Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. MARZ 1943. ----------Xögberg--------------------- GefiS út hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS. LIMITED b95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba L'tanáskriit ritstjórans: EDITOR EOGBERG, 6iió Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and publishea by The Columbia Press, Eimited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Utvarpsræða Mr, Churchills Þegar Mr. Churchill flytur ræður yfir út- varpið, hlusta allar þjóðir heims, og vitaskuld engu síður þær, sem eru í andstöðu við hann; það er að segja ef þeim er leyft að hlusta; að minsta kosti er það víst, að Nasistafor- ingjarnir þýzku láta það ekki undir höfuð leggj ast að hlusta á Mr. Churchill, því naumast hefir hann fyr lokið máli sínu, en þeir leggj- ast á eitt um að úthúða honum, og bera hon- um alskonar varmensku á brýn; vitaskuld skiptir þetta engu máli að því er Churchill per- sónulega áhrærir, því holtaþokuvæl Dr. Göbbels og hans nóta, hrín eigi á slíkum víkirigi, sem Mr. Churchill er; hann er einn þeirra manna, sem fá vopn bíta á, og þá allra sízt vopn smá- sálarlegs áróðurs og loginna sakargifta. Eina af hinum kyngimögnuðu útvarpsræð- um, flutti Mr. Churchill á sunnudaginn var, þá lengstu, er hann hefir flutt yfir útvarpið í háa herrans tíð, og þá sérkennilegustu vegna þess, að hún fjallaði engu síður um endur- skipulagningu heimsmálanna að loknu stríði, en um viðhorf og úirslit stríðsins sjálfs; hann kom, .venju samkvæmt, vitanlega víða við, þó að allverulegur kafli ræðunnar fjallaði einvörð- ungu um afkomu brezku þjóðarinnar á sviði iðnaðar- og landbúnaðarmála, auk þess sem hann lagði sterka áherzlu á nauðsynina, sem á því væri, að koma þjóðfélagslegu öryggi brezku þjóðarinnar á fastan fót með hliðsjón af uppástungum Beveridge-nefndarinnar. ' Vera má, að hjá íhaldssamasta íhaldinu á Bretlandseyjum, hafi ræða Mr. Churchills hvergi nærri fallið í frjóva jörð, né heldur hjá þeim, sem róttækastir eru í áttina til vinstri; en svo segja ýmis helztu blöð Breta, sem á iæðuna hafa minst, að 90% þjóðarinnar muni vera höfundi hennar sammála í öllum megin atriðum. Og stórblaðið Daily Mail, telur ræð- una þá markverðustu og veigamestu, er Mr. Churchill fram til þessa hafi flutt yfir útvarpið. Mr. Churchill fór ekki dult með það, að enn gæti sigur sameinuðu þjóðanna átt næsta langt í land; það væri engin vissa fyrir því, að Hitler yrði komið fyrir kattarnef árið 1944. Slíkt gæti auðveldlega dregist á langinn fratn á árið 1945, þó vitaskuld yrði nú ekki lengur greint á um úrslit; mönnum væri nú þegar það ljóst, að um fullnaðarsigur af hálfu hinna sameinuðu þjóða yrði ekki undir neinum kring- umstæðum efast; þó yrðu allir frjálsbornir menn að láta sér skiljast, að þýngstu höggin væru enn ógreidd, og blóðugustu átökin fram- undan. Engu spáði Mr. Churchill um það, hve jap- anska stríðið kynni að verða langvinnt, þó hann að vísu gæfi ótvírætt í skyn áð þess gæti orðið langt að bíða unz séð yrði fyrir enda þess; en hvað sem um það er, þá duldist eng- um, er á ræðu Mr. Churchills hlýddu, að hann taldi Hitler erkióvininn, sem fyrst yrði að brjóta á bak aftur, hvað sem síðar tæki við. Mr. Churchill fór ekki í felur með það, að ýmsar þjóðir að loknu stríði, yrðu að sætta sig við að fá ekki alt, sem hugur þeirra stæði til; menn yrðu engu síður að læra að gefa, en veita viðtöku; hann gerði ráð fyrir fjögra ára tilrauna- eða skipulagningartímabili þegar að loknu stríði, er notað skyldi til ítarlegra rannsókna á öllum þeim aðstæðum, er líkleg- astar þættu til grundvallar að varanlegum friði, því slíkt yrði ekki gert á einni nóttu; hann kvaðst þess fullviss, að það yrði hluí- skipti Bretlands, Bandaríkjanna og Rússlands, að leggja grundvöllinn að þjóðaskipulagi fram- tíðarinnar með hliðsjón af þeim hugsjónum, sem þjóðabandalagið hvíldi á, og það ætti að leiða til stofnunar Norðurálfuráðs, er allar þjóðir Norðurálfu yrðu á sínum tíma að telj- ast til. 1 flestum höfuðdráttum, var ræða Mr. Churc- hill bygð á Atlarjtshafssáttmálanum, þó hún væri í vissum tilfeilum nokkru víðfeðmari. Mr. Churchill kfiaðst ófáanlegur til þess, að lofa brezku þjóðinni gulli og grænum skógum; enda hefði sér oft runnið til rifja hve stjórn- málamenn væri um of, örlátir á loforð; þann flokk vildi hann ógjarna fylla, eða eiga á því nokkra sök, að verða valdur að sársauka óupp- fyltra loforða. Tímarit Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi 24. árgangur. Ritstjóri: Gísli Jónsson. Það má með sanni segja um þennan árg. Tímaritsins, að hann standi í engu að baki hinna fyrri, og sé trútt sýnishorn af betri hlið- inni á bókmentaviðleitni okkar. Ritjð flytur að þessu sinni níu kvæði, sex ritgjörðir, þrjár sögur og ýmislegt smávegis, og þingtíðindi frá síðastliðnu ári. Kvæðin eru eftir þessa höf- unda. Þ. Þ. Þorsteinsson, P. S. Pálsson, Guttorm J. Guttormsson, Ragnar Stefánsson, Steingrím Arason, Richard Beck, Jakob J. Norman. Sig. Júl. Jóhannesson, S. B. Benediktsson. Að öllum hinum ólöstuðum þótti mér mest koma til þessara þriggja, Lofsæla ljósins, eftir Þ. Þ. Þ., sem er frábærilega vel kveðið. Þetta er síðasta erindið. Ef teigarðu af ljóðelfar lindum og lifir þeim blæríku myndum, sem verma og græða og vetrarauðn klæða í voraldar blómskrúðið sitt, þá munarhöll meistarans Braga, er morgun hvern sköpunarsaga, hver sólríkur dagur er sjónleikur fagur og sönghöllin æskuland þitt. Dansinn í Hruna, eftir Guttorm J. Guttorms- son, er þungstígur og hrikalegur en er krafta kvæði, bæði að efni og máli og er þetta niður- lagið: Hljómsveitin eflir ósamræmi og spjöllum öfugrar listar slag, með hvellum gjöllum Dansað er eftir öðra manna nótum, ósjálfrátt, tilgangslaust, á dauðum fótum. Dansa þeir síðan — ef til vill af ótta, einkum við það, að hætta að vera á flótta. Sópar af þeim í svarta skrípaleiknum! Sést ekki framar handaskil í reyknum. Rökkur-rof, eftir Ragnar Stefánsson, er bitur- yrt ádeila, er þetta síðasta vísan: Ekkert má um frið og frelsi framar standa vörð, — meðan auðvalds djöfladýrkun drotnar hér á jörð. — Aðeins þegar alheim sigrar andi bræðralags — sést í blóð síns rökkur-rofum, ris hins nýja dags. Saga Þ. Þ. Þ., Hrossabresturinn, er skemti- lega skrifuð, en söguatburðir nokkuð með ó- líkindum, en það er dauður maður, sem ekki brosir yfir lestrinum. “Eyvindur”, saga eftir J. M. Bjarnason, slær ekki mikið um sig en hún er skrifuð í hinum áferðarfagra og yfirlætislausa frásagn- arstíl þessa vinsæla bókmenta prúðmennis og manni verður minnis stæður íslenzki dreng- urinn, sem vinnur af kappi við uppskeruna, en fer á hverri nóttu óbeðinn og vinnur á akri vinar síns, sem liggur veikur. “Rakka-rökkur”, ein lítil fantasia. eftir Dr. J. P. Pálson, væri ef til vill nothæf fyrir grafskrift eða minningarorð yfir Hitler, ef International Finance vill gefa honum heiður- inn. Tvær ritgjörðir eru um nýlátna merkis- menn: Árna Eggertson (J. J. Bíldfell) og Frið- rik Sveinson (Sig. Júl. Jóhannesson), þá er ritgjörð eftir Prófessor R. Beck, um Islands- vininn Dr. C. Venn Pilcher, biskup í Astralíu, og þýðingar hans. Um Leifsbúðir í Ameríku, eftir J. J. Bíldfell. Um meðferð vopna, eftir Dr. M. B. Halldórsson. Um ritdóma og rit- höfunda, eftir Dr. Stefán Einarson. Allar eru ritgerðir þessar góðar og vel samd- ar hver á sinn hátt, en mesta ánægju hafði eg af að lesa ritgjörð Dr. Stefáns Einarssonar. Er það hvorttveggja að hún er skemtileg af- lestrar og skrifuð af miklum fróðleik, glöggri athugun og góðvilja. Fyrsta spurningin, sem upp kom í huga mínum, eftir að hafa lesið “einróma fordæmingar pistil skáldanna” um ritdómarana, var sú: Hvers vegna halda skáldin áfram að yrkja og skrifa, þar sem þau vita fyrir fram að fáir eða engir skilja? Það má vel vera að sum skáld yrki eingöngu sér til “hugarhægðar”, en flestum mun þeim þó finn- ast þau hafa köllun til að skemta, fræða og lyfta á hærra stig andlegum þroska samtíðar- manna sinna. En hvernig mætti það verða ef enginn skilur skáldskapinn? Eða eru ritdómar- ar yfirleitt heimskari eða skilningssljórri en annað fólk? Þessari spurningu má vafalaust svara neitandi, og þarf ekki nema að benda á nöfnin í ritgerðinni, þar sem í flokki ritdóm- aranna e*ru höfuðskáld og rithöfundar, svo sem Benedikt Gröndal, Einar Benediktsson, Einar H.lörleifsson, Guðmundur Finnbogason, Sig. Nordal; en öllum skjöplast þeim að einhverju leyti skilningurinn, þegar þeir dæma verk annara. Er það að vísu dularfullt fyrirbrigði. Hinar góðsömu og prúðu útskýr- ingar Dr. Stefáns eru því orð í tíma töluð, og á hann þakkir skilið fyrir þær. Ekki get eg skilið við þetta mál, án þess að minnast á “forskrift” þeirra Jóns Thoroddsen og Þorbergs. Eg býst- nú við að erfitt muni reynast að hasla völlinn rit- dómurum engu síður en skáld- um og listamönnum. En hitt munu flestir geta fallist á, að ritdómar séu, eða ættu að vera, skrifaðir fyrir lesendur, fremur en höfunda, og eins verður það aldrei of vel brýnt fyrir mönn- um að láta hvorki persónulega óvild eða pólitískan skoðanamun stýra pennanum þegar menn skrifa ritdóma um skáldrit. En þó menn hafi besta vilja á að skrifa óhlutdrægt, geta dómarnir orðið mjög ósamróma, því smekkur og tilfinning hafa hér mikið að segja. Einnig ber það oft við, að mörnum kemur ekki saman um hvernig skilja beri það, sem skrifað er, 1 og geta báðir haft nokkuð til síns máls. Skal eg færa hér eitt dæmi þó ekki sé úr rituðu máli. Eitt sinn var eg staddur þar, sem talað var um skáldsögu, þá nýkomna, Sjálfstætt fólk, H. K. L. Þarna voru viðstaddir tveir lærðir menn, annar var vel þekkt og viðurkennt skáld, hinn háskólagenginn og merkilegur fróðleiksmaður. Kona ein varp- aði fram þessari spurningu, og beindi henni til skáldsins. “Hvað á þessi Kolumkilli að fyrirstilla í sögunni?” Skáldið vék sér undan svari, kvaðst ekki hafa athugað það neitt. En þá tók hinn til máls og sagði Kol- umkilla vera dýrling. Síðan fylgdi löng útskýring á helgra manna dýrkun kaþólskra. Skild ist mér sagan eiga að bera því vitni að höf. væri enn eigi laus undan krossi kaþólskunnar, og áður en hann lauk máli sínu var hann kominn með söguna, höf. og Kolumkilla svo langt upp í sín útskýringaský, að eg hafði löngu mist sjónir á þeim öllum. Eftir þetta þorði eg lengi ekki að líta á Kolumkilla eins og mitt ólærða vit hafði gert, þegar eg las söguna, það er að segja, sem einhverskonar óheilla anda (evil genius) persónugerfi þess þáttar í eðlisfari Bjarts, sem dró hann inn á heiði til að leita sjálfstæðisins, þar sem harð- neskja öræfanna, hafði fyrir fram kveðið upp dauðadóm yfir sjálfsbjargarviðleitninni, jafnvel þó um hálftröll væri að ræða. En mitt er að yrkja, þitt að skrifa, er haft eftir Gröndal. Eitthvað svipað segir Laxnes við séra Benjamín Kristjánsson ný- lega. En það er fleira, sem manni dettur í hug í sambandi við “forskriftina”. T. d. hvort lofinu ætti ekki að vera einhver tak- mörk sett. Eða hvort við séum ekki komnir út á nokkuð hálan ís, þegar við förum að trúa svo fast á einhvern mann, að við álítum að hann sé hafinn yfir alla gagnrýni, honum geti ekki skjátlast, og mér hefir fundist þetta brenna við í sumu því lofí, sem skrifað hefir verið um forgöngumenn hins svo nefnda nýja stíls. Eg hef ekki getað litið á það öðruvísi en hverja aðra innblásna dellu, sem ætti rætur í ofurhrifni höfundanna af stílfrækni og ritmensku for- ingjans, og þetta virðist nú vera farið að stíga foringjanum til höfuðs. Nýlega las eg forsvavs grein um málið á sögum hans, eftir hann sjálfan, þar heldur hann því fram að háskaleg villa sé að tala um orðskrípi, þau séu ekki til. I þessu sýnist mér fel- ast það að góður rithöfundur, sá sem því er vaxinn að gefa tóninn, þurfi eða eigi ekki að beygja sig undir lög eða eðii tungunnar, sem hann ritar á. Og hann biður menn að trúa því að hann noti ekki ambögur sínar nema að vandlega íhuguðu máli; sjálfsagt með andlegan þroska þjóðarinnar fyrir augum. Annars virðist mér ýmislegt benda til þess að áhrif hins nýja stíls séu farin að dofna, og lík- indi til að hann “deyi á undan sjálfum sér”. Þó kann það að vera, að einhverjir haldi enn að það sé fínt að “tyggja upp á dönsku” eða hugsi eins og bónd- inn, sem sagði við konu sína er hún lá í barnsnauð. “Hljóðaðu hærra gæska! Hærra hljóðaði frúin á Grund”. Þetta er nú orðið lengra en til var ætlast í fyrstu. En þó vil eg benda mönnum á að ganga eigi framhjá Þingtíðind- unum; í þeim er ýmislegt, sem þess er vert að lesa, svo sem: Ávarp forseta, bréf frá Stein- grími Jónssyni, kvæði o. fl. Hjálmar Gíslason. Frá Seattle, Wash. Kæri ritstjóri Lögbergs. Eg hefi engan fyrir hitt, sem gat frætt mig um það hver ætti upphafið að brúðkaupsveizlum þeim, sem kenndar eru við silf- ur eða gull. En um yinsældir þeirra bera blöðin okkar ljósan vott. Við Seattle íslendingar er- um engir eftirbátar. — Þann 2C. jan. s. 1. var fjölmenn og virðu- leg silfurbrúðkaupsveizla hald- in hér í Hallgrímskirkju, að kvöldi dags. Hlutaðeigendur voru þau hjónin Jóhann og Jósephine Jóhannson. Brúð- guminn er sonur Árna Jóhanns- sonar og konu hans, að Hallson; N.-Dakota; en brúðurin er dóttir Tryggva Jónssonar og Helgu Jónasdóttur, sem bæði eru ætt- uð úr Borgarfjarðarsýslu á Is- landi. — Silfurbrúðhjónin gengu í hjónaband á aðfangadag jóla 1917, í Seattle, og hafa búið hér síðan. Þau eiga fjögur mann- vænleg börn, sem öll voru við- stödd þennan silfurbrúðkaups- dag foreldra sinna, og áttu góð- an þátt í að gera hann ánægju- legan. Dóttir þeirra, Mrs. Oileen Meyer, hefir síðan flutt burtu; Donald sonur þeirra er í Banda- ríkjahernum, en Kenneth og Gary heima. Af nánu skyldfólki brúðhjónanna voru viðstödd frú Helga Johnson, móðir brúðar- innar, og einn systursonur; skyldfólk brúðgumans var margt því til Seattle hafa flutt bæði börn og barnabörn Jóhanns Jóhannssonar, landnámsmanns að Hallson N. D. Þau Jóhann og Josephine Johnson eru vinsæl og félags- lynd, og hafa frá upphafi verið góðir og ábyggilegir starfsmenn í félagsskap íslendinga í Seattle. Lestrarfélagið “Vestri”, kvenfél. “Eining” og Hallgrímssöfnuður fögnuðu þessu tækifæri til að votta þeim þakklæti og sýna þeim verðskuldaða viðurkenn- ingu fyrir ágæta framkomu þeirra og alla samvinnu á lið- inni tíð, jafnframt því að óska þeim blessunar í framtíðinni. Allar ræðurnar sem fluttar voru, höfðu þetta innihald(/ þó þær væru mismunandi að lengd eða meðferð efnisins. Séra Kolbeinn Sæmundsson flutti bæn, eftir að sunginn var ísl. brúðkaupssálm- ur. Síðan flutti hann ávarp, bæði í bundnu og óbundnu máli. Fyrir hönd nágrennisins talaði undirrituð; lestrarfél. “Vestra”, herra Kolbeinn Þórðarson; kven félagsins “Eining”, frú S. V. Thomson. Herra Karl Frederick stýrði samsætinu, og flutti á- varp fyrir hönd Hallgrímssafn- aðar, en frú hans ávarpaði frú Jóhannson sérstaklega, og af- hendi síðan gjöf frá veizlugest- unum — vandaðan silfurborð- búnað. — Hin góða og vinsæla söngkona frú M. A. Stevens frá Tacoma, skemmti um kvöldið með nokkrum einsöngvum, en ungfrú Erna Ja|hnson lék á jíanó. Donald, sonur brúðhjón- anna skemmti einnig með saxo- phone solo. Skeyti bárust brúðhjónunum frá fjarstöddum ættmennum og vinum, og sömuleiðis gjafir. ísl. konurnar stóðu fyrir prýðilegri veizlu, og allir virtust skemmta sér hið bezta; þrátt fyrir óvenju kulda og snjókomu um þetta leyti, komu saman rúmlega 100 manns. Gaman að hitta að máli gamla vini, og kynnast nýjum nágrönnum, því hingaða hafa flutt margir landar frá Norður- Dakota, og víðar að, á síðast- liðnum árum. Með beztu óskum til silfur- brúðhjónanna, Vinsamlegast Jakobína Johnson Flutt í Silfurbrúðkaupi Mr. og Mrs. J. A. Jóhannson, Sealtle, Wash., 24. janúar 1943. Með góðvinum kærum við gleðjumst í dag, og giftingarafmæli höldum; við árnum þeim friðar og hamingjuhag, og heiður þeim verðugan gjöldum. Því þau hafa menningar málefni vor á margan hátt aðstoðað lengi. Við tímans sjó auðsæ þau eiga sér spor, sem uppörva snótir og drengi. Þau spor, sem að vísa um veglausa strönd þann veg, sem er öllum til þarfa; þau spor, sem að örva hvern huga og hönd til háleitra, nytsamra starfa. I kristindóms starfi með staðfestu’ og ró þau stórmerkan þátt hafa tekið; og einlæga trúin í brjósti sem bjó á burt hefir tálmanir rekið. I félagsskap “Vestra” við fróðleikans brunn þau fest hafa þróttmiklar rætur. 1 “Eining” eru nöfn þeirra greypt á þann grunn, sem granda ei stormar né vætur. Því eru svo míygir, sem með þeim í kvöld þess minnast, og fagna því hnossi, að þau hafa fullkomnað fjórðung úr öld frá funheitum brúðhjóna kossi. Nú Guð ykkur leiði um ókomin ár að áfanga gullbrúðkaupsdagsins, og ástsælukransi hann krýni’ ykkar brár og kveiki’ ykkur dýrð sólarlagsins. Vér þökkum þér “Josie” og “Joe” fyrir alt, sem djúp vorrar minningar geymir. Þó mörg sé nú breyting og margt reynist valt vor muni þó ykkur ei gleymir. Kolbeinn Sæmundsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.