Lögberg - 10.12.1942, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER, 1942
7
Ein af okkar beztu og
fegurstu bókum
er Guðspjallamál Dr. Jóns
Bjarnasonar. í henni er að
finna trúarsterkan, hreinhjart-
aðan og vel upplýstan mann.
Trú, siðgæði, kaflar úr sögu
mannanna í virkilegum og
skáldlegum stíl. Kaflar úr sögu
forfeðra vorra með aðdáanleg-
um og skáldlegum stíl. Karaktér
lestri á göfugum einstaklingum
þar o. fl. Brot úr sálmum og
ljóðum fyrri og seinni tíma.
Framúrskarandi umhyggja bor-
in fyrír mönnunum. Einörð á-
deila á alt það, sem höfundi
virðist leiða menn í burtu frá
réttu marki. Loks landafræði-
leg þekking á helgum sögu-
stöðvum, svo ljóslega fram sett,
að manni finst maður vera kom-
inn þangað og að um mann
andi himneskur blær. Hrein og
falleg íslenzka, samt slétt og
ljós. Alt þetta er knýtt í dýr-
lega fagran krans, að höfði
brúðarinnar: Kristinnar kirkju.
Hér eru örfá sýnishorn til
sönnunar máli mínu:
“Eg vil með öðrum orðum,
að safnaðarlýður vor allur láti,
þetta tvöfalda tímatalsfyrir-
komulag jarteikna fyrri sér þá
lexíu hinnar Kristilegu trúar-
speki, sem brýnir fyrir læri-
sveinum Drottins þá heilögu
skyldu, að standa sí og æ á
verði og vaka yfir sjálfum sér,
gjörvöllu lífi sínu, vaka með
ljós hinnar guðlegu opinber-
unar, í höndum sér, vaka þann-
ig, að þeir æfinlega séu ferð-
búnir héðan burt úr tímanum
inn í eilífðina.” — 1. sd. í adv.
I 2. sd. í Adventu er sterkur
vitnisburður um Jesúm Krist
hinn guðlega mannkynsfrelsara.
og ódauðleik kristinnar kirkju.
Viðurkenning á þeim mörgu
mannlegu mönnum, sem borið
hafa brot af sannleika til mann-
anna. Gagnrýni á vantrúna.
í jóladagspródikuninni finst
mér þetta vera bæði falleg og
sígild setning: “Og hvað þýða
svo öll hin óteljandi jólaljós,
sem kveikt eru hér í lágum
jarðarbygðum? Þau þýða það
að hinir himnesku sendiboðar,
sem birtast í jólaguðspjallinu,
eru áður en því er lokið orðnir
algerlega óteljandi.” — í prédik-
uninni er það áframhald er
skýrir erindi sendiboðanna,
það að þau ná til allra tíma.
Aður en árslok koma í bók-
inni — það er sex prédikanir, —
hefir höfundur tilfært og farið
prýðilega smekklega með hið
djúpa sorgarljóð eftir Kristján
Jónsson: Alstaðar er harmur —
og yndislega haustljóðið al-
kunna eftir Steingrím: Vor er
inndælt — að ógleymdu ódauð-
lega sálmaversinu “Eg stend til
brautar búinn.” o. fl. í ljóðum.
Á nýársdag kemur skynsem-
in með rökfræði þess óhrekjan-
andi sannleika um daglega
viðurkennir^gu hins kristna
heims á Jesú Kristi, jafnvel þo
menn séu alls ekki að hugsa
um hann. Þar er þessi djúp-
sæa setning: “Tíminn er full-
kominn leyndardómur.” Mann-
gæðin, sem birtast í prédikun-
inni milli jóla og þrettánda eru
bæði auðsæ og auðfundin, sem
og djúpgrundaðar útleggingar á
spádómunum og framkomu
þeirra.
Á þrettándanum standa þessi
orð: “Stjarnan er epifanía-ljós
til opinberunar heiðingjum og
vegsemdar Drottins lýð, ísrael.
Og þessi stjarna, sem vísaði
austurlenzku vitringunum veg-
inn til frelsisbarnsins í Betli-
hem, er eitthvert inndælasta
umhugsunarefni, sem til getur
verið, fyrir trúaðar sálir krist-
inna manna, eins og hún líka
hefir orðið skáldunum í öllum
kristnum löndum marg endur-
tekinn texti til að yrkja út af
óteljandi dýrmæt jólaljóð.”
Það skal viðurkennt hér, að
þó að prédikunin á 1. sd. eftir
þrettánda sé bæði falleg, merki-
leg og hafi í sér fólginn mikinn
sannleika, þá tekst ekki höfundi
þar eins vel, a. m. k. fyrir mín-
ar tilfinningar, og honum tekst
víðast hvar annarsstaðar í bók-
inni, þar virðist nlér Dr. Jóni
Vídalíri takast mikið betur um
sama málefni; enda minnist eg
ekki að hafa lesið neinn íslenzk
an höfund, sem hefir eins mik-
inn byr undir vængi er hann
talar um æskuna og barnaupp-
eldi, eins og Jón Vídalín.
Annar sd. eftir þrettánda
verður lesandinn :<ð staldra„
hugsa sig um og athuga ýmis-
legt. Hér er fyrst og fremst
kennimaður, sem umfram alt
annað vill reynast Guði trúr.
Hann reynist það. Hann viður-
kennir alt gott, sem Guð hefir
skapað og vill að maðurinn njóti
þess í hóflegri skemtun, sem ti!
ánægju á að vera. Svo er með
vínið. Höfundur ætlast til að
maðurinn láti Guðs anda ríkja
svo sterklega 'í eðli sínu og lífi
að hann geti notið als þess, sem
í sjálfu sér er gott, án þess að ,
skaða sig á því sem getur þar
í verið hættulegt. Verið hóf-
semdarmaður. Og það er í alia
staði í samræmi við lunderni
þessa hreinlundaða, andlega
víkings, að hann tekur hart á
þeim sem öðruvísi hugsa. Hann
finnur djúpt og sérlega til — •
annarsstaðar í bókinni, með
þeim, sem þjást undir byrði
sjúkdómanna og margs annars,
en maður efast um að hann
komi auga á dýpt áfengisböls-
ins og þeirra sorga, sem það
hefir valdið mönnunum.—Ef til
vill gerir hann það í raun og
veru, en það skyggir á samúð-
ina í þessari prédikun, að hann
á í höggi við samúð sína út aí
aðal hjartansmáli sínu, kirkj-
unni. Sannarlega hefir bæði dr.
Jón Bjarnason og aðrir slíkir
höfundar, rétt fyrir sqr með
það, að ef að hjarta mannsins
hreinsast ekki af Guðs krafti,
þá er það ekki nóg að maður-
inn hætti að drekka. Hitt ei
líka satt að sá, se'm er ófær ó-
drukkinn honum batnar síðui
en svo við það að vera drukk-
inn. En aldrei verður það tölum
talið hve margt ágætt manns-
efni hefir drukknað í Bakkusi.
— Eldurinn er góður á sínum
stað, hann er meira að segja
ljós, en tökum á honum með
berum höndum eða misbrúk-
um hann á annan hátt og sjá-
um hvernig fer.
Það er bæði yndisleg og þrótt-
mikil prédikun sú á fjórða sd.
eftir þrettánda. Hin djúpa til-
beiðsla, sem liggur í eðli höí-
undar á höfundi lífsins og þeim
er hann sendi, sem og aðdáun
hans á fallegum skáldskap, er
hvorutveggja augljóst. Aðdáan-
legur kennimaður talar út úr
þessari prédikun.
Freistingin. A inngangsorðun-
um í þessari prédikun — 1. sd. í
föstu — sér maður hve djúpt
í hjarta að freistingin í sjálfu
sér, sker höf. “Hinn heilagi
Guðsson, frelsari vor Jesú Krist-
ur, verður fyrir freisting. Hann,
líka hann, á sína freistingar-
sögu. Hann líka verður að ganga
í gegnum margfalda freisting.”
Það er auðfundið á tóninurn
í þessum orðum að höfundur
finnur til með öllum, sem freist-
aðir eru og það feikna djúpt.
Fullkomin útskýring á því, sam-
úð hans, er frekar að finna í
næstu prédikun, ekki einungis
freistingum, heldur og aðallega
þar, sársauka mannlegs lífs yfir
höfuð að tala. Yfirleitt tekið
ferðast séra Jón Bjarnason mik-
ið með mannlegum verum hér
um jörðina, í bók sinni, fullur
áhuga og samúðar með líkam-
lega lífinu líka, — andans og
líkamans lífi, sem á köflum er
erfitt að aðskilja. Mér finst hann
gera það meir að fylgja mann-
inum fót fyrir fót, víðast hvar,
heldur en Jón Vídalín. Sá síð-
ari flýgur svo mikið fjarri jörðu.
í rauninni er þessi prédikun
meistaraverk hjá báðum þess-
um stóru, íslenzku Jónum.
3. sd. í föstu, ættu sem flest-
ir að lesa. Þar eru kaflar úr
sögunni, þættir, réttara sagt, hið
innra og ytra, sem athyglisverð-
ir voru og vel meðhöndlaðir.
Hluttekning höfundar kemur
mjög greinilega í ljós á 5. sd. í
föstu. Hluttekning hans með
mannanna börnum og lífskjör-
um þeirra. Það er áframhald af
því í næstu prédikun. Passíu
sálmarnir notaðir.
Sem flestir ættu að lesa skír-
dagsprédikunina. Þar er eitt at
vorum allra stærstu nauðsynja-
málum rætt, með mannúð og.
mildi. — Eg veit ekki hvort
öðrum finst það sama og mér,
en mér virðist að prédikanirn-
ar tvær, þæri á föstudaginn
langa og páskadaginn séu lista-
verk hvort sjálfstætt út af fyrir
sig, einkum sú fyrri. Ljóð Matt-
híasar eru viðhöfð í báðum á-
samt fleiru. Sú á annan í pásk-
um ber vott um innilega trú og
djúpsæi á virkileika tilverunn-
ar. Á þriðja sunnudag eftir
páska, eru biblíuskýringar svo
ágætar, að það ætti, sem flest
alþýðufólk að lesa.
“Bænin í Jesú nafni,” er, svo
sem aðrar prédikanir þeirra,
lærdómsrík prédikun — 5. sd.
e. p. — þess ber að gæta, að þó
þessi mikli kirkjuhöfðingi fari
eins langt í því, að skilja móð-
ur sorgir, og maður getur hugs-
að að karlmaður geti gert, þá
ber ekkert þarna vott um það,
að það eigi að hefja móðurina
til guðlegrar tilbeiðslu. Niður-
lagið er þannig eða kaflar úr
því: “Æfintýrið alt er eitt ó-
slitið bænastríð og bænin end-
ar á fórn, stórkostlegri fórn eins
og þeirra, sem í neyð sinni
biðja í Jesú nafni.
Þér fáið ný augu eins og
móðirin, ef þér biðjið í Jesú
nafni. — Biðjið án afláts í Jesú
nafni.”
Strangan, bókstaflegan rétt-
trúnað, er, eins og við mátti bú-
ast, að finna í bókinni.
Þrettándi sunnud. eftir trini-
tatis er djúpsæ og lifandi við-
reisnarprédikun. í næstu pré-
dikun eru orðin: “Heiðir menn,”
nægileg prédikun í sjálfu sér.
Áminningarnar sem á eftir
fylgja í málinu: “Ágirnd og á-
hyggjur,” er jafnnauðsynlegt.
Víðsýni og sanngirni eru í Sabb-
atsboðinu. “Mótspyman gegn
Guðs ríki,” er vert mikillar at-
hygli.
Fyrirgefningarskyldan er ann-
að stóratriði, sem vel er grund-
að þarna, og marga ábyggilega
lærdóma er hægt að draga út.
Þar er bent á þann göfuga mann
Ingimund Vatnsdælagoða, úr
fornsögum vorum og það mikla
manngöfgi, sem hann sýndi
banamanni sínum, man eg það
er eg las gömlu sögurnar, barn
að aldri hve hrifin eg var af
honum, að þó megin þeirra hafi
fallið mér úr minni, þá er Ingi-
mundur Vatnsdælagoði á meðai
þeirra, sem sátu kyrrir í minni
minningu, mér þótti því meir
en lítið vænt um, er eg hitti
hann undir kirkjuhjálmum Jóns
Bjarnasonar.
Þessar fáu línur og fátæk-
legu, eiga engan vegin að skoð-
ast sem gagnrýni á slíkt verk
sem Guðspjallamál er, heldur,
sem lítilfjörleg minning dags-
ins, í því skyni gerð að draga
athygli að bókinni. Hún er í
það heila tekið, þvílíkir “há-
fjalla ataðir,” að mikið er hægt
að skoða sig um þar er loft
hreint og fagurt og fjölbreytt
útsýni.
Væri eg í hópi þeirra, sem
eiga ráð á hinum “þétta leir,”
þessarar jarðar myndi eg vilja
gefa út Guðspjallamál 1945 í
hundrað ára niinningu þessa á-
gæta kirkjuhöfðingja og íslands-
sonar.
Leslie, Saskatchewan.
15. nóv. 1942.
Rannveig Kristín Guðmunds-
dóttir Sigurbjörnsson.
Rússneska leyni-
vopnið
Eflir Dyson Carier.
(Þýtt úr “Russia’s Secret
Weapon”)
Jónbjörn Gíslason.
(Kramhald)
Það sem mest er um vert er,
að börnin eru í umsjón sér-
frææðinga í þessum efnum, og
heilbrigði þeirra er varveitt á
strangvíslegan hátt, matarhæfi
eftir læknis-fyrirsögn, allir
kvillar og lasleiki athugaðir og
upprættir; á þennan máta er
varanleg undirstaða lögð undir
heilbrigða framtíð.
Sú ásökun, að slík barnaheim-
ili éyðileggi fjölskyldulífið og
heimilið, er blátt áfram hlægi-
leg.. Að lokinni vinnu sækir
móðirin barnið sitt og fer með
það heim. (Barnaheimilin eru
ætíð rétt við vinnustaðinn, svo
móðirin getur séð barnið og
gefið því að drekka öðru hverju)
Þessar stofnanir voru reistar tii
þess að gjöra heimilin styrkari
en ekki veikari.
Það er ekkert byltingakent
við þann sið að ala börn upp.
undir eftirliti hjúkrunarkvenna.
Hér í okkar landi, láta efna-
mennirnir barnfóstrur oft og
tíðum hafa mestan veg og vanda
barnagæslunnar, jafnvel í borg-
aralegu félagslífi er ekki fátítt
að börn alist upp án mikilla
kynninga foreldranna. En þegar
Rússar stofnuðu þessi heimili
fyrir börn verkamanna. æpti
úrvalsfólkið höggdofa af skelf-
ingu “baby farms.”
Umhyggja Soviet-stjórnarinn-
ar fyrir börnunum kom glögg-
lega í ljós. strax eftir innrás
þjóðverja. Að hennar tilhlut-
un kölluðu rússneskar konur
skyndisamkomur, til að ræða
þetta mál. Augnamiðið var að
stofna víðtæk samtök til bjarg-
ar þeim börnum er nazistar
höfðu gjört föður og móðurlaus
og mundu gjöra í náinni fram-
tíð; ennfremur til hjálpar þeim
er særð voru og kynnu að verða,
eða andlega biluð fyrir áhrif
stríðsins.
Ein þessara ■ kvenna mæiti
svo: “Látum okkur safna sam-
an allri ást og umhyggju þjóð-
arinnar og umvefja með móð-
urlegri blíðu, litlu sakleysingj-
ana, sem öllu hafa tapað.”
Hvað átti hún við með “ást
og umhyggju þjóðarinnar?”
Hafði hún í huga munaðarleys-
ingjahæli eða lögboðin sjúkra-
hús? Nei, hún og þær voru
mjög str^nglega mótfallnar
slíkri ráðstöfun. Þær kröfðust
þess að hvert barn skyldi tekið
inn á fjölskylduheimili og alið
þar upp, því þá væri nokkur
von til að viðkomandi munað-
arleysingi yrði þess yls aðnjót-
andi, sem venjulega er að finna
í faðmi friðsæls heimilislífs, þó
það kæmist ef til vill ekki til
jafns við fyrverandi ástúð og
fórnfýsi hinna drepnu foreldra.
Þær skýrskotuðu þessu máli
til allrar þjóðarinnar í heild.
Hundruð þúsunda feðra og
mæðra svöruðu tafarlaust. Jafn-
vel börn heimilanna sendu
munaðarleysingjunum bréf og
buðu þá velkomna sem kær-
komna bræður og systur. Á
skömmum tíma var öllum heim-
ilislausum börnum séð fyrir
góðum framtíðarheimilum. Að
sjálfsögð samþykti stjórnin þess-
ar ráðstafanir tafarlaust.
í Rússlandi eru engir “baby
farms” en í Þýzkalandi er rík-
ið kallað foreldri allra óskil-
getinna barna, er framleidd eru
í stórum stíl; þar er helgi hjú-
skaparins höfð að háði og spotti,
og börnin alin upp á stofnunum
ríkisins.
Meðferð og uppeldi barna í
Rússlandi byggist á vísindalegri
reynslu; séu barnaheimilin ekki
bygð á slíkri undirstöðu, eru
þau talin óhæf. Vísindin sanna
að ekkert kemst til jafns við
elsku foreldranna, og ekkert
samsvarar fyllilega heimilinu,
fjölskyldunni og hjúskaparlíf-
mu.
Vissulega hefir fjölskyldulíf-
ið í heild umskapast. Hér sem
á öðrum sviðum hafa hin nýju
vísindi markað stefnu ríkis-
stjórnarinnar.
Allir vita að heimilislífinu er
víða áfátt og þúsundir unglinga
og barna, eiga ill og ervið upp-
eldisár; ráðríkir foreldrav
þröngva vilja þeirra undir sinn.
sem einvaldsherrar og harð-
stjórar; í framsýn unglingsins
er ótti við skort og umkomu-
leysi; þjóðernis og trúmála-
hleypidómar hafa sín áhrif; vilja
þrekið lamað af kvillum og
sjúkdómum, sem ónógra meðala
og læknishjálpar er leitað við.
Samtímis því er Soviet-stjórn-
in endurreisti heimilið í heild.
gjörði hún sérstakar ráðstafan-
ir til velferðar og réttarbóta
barna og unglinga; þau voru
leyst úr ánauð samtímis bæna-
unum, verksmiðjumönnunum,
kvenfólkinu og öllu áður undir-
okuðu fólki frá keisaratímun-
um. Það var mestmegnis fram-
kvæmt gegnum skólana. Sál-
fræðingar er skilja barnshjart-
að, ótta .þess og eftirlanganir.
skýrðu fyrir þúsundum kennara
hið nýja frelsisviðhorf barn-
anna. Þeir sögðu við æskuna:
“Þið eruð hinir ungu borgarar
hins unga Rússlands. Synir og
dætur þessa unga og uppvax-
andi ríkis, þið eruð frjáls. Eng-
inn getur misboðið frelsi ykkar
og sjálfstæðistilfinningu. Verið
óhrædd, ykkur er frjálst og
heimilt að dreyma bjarta fram-
tíðardrauma — og láta þá ræt-
ast.”
Þessi orð voru ekki töluð út
í bláinn. þeim var fylgt eftir
með ókeypis mentun frá barna-
skóla, upp í gegnum háskóla.
Þeim var fylgt eftir með alls-
herjar jafnrétti til allra tæk:-
færa, og sá réttur ábyrgður æfi-
langt.
Fáir sorgarleikir þessa heims
eru átakanlegri en vonbrigði og
skipbrot gáfaðs ungmennis, við
lokaðar dyr tækifæranna. Það
er ekki aðeins raunalegt fyrir
einstaklinginn sem hlut á að
máli, heldur alla þjóðina i
heild.
Hve marga Beethovens hefir
dreymt um héfleyga tónlist á
uppvaxtarárunum, en kennar-
ann vantaði, hljóðfærasláttinn
og slaghörpuna. Hve margir
Einsteins hafa ekki verið tekn-
ir úr skóla á miðri leið, af
heimskum foreldrum, af því þeir
gátu þá þegar orðði sæmilegir
bókhaldarar. Hve margir Hald-
anes hafa hætt við læknisnám,
af því þjóðflokkahatur setti fyr-
ir þá fótinn á læknaskólanum
okkar. Hve margar Florence
Nightingale hafa aldrei, alla sína
æfi, losnað við stritvinnu af-
skektu bændabýlanna.
Rússneski unglingurinn er
ekki einungis frjáls að uppfyll-
ingu sinna eigin drauma, held-
ur leita yfirvöldin sífelt að hæfi-
leikum hans, til ræktunar og
fullkomnunar, þau hvetja hann
til menta, með fullvissu fyrir
ótakmörkuðum tækifærum hins
víðáttumikla ríkis.
Athyglinni er fyrst og fremst
beitt að ungdómsárum manns-
ins og konunnar.
Fáein minningarorð
Flutt við útför Elínar Katrín
Jónsdóttur, 20. júní, 1942, að
Selkirk, Man.
Eg bið um styrk af hæðum
til þess að fara ekki með rang-
mæli í þeim fáu orðum, sem eg
vil tala hér.
Elín Katrín Jónsdóttir, þú
sannkristna og ástríka kona og
móðir okkar tíu barna, sem nú
eru tvö farin á undan þér, ert
nú lögð hér til hinstu hvíldar,
eftir langt, og vel unnið æfi-
starf.
Eg stend hér blindur á veik-
um fótum og mun þess ekki
langt að bíða að eg verð kall-
aður sömu leiðina og þú ferð
nú. Eg vil í einlægni taka fram
hér, að margir hreinir og bjart-
ir ljósgeislar hafa skinið okkur
báðum til gagns, unaðar og far-
sældar á þinni löngu æfileið, og
þessir geislar munu halda áfram
að skína um ókominn tíma und-
ir lögmáli lífsins á vegum eilífð-
arinnar; með þessum orðum á
eg við góð og velgefin börn
okkar, og afkomendur þeirra
sem nú eru hér nokkur saman
komin til þess að heiðra útför
þína, þú hefir borið alt mótlæti
með þeirri stillingu og þolgæði
að fá munu dæmi tilfinnast. Eg
hefi heyrt sagt, “Sérhver maður
er sinnar gæfusmiður,” en lífs-
reynsla mín hefir sýnt mér svo
margt að eg verð að draga
nokkuð í efa sannleiksgildi þess-
ara orða; hin svonefnda forlaga
gyðja “Verðandi” hefir reynst
öllum ftiönnum of þungskilin,
eins og hið fjölþætta lögmál
lífsins, sem enginn botnar í, og
skal eg því ekki fara lengra út
í það mál. Það er ekki mitt með-
færi; en eg held það sé sann-
leikur, sem ekki verður borin
til baka, að hverjar þær skipanir
sem koma frá hásæti drottins
vors hins lifandi Guðs á himn-
um, þá verður þeim ekki þok-
að um hársbreidd frá vilja hans
og ákvörðun.
Mér finst nú, sem eg sjái
himinbornar ljósiklæddar ver-
ur yfir og kringum rúmið þitt,
sem rétta þér vinarhönd, og eg
trúi því afdráttarlaust að sá tími
renni upp, að þú verður af
englum Guðs leidd inn á þau
svið í ríki himnanna þar sem
friðar sólin skín í þeim ljóma,
sem almættið lætur undir henn-
ar vald. Og það held eg sé hinn
hreini sigur lífsins, sem ekki
getur kulnað út eða dáið. Þú
góða kona! Vertu nú sæl og
blessuð í nafni Guðs föðurs,
sonar og heilags anda. Við þökk-
um þér öll fyrir dygðina og
kærleikann, sem þú heíir sýnt
okkur í öllum greinum bæði
ljóst og leint.
Stundin er komin — nú á
þessari klukkustund fer þú burt
af þínu elskaða heimili í heilög-
um friði og ró í náðarfaðm frels-
arans drottins vors Jesú Krists,
sem þú hefir treyst og elskað af
hreinu og einlægu hjarta alla
þína æfidaga.
Sveinn Skaflfeld.
WÖMEN-Serve with the C.W.A.C.
You are wanied — Age limiis 18 io 45
Full information can be obtained from your
recruiting representative
Canadian Women's Army Corps
Needs You
Get Into the Active Army
Canada's Army Is On The March
Gei in Line — Every Fii Man Needed
Age limiis 18 io 45
War Veierans up io 55 needed for
VETERAN’S GUARD (Active)
Local Recruiiing Representative