Lögberg - 29.04.1943, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. APRÍL 1943.
Gestirnir
(Framhald)
hvaða brauð annað gat það
verið?
Svona var með hunangið;
það var á litinn eins og hreina
gull, og það angaði af því eins
og það væri búið til úr ótal
blómum svo ifmsætum, að þau
geta naumast vaxið á þessum
slóðum; býflugurnar hafa hlotið
að fljúga ofar skýjunum. til
þess að afla sér þessa góðgætis;
elddhúsið fyltist draumrænum
ilm, að það var hægðarleikur
fyrir mann að gléyma stund og
sfáð, og láta sig dreyma, að
maður væri staddur í himnesk-
um angandi blómarunni.
Mamma Baucis var ekki mjög
upplýst, gat hún ekki varist
þeirri hugsun, að það var eitt-
hvað óvanalegt við alt þetta, og
eftir að hún hafði veitt gestun-
um allan þann beina, sem hún
gat, tók hún sér sæti hjá bónda
sínum, og hvíslaði: “Hefir þú
nokkurntíman heyrt getið um
annað eins?”
“Nei, eg hefi aldrei orðið á-
skynja um neitt þvílíkt,” svaraði
Filemon brosandi. “Satt að segja
held eg að þú hafir verið í
einhverri draumleiðslu elsku
gamla konan mín. Hefði eg helt
úr könnunni, hefði eg áttað mig
á ^þessu; það var meiri mjólk
í könnunni en þú bjóst við og
ekkert annað.”
“Æ, mqr er sama hvað þú
segir bóndi sæll; þetta eru ekki
ferðaimenn, eftir því sem al-
ment gerist.”
“Jæja, jæja,” svaraði Filemon
brosandi þú hefir máske rétt fyr-
ir þér. Þeir bera útlit fyrir að
hafa séð betri daga, og eg er
hæzt ánægður með að sjá þá
njóta matarins.”
Þegar gestirnir tóku til vín-
berjanna, virtust þau fara að
vaxa, og hvert ber þrútnaði eins
og það væri komið að því að
springa af safanum. Baucis gat
ómögulega skilið, að þessi vín-
ber væru af pervislega vínviðn-
um, sem spratt við kofavegginn.
“Þetta eru fyrirtaks vínber,”
mælti Kvikasilfur, þegar hann
var að tína þau upp í sig, án
þess þau sýndust fækka. “Má ég
spyrja, hvar fanstu svona góð
vínber?”
“Þau eru af vínviðnum okkar;
þú sérð grein af honum út um
gluggann; okkur fanst aldrei
mikið til um vínberin.
“Eg hefi aldrei smakkað betri
vínber,” mælti gesturinn. ^En
nú verð eg að biðja þig að gera
svo vel og gefa mér einn bolla
af þessari ágætu mjólk, og þa
verð eg mettur.”
Nú reis Filemon úr sæti sínu
og greip mjólkurkönnuna; hann
langaði til að fá að vita vissu
sína um það, hvort það væri
nokkur flugufótur fyrir því, sem
Baucis hélt fram. Hann vissi
sem var, að hún var sérlega
orðvör og sannsögul, og að hún
hafði vanalega rétt fyrir sér;
hér var um sérstakt atriði að
ræða, og hann vildi sjá með
eigin augum hvernig að öllu
væri varið. Hann horfði ofan í
könnuna með mestu aðgætni, og
sá að það var ekki dropi í
henni. En alt í einu tók hann
eftir svolítilli bunu, sem spratt
upp úr botninum og freyddi,
þar til að kannan varð barma-
full af ángandi mjólk. Það var
mesta mildi, að Filemon misti
ekki könnuna, svo hissa varð
hann að horfa á þennan fyrir-
burð.
“Hvaða töframenn eruð þið nú
annars góðu gestir?” mælti File-
mon, sem varð nú meir hissa en
Baucis.
“Við erum gestir ykkar og
vinir,” svaraði eldri gesturinn,
með mildum og djúpum mál-
róm.
“Gef mér líka einn bolla af
mjólk; verði mjólkurkannan
aldrei tæmd, þegar þið góðu
hjón eða einhver þurfandi ferða-
maður þarf mjólkur við.”
Nú var staðið upp- frá borð-
um, og ferðamennirnir æsktu
eftir að fá að ganga til hvílu.
Gömlu hjónin hefðu þegið að
halda uppi samtalinu, til þess að
játa í ljós undrun sína og ánægju
yfir því, að kvöldverðurinn
reyndist betur en áhorfðist; en
eldri gesturinn hafði komið inn
hjá þeim svo mikilli lotningu,
að þau dyrfðust ekki að spyrja
hann um fleira. Filemon kallaði
Kvikasilfur afsíðis og spurði
hann, hvernig í ósköpunum að
mjólkin hefði getað komist í
könnuna, benti hann honum á
stafinn og mælti;
“Það er alt af hans völdum;
verði þér það ljóst í hverju þetta
er fólgið, væri mér þökk á því,
að þú skýrðir það fyrir mér, því
eg get ekki skilið hvernig þesssu
er farið; göngustafurinn minn
er ávalt að leika þessar brellur;
stundum útvegar hann mér
kvöldmat og stundum tekur
hann matinn frá mér. Hefði eg
nokkra trú á þessum hindur-
vitnum, mundi eg helzt vilja
segja, að þetta væri töfrastafur.”
Nú þagnaði Kvikasilfur og leit
lævíslega framan í gömlu hjón-
in eins og hann væri að gera
að gamni sínu við þau. Stafur-
inn hoppaði í humátt á eftir
Kvikasilfri þegar hann gekk
burt.
Gömlu hjónin töluðu saman
um stund um viðburði kvölds-
ins, bjuggu síðan um sig á gólf-
inu fyrir framan, en gestirnir
voru látnir sofa í svefnherberg-
inu í hjónarúminu; það var ekki
annað rúm til; sjálf hvíldu þau
á hörðum fjölúm.
Hjónin risu snemma úr rekkju
og gestirnir fóru á fætur um
sólarupprás, og bjuggust af
stað. Filemon vildi fá þá til að
hinkra við; sagði að Baucis
mundi ná dropa úr kúnni og
baka brauðköku handa þeim, og
það væri ekki ómögulegt að það
fyndist eitthvað af eggjum; svo
að þeir fengju morgunmat; en
gestirnir töldu heppilegra að
komast áleiðis áður en það færi
að hitna.
Þeir vildu því leggja upp taf-
arlaust, en báðu þau Filemon
og Baucis að ganga spölkorn
með sér, til þess að segja þeim
til vegar.
Svo var lagt af stað; gömlu
hjónin voru nú orðin einurðar-
góð við eldri gestinn; það var
eins og hugir þeirra rynnu sam-
an í eitt. Og Kvikasilfur eftir-
tektarsamur, fullur af fjöri og
spaugi virtist vita hugsanir
gömlu hjónanna, áður en þau
vissu af. Þau óskuðu þess hálf-
partinn, að Kvikasilfur væri
ekki alveg svona fyndinn, og
að hann vildi skilja eftir staf-
inn sinn, með snákunum; það
var eitthvað svo undarlegt og
voveiglegt við hann. En hins
vegar var Kvikasilfur svo alúð-
legur, að þau hefðu kosið að
hafa hann hjá sér í kofanum
með stafinn og snákana.
“Það veit hamingjan,” mælti
Filemon, eftir að komið var
spölkorn áleiðis. “Ef aðeins ná-
grannarnir vissu þá blessun, sem
það hefir í för með sér, að
sýna ókunnugum ferðamönnum
gestrisni, myndu þeir tjóðra alla
húndana sína og banna börnun-
um að grýta menn.”
“Það er bæði synd og skömm
að breyta þannig”, mælti Baucis
með áherzlu. “Eg skail fara
strax í dag og segja þeim til
syndanna.”
“Eg er nú hræddur að þú
finnir þá ekki heima,” mælti
Kvikasilfur kýminn of undir-
hyggjulegur.
Hjónin tóku nú eftir því, að
eldri gesturinn gerðist þungur
og alvarlegur á svipinn, og ró-
legur, en þó miðilúðlegur, þau
þorðu ekki að segja orð; þau
störðu á hann eins og tröll á
heiðríkju.
“Þegar menn finna ekki til
bróðurlegs hlýleika gagnvart
lítilmótlegum ferðamanni,”
mælti hann með djúpri og hreim
mikilli rödd, “eiga þeir ekki
skilið að fá að búa á jörðunni;
því hún var sköpuð til þess að
bróðurleg eining mætti ríkja
meðal allra manna.”
“Hvar er nú annars mitt
gamla, góða fólk, þetta þorp,
sem þið eruð að ræða um?”
mælti Kvikasilfur fullur af
fjöri og undirhyggju. “I hvaða
átt liggur það? Eg get ekki kom-
ið auga á það.”
Filemon og Baucis litu þing-
að, þar sem að blasti við um
sólsetrið daginn áður heimkynni,
matjurtagarðar, skógur, gróður-
og stræti; þar sem börnin undu
að leikjum sínum; viðskiptalíf
og almenn vellíðan. Þeim féll
alveg ketill í eld; það sáust ekki
leyfar af þorpinu. Og dalverpið,
þar sem það stóð, sást ekiki
heldur. í staðin fyrir það var
komið breitt og bláblikandi
stöðuvatn, sem fylti dalinn; hæð-
irnar umhverfis spegluðust í
yfirborði þess. Það ríkti kyrð
yfir þessu svæði, eins og það
hefði verið þannig frá upphafi
vega. En von bráðar fór að
koma dálítill andvari, og vatnið
að ganga í smá öldum; það glitr-
aði og glampaði fyrir geislum
morgunsólarinnar, og braut í
smáöldum við bakkann hinu
megin með skemtilegum nið. *
Gömlu hjónunum fanst hálf-
partinn, að vatnið hefði verið
þarna alla tíð; þau voru á báð-
um áttum, hvort þau hefði
verið að dreyma um þorpið; en
þau mintust húsanna, svipbrigði
manna og innræti; nei; það var
alt of ljóst fyrir þeim; það gat
ekki verið um neinn draum að
ræða. Þorpið var þarna í gær.
En nú var það með öllu horfið.
“Hamingjan góða!” hrópuðu
göm'lu hjónin. “Hvað er orðið
af nábúum okkar?”
“Þeir teljast ekki lengur meðal
manna”, mælti eldri gesturinn
með djúpum og hátíðlegum mál-
róm; um leið heyrðist þruma,
sem bergmálaði í fjarska. “Það
var hvorki gagn né prýði af
líferni þessa fólks. Þeir léttu
ekkert undir, né bættu úr hinu
örðuga ástandi dauðlegra
manna; með því að koma til
leiðar kærleiksríku sambandi á
meða'l manna. Þeir fyrirgerðu í
brjósti sínu mynd betra lífernis;
þess vegna féll vatnið á ný yfir
fornar stöðvar, og skýin spegl-
ast nú í yfirborði þess.”
“Og um þetta fávitafólk er
það að segja,” mælti Kvikasilf-
ur kankvíslega, “að það er alt
orðið að fiskum, en breytingin
var ekki mjög stórkostleg; því
fólk þetta voru bófar, sem höfðu
skelhart hreistur utan á sér, og
voru mest allra manna kaldlynd-
ir harðjaxlar; svo móðir Baucis,
þegar ykkur langar í nýjan fisk
og steiktan silung, þá getur þú
bara farið út með öngulinn þinn,
og dregið fáeina nábúa þína.”
“Æ, hamingjan góða!” hróp-
aði Baucis með hryllingi. “Mér
dytti ekki í hug fyrir allan
heimsins auð að matbúa nokk-
Urn þeirra.”
“Nei, víst ekki, bætti Filemon
við, og gretti sig. Okkur mundi
bjóða við slíkum rétti.”
“En hvað snertir þig gamli
virðingarverði Filemon og góð-
gerðasama Baucis, sem reynd-
uð að miðla af ykkar litlu efn-
um,” mælti eldri gesturinn, “og
lögðuð það fram með svo mikilli
gestrisni, og fölskvalausri um-
hyggju ókunnugum mönnum,
sem hvergi áttu höfði sínu að
halla, að mjólkurkannan varð að
óþrjótandi uppsprettulind og
yfirnátturlegum svaladrykk, og
brauðið og hunangið jafnist á
við guðafæðu. Ykkur hefir far-
ist mjög vel; þess vegna leyfist
ykkur að beiðast þess, sem ykk-
ur liggur þyngst á hjarta.”
Filemon og Baucis litu hvort
til annars, og báru sameiginleg
fram þá ósk, að þau mættu
ávalt vera saman meðan þau
lifðu, og fá að vera samferða
úr þessum heim, þegar þau
dæju; “því við höfum alt af
unnað hvort öðru.”
“Verði ykkur að ósk ykkar,”
mælti gesturinn með virðulegri
velvild. Og horfið nú heim til
kofans ykkar.”
Þau gerðu svo; og þau urðu
algjörlega frá sér numin. Kofinn
var horfinn. Nú stóð þar stór-
bygging úr hvítum marmara,
með breiðum inngangi.
“Þarna sjáið þið heimilið ykk-
ar,” mælti gesturinn með hlý-
legu brosi.
“Þarna í þessari höll, skuluð
þið ástunda gestrisni með sama
örlæti, eins og þið sýnduð okkur
í gærkvöldi í kofanum ykkar.”
Hjónin féllu nú á kné til að
votta þakklæti sitt, en þá voru
gestirnir allir í burtu.
Filemon og Baucis tóku sér
aðsetur í marmarahöllinn, og
eyddu dögum sínum í miklum
fögnuði við það að gleðja og lið-
sinna öllum, sem áttu þar leið
um. Mjólkurkannan hélt þeim
undraverða eiginleika að tæm-
ast ekki. Þegar vandaður, hei'l-
sinna og hjartaprúður maður
fékk sér svaladrykk úr henni,
fanst honum mjólkin svo bragð-
góð, eins og hann hefði aldrei
nokkurn tíma rent niður öðrum
eins bragðgóðum og hressandi
svaladrykk; en ef einstrengings-
legur og illlyntur nirfill fékk
sér að drekka, gretti hann sig
aillan og kipraðist í andlitinu,
og sagði að kannan væri full af
súrri mjólk.
Gömlu hjónin bjuggu í höll
sinni langa lengi, þar til þau
voru orðin æfagömul. Að síð-
ustu bar það við einn morgun
að sumarlagi, að þau létu ekki
sjá sig, til þess að gleðjast með
nætungestum sínum, og bjóða
þeim til morgunverðar. Gest-
irnir leituðu þeirra hátt og látt
um alla höllina án þess að verða
þeirra vör. Þeir voru mjög á
báðum áttum yfir þessum vand-
ræðum; að síðustu varð þeim
litið út um hallardyrnar, komu
þeir þá auga á tvö virðuleg tré
fyrir framan höllina, sem eng-
inn kannaðist við; en þarna
stóðu tréin djúprætt, og grein-
arnar huldu alla höllina að
framan. Annað tréð- var eik, en
hitt linditré. Það var einkenni-
legt og prýðilegt að horfa á
það, að það var eins og grein-
arnar væru fléttaðar saman, eða
eins og þær hvíldu í faðmlög-
um og höliuðust saman. Meðan
gestirnir stóðu undrandi og
voru að dást að trjánum, sem
eftir útliti að dæma gátu vel
verið um hundrað ára gömul,
en virtust þó hafa vaxið svo
tígulega og orðið svona há yfir
eina nótt, barst vindþytur um
greinarnar, svo að þær hreyfðust
lítið eitt; það heyrðist djúptóna
þytur alls staðar umhverfis, líkt
og trén væru búin að fá mál.
“Eg er hann Filemon gamli”,
virtist berást frá eikinni, og “’eg
er hún gamla Baucis”, barst frá
linditrénu. Nú óx andvarinn; þá
heyrðist enn betur: “Filemon!
Baucis! Baucis! Filemon-” Það
var líkast því að tréin væru að
tala saman, og að raddir þeirra
rynnu saman og blönduðust í
eina óblandaða rödd. Það virtist
ekki neinum vafa bundið, að
gömlu hjónin voru búin að
kasta ellibelgnum, og að þeim
var ætlað að ála aldur sinn í
gleði og rósemi í hundrað ár
eða meir. Og skugginn af trján-
um var mjög kærkominn áning-
arstaður til hvíldar og hressing-
ar lúna ferðamanninum, sem
átti þar leið um. Og ferðamað-
urinn undraðist yfir því, hve
þyturinn í greinunum líktist
mikið mannamáli, eins og hann
væri að segja: “Velkominn!
Vertu velkominn kæri ferða-
maður!” t
Og einhver góðgjarn maður.
gerði sæti umhverfis tréin, þvi
hann þóttist þess vís, að það
hefði átt við innræti gömlu
hjónanna.
Á þessum sælustað var marg-
ur maður feginn að leita sér
hressingar, sem var þreyttur,
hungraður og þyrstur, og svala
sér með því að taka sér góðan
teig úr könnunni, sem aldrei
tæmdist.
s. s. c.
þýddi.
Dánarfregn
Sunnudaginn 4. apríl andaðist
bændaöldungurinn Gísli Johann-
son, sem um fjöldamörg ár hef-
ir lifað í grend við Hallson.
Hann dó á sjúkrahúsinu í Lang-
don, N. D.
Gísli fæddist 29. júní 1851 og
var því freklega níræður er
hann andaðist, hafði hann þó
haft fótavist þar til þremur ár-
um fyrir andlát sitt. Eiginkona
Gísla, Metta Jóhannson, dó árið
1928. Hefir hann síðan átt heim-
ili þar á bújörð sinni ásamt með
Bjarna syni sínum og Egilsínu
dóttur sinni. Hefir og bróðir
hans átt þar samastað, og sum
dótturbarna hans.
Gísli mun hafa verið hraust-
ur maður og karlmenni. Hann
var mjög félagslyndur. Á einum
tíma starfaði hann af dugnaði
í Hallson-söfnuði og um langt
skeið var hann ötull maður í
félaginu A.O.U.W. fyrst í stúk-
unni á Mountain og síðar á Hall-
son; sótti hann oft stórþing þessa
félags á ýmsum stöðum í ríkinu
sem erindreki stúku sinnar.
Gísli var gestrisinn og góður
heim að sækja og ávalt tryggur
vinur vina sinna, naut hann
ásamt með heimilisfólki sínu
vinsælda í sveit sinni og um-
hverfi, bæði meðal landa sinna
og annara.
Útför 'Gísla fór fram föstu-
daginn 9. apríl. Var þar fjöl-
menni viðstatt, og stór söng-
flokkur er sá um söng við út-
förina. í fjærveru sóknarprests-
ins, séra H. Sigmars, stýrði séra
Egill H. Fáfnis, frá Glenboro út-
fararathöfninni og flutti kveðju-
mál.
I
WOMEN-Serve with the C.W.A.C.
You are wanled — Age limits 18 to 45
Full information can be obtained from your
recruiting representative
Canadian Women's Army Corps
Needs You
Get Into the Active Army
Canada's Army Is On The March
Get in Line — Every Fit Man Needed
Age limits 18 to 45
War Velerans up to 55 needed for
VETERAN’S GUARD (Active)
Local Recruiting Representative