Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. MARZ 1943. 3 þjóðrækni. En þess gerist ekki þörf í kvöld. En eitt vildi eg hafa bent ykkur á, sem er nauðsynlegt, ef framtíð þjóðrækninnar skal ólessast. Það er að þér sjáið að hún er trú og trygð við það göfugasta, dýrmætasta og eilíf- asta í Islenzkri tungu, menning, þjóðerni, og að þjóðrækni vor °g guðrækni mega gjarnan haldast í hendur þessu til sig- urs. Já, látum orð skáldsins tala til vor er þau segja: 't’agnið dægurþras og rígur. hokið, meðan til vor flýgur Örninn mær sem aldrei hnígur íslenzkt meðan lifir mál.” Eg hlýddi fyrir skömmu á samtal í útvarpinu, þar sem þátttakendur voru að draga Kiyndir fyrir hlustendur af Canada eins og þeir vildu hugsa Ser það í framtíðinni.” Hiti allmikill varð í umræð- Unum, því áhugamál voru rædd. En eitt bar þeim öllum saman Urn, að á því riði Canada mest. að eignast sonu og dætur, sem tryðu á að það ætti framtíð, hugsjónir verðugar þess að hópast um, ættu trú á sitt land, þjóð og menningu. Þá myndi Vel fara. Eg fann í þessum orðum út- shýring sannrar þjóðrækni. Við þurfum þess með mest af öllu að eignast bjargfastari trú á S°fgi, dýrmæti og vil segja þelgidóm Islenzkrar tungu, nienningar. Þá er þjóðrækni v°rri borgið. Þá er hún göfgandi hugsjón. Þá vona eg að við vilj- Um allir íslendingar vera. Eg lýk svo máli mínu með nokkrum vísuorðum úr “Vest- •Uannavísum” Einars Benedikts- s°nar: Hvað er dýrra, hvar sem fer. heldr’ en ættlandsins minning? Hvergi í lýðs né láða kynning tandinn gleymir hver hann er.” Slíka ósk tek eg undir heilum rómi. Egill H. Fáfnis. Páll Olafsson skáld Sonur hans Björn P. Kalman frá. Austfirðingur einn, Halldór ^étursson að nafni, kom til mín 1 sumar og sagðist hafa náð í vísu eftir Pál Ólafsson, er hann teldi vera fyrstu vísu hans. En °nnur vísa hefir verið talin lyrsta vísa skáldsins, og er hún 1 Ijóðabók hans. Hún er svona: ^Ppnuminn fyri’ utan garð Uti’ og niðri’ á fönnum. séra ólafs sonur varð syrgður af heimamönnum. Tilefni þessarar vísu var það, Sem segir í ljóðabókinni. að Páll afi gengið út og niður fyrir svo Uefndan Kerlingarfót í túninu á °iireyjustað um vetur, er snjór Var á jörðu, en aftur á bak í sPorin sín heim og falið sig. Var ans leitað og sporin rakin þang til slóðin hvarf, eins og ann hefði var verið uppnum- ln.n- Hann var á 8. ári er þetta gerðist. ®n vísan, er geymst hefir í minnum manna þar eystra sem e sta vísa þessa listaskálds, er Svona: llli Brúnn er lipur vel, ^ Ijótum Jarp ei raupa. lóra-Brún eg sterkan tel, h-tifill frár til hlaupa. Halldór hafði vísu þessa eftir rn Þóreyju Sigmundsdóttur frá unnhildargerði í Hróarstungu, ®n frú Þórey var í æsku sam- 1 a Rósíðu Erlendsdóttur, er á Un§a aldri var vinnukona á Kolfreyjustað, og kunni hún Vlsuna þaðan. Vísan er eftirtektarverð, m. a. hyrir Það, að hún ber með sér, Ve snemma hinn mikli og SnjaHi hestamaður hefir haft auga með hestum og eiginleik- um þeirra. Páll eí í miklu dá- læti meðal Austfirðinga. Lausa- vísur hans eru þar á hvers manns vörum, fleiri en annars- staðar á landinu, og margar sögur um Pál á lofti, m. a. hver tilefni voru að ýmsum vís- um hans, enda margar .torskild- ar, ef tilefni þeirra er ókunn- ugt. "Það er svo margl". Nokkru eftir að mér barst þessi vísa Páls hitti eg son hans, Björn P. Kalman, á götu og. bað hann að segja Lesbók eitthvað um hann, skáldskap hans eða eitt og annað, sem hann geymdi í minni um föður sinn. Björn hafði á hraðbergi margar vísur og heil kvæði, sem orkt voru við ýms tækifæri, en altaf sagði Björn að endingu, er hann hafð: haft eitthvað yfir: En þetta er nú ekki birtingarhæft — elleg- ar: þetta má ekki birtast, af þessum eða hinum ástæðum sem hann tilgreindi. Það var bersýnilegt, að Björn á heilan sjóð af endurminningum um föður sinn og skáldskap hans, sem hvergi er annarsstaðar til, og hvergi hefir verið skráður. Hér um kvöldið fór eg heim til Björns og bað hann að miðla mér einhverju af þessum fróð- leik. Ja — hvar skal byrja, sagði Björn. Það veit eg ekki. Og hvernig á að koma því í heild og samhengi? — Við kærum okkur kollótta um heildina og samhengið, segi eg. Og síðan hóf Björn frásögn sína. — Eg var 22 ára, þegar faðir minn dó, er fæddur 1883. Við vorum þrír bræður, en bræður mínir dóu úr barnaveiki báðir í sömu vikunni, þegar eg var þriggja ára. Eg var rétt farinn með þeim, en tórði. Eg man að- eins eftir þeim einu sinni, man að með mér voru tveir náungar a,ð kútvaltast í rúminu hjá pabba. Það er augnabliksmynd, sem hefir geymst í hugskotinu Faðir minn orkti eftir þá. Eg var eini sonur hans, sem náði fullorðins aldri, en dóttirin, Bergljót, býr í Kaupmannahöfn. Fyrra hjónaband hans var barnlaust. Hann giftist móður minni er hann var 53 ára. Kona hans. — Mikið ástríki hefir verið í sambúð foreldra yðar, eins og ljóð hans til hennar geyma í minni manna. — Já, víst er um það. í ljóð- um hans eru mörg kvæði til hennar og margar vísur þeirra að heita má á hvers manns vörum enn. — Hver þeirra þykir yður best? — Ekki er gott að dæma um það. Sitt sýnist hverjum. eins og gengur. Eg veit að stúlkum þyk- ir vænt um margar þeirra. En þessi finnst mér karlmannleg- ust: Þó eg ætti þúsund börn með þúsund afbragðs-konum, mest eg elska mundi Björn cg móðurina’ að honum. En þetta er kannske mín aft- irlætisVísa vegna þess að eg kem þar sjálfur við sögu. Móðir míín átti afmæli 5. nóvember. Hann orkti æfinlega til hennar þann dag. Eftir að hann féll frá tók Þorsteinn Er- lingsson við að senda henni af- mælisvísur. Þeir voru miklir vin ir Þorsteinn og faðir minn, og hafði hann miklar mætur á skáldskap Þorsteins, eins. og þessi vísa bendir til: Þegar mín er brostin brá, búið Grím að heyja; Þorsteinn líka fallinn frá, ferhendurnar deyja. "Sá hagmællasti og stirðorðasti" Margir urðu gramir, er þessi vísa komst á loft. Einkum ýmsir Þingeyingar, því þar eru mörg skáld og fagurfræðingar, sern kunnugt er. Þeim þótti Páll gamli taka nokkuð djúpt í ár- inni — og það kann að hafa reynst rétt, sem betur fer. En annars er sannleikurinn sá, að færri valda ferhendunni til fulln ustu, en menn vilja vera láta. Það er t. d. einkennilegt, hve margir bila við 2. hendinguna. tiltölulega sjaldan, að þar sé ekki bláþráður, eða slakni þar á vísunni, ef þar er ekki blátt á- fram hortittur. Það mætti skrifa heila doktorsritgerð um hortitta hendinguna í ferskeytlum og koma þar margir hagyrðingar við sögu. Miklir kærleikar voru milli föður míns og Gríms Thomsen og skiftust þeir á bréfum. Eitt sinn sendi Grímur pabba skraut ritaða skáldakveðju. “Til hins hagmæltasta skálds á íslandi, frá því stirðorðasta”, og bvrjar svo: “Þó staflaust aldrei fari’ eg fetið”. Faðir minn svaraði Grími með sextánmæltri vísu, sem er svo lipurt kveðin, að þar er nálega engin þvingun. Hún er svona: Minn Grímur! Menn dæma mín bæði’ og þín kvæði. merglaus þeim mörg vísa mín virðist, þín stirð gerð. Mig teymir mjög rímið, málvillum sál fyllir. Þá stýra þú kneri, þrátt sés,t í átt besta. Að Hallfreðarslöðum Fram til ársins 1893 áttum við heima að Hallfreðarstöðum í Hróarstungu. Þar bygði faðir minn vönduð bæjarhús árið 1867 sem eg veit ekki betur, en að standi enn í dag. Þegar eg lít til bernskuára minna, finnst mér sem alt sum- arið hafi verið gestir hjá okkur. Með þeim kom mikil tilbreyting og glaðværð í heimilið, því faðir minn var f gleðimaður mikill og ákaflega næmur á skrítnar hlið- ar náungans. Aldrei mátti svo mikið sem bjóða borgun fyrir næturgreiða. Eitt sinn man eg eftir að ónafn- greindur maður bauð föður mín- um borgun að skilnaði úti á bæj arstéttinni. Hann hvesti svo á gestinn augum, að gesturinn hrataði afturábak út af stétt- inni, en ekki sagði hann orð. Eitt sinn laumaði einhver borðalagður valdsmaður gullpen ing í lófa minn að morgni eftir góðan greiða. Mér þótti pening- urinn fallegur og sýndl pabba hann. Ákaflega þungur svipur kom á andlit hans, svo að mér stóð ógn af, er hann sagði: “Þessu máttu aldrei taka við, strákur”. Sá eg, að mér hafði skjátlást gífurlega, og hélt því með sjálfum mér, að slíkt skyldi aldrei koma fyrir aftur. En það fór á annan veg. Nokkru síðar ætlaði annar maður að láta mig taka við gullpening. Eg þvertók fyrir það. Hann reyndi að troða peningnum í vasa minn. Eg tók á rás og hljóp upp fyrir bæ. Hann á eftir. Þar tróð hann pen ingnum á mig. Eg faldi mig þar uns allir gestirnir voru riðnir úr hlaði og pabbi með þeim. Það var altaf siður hans að fvlgja gestufn, annaðhvort að Jökulsá eða Lagarfljóti. Er þeir voru farnir, kom eg grátandi inn í hús til mömmu og sagði henni ófarir mínar. Hún tók mig í sátt, sagði, að eg hefði ekki getað að þessu gert. Þá var þungum steini létt af hjarta mínu. 20 ár með kvæðið. — Talaði faðir yðar aldrei um skáldskap við yður, er þér fór- uð að stálpast? — Jú, það kom fyrir. Einkum barst stundum kveðskapur í tal, þegar eg var með honum á ferða lögum. Eitt sinn áðum við við foss á Hjálmadalsheiði. Þá spyr hann mig: Hvað heldur þú að eg hafi verði lengi með “Litla fossinn?” Eg gerði mér enga hugmynd um það. Þá segii hann: Eg var með hann í 20 ár, drengur minn. Fossinn, sem hann kveður um þar, er á milli Kolfreyjustaðar og Árnagerðis. Einkennilegt að hugsa til þess, hve lengi hann gat verið með sum kvæða sinna, enda þótt hann gæti með sanni sagt, eins og í vísu hans stendur: “Óðara en eg andann dreg — oft er vísan búin.” Eitt sinn var eg vottur að því að þetta var sannmæli. Þá vor- um við flutt að Nesi í Loðmund- arfirði. Við feðgarnir fórum á handfæri á lítilli kænu. Við lent um í miklum þorski og hálffylt- um kænuna á svipstundu skamt undan landi. Síðan tók alveg fyrir það, fengum ekki bröndu. Mér fór brátt að leiðast og stakk upp á því við hann, hvort við ættum ekki að hætta við svo búið. Hann ansaði því ekki strax En eftir drykklanga stund fer hann að draga inn færið og mæl- ir um leið þessa alkunnu vísu: Það er ekki þorsk að fá í þessum firði; en þurru landi eru þeir á og einskis virði. Jónas Hallgrímsson á ferð. — Séra Ólafur Indriðason á Kolfreyjustað var allgott skáld? — Hann fékkst við ljóðagerð, en var stirður. í formálanum við ljóð föður’ míns segir Jón bróðir hans, að hann mundi hafa erft skáldgáfuna frá föður þeirra, og að séra Ólafur hafi örfað Pál son sinn til skáldskapár. Eg tel þetta mjög vafasamt, og alrangt að hann hafi örfað skáldhneigð föð ur míns. Séra Ólafur var strang ur við börn sín, einkum þau af fyrra hjónabandi. Til marks um það má nefna, að þau.urðu altaf að þéra hann, sem þá var títt. Séra Ólafur var Fjölnismað- ur, sem kunnugt er. Þegar Jónas Hallgrímsson var á ferð um Austurland skrifaði hann afa mínum og bað hann að koma til ,móts við sig að Dölum í Fá- skrúðsfirði. Pabbi bað föður sinn að lofa sér að fara þangað með honum til þess að sjá skáldið. En séra Ólafur þvertók fyrir það. Þetta bendir ekki til að hann hafi kært sig mikið um að glæða skáldskapartilfinning sonar síns. Þessa sögu sagði pabbi af sam fundum þeirra séra Ólafs og Jónasar þarna í Dölum. Jónas tjaldaði í námunda við bæinn og fékk kaffi út í tjaldið. Stúlk- an, sem kom með kaffið, rétti það inn til þeirra og sagði: “Hana!” Þetta þótti Jónasi lítil kurt- eisi, og varð að orði, þegar hún var farin: “Því gat ekki helvítis stelpan eins vel þagað.” Er pabbi var um tvítugt fór hann að heiman og réðist í vinnumensku. Nokkruih árum síðar birtist eftir hann erfiljóð i Akureyrarblaði. Er séra Ólaf- ur var að húsvitja kom hann á bæ, þar sem blaðið með erfiljóð- unum lá frammi. Séra Ólafur grípur blaðið og les kvæðið, leggur það síðan frá sér og seg- ir: “Hann er skáld strákurinn. Hann er meira skáld en eg.” Hestamaðurinn finnur Stjörnu. Eitt sinn var eg á ferð með föður mínum á leið suður í Skriðdal. Eg var á Ljóslöpp, hann á Stjörnu. Báðar eru kunnar af kvæðum hans. Ljós- iöpp var ættuð úr Hornafirði. Eg hafði oft farið sömu leið og þekti hvar faðir minn hleypti hestum sínum á skeið. En Ljónslöpp hljóp altaf upp á stökk undir mér. Eg spurði því að enduðum einum sprettinum hvernig maður færi að því að taka í taumana og taka hest- inn af stökki á skeið. “Hvað er þetta, srtrákur. Maður finnur það”. Eftir það spurði eg hann einskis um hestamensku, enda (Framh. á bls. 7) Business and Professional Cards VICTORY BOWLING FIVE and TEN PINS • Símlð 206 til Þess að tryggja aðganpr • SELKIRK, MANITOBA S. E. Björnson, M,D. Lirknir og lyfsali 0 ARBORG, MAN. j.A. Anderson, B A.,LL.B. Barrister and Solicitor and Notary Public Tryggingar af öllum tegundum. ASHERN, MAN. J. W. MORRISON & O O Oeneral Hardicare MAL og OLÍUR “Sé >að harðvara, höfum við hana’* SlMI 270 — SELKIRK, MAN. I)r. K. I. JOHINSON Physician and Surgeon Stmi 37 CENTRE ST., GIMLI, MAN. E. G. EIRIKSSON Lyfsali CAVALIER, N. DAKOTA. Stmi 24 No. 1 Call 2 DR. M. C. FLATEN Tannlæknir EDINBURó, N. DAKOTA SINCLAIR’S TEA ROOMS Staðurinn þar sem allir vinir mætast. SELKIRK, MAN. EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. íslenzkur lyfsali Fðlk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. Gilhuly’s Drug Store TIIE REXALL STORE Lyfjasérfræðingar SELKIRK, MAN. Sími 100 Nætursfmi 25 WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 « Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hós. Út- vega peningalön og eldsðbyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 Thorvaldson & Eggertson Lögfræðingar 300 NANTON BLDG. Talsíml 97 024 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tfmar 3-4.3 0 • Heimili: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifið eftir verðskrð. GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNTPEG • ’ pægilegur og rólegur bústaður i miðbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Queats DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar 0 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsiml 86 607 Heimilis talsimi 501 562 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165Í Phones 95052 og 39043 DR. ROBERT BLACK Sórfræðingur t eyrna, augna. nef og hálssjúkdómum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofustmi 22 261 Heimilissími 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsimi 30 877 • Viðtalsttmi 3—5 e. h. I V Office Phone 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.