Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 3
L.ÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. MARZ 1943. 3 Prédikun, íluii 14. marz 1943, í Fyrsiu lúiersku kirkju. Winnipeg, og útvarpað yíir siöðina CKY. “Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sérhverju orði sem fram gengur af Guðs munni.” Matt. 4:4. Á hverju lifir maðurinn? Hvað þarf hann að hafa tii framfærslu lífi sínu til þess að það geti orðið farsælt og fagurt? Þessi spurning hefir verið eitt af viðfangsefnum bæði heimspekinnar og hinna ýmsu trúarbragða frá því s°gur hófust, og enn eru skiftar skoðanir um það hvernig henni verði best svarað. í kvöld vil eg leggja áherzlu á hvernig Jesús Kristur svaraði þessari spurningu. Svar hans verður þeim mun eftirtektarverðara þegar þess er gætt hyernig stóð á fyrir honum þegar hann gaf það. Hann var þá, samkvæmt frásögunni í guðspjalli dagsins, staddur úti a eyðimörku, einn síns liðs og yfirkominn af húngri. Freist- ^rinn kom til hans og stakk upp á því við hann að það væri °þarfi fyrir hann að kveljast þannig. Ef hann væri Guðs sonur, gæti hann, ef honum byði svo við að horfa, búið til hrauð úr steinum. Hví þá ekki að gjöra það samstundis? En þá gaf Kristur þetta merkilega og sígilda svar: “Maðurinn hfir ekki á brauði einu saman, heldur af sérhverju orði sem fram gengur af Guðs munni.” Andspænis þessu svari Krists skiftast menn í þrjá aðal flokka. Einn flokkurinn er Kristi algjörlega ósammála í þessu efni; annar flokkurinn er honum sammálá að nokkru leyti; hinn þriðji telur svar bans hið eina rétta. Áður en lengra er haldið er það nauðsynlegt að skil- greina hugtakið “brauð”. Það hefir að minni hyggju hvergi verið betur gjört í fáum orðum en í fræðum Lúters í sam- bandi við fjórðu bænina: “Daglegt brauð nefnist alt sem beyrir til fæðslu líkamans og þarfa, svo sem: matur, drykk- Ur. klæði, skæði, hús, heimili, jarðnæði, fénaður, peningar, fjármunir, eiginkona, eiginmaður” o. s. frv. Er hér upptalið það helzta sem menn sækjast eftir, og víst er ekki ofmælt að segja að vit og strit mannsins beinist einkum að því að afla sér hins daglega brauðs í þeirri merkingu sem hér §reinir. Enginn vor á meðal er þá heldur svo andlegur að vér getum verið ári þessara gæða. Á meðan vér erum í 1 hkamanum verðum vér að sinna þörfum hans, og breyta eftir því náttúrulögmáli sem hann er háður. Kristur telur það eðlilegt og sjálfsagt. En hitt telur hann jafn eðlilegt og sjálfsagt, að menn beiti ekki allri orku sinni til að afla sér þýssara hluta, heldur sinni einnig og jafnvel fyrst og fremst Slnum andlegu þörfum. Þess vegna segir hann: “Maðurinn bfir ekki á brauði einu saman.” x En hávær efnishyggjan hrópar: Vér þurfum ekkert annað en brauð. Gef oss gnægð hins daglega brauðs í þeirri merking sem hugtakið hefir verið skilgreint, þá mun- um vér verða ánægðir og ekki biðja um neitt annað. En Pessi aðstaða sprettur upp af sérstakri lífsskoðun, sem telur manninn aðeins skepnu, háða sömu lögum og dýr merkur- mnar og þeim að engu verulegu leyti æðri. Líkami manns- ms er ekkert annað en vatn og vöðvavefur. Maðurinn er rmddur moldarinnar barn, hann nærist á moldinni í ein- bverri mynd á meðan hann lifir, og þegar hann deyr verður bann maðkafæða og mold. Maðurinn lifir á brauði einu Saman. Þess vegna gildir það fyrst og fremst að standa sig 1 kapphlaupinu um brauðið. “Ef þú ert Guðs sonur” segir efnishyggjan, ef þú ert óskabarn hamingjunnar, þá reyndu að tryggja þér það að hamingjan sleppi ekki úr greipum Per- Ef þú ert sterkur þá bjóddu öllum byrgin, sölsaðu undir þig það af gózi og gæðum þessa heims sem þú getur b°mist yfir. Einu gildir þó þú sért ekki\vandur að meðölum, tilgangurinn helgar meðalið. Ef þú ert gáfaður þá not- aSu hæfileika þína til að leika á einfalda, lítilsiglda sam- erðamenn þína, og mata krók þinn á kostnað þeirra. Ef Pn býrð yfir einhverri tækni eða hyggjuviti um fram aðra menn þá hikaðu ekki við að gjöra steina að brauðum Stund- aðu hverja þá atvinnu sem gefur gull í mund, og lát þig ,lbu gilda almenningsálitið um heiður eða vansæmd. Ef þú ert yfirstéttarmaður þá láttu engan skerða hluta þinn. aktu sem minst tillit til hinna fátæku, hrjáðu og smáu ^ýsalinga sem lifa og hrærast umhverfis þig. Þeir eiga að ata s£r nægja molana sem falla af borðum þínum, og gömlu °tin þín sem ekki sæma lengur stöðu þinni og stétt í Samfélagi mannanna. Þetta, eða þessu líkt er evangelium . tnishyggjunnar, eins og hún var túlkuð af óvini mannkyns- lbs í eyðimörkinni forðum, og eins og hún kemur í ljós alt ta® á þennan dag. En af þessu stafar grimd og græðgi, hbogaskot, öfund og yfirgangur meðal einstakra manna b§ heilla þjóðfélaga. Þessi speki er vegin, og fundin fær til þess eins að steypa heiminum í glötun. , Á meðal þeirra sem eru Kristi samþykkir að nokkru yti í þessu máli, er stór hópur mannvina og hugsjóna- anna sem öllu fremur þrá jöfnuð og réttlæti í viðskiftum , annanna. Þeir telja hina grófu efnishyggju mönnunum esamboðna með öllu. Að vísu láta þeir sig uppruna manns- s. eðli hans og endanlega köllun litlu skifta, en leggja þó emln á að maðurinn sé siðuð vera, að hann sé meiri Vnsemi gæddur en aðrar verur, að hann sé nú fyrir °kkru farinn að ganga uppréttur, og megi því ekki láta mbeygja sjg aftur í búksorg og matarstriti. Þeir vilja °|arnan lækka alla hóla og hækka allar dældir á yfirborði á^hhfélagsins, þannig að sá fátæki verði ríkari en hann Ur var, en sá ríki fátækari, og alt stéttaskipulag vilja ^eir afnema. Þeim er einkum hugleikið að annast olnboga- °rn lífsins, hina fátæku, hráðu og ólánsömu. 1 þessu bera P^r fyrir sig orð Krists: “Hungraður var eg og þér gáfuð er að eta; þyrstur var eg og þér gáfuð mér að drekka; stur var eg og þér hýstuð mig; sjúkur var eg og þér Juðuð mín.” (Matt. 25). Þeir telja það hið fyrsta og æðsta leutverk kirkjunnar að sinna hinum tímanlegu og líkam- §u þörfum manna, að reyna af fremsta megni að hafa þ §andi og helgandi áhrif á mannfélagsmálin í heild sinni. eit telja kirkjunni skylt að hafa sem mest hönd í bagga eo löggjafar 0g framkvæmdarvaldi laga í hverri borg og ygo 0g vera einskonar menningarleg lyftistöng í öllum Qe erðarmálum manna. Vér skulum, segja þessir menn, láta s nægja eina til'Veru í senn. Trúarbrögðin hafa nægilegt- ^erksvið þó að þau fari ekki út fyrir takmörk hins daglega s- Vissulega er það meira aðkallandi að sinna hinum anlegu þörfum mannanna, heldur en að reyna að fá a til að tileinka sér einhverjar kenningar um dauðann, dómsdag og annað líf. “Ef þú ert Guðs sonur segir þessi stefna, ef þú hefir nokkra getu eða löngun til um- bótaviðleitni þá gjörðu alt sem í valdi þínu stendur til að sjá um að aðrir menn geti líka fengið að lifa eins og Guðs synir, og við lífskjör sem þeim eru samboðin. Margir þess- ara mamja eru einlægir vinir kirkjunnar, og skilja og meta þau menningaráhrif sem hún býr yfir. En þeim finst að kirkjan þurfi að vakna til meðvitundar um hina eiginlegu köllun sína. Þeir telja hana sofandi og áhrifalitla stofnun, sem láti sér nægja að dvelja í musterum tilbeiðslunnar, í staðinn fyrir að starfa á akri athafnalífsins. Víða um lönd hefir þá líka auðvaldið stungið kirkjunni svefnþorn, svo að hún þorir ekki að hreyfa legg né lið þess vegna. En kirkj- unni er svo þungt um andardrátt í faðmlögum auðvalds- ins að henni liggur við köfnun. Á grænum grundum mann- úðarinnar hefir hún fyrst tækifæri til að rétta úr sér, þar er hið eðlilega andrúmsloft hennar. Kirkjan er eins og konungsdóttir í álögum, — það þarf fyrst að frelsa hana, svo hún geti notið sín. En fari nú svo, sem víða ber við, að kirkjan vilji ekki sinna köllun sinni, hlaupi hún aftur undir klæðafald auðvaldsins þegar við henni er hróflað, þá skalt þú ekki hika við að gjöra steinana að brauðum. Kirkjan er þá orðin eins og auðvaldið að steingjörvingi, er ekki á heima á vorri samtíð. Öfgamennirnir í fylkingu jafnaðarstefnunn- ar og humanismans hrópa nú af öllum mætti: Molaðu hroka þeirra beggja, auðvaldssins og kirkjunnar, unz bæði falla að fótum þér og sleikja duft jarðar. Hafðu endaskifti á skipulagi mannanna. Auðvaldið er nógu lengi búið að sitja að völdum, og sjúga blóð og merg úr ölluijn fjölda manna, gefið nú öreigunum tækifæri! manns. Þessu verður ekki til vegar komið með valdboði, mannfélagslegum umbótum, eða kollvörpun einhvers skipu- lags til að koma einhverju öðru skipulagi að. Þess vegna hef- ir hann kosið þá leið fyrir kirkju sína að hún skuli koma fram í hlutverki saltsins sem verndar, og súrdeigsins sem hægfara breiðist út. þannig aðeins verður kirkja hans reist á traustum grunni, og guðsríki staðfest í hjörtum manna. Orð hans til hvers manns er þetta: Guð elskar þig, þú ert eilíf vera, sköpuð í hans mynd. Líkama þinn átt þú að varðveita meðan varir, því að hann er eitt af híbýlum föðursins. Líkami þinn kann að vera orðinn næsta hrörlegt híbýli nú, en brátt færð þú annað betra, ef þú reynist þess verðugur. Þess vegna mátt þú ekki vanrækja sálarlíf þitt, því þar er þinn innri og sanni maður. Hann talar máli helgunarinnar í öllu dagfari: Vertu hreinn, eins og eg er hreinn. Þegar o§s mistekst og vér hrösum, eins og vér gjör- um þráfaldlega, talar hann máli fyrirgefningarinnar. “Eg sakfelli þig ekki — far og syndga ekki framar”. Vér höfum talsmann hjá föðurnum, Jesúm Krist, hinn réttláta. Þegar sorgir, andstreymi steðja að oss, og viðskilnaður vina blind- ar oss beiskum tárum, talar hann máli huggunarinnar. Og þegar vér svo að síðustu göngum ofan í skuggadalinn, tekur hann hönd vora og bendir oss á sólroðin fjöll í sumar- löndum lífsins hinu megin við dalinn, því “Hvað er hel? Öllum líkn er lifa vel, engill sem til lífsins leiðir, ljósmóðir, er hvílu breiðir, sólarbros, er birta él heitir hel.” En þótt margt sé lofsvert í þessari mannúðar^Jefnu, þótt hún láti stjórnast af hinum háleitustu hvötum, þótt hún bendi á margar meinsemdir, og kirkjan geti margt af henni lært, hefir hún þann megingalla að vera of takmörkuð og einhliða. Hún snertir aðeins örlítinn Tiluta af allri tilveru mannsins; hún einblínir á aðeins fáein af þeim fjölmörgu orðum sem Kristur mælti um lífið og mennina. Þegar nánar er aðgætt verður það ljóst að hér er ekki um kristindóm að ræða í hinni venjulegu og sögulegu merking orðsins, held- ur kristilega siðfræði, eða pólitízka heimspeki með kristi- legum blæ. Viðleitni allra slíkra umbótamanna er í mesta máta lofsverð, og ágæt eins langt og hún nær. En frá sjónarmiði kristindómsins nær hún ekki nógu langt, vegna bess að hún lætur ekki stjórnast af sérhverju orði sem fram gengur af Guðs munni. Hún takmarkar áhuga sinn og starfsemi við sambúð mannanna sín á milli, en gætir ekki þess grundvallarsannleika að sú sambúð verður aldrei bróðurleg fyr en menn læra að þekkja föður vor allra sem er á himnum, og kosta kapps um að móta framkomu sína að vilja hans. Andspænis hinni grófu efnishyggju, og hinni mildu mannúðarstefnu, og öllum straumum og stefnum í hugar- heimi mannanna sem hasla sér völl innan hins tímanlega mannlífs, stendur heildarstefnuskrá kristindómsins, sem nær yfir allar stefnur, og yfir alla tilveru mannsins. Krist- indómurinn hefir fyrirheit, bæði fyrir þetta líf og hið til- komanda. En maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Hann getur að vísu haldið við líkamslífi sínu á þann hátt, en um verulega ánægjulegt og farsælt líf getur þá fyrst verið að ræða er maðurinn gjörir sér það ljóst að hann er meira en dýr merkurinnar, að hann hefir ekki aðeins lík- ama, heldur og sál, að hann er ekki skapaður aðeins fyrir skamma dægurdvöl til að keppa um gull og glingur, held- ur miklu fremur til eilífs lífs og samfélags við Guð. Það er andinn hið innra með oss sem er hinn eiginlegi persónu- leiki vor, og ef menn vilja lifa giftusamlega verða þeir þess vegna að taka tillit til þeirrar næringar sem andinn þarfnast. Menn þurfa ekki að kafa djúpt til að finna þann mikla mun þeirrar fæðu sem svalar þörfum líkamans, og hinnar sem nærir hið andlega eðli mannsins, sálarlífið, til- finningalífið, samvizkuna og viljann. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, héldur á sér- hverju orði sem fram gengur af Guðs munni.” íslenzka sálmaskáldið hafði glöggan skilning á þessum sannleika er hann spurði í sálminum: Hvað stoðar þig alt heimsins góz og gæði, og gull og silfur, skart og dýrleg klæði, er ber þú utaná þitt dauðlegt hold? Hvar liggur það þá líkaminn er dauður, og langt frá öllu prjáli hvílir snauður í myrkri mold? Og svarið er augljóst. Það stoðar alls ekki neitt, þótt menn hafi eignast alt þetta ef þeir hafa vanrækt þroska sálar sinnar. Manninum ber að lifa af sérhverju orði sem fram gengur af Guðs munni. Nú er það ljóst að Guð hefir talað til vor mannanna með mörgu móti, en síðasta og fullkomnasta orðið sem hann hefir við oss talað, er til vor komið fyrir Jesúm Krist. Þess vegna ber oss að hlýða sérhverju orði hans. Hvað stoðar það að tala við dauðvona menn um mannfélagslega umbótastarfsemi? Hver mundi láta sér til hugar koma að tala við líkbörur framliðinna um jafnaðarmensku, auðvaldsskipulag og ágalla þess? Eða eiga lífsreglur og stefnuskrá stjórnmálaflokkanna að koma í staðinn fyrir boðorðin tíu og bæn Drottins í uppfræðslu hinna ungu? Nei, vér þurfum á sérhverju orði Krists að halda. Vér megum ekkert orða hans vanrækja, sízt þau er snerta hinn andlega og eilíflega tilgang mannlegs lífs. Orð hans ná yfir alt sem er hugsað á jörðu; hann lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi, og það gjörir kirkja hans ekki heldur. Sérhvert orð sem Kristur mælti á brýnt erindi til vor. Vér heyrum hann tala máli guðslrausisins. Þegar hann þjáðist af hungri í eyðimörkinni, neitaði hann að víkja af Guðs vegum, eða rísa með ofbeldi gegn þeirri ráðstöfun sem hann vissi sér fyrir setta. Hann hafnaði þeirri freisting að nota guðdómlegan mátt sinn til að auka sín eigin þægindi, því þá hefði hann afsalað sér þeim for- réttindum sem hann var fæddur til; að vera frelsari mann- anna frá synd og duaða. Hann talar máli hins eilífa mann- gildis, og sjálfur er hann í dásamlegum eiginleikum sínum, persónu, kenningum og dæmi, talandi vottur hins háa mats sem á manninn er sett af Guði föður. Hann veit að mann- kynið er sjúkt til dauða, og að hvorki efnishyggja, mann- úðarstefnan ein sér, lögregludómar né nokkurt ytra vald- boð, koma nærri því að lækna þá meinsemd. Honum er það ekki nóg að skera utanfrá í þá hræðilegu ígerð sem æxlast hefir á líkama mannlegs skipulags, og eitrað hefir líf mann- anna. Hann, hinn mikli mannþekkjari veit að í hjartanu eru uppsprettur lífsins. Þess vegna miðar alt starf hans að því að hreinsa blóðstrauminn og selga hjarta hins einstaka Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sér- hverju orði sem fram gengur af Guðs munni.” V. J. E. Sameiningin. Business and Professional Cards G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. CANADIAN FISH S. M. Backman, Sec. Treas. PRODUCERS, LTD. Keystone Fisheries ■I. H. Page, Managing Director Limited Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 325 Main St. Wholesale Distrihutors of 311 Chambers St. Office Phone 86 651. FRESH AND FROZEN FISH Res Phone 73 917. Office Phone Res. Phone H. A. BERGMAN, K.C. 87 293 72 409 islenzkur lögfrœOingur Dr. L. A. Sigurdson • Skrifstofa: Room 811 McArthur 109 MEDICAL ARTS BLDG. Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Phones 95052 og 39043 and by appointment KYOLFSON’S DRUG Thorvaldson & PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Eggertson Lögfrceöingar Fólk getur pantað meSul og annað með pósti. 300 NANTON BLDG. Fljót afgreiðsla. Talsíml 97 024 WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s DR. A. V. JOHNSON Dentist Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 • 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Res. 114 GREXFELL BLVD. Phone 62 200 Home Telephone 202 398 J. J. SWANSON & CO. ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST. WINNIPEG LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. pcegilegur og rólegur bústaöur • i miöbiki borgarinnar Fasteignasalar. Leigja hós. Út- Herbergi $2.00 og þar yfh-; með vega peningalán og eldsábyrgð. baðklefa $3.00 og þar yfir bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Ágætar máltlðir 4 0c—60c Phone 26 821 Free Parking for Ouests Peningar til útláns DRS. H. R. and H. W. Sölusamningar keyptir. TWEED Böjarðir til sölu. Tannlœknar INTERNATIONAL LOAN • 406 TORONTO GEN. TRCSTS COMPANY BUILDING 304 TRUST & LOAN BLDG. Cor. Portage Ave. og Smlth St. Winnipeg PHONE 26 545 WINNIPEO . DR. B. J. BRANDSON A. S. BARDAL 216-220 Medical Arts Bldg. 848 SHERBROOK ST. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 Selur llkkistur og annast um ót- farir. Allur ótbónaður sá beztl. • Ennfremur selur hann allskonar Heimili: 214 WAVERLEY ST. minnisvarða og legsteina. Phone 40 3 288 Skrifstofu talslml 86 607 Winnipeg, Manitoba Heimilis talsími 501 562 Legsieinar DR. ROBERT BLACK sem skara framúr Úrvals blágrýti Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og Manitoba marmarl og hálssjókdómum Skrifiö eftir veröskrd 416 Medical Arts Bldg. ‘ Cor. Graham & Kennedy GILLIS QUARRIES, LTD. Viðtalstlml — 11 til 1 og 2 tll 5 1400 SPRUCE ST. Skrifstofusími 22 251 Winnipeg, Man. Heimilissími 4 01 9 91 DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson Physician & Surgeon 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) 602 MEDICAL ARTS BLDG. Talslmi 30 877 Simi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 Viðtalstlmi 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.