Lögberg - 12.11.1942, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.11.1942, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. N&VEMBER. 1942 3 Rússneska leyni- vopnið Eítir Dyson Carter. (Þýtt úr “Russia’s Secret Weapon”) Jónbjörn Gíslason. (l*’rainliald) Hið fyrsta tilraunastig fór fram á þessa leið: Jefremov og félagar hans settu niður niður í þúsundir smárra raða, eitt og eitt hveitifræ. Með mjög mik- illi nákvæmni breyttu þeir bil- inu milli fræanna; í einum reitn- um var hálfur þunmlungur, í öðrum þrír fjórðu, í hinum þriðja einn þumlungur o. s. frv. en hvergi munaði meiru en hálfum þumlung um millibil. Verk þetta var framkvæmt með sérstakri varkárni, því mikið lá við að vel tækist; aðeins einn tíundi úr þumlungi gat í þessu efni gefið mjög piikilvæga úr- slita niðurstöðu. Það sannaðist brátt að einn og hálfur ferhyrningsþumlung- ur, var nægilegt rúm fyrir eina hvéitiplöntu og gefur það ótví- rætt til kynna hvílík feikn af fræum er mögulegt að sá í heila ekru, með nokkurnveginn full- kominni vissu um góðan vöxt og þroska, með aðstoð nægilegs sólarljóss. Bændunum duldist ekki hver útkoman var: þeir höfðu sett niður — og ræktað — fimm sinnum fleiri hveitiplöntur á hverja ekru, en áður hafði tíðk- ast í nokkru hveitilandi. Látum okkur taka dæmið á annan veg: öll hveitiuppskera af fimm ekrum eftir vanalegri sáningaraðferð, var nú mögu- leg á einni einustu ekru, eftit aðferð Jefremov’s. Þegar þessi niðurstaða var gerð heyrinkunn, dreif akuryrkjuráðanauta stjórn- arinnar að hvaðanæfa, til að rannsaka og prófa þessa merki- legu nýung. Margir mundu ætla að þeir yrðu efagjarnir og jafnvel óvinveittir í garð þessa ómentaða Síberíu-bónda, er þannig að öllum óvörum brá sér inn á þeirra verksvið með slíka uppgötvun, en því fór fjarri. í Rússlandi eru jarðyrkjufræð- ingarnir bændur og bændurnir jarðyrkjufræðingar, svo land- búnaður og landbúnaðarvísindi haldast í hendur í fullri ein- ingu og samlyndi. Prófessor Bursky, einn af leiðandi vísindamönnum Rússa, sagði við þetta tækifæri: “Vinnubrögð Jefremov’s eru gagnstæð öllum áður kunnum búnaðaraðferðum; það var full- yrt að við hefðum fundið hina beztu sáningaraðferð á sam- vinnubúum okkar, en hann hef- ir ótvírætt sannað hér á þessum stað, að svo er ekki; þar af leiðir að kenningar okkar og fram- kvæmdir í þessum efnum hafa reynst rangar. Samvinnubúin hafa hér verið á rangri leið, en kenning Jefremov’s er rétt; hann er sannur samvinnu-jarðyrju- fræðingur vegna þess að okkar fræðigrein er ætluð öllu mann- kyninu í heild, einmitt það er hold og blóð hinnar lifandi á- stæðu fyrir velferð allra manna.” Staðhæfingar unga Síberíu- bóndans reyndust réttar í öllum atriðum. Auðvelt er að geta sér til um hugsanir bændanna, sem höfðu leitast við að stækka hveitilönd sín i samræmi við aukinn fólksfjölda, þegar þeim var sagt að þeir hefðu fram til þessa kastað á glæ fjórum hveitiekrum af hverjum fimm. Reynið að segja bændunum okkar þessi tíðindi. Trúir þú þessu sjálfur, lesari? Heldur þú að okkar land geti framleitt fimm sinnum meira hveiti eri það gerir nú? Það er ekki ó líklegt. Rússneskir landkostir eru líkir okkar hér og aðferð Jefremovs fer eins og eldur í sinu um öll hveitilönd Rúss- lands. Þessi ungi bóndi, ment- unarlaus að öðru en því er hann las í bókasafni samvinnu- búsins, hefir hafið hina merk- ustu byltingu í akuryrkju, er sögur fara af. Það sem hér er mest um vert er, að þessi nýja aðferð var viðtekin tafarlaust ai allri bændastétt ríkisins. Þjóð- in fagnaði þessum tíðindum sem nýrri sönnun fyrir mætti og ágæti hinna nýju vísinda. Aðferð Jefremov’s er ínni- falin í því að sá hveitinu með hliðsjón af afstöðu til sólarljóss- ins til hvers einstaks parts ak- ursins. Sáninga raðirnar fylgja ckki sérstökum línum, eins og t. d. girðingum, vegum eða vatnsföllum, líkt og áður tíðk- aðist, heldur er hún reiknuð út af sérstökum mælingamönnum, er vita nákvæmlega afstöðu og stefnu sólarinnar yfir sáðtíðina. Einnig má geta þess, að hin afskaplega uppskera sem er gerð möguleg á þennan máta, tæmir gróðrarefni úr moldinni á skömmum tíma, og ber því nauðsyn til að endurnýja þau ríkulega. í þessu er falinn leyndardóm- urinn að beizla sólin til hveiti- gróðurs. Fyrrum var ekki tal- inn sparnaður að frjófga hveiti- akrana, en nú er það talið brýn nauðsyn vegna hins mikla upp- skerumagns, sem fæst með mjög lítið meiri kostnaði í vélum og vinnu. Annar akuryrkjumaður að nafni Rakitin, — einn af félög- um Jefremovs — hefir ræktað sérstaka tegund hveitis, hæfa til mjög þéttrar plöntunar; það hefir tveim fræum fleira í hverju hveitiaxi, en það er sam- tals miljón frækorna á hverja ekru; þessi tvö auka-frækorn samsvara 40 bushels, sem var talin góð uppskera eftir gömlu sáningaraðferðinni. Merkileg uppgötvun var gerð af Lisenko, alkunnum jarðyrkju- fræðingi frá Úkraníu. Sú ný- ung var nefnd “yarovization” og er mjög margbrotin viðfangs, en hér er aðalinnihaldið: Hann fann upp sérstaka aðferð til að meðhöndla hveitifræið áður en það var gróðursett, svo það þroskaðist óvanalega fljótt, strax og sáningu var lokið. Þessi að- ferð gjörir hveitið sterkara og hæfara til ræktunar á norðlæg- ari landsvæðum. Hún gjörir vetrarfræ, gróðursett á vori, fullþroskað sama haust og flýt- ir mjög fyrir uppskeruvexti í héruðum er frjósa snemma. Rússneskir bændur komu í þúsundatali alstaðar að, til að kynnast aðferð Lisenko. Þessi merkilegi fræðimaður lítur út eins og óbreyttur bóndi, notar algeng vinnuföt og er alla daga ársins á ökrunum, með bændum og bændakonum, sífelt leitandi og leiðbeinandi og stundum lær- andi af annara reynslu. Hann veitir forstöðu því sem fram- andi vísindamenn telja um- fangsmestu plöntublöndunarstöð í veröldinni, en Rússar heiðra hann ekki fyrir það eitt saman; þeír heiðra lyiann af því hann vinnur óaflátanlega að nýjum breytingum og framförum í landbúnaði, til blessunar fyrir lýðinn og landið í heild. (Pramhald) Wartime Prices and Trade Board SPURNINGAR OG SVÖR Spurt—Mun verð á kartöflum hækka? Svar—Kartöflur má ekki selja fyrir hærra verð en selt var fyr- ir fyrstu vikuna í marzmánuði, eða, vikuna frá öðrum til tíunda marz 1942. Spurt—Hefir fólki verði til- kynt hvaða ráðstafanir yrðu gerðar viðvíkjandi aukaskamti af sykri til að búa til “pickles.” Svar—Enginn auka sykur- skamtur fæst til þess að búa til “pickles.” En það er nýbúið að gefa út dálítinn bækling, sem heitir “Wartime Pickles and Relishes,” þar eru fyrirsagnir um tilbúning á “pickles” sem heimta lítinn eða engan sykur. Þessi bæklingur fæst með því að skrifa til Consumer Section, Ðept. og Agriculture, Ottawa. Spurt—Nær bannið á uppbrot- um á buxnaskálmum til drengja eða unglinga fatnaðar? Það verður erfitt að komast af án þess að hafa þetta auka efni á meðan unglingarnir eru að vaxa. Svar—Buxur á unglinga mega vera með uppbroti á skálm- unum, en uppbrotið á ekki að vera meira en hálfur annar þumlungur á breidd. Spurt—Er nokkur hegning fyrir að borga ekki mánaðar- reikning þegar hann fellur í gjalddaga? Svar—Eina hegningin er sú, að verzlunin sem á í hlut neit- ar um frekara lánstraust. Láns- lögin heimta að þetta sé gert. Spurt—Er hægt að fara inn á matsöluhús og kaupa kaffi í tveggja bolla “thermos”-flösku? Svar—Nei. Samkvæmt reglu- gerðunum má ekki veita nein- um meira en einn bolla af kaffi í einu. Það má fylla flöskuna með sjóðandi vatni, og láta út í tilbúið kaffi “coffee concen- trate,” en það fæst ekki nema með kaffiseðlum. Spurt—Er maður sekur um að hamstra (hoarding) ef öðru er safnað en te, kaffi eða sykri? Svar—Auðvitað! Það er ólög- legt fyrir mann að safna nokkr- um vörubirgðum, af hvaða teg- und sem er, fram yfir það sem vanalega er keypt til heimilis- þarfa. Spurt—■'Fólksfjöldinn í bænum þar sem ’eg á heima hefir aukist svo mikið síðastliðið ár, að mig langar til að stækka hárgreiðslu- stofuna mína. Er nauðsynlegt að fá leyfi? Svar—Já. Samkvæmt hinum nýju lögum, sem takmarka alla verzlun og allan iðnað á meðan skortur er á mönnum og efni, má enginn stækka pláss eða bæta við vinnufólki án leyfis frá Wartime Prices and Trade Board. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Win- nipeg. Aldarfjórðungs afmœli Soviet Rússlands Fyrir tuttugu og fimm árum var Rússneska þjóðin lostin töfrasprota aldagamalla frelsis- drauma. Hún braut af sér stál- viðjar arðráns og áþjánar með einu heljarátaki. Undir leið- sögu Lenins breytti hún gömlum framsóknarþrám í nútímans virkileika og bygði upp nýtt þjóðskipulag, með frið, brauð og landkosti í framsýn, fyrir alla. Erlendar og innlendar fjand- mannafylkingar þustu að úr öll- um áttum, til að eyðileggja þennan glæsilega frumburð heilbrigðrar mannlegrar skyn- semi og hyggjuvits. En þjóðir. bar sigurorð af hólmi gegn her- skörum, viðskiftabönnum, svik- um, sjúkdómum og hungurs- neyð. Hún byrjaði að byggja, að sönnu hikandi í fyrstu, með ryðguð áhöld úreltra tíma í höndum sér. Hún færði sér í nyt vísindi og verkþekkingu Ameríkumanna og fleiri þjóða og hóf verk sitt með Lenin í far- arbroddi; hún yrkti ónumin lönd, brúaði og beislaði stór- fljótin og smíðaði lykla að hin- um ótæmandi nægtabúrum jarðarinnar. Viljakraftur og at- orka mannanna losnaði úr læð- ingi; þeir bygðu sín eigin iðju- ver og stórborgir í óbygðunum og risavaxnir samyrkjubúgarð- ar seiddu fram ný og áður ó- þekt verðmæti úr hrjóstrugum landflákum. Hið voldugasta sambandsríki með 180 þjóðum var stofnsett með fullu frelsi allra sem stefnumark; engin þessara 180 þjóða skyldi vera undirokuð, enginn maður eða kona; enginn flokkur eða trúarbrögð; allir áttu sama rétt. Allir höfðu að- gang að því mentunar og menn- ingarljósi er nú lýsti upp hið víðáttumikla land til yztu endi- marka. Listamennirnir voru frjálsir að skapa það sem Lenin kallaði “listaverk, sem þjóðin skilur og ann.” Börnunum óx andlegur og líkamlegur þroski í umhverfi er annaðist þau og verndaði. Ungmennin, með alla vegi beina og greiðfæra framundan, rann- sökuðu listir og vísindi og numu nýjan hagleik til munns og handar. Ný kynslóð var borin; stéttamunur mentamanna og verkamanna var horfinn. Verka- maðurinn, skáldið, bóndinn, söngfræðingurinn og listamað- urinn voru allir eitt; nú eru þeir hermenn og berjast á vígvöll- um Rússlands. Undir forustu Stalins — hins mikilhæfa lærisveins Lenins — myndbreyttist hið daglega líf þjóðarinnar smámsaman, þar til hinu nýja sambandi var gef- in stjórnarskrá er lögbatt öllum fullan lýðveldislegan rétt, ásamt tryggingu til nægrar vinnu, hvíldar, tómstunda og mentun- ar. Hún og hann (Gamalt æfintýri, sett fram sem dæmisaga) Hún faðminn út blíðlega breiddi, og brjósti mér hallaðist að. Með kossum hún sál mína seiddi — en svo var ei meira um það. Eitt augnablik! — ánægjustundin! hún eigi var hrædd eða treg. Og þó var hún brúðmálum bundin — var bandingi, rétt eins og eg. Um augnáblik öllu við gleymdum — en ástin er tvíeggjað sverð — Við munhlýja minningu geymdum, því manns-sálin er svona gerð. Já, oft vilja atvikin geymast hve áfram sem tíminn oss ber. En eiga þau atvik að gleymast, sem andinn í hillingum sér? En birtast þau atvik þá aftur, sem unun fá sálunni veitt? Er ástin ei eilífur kraftur og án hennar lífið — ei neitt? S. B. Benedictsson. Samtímis því er þjóðin bygði upp þennan nýja heim, bjartan af sólskinsríkum framtíðarvon- um, sá hún dimma og ægilega bliku draga upp út við sjón- deildarhring — yfir þá sjálfa og alt mannkyn. Með þrotlausri elju og árvekni vöruðu Rússar umheiminn við hvað í vændum var; þeir hvöttu þjóðirnar að standa saman, hverja við annarar hlið og verj- ast í sameiningu hinum voðalega komandi fellibyl. En er þeir sáu að allar aðvaranir revndust árangurslausar, sneru þeir at- hygli sinni að sínu eigin ástandi innbyrðis; þeir hreinsuðu úr samfélagi sínu nokkra njósnara og föðurlandssvikara; þar næst þrengdu þeir belti sín og af- neituðu ýmsum þægindum lífs- ins, er þeir þó þráðu, og bygðu upp svo fullkomna hernaðarvél að þeir gætu mætt aðkomandi óvinaher þegar sá dagur kæmi. Mestur hluti þess, er Rússar hafa bygt upp og bætt, á tuttugu og fimm árum, er nú í rústum, en þeirra nýja lífsskoðun er ó- högguð og bjargfest. Orðstýr þeirra og frægð mun vísa veg- inn til göfugri athafna en mann- kynið enn hefir þekt, þegar sig- ur er unninn. Á tuttugu og fimm ára afmæli rússnesku byltingarinnar, getum vér Ameríkumenn einungis borgað með blóði voru, þá þakk- arskuld, er vér stöndum í, og sannað á þann veg að vér séum verðugir vinir og bandamenn. Með blóði voru getum vér borgað aðeins lítinn hluta af þeirra þremur miljónum föllnu köppum, öðrum þremur særðum og fönguðum, og þeirra eyði- lagða landi. Með blóði voru getum vér verndað og varið vort elskaða föðurland og trygt þannig hina dýrmætu frelsisarfleifð vora. Hermenn vorir eru reiðubúnir að fórna blóði sínu ef þörf ger- ist. Mæðirnar hafa lært af konunum í Rússlandi, að nú er ekki tími til að tárast og syrgja; þær eru reiðubúnar að gefa syni sína og taka sjálfar stöður eigin- manna sinna í vélasmiðjunum. Verkamennirnir eru reiðubúnir að gefa gefa styrk sinn og kunn- áttu. Þjóðin öll er reiðubúin að fórna þægindum og allsnægt- um, til þess að koma fram hefnd um fyrir vora rússnesku bræð- ur, er lítu lífið fyrir vort frelsi og sinnar eigin þjóðar. Ameríska þjóðin hefir hafið upp rödd sína, en ef til vill ekki nægilega hvelt; hún verður að rísa með gný þrumunnar, í eyru leiðtoganna með svofeldum orð- um: “Vér erum reiðubúnir. Hefjum sókn nú þegar! Förum með her inn í Evrópu. Opnum nýjan vígvöll. Þá verða þakkarorð vor meira en orðin innantóm. —(Lauslega þýtt úr “Soviet Russia to-day.”). Jónbjörn Gíslason. Business and Pri ifessional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Thorvaldson & Eggertson Lögfrœölngar O 300 NANTON BLDG. Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Talslmi 97 024 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. # Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 X Z’ I ; %° I ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST.t WINNIPEG • Pægilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar Herbergl $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Quests Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar • INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 # Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 Heimilis talslmi 501 562 Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifiö eftir verðskrá GILLIS QUARRIES. LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrtfstofusími 22 251 Heimilisslmi 401 991 DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson Physician & Surgeon 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) 602 MEDICAL ARTS BLDG. Talslmi 30 877 Slmi 22 296 • Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 ViCtalstími 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. 87 293 72 409 Winnipeg Dr. L. A. Sigurdson Lækningastofu-slmi 23 703 Heimilisstmi 46 341 109 MEDICAL ARTS BLDG. Sérfrœöingur i öllu, er aö * húösjúkdómum lýtur Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h. and by appointment H. A. BERGMAN, K.C. 1. A. Anderson, B.A., LL.B. islenzkur lögfrœöingur Barrister and Sohcitor • and Nolary Public Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Tryggingar af öllum tegundum. ASHERN, MAN. Phones 95052 og 39043

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.