Lögberg - 29.04.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.04.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines «WS tot ers »tv° ^íí> For Better Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines v« Íot^JíísSS..- .derf Co« ^^ Service and Saiisfaction 56 ÁRGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 29. APRÍL 1943. NÚMER 17 LÖGBERG ÁRNAR ISLENZKA MANNFÉLAGINU GLEÐILEGS SUMARS HELZTU FRÉTTIR ENDURKOSINN í RÍKISSTJÓRAEMBÆTTI. Samkvæmt bréfi til ritstjóra þessa blaðs frá Hon. Thor Thors, sendiherra Islands í Washington, dagsettu þann 19. þ. m., endur- kaus Alþingi tveimur dögum áð- ur, hr. Svein Björnsson, til þess að gegna ríkisstjóraembætti á Islandi frá 17. þúní næstkom- andi til 17. júní 1944. ? -»--?- KJÖTSKÖMTUN í VÆNDUM. Samkvæmt fregnum frá Ott- awa, hefst kjötskömtun hér í landi þann 4. maí næstkomandi, og nær fyrst um sinn einungis til opinberra matsölustaða. Þriðjudagar verða kjötlausir dagar á áminstum matsölustöð- um, að öðru leyti en því, að þar má selja fuglakjöt; svo og fisk. ? ? ? STÓRAUKIN FRAMLEIÐSLA FLUGVÉLA. Donald M. Nelson, formaður hergagna framleiðslu nefndar Bandaríkjanna, lét þess getið á fundi blaðamanna í New York þann 22. þ. m., að miklar líkur væru á, að flugvélaframleiðsla Bandaríkjanna í yfirstandandi mánuði, myndi nema nálægt 7 þúsund. "Fyrir rúmu ári," sagði Mr. Nelson, "hefðu fáir lagt lagt trúnað á það, að flugvéla- framleiðsla vor kæmist í nám- unda við þetta á mánuði; hún verður hærri næsta mánuð, og heldur áfram að hækka unz fullnaðarkröfur vorar eru upp- fyltar á þessu sviði." •?¦ -?¦ ? FISKVEIÐASKIP FERST. Samkvæmt fregnum frá Hali- fax þann 23. þ. m., hafði þá nýverið farist undan ströndum Nova Scotia, fiskveiðaskipið Flora Alberta; klofnaði skipið í tvennt með þeim hætti, að árekstur varð milli þess og mikils vöruflutningaskips; þoka var á, er atburður þessi gerðist; fiskveiðaskipið hafði tuttugu og átta manna áhöfn innanborðs, og af þeim björguðust nauðulega -sjö hásetar. + ? •?• SIGURLÁNS ÚTBOÐIÐ NÝJA. Á þriðjudaginn hófst útboð hins fjórða sigurláns canadisku þjóðarinnar, og verður ekki annað sagt, en það færi vel af stað. i Upphæðin, sem safna skal, nemur $1,100,000,000, og hefir aldrei áður í sögu þjóðarinnar til nokkurs slíks komið, er sam- bærilegt sé við þessa risavöxnu fjárhæð. Hin auknu stríðsátök þjóðar- innar hafa óumflýjanlega í för með sér margaukin útgjöld, og peningana verður iðnaður lands- ins og fólkið í heild, að leggja fram; að það bregðist skyldum sínum í þessu efni, kemur ekki til nokkurra mála; þegnum þessa lands er það full ljóst um hvað er barist, og þess vegna horfa þeir ekki í neitt, sem flýtt get- ur fyrir fullnaðarsigri lýðræðis- þjóðanna. , Á öðrum stað hér í blaðinu, er skýrt frá vaxtakjörum hinna nýju sigurláns verðbréfa, Victory Bonds, sem allir þurfa að kynna sér. *,—.,. ! I *'••* GLÆPSAMLEGT HRYÐJUVERK. Nýlega er það uppvíst orðið, að herstjórnin í Japan hefir lát- ið taka af lífi ameríska flug- menn, er hún náði haldi á í fyrra, þegar Doolittle leiðangur- inn gerði sprengjuárásina á Tokyo. Er hér um að ræða skýlaust brot á alþjóðalögum gagnvart stríðsföngum, sem hef- ir vakið óhemju gremju í Banda ríkjunum og á Bretlandi. Churchill forsætisráðherra lét svo ummælt, að fyrir þetta viðurstyggilega tiltæki Japana, hlyti að koma fram grimmileg hefnd. ? ? ? ÞINGHLÉ. Á miðvikudaskvöldið í fyrri viku tók sambandsþingið sér hvíld frá störfum fram yfir páska; allmargir þingmenn voru áður horfnir heim, þar á meðal því nær helmingur efrideildar- þingmanna. Þing kemur saman þann 6. maí, og koma fyrst til umræðu fjárveitingar, þær stærstu, sem sögur fara af í þessu landi; hin fyrri til stríðs- sóknar hinnar Canadisku þjóðar, er nema skal $3,890,000,000, en sú síðari, 1,000,000,000, er varið skal til stuðnings sameinuðu þjóðunum í heild. M. J. Coldwell, forustumaður C.C.F. flokksins, vakti athygli á því, að í tekjuskattsfrumvarpi stjórnarinnar væru engin ákvæði um undanþágu mæðra óskil- getinna barna frá tekjuskatti, þó þær ali að öllu leyti önn fyrir þeim sjálfar. Roy T. Gra- ham, stjórnarflokksþingmaður frá Swift Current, tók í sama streng, og taldi löggjafarvaldinu skylt að sinna þessu máli á við- unandi hátt. Fjármálaráðherr- ann, Mr. Ilsley, kvaðst eigi ó- fús að taka mál þetta til yfir- vegunar á ný þó hann eigi treystist til að lofa neinum fram kvæmdum; hér væri farið fram á breytingar á grundvallaratrið- um skattalöggjafarinnar, sem væri þess eðlis, að eigi skyldi að neinu hrapað. x ? ? ? SUMARDAGURINN FYRSTI í OTTAWA. Mr. Ken Parks, blaðamaður við Ottawa Journal, sýndi Lög- bergi þá góðvild, að senda því stuttorða greinargerð yfir hátíða hald Islendinga í höfuðstað landsins í tilefni af sumardeg- inum fyrsta, hið fyrsta slíkrar tegundar, sem þar hefir verið stofnað til. Að því er Mr. Parks segist frá tóku þátt í áminstum mann- fagnaði um 80 Islendingar úr "Ottawa-nýlendunni", flestir frá Winnipeg, Árborg og GimlL og öðrum stöðvum íslendinga við Winnipegvatn. Frumkvæði að hátíðahaldinu áttu þau Rev. H. I. S. Borg- ford og Mrs. Gordon Josie (Svanhvít Jóhannesson frá Winnipeg). Samkoma þessi tókst að öllu hið bezta, og hafði mikið kynn- ingargildi. Islenzkir uppáhalds- réttir voru framreiddir, svo sem rúllupylsa, vínarterta og þar fram eftir götunum. Til nýlundu mátti það teljast, að í samkvæmi þessu voru fluttar ræður á íslenzku, en það gerðu þeir S. W. Melsted, og Thorsteinn Borgford; milli SKIPAR FORSÆTI. Victor B. Anderson. Á nýafstöðnum ársfundi prentarasamtakanna í Winnipeg, var Victor B. Anderson, bæjar; fulltrúi kosinn til forseta í þess- um fjölmenna iðnaðarfélags- %kap. Mr. Anderson hefir um langt skeið staðið framarlega í fylkingu samtaka verkamanna í þessari borg við vaxandi orð- stír, og er gott til þess að vita, er íslendingar ryðja sér braut til vegs á sem allra flestum sviðum. íslenzku ræðanna og þeirra, sem fram fóru á ensku, sungu veizlugestir fjölda íslenzkra söngva. Meðal þeirra, sem Mr. Parks getur um að tekið hafi þátt í samsætinu, voru Lieutenant Thos Brandson, Winnipeg; Beatrice Feldsted, Laura Elías- son og Elín Gíslason frá Ár- borg; Ólöf Árnson, Vancouver; Freda og Anna Marteinsson frá Hnausa; Mrs. D. H. Russell (Laura Borgford), Winnipeg; Margaret Anna Björnson-Adams Winnipeg; Margrét Bramley, Winnipeg; Sigrún Pálsson frá Borden, Sask.; Joseph Thor- steinsson, Freda Thorsteinsson, Beatrice Johnson, Freda Jóhann esson og John Frederickson, öll frá Winnipeg; Helga Einars- son frá Toronto; Rannveig Bar- dal, Skúli Hjörleifsson og börn hans Evelyn og Einar, frá River ton, og Emil Bjarnason frá Vancouver. KONA SKIPUÐ í DÓMARAEMBÆTTI. Miss Helen Kinnear, K. C, hefir verið skipuð héraðsréttar- dómari fyrir Haldimand dóm- þinghá í Ontariofylkinu; hún er 48 ára að aldri, og hefir um all- langt skeið stundað málafærslu- störf í Port Colborne. Miss. Kinnear mun vera fyrsta kon- an, sem skipuð hefir verið í dómaraembætti sílkrar tegundar, innan takmarka brezka veldis- ins. ? .- ? ? ÞÝZK RANNSÓKNARFLUG VÉL SKOTIN NIÐUR í NAMUNDA VIÐ REYKJAVÍK. Canadiska útvarpið lét þess getið í fréttum sínum á laugar- dagskvöldið var, að þá nýverið hefði verið skotin niður þýzk rannsóknarflugvél, er á sveimi var í námunda við Reykjavík. Or borg og bygð Hjón eða 'tvær konur óskast til að taka að sér gott hús í vesturbænum. Öll þægindi og góðir skilmálar. Öldruð hjón á heimilinu er þurfa fæði og eftirlit. Ritstjóri vísar á. ? ? ? Dr. Tweed verður í Árborg á fimtudaginn þann 6. maí næst- komandi. ? ? ? Veitið athygli! Maður á aldrinum frá 25 til 40 ára, er takast vill það á hendur, að verða Electric Steel Operator, óskast nú þegar. Upplýsingar veitir Jón Ólafs- son stáliðnaðarverkfræðingur, Vulcan Iron Works, Winnipeg. Sími 75 121. ? ? ? Samkoma til arðs fyrir sumar- heimilið á Hnausum verður hald in í samkomusal Sambands- kirkju n. k. miðvikudag, 5. maí. Skemtiskráin verður hin bezta. Fyrirlestra flytja Dr. M. Bow- man, um "Preventive Medicine", og Dr. Eggert Steinþórsson um "Heilbrigðismál á íslandi". Ungl- ingakór undur stjórn Gunnars Erlendssonar syngur, Miss. Trudie Backman les upp, Omar Blöndal syngur einsöng, og Miss Marian Hart og Omar Blöndal syngja tvísöng, Miss Barbara Voi Nú er vor um ver og lönd vígt af lífsins föður hönd. Endurnærðar æðar slá upprisunnar hjarta frá. Óma blítt við árdagsglóð ótal radda sigur ljóð. Nú er vor sem vekur alt vermir það sem fyr var kalt. Æskan glöð, og ellin köld una sér við geisla tjöld, alt sem lifir, lágt og hátt lofar vorsins tign og mátt.- Elfur, lækir, fossar flóð, flytja glaðan vonar óð. Guðleg sól með geisla hjúp gyllir lífsins mikla djúp. Enn frá þínum æsku brag ómar hjartans gleði lag, þá eg móður minni hjá munblítt skautið þitt eg sá. Ó þú bjarta blíða vor breiddu ljós á öll mín spor. Þegar húmar síðsta sinn sýn mér dýrðar himinn þinn. M. Markússon. .•'í'ÍÍ>«s<s<sysjsys/sÆjsAvs/sjsAí^^ s^s/s/s/sys/s^s/s/s*s/s/s^s/s#s/s#s/s/s/s/s/s/s/s/s/s^s/s/s/s/s/s/s/s/s/s/s/s*s/s/s/s/s/s*s/s/s^^^ Mr. og Mrs. Thor E. Stephenson. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju af presti safnaðarins, séra Valdimar J. Eylands, þau Thor E. Stephenson og Aileen Marjory Olson. Brúðguminn er sonur þeirra F. Stephenson. fyrrum forstjóra Columbia Press Limited, sem fyrir nokkru er látinn, og eftirlifandi ekkju hans, frú Önnu Stephenson, en brúðurin er dóttir Dr. B. H. Olson og frú Sigríðar Olson. Svaramenn voru bróðir brúðgumans, Harald Stephenson, og systir brúðarinnar, Mrs. W. F. H. O'Neill. Mrs. Neii Blaikie söng einsöng, en við orgelið var Miss Snjólaug Sigurdson. Lögberg árnar þeim Mr.og Mrs. Stephenson framtíðar- heilla; þau verða búsett í Ottawa. Goodman spilar píano solo, og Allan Beck spilar violin solo. Fundarstjóri verður Miss Rósa Vídal. Enginn inngangur verður settur, en samskota verður leit- að. Mega menn eiga von á ágætri skemtun, sem verður fróðleg og ánægjurík. Styrkið gott málefni og sækið þessa sam komu. Sumarheimilið hefir nú á hverju ári nokkur undanfarin ár tekið á móti meira en 100 börnum á sumrin og veitt þeim tækifæri til að njóta náttúru- fegurðar, sólskins og heilnæms lofts og umhverfis á vatnsbakka Winnipegvatns. Börnin hafa aðalleg'a verið af íslenzku bergi brotin og hafa tilheyrt báðum söfnuðunum íslenzku. Vonast er til að sem allra flestir styrki þetta málefni. Og þó að menn geti ef til vill ekki sótt sam- komuna, þætti nefndinni vænt um ef þeir vildu senda sam- skot sín, heimilinu til styrktar, til Mrs. P. S. Pálsson, gjaldkera. Merkur íslendingur fallinn f val Kristján Olafsson. Síðastliðið mánudagskvöld lézt að heimili sínu Ste. 1 Ruth Apartments hér í borginni, Kristján Ólafsson Jífsábyrgðar- umboðsmaður, 86 ára að aldri, einn hinna ágætustu manna í hópi Vestur-íslendinga. tjtför hans fer fram frá Fyrstu lútersku kirkju á föstudagiriri kemur, kl. 2. e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.