Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGbERG. FIMTUDAGINN 25. MARZ 1943. Dóttir fangavarðarins Fimm mínútum siðar var hann kominn ofan að glugganum, var hann talsvrt stærri en sá efri, og fyrir honum engar járnslár. Braut hann með varúð þrjár rúður og hirti ekki um þó hann blóðgaði sig á höndum. Kom hann þá inn í gang nokkurn, sem lýstur var, og eins í hinum enda gangsins. Hann læddist fram með veggnum, og sá að þar lá stigi eitthvað ofan. Þegar hann hafði slökkt ljósin, gekk hann ofan þenna stiga og kom í annan gang, þar logaði einnig ljós. Hann slökkti ljósið, því ef hann yrði neyddur til að flýja sömu leið og hann kom, myndi myrkrið tefja þá, sem voru að elta hann. Hann læddist eftir ganginum með hægð og njósnaði til beggja handa. Ef hann kom þar sem hurðir voru, treysti hann á þær, ef þær væru læstar. Loks kom hann að hurð sem hnigin var aðeins í hálfa gátt og gekk inn þar var svartamyrkur. Hann nam staðar og hlustaði, en heyrði ekkert. Svo fór hann að þreifa sig áfram, og hefði gefið mikið fyrir ljósglætu, því hann kendi ónota. Er hann hafði þreifað fyrir sér um hríð rakst hann á verkfæri nokkurt úr járni, skyldist honum það vera skrúa, og hrökk frá með hryllingi, því hann kannaðist við að þetta var píningarklef- inn. Hann flýtti sér þv( sem honum var auðið úr þessari kvalakrá, og hélt enn lengra eftir ganginum, til þess að fyrir honum hliðarhurð. Lét hún undan þunga hans. Þegar hurðin opn- aðist, lagði á móti honum sætann ilm, er hon- um var kunnugur, þetta var kirkja. Honum kom í hug að leynast þar til dagsbirta kæmi, en jafnskjótt mundi hann það, að undireins og vitnaðist flóttinn, kæmist hann ekki út úr t'yggingunni. En þar sem hann væri að forða sér, ætti hann ekki linna fyr en hann kæmisi. út úr þessu hræðilega völundarhúsi. Að þsssu hugleiddu snéri hann út úr kirkj- unni og hélt eftir ganginum með sömu var- færni, og leitaði að nýjum dyrum, það leið heldur ekki á löngu að hann varð þeirra var. Nú var úr vöndu að ráða. 1 enda gangsins sá hann stórar dyr og yfir þeim loguðu tvö ljós á ljósberum en úti fyrir dyrunum var varð- maður á gangi. Ríva sá samstundis að ekki var hægt að komast fram hjá honum svo að hann eigi yrði hans var og eina ráðið væri að hlaupa á manninn óviðbúinn. Þó Ríva hefði aldrei lagt hönd á mann var frelsisþráin svo áköf og kringumstæðurnar svo hræðilegar að hann gleymdi öllu öðru. Hann bjó sig því undir sem bezt hann gat og hljóp á varðmanninn í ör- væntingaræði. Áhlaupið kom yfir varðmanninn sem reiðarslag, þunga byssan datt úr höndum hans og glamraði við steingólfið, og fann jafnframt að tveimur handleggjum var vafið utan um sig svo rammlega að hann kom eng- um vörnum við og datt niður. “Þegiðu eins og steinn, annars er dauðinn þér vís,” hvíslaði Ríva í eyra hans, er hann ætlaði að kalla eftir hjálp. Maðurinn þagnaði tafarlaust. Leiðin var nú opin. Ríva hljóp sem örskot að garðshliðinu, en hurðin var læst. Varðmaðurinn var að brölta á fætur. Hvað var nú til ráða? Ríva hljóp til hans, þreif byssuna og hvíslaði. “Ef þú dirfist að standa upp skýt eg þig sem hund.” Maðurinn stundi vfð og hné niður aftur. Ríva fór svo að klifra yfir hurðina, og hepn- aði§t það um síðir, skaut svo byssunni inn í garðinn, þá var maðurinn horfinn. Jafnframt laust upp mikilli háreysti og köllum, kyndlar voru á hreyfingu og menn streymdu að úr öllum áttum. Málarinn nam staðar augnablik og hug- leiddi í hvaða átt hann ætti að fara. Þá hringdi herklukka ríkisfangelsisins, og öllum var ljóst að fangi var strokinn og 500 gillini væru lögð til höfuðs honum. Ríva var því ekki óhultur á strætunum og hlaut að fela sig sem næst fangelsisbyggingunni, í þeirri von að hans yrði leitað langt yfir skamt. Gagnvart sér sá hann að ekki var búið að slökkva ljósið í smáhýsi einu og tók það ráð að leita þangað. Þegar þangað kom voru dyrn- ar opnar og heyrði hann málróm fyrir innan, sem fyllti hann kvíða, það var Dolce fanga- vörðurinn sem talaði. “Skyldan kallar, fangi hefir sloppið. Gættu hússins Arnarilla. Að litlum tíma liðnum kem eg aftur. Fanginn getur ekki verið kominn langt.” Ríva hafði naumann tíma til að forða séi í skugga, áður en fangavörðurinn ruddist út og stiklaði til fangelsisins. Arnarilla horfði á eftir föður sínum, snéri sér svo við og ætlaði að láta aftur hurðina, þegar Ríva stökk fram úr skugganum. Stúlkan æpti upp af hræðslu og vildi skella hurðinni í lás, en þá hafði Ríva komist með annan fótinn inn fyrir þröskuldinn. “Eg er Ríva málarinn,” mælti hann í bænar- róm “sá sami er málaði myndina er þú dáð- ir mest, og sem þú ....” “Þegið, þegið! meistari,” svaraði stúlkan, sem nú hafði áttað sig og bað málarann að koma sem bráðast inn í húsið, og læsti svo hurð- inni á eftir þeim, og nú stóðu þau frammi fyrir hvort öðru. Stúlkan var yndisleg þar sem hún stóð þarna með kinnarnar litverpar eftir hræðsluna. Hún virti málarann fyrir sér með mikilli hluttekningu en þagði. “Hafið ástarþökk kæra stúlka, fyrir það að hrinda mér ekki frá yður,” sagði málarinn. “Hvernig átti eg að geta fengið mig til þess,” svaraði hún, og röddin var óstyrk. “Hve oft hefi eg ekki beðið fyrir ýður, þang- að til að faðir minn var orðinn svo reiður, að hann harðbannaði mér að minnast á yður.” “Getið þér leynt mér í fáeina daga?” spurði Ríva. Hún hugsaði sig um. “Að vísu veit eg af fylgsni, sem torvelt mundi að finna yður, en eg verð að muna eftir hon- um föður mínum. Ætli flótti yðar steypi hon- um ekki í ógæfu?” “Öldungis ekki. Ef það yrði prófað, kæmi það tafarlaust í ljós, að hann væri saklaus, og auk þess er eg aðeins í gæzluvarðhaldi, svo atburður þessi glymdist bráðlega.” “Komið með mér,” sagði Arnarilla, og gekk upp þröngann stiga og að hurð nokkurri. Hún lauk hennj upp og benti Ríva inn í dálítið herbergi. En ekki gat þetta verið fylgsnið. Hún studdi á fjöður einhverja, laukst þá upp hurð að herbergi, var það minna en hitt og á því gluggi lítill. “Hér eruð þér óhultur,” sagði Arnarilla. ‘ Verði leitað hér, skjótið þá þessu borði til hliðar og tekur þá við vindauga, sem þér getið skriðið eftir, og þegar því sleppir eru aðeins 15 fet ofan á jafnsléttu.” Ríva dáðist að því hversu .stúlkan hafði glöggan skilning, og tók innilega í hönd henn- ar. Arnarilla gekk svo út úr herberginu og læsti hurðinni vandlega. Fangavörðurinn kom heim litlu eftir að þetta fór fram, og af því að stofan var niður undan fylgsni málarans, heyrði hann glöggt að hann var í illu skapi. “Bölvaður málarinn hefir sloppið,” sagði hann við dóttur sína, “og guð má vita með hverjum hætti honum hefir tekist það.” Arnarilla lét sem hún væri frá sér numin af undrun. “Já, það er nú áræðinn piltur,” hélt hann áfram ræðu sinni, “og enginn skylur hvernig honum tókst að komast af blýþakinu.” “Aðeins að hann hafi ekki beinbrotið sig,” sagði Arnarilla. Þú hefir stöðugt haft hann í sérstöku uppá- haldi,” sagði Dolce önugur, “en víst er, að burt hefir hann komist með heila limi — en varð- maðurinn, sem lét hann sleppa, fær makleg málagjöld.” “Þeir svala þá gremju sinni ekki á þér faðir minn?” “Nei, því eg mælti fast á móti, þegar þeir vildu láta hann fá betra varðhald. Eg sagði þeim, að hann væri til alls vís og einmitt af því — þó ekki færu þeir eftir ráðum mínum, kemst eg nú klakklaust. Það er einnig áreiðan- legt að eg hefði ekkert á móti að vinna fyrir þessum 500 gillinum, sem lögð voru til höfuðs honum. Hefði eg þau handa á milli, skyldi eg leggja niður þessá hættulegu stöðu og byrja ofurlitla verzlun.” Svo var þögn og málarinn heyjrði að Dolce fór að ganga um gólf í stofunni og var þung- stígur. Allt í einu nam hann staðar og sagði við dóttur sína: “Arnarilla, eg er knúður til að freista gæf- unnar, því langt getur fanginn ekki verið kominn, skeð getur að mér auðnist af ein- hverri hendingu að finna hann og taka hann fastann.” Að þessu sögðu fór fangavörðurinn út úr húsinu, og Ríva heyrði fótatakið smá deyja í fjarlægð. Óvænt atvik. Svo fór sem málarinn gat sér til, að ákafinn i embættismönnunum smá minkaði eftir því sem tíminn leið frá atburðinum, og seinast var hætt að minnast á hann; aðeins kent í brjógtx um varðmanninn, sem hafði verið dæmdur í fangelsi í fimm vikur fyrir slælega frammi- stöðu. Það var því kominn hentugur tími að halda flóttanum áfram, og tók því Ríva að búast til ferðar; en með því hætta var að * flyja í fangabúningi, þá kom Arnarilla með gamlan einkennisbúning af föður sínum. Kvöld eitt er Dolce vár genginn út kvaddi málarinn Arnarillu. “Guð launi þér fyrir alla hjálp þína við mig,” mælti hann og tók í hönd hennar, þar sem hún stóð með tár í augum. “Ó hvað mig langar til að flýja með þér,” sagði hún, “því eg er föðurlaus og einmana. Dodle er aðeins frændi minn og hefir alið mig upp. Eg hefi tekið mikið út vegna ágirndar hans.” “Vertu vonglöð”, sagði málarinn, “því undir- eins og eg hefi fengið méb nýtt heimili, ætla eg að sækja þig, og hefi eg strengt það heit að giftast þér eða engri.” Síðan faðmaði hann stúlkuna, og hvarf í skyndi út í hálfrökkrið. Hann hafði ekki jafnað sig til fulls eftir þennan skilnað, þegar hann kom út á “And- varpabrúna”, þar útvegaði hann sér ferju og borgaði ferjumanninum fyrir fram, og mínútu seinna flaug ferjan áfram eftir skurðinum. Ferjumaðurinn var forvitinn eins og allir ferju- rrænn, hafði undir eins tekið eftir einkennis- búningi farþegans, fór nú að veita honum nánari eftirtekt. “Eru nokkrar nýungar í fréttum herra minn? Ætlið þér að taka einhvern fastann?” “Já, eg er einmitt að leita að háskalegum glæpamanni.” “Með leyfi að spyrja. Hvaða glæp hefir hann framið?” “Afar mikinn pólitískan glæp.” Svo varð þögn. Þá heyrðist kallað ofan af flóðgarðinum af manni er var torkennilega klæddur. “Heyrðu ferjumaður, lofaðu mér að verða samferða.” Það fór hrollur um málarann, því á mál- rómnum þekkti hann að þetta var Guiseppi Masanó. Aðalsmaðurinn hafði kvöld þetta verið að spila lögbannað spil í einni af leynikompum þeim sem lögreglunni gekk svo illa að finna, þó slungnin væri. Ríva var það vel kúnnugt að þessi svarni ótfinur hans og fyrverandi ná- granni var gagnsýrður af óstjórnlegri spila- ástríðu. “Má eg taka manninn?” spurði ferjumaður- inn í lágum róm. Ríva samþykkti það, og sagði að þetta væri einmitt maður sá er hann væri að leita að, og ef hann vildi hjálpa sér til að hadtaka hann fengi hann ríflega borgun fyrir greiðann. “Eruð þér viðbúnir?” “Já,” svaraði ferjumaðurinn í hálfum hljóð- nm og herti nú róðurinn er honum bauðst þessi aukavinna. Augnabliki eftir lagði hann að flóðgarðinum. Ókunni maðurinn sagði “Gott kvöld” við einhvern upp á bakkanum, stökk út í ferjuna og orgaði: “Af stað”. Ferjan var samstundis komin út á miðjan skurðinn. Ríva benti ferjumanninum. Hann lagði upp árarnar. Þá gekk Ríva að ókunna manninum og spurði. “Eruð þér Guiseppe Masanó?” “Hvað varðar yður um það?” rumdi í hin- um hörkulega. “Það fáið þér að vita samstundis. Vitið þá að eg tek yður fastann í nafni Lýðveldisins.” Aðalsmaðurinn kipptist við, því hann vissi sig sekann, og þekkti einkennisbúning þess er talaði. “Viljið þér gefast upp?” spurði Ríva. “Aldrei,” orgaði Masanó, og ætlaði að draga sverð sitt úr slíðrum, en áður en hann fengi tíma til þess, hafði ferjumaðurinn þrifið í herðar hans og lagt hann flatann niður í ferjuna. “Á eg að binda glæpamann þenna?” spurði hann lögregluþjóninn er hann hugði vera. “Já, og settu kefli í munn honum,” skipaði Ríva, og sagði svo ferjumanninum hvar hann ætti að lenda. Hálfum klukkutíma síðar komust þeir þang- að. Ríva fékk ferjumanninum nokkra silfur- peninga og bað hann bíða meðan hann út- vegaði fleiri menn. “Verið óhræddur herra! Fuglinn skal ekki fljúga frá mér,” kallaði ferjumaðurinn. • Hinn ötuli flóttamaður flýtti sér þarnæst til fyrstu varðstofu, gekk þar inn og kvaðst hafa tekið fastann glæpamann á flóðgarðinum, ein- hvern versta spilamann, og nú kæmi til þeirra kasta að koma og flytja hann í fangelsið. Lögregluþjónarnir brugðu við og fundu ferj- una, þar sem þeim hafði verið vísað til, en Ríva fór sína leið. “Það var gott að þér komuð,” sagði ferju- maðurinn. “Maðurinn reynir með öllu móti að losna. Heyrið hvernig hann gnístir tönnum.” Þegar lögregluþjónarnir losuðu um keflið uppi í aðalsmanninum, kom í ljós að ferju- maðurinn hafði svikalaust unnið verk sitt, því hann var næstum hengdur. Þegar þeir höfðu núið hanrf stundarkorn kom maðurinn aftur til sjálfs sín. Við yfirheyrzluna játaði hann sekt sína, þó ótrúlegt væri og það í viðbót hvar spilakompa 9Ú var, og að hann þar hefði tapað aleigu sinni, og leit á handtöku sína, sem \ærk forsjónarinnar, og var fús að fara í fangelsi. Alla rak í rogastans er það kom í ljós að þetta var Guiseppi Masanó er nú stóð frammi fyrir þeim, þessi ráðríki þjóðstjóri, en skyldu sína hlutu þeir að gera, og eftir að þeir ár- angurslaust höfðu beðið málarans góða stund fiuttu þeir Masanó í fangelsið. ISögulok. Þrjú ár eru liðin frá þvíf Ríva strauk úr blýþakaklefanum í Feneyjum. Vorið var að ganga í garð. Frá Alpafjöllun- um — sem eins og vefja sig utan um Feneyja- héraðið — rann leysingarvatnið ofan á slétt- lendið og svo í Adríuflóann. Héraðið fagra við Pavía flaut í vatni. Brú var yfir ána skamman veg frá árósnum er tengdi saman Feneyjar og Austurríki. Það var farið að flæða upp á brúarsporðana. Á brúnni miðri stóð hús toll- stjórans, sem var Feneyskur embættismaður. Frá ómunatíð hafði slíkur vöxtur aldrei komið í ána, og aldrei á nokkru vori hafði hún borið ofan eftir dalnum jafnmikið af ísjökum, og var brúin því í þeirri mestu hættu. ísjakarnir skullu á brúarstólpunum, losuðu um stórgrýtið, svo það kastaðist ofan í fossfallið. “Lítið á veslings tollstjórann!” heyrðist æpt úr öllum áttum frá mannfjöldanum er streymdi sem óðast að. “Það er engin lífsvon, því enginn getur bjarg- að honum,” sögðu nokkrir. — Það er þá ekki mikill mannskaði,” kölluðu einhverjir “því gamli Dolce hefir verið okrari og svíðingur.” Svei, hver getur haft slík orð í munni sér,” sögðu margir. í sama bili sást á höfuðið á tollstjóranum koma út úr glugganum á þak- inu. “Sjáið angistarsvipinn!” æpti múgurinn. “Hjálp, hjálp,” var æpt frá þakinu. Bátur var að sönnu við hendina, en enginn þorði að leggja á honum út í ísruðninginn til að komast að húsinu. Gamli fangavörðurinn sá vel að enginn þorði eða vildi leggja líf sitt í hættu fyrir hann, og því varð hann að spila á sína eigin getu ef hann ekki átti að farast. Brúar- stólparnir, sem húsið var bygt á voru farnir að hristast. Hann hvarf úr glugganum, en kom að vörmu spori út í dyrnar og fór að læsa hurðina af'hjörunum. Eftir harða raun losnað' hurðin og skeltist niður á brúna, svo ýtti hann henni með stórri stöng út á rönd brúarinnar, kallaði síðan á dóttur sína að verða sér sam- ferða. Arnarilla kom út í dyrnar, en þver- neitaði að fara með honum. Nú var hurðin komin á flot, og þar næst sté tollstjórinn út á þenna lélega fleka, og ýtti sér út með stöng- inni. Hurðin snérist fyrst í hring og svo hreif straumurinn hana, og kastaði henni inn í rekísinn. Þá sporðreistist hún, og Dolce hvarf með skelfingar orgi ofan í hyldýpið. “Lesið bæn fyrir sálu hans,” sagði einhver í mannfjöldanum og allir réttu upp hendurnar, svo snéru sér allir að ungu stúlkunni, sem stóð í húsdyrunum og fórnaði upp höndunum. “Er enginn, sem þorir að bjarga aumingja stúlkunni?” æpti kvennfólkið. í þessari svinan þá bættan var orðin sem mest kom þangað ungur maður hlaupandi. Hann var fátæklegur til fara en þrifalegur. Dökkt og sítt hár féll í liðum ofan um herðarnar og augun gióðu af einkennilegum ljóma er hann kom auga á stúlkuna í húsdyrunum. Menn bentu honum á bátinn. Hann stökk djarflega út í hann og reri knálega út í öldurótið á ánni, bonum heppnaðist að sneiða hjá ísrekinu og að 5 mínútum liðnum var hann kominn að brúar- stólpanum undir húsinu. Manngrúinn laust upp fagnaðarópi. Maðurinn batt bátinn og hljóp upp til stúlkunnar, er hljóðaði upp af gleði og undr- un. “Nú er eg kominn til að sækja þig Arnarilla”, kallaði hann og faðmaði stúlkuna sem titraði af geðshræringu. “Ríva, elsulegi Ríva-” svaraði hún;- Hann tók hana í fang sér, studdi hana ofan í bátinn er dansaði á öldunum. Svo hljóp hann á eftir, þreif árarnar og reri inn í rekjakana. Straumurinn fleygði bátnum áfram, en Ríva var svo heppinn að komast þangað er vai' nokkru lygnara. Þegar hann lenti var tekið á móti honum með áköfu gleðiópi og allir óskuðu þeim til hamingju. Þó jukust fagnaðarlætin ei' það vitnaðist að maður þessi hafði bjargað unnustu sinni. Þá heyrðist ógurlegt brak. Síð- asti brúarstólpinn með tollvarðarhúsinu hrundi niður í gnauðandi hildýpið. í sveitinni skammt frá Roveredo, þar sem fjöllin og sléttlendið keppa hvort við annað um yfirráðin, stóð hús lítið og yndislega fagurt, en nokkuð afskekkt frá þjóðveginum. Þar áttu þau heima Ríva málari og Arnarilla fagra kona hans. Með íþrótt sinni hafði honum græðst svo fé að hann gat keypt hús þetta. Nú hafði hann góða atvinnu af að mála fyrir kirkjur og gat því ókvíðinn horft fram á ókomna tímann- Arnarilla sat í litla garðinum undir hús- inu, þegar pósturinn kom og rétti henni frétta- blaðið frá Feneyjum yfir girðinguna. Hún flýtti sér að fara með það til manns síns er sat við málaragrind sína í stofunni. Ríva tók við blaðinu og rendi augunum yfir dálkana. “Mikli guð!” Hvað var þetta?” kallaði hann allt í einu upp, en áttaði sig þó brátt og las í hálfum hljóðum þessi orð: “Þar sem Guiseppi Masoni hefirskömmu fyrir andlát sitt játað, að hann fyrir sex ár- um hafi af hatri og eigingirni kært Ríva málara og látið setja í varðhald, þá er málaranum til- kynt hér með — sé hann á lífi — að hann geti í fullri heimild sem frjáls maður, tekið höll sína aftur til íbúðar. Jafnframt lofast þingið til ennfremur að greiða honum skaða- bætur er nákvæmar verða metnar af þar til kvöddum mönnum. \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.