Lögberg - 29.04.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.04.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGLERG. FIMTUDAGINN 29. APRÍL 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eflir Edgar Wallace. Anna var glöð að komast burt frá þeim og loka hurðinni á herbergi sínu. Tiser var hin virkilega mynd þessa ljóta leiks,sem þeir léku. Hann var altaf drukkinn, altaf kjaftandi, ó- svífni hans og hræsni, voru hvorutveggja jafn viðbjóðsleg. Anna sá í þessu samtali spegil- mynd af samræðum þeirra á liðnum árum. Hún fór nú inn í sín herbergi. Þjónustu stúlk- an hennar hafði skilið eftir kvöldverð á borð- inu í stofunni, > en var farin. Hún var ekki svöng, og lét matinn bíða, þar til hún hafði baðað sig og skift klæðum. Það var nú liðið meir en ár frá því Ronnie var drepinn. Hún xeyndi að bæja burt úr huga sér hinu blinda og óskynsamlega hatri, sem hún hafði á þess- um óviðfeldna þjóni laganna, sem brautst út hjá henni, í bituri;i fyrirlitning, og fast settri ákvörðun að koma fram hefndum gegn honum við fyrsta tækifæri. Hún hafði mynd af Brad, sem hún hafði klipt úr dagblaði, og til þess að hún skyldi ekki gleyma áformi sínu, hafði nún sett myndina í tvöfaldan ramma bar sem hún hafði mynd af Ronnie á móti hans, þar sem þeir horfðu hvor á annan. Myndin af Ronnie var vangamynd, brosmild og góðleg, með eld æskunnar í augum. Brad, — morð- ingi, mannhatari —; hún horfði oft tímum saman á þessar myndir. Hún átti í sáru hugar- stríði er hún reyndi að berjast á móti minn- ingunni um afdrif bróður síns, en hún hafði svo mikla sjálfs stjórn, að hún gat setið og horft á morðingja bróður síns, með bros í aug- r.m, eins og allt væri gleymt. Hún vissi að honum geðjaðist vel að sér, hún vissi það frá því þau sáust fyrst, en hann hafði aldrei látið neitt meira í ljósi við hana, en að honum geðjaðist vel að henni. Hann var umhyggjusamur um hana, og sýndi henni ein-læga samhrygð í sorg hennar. Aldrei fyr en þetta kvöld hafði hann minnst á Mark Mc Gill, þó hann hefði oft minnst á Ronnie. Einu sinni hafði hann sagt við hana. “Hann lenti í höndum slæmra manna, veslings Ronnie. Eg sá hann sökkva dýpra og dýpra í vondan félags- skap, eg gerði mitt ítrasta til að bjarga hon- um, ef hann bara hefði sagt' mér á hversu hættulegt stig hann var kominn, hefði mér líklega tekist það.” Meðan hún var að klæða sig, hafði hún ramm ann með myndunum af Ronnie og Brad fyrir framan sig á borðinu. Hún ýgldi sig ofurlítið í andliti, er hún strauk hárið frá enni sér. Hafði hún nú verið eins vitur og hún hélt? Hún hafði ekki komizt að neinu; var engu nær en fyrst er hún sá Bradley. Mark var vanur að spyrja hana, er hún hafði mætt Brad-ley, hvað hann hefði sagt, en hún hafði ekki komist að neijnu, og ' gat ekkert sagt honum meira en hann vissi. Bradley var ekki af höfðingjum kominn, hann var sonur hjólaviðgerðamanns úti á lands- bygðinni, sem hafði varið frístundum sínum í að kynna sér líf og háttu fuglanna. Móðir hans var verkamanns dóttir. Það að vera af verkafólki komin, var nóg efni til hvíslinga og slúðurs, á meðal heldra fólksins í þá daga. Hann byrjaði að vinna fyrir sér ungur, sem fjósadrengur, en tók skjótum framförum í ýms- um störfum, og aflaði sér víðtækrar mentunar, áður en hann gekk í leynilögregluliðið. Hann hafði sterka hneigð til lærdóms og menta. Maður gæti vel ímyndað sér að á -miðnæturgöng um sínum hefði hann verið að hafa yfir í huga sínum, hinar óreglulegu sagnir í frönsku, og nota frístundir sínar til að lesa lögfræðisleg- ar -kennslubækur, eða aðra fræði er honum mætti að gagni koma. Þegar hann var tuttugu og tveggja ára, var hann gerður undirforingi í leynilögreglu-liðinu, tuttugu og þriggja var hann gerður marskálkur. Hann var sendur til Mesopotamiu, sem yfirmaður Brezku leynilög- reglunnar þar, og eftir fárra ára veru þar, er hann kom aftur til Scotland Yard, kunni hann Arabisku, bæði að tala og skrifa. Hann kom með ofurlítið, fornfálegt Arabiskt bókasafn. sem hann hafði lánað. Hann hafði lært tvær rýjar aðferðir til að opna lása, af Arabiskum innbrotsþjóf, sem nefndist Ali íbn Assullha. Hann getur vel hafa verið háttsettur embættis- maður í Belgrad. Anna var að ljúka við að borða, og var að hita sér kaffi, þegar Mark símaði til hennar. “Eg veit ekki hvað gengur að Tiser, hann sýnist vera alveg brotinn niður. Hann hefir haft of mikið að hugsa og gera, þarna í Hvíld- arheimilinu, og eg er hræddur um að sá fé- lagsskapur hafi slæm áhrif á hann. Eg vona að hann hafi ekki valdið yður áhyggju.” Hann heyrði hana hlægja, og það gerði hann rólegan. “Eg hefi ekki hugsað um það síðan. Mér geðjast ekki mjög vel að honum. Hann er of drykkfeldur, og mér líkar ekki drykkfelt fólk.” Mark mumblaði eitthvað um að hann legði of mikið á sig, og bætti því við að hann hefði sent hann aftur til hvíldarheimilisins. Hann mintist ekkert á Eli Josef. Það var svo margt í fari Marks, sem Önnu fannst, aðdáanlegt, en þó kynlegt. Hver annar en hann mundi hafa varið þúsundum dollara af gróða sínum, þó ólöglegur kynni að vera, til hressingar og siðbetrunar hinum óhamingjusömu lögbrjótum. Það var eitthvað óvanalegt, en þó eitthvað stórmannlegt í því. Mark hafði keypt gamla byggingu, sem var í niðurníðslu, óg lét gera við hana, og breyta, í það, sem hann kallaði “Hvildarheimili”. Hann keypti ný og þægileg húsgögn í hvert herbergi, fyrir mikla peninga. Hann ætlaði þennan stað fyrir verustað gam- alla lögbrjóta og glæpamanna; þar sem þeir gætu fengið fæð^ og húsnæði fyrir mjög litla borgun; það var að minsta kosti það sem hann sagði nágrönnunum, og fólk trúði. “Heimilið, það er uppáhaldið mitt”, var Mark vanur að kalla það, og þó hann þyrfti ?ð leggja til þess tuttugu og fimm þúsund á ári, áleit hann þeim peningum vel varið. Anna áleit þetta aðdáanlega fallega gert af . honum, og bauðst til að vinna þar eitt kvöld í viku, til að hjálpa til með húshaldið, en hann aftók það með öllu. “Eg vil ekki að yðar nafn verði tengt við mitt, eg get fallið í hendur lögreglunnar hve- nær sem er, og eg vil vernda yður frá því.” Þetta göfuglýndi var svo líkt Mark, og hún dáðist að hon-um. “Komið þér með kaffið yðar hingað vfir, eg þarf að tala meira við yður.” Hann beið við dyrnar til þess að taka við kaffibollanum frá henni. “Tiser er að verða meir og meir ómögulegur — eins og hann er farinn að drekka, væri betra að hann væri dauður. Eg verð að líta mér eftir öðrum ráðsmanni.” “Mér geðjast ekki að honum.” sagði Anna. “Eg er glaður að heyra það. Eg hafði fjand- ans erviðleika með hann, eftir að þér fóruð. Hann fékk annað brjálæðiskast — skyndilög- reglan! Hann heldur að lögreglumenn séu i hverjum bíl, sem hann sér á strætunum. Hann vill losast út úr félaginu, og eg er að hugsa t:m að láta hann fara, nota þetta tækifæri.” “Eg skil, að þér munuð hafa allslags menn í þjónustu yðar. Eg hef mætt sumum af þeim, sem komu mér all skrítilega fyrir sjónir, þeir eru ekki líkir sætmetiskaupmönnunum? — en eg hef aldrei skift mér neitt af þeim. En eg hefi altaf haldið að Mr. Tiser væri meinleysis maður, en mér geðjast hann samt ekki.” Það var eins og Mark yrði hálf hissa á því er hún sagði. “Hann er allgóður náungi; en jafnvel beztu menn geta haft til að svíkja, eða hafa af við- skiptavinum sínum. Eg hef aldrei álitið mig, sem stórsyndara, og eg býst við að hann geri það ekki heldur. Þetta minnir mig á, að eg þarf að biðja yður að fara ofan til Oxford í nótt, með ofurlítinn böggul. Eg skal gefa yður uppdrátt af veginum, og sýna yður hvar þeir bíða yðar.” “Á móti skyndilögreglunni!” svaraði Anna. Honum stökk ekki bros. “Eg treysti á vinskap yðar við Brad. Hann hefir ekki áræði til að taka yður til fanga, en ef hann skyldi gera það — jæja, eg treysti yður Anna. Það yrði allstór hópur af fólki sem sett yrði inn ef þér segðuð til þeirra.” Hún brosti fyrirlitlega. “Ef eg talaði; Mark. Þá hefðyð þér lögregl- una ekki fjær yður.” Það var skuggalegt í stofunni, nema dauft glæta sem lagði frá borðlampa, sem stóð á skrifborði Marks. Nóttin var köld, og hlýjan frá eldstæðinu var vel þægileg. Hún sat á láum stól og rétti hendurnar mót hitanum frá eldstæðinu. Hún sat lengi, og starði hugsandi í glóðina. “Er það ekki undarlegt, í hvert sinn sem minst er á Eli Josef —” “Eli Josef virðist vera orðin að nokkurs- konar aðsókn”, svo breytti hann umtalsefni, en aðeins um stund. Aftur snerist samtalið að gamla Gyðingnum, sem átti meyjastigann, og að hversu hrörlegt hús það væri. “Eruð þér vissir um að Eli Josef sé dauður?” Hann dró djúpt andann. Engin vissi betur en hann að Eli Josef var dauður. VII. kafli. “Eg,” þá heyrði hann símann hringja inni í sverfnherbergi sínu. Það voru tveir símar þar. Annar hringdi djúpu skerandi hljóði, og það var síminn sem Mark vildi helst aldrei heyra. Hann hafði ágæta umboðsmenn um alt landið í þjónustu sinni. En hversu langt frá því að eiga skilið það nafn fyrir heiðarlega atvinnu, er annað mál. Þeir voru vanir að síma honum, eftir númeri, sem ek-ki var í símabókinni. Hann fór og lokaði dyrunum á eftir sér. Anna leit upp er Mark kom til baka. “Á eg að fara til Oxford, eða eitthvað ann- að?” “Eg veit ekki,” svaraði hann í hörkulegum lám, svo hún horfði á hann undrandi. “Hefir eitthvað komið fyrir, Mark?” “Ekki neitt mikið — aðeins einn af mönnum mínum sagði mér að skyndilögreglan hefði rétt núna farið út, og gæti komið hér er minst varði.” Mark hnipraði sig upp í legubekkinn, kross- lagði hendurnar á brjóstinu, og hengdi niður höfuðið. Hann leit út eins og maður sem hefði vonda kveisu. Anna rauf þögnina og sagði. “Getið þér reitt yður á manninn sem sím- aði? Haldið þér að lögreglan komi í nótt?” Hann kinkaði kolli. “Eg veit ekki hvar hann komst að því, en eg man ekki til að hann hafi sagt mér ósatt.” Og eins og hann alt í einu gerði sér grein fyrir hvar hann var stadd- ur, og hvaða hætta vpfði yfir honum, hljóp hann á fætur. “Þér skilduð kassan eftir í bíln- um auðvitað? Eg skal fara ofan og sjá um það.” “Þurfið þér mín með?” Hann bara hristi höfuðið neitandi. Hann bjó á neðsta lofti, og hann hafði gang þaðan út í bílskúrinn, sem var baka til við bygginguna. Hann fór í gegnum þröng göng, sem láu frá eldhúsinu út í bílskúrinn. Honum var óhætt að snúa á ljósunum, því svartar blæjur voru fyrir þeim. Bíllinn var þar, eins og Anna hafði s-kilið við hann. Hann tók lykil úr vasa sínum, lauk upp bakhurðinni, og tók út kassann og fallhlíf- ina. Hann læsti hurðinni aftur, tók fallhlífina : og vafði henni saman í hnykil. Þá tók hann kassann. Á honum var rennilok, sem einnig þurfti að opna með lykli. Hann tók upp úr kassanum tuttugu og fimrn smábögla, vafða i þunnan b-láan pappír. 1 einu hcjrni bílgkúrsins var hylki úr galvanized járni, í það láu stór- ar járnpípur, bæði frá gólfi og lofti. Hann opnaði stálhurðina sem var á hylkinu, og leit vandlega inn í það. í neðri enda pípunnar var vel felt lok, sem hann tók upp og skoðaði vand- lega. Lokið var líkast og það væri diskmynduð salthel-la, hann sneri því gætilega, og það fylti sem best út í lægri enda pípunnar, ofan á það lagði hann svo þessa tuttugu og fimm smábögla, mjög vandlega, og læsti hurðinni. Hann tróð fallhlífinni í ruslakassa sem þar var, sem hann tók með sér inn í eldhúsið. í staðinn fyrir vanalega eldstó, var hólkmynd- að hylki, og inn í það fleygði hann kassanum með fallhlífinni í og lokaði hylkinu. Því næst dró hann til hliðar lítið rennilok, tróð þar inn eldfimri uppkveikju, kveikti svo á eldsoítu, og horfði á meðan kviknaði í kassanum, dró svo lokið fyrir eins og það var. “Lofum þeim nú að koma.” Þegar hann kom inn aftur, sat Anna á stól við arininn, studdi olnboganum á kné sér, og hélt báðum höndum fyrir andlit sér. Hún leit upp og sá að eitthvað hafði komið fyrir. “Ef lögreglan kæmi hér og fyndi eitthvað? Hvað mundi það meina fyrir okkur?” spurði hún blátt áfram. “Eg hef verið að lesa um helstu tilfelli sem hafa komið fyrir lögregludómstólana af því tagi nýlega. Þeir dæma sjaldan fangelsisvist fyrir fyrsta brot; það er vanalega sekt, sem r.emur fjögur hundruð dollars. Auðvitað, það væri hræðilegt fyrir yður — eg meina, það opinberaði atvinnu yðar — en það væri ekki hægt að álíta það sem hræðilegt hneyksli; væri það?” Hún beið eftir svari, en er hann þagði, hélt hún áfram. “Mark, þér hljótið að hafa mikið meiri við- skifti en eg hjálpa yður með. Pakkarnir eru svo litlir, að það borgar ekki fyrir bílinn. Eg er að hugsa um að eg sé yður meiri kostnaðar- auki, en svarar því gagni sem eg vinn yður. Eg veit að það eru ekki öll yðar — hún hikaði við — viðskipti, en með tveggja eða þriggja shillings hagnaði á hverri únáu, þá er það varla tilvinnandi.” Mark hafði alla tíð verið hræddur um, að þessi forvitni mundi fyr eða síðar brjótast út hjá henni, og sökum þess svaraði hann hálf- vegis út í hött. “Þér vinnið einungis í lítilli deild, af við- skiptasambandi voru,” svaraði hann önugt. “Félagssamband vort er miklu stærra og víð- tækara en þér getið séð. Það er ekki vegna þess að eg ætlist til nað þér hafið með höndum mikla flutninga — þér eruð mér þarfar á marg- ann annan hátt. Það eru svo fáir í þessu t'élagi sem eg þori að treysta. Þér þekkið hvernig mín aðstaða er. Eg hef verið opinskár við yður um þessi mál. Tollsmygling er eins stórt brot gagnvart lögunum eins og innbrots- þjófnaður. Eg er ekki að segja að það sé. Þér getið haft yðar eigin skoðanir á þVÍ.” “Auðvitað hafið þér það.” “Veslings Ronnie hefir þá verið lögbrjótur, og það er eg líka. — ímyndið yður að eg sé að rpissa kjarkinn? — Nei, eg er upp með mér af stöðunni.” “Hún, upp með sér af því —” Hann hafði ekki svarað spurningu hennar að fu-llu. Áður en hún gat haldið lengra, heyrði hún símann hringja í svefnherbergi Marks, og hann tór þangað. Hann hafði gert samning við hús- vörðinn um, að allir óvanalegir gestir er spyrðu eftir sér, segðu honum til nafn-s síns, því þó hann hefði marga þjóna fóru þeir allir burt að kvöldverði loknum, og hann var búinn að fá reynslu fyrir því, að gæslumaðurinn kom í veg fyrir margar óþarfaferðir hans til dyr- anna. Hún heyrði hann tala í sundurslitnu máli, og loksins sagði hann. “Já, látið þér hann koma inn.” Á skrifborð- inu hans voru tvær ýtur, sem lokuðust þegar barið var á ytri, eða úti hurðina. Hún heyrði spurt í djúpum róm hvort eigandinn mætti koma inn, og þegar hann kom inn í forstofuna, sneri Mark ýtunni til baka. “Komið þér inn,” sagði hann í sterkum róm. Maðurinn sem inn kom gat verið á hvaða aldri sem vera skal, milli 60 og 80 ára. Hann var bersköllóttur, og skein á skallann eins og hann hefði verið smurður með gljávaxi. Skegg hans var snjóhvítt, og náði niður á maga. Hann var óvanalega hár vexti og beinvaxinn, herða breiður og sterklegur. Hann hélt í annari hendi á, sem einu sinni hafði verið hvítur topphattur, en var nú orðinn marglitur. Hann var í úlster- frakka, sem var farinn að snjást fremst á qrmunum. Skórnir hans voru gamlir og bættir. Hann skimaði augunum drembilega um stof- una. “Góð hæð undir loft, drengur minn — eg hef ekki séð hærra til lofts, nema í höll vinar míns, greifans af Bona-Marfosio.” Hann horfði á Önnu og strauk sitt mikla yfirvararskegg. “Þekkið þér greifann, ungfrú? Mikill hunda- og kvennamaður —”, Óþolinmæðin skein út úr augum Marks. Að síðustu spurði hann. “Hvað er það sem þú vilt mér?” Mr. Philip Sedeman lagði hattinn sinn á stól. “Verndarmaður okkar litla félags veiktist alt. í einu mjög hættulega. Hann er auðvitað ekk- ert nema — meðlimur, eins og hinir góðu félagar okkar eru.” “Veiktist?” spurði Mark áhyggjufullur. “Valdi mig til að fara á fund vors aðdáan- lega velgerðarmanns, með þessi sorglegu tíð- indi,” hélt patríarkinn áfram, eins og engin hefði tekið fram í fyrir honum. “Hversu lengi hefir hann verði veikur?” Gamli maðurinn leit upp í loftið. “Það gat hafa verið tvær eða þrjár mínútur áður en eg gaf mig fram af frjálsum vilja til að fara á fond yðar, og segja yður frá því. Kostnaðurinn á strætisvagninum var talsverður, en það er nokkuð sem við ræðum ekki um. Maður með mínurn lærdómi og stöðu mun varla láta af sér spyrjast að hann fari að gera tal út úr slík im smámunum, aðeins átta pennies, og eg þori að segja, að maður sem þér, látið yður ekki muna um slíkt.” Hann skotraði augunum til ónnu, svo mildum sakleysislegum augum, eins og hann væri heilagur maður. “Hvað gengur að honum — Tiser meina eg?” spurði Mark, og horfði ómildum augum á komumanninn. Aftur horfði Mr. Sedemann upp í loftið, eins og hann væri að vonast þaðan eftir innblástri. “Ervitt hugarástand — og sumir mundu kalla það, sem einkenni verstu tegundar af óráði, eða æði,” sagði hann með hrygðar keim í rómnum. “Eg held sjálfur, að það sé ekkert hættulegra en vanalegt ölæði.” “Ölæði,” endurtók Anna, hissa. “Hann hefir klyfrað upp yfir áttunda mark- ið. Eg var í efa um að hvort væri hyggilegra að fara til yðar, eða hvort eg ætti að leita uppi ungu stúlkuna, sem hann er oft með, af dýpstu ást og aðdáun, að eg held. Þér hafði kannske seð hana — hún er ljósleita sjálfsmorðið.” Þrátt fyrir það að Anna vissi að áhyggjur voru stöðugt að hlaðast á Mark, og honum leið ekki vel, gat hún ekki að sér ger.t að hlæja. “Hvað er ljósleita-sjálfsmorðið?” spurði hún. “Hún litar hendur sínar,” svaraði Mr. Sede- mann. Mark sagði harkalega. “Jæja Sedemann, eg skal koma,” og gekk snúðugt að dyrunum, og opnaði hurðina. Sedemann tók upp hatt sinn, strauk. vand- iega af honum með olnboganum, strauk skegg sitt, og kastaði mæðilega öndinni. “Kostnaðurinn, án þess að reikna tímann, eru skitin átta pence,” nöldraði hann. Mark tók silfurpening úr vasa sínum, og næstum fleygði honum til Sedemanns. Hann kvaddi önnu með mörgum beygingum, gekk svo að dyrunum og sneri sér að Önnu. “Guð varðveiti þinn inngang og útgang, fagra blóm,” sagði hann næstum með skáld- legri tilgerð. “Farðu út!” hreytti Mark út úr sér, en gamli maðurinn brá sér ekki og fór út með hægð. “Hvar er hann?” spurði Anna Mark, þegar hann kom inn, og hafði fylgt þessum undar- lega gesti sínum til dyra. “Er Mr. Tiser mjög veikur?” Mark ypti öxlum. “Eg veit það ekki, og skipti mér ekkert af honum.” Hann fór inn í svefnherbergi sitt, og hún heyrði hann kalla upp símanúmer. Hann lagði frá sér símatækið, gekk að dyrunum og lokaði hurðinni; Mark var óvanur þessu, og það vakti óróa í huga hennar, því hún ímyndaði sér að hann hefði ekkerl leyndarmál sem hann þyrfti að dylja fyrir sér, en hún veitti því eftirtekt, að hann hafði tvisvar, þetta kvöld, gætt þeirrar varúðar að láta hana ekki heyra samtal sitt yfir símann. (Framhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.