Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. MARZ 1943. 5 Friðarhöfðinginn Grein þessi er skrifuð tveim- ur árum eftir fyrra veraldar- stríðið, og verður að lesast með hliðsjón af því. Höf. Friður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum, er blessuð jóla- hveðjan. Minn frið gef eg yður; minn frið læt eg eftir hjá yður, eru °rð friðarhöfðingjans. Sælir eru friðsamir, því þeir ^unu guðsbörn kallaðir verða. Friðinn, þessa dýrmætu perlu, alheimsfriðinn, sem allir þurfa að eignast, er ósk og bæn hugs- andi manna nú á tímum, að allir verði aðnjótandi, því ekk- ert mannlífsböl er stærra en stríðin; enginn voði hræðilegri; ekkert tap jafnast á við stríðs- taPið; engin sorg jafn svíðandi °g sú, að vita kristinn heim herast á banaspjótum; nú eru bæta ráð sitt. Hin sanna sið- menning hvílir á hugsjón jafn- aðarins; sú hugsjón er í alla staði kristileg, og varð fyrst tií í heimi hinnar fyrstu kristni. Það þarf að dreifa úr þeim hrúgum, sem auðvaldið hefir safnað, og fylla með þeim það láglendi, sem alþýðan dvelur á; metnaðar- og hégómahrokinn verður að hjaðna eins og froða. Stórmennskan tilbiður auð og lítilmótlega tign; alt þetta, og margt fleira, telst til þeirra ófriðarefna, sem mannkynið þarí að útrýma. Það er ekki einasta, að styrjaldir valdi geysilegu manntjóni, heldur sigla og í kjölfar þeirra dýrtíð og hvers- konar plágur, auk þess sem nýj- ar og áður lítt kunnar ódáða- öldur rísa hátt; þar voru stríð að verki, er sáðu illgresisfræi í hjörtu þeirra, sem þjóna lægri hvötum. Við þurfum vökumenn í vita- Það venjulegast fáeinir ofstækis- jturnum lífsins- er sendi I 1 ; f i 1 1 r> V r> 4 4 1 >' merm, sem hrinda stríðum af stað; þeir ráðast á saklausar þjóðir, og þá verður það ekki umflúið, að koma þeim til varn- ar; siðferðishnignun er stríðum samfara, því allir, sem í þeim faka þátt, verða með hjálpar- meðölum að stæla huga sinn í hörku styrjaldarinnar; enginn getur útmálað hvað hermenn Verða að líða; hungur, þorsta og alskonar angist; og þetta ástand varir eigi aðeins um stundar- sakir, heldur leiðir til lang- vlnnra þjáninga; enginn skilur hungur þeirra, eða hinn óslökkv- andi þorsta, né hinn lamandi kulda; þó verður andstygðin ekki ósennilega þýngsta kvölin. Kaerleikur í garð þeirra, sem herjast fyrir rétti sakleysingj- ans, ætti að vera það víðfaðma, að hann uppræti alt það ill- Sresi, sem orsakar stríð og styrj- aldir; þetta verður að takast til §reina, því ekki er unt að byggja frið á fölskum grundvelli; ill- &resið er heimsdýrkunin; það er Öfugstreymi yfirborðsmennt- Unar; peningagræðgl, ofmetnað- Ur og hégómagirni; menntunin verður að hreinsast, fjárgræðg- ln að útrýmast; vindblástur of- metnaðarins að lægjast. Skólar verða að byggjast á heilbrigðu siðferði, með réttláta alheimshag sýni að baki; þarflausum náms- §reinum ber að útrýma, en því meiri áherzla á þær lögð, er til raunverulegs manndóms miða; hálfmentun og eyðsla haldast í hendur um dáleiðslu kynslóðar- innar. Og svo er eitthvað út af her skortfr þollyndið. Ný kyn- s]óð verður að koma frdm á slónarsviðið, auðguð að heil- hrigðum þroska, og upplýst í rettlaeti og mannúð, samfara trú mennsku; bindindissöm kynslóð ^eð gíöggan skilning á því öllu, Sem leysir mannkynið úr fjötr- Um rígbundins vana, en slítur ekki rangsleitninnar og flytur hað inn í frelsi hins algilda Sannleika; kynslóð, með hjartað ult af friðarhug í heimilislífi, Safnaðarlífi og félagslífi öllu; rið í viðskiptalífinu, og frið á vettvangi stjórnmálanna. Frið- Urinn er blóm ^kærleikans; föð- Ur °g móðurást friðarhöfðingj- •®ns mikla. Friðarþrá manns- lurtans hungrar og þyrstir eft- lr réttlæti; en réttlæti fæst a drei meðan menn tala illa um ^ungann, og gerast sekir um °einlaegni. Bróðurelskan verður a útrýma sverði kaldlyndisins. mdindi er andleg hreysti, sem ^eitir stillingu og þollyndi. Rétt- isi og trúmennska eru horn- einar að musteri atgervisins. tu-Sem síálfselskan vogar sér 1 inn, því hennar meðöl eru u ur 0g falsbrugg gegn ná- nganum; alt undirferli leiðir ^ úfriðar Lærum heldur að ^reyta við aðra eins og við vilj- m að þeir breyti við okkur, g látum sterkviðri réttvísinnar ' « ^ Um hinn stérfenglega vef bl' f^Ptalíísins, og nema á burt Pr*ði og möskva undirhyggj- netjanna. Fjárgræðgin verður að °ma auga á syndir sínar og ljós sannleikans í allar áttir heims, svo bjart og kraftmikið, að það yfirbugi myrkravald heimselskunnar. Á hinn bóginn hafa ógnir stríðsins skapað and- leg stórveldi í hjörtum fjölda manna með brennandi trú og einlægum bænaráhuga; menn, sem stigið hafa fram fyrir Drottinn þjóðanna, og eru að birtast í skúrum blessunar og uppsprettum hjálpræðis; menn, sem frá djúpi hjarta síns hróp- uðu til Drottins um sátt og sam- einingu manna á meðal. Bænin var heyrð og þessi frumgróði andlegs lífs orsakaði stjórnar- byltingu í hjörtum fjölda trú- aðra, þar sem mammon þessa heims varð að rýma sæti, fyrir friðarhöfðingjanum mesta. . Ritningin segir: Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn; á herð- um hans skal höfðingjadómur- inn hvíla; hann skal vera undra- ráðgjafi, guðs hetja, eilífðarfaðir, friðarhöfðingi. * * * Enn er stríð í heiminum með hörmungar og sorgir; menn verða að skilja, að hinn varan- legi friður verður að byggjast í okkar eigin hjörtum, því frið- ur og góð samvizka fylgjast að og eru grundvölluð á réttlæti; þetta verður-að ná yfirhönd, en hatur og þrákelkni hinna and- stæðu stjórnarflokka að leggjast niður; auðgræðgin er meðai hjáguða nútímans; henni verður að steypa í Goðafoss, engu síður en goðunum forðum. Ágirndin er rót alls ills, segir ritningin, og verður slíkt eigi hrakið. Hinar frjálsu þjóðir hafa mörgu góðu til vegar komið síðustu tuttugu árin; þetta hef- ir birzt í vaxandi mannúð, líkn- arstarfsemi og hjálpsemi, sem skrifuð hefir verði í lífsins bók; slík verk sýna lunderni Krists og hlýðni við boð hans; bróður- elskan hefir glæðst og jafnaðar- hugsjónin vaknað; en þessi hug- tök þurfa að styrkjast unz þau verða að lifandi staðreynd, því enn eru mörg syndsamleg rusla- skot í hjörtum vorum, sem þurfa að hreinsast við sjálfsprófun. Vakið og biðjið, með slíkri iðju verður hreingerning hjart- ans bezt framkvæmd; híbýli guðsandans þurfa að vera hrein til þess að ást Guðs fái daglega streymt þangað inn; með slíkri ást einni, verður lagður grund- völlur að eilífðarríki friðarhöfð- ingjans; með slíkri ást má yfir- buga stríð og styrjaldir. Mundi nokkrum nútíðarmanni koma til hugar, að flytja nýtízku húsmuni inn f óhreint og ryk- ugt hús. Vitaskuld ekki. Fyrsl verður að hreinsa húsið áður en inn í það eru fluttir fagrir húsmunir; mannshjartað er bú- staður, sem þarf að hreinsa; hús- munir þess eiga að vera dygðir kærleikans, góðvild, bænrækm trúmennska og friðarást. íslenzka þjóðin er mannfá þjóð, en trúuð í hjarta og skiln- ingsskýr. Mun hún geta unnið sitt stríð? Vissulega getur hún það engu síður en Gideon, sem með sína litlu fylkingu, eitthvað um þrjú hundruð manns, vann sigur á Midianetum, sem töldu margar þúsundir, því hann var guðsvinur, og guð var hans fræðari. Og ef nú íslenzka þjóð- in færi að fordæmi Gideons, og hefði Guð fyrir sinn einkavin í baráttu og breytingum hins daglega lífs, myndu koma fram tákn og stórmerki, sem hlytu að stytta núverandi styrjöld. Kristlegt líf er allra eign; það er sá dýrmæti arfur, sem frið- arhöfðinginn eftirlét öllum börn- um sínum. Vísdómur friðarins er djúpur, og sannleikurinn verður að birt- ast hreinn og skír, þegar sæmd og velferð þjóðanna er í veði, sagði merkur kennimaður ný- lega. Vökumenn Drottins vinna að undirbúningi friðar með hreinu líferni og bæn hverja einustu stund; þeir vita, að kraftur hins algóða yfirbugar mátt hins gagn stæða. Kristín í Wateitown. Wartime Prices and Trade Board Bændum er góðfúslega bent á grein númer 37 af fyrirskipur. 220, í skömtunarlögum Wartime Prices and Trade Board. Þessi grein snertir þá sem framleiða smjör. Ef þér framleiðið smjör til heimilisneyzlu, eða til sölu, eða hvorttveggja, verðið þér að láta skrásetja yður á næstu skömt- unarskrifstofu sem framleiðanda smjörs. Yður er ekki leyft að nota smjörseðla til þess að kaupa smjör nema að það sem fram- leitt er á heimilinu sé minna en það sem ætlast er til að þér notið samkvæmt skömtunarlög- unum. Ef þér framleiðið meira smjör en heimilið þarfnast og seljið afganginn til nágranna eða vina, verðið þér að innheimta smjör- seðla fyrir það sem þeir fá af smjöri. Ef afgangurinn er seld- ur til verzlunarmanna, eða er látinn af hendi fyrir aðrar vör- ur, verðið þér að innheimta af kaupmanninum réttan seðla- fjölda, eða kröfuskírteini eða sérstakt innkaupaleyfi sem svar- ar því sem selt var eða látið var af hendi. Allir seðlar og öll skjöl verða að sendast í hverj- um mánuði á næstu skömtunar- skrifstofu ásamt seðlum frá heimilisfólkinu fyrir það sem framleitt var og notað til heim- ilisþarfa. Þess er vænzt að hvert bænda- heimili reyni af fremsta megni að fylgja skömtunarlögum lands ins eins samvizkusamlega og þeim er unt, með því að nota ekki meira smjör til heimilis- þarfa en þeim er áætlað. Ef þetta er gert, þá ættu mörg heimili að hafa afgang sem hægt væri að selja. Þeir sem ekki hafa nein sambönd við kaup- endur geta tilkynnt næstu skömt unarskrifstofu og fengið aðstoð frá þeim þar. Það eru bakarar um land alt reiðubúnir til að kaupa alt smjör sem fæst, einn- ig heildsalar sem geta vísað, á kaupendur í gegn um smásalana. stafirnir eru þar svo skýrir og greinilegir. Þessu númeri og stöf um verður ekki breytt meðan vöruskömtun er nauðsynleg í landinu. Það er því áríðandi fyrir hvern einstakling að geyma það vel. Ef nýja bókin kynni að týnast eða eyðileggj- ast þá verður maður að geta gefið rétt númer og rétta stafi til þess að fá aðra bók, og þá kemur gamla kápan sér vel. Spurningar og svör. Spurt. Má dóttir okkar fá sér “graduation”-kjól í vor. Svar. Það er á móti reglugerð- unum að búa til, eða láta búa til, síða kjóla, vegna þess að alt efni verður að spara eins mikið eins og hægt er. En það sem enn er til í búðunum má selja meðan birgðir endast. Spurt. Hversvegna hagar ekki stjórnin því þannig að hver ein- staklingur sem hefir skömtunar- bók, fái um 10 pund af niður- suðu-sykri hver. í staðinn fyrir að láta menn hafa fyrir því að fylla inn og senda þessi um- sóknareyðublöð? Svar. Hér um bil 80% af svkur sem notað er í Canada er innflutt. Það er því vel skiljan- legt, að sökum flutningserfið- leika yfirstandandi tíma verði hver og einn að reyna að komast af með sem allra minnst. 10 pund á mann yrði allt of mikil sykur. Það er - því nauðsynlegt fyrir allar húsmæður að reikna eins nákvæmlega og þeim er unt, til þess að ekki þurfi að flytja að meira en það sem mögulega er hægt að komast af með. Spurt. Er hægt að fá bráða- birgða skömtunarspjöld í Banda- ríkjunum, alveg eins og i Canada? Svar. Já. Reglugerðirnar þar. eru alveg eins og hjá okkur hér. Þeir sem ætla að vera fimm daga eða lengur, geta fengið þessi spjöld á sköintunarskrif- stofunni sem nálægust er þeim stað sem þeir ætla til. Spurt. Eg keypti “porterhouse” núna í vikunni, og varð að borga 44 cent fyrir pundið. Á verðlistanum sem gefinn var út, er hæsta verð 42 cent. Hafa kaupmenn leyfi til að bæta við það verð? Svar. Nei. Verðið sem sýnt er í skránni er hámarksverð. Þú hefðir ekki átt að borga meira en 42 cent. Þú hefðir átt að benda kaupmanninum á þetta og ef hann hefði ekki sint bend- ingunni hefðir þú átt að til- kynna W. P. & T. B., og senda þeim nafn hans og aðrar upp- lýsingar og láta þá rannsaka þetta frekár. Spurt. Hvenær falla smjör- seðlar númer eitt úr gildi? Svar. 30. apríl 1943. Spurt. Hefir reglugerðunum verið breytt þannig að hermenn fái nú bráðabirgðaskömtunar- spjöld ef þeir koma heim um helgar? Svar. Nei. Tímalengdinni var breytt frá sjö dögum til fimm daga. Engin spjöld fást fyrir minna en fimm daga tímabil. Spurningum á íslenzku svarað a íslenzku af Mrs. Alberl Wathne, 700 Banning St. Wpg. Sveinbjörn Loptson Gamla skömtunarbókin ógild eftir 31. marz. Allir kaffi te og sykurseðlar sem enn eru ónotaðir í gömlu skömtunarbókinni, falla úr gildi 31. marz 1943, samkvæmt til- kynningu frá W. P. & T. B. Síðasti smjörseðillinn, 9, féll úr gildi 14. marz, en kaffi te og sykurseðlarnir eru gildir þangað til 31. marz. Eftir þann dag verður gamla bókin, með öllum ónotuðum seðlum, ógild, og á því að eyðileggjast. Fólki er samt ráðlagt af John C. Ross, umsjónarmanni skömt- unardeildar W. P. & T. B., að taka framkápuna af gömlu bók- inni og geyma hana á góðum stað, vegna þess að númerið og Á meðal brúðargjafanna, sem hertogafrúnni af Kent voru gefnar, var herðaklútur. prjón- aður af handspunnu Shétlands- ullarbandi. Bandið var 11 kíló- metra langt, en ekki nema 77 grömm að þyngd. ♦ ♦ ♦ Háskólakennari við háskóla einn í Bandaríkjunum hefir tek- ist, eftir margra ára tilraunir, að rækta káltegund, sem ekki finst af sá óþægilegi þefur. sem jafnan er af káli, þegar það er soðið. Húsmæður um allan heim bíða þess með óþreyju, að kál tegund prófessorsins komi ; markaðinn. Efíir Þ. K. Þ. Genginn er götu hinsta góður íslendingur. Loftson’s minning lengi mun lifa hjá oss vestra. Hann var héraðsprýði, hvar í sveit sem bjó ‘ann. upplýstur og orðvar, og Islendingur dó ‘ann. í Churchbridge lengi lifði ’ann og land sitt plægði og sáði. Og græddi fé og frama, vár fyrirmynd í búskap. Hús sitt hafði opið hvern sem bar að garði. Vandur að virðing sinni, vinahót ei sparði. Hans ástkær ektakvinna með yndisþokka og blíðu, hann studdi í öllum störfum, var stjórnsöm kona og móðir. Og heimilis hjarta drotning með hóp af börnum vænum, þeim kristnar dygðir kendi við kærleikseld í bænum. Þó sorg sé þung og særi, er sólskin bak við skýin, og himinn blár og heiður, þó hann nú hvíli dáinn. • . 1 hinstu hjartans kveðju, ér hugsun ástvinanna um samfund sæludýrðar í sólhöll himins, ranna. Ort fyrir tilmæli dóttur hins látna, Mrs. G. Essex, í febrúar 1943. Þ. K. Þ. HérséOt'. Cuckshutt No. 35 Tiller Combine og Cockshutt “V0" fraotor. Takið virkan þátt í COCKSHUTT STRlÐS SPARNAÐARKERFINU Sparið til innkaupa á nýjum Cockshutt verkfærum á þenna auðvelda hátt! • Þar sem nú stjórnin takmarkar nýjar verkfærabyrgðir ... er skynsamlegt að búa undir framtíðina. Til' dæmis más nota það fé, sem þér leggið í Sfríðsspari-merki til að kaupa Cockshutt Tiller Combine og “70” Tractor eins og myndin sýnir, eða nota það sem góða fyrstu borgun, er stjórnar- skömtun lýkur. Að spara til kaupa á nýjum Cockshult-verkfærum, er bein þjóðrækni ef þér takið þátt íCockshutt-stríSssparn- aðarskipulaginu. Það er ábatavænlegt. Fyrst ... dollarar yðar vinna að stríðsókn. Annað . .. þeir bera góða vöxtu, og notast sem fyrsta borgun af nýjum verkfærum, er þér þarfnist, þegar hömlum verður létt af. Þriðja ... Þér njótið forréttinda umfram alla aðra, að því er afhending nýrra verkfæra áhrærir. Svona vinnur þetta í framkvœmd! 1. Þér kaupið stríðssparimerki hjá skrásettum Cockshutt umboðsmanni, og næst, 2. Gerið þér kaupsamning við umboðsmann, og skírteini yðar verður skrásett hjá Cockshutt Plow Company Ltd. og tekið sem borgun upp í pöntun að loknu stríði, eða nær, sem um ræðir “óumflýjanleg verkfæri”. 3. Skýrteini yðar fást með skömmum fyrirvara ef þér þarfn- ist þeirra vegna sjúkdóms, eða annars aðkallandi. Munið! Cockshutt stríðssparnaðarkerfið er starfrækt vegna hagsmuna Canadiskra bænda! Til þess er stofnað af Cockshutt í sambandi við Alþjóðarfjármálanefndina, yður til þæginda svo auðveldara sé að kaupa innstæðu í sigrinum! Finnið Cockshutt umboðsmann, og spyrjist U/rir . . . kaupið striðssparn aðarmcrki reglulega. - 7Aæ Slýrt. ojf COCKSHUTT PLOW COMPANY LIMITED BRANTFORD, ONTARIO SMtTHS FALLS . WINNIPCG . REGINA SASKATOON . CALGARY . EDMONTON COCKSHUTT PLOW OUEBEC LIMITED, MONTREAL. OUEBEC COCKSHUTT PLOW MARITIME LIMITED, TRURO, N.S. 1 839 - Forusta í meir en öld - 1 943

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.