Lögberg - 29.04.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 29.04.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 29. APRÍL 1943. Ur borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feidsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. •f -f ♦ Sumarmálasamkoma verður haldin í lútersku kirkj- unni á Gimli á þriðjudagskvöld- ið þann 4. maí næstkomandi kl. 8,30. Á samkomu þessari verður margt til fróðleiks og skemtunar, sem enginn af Gimli búum má við því að fara á mis við. Arður af samkomunni geng- ur til safnaðarþarfa. Ekki má gleyma því, að á samkomu þessari verður á tak- teinum rammíslenzkt kaffi, ásamt pönnukökum, sem örð- ugt er að jafnast á við. Aðgangur að samkomunni kostar 25 cent. •f -f -f Lokasamkoma laugardagsskóla Esjunnar í Árborg fer fram þar, í samkomuhúsi bæjarins, föstu- dagskvöldið þann 14. maí n. k. Fer þar fram margt til skemt- unar og fróðleiks, svo sem upp- lestur, framsögn ljóða, ung- meyjasöngvar, undir stjórn Mariu Bjarnason, og smáleikur, sem skólabörnin sýna. Þá flyt- ur forseti Þjóðræknisfélagsins, Dr. Richard Beck erindi, sem treysta má að verði eitt þess vert að samkoman verði fjöl- menn. Ætlast 'er til þess að arð- ur af samkomunni notist í þarf- ir bókasafnsins. Messuboð Fyrsia lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur ■ 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfiniega velkomnir. * * * Lúierska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 2. maí. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7. síðd. S. Ólaísson. •f -f •* Áællaðar messur í Gimli presiakalli; Sunnudaginn 2. maí. Gimli kirkja, kl. 2. síðd. Sunnudaginn 9. maí. Betel kl. 9,30 árd. Húsavík kl. 2. síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. ♦ -f -f Preslakall Norður Nýja íslands: 2. maí—Hnausa, messa kl. 2. e. h. Samtal við fermingarbörn eft- ir messu. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ f Séra H. Sigmar messar í Fjallakirkju kl. 11. f. h. næsta sunnudag; í Eyford kirkju kl. 2,30 e. h. og að Hallson kl. 8 að kvöldi; messan á hinum síð- astnefnda stað fer frma á ensku. •f ♦ ♦ Messað verður í Sambands- kirkjunni á Lundar sunnudaginn 16. maí kl. 2. e. h. Séra E. J. Melan messar. Eftir messu verð- ur ársfundur safnaðarins hald- inn. Fólk er beðið að fjölmenna. Aðfaranótt síðastliðins laugar- dags lézt að 532 Sargent Ave., hér í borginni, Stefán Johnson, því nær 89 ára að aldri, fæddur í Sköruvík á Langanesi; hann hafði verið rúmfastur nokkur síðustu árin, og naut frábærrar aðhlynningar af hálfu Sigríðar Sigurðsson, er tekið hsfði það að sér, að veita honum umönn- un, er kraftar hans voru að þrotum komnir. Stefán heitinn var í öllu hinn vænsti maður, góðviljaður og trúr. Konu sína Margréti Jóhönnu, ættaða úr Hróarstungu í Norðurmúlasýslu, misti Stefán árið 1931. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en fósturdóttur áttu þau, sem þau gengu í góðra foreldra stað. Útför Stefáns fór íram á þriðjudaginn frá Bardals undir forustu séra Valdimars J. Ey- lands. ♦ ♦ ♦ Gjafir í Árborg í Rauða kross- sjóðinn meðan á nýafstaðinni fjársöfnun stóð, námu $1050.70. Af þessari upphæð lagði Víðir- byggðin fram $235.00; kvenfél- agið í bygðinni gaf $10.00. önn- ur tillög téðrar meginupphæðar, voru sem hér segir: Sigurdsson Thorvaldson Co. Ltd., $25.00. Árborg Salvage Corps, $25.00. Lutheran Laidies Aid, $25.00. Bifrast Municip- ality, $25.00. M. F. A., $25.00. North Star Cremery, $25.00. Okno skólahérað, $25.00. Deildin í Árborg flytur þeim öllum hér með alúðarþakkir, sem að söfnuninni unnu af kappi, þrátt fyrir illviðri og afarerfiða umferð. Virðingarfylst Mrs. I Smith. ♦ ♦ ♦ Þjóðræknisdeildin “Brú” í Selkirk, efnir til skemtisamkomu í Lutheran Hall þar í bænum á laugardagskvöldið þann 15. maí næstkomandi, kl. 8. í skemtiskrá taka þátt Dr. Richard Beck forseti Þjóðræknisfélagsins, Ein- ar P. Jónsson ritstjóri, frú Ingi- björg Jónsson, Páll S. Pálsson skáld o. fl. Arður af samkom- unni gengur til stuðnings þjóð- ræknissamtökum íslendinga í Selkirk. ♦ ♦ ♦ Frónsfundur • verður haldinn í Goodtempl- arahúsinu á þriðjudagskvöldið þann 11. maí næstkomandi, vandað hefir verið hið bezta til skemtiskrár, og er þess að vænta, að fjölment verði. í næsta blaði verður skemtiskrá fundarins birt í heild. ♦ ♦ ♦ Mr. T. J. Olsen, skólastjóri frá Grandview, Man., kom til borgarinnar á mánudagskvöldið var, og dvaldi í borginni fram um miðja vikuna. Wartime Prices and Trade Board Ekkert kjöt á þriðjudögum. Með þriðjudeginum 4. maí, verður byrjað á “Meatlecs Tues- days”. Samkvæmt fyrirskipur. W. P. & T. B. verður öllum gistihús- um og öðrum opinberum mat- söluhúsum bannað að bera fram kjöt á þriðjudögum. Þetta hefir verið ákveðið til þess að kjöt- skamturinn komi sem jafnast niður á öllum, og til þess að Steele.BriggsSeeds • Bezt fyrir akurinn • Bezt fyrir garðinn ÚTSÆÐI FRÁ STRÖND TIL STRANDAR • Skrifið eftir 1943 sáðlista • Vér höfum GRAS og SMÁRAFRÆ STEELE.8RI6GS SEED GO. Limited Winnipeg — Regina Edmonton S. E. B. Þér kaupið Vegna hvers SIGURLÁNS VEÐBRÉF Þau stuðla að sparnaði Þau stuðla að sigri Þau vinna yður inn fé Þau tryggja handbæra peninga Þau tryggja vörukaup eftir stríðið Sigurlánsbréf eru eins og peningar. Stjórnin gefur þau út í skiftum fyrir lán. Er þér kaupið Sigurlánsbréf, eruð þér blátt áfram að skipta um peningaform. Venju- legir peningar eru sú tegund, sem þér fáið fyrir fram- leiðslu afurða yðar. Sigurlánsbréf er tegund peninga, sem ætluð er til sparnaðar. Verðbréf gefa af sér vexti hvern dag, sem þér eigið þau. $100.00 verðbréf gefur af sér $3.00 á ári. Innstæða í verðbréfum tryggir okkur fé til þess að kaupa fyrir nauðsynjar að loknu stríði. ^T. EATON C?m,TE0 WINNIPPG CANADA Always ask your Grocer for “Butter-Nut Bread” Rich as butter — Sweet as a Nul "The Quajity goes in before the name goes on" CANADA BREAD CO., LTD. Frank Hannibal mgr. þeir sem borða á svona stöðum verði að minka við sig kjöt- neyzlu ekki síður en þeir sem borða heima hjá sér. Það er búist við að sala á kjöti til heimilisneyzlu verði takmörkuð einhverntíma í maí-mánuði. Bannið á ekki við fisk eða fugla- kjöt. "Remake Review". Munið eftir “Remake Review’-’ í Orpheum Theatre á fimtu- daginn 29. apríl. Þrjár sýningar: klukkan 2. e. h., 4,30, og 8,30. Aðgöngumiðar fást ókeypis hjá Eaton og Hudsons Bay, þar sem fatasniðin eru seld. Öllum sem koma verða gefnar bækur með myndum af kjólunum sem sýnd- ir verða. Skömtunarseðlaskrá. Kaffi og te. (grænir). Með hverjum seðli fæst hálft pund af kaffi eðá tvær unzur af te. Seðlar 1, 2, 3 og 4 þegar gildir, tímabil óákveðið. Númer 5 og 6 ganga í gildi fyrsta maí. Sykurseðlar (ljósrauðir). 1, 2, 3 og 4 þegar gildir, tímabil óá- kveðið. Númer 5 og 6 ganga í gildi fyrsta maí. Hver seðill er fyrir eitt pund af sykri. Smjörseðlar (fjólubláir). 1, 2, 3, 4 og 5 þegar gildir, falla úr gildi 30. apríl. Númer 6 og 7 þeg- ar gildir, númer 8 gengur í gildi 1. maí. Þessir þrír falla úr gildi 31. maí. Hver seðill er fyrir hálfu pundi af smjöri. Varaseðill "B" (blár). Númer eitt, er fyrir eitt pund af sykri til þess að hafa með rhubarb. hann fellur úr gildi 31. maí. Spurningar Og svör. Spurt. Hefir leigjandi sem altaf hefir borgað leigu fyrir- fram í byrjun hvers mánaðar eins og tekið er fram í leigu- samningum, leyfi til þess að fresta borgun til þe^s tuttug- asta, vegna þess að þeir sem leigja hjá honum hafa ekki staðið í skilum? Svar. Leigulögin vernda ekki leigjendur sem ekki standa í skilum með leigu, hversu góða ástæðu sem þeir kunna að hafa. Fylkislögin leyfa hverjum hús- ráðanda sem vill, að sækja um leyfi til að segja upp leigjendum MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR sem ekki borga skilvíslega. Spurt. Við erum að hugsa um að kaupa okkur “Radio” með af- borgunum. Hafa kaupmenn leyfi til að leggja rentur á svona skuldir? Svar. Þeir hafa ekki einungis leyfi, heldur er þeim skipað að heimta að minsta kosti % af 1% mánaðarlega á svona skuld- um. Spurt. Hvenær fær maður sykrið sem beðið var um til niðursuðu? Svar. Það verða sendir sér- stakir sykurseðlar, og þeim verð ur útbýtt í tæka tíð. Niðursuðu tímabilið byrjar ekki fyr en fyrsta júní. Spurt. Eg hefi verið að hugsa um að taka að mér matreiðslu og útvega matvæli fyrir félög sem vinna fyrir kirkjur og aðr- ar stofnanir við kvöldsamkomur og þess konar. Get eg fengið sérstakt leyfi samkvæmt skömt- unar reglugerðunum. Svar. Nei. Þetta er ekki álitið svo nauðsynlegt að leyfi fáist til þess að nota skamtaðar vörur þannig. Spurt. Við erum að hugsa um að leigja sumarheimilið okkar árið um kring. Á sumrin höfum við fengið hundrað dollara fyr- ir hvern mánuð. Er nauðsynlegt að fara til húsaleigunefndar- innar og biðja þá að ákveða sanngjarna * leigu fyrir aðra mánuði ársins? Svar. Já. Upplýsingar fást hjá leigunefndinni í gegnum næstu skrifstofu W. P. & T. B. Spurt. Er hámarksverð á öðr- um garðmati en kartöflum? Svar. Það er hámarksverð á kartöflum og lauk. Spurningum í íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. SAHrCMA undir umsjón Sumarheimilisins á Hnausum Miðvikudaginn 5. maí, kl. 8,15, í samkomusal Sambandskirkjunnar í Winnipeg. Skemtiskrá: Fyrirlestrar, Dr. M. Bowman og Dr. E. Stein- þórsson, hljóðfærasláttur, söngur, upplestur. Enginn inngangur settur en samskota verður leitað. Styrkið þetta ágæta fyrirtæki. NATIONAL SELECTIVE SERVICE AÐVÖRUN til manna sem fæddir eru frá 1902—1924 (sem náð hafa 19 ára aldri) viðvíkjandi HERÚTBOÐS REGLUNUNUM Sérhver maður fæddur frá 1902 til 1924 (sem nú er að minsta kosti 19 ára) verður eftir 30. apríl 1943, að færa sönnur á, að hann eigi hafi brotið í bág við National Selective Service Herútboðsreglurnar, áður en hann sótti um atvinnuleyfi. Sannanir í þessa átt verður National Selective Service umboðsmaður að fá. Næst er þér vitjið National Selective skrifstofu, takið þér með yður skilríki, er sanni, að þér hafið í engu brotið í bág við Herútboðsfyrirmælin. DE P A RTM ENT of LABOUR HUMPHREY MITCHELL Minister of Labour A. MacNAMARA Director, National Selective Service Ryðjið óvinaflugvélum úr vegi vegna sigursins Verðbréf byggja loftför, æfa flugmenn, hlaða byssur, skjóta niður flugvélar; það er fyrsta sporið til nýrra, átaka. Þess fleiri verðbréf, sem þú kaupir, því meira tækifæri fá her- menn vorir. Styðjið þá af ráði og dáð. Farið margs á mis þeim til styrktar; þeir gefa líf sitt; þið lánið peninga. Lánið þá nú þegar. Styðjið áhlaupið með verðbréfum. ciTy nyDRC

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.