Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. MARZ 1943. 5 Amerískir skriðdrekar á eyðimerkurför. Þessir fílefldu, Amerísku skriðdrekar, hafa tekið veigamikinn þátt í sókn sameinuðu þjóðanna á eyðimörkum Afríku; eru þeir hraðfara mjög, og í kjölfar þeirra sigla him- inháir sandstrókar; þykja þeir ærið ægilegir ásýndum, er til orsustu kemur. skilja. Og einmitt þess vegna hefir hann látið rita söguna um ®fintýrið sitt á máli hinnar ungu kynslóðar. Þannig nær hún W fleiri, bæði meðal barna hans °g annara, og afstýrir þeirri ó- hamingju meðal íslands-barna í ^esturheimi að land feðra þeirra verði þeim ókunna landið. Einn afkomandi Nonna hefir nýlega rekið sig á örlítið dæmi Sem sannar það að þessi leið er heppileg og áhrifarík. Tólf ára gamall sonur minn — og eg er stolt af því að vera ein af af- komendum Nonna í þessu landi, lauk nýlega við að lesa þessa litlu fallegu barnabók eftir Steingrím Aarason — sem hefir °rðið tilefni þessara hugleiðinga ^inna. Þegar hann hafði lokið |estrinum, lagði hann aftur bók- ina og hugsaði um stund. Loks stundi hann þungan og sagði: ^famma, þegar eg er orðinn st°r ætla eg sannarlega að heim- s*kja ísland!” Við vitum ekki hverjir af ^aumum barna okkar kunna rætast. En hitt er víst að ^ar sem lestur góðra bóka um ■íslenzk efni skapar slíkan draum °g slíkan ásetning hjá þein. Ungu, verður ísland aldrei ó- kunna landið. borga íslendingum í vörum og' peningum allar vörur, sem Is- lendingar selja Bretum, þeir sem nú leggja akbrautir um alt land- ið á sinn kostnað, og verja landið fyrir yfirgangi og rán- um, hinna grimmu Geirmanna. Enda þó þessi krafa Bandaríkj- anna mætti mótmælum, létu þó íslendingar sér skiljast þann góðhug til Dana, sem lá til grundvallar fyrir þessari ósk Bandaríkjastjórnar, og slóu skiln aðarmálinu á frest, þar til jafn- vægi kemst á þjóðmál Norður- landa. En eitt virðist þó vera vissu- lega útkljáð af íslands þjóð og þingi, og það er algjör skilnað- ur við dönsku þjóðina, dönsk landsréttindi, og danskan kon- ung. Svo nú eru íslendingar loksins búnir að öðlast aftur sitt sjálfstæði og frelsi, sem þeir seldu forðum í hendur Noregs- konungi Hákoni hinum gamla. Hvað sem sagt er um speki hinna frægu Mosfellinga, kastar það dimmum skugga á þá að taka mútur af Hákoni til að myrða Snorra Sturluson, þann sem konungur óttaðist mest, að sjá mundi við ávikráðum sínum, þannig lítur Sigurður Nordal á málin, og mun það nær sanni. Ólafur, nöfn þau voru þjóðinni svo ástfólgin. Jæja, eg álít nú samt, að Jón Sigurðsson og fjölmargir stjórn- mólamenn íslands næstliðin 100 ár, hafi sýnt mikla vizku, og snild, við að endurheimta frelsi íslands og sjálfstæði, án allra blóðsúthellinga, og jafnframt útbreitt hróður Islands um allan heim með þjóðhátíðinni 1930, þátttöku sinni í heimssýning- unni í New York, hluttöku i landnámi Ameríku, fundi Vín- lands, og frægð hins vitra og fræga heimskautafara Vilhjálms Stefánssonar, en ekki sízt fyrir ritsnild þeirra, þrek og þolin- mæði að lifa af allar þrautir og kúgun sem þeir hafa orðið að sæta í 700 ár, og hafa samt vizku og samheldni til að sanna, og heimta þjóðréttindi sín í hendur kúgaranna. alt þetta ber vot1 um að frelsið hefir haft blessun- arrík áhrif á íslendinga eins og allar þjóðir sem öðlast það, því nú virðast þeir stíga hvert fram- farasporið öðru betra, bæði á sjó og landi, og velmegun að vaxa með þjóðinni, svo auðsætt er að fólksfjöldi mun margfald- ast á íslandi í framtíðinni, eftir því sem meira er ræktað af landinu. Pramfarir íslands Baldvinsson. Þó hið yfirstandandi stríð taki mlög á hugsun manna, verða meirn að halda vakandi flestum velferðarmálum þjóðanna, og raeða þau í blöðum og tímarit- ujn, svo almenningur geti gjört Ser grein fyrir eðli þeirra, og ^reytingum í sam.bandi við stríð- Sérstaklega eru það íslenzk mal> sem eg vil taka.til íhugun- í grein þessari, sem íslenzku ^löðin útbreiða svo til almenn- in§s til frekari umræðu. Eins og flestum er kunnugt, tóku Islendingar sér 25 ára frest til að útkljá sambands- mal sín við Dani, og einmitt á Pessu herrans ári, eru þessi 25 ar Hðin, og því kominn tími til a® útkljá það mál, en þegar jóðverjar hertóku Danmörku ynr nær þrem árum, var sam- andi öllu að sjálfsögðu slitið milli landanna, en þó ekki lög- ega, nema löggjafarþing íslands atgreiddi formlega skilnaðarmál e§gja þjóðanna og það hafa Peir hér um bil afgjört, að öllu eyti, nema að gefa út löglega ^ irlýsingu um málið. En þá stígur fulltrúi Banda- janna inn á stjórnarsvið fs- ^endinga, og óskar eftir að þeir resti fullkomnu sambandssliti, meðan danska þjóðin er nauðug- ega stödd í klóm Þjóðverja. ... etta er að öllu leyti sann- ^rafa að tekið sé til greina , , °lium þjóðum hörmungar ri sins, og ekki síst þegar hin ° U®a þjóð Bandaríkin í Norð- Ur-Ameríku óskar þess, þau Sem byrgðu Island upp með rauð í fyrra stríðinu, og gjöra a enn, þau tóku að sér að En hvað uppskar svo Gissur Þorvaldsson fyrir landráð sín, og svik og morð við bestu menn íslands? Jarlstígn, og óvináttu vina sinna og sýslunga, segir Sturlunga, því hann sagði þeim að þeir þyrftu engan skatt að gjalda konungi og því sóru þeir Gissuri trúnaðareið, og Hákoni Noregskonungi 1261. En árið eftir komu sendimenn Hákonar til íslands fyrir þing og heimtuðu háan skatt af íslend- ingum, og að allir særu Hákoni trúnaðareið, og fylgdi Gissur því fast, töpuðu svo íslendingar frelsi sínu, en Noregskonungar sviku öll loforð sín til þeirra. samkvæmt Gamla sáttmála, en svo hét hinn skriflegi samning- ur, sem Noregskonungur gaf ís- lendingum 1262. En Islendingar launuðu Giss- uri með því að brenna hann inni með konu sinni og 3 son- um, en sjálfur hann gat þó því miður, bjargað sínu lífi, með því að skríða ofan í skyrkerald, og liggja í kafi meðan leitað var, og drap svo marga góða menn til hefnda. Norrænum mönnum hrýs hug- ur við landráðum svikum og grimd, en ef við lesum Mann- kynssöguna, og þjóðmenningar- sögu Norðurálfunnar, þá sér maður að valdhafar þjóðanna hafa aldrei sparað nein þræla- brögð til að ná undir sig auði og völdum. Sjá t. d. Meróllinga x Frakklandi 700 árum e. k. En hvernig líta nú Norðmenn bræður okkar á málin? Þeir dýrka svo mikið Hákonar kon- ungs nafn, að þegar þeir náðu frelsi sínu til fulls 1905 og tóku sér konung, sem hét Karl, þá varð hann að skipta um nafn, og nefnast Hákon, og son hans Ef við lítum nú t. d. 70 ár aftur í tímann, þá var nú allur fólksfjöldi á Islandi 70.200 manns, og í Reykjavík 2.009 menn, en nærri 3.000 fleiri konur en karlmenn, en nú eru orðnir fleiri karlmenn en konur, sem ber vott um þroska þjóðarinn- ar, því árlega farast margir sjó- menn af slysum, og miklu fleiri karlmenn flytja af landi burtu en konur. Nú eru á íslandi 123 þúsund manns og í Reykjavík 40 þús- und af innlendum mönnum og er það heilbrigð fólfsfjölgun, þegar þess er gætt að á þessum 40 árum hefir flutt af landinu nær 26 þúsund manns, mest til Ameríku. Nú vil eg skrifa niður hag- skýrslu íslands árið 1871—1874. Er hún tekin úr almanaki Þjóðvinafélagsins, sem eflaust eru réttar. Inntektir landssjóðs til jafnaðar hvert ár 100.070.00 ríkisdalir, eða krónur 200.140.00. RíkisrÉtgjöld 140.100.00. Samt var tekjuafgangur 60.050.00 árið 1873. Svo vel var nú haldið á peningum, og er þó íslendingum yfirleitt í blóð borið, að njóta fjárafla síns sjálfir, og umfram alt að hjálpa þeim, sem þurfa. Slíkt er aðalsmerki, og hin dýr- asta dygð. En svo fór nú Alþingi, með Jón Sigurðsson forseta, hinn fræga speking í broddi fylking- ar, að auka tekjur þjóðarinnar með tollum eins og aðrar þjóð- ir, og lagði strax toll á tóbak og brennivín, og í þeim tilgangi að fá reglubundnar póstferðir til íslands með gufuskipum sem ekki hafði áður tíðkast. Þá var Páll Ólafsson á þingi, og leist ekki á, ef hækka átti verð á brennivíni, því hann i drakk mikið af því, orti þá gamankvæðið. Úr kaupstað þegar komið er, kútinn minn eg tek og segi, Landið græðir mest á mér, mest drekk eg á nótt og degi. Fótspor mín er fáum hent að feta það er mesti vandi. Ó, ef gæti eg öllum kent eins að drekka hér á landi. Vínið sem menn sypu þá, svara mundi ótal krónum, og tollur sem þar yrði á, ekkí fáum millijónum. Þá yrði mitt feðra frón, farsælast af öllum löndum, og þá gengju gufuljón grenjandi með landsins strönd- um. Til að flytja flæðarbál, flýttu þau sér yfir pollmn, með Rínareld og risamál til Reykjavíkur alt í tollinn. Ergó drekka eins og flón, og yfirvöldin reka af höndum þá yrði mitt feðrafrón, farsælast af öllum löndum. En lausajfjáreign íslendinga var als ekki lítil 1874 1 hlut- falli við fólksfjölda. Sauðfé var þá als 548.528.00. Nautgripir, mest kýr 20.300. Hestar 20.600. Þegar þess er gætt að einn þriðji af sauðfé landsins var aldrei tíundað, koma hér um bil lO sauðkindur á hvert manns barna, og kýr og hestur á 4 hvern mann als, sem í hverju landi væri talið allgott En ræktun landsins var ekki í góðu lagi 1874, allir túngarð- ar til girðinga túnum, voru að- eins 3,845 faðmar, og engar vír- girðingar til. Akvegir voru alls engir til, né stálbrú yfir nokkurt vatns- fall, en nú hever einast elfa brúuð, og vegir lagðir yfir flest- ar heiðar, og sveitir landsins, sem eru þær mestu og þarfleg- ustu framfarir þjóðarinnar. Nú í staðinn fyrir 200 þúsund króna inntektir þjóðarinnar, ei' þeir komust úr klóm Dana 1874, fjárhagslega, eru nú fjárhags- áætlanir íslands þetta ár, 42 milljónir króna, og tekjuafgang- ur rúmar 6 miljónir króna, sem þolir samanburð við flestar þjóð- ir heimsins, og talin er velmeg- un. Vitaskuld eru þetta afleiðing- ar stríðsins að verðbólga á vör- um og verkalaunum hefir hækk að svo gífurlega veltufé þjóðar- innar, sem raun ber vitni, en samt sem áður hefir borist til Islands feikn af Bandaríkja- peningum, sem líklega munu hækka verð íslenzku krónunn- ar, i fult nafnverð framvegis. Það er ætíð ánægjulegt að minnast á framfarir þjóðar sinn ar, þegar hið fyrsta manntal, og hagskýrsla var tekin á Is- landi 1703, voru aðeins 54 menn í Reykjavík, 90 manns á Hólum, fyrir utan skólapilta, en 70 1 Skálholti, hjá meistara Jóni Vídalín. Allir landsmenn voru þá um 60 þúsund, en 4 árum seinna geysaði stóra bóluveikin, sem drap 18 þúsund manna, og eins margir skemdust, urðu bólu- grafnir. Ekki fjölgaði fólkið neitt á 18. öldinni, því árið 1800 voru að- eins 46 þúsundir manns á öllu landinu., og svo var mikið harð- æri næstu árin á eftir, að fólkið náði ekki 50 þúsundum fyrr en 1820, og 50 ár liðu þar til íbúar íslands náðu 70 þúsundum, en á því tímabili fluttist ekkert fólk af landinu, nema fáeinir menn til Brasilíu. Síðan 1870 hefir engin megn pest geysað yfir Island, og síðan þjóðin fékk sín fjárráð í hendur, og að mestu leyti löggjafarvald hefir hamingjan verið með henni í öllum greinum. Churchill-skriðdrekarnir og Mr. Churchill. Á myndinni hér að ofan, gefur að líta Churchill forsætis- ráðherra, þar sem hann í síðastliðnum septembermánuði, er að grandskoða skriðdreka þá hina miklu, sem við hann eru kendir; eru þeir rammbyggilegir mjög og svo hraðfara, að slíks voru eigi áður dæmi. Anna Steindóra Jónatanson Fædd 1878. Dáin 1942. “Það er svo oft í dauðans skuggadölum, að dregur myrkva fyrir lífsins sól; oss sýnist lokað ljossins gleði- sölum, öll lokin sund og fokið hvert í skjól.” Anna, kona Jóns Jónatansson- ar í Winnipeg, dó á General Hospital, þann 13. desember s. 1., Hún veiktist um miðjan nóv. af heimakomu, og var flutt á King George Hospital, þar lá hún rúmföst þrjár vikur, þungt haldin, en var svo flutt á “Gener al”, en lá þar aðeins stuttan tíma, og andaðist þar áðurnefnd- an dag. Hún fæddist á Stóruseilu í Skagafirði á íslandi, í marzmán- uði, árið 1878, og var því nærri 64 ára þegar hún dó. Foreldrar hennar voru þau hjónin, Jónas Halldórsson, og Helga Steinsdóttir, sem lengi bjuggu á Stóruseilu, og fluttu þaðan í Keldudal í Hegranesi, og bjuggu þar um nokkurra ára skeið. Þau eru nú bæði dáin fyrir nokkru, Jónas hér vestan hafs, á Gimli, hjá Önnu dóttur sinni, en Helga móðir hennar heima ó íslandi. Systkini önnu voru þrjú: Engilráð, Helga og Jónas. Syst- urnar eru báðar á lífi, Engilráð á Islandi, en Helga á Gimli, kona Sigtryggs Jónassonar; en Jónas bróðir Önnu, dó heima á Islandi fyrir nokkrum árum. Anna giftist eftirlifandi manni sínum, Jóni Jónatanssyni, 7. júlí 1896 heima á Islandi. Þau dvöldu þar heima á ættjörðinni fiögur ár, en árið 1900 fluttu þau vest- ur um haf, til Canada, og sett- ust að í Winnipeg, og áttu þar heima um þriggja ára tíma, en fluttu þá til Gimli, og áttu þar heima í fimtán ár, en fluttu þá aftur til Winnipeg, og hafa átt* þar heima síðan. Þau hjónin hafa átt fjögur börn, og eru þau hér talin eftir aldri. Engilráð Valgerður, (Lóa), fædd á íslandi, kona Earle Mac Donald. Þau búa um 8 mílur , frá Portage la Prairie. Börn þeirra eru: Vernon, Jean gift Sam Hama, Guen, Murray og John. Indriði, fæddur á íslandi, fór með foreldrum sínum til Cana- da, dó í Winnipeg barn að aldri. Emely Elísabet, fædd á Gimli, gift J. C. K. McNaught, Hana er einn af yfirmönnum í brezka sjóhernum, þau eiga heima í Halifax. Indriði Jónatan, fæddur á Gimli, giftur konu af enskum ættum, heitir hún Millicent, sem áður en hún giftist, bar nafnið, Miss Coldwell, þau eiga tvö börn, dreng og stúlku.Róbert Paul og Dorothy. Indriði er í Canada-hernum, en er nú yfir á Englandi, en kona hans á heima í St. Vital. Þessi börn og barnabörnr syrg ja sína ástríku móður og ömmu, sem ávalt vakti yfir velferð þeirra, og bar fyrir þeim svo innilega umhyggju. Þau hafa mist svo óendanlega mikið við dauða hennar, og munu þau henni seint gleyma. Að vefja mynd og minningu hennar í málalengingar ófull- kominna orða, gæti aldrei orðið annað en skuggi í samanburði við þá minningu, sem hún sjálf ritaði í huga og hjörtu vina sinna og vandamanna meðan hún lifði hér á meðal þeirra. Sú minning verður æfinlega sönnust, fegurst og varanlegust, í meðvitund allra þeirra, sem höfðu af henni einhver kynni. Verður því í fáum orðum að- eins minst nokkurra þeirra ein- kenna, sem ábærilegast komu í ljós í persónu hennar. Hún var hin merkilegasta kona, göfug, eðallynd og hjarta- hrein. Hún var trúföst og trygg- ur vinur vina sinna. Yrði hún fyrir mótgerðum, erfði hún það ekki, því hún var innilega sátt- fús, og fyrirgaf mikið. Hún var mikil smekkkona, og hafði næmt og glöggt auga fyrir allri fegurð; hún var söngelsk og ljóðelsk, og síung og lífs- glöð með afbrigðum, æfi sína til enda. Olnbogabörnin okkar mann- anna mega vissulega sakna henn ar, öll þau sem hún náði til, og þau voru mörg, því það var því líkast, sem hún leitaði þau uppi. Hún var öllum smælingjum innilegur vinur, jafnt mönnum sem málleysingjum, og rétti þeim hjálpfúsa hönd og oft fram yfir það, sem tími, efni og kring umstæður hennar leyfðu. Jarðarförin fór fram frá út- fararstofu Bardals, þann 15. des. s. 1. Jarðsett var í Brookside grafreit. Séra Philip M. Péturs- son jarðsöng. Vandalausir vinir hennar munu henni seint gleyma, en þeir sem næstir henni stóðu — aldrei.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.