Lögberg - 12.11.1942, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.11.1942, Blaðsíða 1
HELZTU FRÉTTIR Mikíl og margbrotin tíðindi Herskarar Kommers hröklast á flótta úr Egyptalandi. Bandaríkjamenn, með aðstoð brezka sjó= og loftflot- ans hernema nýlendur Frakka í Norður Afríku. Hitler sölsar undir sig alt Frakkland. V —---------- CANADASTJÓRN SKIPAR FJÓRA NÝJA SENDIFULLTRÚA í vikunni, sem leið, gerði King forsætisráðherra sambandsstj. það lýðum ljóst, að hann hefði skipað fjóra nýja sendifulltrúa til þess að fara með umboð fyrir hönd Canada með eftirgreindum þjóðum: Til Rússlands verður sendur Mr. L. D. Wilgress, að- stoðar viðskiftamálaráðherra. Warwick Chipman, lögfræðingur í Montreal, fer til Chile, Maj.- Gen. Victor Odlum verður sendi- fulltrúi í Kína, en til Ástralíu verður sendur T. C. Davis dóm- ari, sem verið hefir undanfarið í þjónustu War Services ráðuneyt- isins; þetta er í fyrsta skiftið sem Canadastjórn stofnar tii sendifulltrúa sambanda við Rússland, Kína og Chile; allar hafa þjóðir þessar opnað fyrir nokkru sendiráðsskrifstofur í þessu landi. THOMAS E. DEWEY Hvat manna es þat? Mr. Dewey er lögfræðingur, rúmlega fertugur að aldri, búsettur í Manhattan; hann varð fyrir nokkrum árum þjóðfrægur maður fyrir það, hversu rögg- samlega hann gekk fram í því. að koma fram refsingu á hend- ur siðspiltum mútuþegum í New York, og gekk sigrandi af hólmi í ríkisstjórakosningunum þar, með miklu afli atkvæða umfram gagnsækjanda sinn, Mr. John J. Bennett, er bauð sig fram af hálfu Demokrata. Mr. Dewey mun nú ganga næst Mr. Wendeli L. Willkie að áhrifum, innan vé- banda Republicanaflokksins. Síðastliðin 20 ár hafa Demo- kratar farið með völd í New York ríki. TEKNIR AF LÍFI FYRIR FÖÐURLANDSSVlk Frá því að yfirstandandi heimsstyrjöld braust út, hafa ellefu menn verið teknir af lífi á Bretlandi fyrir föðurlandssvik; hinn síðasti þeirra og yngsti, var Scott-Ford, sjómaður 23 ára að aldr,i er sigldi milli Englands og Lisbon; sannaðist það á hann að hafa þegið mútur af spæjur- um óvinaþjóða, fyrir að segja til um brezkar skipagöngur. RÖSKLEGA AÐ VERIÐ í síðastliðnum októbermánuði, skaut varnarliðið á eynni Malta niður 132 þýzkar og ítalskar orustuflugvélar, sem veittust að varnarvirkjum Breta á þessum stöðvum; auk þessa er frá því skýrt, að um 200 óvinaflugvélar hafi sætt meiri og minni skemd- um við Malta á þessu sama tímabili. INNRÁS Á ÍTALÍU Ameríski blaðamaðurinn víð- kunni, H. V. Kaltenborn, sem ræðu flutti í Civic Auditorium hér í borginni í fyrri viku, lét þá skoðun sína í ljós, að pftir það að sameinuðu þjóðirnar gengi sigrandi af ihólmi í Afríku. sem ekki yrði dregið í efa. virt- ist sér' það liggja næst, að þær stofnuðu til innrásar á ítalíu, sem nú væri augljóslega orðin veikasti hlekkurinn í keðju möndulveldanna; þessu mætti hrinda í framkvæmd annaðhvort yfir Sikiley, eða með því að ná Krítey undan yfirráðum Þjóð- verja. CANADA SENDIR GRIKKJUM HVEITI Þrjú sænsk skip sigldu nýver- ið héðan frá landi áleiðis til Aþenu, hlaðin hveiti, sem Can- adastjórn gefur grísku þjóðinni til þess að lina hungursneyðina, er spent hefir íbúa Grikklands heljargreipum síðan Þjóðverjar hernámu landið. ÞRJÁTÍU OG FIMM FLUTNINGASKIP AFHENT ÞJÓÐVERJUM OG ÍTÖLUM Síðasta afrek Laval-stjórnar- innar í hinum óhernumda hluta Frakklands, er það, að afhenda Þjóðverjum og ítölum 35 vöru- flutningaskip erlendra þjóða sem legið hafa í frönskum höfn- um; sum skipa þessara voru norsk og dönsk. ítalir fengu 22 af skipunum, en Þjóðverjar af- ganginn. Afhending skipanna fór fram samkvæmt strangri kröfu frá Adolf Hitler. ÞJÓÐVERJAR KVEÐJA JAPANI TIL FUNDAR # Fregnir frá Berne þann 6. þ. m., láta þess getið, að hernað- arvöldin þýzku hafi kvatt til fundar við sig japanska sendi- fulltrúa í Evrópu með það fyr- ir augum, að koma á nánari samvinnu milli möndulveldanna, einkum með hliðsjón af hrak- förunum í Egyptalandi. DR. FLEMING LÁTINN Þann 5. lézt að heimili sínu í Humboldt, Dr. Harry Raymond Fleming, sambandsþingmaður fyrir Humboldt kjördæmið í Saskatchewan; hann hafði átt við vanheilsu að stríða um all- langt skeið. Dr. Fleming var fyrst kosinn á sambandsþing af hálfu Liberalflokksins í áminstu kjördæmi árið 1935, og endur- kosinn í almennu kosningunum 1940. Hann var mikilhæfur maður og fylginn sér vel. MÆLIR MEÐ SAMVINNU- STJÓRN Senator Arthur Vandenberg frá Miqhigan, einn af hinum áhrifameiri forustumönnum Re- publicana í öldungadeild þjóð- þingsins í Washington, tjáist því hlyntur, að flokksmálin í Banda- ríkjunum verði lögð á hilluna, og samvinnustjórn mynduð til stríðsloka. MR. NOSEWORTHY í WINNIPEG Mr. J. W. Noseworthy, C.C.F. sambandsþingmaður fyrir Soutli York kjördæmið í Ontario, hefir dvalið hér í borginni undanfar- andi, og flutt ræður til stuðnings við Rev. Stanley Knowles, er býður sig fram af hálfu þess flokks í Mið-Winnipeg kjördæm- inu hinu nyrðra, við aukakosn- inguna, sem fram fer þann 30. yfirstandandi mánaðar. Mr. Noseworthy. komst mjög á dagskrá, er hann í fyrra feldi leiðtoga íhaldsflokksins, Mr. Meighen, í Sout York kjördæm- inu. LÖFRÆÐINEMENDUM FÆKKAR Samkvæmt skýrslu Manitoba- háskólans, er tala lögfræðinem- enda þar nú með allra minsta móti. í fyrra stunduðu lög- fræðinám að staðaldri 35 stúd- entar, en nú ekki nema 15. Staf- ar þetta af því, hve tala þeirra lögfræðinema, er innritast í her- inn, fer jafnt og þétt í vöxt. Hersveitir sameinuðu þjóð- anna í Egyptalandi, undir for- ustu Gen. Montgomery, hafa unnið fullnaðarsigur yfir liðs- sveitum möndulveldanna þar í landi, og hrakið inn í Libyu leif- arnarf sem mælt er að eigi nemi nema liðugum tuttugu þúsund- um; hafa möndulveldin á stöðv um þessum því beðið þann til- finnanlegasta, eða réttara sagt. fyrsta stórósigurinn í yfirstand- andi styrjöld; freklega fjörutíu þúsundir Þjóðverja hafa verið teknar til fanga, en um sjötíu þúsundir ítala, er Þjóðverjar skildu eftir í reiðileysi á eyði- mörkinni, er þeir sjálfir lögðu á flótta; ógrynni hergagna féll sameinuðu þjóðunum í skaut: þar á meðal eitthvað um þrjú- hundruð skriðdrekar. Talið er víst, að eftirstöðvarnar af her- skörum Rommels verði senn króaðar inni í Libyu. Á laugardaginn var tilkynti einkaritari Roosevelts forseta, að Bandaríkjaher hefði lent í ný- lendum Frakka í Norður-Afríku, með aðstoð brezka loft- og sjó- flotans, og að Algiers hefði gef- ist upp; og er fram á þriðjudag kom, staðfesti stjórnin í Vichv einnig þá fregn, að hafnarborgin Oran væri fallin; nokkurri mót- spyrnu mætti her Bandaríkjanna í Casablanca, en nú er mælt, að HERSVEITIR JAPANA Á UNDANHALDI Að því er nýjustu fregnir herma, eru liðssveitír Japana á stöðugu undanhaldi bæði á Solomoneyjum, og eins á New Ginea; á hinum fyrnefndu víg- stöðvum eru það Bandaríkja- menn, sem sýna Japönum í tvo heimana, en á síðarnefnda staðnum vígahetjur frá Ástralíu. SENDIFULLTRÚASAMBAND ROFIÐ I Forsætisráðherrann í Canada hefir formlega tilkynt, að vegna síðustu atburða, hafi stjórn sín rofið sendifulltrúasamband við Frakkland, með því að þar fari með völd ólögleg stjórn, er lúti boði og banni Hitlers. JÓLA CARNIVAL I Civic Auditorium hér í borginni verður stofnað til Jóla Carnivals frá 28. þ. m. til 1. desember, til arðs fyrir þurfandi fjölskyldur, er vegna hækkandi framfærslukostnaðar eiga örð- ugra fyrir, en ella myndi verið hafa; allar þessar samkomur fara fram að kveldinu á á- minstum stað; verður þar meðal annars dans til skemtana ásamt ýmsu fleira; úrvals hljóðfæra- sveit verður þarna til taks, og er þess að vænta; að fólk styðji þetta mannúðarmál með því að fjölmenna á samkomurnar. Winnipeg Hydro er einn þeirra aðila, er frumkvæði eiga að þessum Carnical samkomum. íbúar þar í landi hafi einnig lagt niður vopn. Aðmíráll Darlan, höfuðsmaður franska hersins, og einn af forkólfum samvinnunnar við Hitler, er nú herfangi hjá ,Bandaríkjahernum í Algiers. Nú er Bandaríkjahec á leið til Tunisiu, en þangað hafa Þjóðverjar og ítalir, að sögn, sent nokkuð varnarlið. í ávarpi til frönsku nýlend- anna, gerði Roosevelt forseti það lýðum ljóst, að hernámið væri gert með það eitt fyrir augum, að fyrirbyggja þangað innrás af hálfu möndulveldanna, og frelsa franska lýðveldið úr heljarklóm. Á miðvikudagsmorguninn gerðust þau tíðindi, að Hitler hernam alt Frakkland; bað hann í stuttu útvarpserindi frönsku þjóðina að láta þetta ekki á sig fá, með því að hernámið væri einvörðungu gert með hag henn- ar og Öryggi fyrir augum; eins og þetta væri ekki líkt honum, blessuðum öðlinginum! Petain marskálkur mótmælti hernám- inu, og taldi það skýlaust brot á vopnahlés samningunum. En til hvers er að deila við dómar- ann? Laval hefir sennilega ekki verið ókunnugt um hvað á seiði var, því staðhæft er, að hann hafi setið á fundi með þeim Mussolini og Hitler dag- inn áður. Þar í landi hafa engin veruleg stórtíðindi gerst í hernaðarlegum skilningi síðastliðna viku; í Stalingrad og grend, hafa ein- ungis verið háðar smáskærur borið saman við það, sem áður átti sér stað; leifturstríð Þjóð- verja í Kákasusfjöllum hefir sætt harðri mátspyrnu af völd- um Rússa, og í ýmsum tilfellúm hafa Þjóðverjar orðið til þess knúðir, að hörfa undan vegna geysilegs mannfalls á þeirra hlið. ÍSLENDINGUR ROTAÐUR MEÐ FLÖSKU Sá atburður varð á Ingólfs- kaffi í fyrrakvöld, að amerískir hermenn slógu íslending í höf- uðið með flösku, svo að hann misti meðvitundina og fékk heilahrinsting. Þegar amerískir og íslenzkir lögregluþjónar komu á vettvang, lá íslendingurinn meðvitundar- laus á gólfinu í veitingasalnum, hermennirnir, sem höfðu veitt honum þenna áverka, voru allir á bak og burt og hefir lögregl- unni ekki tekist að hafa upp á þeim. Hinn særði maður var fluttur niður á lögreglustöð en síðan á Landsspítalann.—(Mbl. 15. okt). ÁSKORUN TIL FRAKKA Gen. De Gaulle, leiðtogi hinna stríðandi Frakka, hefir skorað á þjóðbræður sína í Frakklandi, að hefjast þegar handa, hrista af sér Hitler-klafann, og ganga samstundis í lið með samein- uðu þjóðunum. Flytur rœðu um Island Dr. Richard Beck, forseti Þjóð- ræknisfélagsins, flutti fjórar ræður um ísland á skólum og samkomum í Wahpeton, N. Dak., miðvikudaginn þ. 4. þ. m. Fyrri hluta dagsins hélt hann ræður á fjölmennum samkom- um kennara og nemenda Iðn- skóla ríkisins (State School oi' Science) og kennara og nemenda gagnfræðaskóla borgarinnar. Seinni part dagsins var hann aðalræðumaður á fundi Rotary- klúbbsins og um kvöldið flutti hann erindi á fundi eins helzta kvenfélags borgarinnar (Ameri- can Association of University Women). Allar fjölluðu ræður þessar um sögu íslands, menningu þess að fornu og nýju, og um af- stöðu þess til heimsstyrjaldar- innar. Á annað þúsund manns hlýddu samtals á ræðuhöld þessi. Tjón á Ákureyri og Dalvík vegna ofviðris í ofviðri, sem geisaði hér s.l. fimtudagsnótt og daginn eftir, varð Akureyrarbær rafmagns- laus þann dag, sökum stórbilun- ar á háspennunni á Fljótsheiði. Tjón varð einnig á Dalvík, einkum á hafnarmannvirkjum, vegna brims. Viðauki á hafnar- garðinum skemdist allmikið. — Viðauki þessi var bygður í sum- ar. Viðaukinn er 60 metra lang- ur, en búið var að steypa og hlaða 40 metra af honum. Fremsti hluti garðsins, 20 m., sem búið var að hlaða, en eftir var að steypa, sópaðist burt vegna brimsins. Dekkbát, sem Sigurður Jóns- son útgerðarmaður á Dalvík átti, rak upp í fjöru og stór- skemdist. Símaslit vegna ofviðris hafa orðið allvíða á Norður- og Vest- urlandi. Var t. d. sambandslausi við ísafjörð í gær. Lokið hefir verið viðgerð víðast hvar. —(Mbl. 11. okt.). Tveimur sprengjum varpað á óbygt land í Skagafirði Ameríska setuliðsstjórnin sendi blöðunum eftirfarandi til birt- ingar í gær: “Þýzka flugvél slepti tveimur sprengjum á Norðurlandi í gær, 13. okt. — Sprengjunum var slept nálægt Sauðárkróki. Ekk- ert manntjón varð né skemdir. Fyrstu fregnir hermdu, ao sprengjurnar hefðu komið niður í kirkjugarð, en síðar kom í ljós, að enginn fótur var fyrii þeirri fregn. — Sprengjurnar féllu á óbygt land og ollu engu tjóni.” Af hernaðarlegum ástæðum er ekki hægt að segja frá ná- kvæmlega hvar sprengjurnar féllu eða á hvaða tíma. Sprengjurnar féllu á fjall miðja vegu milli eyðibýlis og bygðs bæjar. Fréttaritari Morgunblaðsins á Sauðárkróki segir svo frá, að flugvélin hafi sézt vel frá Sauð- árkróki. Var þetta mikið bákn. Er sprengjurnar féllu varð af mikill dynkur, sem heyrðist víða um Skagafjörð. Gýgirnir, sem sprengjurnar mynduðu, þar sem þær komu niður, voru um 7 metrar á þver- mál og um 6 metra djúpir. Sprengjubrot og grjót þyrlað- ist langt frá gýgjunum. Voru sprengjubrotin stór og afar egg- hvöss sum.—(Mbl. 15. okt.). Lýkur prófi í hjúkrunarfræði Miss Sigríður Jónína Margrét Wesldal Miss Westdal er fædd í grend við bæinn Wynyard í Saskatche- wan, þann 7. dag nóvembermán- aðar, árið 1919; hún er dóttir þeirra Páls og Helgu Westdal, er um langt skeið bjuggu nokkrar mílur suður af Wynyard, en ný- lega eru flutt hingað til borgar- innar. Miss Westdal lauk 12. bekkjar prófi í Wynyardbæ, en hóf nám í hjúkrunarfræði í Saskatoon um haustið 1939; hún útskrifaðist í þeirri borg með fyrstii, ágætiseinkunn þann 2. spetember síðastliðinn, og starf- ar nú í þjónustu Winnipeg General Hospital. Miss Westdal er glæsileg stúlka, og prýðileg- um gáfum gædd. Býður sig fram í bœjarráð Magnús Elíasson Á útnefningarfundi C.C.F. flokksins í Vancouver, B.C., sem haldinn var á sunnudaginn 1. nóvember, var Magnús Elíasson útnefndur ásamt þremur öðrum til að sækja fyrir bæjarráðið í Vancouver (Alderman). Hlaut Magnús flest aktvæðin af þeim, sem sóttu um útnefninguna. Bæjarráðskosningar í Vancou- ver fara fram 19. desember. Magnús er sonur þeirra Mr. og Mrs. Guðmundur Elíasson, er um langt skeið ráku bú í grend við Árnes en eiga nú heima á Gimli. Magnús er skýrleiks- maður hinn mesti' og mælskur vel. HERNEMA BIZERTE Nýjustu fregnir herma, að ítalir hafi þegar náð fullu haldi á Bizerte, aðalherskipahöfninni í Tunisiu. RÚSSLAND

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.