Lögberg - 29.04.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.04.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 29. APRÍL 1943. 5 halda, að eg loki mig inni, eins mikið og eg geri, af því mér sé ömun að fólki. En þetta er síður en svo. Eg verð samt að hafa næði og frfð. Þó að mér þyki vænt um að fá fólk til mín, þá er eg ekki samkvæmismaður að upplagi, og lá stundum við því fyrr á árum, að eg öfundaði þá, sem nutu sín vel í marg- menni. Eg hefi alltaf verið gef- inn fyrir að fara einförum og grufla með sjálfum mér. Þegar eg var drengur, hafði eg gaman af að safna pöddum og smá- dýrum til þess að rannsaka þau; oft óð eg út í forarpollana, til þess að skoða það líf, sem þar þróaðist. Af dauðum hlutum var stiginn upp á geymsluloft móð- ur minnar einn af mínum beztu kunningjum. Eg man, að eg horfði á hann tímum saman, þangað til hann var orðinn svo annarlegur í augum mínum, að eg kannaðist varla við hann sem sama hlut og hann hafði verið. Stundum gerði eg ýmsar tilraun- ir með sjálfan mig — í hug- anum. Eg setti mig t. d. í hug- anum niður í flösku, og horfði upp um stútinn, o. s. frv. Mikið um hagann. Smali var eg lengi, yndi hafði eg af því að reika út en leiddist það. Þó þótti mér vaent bæði um kindur og hunda. Hundarnir vildu helzt ekki fylgja mér í smalamennskuna. Þeir fundu víst, hvað eg var lítill smali. Stjórnmálum og öðru slíku hefi eg alltaf verið frábitinn, og er þakklátur öðrum fyrir að taka að sér þau störf. Auðvitað verða einhvérjir að hafa þau á hendi. Eg hefi alltaf átt erfitt með að skipa mér í flokka, einnig á sviði listanna. List- flokkar, stefnur, “ismar” og tízka hafa alltaf verið mér mjög fjarlæg. Eg geri heldur enga kröfu til þess, að allir séu eins og eg sjálfur. Þegar einhver get- ur ekki þolað mig sem lista- mann, þá finn ég stundum til gleði, þótt undarlegt sé. Orsökin er sú, að eg tel það ávinning fyrir heildina, að ekki séu allir steyptir í sama mótið. Eg vil undirstrika andlegt sjálfstæði mannsins. Það sjálfstæði er ekki fullkomið, nema maður unni öðrum sama réttar og sjálfum sér. Nú getur sjálfstæði mannsins að vísu ekki verið tak- markalaust. Setjum svo, að tveir menn vilji sjálfstæði til hins ýtrasta. Annar vill sjálf- stæði á ljóssinc vegi; hinn krefst með sama rétti sjálfstæðis á mótsettum vegi. RaUnverulega hafa þeir ekki sama rétt, því að í tilverunnar ríki er ákveðinn réttur, sem hver einstaklingur hlýtur að lúta. En hver maður verður að krefjast sjálfstæðis tii að nota sinn rétt, svo langt sem mannfélagsheill og siðferðislög- mál tilverunnar leyfir. Einstakl- ingarnir verða líka að hafa sinn rétt, sökum þess, að ekki hæfir öllum það sama, fremur en í sög unni1 um karlinn, sem gaf skó- smiðnum meðal, sem honum batnaði af, en reyndi svo sama meðalið á skraddara, en hann dó af því.” Loks leikur mér hugur á að fá að vita, hvað listamaðurinn kynni að vilja ráðleggja æsku- lýð íslands og ungmennafélög- um, ef hann næði til þeirra margra í einu. Hann svarar: “Okkar tími er hættulega staddur í eftiröpun eftir útlend- ingum. Við erum ung þjóð, mið- að við nútímatækni og menn- ingu, og af því að við erum skemmra á veg komnir í ýmsu, höldum við, að allt sé takandi eftir. Eg get t. d. aldrei nóg- samlega grátið það, að “jazzið” er komið til landsins. Pátt stuðl- ar meira að því að eyðileggja unga fólkið. Það er mitt álit, að hið opinbera eigi ekki að hlynna að slíku t. d. með út- varpinu, — að setja þannig haft á fætur æskulýðsins. Taglhnýt- ingsháttur er mjög áberandi. Hingað til höfum við verið ein- samlir úti á hafi. En svo kom stórt skip siglandi og við förum í kjölfar þess. Og okkur finnst það dásamlegt að fylgja svona stóru skipi, og getum hæglega drukknað í kjölfarinu. — f siðferðislegum efnum er það eilíft heilræði • þetta: “Það sem þér viljið, að aðrir menn .geri yður, það skuluð þér og þeim gera”. Að taka fyllsta tillit til annara, — óskorað tillit í dag- legri umgengni, eða eins og segir í vísu eftir Einar Bene- diktsson: “Aðgát skal höfð í nærveru sálar.” En hvernig sem allt veltist og botnveltist í þessari veröld, er engin sigurvon fyrr en maður hefir sett tréð eins og það á að standa, með ræturnar niðri í jörðinni og limið upp. Við verð- um að gefa hinu andlega lífi sinn rétt. Hvar sem efnishyggja hefir yfirhöndina, eyðir maður- inn tímanum sér til skaða og skemmda. Efnishyggja — þegar með því orði er átt við umhugs- un um efnislega hluti •— á að hafa sinn rétt, þar sem honum er markaður bás, en efnið má ekki grípa fram í fyrir eldri bróður, andanum. Efnisheimur- inn er eins heilagur og' hvaða aðrir heimar, sem maður getur hugsað sér, að til séu, en hann er samt aðeins partur af tilver- unni, og partinn má aldrei meta meir en alla heildina”. Það er óþarfi að bæta nokkru við það, sem hér hefir verið sagt. Margur mundi sennilega vilja fá meira að vita um skoð- anir Einars á lífinu og tilver- unni, sérstaklega þar sem hann kann að fara út af alfaravegi. Ef til vill gefst mönnum kostur þess síðar, en Skinfaxa þykir vænt um, að geta flutt lesend- um sínum meginatriðin í grein- argerð listamannsins sjálfs fyrir lífsskoðun sinni. Er áuðfundið, að Einar sver sig í ætt þeirra, sem nefndir hafa verið mystik- arar eða dulsæismenn. í persónu legri reynzlu allra trúmanna er alltaf einhver mystik, snerting hins innra veruleika, samband við andann bak við efnið. Marg- ir munu kannast við mystiska reynzlu frá bernsku og æsku- árum, þótt þeir síðar hafi orðið kaldir og sljóir þjónar efnisins. Hjá Einari Jónssyni hefir þessu ekki verið svo farið. Undanfar- andi frásögn sýnir ennfremur að hugmyndaflug hans hefir verið mikið í bernsku og ímynd- unaraflið sterkt. Listaverk hans sýna og sanna, að sá hæfileiki hefir varðveitzt, þótt viðfangs- efni þroskaðs manns séu auð- vitað önnur en barnsins. List Einars Jónssonar hefir hrifið íslendinga, snortið þá djúpt. Hann hlaut ekki viður- kenningu listfræðinga fyrst í stað.Lengi þurfti hann að standa svo að segja einn uppi. Ennþá er um hann deilt. Samt er hann orðinn heimsfrægur fyrir löngu. En hér á íslandi hefir hann, gagnstætt sögulegri reynzlu, orð- ið spámaður í föðurlandi sínu. ósnortin af ismum, hefir mikla hneigð til dulsæis, og þess vegna kann hún að meta Einar Jóns- son og finnur til skyldleika síns við hann. Jakob Jónsson. Skinfaxi. Dánarfregn Mánudaginn 22. marz andað- ist Sigríður Johnson á sjúkra- húsinu í Grafton eftir langa og stranga sjúkdóms-baráttu, sem hafði varað í marga mánuði. Sigríður, eiginkona Jóns J. John son í grend við Akra N. D. fæddist í Isafoldar-bygð í Nýja íslandi 20. okt. 1891. Foreldrar hennar voru Jóhann Jóhannson, skagfirskur að ætt og kona hans Friðrika Jónsdóttir ættuð úr Eyjafirði. Þau hjón fluttust frá íslandi til Nýja Islands fyrir nálega 60 árum og eru nú bæði látin. Sigríður var tekin til fóst- urs af Jóni og Þórdísi Jónsson í Nýja íslandi og ólst upp hjá þeim til tvítugs, þá fluttist hún til Winnipeg og bjó þar, þangað til að hún flutti til Akra N. D. fyrir átta árum. Áttunda dag júní 1914 giftist hún Jóni J. Johnson við Akra. Hafa þau síðan búið í grend við Akra. Sigríður sál. var vel gefin og myndarleg kona, góðlát, gest- risin og vingjarnleg í garð sam- ferðafólksins. Hún auðsýndi trú- mensku í störfum sínum og framkomu, og við barnatrú sína. Hennar er sárt saknað af eigin- manni, systkinum og öðrum ná- komnum vinum. Útför Sigríðar fór fram frá Vídalínskirkju, fimtudaginn 25. marz. Og í grafreit þess safn- aðar var hún lögð til hvíld^r. Séra H. Sigmar jarðsöng. ..:itna Svör við spurningum yðar :u,:i viðvíkjandi SIGURLANS VEÐBRÉFUM . vi,> Hvað er Sigurláns Veðbréf ? j -Rí. l SIGURLÁNS VERÐBRÉF er loforð Dominion of Canada um endurgreiðslu að fullu nafnverð þess á réttum gjald- daga, og verða vextir 3% greiddir ivisvar á ári yfir tíma- bilið. i Sigurláns verðbréf er tryggasta innstæða í Canada vegna þess að öll auðlegð landsins liggur að baki. Canada hefir gefið út verðbréf í 75 ár, og aldrei brugðist því að endur- greiða sérhvern dollar höfuðslóls ásamt vöxtum. Það er auðveldara að koma Sigurláns verðbréfum í peninga en nokkrum öðrum iryggingum. Hvernig innheimti eg vexti ? Röð af miðum er fest við verðbréfið. Hver miði er dag- settur ... einn fyrir hverja sex mánuði; þér sníðið af sér-' hvern miða hinn lillekna dag eða nær, sem vera vill seinna, og fáið fyrir hann peninga í bönkunum. Hvað nema vextir miklu? $100 verðbréf gefur af sér $1.50 í vöxtu tvisvar á ári, eða $3 fyrir heilt ár. A 14 árum fáið þér af þessari upphæð $42 í arð, aðeins fyrir leigu á peningunum. Ef þér kaupið stærri verðbréf, svo sem $5.000, fáið þér $150 í vöxtu á ári. Með því að sníða af miðann í gjalddaga, og kaupa með honum ný verðbréf eða Stríðssparnaðarskýrteini, þá fáið þér vaxiavöxtu, og margfaldið peninga yðar. Þarf eg að geyma veðbréf mín unz þau falla í gjalddaga? Ef þú raunverulega þarfnast peninga má selja þau nær, sem er. Farið með þau til bankans, fésýsluumboðsmannsins, eða irusl-félagsins, er innleysa þau þegar í stað. Vitaskuld æskið þér ekki að selja verðbréf yðar nema þörfin sé brýn. Með sölu verðbréía takið þér peninga írá baráttunni fyrir sigri, þar sem þeirra er allra mest þörf. Hvar á eg að geyma veðbréfin ? Verndið þau gegn elds- og þjófnaðarhætlu. Geymið þau í öryggishólfi, eða banka-geymslu fyrir svolitla þóknun. Verða veðbréf þessi með fullu nafnverði í lok tímabils ? Já, takið þau í bankann, er þau falla í gjalddaga, og þau verða þá úiborguð á fullu nafnverði. Því þarf Canada að selja veðbréf ? Það krefst peninga að verja frelsi vort. Til þess að vera viss um sigur, þarf Canada að fá meiri peninga NÚ, en fólk gelur greitt í sköttum. Canada innheimtir alt, sem unt er í sköttum, en fær hilt að láni með sölu Sigurláns verðbréfa. Því þurfa fleiri að kaupa Sigurláns Veðbréf í þetta sinn ? Því þarf fólk, sem á Sigur- láns Veðbréf, að kaupa meir í ár ? Fram að þessu hefir verið meginhlutverk Canada að afla efniviðar til stríðssóknarinnar. Nú í ár þurfum vér eigi aðeins að halda við framleiðslu lil stríðsþarfa, heldur verð- um vér að vera viðbúnir fullnaðarátökum. Þess vegna þarf Canada að fá meiri peninga að láni með sölu Sigurláns verðbréfa, til þess að borga fyrir margaukna stríðssókn. Kaupið eins mikið af Sigurláns verðbréfum og þér framast getið. og alt, sem þér megnið næstu sex mánuðina. M0R£ BUY A YICTORY BONDS HOW NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE 23—4

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.