Lögberg - 12.11.1942, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.11.1942, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. N&VEMBER, 1942 7 Gullbrúðkaup í Leslie Sunnudaginn 18. október, 1942, var veglegt haldið fimtíu ára giftingarafmæli þeirra hr. Jóns &lafssonar fyrrum kaupmanns og frú Sigríðar Jónsdóttur Ól- afsson til heimilis í Leslie. Veð- ur var hið ákjósanlegasta og fólk dreif að úr. öllum áttum. að fundarhúsi bæjarins. Auk neimafólks í Leslie og sveninni umhverfis, komu gestir úr fjar- lægari héruðum, Wynyard, Kur- oki, Elfros og Foam Lake. Húsið var smekklega prýtt og við öndvegisborðið sátu heiðurs- gestirnir ásamt börnum sínum og öðrum nánustu. Á borðinu var þreföld brúðarkaka prýdd á viðeigandi hátt. Samkvæminu stýrði hr. M. O. Johnson, velþektur bóndi hér í sveit. Hann skýrði tilgang samsætisins og hóf það með því að láta syngja tvö vers af sálm- inum “Hve gott og fagurt.” . Þá flutti sú er þetta ritar minni gullbrúðkaupshjónanna fyrir hönd íslenzka kvenfélags- ins í Leslie, á ensku. Hún hafði yfir 117. Davíðssálminn í þakkar og kveðjuskyni. Mintist þess, að íslenzka kvenfélagið hefði verið stofnað 13. des. 1917, á heimili þeirra Mr. og Mrs. W. H. Paulson, af fimrn konum, er þar komu saman til þess (frú Anna Paulson sál. var ein af þeim). Frú Sigríður Ólafsson var einnig ein af þeim, og hún hefir verið starfandi meðlimur félagsins síðan. Hér var líka minst á hve farsælt þetta hjóna- band hefði verið, jafnvel þó sjúkdómar og ástvinamissir hefðu stundum stigið inn á brautina. Hjónin hefðu líka átt ýmsu láni að fagna, séð efnileg börn sín vaxa upp, mentast og takast ýms störf á hendur, gift- ast og ala upp mannvænlega þriðju kynslóðina. Þau Jón og Sigríður hafa líka borið gæfu til að hýsa um lengri og skemri tíma bæði veika og aldraða er erfitt áttu. Allar ræður er þarna voru fluttar. enduðu á heillaóskum til brúð- hjónanna. Mrs. Anna Sigbjörnsson af- henti brúðurinni fagran rósa- vönd og flutti vandað ávarp á íslenzku fyrir hönd íslenzka kvenfélagsins. Hún þakkaði Sig- ríði Ólafsson fyrir vel unnið starf í kvenfélaginu frá því fyrsta. Hún mintist á hve gæfu- ríkt þetta hjónaband hefði ver- ið og að gullbrúðkaupshjónun- um hefði tekist að græða þau blóm í akri lífsins, sem meta mætti mest. Á eftir hverri ræðu var sung- ið, og sungu ýmist einn eða allir. Dætur gullbrúðkaupshjónanna prýddu samsætið stórlega með söng og hljóðfæraslætti. Ungfrú Rósa Ólafsson söng einsöngva hvað eftir annað en Guðbjörg (Mrs. J. R. Letourneau) var við hljóðfærið. Rósa hefir yndislega fallega rödd og ef hún stundaði ekki eins göfugt starf og hún gerir, hjúkrunarstarfsemina, þá myndi maður harma það, að rödd henn- ar er ekki það, sem hún leggur fulla rækt við. Hr. Þorsteinn Guðmundsson las upp bréf og heillaóskaskeyti frá fjölda vina og vandamanna víðsvegar að. Þau komu fra Minneapolis, Vancouver, Blaine, Edmonton, Winnipeg, Gimli, frá kennurunum við Rosetown skól- ann, þar sem Guðbjörg lcennir og frá dætrum hjónanna í Minneapolis, Mrs. D. Labelle og Mrs. H. Johnson. Þorsteinn flutti einnig minni gullbrúðkaupshjónanna frá sjálf- um sér og bar það mikinn hlý- hug með sér. Mintist hann a ljóðelsku frú Sigríðar og hjálp- semi Jóns Ólafssonar, er hann var kaupmaður hér. Lárus Sigurjónsson skáld og cand. theol. flutti heiðursgestun- um fallegt og tilþrifamikið þrúð ■ kaupsljóð. Það var bygt á forn- um hugmyndum forfeðra vorra um tilveruna og ævarandi ást. Gat höfundur þess að frú Sig- ríður Ólafsson hefði vel á lofti haldið nafni velkyrjunnar (Sig- ríður) með vaktan sinni yfir hetjunni á lfsleiðinn — að fimtíu ára ást væri ást, sem á vetur væri setjandi. Kvæðið endaði á heillaóskum, svo sem allur andi þess var. Hr. Rósmundur Árnason á ráð á nokkru, sem mörgum mæt- um íslending verður á að gera lítið úr, en það er það, að hann getur látið menn hlæja Eg er nú alveg búin að steingleyma flestu af því sem við hlóum mest að þarna hjá honum, en eg vona að Rósmundur afsaki það. Hitt verður því að nægja, að auk lukkuóskanna, sem hann sem aðrir færði þarna fram, þá lét hann okkur öll hlæja dátt. Og það er á stundum ágætt, eins og flestir munu viðurkenna. Mr. E. L. Fowler skólastjóri Leslie skóla, flutti all-langa ræðu. Talaði hann um vinsam- leg viðskifti sín við heiðursfjöl- skylduna, til margra ára. Fimm af börnum þeirra Ólafssons hjóna hefðu notið mentunar hjá honum og eru nú í ýmsum á- bygðarstöðum. Mr. Fowler tal- taði um hve vel Mr. Ólafsson hefði þjónað Leslie-bæ þau mörgu ár, sem hann var kaup- maður og líka í stjórn Leslie- bæjar. Hann gat þess einnig, að bæði hann sjálfur og Mrs. Fowler hefðu undantekningar- laust mætt kurteisi og góðum viðskiftum, við verzlun Jóns Ólafssonar á meðan Jón var kaupmaður. Um Mrs. Ólafsson hafði hann það að segja, að hún hefði með mikilli prýði þjónað í “heima- hernum,” dæmt eftir útliti barna þeirra er þarna væru viðstödd. Þá flutti ræðu okkar aldraði og velmetni póstmeistari, Mr. James Garland. Dvaldi hann við það, hve minnisstætt sér væri, er hann ungur maður á Skotlandi, sá skipin frá ísland’ lenda í Leith. Mr. Garland er frá Edinborg. Þessi skip, sem honum eru svo minnisstæð, fluttu íslenzkt fólk er var á leið til Ameríku. Þá kvað hann sér hefði sízt komið til hugar, að hann ætti eftir að dvelja svo langan tíma æfi sinnar með þessu sama fólki, sem nú væri raun á. Sagðist hann oft hafa dáð þann hlýhug, er íslendingar bæru hver til annars. Hvar sem þeir hittust, fögnuðu þeir sam- fundunum, tækjust í hendur með auðsærri gleði. Öðruvísi með Skotann, sem sæti uppþorn- aður úti í horni og hefðist ekki úr honum orð fyrir langan tíma! Mr. Garland mintist á vinsam- leg viðskifti sín við Mr. Ólafsson og endaði ræðu sína með heilla- óskum. Báðir þessir velþektu ensku- mælandi menn, Mr. Fowler skólastjóri og Mr. Garland póstmeistari, hafa dvalið lengi i Leslie. Fjöldi íslenzkra barna, sem annara, hefir notið ment- unar hjá Mr. Fowler og undir hans stjórn bæði í barnaskóla og miðskóla. Mr. Garland held- ur taumum í pósthúsinu, frið- dómarasæti og ýmsu því skyldu. Að afloknum ræðuhöldum, af- henti fors.eti dagsins, Mr. M. O. Johnson heiðursgestunum brúð- argjafir. Þær voru silfurbakki með viðeigandi áletrun og annar minni silfurbakki ásamt silfur- sykurkeri og* rjómakönnu og eitthvað í peningum. Hr. John- son lét fylgja vel valdar heilla- óskir fyrir sína hönd og allra þeirra, er hér ættu hlut að máli. Gullbrúðkaupshjónin þáðu með ánægju gjafirnar og dóttir þeirra Guðbjörg þakkaði vinum þeirra fyrir þá góðvild og sæmd, sem foreldrum sínum væri sýnd, i stuttri en smekklegri ræðu. Jón Ólafsson er upprunninn í Reykholtsdal í Borgarfjarðar- sýslu. Frú Sigríður Jónsdóttir Ólafsson er ættuð úr Hvítár- síðu í Mýrasýslu. Þau voru vígð saman í Reykholtskirkju af séra Guðmundi Helgasyni, föður séra Ásmundar Guðmundsson- ar, 18. okt. 1892. Vorið eftir fluttu þau til Vesturheims og settust að í Winnipeg. Þar dvöldu þau þar til 1911 að þau fluttu til Leslie. Börn þeirra hjóna eru: Ólafur Ágúst, kvæntur Gladys O’Brien. Þau eiga tvær dætur, Ruth gift. J. West og Donna Rose í æsku. Ágúst, vinnur á Canada Kyrra- hafs járnbrautinni (C.P.R.). Þorsteinn, kvæntur Wilhelm- ínu Thorwaldson, þau eiga tvær dætur, Barbara og June, báðar í æsku. Þorsteinn er kornkaup- maður í Unity, Saskatchewan. Rósa, hjúkrunarkona við Indian Head spítalann, Saskat- chewan. Lilja, gift D. Labelle. Alberta, gift Halldóri Johnson fyrrum bónda hér í bygð. Guðbjörg, kennari við Rose- town skólann, gift R. J. Letour- neau. Jón á systur á íslandi, Stein- unni ólafsdóttur. Bróðir Jóns Ólafssonar, Kristján, býr hér i Leslie líka, kvæntur fjölskyldu- maður og börn uppkomin. Tveir synir þeirra hjóna, Kr. og konu hans, eru í hernum yfir á Eng- landi. Frú Sigríður Ólafsson er ljóð- elsk kona og hefir ánægju af bókum. Sú tilhneiging virðist rík í ættinni, því faðir hennar og afi Halldórs Kiljan Laxness voru bræður. Einnig er Guð mundur Böðvarsson skáld, bróð- ursonur hennar. Systir Sigríðar var frú Þóra, gift séra H. E. Johnson, nú dáin. Önnur systir er á íslandi Benonía Jónsdóttir gift Eggert Gíslasyni í Vestri-Leirárgarði, Borgarfirði. Sigríður hefir miklar mætur á systur sinni og bréfaviðskift- um við hana, einnig minnist hún þess með innilegu þakklæti að Guðmundur Böðvarsson hefir sýnt þá frændrækni að senda henni ljóðabækur sínar og skrifa bæði henni og ömmu sinni, Mrs. Sigurbjörgu Johnson móður Sigríðar. Hún segir að móðir sín sáluga, sem varð há- öldruð kona, hafi haft framúr- skarandi mikla ánægju af trygð Guðmundar og bréfum hans “að heiman.” Gullbrúðkaupið endaði með því að sungið var í prógramslok. Eldgamla Isafold og God Save the King, svo sezt að drykkju. Ekkert sterkara en kaffi, enda er Jón Ólafsson feikna strangur bindindismaður. íslenzka kvenfélagið fram reiddi vistirnar og smakkaðist mönnum vel bæði kaffið og það, sem með því var. Þó mun brúð- arkakan hafa tekið því öllu fram. Hún var eins bragðgóð að innan og hún var mikið lista- verk að utan. Hana höfðu búið til þær mæðgur, Mrs. Guðbjörg Halldórsson og Mrs. Guðrún Helgason og var hún af öllum metin hin prýðilegasta. Menn nutu vel þessarar stund- ar og virtust fara ánægðir heim. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Frá Langruth, Man. Herra ritstj. Lögbergs: Til þess hefir verið mælst við mig að geta um við Lögberg, að þann 25. okt. var haldin hin ár- lega samkoma af safnaðarkven- félaginu til skemtunar fyrir eldra fólkið. Er fátt annað um það að segja en það að samkoman var að vanda bæði skemtileg og á- nægjuleg. Allir fóru heim glað- ir og ungir í anda eftir söng ög ræðuhöld, — og svo blessað kaffið, sem eins og van er — og öllum íslendingum er vel kunn- ugt um — hressir bæði sál og líkama. Forseti var Mrs. Þorleifsson. Leiddi hún inn skemtiskrána með stuttu ávarpi. Síðan tók söngflokkur safnaðarins við og' söng mörg gömul og kærkomin lög. Var Karl Lindal söngstjóri Einnig sungu ungar stúlkur nokkur lög. Svo söng Pálmi Johnson einsöng. Kvæði voru lesin upp — sum frumort — af Oddi Odssyni, S. B. Olson og S. B. Benedictssyni. En ræðu, snjalla og skörulega, flutti Magnús Pétursson. Mintist hann á þjóðræknismál og hélt því fram að oss bæri meiri skylda til vors nýja fósturlands. Canada, en til gamla landsins, án þess þó að halla á vora þjóð- ræknis viðleitni. Ræðan var, að mínu áliti góð — og gaf góðan xóm. Gamla fólkið yngist um nokk- ur ár við þessa vinsamlegu upplyftingu. — S. B. B% Vaka og draumur Stutt er mér vaka og vakan er mér draumur, veltir þar flestu hringiðunnar straumur; jafnvel þó dropans takmark oft sé tafið tímanna straumur ber hann út í hafið. Dauður er Þór og gömlu Ása goðin, glampar þó ennþá liðins tíma roðinn, þó margt sé í hlekkjum illra véla vafið og vættirnir fornu sokknir niður í hafið. Hugarfar það sem bygðir bræðra lagið, birtist mér enn þó snautt sé trúar fræið. Drengskapur forn úr heiðni hetju-sögum hærra ber ^merki, en nú á vorum dögum. Kristinn er heimur — kenningin er þvegin: Krossfestur sá er ruddi fyrstur veginn; blóðrauðir þræðir frásögn slíka flétta, — fræin hin góðu sjaldan náðu að spretta. Oft sá eg fjöldann ýmsra beitu gleypa Allir sem kunna’ í gyltu móti steypa kristninni goð — þó velti á völtum fótum. Veröldin aldrei náði siðabótum! Smjaðurs mér ekki lofsverð þykir listin, líklega er eg því varla talinn kristinn: Aftur til baka eg slæ eg ef er sleginn, snoppung því sjaldan tek eg báðu-megin. Þó hefi’ eg von er “blóð og sviti” boða, byltingu heims, sem stendur nú í voða, illgresi þó sé sáð í svörðinn frjóa að sæði hins góða skilnings megni að gróa. , — Pálmi. Cockshutt umboðsmaður yðar á staðnum hefir ráð til að spara búnaðaráhöld, og spara yður peninga C0IK5HUTT DEALER a \ v ywmM • Vistlr ráða miklu um að vinna stríðið . . . og 1943 munu eanadiskir bændur framleiða meira af fæðu en nokkru sinni fyr. Arangur slíkra tilrauna hvílir að miklu leyti A starfshæfni búnaðarverkfæra. Margir bændur . . . með þá staðreynd fyrir augum. að verkfæráframleiðendur geta aðeins framleitt 25'/, af nýrri vqlaframleiðslu við 1940, og að öll verkfæri verða skömtuð undir stjðrnarumsjá . . . leggja sig þegar í líma með alls- konar aðgerðir á áhöldum í haust og vetur, til þess að fyrirbyggja drátt næsta vor og sumar, þegar tími og vinna eru dýrmætust. Til þess að hjálpa yður til að koma verkfærum yðar í A-1 horf meðan partar eru fáanlegir . . . hefir Cockshutt búið út skipulganingu . . . The Cockshutt Farm Equipment Conservatlön Program . . . sem sýnir yður hve auðveldlega þðr getið verndað innstæðu yðar í húnaðarverkfærum moð litlum tilkostnaði í tíma og peningum. Pessi aðferð sýnir yður . . . hvernig þér með nýjum Cockshutt pörtum, máln- ingu, smurningu og olíu, getiö verið viðbúnir 1943 . . . NÚ! Fáið fullnaðarupplýsingar um skipulagningu þessa hjá Viðurkendum Cockshutt úmboðsmanni . . . hann er fús til að ráðleggja yður og leiðbeina. Biðjið hann um eintal: af hinum nýja Cockshutt Farm Equipment bæklingi, sem tilgreinir það, sem yfirlits þarfnast við endurnýjun verk- færa yðar. COCK5HUTT PLDUJ comPönv Lim r 1 THIS BOOKLET SHOWS HOW YOU CAN GET READY FOR 1943 NOW . . . HOW YOU CAN SAVE TIMEf CROP AND MONEY SMITHS FALLS • WINNIPEG • REGINA SASKATOON • CALGARY • EDMONTON coacsHinrr plow ouebec limited coocsHun plow maritime limited MONTREAL, oue. truro, n.s.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.