Lögberg - 12.11.1942, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.11.1942, Blaðsíða 2
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 12. N&VEMBER, 1942 2 Flökkuskipið (Framhald) Á tuttugasta degi kom loks breyting á þetta kyrláta líf. Golan, sem hafði verið mjög lítil, sneri sér frá suðri suðaustur til suðvesturs og gerðist um leið að ofsaveðri. Skipið tók að hrekja og með því Kínverjarnir ekki kunnu að halda því í horf- inu, bar okkur í norðaustur. Með kveldinu herti enn á veðrinu. Himinhvolfið var svart og útlit fyrir rigningu. Byljirnir lustu svo reiðann að í hverju tré skips- ins brakaði ógurlega. Það small og hvein í seglunum. Öldurnar öskruðu freyðandi á skipshlið- unum, og skipið var sem varnar- laust fyrir þessum ofsatryllingi höfuðskepnanna. Það ruggaði afskaplega og byltist á ýmsa vegu eins og sært viilidýr í and- arslitrunum. Stundum skrjáf- aði í seglunum og þau kiptust til eins og þau ætluðu að rifna á hverri stundu. Þrælarnir komu hlaupandi að lyftingar- hurðinni og fóru að lemja á hana, voru þeir gagnteknir af skelfingu og æptu hástöfum, en með því að eg í slíkum kring- umstæðum gat ekki látið þeim neina hjálp í té, bærði eg ekki á mér, en beið með þolinmæði þess er koma vildi. Um miðnætti hafði veðrið náð hámarki. Skröltið og háreystin var hræðileg. Það var sem skip- ið styndi, og geigaði í öllum samskeytum. Það brast og brak- aði í siglutrjánum og í hverjum brotsjó lagðist það alveg á hlið- ina, svo búast mátti við að það færist á hverri mínútu. Kín- verjarnir við stýrið reyndu eftir megni að styðja skipið í þessum vonlausa bardaga við tryllings- öfl höfuðskepnanna. Þá kom voðalegur skellur; mennirnir við stýrið hentust langt frá stýris- hjólinu, svo það snerist áfram eður aftur á bak með ógnar hraða,: en mennirnir héldu dauðahaldi um öldustokkinn, svo þá ekki tæki út. Um morgun- inn heyrðist ákafur brestur. Kínverjarnir ráku upp skelfing- aróp. Stórráin hafði brotnað og fallið fyrir borð, með tilheyr- andi reiða, og lamdist þar utan á skipshliðinni. Kínverjarnir voru svo yfirbugaðir af hræðslu að þeim kom eigi í hug að höggva brotin frá svo að skipið komst fyrir það í nýja hættu. Eftir því sem eg gizkaði mér til, vorum við búnir að tapa loft- stengunum auk annars. Eg sagði Su-Hu-Jok hvernig hægast væri að verða laus við það af reiðanum sem var utanborðs, og hvatti hann til 'að fara og segja löndum sínum frá því, annars kynni skipið að höggvast í sund- ur. Su-u-Jok dró nú slagbrand- inn til lhiðar er var fyrir hurð- inni og fór út til að hjálpa þess- um fáfróðu þrælum. Þetta var í fyrsta skifti sem hurðin hafði verið opnuð í þrjár vikur. Eg stóð í dyrunum og sogaði að mér hressandi sjávarloftið. Öldurn- ar ruku yfir mig. Þrælunum datt ekki í hug að gera mér neitt ilt, en voru byrjaðir á -verkinu undir fyrirsögn Su-Hu- Jok. Þegar höggvið hafði verið alt draslið frá skipinu, rétti það sig við, og er við lokuðum hurðinni á eftir okkur, leit eg bjarma af degi í austri og mér datt í hug að nú væri það versta afstaðið. Tveim stundum eftir það hrökk eg upp við það að drepið var högg á hurðina. Eg stökk á fætur. Það var orðið albjart. Su-Hu-Jok var í áköfu samtali við Kínverjana; vildu þeir að eg kæmi upp á þilfar og hjálpaði félaga þeirra er lærbrotnað hafði þá um nóttina. Eg var lengi á báðum áttum, hvort eg ætti að verða við ósk þeirra eður ekki . . . hvort eg ætti að voga mér í hendur manna þessara, er myrt höfðu alla skipshöfnina, að méi einum undanskildum. Loksins komst á samningur milli okkar. Eg átti að veita þeim hjálp mína en þeir láta mig fara í friði. Eg stakk svo á mig dálitlum læknislyfjum og gekk upp á þii- farið ásamt Su-Hu-Jok. Það var hressandi fyrir mig að anda að mér hafgolunni, eftir jafnlanga inniveru í lítilli og loft-illri káetu, en hryggilegt var það er nú bar fyrir augu mér. Skipið var í því aumkunarverðasta á- standi, sem framast var auðið. Þegar við lögðum út frá Callaó var Balbóa eitthvert fríðasta skip með vönduðum reiða. Nú var það búið að missa toppstöng- ina og leifarnar af reiðanum dingluðu fram og aftur. Aftasta siglan var brotin og gaffaltopp- seglið flagsaðist í druslum utan um öftustu sigluna og hliðar- kaðlana. Um þilfarið var stráð allskonar brotum og slitrum, en efst uppi héngu rár og stengur, er dingluðu í allar áttir innan um kaðlana í einni bendu. Ef við hefðum mætt skipi á leið okkar, hefði það eigi siglt fram hjá án þess að hafa tal af okkur. Særði Kínverjinn lá í skjóli við káetuna og hljóðaði. Hann hafði verið einn af þeim, sem voru við stýrið um nóttina, en þegar það losnaði, hafði það slegist á lærið og brotið það. Eg batt um lærið svo vel sem eg kunni og eins og eg hafði séð lækni gera í svipuðu slysi. Kínverj- inn bar þjáningar sínar með mikilli stillingu þó skipið rugg- aði og yki með því á kvalir hans. Horfðu félagar hans á aðfarir mínar með mikilli tor- tryggni. Síðast hélt eg ilm- flösku fyrir vit hans til þess að gefa athöfninni hátíðleik og skyldi svo við hann undir gæzlu félaga hans. Maðurinn náði sér furðu fljótt og eftir skamman tíma gat hann haltrað um þilfarið; sá fóturinn virtist þó dálítið styttri. Eg reyndi sem eg gat að tefja tím- ann þegar eg var að hjúkra honum, svo eg gæti sem lengst notið frelsisins. Enn liðu dagar, vikur og már.- uðir án þess nokkuð bæri til tíð- inda. Aldrei var eg samt iðju- laus. Eg hélt dagbók, er eg skrifaði alt sem kom fyrir, hversu lítilfjörlegt sem það var, þó eg væri vonlaus um að nokkur annar en eg fengi vitn- eskju um þenna flæking. 1 hirzlum skipstjórans höfðum við fundið fáeinar bækur, er mér voru mikils virði. Fyrsta bókin var ensk bænabók gömul. Þrjú númer af dagblaði úr Suður- Ameríku og spönsk útgáfa af Don Quixote. Mig brast þvi eigi bækur fyrst um sinn. Sér- staklega þótti mér mikið til um “Æfisögu herramannsins” og þýddi eg mikið úr henni fyrir Su-Hu-Jok og skemti það honum eigi síður en mér. Bænabókin var mér til sannrar huggunar. Eg las þessi orð skáldsins með hrærðu hjarta, er áttu svo vel við kringumstæður mínar: “Leið þín liggur yfir hafið og gata þín yfir þau miklu vötn, en enginn maður þekkir fótspor þín.” Kínverjarnir styttu mér einnig stundir, með því að gefa mér orsök til að horfa á þá. Þeir voru áhyggjulausir, sem lömb í haga og skreyttu sig margvís- lega með fötunum af hásetun- um er þeir drápu. Einu simu réðist eg í að fara upp á þilfar- ið með Su-Hu-Jok til þess að gefa þeim góð ráð, kom það svo langt, að þeir voru farnir að ímynda sér að eg myndi þó ekki vilja þeim neitt ilt. Eg hafði t. d. bjargað félaga þeirra, kent þeim að pumpa skipið, og í vatnsþroti, hvernig breiða mætti út segl og safna regnvatni og eldinn hafði eg kveikt hjá þeim með eldspýtu. Aftur hafði eg fengið hjá þeim vatn, sem var okkur hið mesta happ, því okk- ur var farið að bjóða við hrís- grjónunum soðnum í rauðvíni og saltvatni, svo gátum við hit- að okkur te og kaffi. Með þessu var komið á þolanlegt samkomu- lag milli mín og fangavarða minna, en samt var það þreyt- andi meðvitund að vita sig inn- an um tamin villidýr, er á hverri stundu mátti búast við að rifu mig í sig. Eitt var það> sem Kínverjarnir leyfðu mér aldrei, það var að koma nálægt stýrinu. Þeir héldu að afl skipsins ætti þar heima og töldu því einkar hættulegt að eg hefði nokkur afskifti af því töfra-verkfæri. Þeir höfðu líka sagt Su-Hu-Jok það að þeir ætluðu heim ti! Kína, föðurlands síns. Stöðugt voru 3—4 menn hafðir við stýrishjólið til þess að snúa því í sífellu og flýta með því ferð- inni, en sú varð afleiðingin, svo sem gefur að skilja, að skipið snerist ýmist undan eða upp í vindinn. Ekki leið á löngu að við lentum í straumnum mikla, sem fellur norður eftir Kyrra- hafinu, rekur sig á Asíu og snýr þá við til suðurs. Eftir því sem tíminn leið, fór pólsjtarnan að verða skýrari á nóttum, og smá hækka á lofti. Loftið smá kólnaði. Þegar eg eitt sinn leit út um gluggann, sá eg röð af háum fjallatindum hinumegin við seglin á Balbóa. Eg várð hugfanginn af undrun, þaut upp á þilfar og leit í kring- um mig, en sá hvergi annað land. Kínverjarnir höfðu einn- ig tekið eftir þessu, en þóttust jafnframt vita að ekki gæti það verið Kína og voru svo hjátrú- arfullir að þeir skipuðu mér með harðri hendi að snúa aftur til káetunnar; þar fleygði eg mér á farmannakistuna. Svo smá fjarlægðust fjöllin og hurfu að lokum. Eg varð gagntekinn af þunglyndi og lá lengi og starði hugsandi út í geiminn. I dag er 23. sept. og við höfum verið á þessu flakki um 4 mánuði. Dag- inn eftir, þegar eg var staddur á þilfarinu og starði vonlaust út á takmarkaleysið, sá eg mér til mikillar gleði segl í fjarlægð. Skipið stefndi til landsins, sem eg sá í gær. Eg duldi gleði mína sem eg gat, en hafði þó nákvæmar gætur á skipinu, sem færðist nær og nær. Eftir 3. klukkutíma þóttist eg sjá að þetta myndi vera stórt verzlun- arskip og stefndi í norð- austur. Af því mér var ókunn- ugt um hvar við vorum staddir á Kyrrahafinu, tfar mér ekki auðið að vita með vissu hvaðan það kom né hvert það ætlaði, en vonaði að það kærhi auga á Canadian Women’s Army Corps NEEDS RECRUITS— AGE LIMITS 18 TO 45 Full information can now be obtained from your local Army Recruiting Representative WOMEN! REPLACE A SOLDIER RECRUITS are urgenily required for Canada's ACTIVE ARMY It Needs EVERY FIT MAN belween 18 and 45 years of age VETERAN S GUARD (Active) Wanís Veierans of 1914-1918 up io age 55 See your LOCAL RECRUITING REPRESENTATIVE okkur. Það leit líka stundum svo út sem það hefði breytt stefnu sinni og stýrði til okkar. Eg þreif því flagg frá Perú hljóp upp í reiðann og veifaði með því, til að vekja athygli þeirra. I sömu svipan höfðu þrælarnir rifið mig niður, fleygt mér niður á þilfarið og slitið af mér flaggið. Dökkleitur Kín- verji lítill veitti mér högg mikið aftan á hnakkann og æddi svo af stað að leita að einhverju vopni, er hann gæti' unnið á mér með. Mér kom eigi annað í hug, en nú myndi úti um mig, en ekki átti svo að verða, því þá kom Jok hlaupandi, hratt þræl- unum frá til beggja handa og fór með mig hálf meðvitundar- lausan ofan í káétuna og lokaði ramlega. Meðan þessu fór fram, var hann stöðugt að rífast, en hvort hann skammaði mig eða landa sína, læt eg ósagt, því hann bar svo ótt á. Þremur vikum eftir að þetta skeði, skelti yfir okkur sótsvartri þoku. Aldrei rofaði til, svo skifti mörgum sólarhringum. þegar eg leit út, birtust mér stórskornar en óljósar myndir fram úr þokunni. Einu sinni sýndist mér eg sjá gufuskip mikið koma á eftir okkur, er myndi renna á skip okkar. Hjartað barðist í brjósti mér, sem það ætlaði að springa, því skip það, sem eg svo oft hafð' þráð, gat gert eigi síður ilt en en gott, en svo breyttist sýnin og eg sá eigi annað en kolsvarta þokuna, er grúfði um okkur frá öllum hliðum. Ekkert hljóð heyrðist nema þegar öldurnar gjálpuðu við skipið og brakið þar sem það hafði gefið sig í mikla veðrinu. Fimtánda des. skall á okkur sama ofveðrið sem fyr. Rokið var svo voðalegt, að enginn gat haldist við á þilfari. Eg gat ekki opnað káetuna í tvo sólar- hringa, þótt á sama mætti standa hvort maður kafnaði niðri í skipinu eður druknaði í brotsjóunum. Seglin flöksuðust í druslum og brotnar rárnar lömdust utan í siglutrjánum. Brotsjóarnir féllu hvítfyssandi yfir skipið. Enginn kunni að stýra. I káetunni var vatnið fet og loftið óþolandi og útlitið því ærið ískyggilegt. Þó sluppum við úr þessum háska, því þann 17 slotaði rokinu. Þegar eg kom upp á þilfar og litaðist um komst eg að þeirri niðurstöðu að Bal- bóa var aðeins rekald eður skipsflak. Siglurnar sumar brotnar eður fallnar fyrir borð og allar meira og minna skemd- ar. Annars var það mesta furða að skipið dugði svona lengi. Þrælarnir höfðu nú loksins mist hugrekkið og brotsjóarnir höfðu skolað útbyrðis 6 af félögum þeirra. Þegar náttaði og sást til stjarnanna, fór eg að veita þeim nákvæma eftirtekt. Eg komst að þeirri niðurstöðu, að okkur hafði borið með straumn- um til suðurs og að við værum enn á sama reki. Mér kom ekki dúr á auga nóttina eftir. Þegar eg hafði bylt mér á allar hliðar stóð eg upp og gekk upp á þil- farði með Su-Hu-Jok er aldrei skyldi við mig hvert sem eg fór. Tæplega hafði eg látið aftur hurðina er eg heyrði hljóð, er eg kannaðist við fljótlega, hljóð frá gufuskipi. I þetta skifti var það ekki missýning . . . og í myrkrinu og þokunni sá eg stórt hjólaskip strjúkast fram hjá . . . til að hverfa á sama augnabliki og það hafði komið. Eg rak upp óp sem enginn heyrði og breiddi út hendurnar, sem gripu í loft- ið. Svo var alt afstaðið og það þegar við vorum svo nálægt björgun, svo ákaflega nálægt. Enginn hafði skeytt um okkur . . . og úr þessu vorum við ofur- seldir hafinu. (Framhald) Borgið Lögberg! Frá Osland P.O., B.C. Herra ritstjóri Lögbergs! Það er ekki oft að héðan sjá- ist fréttir frá þeim fáu löndum. sem hér -búa, enda ekki margt fréttnæmt sem við ber, svo mér datt í hug, að senda blaðinu örfáar línur, ef ske kynni að það örvaði þá til ritstarfa, sem betur geta en eg. Hér búa nú aðeins 8 fjöl- skyldur íslenzkar og þrír “basl- arar” tveir íslenzkir og einn enskur. Flestir stunda laxveiði að sumrinu fyrir niðursuðuhús hér í nágrenninuí sem eru nú 6; voru fyrir nokkrum árum 13. Þetta s.l. sumar var fiskiveið) vel í meðallagi, en fiskverð all- gott, útgerð öll í háu verði sem flest annað, og er það sízt að undra, þar eð innkaup og að- flutningar eru háð óteljandi erfiðleikum. Tíðarfar hér í þessu bygðar- lagi s.l. vor, sumar og haust, tiJ septemberloka, hefir mátt heita ágætt, ómuna blíður, hitar og þurviðri, jafnvel garðar hafa beðið hnekki af þurk, og er slíkt óvanalegt hér í B.C. Með þess- um mánuði brá til rigninga, en oftast hlýviðri; sézt nú snjór aðeins á fjallatoppum, lauf- skógur að byrja að falla en jörð algræn. Ekki þurfa menn nú að kvarta um atvinnuleysi hér í B.C.; nóg að gera fyrir þá, sem unnið geta, og kaup hátt, svo að slíkt hefir varla áður sézt. Heilsufar meðal landa hér og í Prince Rupert hefir, -það eg til veit, verið gott, aðeins eitt dauðsfall, sem eg man eftir í svipinn. Fyrsta þessa mánaðar dó á Prince Rupert sjúkrahúsi, Guðmundur Sigurðsson Snædal, eftir uppskurð við botnlanga-J bólgu, 64 ára gamall, hraust- leikamaður hinn mesti; hann kom frá íslandi til Canada 1900, stundaði í Winnipeg smíða- vinnu og fleira, sem fyrir féil fyrstu árin, en fyrir 28 árum síðan fluttist hann til B.C. og settist að í Port Clements, á Queen Charlotte eynni. En 1919 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Osland, og nokkru síð- ar til Cassiar niðursuðuhússins, hvar hann hefir dvalist síðan á- samt fjölskyldu sinni eða s.l. 18 ár, og haft á hendi umsjón nið- ursuðuhússins, svo og pósthúss, með frábærri trúmensku og dugnaði. Hann syrgja ekkja, 2 synir og ein dóttir, gift Frank Morrison, eiga 1 barn, búa í Prince Rupert. Sigurður sonur hans, giftur, býr í Prince Rup- ert, á 1 barn; Edgar, ógiftur, vinnur í Cassiar. Útförin fór fram frá B.C. út- fraarstofunni í Prince Rupert, 3. október, að viðstöddum flest- um íslendingum í Prince Rup- ert og grendinni. Enskur prest- ur jarðsöng; fimm Islendingar og einn annarar þjóðar maður (yfirmaðurinn frá Cassiar) báru hann til grafar. Allir vinir hins látna og fjöl- skyldunnar votta hinum syrgj- andi staðstandendum innilega samhygð. F. Kristmansson. Auto Knitting Sale Practically new and re-conditioned machines sold on money back guarantee. , 60 and 80 needle machine, complete with ribber, like new ....$:i2.50 60 and 80 needle machine, comulete with ribber, used some .....$30.00 60 and 100 needle machine, com- plete with ribber, used some ..27.50 60 and 80 needle machine, complete with ribber, good condition.$25.00 60, 80 and 100 needle machines, without ribber, otherwise com- plete ...........$18.50, $21.00, $22.50 WESTERN SALES SERVICE 290 Graham Ave., Winnipeg Húsráðendum til athugunar Eins og sakir sianda, höfum við nægar birgðir fyrirliggjandi af fleslum iegundum kola, en það er engan veginn vísi, hve lengi slíki helzt við. Vegna iakmarkaðs mannafla í námum, og rýrnandi framleiðslu af þeim sökum, ásami örðugleikum við fluininga, má því nær vísi ielja, að hörgull verði á vissum eldsneytisiegundum í veiur. Vér mælum með því, að þér birgið yður þegar upp, og eigið ekkerl á hætlu með það, að verða eldsneyiis- lausir, er fram á líður. Vér mælum með því, að þér sendið panlanir yðar nokkrum dögum áður en þér þarfnisi eldsneyiisins, vegna aúkinna flutningsörðug leika. TRYGGIÐ VELLÍÐAN YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA KOLAKLEFANN NÚ ÞEGAR! McCurdy Supply Co., Ltd. Byggingarefni og Kol 1034 ARLINGTON STREET SÍMAR: 23 811 —23 812 'wwwvvwwvvwwwwvvyvwwvvwyvwy ERZLUNARSKOLA NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli i nú þegar. VAAMMAAMMAWMMAMAAMMAMMMAMAAAMM,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.