Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN . MARZ 1943. (Framhald) koma hér á þessu augnabliki. Við hitt- umst hér áður — og því þá ekki nú? Mér hefir af fundist, síðan við urðum samferða til New Haven, að eg þyrfti að bæta fyrir brot mín á einhvern hátt. Eg veit ekki hvað gæti verið henni meira virði en að sjá konu mína sem brúði. Það er eins og forlögin hafi sent frú Bruce til þess að Nancy yfirgæfi þig ekki um árið, því hefði frú Bruce þá ekki komið hefðir þú nú ekki haft Nancy hér. Of ef Nancy hefðí ekki verði hér, þegar eg fótbrotnaði, hefði Katrín ekki komið hingað og þá hefði eg aldrei kynst henni. — En þetta segi eg þér svona í einrúmi.” Nrú Katrín Oliver leit til manns síns og hafði auðsjáanlega heyrt, hvað harín sagði og skilið, hvað hann meinti með því. , “E§ er á sömu skoðun. Eg held við séum ' mestri skuld við frú Bruce.” Svo bætti hún við og leit til Nancyar: “Nema ef við erum það við — Rúfus.” Þráðlaust skeyti fór þeirra á milli. Nancy hrosti, samþykkjandi. Þeim var það báðum full-ljóst, að Rúfus, og e'nginn annar, hafði orsakað það, sem nú hefði homði fram við þau öll. LI. Sama kvöldið um miðnæturskeið. Patrick Spense sagði við frú Coon: “Þá er Það nú alt búið, frú Coon.” Nrú Coon: “Alt búið- Hvernig getur þú sagt það, þegar brúðkaupið, sem heimilisfólkið heldur, bíður til vors?” Pat: “Fyrst er bezt að ljúka því af, sem mmni þýðingu hefir. Þar næst kemur þetta ^fóra. Þetta fór alt vel fram. Brúðirin er falleg °na, og hvað snertir Oliver, sem ekki hafði a^ henni augun — þá hefir hann aldrei verið svona laglegur. Mér fanst þau heyra ágætlega ^aman. Eg hélt nú einu sinni, að hann vær; hrifinn af frú Ramsey. Hann lítur út fyrir að vera mjög ánægður, og það má hann líka vera. Tókst þú eftir, hvað dr. Bruce og frú Ramsey fóru að gera núna seinast?” Frú Coon: “Eg hefi haft annríkt.” Pat: “Það var komið með barn, sem hafði meiðst á götunni. Það hafði handleggsbrotnað undir vagnhjóli. Majórinn var ekki lengi að láta fara með það upp á loft og svo fóru þau á eftir, hann og frú Ramsey, bæði í sínum fínu fötum. Hann kastaði utan yfir sig slokk og hún setti á sig svuntu. Frú Coon, tókstu eítir mjólkurhvítu öxlunum á henni í hvíta og silfurlita kjólnum?” Frú Coon: “Það væri nú best fyrir þig að yejra ekki að horfa á axlirnar á Nancy, Patrick Spense. Haltu áfram með söguna.” Pat: “Þau voru búin að binda um handlegg- inn áður en síðustu gestirnir voru farnir af stað, og barnið var sofnað. Þetta er gert á svipstundu; og þegar þau komu aftur niður, var engu líkara en að þetta atvik hefði kórón- að kvöldið. Eg efast um, að þau fái nokkurn tíma til að gifta sig, því ef lítill “Rúfus”, eins og Oliver kallar- það, kemur inn í húsið, þá mundu þau, þó það væri í miðri hjónavígslu, fara með hann upp og ekki yfirgefa hann fyr en búið væri að koma honum í værð. En þegar það væri búið, þá býst eg við að þau mundu byrja á nýjan leik.” Frú Coon: “Hvort er svo réttara að vanrækja sínar eigin þarfir, vegna nauðsynja annara. eða að láta sjálfan sig sitja í fyrirrúmi-” Pat: “Hvorugt og hvortveggja, getur verið rétt, frú Coon.” LII. Meðan Pat var að halda samræðurnar við frú Coon, var Nancy að bjóða dr. Lynn Bruce góða nótt í anddyrinu. Um höfuð hennar var silfurlitur sveigur, svo hún líktist brúði í skart- búningi sínum. ENDIR. Páll Ölafsson skáld (Framh. frá bls. 3) erfði eg hana ekki, frekar en skáldskapinn. Paðir minn var ákaflega glögg Ur á að velja góð hestefni, eins sagan ber með sér um það Vernig hann fékk Stjörnu sína. Psð mun hafa verið sumarið að hann kom að Holti und- r, Nyjafjöllum, en þar var þá sera Björn Þorvaldsson, sonur ans var Þorvaldur síðan pólití er í Reykjavík. Þá sá hann þar St" le ho: Jornu, veturgamalt tryppi, og lst svo vei á hana, að hún leið num ekki úr minni. Sumarið sat hann á þingi. Þá á- vaðu austanþingmenn að fara aHir norðanlands heim að loknu ^ngi. En faðir minn einn vildi ara sunnanlands, með það fýrir augum, að klófesta nú stjörnótta tryppið í Holti. Hann stilti svo til, að koma Pangað seint á degi, svo að hann ^rði að gista þar. Var honum Vel tekið. Vara8u þig — ^ Næsta morgun, er reka skyldi eim hestana, spurði faðir minn j °rvald um tryppið frá í hitteð- yrra. Þorvaldur kvaðst eiga það rnn- Hað faðir minn hann þá að a það heim með hestunum, og Var svo gert. Feðgarnir í Holti ^lgdu honum á leið. Og Stjarna e k að hlaupa með, þegar lagt ^ar af stað, að bón föður míns, V° hægt væri að sjá hvernig hu» gengi. ar^Ur en að því kom að feðg- nir sneru heimleiðis, drógust mr aftur úr samferðafólkinu þe ^ mtnn °§ Þorvaldur. En §ar komið var á áningarstað- jUn hafði Þorvaldur látið til- 61 ast að selja Stjörnu fyrir 1 Urtegt verð á þeirra tíma ^likvarða. j r teggja skyldi upp frá án- (jr^arstað og hestaskál var sk'f ln’ Var tausu hestunum v 1 t- ^a séra Björn að Stjarna j^.r rekin með hestum föður v lns/ Vlkur hann sér þá að Þor- v , 1 syni sínum og segir: “Þor- ntdun Hefirðu selt hana Inrnu?” Þorvaldur játaði því. 0rvaldur var nýgiftur er ta gerðist og var kona hans i 0^Unn’ ^óttir Sighvatar alþm. i Ey- ’ - En Vlndarhólum. ^ er séra Björn heyrir þau a alok segir hann við Þorvald: “Varaðu þig á honum Páli Ól- afssyni. Næst þegar hann kem- ur, fer hann með hana Jórunni þina.” Stjarna varð mesta eftirlætis- hross föður míns. Hún varð 22. vetra, heygð í túninu á Hall- freðarstöðum með öllum reið- tygjum. Sr. Jakob Benediklsson. Eitt sinn er þeir voru saman á ferð séra Jakob Benediktsson, faðir Jóns landsbókavarðar, og faðir minn vildi séra Jakob reyna Stjörnu. Séra Jakob var alkunnur reiðmaður og hesta- maður. Það varð úr, að þeir höfðu hestaskifti. Skeiðvöllinn þektu þeir báðir. Stjarna skeið- aði á undan með séra Jakob og hafði hann ekki önnur ráð, en sveigja hana upp að moldarbarði til að stöðva hana. Þar stökk prestur af baki. Er faðir minn kom þangað segir séra Jakob: “Eg er betri reiðmaður en þú.” “Eg hefi aldrei borið á móti því,” svaraði Páll. Þá segir séra Jakob: “En ekki veit eg hver andsk........ hjálpar þér til að finna hest- efnin?” * * * Nú slæ eg botn í samtalið við Björn, en áður en við skildum sýndi hann mér gamalt bréf, máð af elli, þar sem sendandinn er að panta eftirmæli eftir hest og Páll Ólafsson svarar upp á sína vísu. Bað eg Björn um af- rit af þeim bréfaviðskiftum og fara þau hér á eftir. V. St. Umsóknin. Arnaldsstöðum, 10 júní 1877. Heiðraði umboðsmaður! Svo er mál með vexti að eg fór o’ná Eskifjörð, 5. þ m. og hafði með mér lýsingu af hesti er Gáski hét, og ætlaði eg að biðja hann — Jón Ólafsson — að yrkja um hann vísur og hafði eg með mér forrit frá umbeiðanda, þar sem hann lýsir kostum og ó- kostum hestsins. Lagði eg þetta fyrnefnt forrit fyrir bróður yðar, en hann las það nákvæmlega og mælti svo, að hann sagðist ekki treysta sér til að yrkja hesta- vísur, því hann hefði aldrei orkt um hesta utan eina ferskeytta bögu um klár einn, en hann ráð- lagði mér að leita til yðar með að yrkja um fyrnefndan hest, sem eg ætla nú að biðja yður að gjöra svo vel að yrkja um þenna Gáska fyrir mig, því eg veit að yður fellst ekki þungt um að setja saman svoleiðis kviðlinga. Enda sagði Jón ritstjóri méi það, bróðir yðar, að þér væruð miklu meira inni í því að yrkja um hesta heldur en hann, en hann kvaðst ekki kunna að ríða og ekkert vera inni í því. En hann bað mig að heilsa yð- ur frá sér, nefnil. þeirrar mein- ingar að hann vildi veita mér liðveizlu, og láta yður heyra að hann vildi leggja með mér við yður, þó eg sé reyndar góðrar vonar um að þér neitið mér ekki um þetta fyrgreinda þó það sé mikilsvert. — En eg til vissu vil taka það fram, að ef þér ein- hverra hluta vegna getið þetta ekki, þá vil eg biðja yður að gjöra svo vel að láta mig vita hið fyrsta svo eg sé ekki lengur í villu og svima um það. Dragist það óskaplega lengi að eg fæ línur frá yður, þá ætla eg að hafa það til marks að þér mun- uð ætla að veita mér ásjá með bðnina. Innan í bréfið legg eg lýs- inguna frá beiðanda. Svo fel eg yður og yðar Guðs forsjón á hendur um tíma og eilífð, það mælir Bóas Arnbjörnsson, til herra umboðsmanns Páls Ólafssonar á Hallfreðarstöðum. Forritið. LÝSING AF GÁSKA. forrit umbeiðandans. Hann var stór, framþrekinn en mjóstroknir fætur, hlaupaleg- ur, hvítur að lit, glaseygður á vinstra auga, hann var bæði hraustur og traustur, fljótur og fjörugur og þolinn, klárgengur, og fyrir það var hann hafður fyr ir burðarhest, en var þó jafn- framt riðið, því það þótti ávalt gott að grípa til hans að ríða honum þegar manni lá á því. Hann var hreint með fljótustu hestum, hann var hafður hvert haust í fjallreiðar og reyndist jafnan hinn besti bæði í því og öllu öðru slarki. Það voru fáir hestar betri á óvegi en hann, hann hljóp eftir manni yfir urðir og flóa eins og það væri sléttur bali, hann varð jafnan fyrir allri verstu brúkun og bar þó aldrei á óþoli í honum, hann var með bestu hestum á sundi. hann var hrekkjalaus nema að hann lauk upp flestum húsum þó þau væru bæði hespuð og krókuð, og fór upp í garða og inn í hlöðu, ef dyr voru svo stórar að hann kæmist inn um þær. Hann hleypti stundum út fé og þótti því oft óþægilegur gestur, því hann gerði sér oft ferðir á næstu bæi til að komast í hús og hlöð- ur, og þó hurðir dyttu aftur á eftir honum þá lauk hann upp að innan ef mjóir voru okar á þeim þá beit hann utan um þá og lauk svo upp. Þetta var eini ókostur hans og tel eg það frek- ar kost en ókost þó klár tötrið bæri sig að bjarga sér. Hann varð bráðdauður 1 húsi nóttina milli 15. og 16. marz 1877, þá c. 17. vetur. Svarið. Hallfreðarstöðum, 25 júní 1877 Heilir og sælir! Eg bið yður að hafa mig af- sakaðann, þótt eg hvorki treyst- ist né hafi tíma til að verða al- veð við tilmælum yðar; mér er líka svo farði að eg á óhægt með að setja mig inn í annara smekk og hugsanir, og er það nú hér þar sem umbeiðandinn þér, eg og hesturinn erum allir persónu- lega ókunnir hver öðrum. Eg endursendi yður því hér með forritið, og ræð yður nú að leita aftur liðs hjá Jóni bróður, og biðja hann að koma forriti þessu á framfæri við Símon Dalaskáld. Mætti og vel vera að Jón legði orð í belg, ef vel væri undir hann byrjað; er okkur þremur ekki minna ætlandi, en að koma forriti umbeiðandans í rím. Hef eg nú riðið á vaðið og þrætt forritið eftir megni svo- hljóðandi: Hraustur traustur hvítur stór og hlaupalegur Gáski var framþykkur og fótamjór fjörugur skjótur þolinn snar. Glaseygt auga í vanga var vinstra megin, klárgengur ýmist því til áburðar eða reiðar brúkaður. í fjallreiðarnar fór hann því fram til dauða og reyndist best slarki því og öðru í áttu fáir betri hest. Geri nú Jón bróðir betur. Góðar stundir. Páll Ólafsson. Lesbók Mbl. Dánarfregn Pétur Magnússon, um 38 ár búsettur á Gimli, andaðist á sjúkrahúsinu þar, þann 12. febr. eftir stutta legu; hafði hann fyrir hálfu öðru ári síðan legið þunga legu, og lifði við hrörn- andi heilsu þaðan af. Pétur var fæddur 10. maí 1870, að Uppsöl- um í Brjánslækjarprestakalli í Barðarstrandarsýslu; foreldrar hans voru hjónin Magnús Jóns- son og Björg Jónsdóttir, Síðari unglingsár sín mun hann hafa dvalið við Ísafjörð, og í Bol- ungavík, en fluttist til Canada 1889, þá 19 ára gamall. Hann dvaldi í Winnipeg árum saman. Gekk hann snemma í þjónustu Kelly Brothers er höfðu mörg mannvirki með höndum sem “Contrastors”, í Winnipeg-borg og utan hennar. Mátti segja að umsjón verka yrði æfistarf Pét- urs upp frá því. Stuttu fyrir aldamót kvæntist hann Pálínu Gottskálksd., Sigfússonar Ólson og konu hans Hólmfríðar Jónat- ansdóttur frá Lltlaskógi á Ár- skógsströnd í Eyjafjarðarsýslu. Þau fluttu til Gimli um 1905, og bjuggu þar jafnan sjálfstæðu og efnilegu búi. Þessi eru börn þeirra. Lára, Mrs. P. E. Fraugos, Minneapolis, Minn. Franklyn Bergthor, í þjón- ustu Canadian Pacific járnbraut- arfélagsins, kv. Ellen Guðrún Friðriksson, búsettur í Winni- peg. Tvær dætur: Ásta Björg og Anna Petrína, dóu í æsku. Fyrri vetur dvalar sinnar á Gimli stundaði Pétur fiskiveiðar, en þaðan af löngum bygginga og “Contract”-störf. Um 30 ái var hann í þjónustu stjórnar- innar við ýms opinber bygginga- störf, víðsvegar um fylkið. Hann var dyggur og trúr starfsmaður í hvers helzt þjónustu er hann vann, ötull verkmaður og úr- ræðagóður. Vel var hann liðinn af samverkamönnum er fyrir hann unnu, olli því bæði fjör hans, létt lund og drenglyndi í framkomu. Hann var jafnan fljótur að gera öðrum greiða, og vel kyntur. Um langa hríð hafði hann átt heima á Gimli og tengdur við sögu bæjarins og framsókn hans á ýmsan hátt, sökum starfs síns í bæjar þarfir, hafði oft verið í stjórn bæjarins og ýms- um nefndum í þágu almennings, fyrr og síðar. Heimili þeirra Magnússons hjón- anna var jafnan fagurt og vel um gengið, og bar vott um góðan smekk, umönnun og list- ræni; ávalt lögðu þau mikla vinnu í að rækta blóm, er mjög prýddu heimilið og gerðu það^að mörgu leyti sérstætt og einkar fagurt, voru hjónin samhent í bví að auka fegurð umhverfis þess. Börn þeirra eru mannvænleg', og urðu þeim til gleði, minning- in um litlu stúlkurnar er þau mistu varð þeim helgur reitur. Fremur létu þau almennan félagsskap lítið til sín taka,eink- um hin síðari ár, góð og hlý heim að sækja og óádeilin um annara hag, en fljót að hlaupa undir bagga, öðrum til hjálpar er þess gerðist þörf — góðir ná- grannar og trygglvndir vinir. — Útförin fór fram þann 16. febr. frá Lútersku kirkjunni á Gimli, fólk fjölmenti mjög til að kveðja góðan samferðamann, traustan íslending og mikinn atorku- mann, er vann verk köllunar sinnar glaður, og léttur í lund, — að aftni fram. S. Ólafsson. Karl nokkur á Vesturlandi lenti í ófærð og hríð á vetrar- dgei, og sagði þegar hann kom í húsaskjól: “Oft eru kröggur í vetrar- ferðinni, sagði hann Páll postuli, þegar hann fór steinbítsferðina fyrir Salómon konung um árið.” SEEDTIME' OAUÍ ’HARVEST' By Dr. K. W. NMtby Dirtelyr, AfnefHiral Dtpmriment Narts-Weat Lina EWratora Aini»tii« New Leaf-Rusl Resistant Wheats. Owing to publicty from the University of Manitoba regard- ing a new strain of wheat that is resistant to leaf rust, there has been a great demand for further information. Actually, there are several strains, the best of which has yet to be selected. They have been developed by successive “back-crosses” of Thatcher x Hope hybrids to Thatcher. The aim was to transfer the leaf rust of Hope to Thatcher, and we have every reason to believe that the effeorts of the Minne sota plant breeders have met with a large measure of success. They are about to begin increas- ing one of the new backcrossed strains. The strain which will proba bly be increased has not been tested in Canada, but two others of this group were in variety tests in Western Canada in 1942. They gave higher yields than Thatcher in districts where leaf rust was abundant; but, in the absence of this disease they yielded somewhat less than Thatcher. Under leaf rust conditions, they yielded no bett- er than did Regent and samc new selections from crosses between Regent and Thatcher bred at the Dominion Rust Research Laboratory, and now under test. Seed of the new Minnesota strains will not be available for at least one, and probably two years. In areas subject to leaf rust damage, farmers should grow Renown or Regent, and make sure they use seed derived from registered strains. Both Renown and Regent have been greatly improved by selection since first distributed. Everv farmer growinf these varieties would do well to get a start with registered stock. — Contri- buted by Dr. C. H. Goulden, Senior Agricultural Scientist, Dominion Rust Research Labora- tory. Stríð... Meáli iðnaður í Canada Með sára lillu til að byrja með — án verk- smiðja, án æfðra sérfræðinga, án teikninga — hafa tæpar tólf miljónir í Canada bygt upp feykilega hergagnaframleiðslu. Eyssur, skriðdrekar, biftæki, flugvélar, smá- vopn, sprengiefni af öllum gerðum, eru framleidd í stórum stíl. Vér höfum bygi íloia, sem telur 400 skip. Vér höfum útbúið 450,000 hermenn. Vér höfum átt vorn mikla þáít í því, að koma á fót flugskólakerfi brezka veldisins, því stærsta, sem heimur- inn veit um. Þeila er, í fáum orðum, það sem Canada hefir afrekað, og mikið meira er ógert; stærri átaka þörf; aukin sjálfsafneitun er heilög skylda allra, þar til sigur fæst. f pessl auplýsing er birt til þekkingarauka"^ ft strítissókn vorri, op til örvunar á braut framtfðarinnar. Vegna öryggis, eru engar tölur taldar, en verkin sýna merkin un, aukinn þrótt hinnar eanadisku stríös- söknar. Tölurnar eru aö mestu miðaöar \,\iÖ 1. ágúst. JT THE ROYAL BANK OF CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.