Lögberg - 08.04.1943, Side 1
56 ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. APRÍL 1943.
NÚMER 14
HELZTU
ber gandhi einræði
Á BRÝN.
Mr. Clement Attlee, vara-
forsætisráðherra brezku stjórn-
arinnar, flutti ræðu í brezka
þinginu á miðvikudaginn þann
13. marz, s. 1., um Indlands-
málin, þar sem hann bar Gandhi
það á brýn, að hann væri for-
hertur einræðissinni. “Eg hata
einræði”, sagði Mr. Attlee, “í
hvaða mynd, sem það birtist,
hvort heldur sem það kemur
fram hjá dýrlingi eða synda-
sel.”
Mr. Attlee kvað brezku stjórn
inni mjög umhugað um það,
að veita Indlandi fullkomið sjálf
stæði, þó hún á hinn bóginn
væri ófús á, að fela völdin ein-
stökum sérkredduflokk í hendur.
•f ♦
mr. eden í ottawa.
Rt. Hon. Anthony Eden, utan-
ríkisráðherra brezku stjórnarinn
ar, flutti ræðu í sameinuðu þingi
í Ottawa síðastliðinn fimtudag,
þar sem hann varaði alvarlega
áheyrendur sína við því, að
láta sér það til hugar koma,
að stríðið tæki skjótan enda,
því langtum fleira benti í þá
att, að það yrði langdregið, og
fylztu átaka þörf af hálfu binna
sameinuðu þjóða áður en yfir
lyki; hitt væri og auðsætt,t að
SVO framarlega að’ tryggt ætti
að vera um framtíðarfrið, yrði
óhjákvæmilegt að afvopna með
óllu Þjóðverja, Itali og Japana,
að loknu yfirstandandi stríði.
aldarfjórðungsafmæli.
Þann 1. þ. m. átti konunglega
flugliðið brezka aldarfjórðungs-
afmæli, og var þess minst með
viðeigandi mannfagnaði í Lond-
°n. I tilefni af atburðinum, var
Churchill forsætisráðherra kos-
inn heiðursfélagi í flugliðinu;
hann lærði að stjórna flugvél
árið 1913, og hefir flogið 30
þúsund mílna vegalengd síðan
að yfirstandandi styrjöld hófst,
°g ' þrásinnis haldið sjálfur um
hjálmunvöl' í slíkum leiðangr-
um.
♦ ♦ ♦
JAPANIR fá sína
VöRU SELDA.
Um síðustu helgi komu
amerískar flugvélar auga á
Japanska skipalest, sem var í
þann veginn að hafna við
Kavieng á New Ireland eyjunni;
þær veittust þégar að skipa-
lestinni, og lintu eigi atsókn fyr
eu sjö herskip voru meira og
ftúnna löskuð, og sumum ef til
viH sökt,* auk þess sem fjögúr
allstór vöruflutningaskip sungu
þarna sitt síðasta vers.
♦ ♦ ♦
TóNSNILLINGUR látinn.
Þann 29. marz síðastliðinn,
lézt að heimili sínu að Beverly
Hills í Californíuríkinu, rúss-
neski tónsnillingurinn Sergei V.
Rachmaninoff, tæplega sjötug-
Ur að aldri; hann var fæddur í
Novgord-fylki í Rússlandi. Rach
fiaaninoff efndi til sinna fyrstu
lúanóhljómleika, er hann var 9
ara að aldri; hann .var sérkenni-
^egt tónskáld, og varð heims-
frægur maður fyrir preludíu
sma í C-moll, sem jafnan mun
lalin verða til hinna ódauðlegu
listaverka; hann var búsettur í
Bandaríkjunum síðan 1917.
Síðustu hljómleika sína í
^Vinnipeg hélt Rachmaninoff í
lóvembermánuði 1934.
FRÉTTIR .
HERMDARVERKí KHARKOV.
Rússneskir föðurlandsvinir
urðu þýzkum hermanni að bana
í Kharkov, skömmu eftir að
Þjóðverjar náðu haldi á borg-
inni í þriðja sinn; og í hefndar-
skyni fyrir þenna eina mann,
létu þeir taka 200 Rússa af lífi
án dóms og laga.
♦ ♦ •♦
TVENNIR FLOTAR UNDIR
EINNI STJÓRN.
Samkvæmt fregnum frá
London þann 30. marz síðastl.,
hefir Karl Doenitz, aðmíráll tek-
ist á hendur yfirstjórn þýzka
og ítalska flotans í sameiningu.
Doenitz er sægarpur mikill, og
hefir frá því í stríðsbyrjun haft
á hendi yfirumsjón með kaf-
bátahernaði þjóðverja.
♦ ♦ ♦
SPRENGJUÁRÁS Á KISKA.
Amerískar sprengjuflugvélar
gerðu þrjár árásir á þriðjudag-
inn var á Kiska, sem er megin-
bækistöð Japana á Aleutian-
eyjunum, og ollu þar að sögn,
all tilfinnanlegu tjóni, skutu
niður fjórar japanskar flugvél-
ar, og sprengdu benzíngeyma.
í öllum þessum árásum mistu
Bandaríkjamenn eina orustu-
flugvél.
♦ ♦ ♦
FER FRAM ÚR ÁÆTLUN.
Fjársöfnuninni í sjóð Rauða
krossins í þessu landi, er nú
lokið, og komst hún nokkuð
yfir hið setta 10 miljón dollara
mark. Skerfur sá, sem íbúar
Manitobafylkis var ætlaður, var
miðaður við 600 þúsund dollara;
en um það, er söfnuninni lauk,
voru framlög fylkisins komin
upp í $633,434.12.
♦ ♦ ♦
DANSKAR VERKSMIÐJUR
SÆTA SKEMDUM AF VÖLD-
UM BREZKRA FALLHLÍFA-
HERMANNA.
Þýzka útvarpið gerði það
heyrum kunnugt á föstudaginn
var, að brezkir fallhlífahermenn
hefðu þá alveg nýverið orsakað
hin og þessi eignaspjöll víðs-
vegar um Danmörku, þó mest
hefði kveðið að skemdum í
Kaupmannahöfn, þar sem fjórar
verksmiðjur og þýzkar herbúðir
hefðu brendar verið til kaldra
kola. Nazistar börmuðu sér ámát
lega yfir þessum tilverknaði, og
töldu hann benda augljóslega í
áttina til yfirvofandi innrásar
á meginland Norðurálfunnar.
* * *
WILLIAM EDDIE LÁTINN.
Á föstudaginn var lézt á St.
Joseph’s sjúkrahúsinu hér í
borginni, William Eddie fyrrum
yfireftirlitsmaður siðgæðislög-
reglunnar í Winnipeg, 71 árs að
aldri; hann lét af starfi sínu
með fullum eftirlaunum árið
1937.
* * *
FRÁ HELJARSLÓÐ
RÚSSLANDS.
Umferð á Rússlandi hefir und-
anfarna daga verið svo torveld
vegna vorleysinga, að heþnaðar-
aðgerðir þar hafa að mestu
hjakkað í sama farinu. Tilraun-
ir Þjóðverja til þess að komast
á ný yfir Donetsfljót, hafa þó
fram að þessu engan árangur
borið. Á Smolensk vígstöðvun-
um, eru vegir svo illir yfir-
ferðar, að eigi hefir verið unt
að koma við skriðdrekum, og
því mest verið um rannsóknar-
flug á þeim svæðum. Snarpt
áhlaup, sem Þjóðverjar gerðu
á mánudaginn á liðssveitir Rússa
suður af Izyum, endaði samt
með skelfingu og allmiklu mann
tjóni af hálfu Nazista.
KJÖTSKÖMTUN í AÐSIGI.
Fjármálaráðherra sambands-
stjórnarinnar, Mr. Ilsley, lýsti
yfir því í þinginu á fimtudag-
inn, að kjötskömtun í Canada
myndi ganga í gildi snemma í
næstkomandi maí-mánuði, og
yrði vikulega tvö pund á mann.
* * *
HERT Á LOFTÁRÁSUM.
Undanfarna daga, sýknt og
heilagt, hafa loftgammar sam-
einuðu þjóðanna helt eldi og
brennisteini yfir Þýzkaland,
Frakkland, Holland og Belgíu;
mest hefir þó að árásum þess-
um kveðið á Essen og hafnar-
borgina Kiel, þar sem umfangs-
miklar skipasmíðastöðvar eru
starfræktar. Canadiskir flug-
menn tóku þátt í þessum snörpu
atrennum, og létu ekki sitt eft-
ir liggja, að því er við kom
frækilegri sókn; þeir mistu þrjár
orustuflugvélar, en Bretar átta;
flugvélar Þjóðverja varð helm-
ingi meira. Þoka var meðan árás
in á Kiel stóð yfir, svo örðugt
var að átta sig á árangri. Daginn
eftir sveimuðu rannsóknarflug-
vélar yfir borginni í heiðskíru
veðri og tóku ljósmyndir; og
eftir þeim að dæma, höfðu
skemdir á ýmissum .verksmiðj-
um, járnbrautum og rafstöðv-
um, orðið geysimiklar.
♦ ♦ ♦
BLÓÐSÚTHELLINGAR í
AÞENU.
Á fullveldisdag grísku þjóðar-
innar þann 1. þ. m., gengu fylk-
ingar grískra föðurlandsvina um
meginstræti Aþenu undir þjóð-
fána Grikkja, og sungu ættjarð-
arsöngva; þetta þoldu ekki hern
aðarvöld þjóðverja, skutu þegar
með vélbyssum á flokka hinna
grísku ættjarðarvina og létu
margir þeirra líf sitt.
♦ ♦ ♦
VÍSAR AF SÉR TIL
FYLKJANNA.
Ellistyrksmálið kom til um-
ræðu í sambandsþinginu seinni
part vikunnar, sem leið; héldu
ýmsir þingmenn úr öllum þing-
flokkum því fram, að stjórninni
bæri að sinna þessu máli hið
bráðasta, annaðhvort með hækk
uðum ellistyrk að lögum, eða
þá með greiðslu dýrtíðaruppbót-
ar. Fjármálaráðherrann, Mr.
Ilsley, svaraði á þá leið, að elli-
styrksmálið kæmi undir vald-
svið fy.lkjanna, og sambands-
stjórn gæti þar engan hlut átt að
nema því aðeins, að stjórnar-
skrár breytingu yrði fyrst hrund
ið í framkvæmd. I
♦ ♦ ♦
BARÁTTAN UM TUNISÍU.
Þar hefir oltið á ýmsu upp
á síðkastið, og sókn sameinuðu
herjanna miðað treglega áfram
vegna óhagstæðs veðurfars; báð-
ir hafa stríðsaðiljar öflugum
landher á að skipa, þó nú séu
miklar líkur á að yfirburðir
hinna sameinuðu þjóða í loft-
inu, ríði á sínum tíma bagga-
muninn.
Megin herskipahöfn möndul-
veldanna á vígstöðvum þessum,
Bizerta, hefir verið hart leikin
af þrálátum sprengjuárásum
bandaþjóða úr .lofti, og hafa
möndulveldin í þeirri orrahríð
mist yfir fjörutíu orustuflug-
vélar, auk þess sem skip af
ýmissum stærðum, er á höfn-
inni lágu, hafa sætt meiri og
minni skemdum.
♦ ♦ ♦
HÆKKAÐAR TEKJUR.
Árið, sem leið, námu tekjur
þjóðeignabrautanna, Canadian
National Railways, $375,000,000,
eða rúmum 20 miljónum dollara
umfram tekjurnar frá fyrra ári.
SVÍUM SEND MÓTMÆLI.
Samkvæmt fregnum frá Lond-
on á mánudaginn, hefir stjórn
Breta sent sænsku stjórninni
mótmæli út af því, að hún hafi
leyft þjóðverjum flutning her-
liðs og flugvéla um Svíþjóð;
hverju sænska stjórnin svarar
til, er enn eigi vitað.
* * *
ÞINGFRESTUN í LOK
NÆSTU VIKU.
Forsætisráðherrann, Mr. King,
hefir lýst yfir því, að í lok
næstu viku verði þingfundum
frestað fram yfir páskana, eins
og venja stendur til; einstöku
þingmenn eru frestuninni mót-
fallnir, og telja það mun æski-
legra, að þing haldi áfram störf-
um sínum slindrulaust, og ljúki
þeim mun fyr við verkefni þau,
sem liggja fyrir.
Mr. Coldwell, leiðtogi C.C.F.
flokksins, fór fram á það við
forsætisráðherra, að hann hlut-
aðist til um það, að haldinn yrði
á naéstunni lokaður þingfundur
til þess að ræða um ýmis mikil
væg mál varðandi stríðssókn-
ina. Mr. King vildi engu um
það lofa, en R. B. Hanson kvað
kröfu Coldwell til þess borna
fram, að vekja athygli á flokk
hans með hliðsjón af kosningum.
* * *
HELDUR SÉR VIÐ GULLIÐ.
Fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, Henry Morgenthau, hefir
látið í ljós þá skoðun sína. að
óhjákvæmilegt verði að loknu
stríði, að allur gjaldmiðill þjóð-
anna sé trygður nieð gulli.
♦ ♦ ♦
SKIPATJÓN
MÖNDULVELDANNA.
Útvarpsstöðin í Algiers hefir
tilkynt, að í marz-mánuði síðast-
liðnum hafi möndulveldin mist
25 skip af völdum kafbáta í
Miðjarðarhafinu, auk 32 er hafi
meira og minna laskast.
* * *
NÁLGAST NOVOROSSISK.
Að því er nýjustu fregnir frá
Moskva herma, er rússneski her-
inn kominn að austanverðu í
nárhunda við hafnarborgina
Novorossisk við Svartahafið,
þrátt fyrir ítrekaðar gagnsóknir
af hálfu þjóðverja.
Gaman og alvara
Amerískur sjómaður: — Sum
herskipin okkar eru það stór, að
skipstjórarnir verða að láta aka
sér í bíl um þilförin, þegar þeir
eru að líta eftir, að allt sé í
röð og reglu um borð.
Enskur sjómaður: — Ekki
þykir mér það nú mikið. Matar-
potturinn í eldhúsunum á skip-
unum okkar eru það stórir, að
matsveinarnir verða að sigla um
þá á kafbátum, til þess að rann-
sajca, hvort kartöflurnar séu
soðnar.
♦ ♦ ♦
Útlendur rithöfundur skrifaði
vini sínum á þessa leið: — Þ,ú
spyrð mig, hvaða ánægju eg
hafi af lífinu og hvers vegna eg
haldi áfram að starfa. Eg held
störfum mínum áfram af sömu
ástæðu eins og hænan heldur
áfram að verpa eggjum. Hver
einasta lifandi vera hefir í sér
fólgna starfsþrá. Lífið krefzt
þess, að því sé lifað. Aðgerðar-
leysi er stórskaðlegt bæði líkama
og sál; það er í raun og veru
óhugsandi. Engir nema deyj-
andi menn geta verið algerlega
aðgerðalausir.
Tveir víðfrægir sijórnmálamenn.
Á mvnd þessari getur að líta tvo víðfræga stjórnmálamenn,
þá Rt. Hon. Anthony Eden, utanríkisráðherra Breta, og
Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, forsætisráðherra Canadisku
þjóðarinnar. Mr. Eden kom til Ottawa sunnan úr Banda-
ríkjunum í sömu orustuflugvélinni og hann ferðaðist með
frá London til höfuðborgar Bandaríkjanna. Meðan Mr.
Eden dvaldi í Ottawa flutti hann áhrifamikla ræðu í sam-
einuðu þingi, eins og þegar hefir verið vikið að hér í blaðinu
Litla húsið
Eftir L. A. Johannson.
Sjá litla húsið, er í eyði stendur
og öllum lokað nótt og bjartan dag;
þar stara blindir blæjulausir gluggar
á borgarlíf um fagurt sólarlag.
Sjá gamla strompinn, enn sem höfði heldur
og hluttekningu þeirra fyrirleit
er fram hjá gengu, og ræddu í lágum lestri
um leyndarmál, sem auða húsið veit.
Sjá litla húsið, — leiðist því á kvöldin,
er langir skuggar teygjast yfir snæ?
Þar tíndra rúður, tár sín reyna að dvlja
er tendruð skína ljós um allan bæ.
Sjá litla húsið, eins og órótt bíði
að endurskapist fyrri hagur sinn;
að gömul kona, gráhærð dyrnar opni
við gestum brosi og segi: “Kom þú inn-”
Sig. Júl. Jóhanneson, þýddi.
Hreiðar E. Geirdal:
Máttur orðsins
Málsins göfga upphaf ómar
alltaf, þegar dagur ljómar,
endursögð um heiminn hljómar
Herrans skipun: Verði ljós.
Orðin sundra öllum kvíða,
— eins og söngvar helgitíða —
vekja líf í alheims æðum,
orkustraum til lands og sjós.
Krafti máls um aldir alda
enginn syngur verðugt hrós.
\
Þokur hæst í hæðum brunnu.
Hnettir nýjar brautir runnu.
Glóðu í mistri geislar sunnu.
Gengu í bylgjum lönd og haf.
Dreifði skuggum dagur feiminn.
Drottinn var að skapa heiminn.
Skipun hans, með helgikrafti,
hknni og jörðu framtíð gaf.
Máttur orðs varð allra hluta
uppistaða og fyrirvaf.
Hjarðir krupu að lífsins lindum.
Löndin náðu föstum myndum.
Gróður óx að efstu tindum,
alla leið frá sævarströnd.
Ægisbúum öldur sungu
ás^arljóð á hafsins tungu.
Ár og lækir lendur skreyttu
líkt og fögur silfurbönd.
Fossar þuldu þýða söngva,
þeyttu úða um gróðurlönd.
Röðull vermdi grös á grundum,
geisla rétti vík og sundum.
Fuglar sungu í fögrum lundum,
færðu Drottni þakkargjörð,
Vizka og snilli voru að mætast.
Vonir stærstu áttu að rætast.
v Mett af blessun láðs og lagar
lifði farsæl dýrahjörð.
Út úr myrkri, auðn og tómi
orðið seiddi fagra jörð.
SamtíSin.