Lögberg - 12.11.1942, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.11.1942, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. N&VEMBER, 1942 Þegar eyðimörkin blómgast 21. KAPITULI Þær keyrðu heim til- íbúðar Miss Belling- ham og Nancy sagði í huganum við sjálfa sig: “Svo grunur minn hafði þá rétt fyrir sér — einhverju er vissulega ábótavant.” Frá þeirri augnabliksstund er hún nú háfði litið Pauline brá Nancy í brún út af svipbreyting hennar. Hin skarpa sjón hennar tók þegar eftir skuggunum neðan við augu ungu stúlk- unnar og taugaósytrknum er á hana virtist sækja. “Jæja,” sagði hún glaðlega. “Hverjar eru svo allar fréttirnar? Hafa stundirnar reynst þér ánægjulegar?” “Ekki neitt sérstaklega.” Pauline fann nú skyndilega glögt til þess með sjálfri sér, að hún gæti ekki leikið neitt yfirskynshlutverk. Hér var að lokum samúðarrík kvenvera, mann- eskja, sem hún var viss um að skilja myndi raunir hennar. Hún sagði svo: “Eg hefi átt erfiðar þrautastundir. Alt sem öfugt gat gengið, hefir þannig leiðst út. Hefir þú ekki frétt um háðungina, sem eg bakaði mér með því að fara út til skemtistund- ar með Prinz Hasseim?” Það var sár kjökurs- hreimur í rödd hennar, svo við lá að hún misti vald á tilfinning sinni. Og Nancy flýtti sér að svara: “Eg heyrði eitthvert heimsku- þvaður. Var Cherry þar ekki líka?” “Jú — en þar sem eg er okkar eldri —” “Hvaða hégómi!” svaraði Miss Bellingham með áherzlu. “Finst þér ekki þú mættir segja mér alt eins og er um þetta?” En Pauline gerði sér samstundis/ grein fvrir því, að það gæti hún ekki gert án þess að koma upp um Cherry, og óskaði þess með sjálfri sér, að hún hefði ekkert minst á þetta. Og til hvers væri það líka? Hún yrði sjálf að yfirbuga þessi vandræði sín. “Eg hefi eiginlega frá engu að skýra. Við fórum út til miðdegisverðar og þaðan svo á eftir í Lotus danssalinn. Eg vissi ekki að fólk væri svona umtalsgjarnt. Gertrude frænka varð bálreið, en svo virðist, sem hún sé nú búin að jafna sig aftur.” “Það er svo,” sagði Nancy, og hugsaði enn- íremur með sjálfri sér: “Sé þetta alt og sumt, þá skiftir það litlu. En hér kemur margt fleira til mála, og eg hygg að Cherry, litla yndið hans John bróður míns, sé eitthvað við það riðin.” Nú var komið inn með teið, og Nancy spyr svo: “Hefir þú orðið vör við eða hitt Abdel?” “Ekki — eða eð sá hann bara í svip að Sbepheards, er eg sat þar að máltíð með Henry frænda —” Hún þagnaði, beit á vörina og sneri sér undan til að dylja tárin, sem þrengdu sér fram í augu henni. Á næsta augnablikinu hafði Nancy vafið hana örmum og Pauline hallaði sér með grátekka niður á öxl eldri stúlkunnar, er með samúð hlustaði á raunir hennar. En jafnvel þá hlífðist Pauline við að blanda Cherry þar inn í. Eg var flón,” stamaði hún, “að láta mér nokkurn tíma detta í hug að honum væri ekki sama um mig. Hví hefði honum líka átt að vera það? Og nú — er svo um einhverja aðra að gera.” “Eigir þú við Tania Vereker,” sagði Nancy, “þá vertu ekki með neina flósku. Hún hefir áJíka mikið tækifæri til að ná aftur haldi á Abdel, eins og eg hefði til að giftast honum. Þetta er ekkert nema elskendanna missætti. En þú segist sjálf hafa sagt honum, að nú væri ekki framar ástæða til að opinbera trúlofan ykkar — hver bjóst þú við að afleiðing þess yrði, eins og þá stóð á um hugsanir hans?” “Mér leið svo hörmulega,” svat-aði Pauline og brá klút á augu sér.. Henni var algerlega ómögulegt að byrgja alveg fyrir sér hina skyn- samlegu rökfærslu vinkonu sinnar. “Eg gat bara ekki setið á mér,” viðurkendi hún. “Abdel bað þig að giftast sér — og er hann mótmælti því að þú létir bendla nafn þitt — enda þótt ósaknæmt væri — við þennan unga mann, hvers orðspor að því er kvenfólki við- kemur er öllum kunnugt, lézt þú honum skilj- ast, að þú kærðir þig ekki um að giftast hon- um—” “En mér datt það aldrei í hug —” greip Pauline fram í og leit óttaþungnum augum til vinkonu sinnar. “Hann — hann gaf mér ekkert tóm til að afsaka mig. Eg — vissi einu sinni ekki að við ættum að fylgjast með prinz- inum—” “Það grunaði mig,” hrópaði Miss Belling- ham sigrihrósandi. “Það var alt litlu skjátunni Cherry að kenna—” “Nei!” “Pauline!” “En, ó!” veinaði PauliÁne og veifaði hend- inni vandræðalega, “eg ætlaði ekki að láta þér skiljast þetta — eg veit bara ekkertt hvað eg er að segja. Og Nancy —• eg lofaði. Eins og þú ert lifandi manneskja verður þú að lofa mér því að segja ekki eftir Cherry.” “Eg skal ekki gera það,” sagði Nancy af- dráttarlaust. “Með þeim eina skilmála, að þú segir Abdel það sjálf —” “En það get eg ekki,” hrópaði Pauline. ‘Tlvernig ætti eg að geta fengið mig til slíks? Hann hefir sýnt mér, að honum sé ekkert ant um mig — eg gæti ekki elt ’hann og beðið hann að taka mig í sátt við sig aftur.” “Jæja, en þú mátt ekki búast við að hann komi til þín, nema þú gerir það. Eg held mikið af honum, en eg veit þó að hann er hin þrályndasta mannvera. Gætir þú ekki litið á þetta frá hans sjónarmiði?” “Eg — held það.” Sár stuna skrapp fram af vörum, Pauline. Og svo: “Er það satt, Nancy,” spurði hún, “að hann sé í raun og veru Englendingur?” “Hann er auðvitað fæddur af enskum for- eldrum,” svaraði Nancy. “Hamingjan góða! En þú vilt þó ekki láta mig trúa því, að þu hafir ekki vitað það?” “Heldur þú eg hafi verið að fást um það liverrar þjóðar hann væri?” -spu-rði Pauline i gremjutón. “Eg hefði ekkert tekið mér það nærri, þótt hann hefði lokað mig inni í kvenna- búri.” ’ Nancy hló ögn kaldnæðnislega. “Abdel var, sem þú iiú auðsjáanlega ekki veizt, aðeins tveggj*a ára, þegar hin yndislega móðir hans, þá ekkja eftir fyrirliða í brezka hernum, gift- ist Ibramin Amin-Razam, sem var mjög ásjá- legur og aðlaðandi maður í egypska félagslíf- inu. Hann var síðasti liður ættbálks síns, og til þess að viðhalda ættarnaíninu helgaði hann sér á formlegan hátt til eignar hinn enska stjúpson sinn. Og þrátt fyrir það þótt dreng- urinn sækti lokamenían sína til Englands og Frakklands, var hann alinn upp samkvæmt öllum erfikenningum og venjum þeirrar ættar, er hann þá í raun og veru skyldi teljast sem sannur hluti og arfþegi í. Það var mjög hugsjúk og niðurbrotin Pauline, sem sneri aftur á leið til heimilis írænda síns. Gertrude tengdafrænkan fór enn í mið- degisverðar heimboð þá um kvöldið. Cherry iét þess einnig getið, að hún ætlaði að heiman — til að hitta kunningjahóp, og keyrði á stað þangað í leigubifreið. Pauline settist ólundarlega niður við sauma sina. Eftir stundarkorn kom Hamza inn til henn- ar með þá tilkynning að hennar væri beðið við símann. “Tafarlaust — til mjög áríðandi við- tals.” “Hver kallar?” spurði hún. “Miss Cherry,” var svarið. “Og hún seg- ir, að ef eg komi ekki samstundis með yður að símanum, þá skuli hún drepa mig þegar hún komi heim.” Pauline hraðaði sér að símanum. Hún kannaðist varla við lágu örvænting- arröddina, en henni barst um símann Og sagði: ‘Heyrðu, fljótt. Eg er stödd í hraéðilegum kröggum — hér hjá Hasseim —” “Cherry!” “Hlustaðu á mig! Eg er hér í utanbæjar heimkynni hans; og —*■ Polly, eg kvelst af dauðans ótta. Einhver verður að sækja mig tafarlaust. Náðu í John Bellingham. Segðu honum hvað sem þér sýnist — komdu aðeins með hann. Eg þori nú ekki að tefja lengur. Hann er að koma aftur. Það er ætlast til eg sé að síma til mömmu og segjagt vera nú stödd hjá vinstúlku minni: Skilurðu það?” “Já. En hvar ertu?” “í einka verustað hans, sem er einhvers- staðar utan —” Símasambandið var þarna af- krækt. Pauline bað um tenging við símann hjá Nancy. “Það er Pauline, sem kallar,” sagði hún. “Er hægt að ná í John bróður þinn?” “Hann er, kæra, mín, í margra mílna fjar- lægð,” svaraði Nancy. “Gæti eg orðið þér að liði?” “Nei, eg þarf einkis. Cherry símaði mér um skilaboð til hans.” “Hann kemur ekki aftur fyr en eftir tvo daga,” svaraði Nancy. “Hvernig líður þér?” “Mér líður vel. Þykir slæmt að eg ma ekki tefja tímann eitt augnablik —” Og svo rétt í því hún ætlaði að loka símanum, bætti hún við: “Nancy, eg kalla ef til vill bráðlega í þig aftur — verður þú þarna?” “Já, eg verð hér.” Pauline hugsaði nú: “Eg 'gæti farið sjálf, ef eg aðeins vissi hvar þessi einka-verustaður Hasseims er.” Hún nam skyndilega staðar, er henni hugkvæmdist að hún vissi af einum manni er hjálpað gæti, og að nú væri enginn tími til að fást um eigin tilfinningar — Abdel! “Ef eg aðeins vissi hvar hans er að leita í k'völd!” Eins og nú á stóð var Abdel á kafi í ann- ríki þetta kvöld og sat síðla að verki heima hjá sér. En jafnvel þrátt fyrir annríkið gerði hann sér grein fyrir því að eins og hjá honum stæði grannvaxin, aðsækin skuggavera. Hann hafði aldrei áður vitað hvað það þýddi, að láta stúlkuandlit trufla hann við starf sitt. Skrifarinn kom nú inn til hans og virtist eitthvað vandræðalegur á svipinn. Abdel sagði: “Eg hefi, Faran, ekki enn lokið við það. sem eg hefi verið að gera. En skiljið þér þessi blöð hér eftir til undirskrift- ar —” “Þau eru hér til reiðu.” Skrifarinn lagði blaðabunkann á borðið. Og sagði svo í lágum rómi: “Það er kominn hér kvenmaður til að ná tali af yður —” “Að finna mig? Á þessum tíma kvölds?” Abdel leit ergelsislega á borðklukku sína. “Mér er ómögulegt að veita nokkrum gesti nú við- töku. Til þess er eg í alt of miklu annríki.” “Eg talaði sjálfUr við stúlkuna og sagði henni það,” svaraði skrifarinn. “En hún neit- ar að hverfa á braut. Hún segir að erindi sitt sé mjög áríðandi, og biður þess að mega ná tali af yður fáein augnablik. Þetta er Miss Pauline Bassett.” Abdel leit á hana, er hún gekk til hans yfir skrifstofugólfið, og tók eftir hve föl hún væri í andlitinu og reyndi auðsjáanlega að bæla niður æsta geðshræring sína. “Mér fellur það illa — að ónáða yður svona fyrirvaralaust,” sagði Pauline mæðilega. “En — erindið er hræðilega áríðandi, og þér eruð eini maðurinn, sem mér gat hugkvæmst að leita til. Eg þarf að biðja yður að segja mér hvar einkaíbúð Hasseims er, og hve skjót- lega eg geti komist þangað.” Á næsta augnablikinu vatt hann sér nær henni, og þótt hún eins og ósjálfrátt hrykki undan honum, lagði hann hendurnar á axlir henni og starði reiðiþrungnum og blossandi tortryggnisaugum niður til hennar. “Hví vilj- ið þér fá að vita þetta?” spurði hann. “Af því eg verð að komast þangað tafar- laust,” svaraði hún. “Gerið svo vel að segja mér það,” bætti hún við. “Það er afskaplega áríðandi. Eg kom til yðar, af því mér gat ekki hugkvæmst neinn annar, er hjálpað gæti.” Hann svaraði: “Ef þér segið mér til hvers þér viljið komast þangað, þá-skal eg segja yður það sem þér viljið fá að vita — en skiljið það, að þér getið ekki farið þangað fylgdarlaust.” “Cherry er þar alein hjá honum, og — einhver verður að fara til hennar. Hún sím- aði mér fyrir klukkutíma síðan og bað mig að ná í John Bellingham. ann er fjarverandi, og þér eruð eini maðurinn, sem mér gat dottið í hug til bjargar. Svo eg tók bifreið hennar og flýtti mér á yðar fund, en það eina sem þér gerið er að eyða nú tíma mínum til einskis.” “Litla flónði!” hrópaði Abdel. “Jæja þá,” bætti hann við, “eg skal fara með yður til hennar.” 22. KAPÍTULI Innan fimm mínútna voru þau komin upp í bifreið hans og lögð á stað eftir veginum, er lá út úr bænum meðfram fljótinu. “Hvað lengi hefir þessi kunningsskapur staðið milli Cherry og Hasseim?” spurði hann hörkulega. “Vissuð þér ekki betur en styðja að því—?” “Styðja að því!” endurtók hún. “Eruð þér — alveg frávita?” Hann svaraði henni með því að spyrja enn: ‘ Hvers ráðstöfun var förin til Lotus — fór Cherry þangað með yður, eða fylgdust þér með þangað eins og henni til umsjónar?” “Eg — vildi heldur að þér spyrðið Cherry um það,” svaraði Pauline. Hann hleypti brúnum og skildi vel að hann hefði fengið ljóst svar. Hann skyldi vissulega spyrja Cherry — litla lygarann! En í þetta sinn yrði hún að segja honum sannleikann! Þau keyrðu nú áfram þegjandi. Eftir stundarkorn hægði hann á bifreiðinni og nam svo brátt staðar framan við lítið og lágreist hús, hálfhulið frá veginum af skugga pálma- bjarkanna. “Það er bezt, Pauline, að þér bíðið hér í bílnum,” sagði Abdel. “Eg skal koma með frænku yðar hingað eftir örfáar mínútur.” Hann hvarf svo inn í pálmavðiarskuggann. Pauline virtist það óratími er hún sat þarna alein. Svo sá hún Abdel koma, og Cherry við hlið honum. Það var lúpuleg Cherry, sem orðalaust kom inn í bifreiðina, en vafði frænku sína örmum og féll í grát. “Elskan,” sagði Pauline innilega, “vertu ekki að gráta. Nú er þetta á enda.” “Á enda!” snökti Cherry. “Svo er það — vissulega. Eg skal aldrei framar líta við hon- um.” Þegar þau stönzuðu við Bassetts heimilið sagði Abdel: “Eg ætla, með leyfi, að koma Ljóðagull Sveinbjörn Egilsson— KVÆÐI Ei glóir æ á grænum lauki sú gullna dögg um morgunstund, né hneggjar loft af hrossagauki, né hlær við sjór og brosir grund. Guð það hentast heimi fann, það hið blíða blanda stríðu; alt er gott, sem gjörði hann. Ei heldur él frá jökultindi sér jafnan eys á klakað strá, né nötrar loft af norðanvindi, sem nístir jörð og djúpan sjá. Guð það hentast heimi fann það hið stríða blanda blíðu; Alt er gott, sem gjörði hann. Því lyftist brún um ljósa daga, þá lundin skín á kinnum hýr; því síkkar hún, þá sorgir naga og sólarljós með gleði flýr. Hryggðin burtu hverfur skjótt, dögg sem þorni mær á morni, unz hin raka nálgast nótt. I Þú, bróðir kær, þó báran skaki þinn bátinn hart, ei kvíðinn sért; því seíur logn á boðabaki, og bíður þín, ef hraustur ert. Hægt í logni hreifir sig sú hin kalda undiralda, ver því ætíð var um þig. inn með ykkur; ef þið látið mig annast um málalokin, hygg eg mér takist ef til vill að gera Mrs. Bassett rólega með afstöðu ykkar — sem stendur, að minsta kosti.” Hamza opnaði húsdyrnar,, en Cherry smeygði sér fram hjá honum, þaut upp stig- ann til herbergis síns, áður en Mrs. Bassett var komin fram í forstofuna. “Pauline! Hvar hefir þú verið —?” sagði Gertrude tengdafrænkan, en, þagnaði er hún leit ferðafélagann, sem hjá Pauline stóð í for- stofunni. Abdel mælti: “Gott kvöld, Mrs. Bassett — mér þykir vænt um að hafa getað lagt henni ofurlítið lið. Miss Cherry leið ekkert vel og simaði frænku sinni, sem fór svo með mér til að sækja hana.” “Cherry var þá með þér?” sagði Gertrudfc írænka í undrunartón. “En eg hafði enga hugmynd um að þér myndúð verða þar, Sir Abdel.” Án þess að renna nokkurn minsta grun í það hvar þetta “þar” myndi hafa átt að vera, þá svaraði hann vingjarnlega: “Mér þykir vænt um að svo var. í raun og veru fanst mér að Miss Pauline mætti ekki þurfa að keyra heim aftur, eg fékk hana til að skilja eftir bílinn — sem eg skal sjá um að komið verði aftur með á morgunmálinu — og keyrði svo heim með þær í minni bifreið.” “Hvar er Cherry — er hún veik?” spurði Mrs. Bassett í skipunartón. “Nei. Eg er viss um að hún sé eiginlega ekkert veik,” sagði Pauline. “Henni var — eitthvað ómátt — fékk snert af einu sinna höfuðverkjarkasta, og svo—hugði eg réttara að skreppa yfir um og sækja hana.” “Margfaldar þakkir, Sir Abdel,” sagði Mrs. Bassett. “Með yðar samþykki ætla eg nú að fara upp og vitja þessa barns míns. Pauline, gefðu Sir Abdel —” “Ekkert, verið svo væn,” greip hann fram í, “eg verð að fara tafarlaust á stað aftur.” Hann rétti frúnni hönd sína. Góða nótt. Góða nótt, Miss Pauline,” og aftur fann hún nú hlýtt tak hans um hönd sér. Er hann var svo kom- inn fram að dyrunum sneri hann sér að þeim. “Þér gleymið ekki gildinu hjá mér annað kvöld, vona eg?” spurði hann. “Minnist þess að eg tel upp á komu yðar — ykkar allra.” Hurðin lokaðist á eftir honum, en tengda- frænkan Gertrude hraðaði sér á leið upp stig- ann og Pauline varð ein eftir í ganginum. “Ykkar allra!” Var það aðeins hugarþrá hennar sjálfrar, er hún heyrði í þessum orðum hans, eða hafði í augnaráðinu, er hann leit ti1. hennar. verið eitthvert hugarskeyti? En hefði hann haft nokkuð að segja við hana, myndi hann vissulega hafa gert það, þegar þau sátu tvö ein saman í bifreiðinni á leið út eftir fljótsbakkanum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.