Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.03.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. MARZ 1943. 7 “Virðingu ættar minnar er borgið-” æpti Ríva í gleði sinni. Eg fer tafarlaust á morgun fil Feneyja-” “Og eg fer með þér,” sagði Arnarilla og hall- aði sér glaðlega upp að manni sínum. Morguninn eftir lögðu hjónin af stað og skildu gamla þjónustukonu eftir að gæta húss- Jns. Þegar þau komu til Feneyja fór Ríva við- stöðulaust til þingforsetans, tók hann blíðlega í hönd hans og lét í ljósi að það væri gott að Ríva kom svo þinginu gæfist kostur á að bæta honum ranga ákæru, og veitti honum síðan landstjórastöðu á eyjunni Korfu. Fyrir utan höllina hitti hann Úrsúlu gömlu er varð frá sér numin af gleði að sjá málarann aftur, og geta á ný gengið í þjónustu hans. GERFIÞOKUVERND í SJÓORUSTU Á MIÐJARÐARHAFI Hér getur að líta mynd af tundurspillum, sem önnum eru kafnir við tilbúning gerfi- þoku, meðan á stóð nýlegum sjóorustum í Miðjarðarhafi. Minningarorð Sveinbjörn Loplson. Sumarið 1900, um sex mán- a^a tímabil, var eg þjónandi Prestur safnaðanna í bygðunum Sem áður voru nefndar Þing- vallanýlenda og Lögbergsbygð. ^ar var yndislegt kirkjustarf, ^Vl fólkið var þar dásamlega sameinað um kristindóminn; Kirkjusókn ágæt, samtök góð, °g áhugi ríkjandi fyrir kristi- uppfræðslu hinna ungu. Áhugi bændanna, engu síður en *vennanna, var slíkur fyrir ^istilegu starfi. Einn í hópi Þessara manna var Sveinbjörn ^optson. Var hann framarlega í jVlkingunni um öll bygðarmál. að var eitthvað hressandi við Pað að hitta Sveinbjörn hvar Sem hann var staddur. Sveinbjörn var fæddur 22. marz 1861 að Hlíðarenda í Flóka ^al í Borgarfjarðarsýslu á ís- landi. Foreldrar hans voru þau hjó m> Loptur Jónsson og Barba fngnúsdóttir. Heimili þeir Hðarendi, var nýbýli, se bygðu. ,.Þau hjón eignuðust alls fern, en aðeins 3 þeirra náí ‘Pllorðins aldri. Drengirnir, Jó Veinbjörn og Ólafur. , ^Veinbjörn var aðeins á öði er hann misti föður sinn, Jc ara, en ólafur á fyrsta á: rbara ól önn fyrir sonum sí Jm um 10 ára skeið. í fjárþröi með þrotna heilsu, varð hún ] a ^regða búi, fór í húsmensl með ólaf son sinn, en Jón fór ; mna fyrir sér. Sveinbjörn, ] _ ari, fór til frænku sinm ^ ,U lýugar Magnúsdóttur. V stUn 1 húsmensku hjá Jóni hre] e JOra Magnússyni og konu har . íuSgu að Stóra-Ási í Háls ^*ar var Sveinbjörn í t> • Þá réðist hann í vinn mensku til Tómasar Jónsson rð Skarði í Lundar-Reykjadal. Var Tómas hinn mesti búhöldur, reglumaður í hvívetna, og naut almenningshylli. Þeir bræður, Jón og Sveinbjörn voru þar í þrjú ár. Þá fór Sveinbjörn til Jóns Pálssonar að Dagverðarnesi með því skilyrði að fá að nema söðlasmíði. Hann dvaldi þar tvö ár, en átti engan kost á að læra handverkið. Að þeim tíma liðn- um fór hann vestur í Breiða- fjarðardali og var þar sumar- tíma í kaupavinnu. Fór hann þetta fyrir áeggjun frændkonu sinnar, Herdísar Ólafsdóttur í Stóra-Skógi í Miðdölum. Um haustið réðst hann til Ólafs Finnssonar að Fellsenda í Mið- dölúm í Dalasýslu. Þar lærði Sveinbjörn söðlasmíði, galt fyr- ir kensluna, og var þar tvö ár. Fékk hann sveinsbréf í þeirri iðn, fluttist til Reykjavíkur og rak handiðn sína þar um nokk- urn tíma. Árið 1884 fór hann að búa á hálfri jörðinni Fellsenda. Þar kvæntist hann ungfrú Steinunni Ásmundsdóttur Þorsteinssonar hreppstjóra í Miðdölum. Var hún ein systkina sinna, þá í föðurgarði. Þau hjónin fluttu til Canada árið 1887, komu til Winnipeg og voru þar til hausts, en þá fluttu þau norður í Nýja-ísland. Þar bjuggu þau 2 ár, fluttu þaðan til Winnipeg og voru þar önnur tvö ár. Árið 1891 fluttu þau til Þing- vallanýlendu, sem er austarlega í Saskatchewan. Þar bjuggu þau mörg ár og ólu upp stóran hóp barna. Þau unnu af kappi, lögðu mikið á sig, en líf þeirra var farsælt og hagur þeirra blómg- aðist. Þau. nutu blessunar hjá Guði og mönnum. Ein 17 ár bjuggu þau í sveitinni, en árið 1908 fluttu þau til bæjarins Churchbridge. Þar var kauptún mikifs hluta Þingvallanýlend- unnar. Þar stofnaði Mr. Loptson verzlun og starfrækti hana all- mörg ár, með góðum árangri. Árið 1920 fluttu þau til ná- grannabæjar, Bredenbury, og áttu þar heima um 20 ára skeið. Til Campbell River, á Van- couver eyju, í British Columbia, komu þau, ásamt tengdasyni og dóttur, Eyjólfi og Sigríði Gunn- arson, 20. júní árið 1940. Þar undu þau hag sínum hið bezta meðan heilsan entist. Mr. Lopt- son var fremur lasburða þegar hann kom þangað, en þar fékk lífið nýjan kraft og nýjan á- huga. Hann lagði haga hönd á það að gjöra heimilið sem þægi- legast, stækka og endurbæta húsið, og yfir höfuð gjöra það alt svo úr garði, að við mætti una. Þegar kraftar hans voru þrotnir, lauk dóttir hans Mrs. Veitch, við það sem ógert var. Síðustu 6 mánuði æfinnar þjáðist Mr. Loftson af innvortis meinsemd, sem ágjörðist eftir því sem leið á tímann. Síðustu 4 mánuðina lá hann rúmfastur. Hann leitaði læknishjálpar, fór til Vancouver og var þar nokkr- ar vikur á General-Hospital, fór svo heim, var nokkurn tíma á sjúkrahúsi í Campbell River, en heimþráin var sterk; hann þráði að fá hvíldina þar, sérstaklega það að fá að vera enn ein jól heima með ástvinum sínum. Seinasta mánuðinn var hann heima, og jólin þar voru þeim öllum sem heima voru eins indæl og unt var. Þar var dótt- ir hans, Mrs. Veitch, frá Prince Rupert, og önnur dóttir frá Van- couver, Mrs. Essex. Hún er hjúkr unarkona og stundaði föður sinn síðustu stundirnar. í húsi rétt hjá voru þau Mr. ög Mrs. Gunn- ar, sem einnig lögðu fram alla mögulega aðstoð. Síst má gleyma eiginkonunni, sem allan samverutíma þeirra var honum indæl meðhjálp. Þessi öll nutu jólagleðinnar saman, höfðu yndi af jólatrénu og sungu jólasálma. Alt var gert honum til aðstoð- ar og ánægju, sem unt var. Sakramenti tók hann hjá presti ensku kirkjunnar í Campbell River. • Með köflum leið hann mikið síðustu mánuðina. Hvíldina fékk hann fimtudaginn, 14. janúar. Hann var jarðsunginn, mánu- daginn 18. jan. Það snjóaði all- mikið allan daginh, en bygðar- búar komu saman á heimilinu. Séra Runólfur Marteinsson flutti kveðjumálin, með aðstoð Rev. Andrews, prestsins sem þjónaði hann. íslenzkir sálmar voru sungnir og einn enskur sálmur. í viðbót við þetta söng nágranna kona, Mrs. Robinson, sálm. Eins margir og áttu þess kost, fylgdu hinum framliðna til grafar 1 reit sem er fyrir norðan Camp- bell River. Þau hjónin, Sveinbjörn og Steinunn eignuðust 14 börn. Þrjú þeirra dóu ung, en hin 11 eru öll á lífi: 1. Sigríður, gift Eyjólfi Gunn- arssyni, að Campbell River, eiga 4 börn; 2. Ásmundur, fyrver- andi þingmaður í Saskatchewan, kvæntur Kristínu (Sveinbjörn- son), í Bredenburg, eiga 3 börn; 3. Guðlaug, gift Sigurði Sveinson, í Bradenbury, eiga 10 börn; 4, Ólafía Barbara, gift Guðjóni Brown, í San Fransisco, eiga 1 stúlku; 5. Vilmundur, kvæntur Agnes Muriel Baugh, í Regina, Sask., eiga 2 börn; 6. Herdís, var gift E. Lewarton, en hann er dáinn, síðar gift Harry Marrison, en hann er einnig dáinn á 3 börn; 7. Hug- borg, gift James Mc Queen, í Saskatoon, eiga 3 börn; 8. Katrín, gift Lawrence Veitch, í Prince Rupert, eiga 1 barn; 9. Jakobína, gift Albert Anderson, í Winnipeg, eiga 1 barn; 10. Guðrún Aðalbjörg, gift James Logan Essex, í Vancouver, eiga 1 barn; 11. Sigurmunda Margrét, var gift Randalph Eliot, en hann er nú dáinn. Barnabörn þeirra eru 29 og barnabarnabörn 17. Sveinbjörn. Loptson var at- hafnamaður á ýmsum starfs- sviðum. Hann var vinnumaðúr, iðnaðarmaður, bóndi, og kaup- maður. 1 sérhverjum verkahring starfaði hann með dugnaði, lægni og trúmensku. ( í föruleyti lífsins, var hann góður samferðamaður. 1 lund var hann öruggur, í samræðu kátur í hvívetna fús til hjálpar. Hann hafði mikið af lífsfjöri og lífs- gleði. Hann hafði ánægju af samferðamönnum sínum, tók þeim opnum örmum á heimili sínu og var skemtilegur félagi í hópi kunningja. Hann var sterkur trúmaður og einlægur kirkjumaður. Kristi- leg málefni studdi hann af alúð hvar sem hann var. Hann var einn af stofnendum Concordiu- safnaðar í Þingvallabygðinni. Söfnuðurinn og kirkjan þar voru honum einkar kær. Meðal margs annars bjó hann til smekklega girðingu um kirkju- garðinn, með fallegu hliði fyrir framan. Leifar beggja bræðra Sveinbjörns, Jóns og Ólafs, hvíla í þessum kirkjugarði. Sveinbjörn var mjög ástfólg- inn sínum nánustu. Þessi stóri ástvinahópur bar til hans djúpa virðingu og heitan kærleika. Um hann látinn sagði einn dóttursona hans: “ Afi minn var altaf fyrirmynd mín sem krist- inn maður.” Þetta var sam- hljóma álit fjölskyldunnar. Hann var lífsglaður, jafnvel í banalegunni. Þoldi allar þján- ingar mögunarlaust, tók á móti vinum sínum hress í anda og skemtinn, og hafði nautn af eftirdæmi Krists og samfélagi við hann. Merkur Vestur-íslendingur hef ir kvatt, maður sem unni ís- lenzkum erfðum, nýtur drengur í umheimi þessa lands, trúr son- ur móður vorrar, kirkjunnar, góður heimilisfaðir, og tryggur vinur. Nytsömu og stóru dags- verki er lokið. Burtförin héðan er orðin heimkoma á eilífðar- landið. Með æfi sinni fanst mér hann segja: “Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp eg líta má.” R. M. Hitt og þetta “Skrambi ertu orðinn horað- ur.” “Já, eg er byrjaður að megra mig. Eg léttist um 20 pund á mánuði.” “Jæja, þú verður þá alveg horfinn einhvern tíma í júlí. * * * Svipubræður. Svo var trúflokk- ur nefndur, sem uppi var á ítalíu á 13. og 14. öld. Þeir trúðu því, að þeir gætu varið sig öllum syndum með því að berja líkama sinn með svipum daglega og það svo að blæddi. Fóru þeir í stórhópum um bog- irnar og sungu sálma og börðu sig. Urðu þeir að lokum slík plága, að páfinn varð að banna félagsskap þeirra. * * * Brennandi fja.ll. I Arizont í Bandaríkjunum er koparnáma, ; sem er merkileg að því leyti, að þar hefir stöðugt brunnið eldur síðastliðin 40 ár. Reykur og gufa stíga þar upp eins og úr gosgíg. Tilraunir til að slökkva eldinn hafa engan árang ur borið, en fjöldi ferðamanna, víðsvegar að, kemur til Arizona til að sjá þetta einkennilega náttúrufyrirbrigði. AflVDRUN Canada horfist í augu við eldsneytisskort nœsta vetur ERUÐ ÞÉR í tölu þeirra í Canada, sem brendu girðingum, hurð- um og jafnvel gólffjölum til þess að halda yður hlýjum í hörk- unum í vetur? Eða þér eruð ef til vill í hópi þeirra, er svo voru lánsamir, að slampast af. I hvorutveggja tilfelli viljið þér vera viðbúnir næsta vetri, sem bendir til frekari erfiðleika, nema því aðeins, að byrgið yður upp í tæka tíð. I mörgum byggðarlögum hefir skortur á eldsneyti gert vart við sig ... sumstaðar er þur viður með öllu eyddur ... og birgðir af hráviði, sem geymast áttu til næsta vetrar, hafa verið notaðar í vetur. í flestum tilfellum í Canada, er brenni höggvið tiltölulega skamt frá þeim stað, þar sem það er notað. Framleiðsla þess og dreifing er viðkomandi sérhverjum borgara. Sambandsstjórn er það ljóst, að eldsneytisskorturinn er það ískyggilegur, að þrátt fyrir samvinnu allra í þeim byggðarlögum, sem hans kennir mest, verða framtíðarbirgðir hvergi nærri full- trygðar. Þess vegna hefir sú leið verið valin til að auka framleiðslu brennis, að styrkja þá menn fjárhagslega, sem um brennihögg og dreifingu þess annast. Og með þetta fyrir augum, hafa eftirgreindar reglur verið settar: | Tillag, $1.00 á cord, verður veitt þeim, sem verzla með brenni,. sem höggvið hefir verið og samið um kaup á um eða fyrir 30. júní 1943, og vera skal á reikningi viðarsala þann dag. Umsjónarmanni kolakaupa hefir verið heimilað, að hlut- ^ ast til um greiðslu þess hluta , flutningskostnaðar á brenni, íað því er honum þykir hlýða, einkum með hlið- sjón af því, er brennikaupmenn þurfa að fá birgðir sínar lengra að, en venja hefir verið til. En til þess að verða slíkra hlunninda aðnjótandi, verða viðarsalar að fá leyfi frá kolaumsjónarmanni áður en samið er um innkaup á slíkum birgðum. o Umsjónarmaður kolakaupa mun kaupa af viðarsölum gegn gangverði, allar tegundir verzlunarbrennis, sem $1.00 tillag á cord hefir verið greitt, og er í þeirra hönd- um 31. maí 1944. A Aðstoð verður veitt í þá átt, að veita forgöngu nauðsyn- legum útbúnaði og áhöldum. je Bændur, sem nú eru á jörðum sínum, en fara frá þeim ** um stundarsakir vegna þessarar áskorunar til skógar- höggs, verða skoðaðir sem reglulegir bændur, og verða að áliti National Selective Service, sem fastabændur, og njóta alls þess réttar um frestun frá herþjónustu, sem stöðu þeirra er samfara. Slík bráðabirgðafjarvera frá búi, ætti samt ekki að koma í bága við landbúnaðarfram- leiðsluna. Sveitarsljórnir, bændur, eldsneylissalar, einstakir borgarar og service klúbbar. og allar aðrar stofnanir í þeim bygðarlögum, sem brenni er notað til eldsneytis, eru áminlar um að rannsaka þegar allar aðstæður, og taka ákvarðanir lil að koma í veg fyrir eldsneytisskort. THE DEPARTMENT 0F MUNITIONS AND SUPPLY Honourable C. D. Howe, Minister w

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.