Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines W*> ttiu «J«ri'S..4 ^6' ^o^* alv For Be *°%.í>* Dry Cleaning and Laundry iðbefð PHONES 86 311 Seven Lines ^ Service and Satisfaction ..:„., 56 ÁRGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 25. MARZ 1943. NÚMER 12 HELZTU FRÉTTIR HITLER RÝFUR ÞÖGNINA. Sökum þess hve hljótt hafði verið um Hitler síðustu fjórs. toánuðina, komst sá orðasveim- Ur á gang, að annaðhvort mynd' hann vera geggjaður, og þar af leiðandi léki ekki lausum hala, eða þá hann væri steindauður; nú hefir Hitler kveðið þenna orðróm niður með því að flytja utvarpsræðu á sunnudaginn var. Dar hann sig furðu karlmann- lega, og miklaðist einkum af PVl, hve nú væri alt komið í gott horf hjá sér á vígstöðv- Urn Rússlands; ekki virtist hann Pó allskostar ánægður með á- standið heima fyrir, þar sem Bretar og Canadamenn hefðu ^eð þrálátum sprengjuárásum, §ert sjálft Þýzkaland að opin- Derum orustuvettvangi. -f ? ? fiJARGAST NAUÐULEGA AF. I gerningahríð þeirri, sem geysaði í Manitoba undanfarið, °g víðasthvar annarsstaðar um vesturlandið, komst margur ^aðurinn í hann krappan, þó Wðast syrfi að Mr. Garry T. ^1*, umsjónarmanni Imperial ^1! félagsins í Winnipeg; var hann á ferð í bíl sínum á leið "1 Moniton, er óveður mesta skall á; varð bílvegurinn á SVlpstundu með öllu ófær svo *Ir- Nix fékk engu um þokað; Pó var honum fullljóst hvar hann var staddur, en vildi ekki eiga það á hættu að villast ef "ann yfirgæfi bílinn; sá hann PVl þann kost vænstan, að hafast Vlð í bílnum og bíða átekta; þar Sat hann í fjóra daga unz veðri Sl°taði, og komst þá nauðulega §angandi til næsta bóndabæjar, °S féll þá í öngvit. Eftir góða nJúkrun, tók hann þó brátt að" nu sér aftur. ? ? ? KREFST SAMVINNU. l'jármálaráðherra sambands- ' stJórnarinnar, Mr. Ilsley, hefir skorað á alla 'þingflokka, að Veita stjórninni dyggilega lið í Vlðleitni til þess að útiloka verð- °lgu í landinu; hann mótmælti stranglega árásum, jafnt utan Plngs sem vinnan, á verðlags- eindina og formann hennar, Mr- Donald Gordon; kvað hann eir>u stjórnarinnar í fjármál- Urn eins heilbrigða og hugsast gastl á stríðstímum; það væri e*kl til nokkurs skapaðs hlut- r> að amast við sköttum; og þó ?eir væru að vísu háir í Cana- ag- þá væru þeir samt sem j*ður töluvert lægri en á Bret- andi 0g í Bandaríkjunum. Taldi r- Ilsey ráðstafanir stjórnar- nriar í sambandi við hámarks- erð nauðsynja og kaupgjald P*r viturlegustu, sem enn hefðu 0rnið Upp með nokkurri þjóð. \ herþjónustu Edwin Johnson, frá Leslie, ask., skrásettist til herþjónustu nn 15. þessa mánaðar; hann er fæddur í Leslie og er 23 ára j aldri; móðir hans, Mrs. Árdís ohnson, er búsett í Leslie. ? ? ? elix Magnússon, frá Vinni- Pesosis, gekk í herþjónustu þann " }• m. Hann er 35 ára að n °g hefir mestmegnis gefið g§ Vlð fiskveiðum; faðir hans , *£•_ Magnússon, er til heimilis 1 Wi nniPegosis. ÁKAFAR SPRENGJUARASIR Á ST. NAZAIRE OG WILHELMSHAVEN. í byrjun yfirstandandi viku, gerðu loftherir hinna samein- uðu þjóða grimmilegar sprengju- árásir á kafbátastöð þjóðverja við St. Nazaire, og eins á Wil- helmshaven, sem er mikilvæg flotastöð á Þýzkalandi með mikla kafbátaframleiðslu; veðui var óhagstætt, þoka í lofti, og ekki auðvelt að átta sig á úr- slitum, þó staðhæft sé að eink- um á hinum fyrnefnda sí.að hafi skemdir orðið næsta tilfinnan- legar. Tvær brezkar • orustu- flugvélar fórust í áminstum leiðangri. ? ? ? BRETAR RJÚFA MARETH VARNARLÍNUNA. Að því er nýjustu fregnir herma, hafa Bretar hafið ákafa sókn gegn herskörum möndul- veldanna í Tunisíu, og rofið hina svonefndu Mareth-vajrnarlínu á allbreiðu svæði; auk þessa hefir Bandaríkjaherinn náð á vald sitt bæinn Maknassy, sem ligg- ur tæplega fjörutíu mílur frá Miðjarðarhafinu; í viðureign þessari tóku Bandaríkjamenn eitthvað um 17 hundruð þýzka hermenn til fanga og allmargt skriðdreka og annara vígvéla. Loftfloti hinna sameinuðu þjóða átti sinn drjúga þátt í þessum sigurvinningum. Þýzk hernaðarvöld hafa skor- að á Rommel marskálk, að slaka ekki til í Tunisíu, meðan enn sé þar nokkur þýzkur hermaður uppistandandi, er valdið geti vopni. ? ? ? FRÁ AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM. Síðastliðna tvo daga hefir Rauði herinn náð á vald sitt um 50 bæjum og þorpum á mið- vígstöðvum Rússlands, og á nú ekki eftir ófarnar nema eitt- hvað um 45 mílur til Smolensk, sem er lang rambyggilegasta vígið, sem þjóðverjar enn hafa á valdi sínu á þessum svæðum; en þrátt fyrir ítrekaðar gagn- sóknir þjóðverja, þar sem í ekk- ert hefir verið horft, og ekkert til spai-að, hvorki að mannafla né vopnum, hafa þeir jafnharð- an hröklast til baka við gífur- legt mannfall. Á víglínunni við Donets-fljót, þar sem þjóðverjar hófu bitra sókn eftir að Kharkov féll, hafa þeir einnig orðið að lækka segl- in, og eru nú komnir. þar í vafasama varnarafstöðu ? ? ? KVADDUR TIL FUNDAR VIÐ MUSSOLINI. Frá Bern er símað á þriðju- daginn, að Mussolini hafi þá nýverið kvatt til fundar við sig í Róm Laval hinn franska, með það fyrir augum, að því er mælt er, að reyna að greiða úr ýmsum snurðum, er hlaupið hafa á vináttuþráðinn milli ítala og Frakka. Hitler hefir að sögn, farið þess á leit við Musso- lini, að senda ítalskan herstyrk til Frakklands vegna óeirða, sem farið hafa þar í vöxt upp á síðkastið. En þó Mussolini sé bóngóður, kvað hann vera treg- ur til að verða við tilmælum fóstbróður síns í áminsta átt. Laval er eitthvað ekki um það gefið heldur, að ítalskir her- menn séu sendir til Frakklands, með því að slíkt gæti fremur en hitt, haft truflandi áhrif á hina ákjósanlegu sambúð Frakka við þýzka hernámsliðið í land inu. SIR. EDWARD BEATTY LÁTINN. Aðfaranótt síðastliðins mið- vikudags, lézt á Royal Victoria sjúkrahúsinu í Montreal, Sir. Edward Beatty, þjóðkunnur at hafnamaður á sviði stóriðjunn- ar í þessu landi, kunnur lög- fræðingur, og um langt skeið forseti Canadian Pacific járn- brautarfélagsins. Sir. Edward var 65 ára, er dauða hans bar að; hann var ókvæntur, og læt- ur ekki annað eftir sig náinna skyldmenna, en einn bróður, D'r. Harry Beatty, og eina systur, sem búsett eru bæði í Toronto. Sir. Edward var fæddur i Ontario-fylki af írskum foreldr- um. ? ? ? EDEN OG HULL RÆÐA UM FLÓTTAFÓLK. Nýlendumálaráðherra Breta, Cranborne greifi, lýsti yfir því í lávarðadeildinni á miðviku- daginn að þeir Anthony Eden, utanríkisráðherra Breta, og Cordell Hull utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefðu á ráð- stefnu í Washington, rætt um þá brýnu nauðsyn, er til þess bæri, að ráðið yrði fram úr vandamálum flóttafólks í Norð- urálfunni, sem hvergi ætti höfði sínu að að halla, og horfði fram á það, að verða hungurmorða. Meðal flóttafólks, sem nú er á hrakningi um Norðurálfuna svo að segja þvera og endilanga. eru tugþúsundir Gyðinga. ? ? ? SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR MISSA ÁTTA SKIP. Fregnir frá New York láta þess getið, að nýlega hafi sögt verið í vesturhluta Atlantshafs af völdum kafbátahernaðar möndulveldanna, átta flutninga- skipum, er öll voru eign hinna sameinuðu þjóða; fimm þeirra voru Bandaríkjaskip, eitt brezkt, eitt norskt en áttunda skipið taldist til Honduras. Að því er sameinuðu frétta- samböndin segja frá, hafði, er hér var komið sögu, verið sökt 634 skipum, er töldust til sam- einuðu þjóðanna síðan 7. des. 1941. Stórhríðin Síðan mikli stórhríðar storm- urinn geysaði yfir Manitoba þ. 15.—17. þ. m. og slóst eins og berserkur við fylkið og borgina Winnipeg, eftir því að dæma, sem þau stóru fréttablöð herma, Free Press ðg Tribune, hefir mig furðað á því hvað aðdáan- lega þagmælsk og orðvör ís- lenzku vikublöðin okkar, Lög- berg og Heimskringla eru í sam- anburði við hin, það er eins og sjálf rtáttúruöflin hafi ekki get- að orkað svo miklu að hrista þagnar-gijdið úr berginu svo það gæfi frá sér bergmál, Heims- kringlu, sem sýnist óra fyrir því að þessi stormur hafi gengið um hlaðið hjá sér, færir honum það eitt til foráttu, að hann hafi aftrað konum borgarinnar frá því að heimsækja Eaton verzl- unina, Free Press talar vítt og breitt um þennan hríðarbyl og snjófall það sem hann skildi eftir innan vébanda borgarinn- ar, hafi numið fimm miljón tonna þyngd og loks hottar gamli Finnbogi Tjörnesingur á eftir fréttalestinni og raular þessi stefjabrot. Fréttin þylur fyrirburð, fátt að vil en margt í furð gaddur hylur gil og skurð góubylur tísti hurð. Yfir frónið fara klingd föll af snjónum niður dýngd, frétta þjónar fá út hringd fimm miljónir tonna þyngd. F. Hjálmarson. Stök ur Vorið unga vekur þrá, vorið gleður sinni. Vorið kyssir vatn af brá, vor í náttúrunni. Þreyttan fótinn þyngjast finn, þarf að ýngja sporið. Andinn syngur ungur minn ástarljóð um vorið. Eg hirði' ei um reglur né rímið, en raula sem báran við stein, sem vindur á vormorgni ungum, þá vekur hann laufin á grein. C. O. L. C. The Little House Next Door Next door the little house stands empty, Its doors closed tightly to the passing feet. Uncurtained windows blindly face the sunset And gaze, unseeing, at the busy street. The old chimney holds its head up bravely, Defying sympathy from those who come and go, And wonder, as they pass, and gently murmur Of secrets that the little house must know. The little house is lonely in the evening, When blue shadows cast their length across the snow. The window panes blink hard to hide their teardrops As down the street's length lights begin to glow. The little house is tense with silent waiting When once again, its pleasant days begin, And a little white-haired lady turns the door-knob, And smiling gently says, "Wont you come in?" L. A. Johannson, Elíros. Kominn heim Eftir Þóri Bergsson. Eg lauk upp hliðinu, leit inn í garðinn — það var logn og blíðviðriskvöld. Þarna blasti við húsið — blómin, grasið, eg var barn — eftir hálfa öld. Þar var engin breyting. — í bleiku ljósi blaktandi gluggatjöld. Eg settist á bekkinn, — barn í hjarta — bljúgur og hugfanginn. Árin viðruðust óðfluga burtu og allur heimurinn. Hvers vegna opnarðu ei, kæra mamma. og kallar á drenginn þinn? Hvers vegna þessi kyrrð og friður, kvöldmilda dreymandi ró? Það var eitthvað, sem burt frá ös og önnum inn í æsku og sælu dró. Já, — nú mundi eg það, • að í morgun eg veiktist, í morgun eg veiktist — og dó ----- Eimreiðin. Gamli bœrinn Við sjáum hvar hefja sig húsin nýju háreist hvar tæknin bauð. Nýtízku veggir steyptir úr steinum stálþökin máluð rauð í miðstöðvarhita af kolakynding er hvarvetna bjart og heitt raflýsing, eldavél, útvarp og sími, ekki er nú lítið breytt. Þó grípur einhver sársauki sinni, eg sakna vinar í stað. Gamli bærinn er brottu horfinn með blikandi þil fram á hlað, með veggina þykka þakið græna, sem þoldu hvern hríðarbyl með hátignarsvip yfir burstunum breiðu sem bentu okkur stjarnanna til. Þó lágt væri undir loftið þar inni var litla baðstofan hlý, er mamma var búin á kolunni að kveikja og kveldvakan hófst á ný. Rokkarnir tifuðu, teygt var úr kembum, því tætt var í hverja spjör, og Hallgrímssálmar sungnir og lesið og sofnað með bæn á vör. í hornið til ömmu í rökkri var reikað, hve reyndist hún minnug og fróð um álfa og dverga hún sagði okkur sögur og svo mundi hún alskonar ljóð. Hvar áttum við mýkri og hlýrri holu en hjá henni, er bylurinn söng og gnýsti þekjuna þungum rómi oss þótti ekki stundin löng.- Hér vakti hún mamma þín margar nætur, er magnaðist veikinda stríð það var fátt til úrræða og langt til læknis að leita í snjó og hríð. Grátandi bað hún Guð sem hún treysti að gefa þér heilsuna á ný hvar var heitara beðið og bænheyrt oftar en bæjunum gömlu í? Eg dái það framtak sem fallið reisir og fúanum treysti ei meir, sem breiðir út velli hvar aðeins áður illgresið þakti leir; sem kostina grípur úr hverri nýjung, sem kemur til hagnaðar þjóð, og sérhverju átaki um æfina beitir til eflingar framtíðar sjóð. En minningin lifir máttug og fögur, mörgu þó gleymurh við um gömlu kynnin við gluggana lágu guðhræðslu og rökkurfrið; með veggina þykku, þvakið græna, sem þoldu hvern hríðarbyl, og hátígnarsvip yfir burstunum breiðu, sem bentu okkur hæðanna til. S. V.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.