gullbringu-
sýslu. Foreldrar hans voru þau
hjónin Kristján Jónsson og Jó-
hanna Bjarnadóttir frá Hákoti
í Njarðvíkum í Gullbringusýslu;
bjuggu þau að Garðhúsum.
Kristján ólst upp hjá foreldr-
um sínum til fimm ára aldurs;
misti hann þá föður sinn og var
þá tekinn tli fósturs af frænda
sínum, Grími Andréssyni í Hóla-
vatnskoti í Njarðvíkum.
Þegar Kristján var fimtán ára
tók hann að stunda sjómensku.
og hélt því áfrma þar til hann
fluttist til Ameríku árið 1900.
Það ár gekk hann að eiga Pet-
rúnu Pétursdóttur frá Tuma-
ko.úi í Vogum; fluttust þau hjón
dl Kanada og settust að í Þing-
vallabygðinni í Saskatchewan.
Lítil voru efni þeirra hjóna í
upphafi, en fyrir framúrskar-
andi ötulleik þeirra, glæddist
hagur þeirra og efni ár frá ári;
komust þau yfir mikla landeign,
og reistu myndarlegt íveruhús
og peningshús, og komu heimil-
inu í gott horf á allan hátt.
Þannig gekk Kristján frá
starfi miklu og göfugu, þegar
hann gekk til hvíldar. Ekkjan
heldur nú til á heimilinu hjá
dóttur sinni Guðrúnu og manni
htnnar Bjarna Bjarnasyni, sem
halda þar uppi búi.
Fyrir. utan Guðrúnu eignuðust
þau hjón einn dreng, Jóhann
Pétur, sem er til heimilis í
Winnipeg.
Eg minnist þess, þegar eg
kyntist Kristjáni í fyrsta sinn.
Bar hann þess merki, að þar var
maður, sem ekki hafði legið á
iiði sínu um dagana; enda var
hann fjörmaður með afbrigðum,
og gekk með kappi að hverju
verki; talinn með beztu sjó-
mönnum, sem var fengsamur, og
sá ráð við öllu. Hann átti á-
reiðanlega heima á sjónum;
hafði iðulega komist í hann
krappan; var skemtilegt að
heyra hann segja frá atburðum
þeim, var frásögn öll lifandi og
öfgalaus; sjómenskan var hon-
um í blóð borin. Hann hafði
mikið dálæti á kvæðum eins og
“Heyrið morgunsöng á sænum”
og kvæðum sama eðlis.
Annða var það, sem vakti at7
hygli á Kristjáni; hinn góð-
mannlegi svipur og látbragð,
sem prýddi hann, enda ávalt fús
til þess að rétta hendina hverj-
um, sem átti bágt; kona hans
var heldur enginn eftirbátur í
því. Alls ekki get eg hugsað
mér að Kristján og kona hans
hafi eignast nokkra óvini um
dagana; allir báru hlýjan hug
til þeirra og lögðu þeim gott til.
Enda skulduðu þau engum neitt,
og klifu þrítugan hamarinn að
standa í skilum, ef láns þurfti
að leita; jók það þeim trausts
og virðingar.
Sakna eg hins göfuga manns.
sem reyndist svo nytsamur í
starfi; mun það almenn tilfinn-
ing allra þeirra, sem þektu
hann.
Mun sannast á Kristjáni:
“Sætur er svefninn þeim, sem
erfiðar.” Enda mun æfistarf
hans reynast honum haldgóður
bautasteinn.
s. s. c.
Tveir og tveir eru fimm
Leifur Eiríksson var fæddur
af norskum* foreldrum á Islandi.
Þessvegna telst hann Islending-
ur en ekki Norðmaður.
Vilhjálmur Stefánsson fædd-
ist af íslenzkum foreldrum í
Canada, því er hann íslendingur
en ekki Canadamaður.
* * *
Það er gefinn hlutur að
stjórnmálamönnum Canada og
Bandaríkjanna er kunnara um
millilanda-mál en sauðsvörtum
almúga.
Svo árum skifti fyrir stríðið,
gerðu uppskipunarmenn verk-
föll á vesturströndinni, þegar
þeim var uppálagt að ferma skip
sem fluttu þær vörur til Japan,
sem auðsýnilega átti að nota í
þarfir hernaðar.
# * *
Fyrir löngu, löngu síðan sigldi
Vilhjálmur (bastarður) af Nor-
mandy til Englands og lagði
landið undir sig. Hann skifti
því upp milli félaga sinna. Þótti
þetta hin mesta frækni, og telur
hver enskur aðalsmaður það sér
til heiðurs að geta rakið ætt sína
til Vilhjálms og kumpána hans.
Fyrir tæpum aldarfjórðungi
lagði rússnesk alþýða sitt eigið
land undir sig, en það þótti hin
mesti glæpur sem mannkyns-
sagan hermir frá.
Það ku eiga að verða ný jörð
og nýr himinn eftir stríðið. Þeir
segja að hinn nýi heimur —
guðsríki á jörðu hér — eigi að
skapast fyrir samvinnu og sam-
eign, eða eins og við köllum
það Kó-opp. Sumum finst þetta
skynsamlegt og sjálfsagt, þvi
þeir hafa séð mittisorma og bý-
flugur búa. (Rússland má ekki
nefna í þessu sambandi).
Jæja. Nýlega skutu tuttugu
og fimm þúsund Kó-oppar sam-
an fimtán þúsund dollurum tL
þess að kaupa útvarps-auglýs-
ingar um bisness sitt í Banda-
ríkjunum. Mottó þeirra er:
“Við skulum koma okkur sam-
an, nágranni góður.”
Þá kemur til sögunnar einn
af höfuðsmönnum NBC félags-
ins, og sýnir fram á að þetta
uppþot Kó-oppanna er á móti
allri sannri ameríkönsku. Þeir
segja að grundvallar-atriði
stefnu sinnar, samvinnu og sam-
eignar, sé fjögur:
1. Félagsskapurinn er opinn
h Lrm þeim, sem gerast vill
meðlimur í hagfræðilegu
bræðralagi.
2. Atkvæðagreiðsla í félags-
skap þessum — hver meðlimur
eitt og aðeins eitt atkvæði —
miðar að hagfræðilegu lýðræði.
3. Sem allra minstur ágóði
skal borgast á hvert hlutabréf,
til þess að tryggja sjálfstæði
einstaklingsins og koma í bága
við spekúlasíón.
4. Mest af ágóðanum skai
jafnað niður á meðlimi eftir því
hversu mikið hver og einn
þeirra verzlar hjá félaginu, svo
arðurinn dreifist meðal fjöld-
ans.
Og nú eiga dómstólarnir að
skera úr hvort vogandi sé að út-
varpa þessari villukenningu
meðal amerískra borgara.
30.-10.-42. J. P. P.
Fjaðrafok
Stór negri kom inn á skrif-
stofu leikhússtjóra. Hann hafði
auðsjáanlega töluvert sjálfsálit.
—Hvað get eg gert fyrir þig?
spurði leikhússtjórinn.
—Veitt mér atvinnu, svaraði
negrinn.
—Ertu þá listamaður?
—Já, vissulega er eg það,
svaraði sá svarti hreykinn.
—Iivað geturðu gert?
—Eg get slegið met í því að
eta egg.
—Hvernig ,þá?
—Eg get etið allan daginn
hverskyns egg sem eru. borin
fyrir mig, hænu, anda og álfta,
og yfirleitt allar tegundir.
Leikhússtjörinn hafði allmikla
kímnigáfu, svo að hann einsetti
sér að ofbjóða þessum sjálfbirg-
ingslega negra.
—Jæja, það má vel vera að
eg geti notað þig eitthvað — en
erfitt verður það.
—Það er bara betra!
—Jæja, taktu þá eftir. Á
virkum dögum eru fimm sýn-
ingar. Ein fyrir hádegi, tvær
eftir hádegi og tvær um kvöld-
ið.
—Ágætt, herra.
—Og á laugardögum eru sjö
sýningar í stað fimm. Hvernig
fellur þér það?
—Prýðilega! Þér útvegið mér
egg og áhorfendur, eg mun sjá
um hitt.
Leikhússtjórinn ætlaði ekki að
gefast upp.
■—En á sunnudögum eru sýn-
ingar samfleytt frá kl. 10 á
morgnana til 11 á kvöldin.
Hann beið með eftirvæntingu
eftir svari. Negrinn varð dá-
lítið órólegur.
—Heldurðu að þetta verði of
erfitt? sagði leikhússtjórinn
sigri hrósandi.
—Ónei, en eg verð samt að
biðja yður að gefa mér eins til
tveggja tíma frí á þeim dögum.
—Til hvers?
—Til þess að fara heim og eta
mínar venjulegu máltíðir!
Leikhússtjórinn gafst upp.
—(Lesbók).
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. NÓVEMBER, 1942
Ex
3
Business and Professional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
e
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
30 8 AVENUE BLDG , WPG.
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgú.
bifreiSaábyrgð, o. s. frv.
Phone 26 821
Thorvaldson &
Eggertson
Lögfrœöingar
300 NANTON BLDG.
Talsími 97 024
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
•
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 27 702
ST. RECIS HOTEL
2 85 SMITH ST., WINNTPEG
•
pteaiief/ur og rólegur bústaöur
i miObik.i borgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yfh; með
baðklela $3.00 og þar yfir
Agætar máltiðdr 4 0c—60e
Frce Parking for Quests
Peningar til útláns
Sölusamningar kevptir.
Böjaröir til sölu.
INTERNATIONAL LOAN
COMPANY
304 TRUST & LOAN BLDG.
Winnipeg
DR. B. J. BRAMDSON
216-2 20 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30
•
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlæknar
•
40 6 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEO
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslmi 86 607
Heimilis talsími 501 562
Legsteinar
sem skara framúr
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmari
SkrifiO eftir verðskrá
GILLIS QUARRIES. LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
60 2 MEDICAL ARTS BLDG
STmi 22 296
Heimili: 108 Chataway
Sími 61 023
Office Phone Res. Phone
87 293 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
Arthur R. Birt, M.D.
605 MEDICAL ARTS BLDG.
Winnipeg
Lækningastofu-slmi 23 703
Helmilissími 4 6 341
Sérfrœöingur i öliu, er aö
húösjúkdómum lýtur
Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur 1 eyrna, augna, nef
og hálssjúkdúmum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedv
Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5
Skriístofusími 22 251
Heimilissími 401 991
Dr. S. J. Johannesson
215 RITBY STREET
(Beint suöur af Banning)
Talsími 30 877
Viðtalstími 3—5 e. h.
H. A. BERGMAN, K.C. i.A. Anderson,B.A.,LL.B.
íslenzkur lögfrœðingur Barrister and Soltcitor
• and Notary Pubiic
Skrifstofa: Rootn 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165C Phones 95052 og 39043 Tryggingar af öllum tegundum. ASHERN, MAN.
J. W. MORRISON & CO. Oencral Hardwarc S. E. Björnso s M,D.
MAL og OLtUR Læknir og lyfsali
“Sé l>að harðvara, höfum við hana” •
SÍMI 270 — SELKIRK. MAN. ARBORG, MAN.
No. 1 Call 2 Dr. K. I. JOHNSON
DR. M. C. FLATEN Pbysician and Surgeon
Tannlœknir Sími 37
EDINBURG, N. DAKOTA CENTRE ST., GIMLI, MAN.
SINCLAIR’S VICTORY BOWLING
TEA ROOMS FIVE and TEN PINS
Staðurinn par sem allir vinir mœtast. Sfmið 206 til þess að tryggja aðgang
SELKIRK, MAN. SELKIRK. MANITOBA
Gilhuly’s Drug Store THE REXALL STORE E. G. EIRIKSSON
Lyfjasérfrœöingar Lyfsali
SELKIRK, MAN. CAVALIER, N. DAKOTA.
Sími 100 Nætursfmi 25 Slmi 24
t