Lögberg - 12.11.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.11.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. N&VEMBER, 1942 ——lögberg------------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Rússneska þjóðin hylt Síðastliðinn laugardag var liðinn aldar- fjórðungur frá þeim tíma, er Lenin hratt af stokkum “rauðu byltingunni” svonefndu í Rúss- landi, og grundvallaði hið nýja skipulag ráð- stjórnarríkjanna; stjórnarbyltingar allra alda, þær, er verulegu máli skifta, höfðu vitaskuld meiri og minni blóðfórnir í för með sér; stjórn- arbyltingin rússneska, var vitanlega einnig blóði roðin, þótt eigi kæmist í þeim skilningi í hálfkvistL við frönsku stjórnarbyltinguna. Eins og vænta mátti. þar sem um svo rót- tæka albreytingu frá fyrri þjóðháttum var að ræða, og hér kom á daginn, voru ofsóknirnar gegn nýstefnu Lenins ekki eingöngu utan að frá, heldur innan að líka; forráðamenn borða- lögðu stéttanna, eða yfirstéttanna, sátu sýknt og heilagt á svikráðum við hið nýja skipulag, og reyndu að gera það sem allra tortryggileg- ast; þetta leiddi til Kerensky-byltingarinnar, sem átti þó ekki löngum lífdögum að fagna, þrátt fyrir það þó hún nyti aðstoðar stórþjóða og valdamanna vítt um jarðir heims; þessi bylting var kölluð “hvíta byltingin” í mótsögn við hina “rauðu” kommúnistabyltingu undir forustu Lenins. En þegar alt kom til alls, varð það máttur öreigans, sem náði yfirtökunum, og lagði hornsteininn að Rússlandi hinu nýja, því, sem gervalt mannkyn hyllir í dag. Hinn einbeitti forustumaður rússnesku ráðstjórnarríkjanna, Josef Stalin, mintist aldar- fjórðungsafmælisins í máttugri útvarpsræðu á laugardaginn, þar sem hann meðal annars full- vissaði þjóð sína um það, að áður en yfirstand- andi ári lyki, yrði nýjum innrásarstöðvum komið á fót af hálfu sameinuðu þjóðanna; hann kvað það engan veginn nægjandi, að auka framleiðslu hergagna nema því aðeins, að trygging fengist fyrir því, að slík hergögn kæmist slindrulaust þangað sem þörfin væn mest, og líkurnar fyrir því sterkastar, að þau kæmi að sem allra fullkomnustum notum; sameinuðu þjóðirnar yrði að hertýgjast í nafni sigursins, því ekkert annað skifti máli. “Til eru menn.” sagði Stalin, “er halda því fram, að vegna mismunandi skoðana á vett- vangi samfélagsmálanna, sé það því nær ó- hugsanlegt, að Bretar, Rússar og Bandaríkja- menn, geti starfað saman sem ein sál að málum framleiðslu og stríðssóknar.” Þetta og því um líkt væri samt sem áður hin fáránlegasta fjar- stæða; þessar þrjár þjóðir ættu allar við sam- eiginlegan óvin að etja, og það út af fyrir sig ætti að nægja til þess, að samstilla átök þeirra og beina þeim í einn og sama farveg. “Vegna þess að nýjar innrásarstöðvar voru ekki fram að þessu opnaðar af hálfu sambands- þjóða vorra, skeði það,” sagði Stalin, “að Þjóð- verjum reyndist kleift, að ryðja sér veg í sumar sem leið yfir 300 mílur austur og suð- austur í land vort. svo að segja rétt að bökk- unum á Volgu. Vér horfumst enn daglega í augu við fullar 3 miljónir óvinahersveita á hinum ýmsu víglínum lands vors, og eg efast um, að nokkur her í víðri veröld hefði afborið það, sem rússneski herinn hefir orðið að sætta sig við án þess að blikna né blána.” Stalin kvaðst geta fullvissað alþjóð manna um, að þrátt fyrir gífurlega blóðtöku, væri rússneski herinn sterkari en nokkru sinni fyr, og albú- inn til fullnaðarátaka; Stalingrad væri enn ósigruð eftir sjötíu og fjögurra daga látlausar árásir, sem orðið hefði Þjóðverjum feykilega kostnaðarsamar; áætlanir Nazista hefði auðsjá- anlega hlaupið í baklás. Hitler hefði lofað þýzku þjóðinni að taka Stalingrad 25. júlí, Saratov 9. ágúst og Baku 29. september; alt þetta hefði farið forgörðum, og væri slíkt for- boði þess, að fleira myndi þannig á eftir fara; því bæri þó ekki að neita. að enn ætti Nazistar yfir geigvænlegum herstyrk að ráða, er beina mætti á skaðsamlegan hátt í eina átt, þó sýnt væri að bolmagn þeirra væri nú það þorrið, að þeir myndi þess naumast umkomnir að halda uppi sóknaraðstöðu á mörgum stöðum í einu. “Blóð hinna undirokuðu þjóða, er þegar tekið að sjóða,” sagði Josef Stalin; “þær bíða þeirrar stundar með ákafri eftirvæntingu, að vér komum þeim til aðstoðar, og flýtum fyric því, að þær verði leystar úr ánauð, og nú krefst slíkt einungis herzlumunarins; spilaborgir Þjóð- verja og Itala, eru þegar teknar að hrynja. og það svo óbærilega, að ekki er viðlit, að fylt verði í skörðin. Enginn heilvita maður lætur sér tii hugar koma að tortíma þýzku þjóðinni, en hernaðarvald hennar verður að brjóta á bak aftur um aldur og æfi, jafnframt því sem þurka verður út í eitt skifti fyrir alt, “skipu- lagið nýja,” þrælahald nútímans, sem Hitler hygst að innleiða í mannheima, og koma þeim mönnum fyrir kattarnef, sem upptökin áttu að slíkum óvinafagnaði; þetta verða sameinuðu þjóðirnar að gera; það er þeirra hlutverk. En þrátt fyrir brim og boða og hverskonar erfið- leika, svo sem tilfinnanlegan þrörigkost nauð- synlegra flutningstækja, hefir oss auðnast að byggja nýjar verksmiðjur í stað þeirra, sem hrunið hafa, veita hermönnum vorum sæmileg hergögn, og sjá bæði her og borgurum fyrir r.auðsynlegum yistum; vér erum ósigraðir enn, cg vér verðum aldrei yfirunnir.” Þetta er karl- mannlega mælt, og þannig tala hetjur kjark í þjóðir sínar þegar mikið liggur við, og sjálft persónufrelsið er í veði. Fyrstu árin eftir stjórnarbyltinguna rúss- nesku, að minsta kosti meðan að áhrifa Trotskys gætti að nokkru, virtist það eitt af megin stefnuskráratriðum kommúnista í Rúss- landi-, að vinna að heimsbyltingu, eða gera með öðrum orðum allar þjóðir heims að áhrifasvæði sínu; þessi stefna átti sér ekki langan aldur, með því að hinum mestu áhrifamönnum þjóð- arinnar varð það brátt ljóst. að mesta áherzl- una bæri að leggja á viðreisn þjóðarinnar heima fyrir, og kveða þjóðina úr kútnum, ef svo mætti að orði komast; það var þessi stefna, er reyndist þjóðinni hin markverðasta lyftistöng til margháttaðrar þróunar á sviði vísinda og athafnalífs; og þessari stefnu á þjóðin að þakka þann undursamlega viðnámsþrótt, er hjá henni hefir komið í ljós í frækilegri vörn hennar gegn miskunnarlausum ofbeldisöflum þýzkra Nazista, sem fórnað hafa til þess miljónum mannslífa árangurslaust, að reyna að koma henni á kné. Þeir menn, sem nú á þessum tímamótum, þjóðhöfðingjar og smærri spámenn, er hylla Josef Stalin, sjá ef til vill ekki auga til auga við hann í hinum mismunandi stefnuskrár- atriðum; en víðskygni hans verða þeir að við- urkenna engu að síður; hann hafði auðsjáari- lega fyrir margt löngu hugboð um það, að á þjóð sína yrði ráðist. og þar af leiðandi yrði aldrei of mikil áherzla á það lögð, að styrkjs viðnámsþrótt hennar og brynja hana sem bezt til varnar; fyrir þetta standa unnendur mann- frelsis í ómetanlegri þakkarskuld við Josef Staklin og rússnesku þjóðina í heild, sem fylgt hefir honum í gegnum eldraunina, sem einn maður, sem ein sál. Rússneska þjóðin hefir greitt ægilegan skatt í hinni frækilegu vörn sinni gegn inn- rásarherskörum þýzkra Nazista; skatt, sem hún aldrei telur eftir; miljónir hennar vöskustu sona hafa látið lífið til varnar föðurlandinu og því þjóðfélagsskipulagi, er þjóðin telur mest i?m vert í heimi; og enn má hún vafalaust vænta víðtækra fórna í sömu átt; það er traust hennar, en hvorki veiklun né vantraust, er skapað hefir með þjóðinni þá órjúfandi sigur- vissu, sem ekkert afl í víðri veröld fær yfir- bugað, og lyftir henni að lokum yfir örðugasta hjallann. . Vítt um vesturhvel jarðar voru haldin giæsileg hátíðahöld, er hyltu rússnesku þjóðina í tilefni af frelsisafmæli hennar; hér í borg kom saman á sunnudaginn í Civic Auditorium hálft fjórða þúsund manns í viðurkenningar- skyni við rússnesku þjóðina. Bracken forsæt- isráðgjafi Manitobafylkis, skipaði forsæti; lét hann þess getið, að hann hefði þegar sent Sovietstjórninni samfagnaðarskeyti fyrir hönd fylkisstjórnarinnar; aðalræðumaður var pró- fessor Osborne, er dáði mjög hugprýði hinnar rússnesku þjóðar; hann fór eigi aðeins lofsam- legum orðum um þol hersins, heldur eigi síður um hina óviðjafnanlegu starfshæfni rússneskra verkamanna, er aldrei börmuðu sér yfir neinu, sem að höndum bæri, en störfuðu möglunar- laust myrkranna á milli sem órjúfandi bræðra- lagsfylking; slíkt hlyti að vekja aðdáun sér- hvers hugsandi manns. í samfagnaðarskeyti Brackens forsætis- ráðgjafa, var meðal anhars komist þannig að orði: “Eg efast um, að nokkuru sinni í sögu mannkynsins hafi meir reynt á þolrif þjóð- ernislegs hugrekkis, en hjá rússnesku þjóð- sinni í dag í baráttu hennar og fórnum fyrir tilveru sinni og þjóðlegri sæmd.” Forseti Þjóðræknisfélags Kínverja hér í borginni. Charles Foo, komst á áminstum hyll- ingarfundi þannig að orði: “Þó þjóð mín skuldi öllum sameinuðu þjóðunum mikið, þá skuldar hún rússnesku þjóðinni mest.” Rev. W. G. Martin, prestur Grace kirkj- unnar, mælti á þessa leið: “Eg bíð með óþreyju þess dags, er fáni mannréttinda blaktir á ný yfir öllum þjóðum heims.”— Rússneska þjóðin á sjálfa sig í dag, og hún á sjálfa sig einnig á morgun. Árdís Ársrit Bandalags lúterskra kvenna X. hefti — fyrir árið 1942. Prentað í prent- smiðiu Thorgeirssons. Þessa rits hefir verið getið" í báðum ísl. blöðunum, svo það virðist óþarfi að eg fari að end- urtaka þær umgetningar, nema fyrir þá ástæðu, að einn af höf. ritgerða er þar birtast er Langruth-búi. Hún stendur framarlega í fé- lagslífi hér, og hefir sagt og rit- að ýmislegt, sem þessari bygð er bæði til sóma og ánægju. Hún vill ekki láta gefa sér nein stór nöfn, svo sem ræðuskörungur eða rithöfundur og skal eg því hvorugt gera. Blaðið “Árdís”, sem skáldið cand. theol. Lárus Sigurjónsson ávarpar svo vel í þessari út- gáfu, er fyrst og fremst vel úr garði gert, hvað ytri búning snertir, — góð prentun er engin nýlunda nú orðið meðal Vestur- fslendinga — en af því að góð prentun og gott bókmentalegt innihald hefir ekki æfinlega orðið samferða meðal vor, þá er það allega innihaldið, sem mig langar lítillega til að minn- ast á. “Hressandi lyf” nefnir Mrs. Þorleifsson ritgerð sína. Setur hún fram skýringar sínar i stafrófsröð á þann hátt, að hvei kafli byrjar á staf úr orðinu “hressandi lyf” í réttri röð. Þótti mér það snotur aðferð. En mei þótti slæmt að hún skyldi stranda á “y”-inu. Hún hefði getað not- að orðið “yndi” og sagt margt gott um það. Einnig hefði hún getað tekið orðið “ytra”- í sam- bandi við ytra og innra gildi hlutanna, svo sem “ekki er ali sem sýnist” og eins “að vera eða sýnast.” Eða þetta úr N. T.: “Dauðra manna grafir eru að sönnu fallegar útlits, en innra eru þær fullar með dauðra manna beinum og alls kyns ó- hreinindum.-------” En svo eru þetta aðeins smá- atriði, sem ekki fellir í verði þessa mjög svo fallegu ritgerð. Að loknum inngangi byrjar höf. á hugtakinu “heilsa.” Ferst henni það svo vel, að það út af fyrir sig felur í sér djúpa lífs- speki. En svo vitnar hún í “The Manitoba School Journal.” og tekur til athugunar grein, sem er nefnd “Take time to live,” og verður aðalefnið: — Tak þér tíma til — vinnu, hugsunar, skemtana, lesturs, til - beiðslu, að hlæja, að vera hlýr í viðmóti, að gleðjast með börn- um, að elska. Þessi hugtök skýrir hún með góðum útlistun- um og spakmælum. Öll rit- gjörðin er kvittuð með innvitn- unum í fræga höfunda. Það er ekki hægt að segja að höf. geri ekki all-góða grein fyrir kristinni siðfræði — “ethics”- og það án þess að draga nokkrar flokkslínur. Önnur ritgerð vakti mér sterka athygli. £að var “Fáeinar minn- ingar um París,” eftir frú Gerði Steinþórsson. Það þótti mér bæði fróðleg og skemtileg rit- gerð. Þar er svo mikið sagt og vel í stuttri ritgerð, og eins og við mátti búast, fagurt mál og skýr framsetning. “Eplið fell- ur sjaldan langt frá eikinni.” Þá er ritgerð eftir frú Soffíu Wathne, sem hún nefnin “Handi- crafts of Iceland.” Það er sér- lega fróðleg og vel samin grein. Og þó hún sé rituð á ensku máli, þá rýrir það ekki gildi hennar. Eg dáist að ritstjórum Árdísar fyrir að flytja þá grein. Hún er sannarlega fræðandi fyrir vort íslenzka kvenfélag. Svo er þess vert að geta hvað vel er minst dáinna kvenna vorra og myndir látnar fylgja. Slíkt eru merkileg og varanleg minnismerki og makleg. Hver vill segja að ísl. konur séu ekki pennafærar? Þá er “Móðurdagsræða” eftir séra Eylands, afar tilhlýðileg og í verðskulduð minning um frú Láru Bjarnason. Sú minning hefði mátt vera komin fyr Þar fylgir og góð mynd. — Og þar hefði mátt segja margt fleira um þá merku konu. Svo eru aðrar greinar, sem allar bera sama blæ og einkenni um rithæfni og skýrleik. Frú Kirstín H. Ólafsson ritar mjög verðskuldaða minningu um frú Eiríku Thorláksson. Fyrir minn smekk er alt rit- ið prýðilega úr garði gert og eg held eitt hið bezta frá byrjun. Þetta er nú tíunda ár Árdísar og ber hún engan afturfarar- vott, heldur það gagnstæða. Lengi lifi Árdís. S. B. Benedicisson, Langruth, Man. Aldarfjórðungs afmœli <<Sólskins,, Kvenfélagið “Sólskin” hefir nú starfað meðal íslendinga í Vancouver í 25 ár. Það var stofnað 1. nóv., 1917, og hefir haldið uppi óslitnu starfi ávalt síðan. Hin fyrsta framkvæmd þess var að senda Jóns Sigurd- sonar félaginu í Winnipeg hjálp til þess sem þær konur voru að vinna, í þarfir hermannanna, sem lögðu krafta sína fram í fyrra veraldarstríðinu. Síðan hafa þessar “Sólskins” konur hjálpað þeim af fólki voru gem bágt áttu sökum elli, fátæktar eða sjúkdóms. Þær hafa flutt jólaglaðning eftir þörfum og á- stæðum. Mörg síðastliðin ár hafa þess- ar konur, meðal annars, efnt til stórrar veizlu á þverju hausti. Þær hafa leitast við að bera frma algerlega íslenzkan mat í þeirri veizlu. Þéssi samkoma hefir oft verið fjölmennasta sam- koman á árinu, meðal Islend- inga í Vancouver. Til skemt- unar hefir einnig ætíð verið söngur og að minsta kosti ein ræða. Þessi samkoma hefir ver- ið sótt einnig af fólki utan Van- couver-borgar: frá Blaine í Washington-ríki og frá öðrum nærliggjandi stöðum. Fundir í þessu félagi eru haldnir mánaðarlega, nema í júlí og ágúst. Meðlimatala er eitthvað yfir 30. Fundir eru haldnir til skiftis á heimilum meðlimanna og eru fjölmennir, oft 25 konur eða meir. Fundirn- ir fara að mestu leyti fram á íslenzku, enda hefir viðhald tungunnar ávalt verið eitt atriði í tilgangi félagsins. Félagið vinnur nú aftur mjög mikið í þarfir hermannanna og Rauða krossins. Nú eru ástæður þannig, að ó- kleift er fyrir félagið, að þessu sinni, að stofna til íslenzkrar matarveizlu. I hennar stað kem- ur afmælishátíð. Hana er á- kveðið að halda í Georgia Hotel, í Vancouver-borg kl. 6:30 fimtu- dagskvöldið 26. nóvember. Þar verður fullkomin máltíð og ágæt skemtiskrá. Aðgangur verður $1.10. Konurnar þurfa að vita, helzt viku fyrir hátíðina, hverj- ir ætla að sækja. Aðgöngumiða má fá hjá þessum konum: Mrs. A. C. Orr, 7362 Main St., Fraser 3023; Miss Mary K. Anderson, 30 W. lOth Ave., Fairn. 0390y; Mrs. H. S. LeMessurier, 2211 Grant St., Hast. 2361L. Fleiri meðlimir hafa einnig aðgöngumiða til sölu. Áríðandi er að allir gestir verði komnir stundvíslega á samkomustaðinn. Vel fer á því að almenningur gefi kvenfélaginu þá viðurkenn- ingu og sýni því þann sóma að fjölmenna við þetta tækifæri. Þær konur hafa glatt marga; gleðjið nú þær með nærveru yðar.—R. M. Orslit Alþingis kosning- anna 18. og 19. október 1942 Reykjavík:—Jakob Möller, S.; Magnús Jónsson, S.; Bjarni Benediktsson, S.; Sigurður Krist- jánsson, S.; Einar Olgeirsson, S.A.S.; Brynjólfur Bjarnason, S.A.S.; Sigfús Sigurhjartarson. S.A.S.; Stefán Jóh. Stefánsson, A. Hafnarfjörður:—Emil Jónsson, A. ísafjörður:—Finnur Jónsson, A. Siglufjörður:—Áki Jakobsson, S.A.S. Akureyri:—S. Hlíðar, S. Seyðisfjörður:—Lárus Jóhann- esson, S. Westmannaeyjar: — Jóhann Þ. Jósefsson, S. Gullbringu og Kjósarsýslu:— Ólafur Thors, £5. Mýrasýslu: — Bjarni Ásgeirs- son, F. Snæfellsnessýslu: — Gunnar Thoroddsen, S. Dalasýslu: — Þorsteinn Þor- steinsson, S. Barðastrandasýslu: — Gísli Jónsson, S. Vestur Isafjarðarsýslu:—Ásgeir Ásgeirsson, A. Norður ísafjarðarsýslu:—Sig- urður Bjarnason, S. Strandasýslu:—Hermann Jón- asson, F. Vestur Húnavatnssýslu:—Skúli Guðmundsson, F. Austur Húnavantssýslu: — Jón Pálmason, S. Skagafjarðarsýslu: — Sigurður Þórðarson, F.; Jón Sigurðsson, S. Eyjafjarðarsýslu: — Bernharð Stefánsson, F.; Garðar Þorsteins- son, S. Norður Þingeyjarsýslu:—Gísli Guðmundsson, F. Suður Þingeyjarsýslu: — Jónas Jónsson, F. Norður Múlasýslu:—Páll Zo- phoniasson, F.; Páll Hermanns- son, F. Suður Múlasýslu: — Eysteinn Jónsson, F.; Ingvar Pálmason, F. Austur Skaftafellssýslu:—Páll Þorsteinsson, F. V e s t u r Skaftafellssýslu: — Sveinbjörn Högnason, F. Rangárvallasýslu:—Helgi Jón- asson, F.; Ingólfur Jónsson, S. Árnessýslu:—Jörundur Brynj- ólfsson, F.; Eiríkur Einrasson, S. Borgarfjarðarsýslu: — Pétur Ottesen, S. Uppbótarþingsæti Sjálfstæðis- manna eru sennilega 2, S.A.S. 6 og Alþýðuflokksmanna 3. Atkvæðamagn flokkanna var sem hér segir: U Sjálfstæðisflokkur: 23,000 Framsóknarflokkur: 15,800 Kommúnistar: 11,000 Alþýðuflokkur: 7,800. S. þýðir Sjálfstæðismenn, F. Framsókn, S.A.S. Sameiningar Alþ.fl. eða Kommúnistar, A. Alþýðuflokkur. Heilræði handa bifreiðasljórum. Gömul kona utna af landi ók í fyrsta skifti í leigubifreið. Alt í einu sá hún, sér til mikillar skelfingar, að bílstjórinn tók aðra hendina af stýrinu og rétti hana út um gluggann. Svona óku þau áfram góða stund, og við hvert horn rétti .bílstjórinn hendina út um gluggann — og skelfing gömlu konunnar jókst. Loksins stóðst hún ekki mátið lengur. Hún hallaði sér fram og klappaði einbeitnislega á hið breiða bak bílstjórans. “Heyrðu mig, ungi maður!” sagði hún. “Viltu ekki gera það fyrir mig að hafa allan hugann við stýrið. Eg skal segja þér, þegar rigning- in byrjar.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.