Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 25. MARZ 1943. Þjóðminjasafn með tugum þúsunda muna boðið Alþingi til ráðstöfunar Margl fágæíra þjóðminja er í safninu — einnig handril, sem hvergi eru iil annarssiaðar. Eigandinn er Andrés Johnson, Ásbúð í Hafnarfirði. Fyrir nokkru fóru Matthías Þórðarson fornminjavörður, Þorsteinn Konráðsson frá Eyjólfsstöðum og tíðindamaður Vísi til Hafnarfjarðar til að skoða og ljósmynda geysistórt safn af allskonar fornminjum og sjaldgæfum munum er Andrés Johnson í Ásbúð hefir safnað á undanförnurn árum. Hefir hann nú boðið Alþingi safn þetta til fullrar ráðstöf- unar, að því tilskildu, að það veiti honum lífeyri nokkurn, 5—6 þús. kr. á ári á meðan hann lifir. í safni þessu eru tugir þúsunda allskonar muna, bæði margra alda gamalla og nýrra, íslenzkra og útlendra. Margt er þar sjaldgæfra gripa og m. . handrit nokkur, sem hvergi er vitað um annarsstaðar. Andrés Johnson hefir safnað mununum í hartnær þrjá tugi ára og varið til þess tugum þúsunda króna. Safnið er geymt á heimili hans, Ásbúð í Hafnarfirði, og eru húsakynni nú orðið svo full, að tæplega verður þverfótað um þau. Þorsteinn Konráðsson hefir ritað nánari greinargerð fyrir fyrir þessu sérkennilega og einstæða safni. safninu og fer hún hér á eftir: Fram á seinni hluta 19. aldar höfðu haldizt hjá okkur íslend- ingum að mestu sömu siðir og sömu venjur jafnvel svo öldum skipti. Það virtist samgróið þjóðinni. Heimilin, smærri og stærri til sjávar og sveita höfðu sínar venjur og siði út af fyrir sig. Jarðeignir færðust til í ætt- um oft í marga liði, sömuleiðis fornir munir bækur og handrit. Þegar leið fram um miðja öld- ina hefst smám saman stórfelld breyting í þjóðlífinu. Þá hefjast þjóðflutningarnir vestur um haf með öllu, sem þeim fylgdi. Verzlunin við útlönd verður fjölþættari. margt flutt inn í landið, sem ekki þekktist áður. Varð það oft til þess, að það gamla og þjóðlega var lagt á hilluna, en það aðflutta tekið í staðinn. Gömlu þjóðlegu mun- unum fór að verða ofaukið í heimilinum. í sambandi við þá skal þess getið að fullvíst er, að þeir, sem fluttu af landi burt, fóru með þá innlendu gripi með sér, sem þeir áttu t. d. útskorna kassa, fallega aska og spæni,, lýsislampa, fornt kvensilfur, bækur, handrit, o. fl. Alt þetta var heimaþjóðinni horfið. Það, sem eftir varð í landinu af hin- um fornu þjóðlegu munum lenti oft í lítilsvirðingu og hirð- ingarleysi, og vissa fyrir því, að margt af þeim tapaðist með öllu. Sumt keyptu útlendir ferðamenn og hafa gert til skamms tíma. Inni í landinu sjálfu var ekkert gert til að bjarga því frá glötun fyrr en forngripasafnið var stofnað 1863. Má telja það næsta yfir- náttúrlegt hvað því hefir tekizt að bjarga miklu, með jafn litlu fjármagni og það hefir haft yfir að ráða. Kemur þar fyrst til greina óeigingirni þjóðarinnar og ekki sízt það, að nústarfandi þjóðminjavörður, Matthías Þórðarson, er sá maður, sem flestir munu telja réttan mann á réttum stað. Sýnir afkoma safnsins betur en allt annað vin- sældir hans hjá þjóðinni. Því verður ekki neitað, að margir þjóðlegir munir hafa verið seldir (stundum af landi burt) í gegnum Thorvaldsens bazarinn, en við því hefir ekki verið unnt að gera. Útlendingum þóttu munirnir merkilegir og borguðu þá vel. Dæmi munu vera til um sama með gamlar fágætar bækur. jafnvel handrit. Þjóðarheildin var þá ekki farin að sjá, hve þjóðhættulegt þetta var vegna þjóðhátta og þjóðmenningar- sögunnar. í kringum 1916 kom maður sá, er hér verður minnst á, heim til ættjarðar sinnar frá Amer- íku eftir 14 löng ár. Á þessu árabili hafði honum safnast mikið fé, er hann þráði að geta varið ættjörð sinni til nytja. Á ferðum sínum vestan hafs kynntist hann bæði hvað land- ajp >hans unnu hinum fornu rnujium, er þeir höfðu haft með sér að heiman og tengdu þá ósegjanlega við ættjörð og átthaga, og ennfremur kynntist hann því, hvað þessir fornu íslenzku munir voru eftirsóttir á söfn erlendis. Þetta blossaði upp í sál hins gáfaða manns, að hér væri um hættumál að ræða, ef ekki yrði meira gert til að stöðva útflutning á hinum fornu munum. Ákvað hann því að verja æfi sinni og fjármun- um til að ná því saman, er hon- um ynnist alduaog efni til. Tók hann sér því ferðalög á hendur uAj þvert og endilangt landið, bæði til að kynnast því, hvað til væri og semja um kaup. Síðan hefir hann haldið áfram þessu starfi, og er árangurinn af því safnið í Ásbúð í Hafnarfirði. Andrés Johnson er fæddur 5. sept. 1885 og er því rúmra 57 ára, enda heilsa hans og þrótt- ur nú mjög að bila. Til þess að sjá þessu æfistarí'i sínu borgið hefir hann með bréfi til Alþingis dags. 12. febr. 1942 boðið Alþingi safnið í Ás- búð til fullrar ráðstöfunar handa þjóðinni, þar með fylgir arfleiðsluskrá hans ríkinu til handa á öllum öðrum eignum hans, föstum og lausum, eftir hans dag. Getur það ekki orkað tvímælis, að hér er um mikið fé að ræða á íslenzkan mæli- kvarða. í viðurkenningarskyni fyrir gjöf þessari áskilur Andrés að hæstvirt Alþingi veiti honum á fjárlögum ár hvert á meðan hann lifir fjárhæð nokkura sem lífeyri. Sennilega mun þetta einsdæmi í okkar landi, og mun enginn góðgjarn maður geta efazt um, að mál þetta gæti ráðizt betur en á þennan veg, að þegar orka hans og þróttur er að fjara út, að þá taki þjóðin við — því — hvað gat þessi gamli slitni birkibeinn farið lengra, en bjóða að afhenda þjóð sinni og ættjörð allar eignir sínar og æfistarf aðeins gegn því, að fá lífsuppeldi sitt þau fáu ár, er hann á ólifað. í nefndu bréfi til Alþingis segir Andrés meðal annars: “Ásbúðar safnið er 25 ára gamalt og hefir kostað mig tugi þúsunda króna, og samanstend- ur af tugum þúsunda hluta, bæði margra alda gömlum og nýjum, íslenzkum og útlend- um.” Auk þess telur hann 100 handrit, helming í bandi, 70 guðsorðabækur, þar. af um 30 spensla-bækur, auk margvís- legra rósaskrautsbóka. Eg skýt því til álits alira góðra manna, er hér þekkja til, hvort önnur lausn þessa máls væri betri en sú, er hér er getið, að safninu verði ekki sundrað. Að þjóðin taki þar við, er eig- andinn er að þrjóta og hann óskar þess, enda minnir ekkert betur um ókomin ár á þennan einkennilega gáfaða og óeigin- gjarna mann, en safnið hans í heild, sem deild í Þjóðminja- safninu, um leið og alþjóð við- urkennir æfistarf hans á við- eigandi hátt. Að endingu skal þess getið. að þessi leið í málinu er farin í samráði við þjóðminjavörðf og eru meðmæli hans um þannig löguð úrslit fyrir Alþingi. Vísir, 13. jan. CAHAOA, HttOS 40 MILUON POUNOSOFFAT i • ■ > -.............•: x \ SanEib^Baws ■ OG MOLIÐ MÖNDUL VELDIN! Næst er þú steikir eða seyðir eitt- hvað, mundi það ekki gleðja yður að sjá heita fituna streyma niður bökin á Adolph, Tojo eða Benito. Þér getið jafnvel komist fram úr þessu. Úr fitu er búið til glycerine, og ur glycerine fæst sprengiefni til að sökkva kafbátum, og eyða flugvélum og skriðdrekum. Úr beinum fæst fita og lím til iðnaðar. Hverja teskeið flots, hve’-n fitu- mola og hvert bein, soðið eða ósoð- ið, verður að spara. Síið alt flot, og látið það í munn- víða könnu. Er þér hafið fengið pund eða meira, þá takið það til kjölsalans, er greiðir yður ákvæð- verð. E3a þér lálið Municipal eða Salvage-nefndina annasí um söfn- un í byggðarlagi yðar. Þér gelið unnið að hergögnum í eldhúsi yðar. Þannig vinnið þér dag hvern að sigri. DEPARTMENT OF NATIONAL WAR SERVICES NATIONAL SALVAGE DIVISION 8r <432 Minningarsjóður Björns Jónssonar, ritstjóra og ráðherra Til að verðlauna blaðamenn fyr ir fallegan stíl og vandað mál. Á öndverðu árinu 1913 birtist í “ísafald” ávarp tólf manna um stofnun minningarsjóðs um Björn Jónsson ritstjóra og ráð- herra, sem þá var nýlátinn. Safnaðist þá nokkuð fé, sem geymt hefir verið í sparisjóði síðan. Nú um áramótin hefir sjóðseignin verið aukin og jafn- framt ákveðið að skipuleggja sjóðinn og láta hann taka til starfa. Skipulagsskráin er dagsett 14. janúar 1943 og skal Ieitað ríkis- stjórastaðfestingar á henni. Stofn féð er nú kr. 15.211,08, en gert ráð fyrir að sjóðurinn geti aukist með gjöfum og á annan hátt. í skipulagsskránni segir: “Tilgangur sjóðsins er að verð- launa mann, sem hefir aðalstarf sitt við blað eða tímarit og hefir að dómi sjóðsstjórnarinn- ar, undanfarin ár ritað svo góð an stíl og vandað íslenzkt mál, að sérstakrar viðurkenningar sé vert.” Til þess skal varið % vaxta af sjóðnum, er safnast hafa. Landsbanki íslands hefir fjár- gæslu sjóðsins. Fyrsta úthlutun verðlauna ú: sjóðnum fer fram á 100 ár; fæðingardegi Björns Jónsson ar, 8. október 1946. Fyrstu sjóðsstjórnina skipa, samræmi við ákvæði skipulags skrárinnar, þessir menn: Sigurður Nordal, prófessor formaður. Björn Guðfinnsson, lektor báðir sjálfkjörnir samkvæm embættisstöðu þeirra. Benedikt Sveinsson, fyrv. al þingismaður, skipaður a mentamálaráðherra. Jón Magnússon, fil. kand. kjörinn af Blaðamannafélag Islands. Pétur Ólafsson, forstjóri sonarsonur Björns Jónssonar. Ef einhverjir kunna að viljs auka sjóðinn með gjöfum, verð- ur slíkum gjöfum fyrst um sinr veitt móttaka í Bókaverzlur ísafoldar, Austurstræti 8 Reykjavík, og hjá eftirtöldun- b'löðum: Alþýðublaðinu, Morgunblað- inu, Tímanum, Vísi, Þjóðólfi og Þjóðviljanum. Ofanrituð greinargerð barst blaðinu í gær frá stjórn minn- ingarsjóðsins, en þó sjóðurinn sé stofnaður fyrir nærfelt 30. árum, hafa ekki fyrri en nú nýlega verið teknar ákvarðanir um skipulagsskrá hans. Þó starf blaðamanna sé ó- neitanlega mikilsvert fyrir þjóð- ina, hefir því næsta lítið verið sinnt, að létta þeim hið vanda- sama starf, eða sýna stétt þeirra viðurkenningu. Mun þetta vera fyrsti sjóðurinn, sem hér hefir verið stofnaður, til styrktar og viðurkenningar fyrir blaðamenn. Fer vel á því, að þannig sé sjóður sá, sem tengdur er við nafn Björns Jónssonar. — Ætti þessi sjóður því að verða feng- sæl) og eflast mjög, vegna vin- sælda og álits, er Björn Jónsson naut og vegna hins virðulega hlutverks, sem sjóðnum er ætlað. Skipulagsskráin er svohljóð- andi: Skipulagsskrá fyrir minningarsjóð Björns Jóns sonar, “Móðurmálssjóðinn”. 1. gr. Sjóðurinn heitir Minning arsjóður Björns Jónssonar, “Móðurmálssjóðurinn”. 2. gr. Stofnfé sjóðsins er kr. 15.211,08, krónur, sem fengið er sumpart með gjöfum ýmsra á árunum 1913 og 1914 og sum- part með gjöfum og tillögum um áramótin 1942—1943. 3. gr. Tilgangur sjóðsins er að verðlauna mann, sem hefir aðal- starf sitt við blað eða tímarit, og hefir, að dómi sjóðsstjórnar- innar undanfarin ár ritað svo góðan stíl og vandað íslenzkt mál, að sérstakrar viðurkenn- ingar sé vert. Eigi má veita sama manni þessi verðlaun oftar en einu sinni á fimm árum. Verðlaununum skal að jafnaði varið til utanfarar. 4. gr. Stjórn sjóðsins skal skip- uð fimm mönnum. Tveir þeirra eru sjálfkjörnir, en hinir skip- aðir til 6 ára í senn, þeir fyrstu frá 14. jan. 1943 að telja til 31. des. 1948. Nú fellur einhver þessara manna frá eða forfallast af öðrum orsökum og velja þá hinir sjóðsstjórnendurnir mann í hans stað það sem eftir er kjörtímabilsins. Stjórnina skipa: A. Sjálfkjörnir: 1) Aðalprófessorinn í íslenzk' um bókmentum við Háskóla ís' lands. Er hann formaður stjóm' arinnar. 2) Háskólakennari í íslenzku nútímamáli eða sá maður, seH1 hefir eftirlit með móðurmálS' kenslu í íslenzkum skólum, eðs ef enginn er slíkur háskólakenn- ari eða eftirlitsmaður, þá aðal' íslenzkukennarinn við Menta' skólann í Reykjavík. B. Kjörnir: 3) Einn maður skipaður a^ mentamálaráðherra. 4) Maður kjörinn af Blaða- mannafélagi Islands eða hlið' stæðum félagsskap. 5) Einhver niðja Björns JónS' sonar ritstjóra og ráðherra sefl1 hinir stjórnarmennirnir kjósa. 5. gr. Fjárgæsla sjóðsins skal falin Landsbanka íslands eða sjóðsstjórnardeild hans, ef slí'k deild verður sett á stofn. Skal þess jafnan gætt að fé sjóðsins beri vexti og má í því skyfl1 verja fé h'ans til kaupa á veð' deildarbréfum og öðrum jaffl' tryggum verðbréfum. — Hluta* bréf má aldrei kaupa fyrir eign' ir sjóðsins. Hagur sjóðsins skal gerðut upp fyrri lok desember-mánað' ar ár hvert og reikningar hans birtir á þann hátt, sem sjóðS' stjórnin ákveður. 6. gr. Tekjur sjóðsins er*1 vextir af höfuðstól hans svo og gjafir, er honum kynni að hlotfl' ast. Skulu tekjurnar leggjast við höfuðstólinn sbr. þó ákvæði gr. 7. gr. Úthlutun verðlauna úf sjóðnum skal fara fram á fæð' ingardegi Björns Jónssonar «'• október ár hvert, í fyrsta skift1 á 100 ára fæðingardegi hans október 1946. Verðlaunin skul11 nema % vaxta er safnast hafa’ en Va jafnan lagður við sjóðs' upphæðina. Sjóðsstjórnin getut ákveðið að úthluta verðlaunufl1 annað hvort eða jafnvel þriðja hvert ár. Skal þá næsta úthlut' un nema % hlutum vaxta tveggja undanfarinna ára. 8. gr. Leita skal staðfestingal ríkisstjóra á skipulagsskrá þess' ari og skal skipulagsskráin birt í B. deild Stjórnartíðindanna. Reykjavík, 1,4. jan. 1943. Mbl. 15. jan- \ RED CROSS DRIVE 1943 MANITOBA QUOTA $600,000.00 + As the theatre of war operations expands, the demands on The Canadian Red Cross become even greater PLEASE DO YOUR SHARE i OHBS É i m 8 WOMEN-Serve with the C.W.A.C. You are wanled — Age limits 18 to 45 Full information can be obtained from your recruiting representative Canadian Women’s Army Corps Needs You Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March Get in Line — Every Fit Man Needed \ Age limits 18 io 45 War Veterans up to 55 needed for VETERAN’S GUARD (Active) Local Recruiting Representative

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.