Lögberg - 04.02.1943, Síða 3

Lögberg - 04.02.1943, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1943. 3 Eivind Berggrav biskup Eftir prófessor Richard Beck. “Píslarvottar með bogin bök í brjóstfylking sannleikans standa.” í>annig farast Davíð skáldi Stefánssyni frá Fagra- skógi orð í einu hinna stórbrotnu kvæða sinna, og aldrei hafa þau orð verið sannari heldur en á þessum tímum. Og á þessari öld styrjalda og kúgunar, er það einmitt aðdáunar- verðast og vekur stærstar framtíðarvonir, hversu mikill fjöldi manna og kvenna víðsvegar um heim hafa kosið að þola þungar þrautir og harðar ofsóknir, fremur en að lúta ofbeldinu og böðlum þess; slíkir menn og slíkar konur diafa af frjálsum og fúsum vilja gerst píslarvottar sann- leikans. Eivind Berggrav biskup. Glæsilegt fyrirdæmi í þeim efnum eru klerka- og kennarastéttin í Noregi, sem staðið hafa og standa fast saman og einhuga í harðsóttri baráttu sinni gegn hinu erlenda hervaldi og einræði og þjónum þess, sem gera vilja kirkjuna og skólana verkfæri og auðmjúkac undir læjur ríkisvaldsins. Hafa ofsóknirnar þó verið stórum grimmari á hendur kennurunum en gegn biskupunum og prestunum, og verður blóði rituð hetjusaga hinna fyrnefndu eigi rakin hér. Eigi að síður er það víðkunnugt orðið, að bæði norskir biskupar og prestar hafa verið hnepptir 1 varðhald um lengri eða skemmra skeið og beittir kúgun á annan hátt, en þær ofsóknir hafa aðeins aukið þeim eindrægni og hetjuhug. Því segir Ásmundur prófessor Guðmundsson réttilega í merkilegri og ítarlegri grein, “Stríðskirkja Nor- egs” — Kirkjuriiið, júní—júlí, 1942 —, er sem flestir ís- lendingar ættu að lesa: “Verða þau samtök því traustari, sem meir reynir á og stríðið þyngist, er kirkjan hlýtur að heyja.” Hann segir enn fremur um norsku kirkjuna: “Foringi hennar, Eivind Berggrav biskup, hefir reynst manna ein- beittastur og öruggastur, kristin hetja í öllum mannraun- um.” Þessi trúarhetja þeirra frænda vorra fær sama vitnis- burðinn frá þeim, sem næst st.anda sjálfum atburðunum, samherjum hans heima fyrir, og frá löndum hans utan Noregsstranda, er best fylgjast með því, sem er að gerast í heimalandi þeirra. Vafalaust vilja íslenskir lesendur, ekki síst kirkjulega sinnað fólk, vita nokkur deili á þess- um andans höfðingja og kirkjuleiðtoga; hér verður því brugðið upp skyndimynd af honum og lýst meginþáttum í athafnalífi hans. Eivind Berggrav biskup, var orðinn þjóðkunnur kirkju- höfðingi í Noregi löngu áður en Þjóðverjar hernámu land- ið. Hann var vígður biskup í Hálogalandi árið 1929 og biskup í Osló, og jafnframt höfuðbiskup og sjálfkjörinn foringi norsku kirkjunnar, árið 1937. Honum rennur presta og leiðtogablóð í æðum. Hanr. er fæddur 25. október 1884 í Stafangri, þar sem faðir hans, séra Otto Jensen, var þá sóknarprestur. Varð hann síðar biskup í Hamar-biskupsdæmi, en dó stuttu seinna; þótti hann atkvæðamikill ágætismaður, enda hefir Berggrav sonur hans komist svo að orði um hann: “Eg verð aldrei annað en sonur föður míns.” Eivind Berggrav heitir því skírnarnefni Eivind Jensen, en þegar snemma á árum tók hann sér ættarnafnið Berg- grav. Hann ólst upp með foreldrum sínum í hinum skógi klæddu og friðsælu sveitabyggðum í suð-austur Noregi. Lauk hann stúdentsprófi 1903 og guðfræðiprófi 1908; en auk þess hefir hann stundað framhaldsnám við merkis- háskóla utan Noregs. Hafa áhugaefni hans jafnan síðan hann lauk embættis- Prófi verið mjög fjölþætt og starfsferill hans að sama skapi litbrigðaríkur. Hann var framan af árum kennari og skólastjóri, meðal annars á lýðháskólanum að Eiðsvelii siðan sóknarprestur í sveit og því næst fangaprestur í Osló, háskóla-fyrirlesari og prestaskóla-kennari. Ber mönn- um saman um það, að hvort sem var í kennslustofunni, íangaklefanum, heimsóknum, fyrirlestrasalnum, prédikun- arstólnum eða í vinahóp, þá hafi hann ávalt verið jafn aðlaðandi og aðkvæðamikill. Þá hefir hann fengist mikið við blaðamennsku og rit- stÖrf. Síðan 1909 hefir hann verið ritstjóri hins merka og víðlesna kirkjurits “Kirke og Kultur” (Kirkja og menning), sem hefir haft djúp og víðtæk áhrif í Noregi. Hefir það aagt verið, og áreiðanlega með öllu ýkjulaust, að heitið á fyrnefndu riti “Kirkja og menning”, geti staðið, sem yfir- skrift stefnu og æfistarfs hans. Kirkjunni, í dýpstu og sonnustu merkingu þess orðs, hefir hann skipað í öndvegi 1 öllum hinum margþættu afskiptum sínum af menningar- 'aialum á ýmsum sviðum. Hann hefir einnig skrifað mörg rit um trúarleg og sálfræðileg efni, öll harla athyglisverð og sum með hrein- um snildarbrag, bæði að frumleik og þrótti hugsunar- innar og að frásagnarhætti. Má í því sambandi nefna bók- ina “Trúartilfinning í heilbrigðu sálarlífi” (Religiös fölelsi i sunt sjeleliv), sem er frábærilega snjalt og hrífandi rit. Á þeim árum, sem Berggrav var fangaprestur í Osló, frá 1925—1929, gafst honum sjaldgæft tækifæri til að rann- saka trúar- og sálarlíf manna frá ýmsum hliðum; færði hann sér það vel í nyt eins og rit hans bera vitni. Annars er hann að eðlisfari gæddur ríkum skilningi á lífinu og miklu sálarlegu innsæi. Athyglisgáfa hans og frásagnarsnilld lýsa sér ágætlega í hinni frægu bók hans “Hálogaland”, sem kom út í ís- lenzkri ágætisþýðingu eftir þá prófessorana Ásmund Guð- mundsson og Magnús Jónsson, fyrir nokkru síðan, á vegum Prestafélags íslands. Bók þessa ritaði Berggrav á biskups- árum sínum á Hálogalandi, í töfraríki miðnætursólarinnar; útheimtu embættisstörf hans mikil ferðalög um þennan hrikalega landshluta Noregs, og fékk hann með þe*m hætti náin kynni af íbúunum, er heyja harða baráttu við náttúruöflin norður þar, því að stormasamt er þar og vetra- ríki mikið. Lýsir hann þessu mikilúðlega landi andstæðn- anna með lífi og lit í bók sinni, og ekki er samúð hans minni með mannfólkinu á þeim slóðum, enda naut hann almennra ástsælda af þeirra hálfu. Sannaðist hér það, sem mælt hefir verið um Berggrav biskup, að hann vær> jafn mikið heima hjá sér í hópi skógarhöggsmanna við varðeld þeirra og í kennslustól háskólans. Svo hefir einn af kunnum nemendum hans, nú starf- andi prestur, einnig sagt, að eitt, sem einkum sérkenni Breggrav biskup sé manndómur hans og yfirlætisleysi, því næst hið kröftuga málfar hans og hin aðsópsmikla persóna hans. Hann hefir jafnan verið mjög þjóðlegur í kirkju- legu starfi sínu og afstöðu, en festa hans og andlegt sjálf- stæði hafa orðið enn þá augljósari síðan hann varð embætt- isins vegna, er þroskað hafði foringjahæfileika hans, bein- línis og óbeinlínis formælandi hinnar stríðandi kirkju Noregs, gegn ríkisvaldinu. Hatur þess hefir einnig sér- staklega bitnað á honum, og svo hættulegan telja and- stæðingar norskrar kirkju og kristni hann, að þeir láta tylft hermanna skiftast á um að standa vörð um skógar- hús það, þar sem hann er hafður í varðhaldi. Hitt þarf vart að taka fram, að trúaranda hans og hetjuhug hafa vaxið vængir við ofsóknirnar og fangelsisvistina. Hefir þannig sannast á Berggrav biskup sjálfum það, sem hann ritaði í ársbyrjun 1941: “Þegar sannleikurinn verður oss heilagur, þá gerast menn píslarvottar. Og að- eins þá, er hlutverk manna verður þeim heilagt, verður það afl í sálum þeirra og lætur þá vinna mestu afreks- verk. Sama gildir um félagsskap manna.” Það er hákristileg hugsun, og lærdómsrík, að minnast trúfestu, hugprýði og fórnarlundar Berggravs biskups og annara slíkra píslarvotta, er standa í brjóstfylking sann- leikans víða um lönd og halda hreinu merki hans ótrauðir í höndum. Sameiningin. Wartime Prices and Trade Board Börn, sem verða tólf ára fyrir fyrsta marz 1943, geta fengið kaffi og te skömtunar- seðla þegar nýju bókunum verður útbýtt núna í marz-mán- uði, samkvæmt tilkynningu frá Wartime Prices and Trade Board. Skömtunar skrifstofurnar verða samt að fá bréf, undir- rituð af foreldrum eða eftirlits- mönnum barnanna, þar sem nafn barnsins er gefið til fulls einnig fæðingardagur og ártal, og númerið á skömtunbók þess. Börn, sem verða tólf ára þann fyrsta marz, eða eftir fyrsta marz, fá ekki te eða kaffiseðla fyr en þriðju útgáfu af skömt- unarbókunum verður útbýtt næsta haust. * * * Wartime Prices and Trade Board hefir tilkynnt almenningi að eftir 1. apríl 1943, fáist ekki snið á föt, sem koma í bága við reglugerðir viðvíkjandi fatnaði á stríðstímum. Fatastærð er líka takmörkuð, og fatagerðarfélögum og öðrum er bannað að útbýta, selja eða búa til, snið^sem eru meira en 5% stærri — að saumum und- anskildum — en fyrirskipunin leyfir. Þetta hefir verið gert til þess að fatnaðarreglugerðin í Canada, komi ekki í bága við Bandaríkja fyrirkomulagið. Spurningar og svör. Spurt. Er nokkuð hámarks- verð á járnvörum, eggjárnum (cutlery) eldhúsáhöldum svo sgm pottum og pönnum eða leir- taui? Svar. Já. Það má ekki selja nokkuð af þessum vörutegund- um fyrir hærra verð en selt var fyrir á hámarkstímabilinu 15. september til 11. október 1941. Ath.: Munið að það er samt nytjatollur á sumum af þessum vörum og að tollurinn er ekki reiknaður með í verðinu. S. W. Spurt. Það er hjá okkur leigj- andi, sem nokkrum sinnum hef- ir verið beðin að flytja út, en hún fer ekki samt. Hún virðist ekki eðlileg í framkomu, og er hinum leigjendunum til skap- raunar. Svar. Samkvæmt lögum fylk- isins getur þú farið til lögmanns og fengið hjá honum sérstakt leyfi frá héraðsdómara til þess að taka við íbúð þessa leigjanda án nokkurar tafar. Ástaeðan verður að vera tekin fram. Spurt. Hvert á maður að fara til þess að fá undanþágu frá inntektaskattinum, eg vann mér ekki inn 660 dollara síðastliðið ár. Svar. Wartime Prices and Trade Board hefir ekkert með þetta að gera, en eyðublöð, sem þú talar um fást innan næsta mánaðar á Income Tax skrifstof unni í Federal Bldg. Winnipeg. Spurt. Er leyfilegt, samkvæmt reglugerðunum, að kaupa fatnað með afborgunum? Svar. Lánslögin leyfa sex mánaða lánsfrest á vanalegum fatnaði, en 10 mánaða lánsfrest á loðskinnskápum (fur coats) og loðskinsskreyttum kápum. Nið- urborgun verður í öllum til- fellum að vera einn þriðji af söluverðinu. Spurt. Hvar fæst leyfi til að kaupa nýjar landbúnaðarvélar? Svar. Umsóknir verða að sendast til yfirmanns þeirrar nefndar, sem hefir með hönd- um úthlutun á landbúnaðarvél- um, Ross C. T. Trimble, War- time Prices and Trade Board, Winnipeg. Spurt. Fæst auka skamtur af smjöri fyrir hússtjórnarkenslu? Svar. Enginn aukaskamtur af kaffi, te eða smjöri er fáanleg- ur fyrir hússtjórnarkenslu. En sykur fæst með því að fylla út umsóknareyðublað (Form A). sem fæst á næstu skömtunar- skrifstofu. Spurt. Eg bý í smábæ, og kaupi mjólk í flöskum, 14 potta fyrir dollarinn. Eiga ekki mjólk- ursalar hér, sem annarsstaðar að lækka verðið á mjólkinni um 2 cent pottinn samkvæmt nýj- ustu reglugerðinni? Svar. Jú. Mjólkursalinn á að lækka verðið við þig um 2 cent pottinn. Á 14 pottum er þetta 28 cent. Þú borgar því mjólkur- salanum 72 cent fyrir 14 potta, en hann innheimtir 14x2 = 28 cent frá stjórninni. Hann fær því alveg sama verð og áður fyrir þessa 14 potta, en þannig, að þú borgar 72 cent en stjórn- in 28 cent alls einn dollar. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. * * * Prenlvilla. I síðasta blaði stóð, að smjör- seðlar 5 og 6 féllu úr gildi 28. janúar, þetta átti að vera 28. febrúar. S Business and Prt ifessional Cards WINNIPEG CLINIC Thorvaldson & Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson Eggertson LögfrœOingar Phone 22 866 • 300 NANTON BLDG. Res. 114 GRENFELL BLVD. Talslml 97 024 Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. DR. A. V. JOHNSON LIMITED Dentist 308 AVENUE BLDG, WPG. • • Fasteignasalar. Leigja hös. Út- vega peningalán og eldsábyrgC. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Phone 26 821 Home Telephone 202 398 Peningar til útláns ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST.f WINNTPEG Sölusamningar keyptir. Bújaröir til sölu. • Pœgilegur og rólegur bústaOur i miObiki borgarinnar INTERNATIONAL LOAN* Herbergi $2.00 og þar yfir; með COMPANY baðklefa $3.00 og þar yfir 304 TRUST & LOAN BLDG. Agætar máltíðir 4 0c—60c Winnipeg Frce Parking for Guests DR. B. J. BRANDSON DRS. H. R. and H. W. 216-220 Medical Arts Bldg. TWEED Cor. Graham og Kennedy Sts. Tannlœknar Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 • • 406 TORONTO GEN. TRCSTS Heimili: 214 WÁVERLEY ST. BUILDING Phone 403 288 Cor. Portage Ave. og Smith St. Winnipeg, Manitoba PHONE 26 545 WINNIPEO Legsteinar sem skara framúr J A. S. BARDAL Úrvals blágrýti 848 SHERBROOK ST. og Manitoba marmari SkrifiO eftir verOskrá Selur llkkistur og annast um öt- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar GILLIS QUARRIES, LTD. minnisvarða og legsteina. 14 00 SPRUCE ST. Skrifstofu talsími 86 607 Winnipeg, Man. Heimills talstmi 601 562 DR. A. BLONDAL DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef Physician & Surgeon og hálssjúkdðmum 416 Medical Arts Bldg. 602 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham & Kennedv Sími 22 296 Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Heimili: 108 Chataway Stmi 61 023 Skrifstofuslmi 22 251 Heimilisslmi 401 9 91 H. A. BERGMAN, K.C. Dr. S. J. Johannesson íslenzkur lögfræOingur 215 RUBY STREET • \ Skrifstofa: Room 811 McArthur (Beint suður af Banning) Talslmi 3Qr877 Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 • Viðtalstími 3—5 e. h. Phones 95 062 og 39 043 Office Phone Res. Phone J.A. Anderson,B A.,LL.B. 87 293 72 409 Barrister and Solicitor Dr. L. A. Sigurdson and Notary Pitblic 109 MEDICAL ARTS BLDG. Tryggingar af öllum tegundum. ASHERN, MAN. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment J. W. MORRISON & CO. S. E. Björnson, M,D. General Hardioare MAL og OLfUR Lœknir og lyfsali “Sé pað harðvara, höfum við hana” x • SÍMI 270 — SELKIRK, MAN. ARBORG, MAN. No. 1 Call 2 Dr. K. I. JOHNSON DR. M. C. FLATEN Physician and Surgeon Tannlæknir Sími 37 EDINBURG, N. DAKOTA CENTRE ST., GIMLI, MAN. SINCLAIR'S VICTORY BOWLING TEA ROOMS FIVE and TEN PINS Btaðurinn par sem allir vinir Símið 206 til þess að mœtast. tryggja aðgang SELKIRK, MAN. SELKIRK, MANITOBA Gilhuly’s Drug Store E. G. EIRIKSSON THE REXALL STORE LyfjasérfrœOingar Lyfsali SELKIRK, MAN. CAVALIER, N. DAKOTA. Sími 100 Nætursími 25 Slmi 24

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.