Lögberg - 29.04.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 29.04.1943, Blaðsíða 3
J Stórhríðin á góunni Hefir í fróðum fréttaskjóðum borist. náttúruafla útlisting af snjóskafla sérfræðing. Féll af snjónum fimm milljón tonna, lands um bý og borginni bylnum í á góunni. 1 bíl sínum einn — það sýnir fréttin — fróns á vang í fallinn snjá, fjóra svanga daga lá. Björn Slefánsson. * frá Kirkjuskarði. Vorboðar Dá er tekið hafði í haust. Háva—vekur—mál við raust, má ísrek við land sjá laust; láin frekar hjal við naust. Fagurt vakir verðurfar, vindum blakar snjódriftar, fannir blakar far sólar, farnir að kvaka smáfuglar. Hljóma löng í lofti hress lífs um föng og gæði þess, ástar söngvar, vígslu vers frá vorsinngöngu kvæða sess. Að sjá hvar horft er, hópana hreiðra portin trjálunda, ótal sortir samstilla söng nýortra vorkvæða. Svífur í hringjum svalan fín sönginn yngir kanarín; raða kringum reiti mín rauðbrystingar hreiðrum sín. Fyrstu spor til framtaks merk freista vor, sem hvatning sterk, reist í skor og kvista kverk úr kvista mori listaverk. Lands um kjósir lágvaxnir, læðing snjóa úr flosnaðir, birtu og ljós-yl blaðaðir blóma og rósa knapparnir. Balann allann, undir fót á sér falleg blóma sjót, kjarnavallar kræsir rót, kollum halla sólu mót. Björn. Stefánsson, frá Kirkjuskarði. Dánarfregn Hósias Thorláksson. 16. febrúar s. 1., andaðist í Seattle-borg Hósias Thorláks- son næstum því 85 ára gamall, fæddur 22. apríl 1858 á Hrein- stöðum í Hjaltastaðaþinghá í N.-Múlasýslu á íslandi; foreldrar hans voru Þorlákur Bergvinsson og Vilborg Vilhjálmsdóttir, síð- ast búandi á Hjartarstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Hósías sál. flutti til Vestur- heims 1883 þá 25 ára að aldri, og settist að í bænum Minneota í Minnesota-ríki, og var þar heim- ilisfastur í kringum 24 ár, einnig dvaldi hann hátt upp í ár í Duluth, til Seattle flutti hann 1907 og var til heimilis þar ávalt síðan. þær voru af íslandi. Hósías bjó með fyrri konu sinni í kringum eitt ár, svo skildu leiðir þeirra. Seinni konu sína misti hann 18. febr. 1923. Af nánum skyldmenn um hans eru búsett í Seattle 3. bróðursynir og ein bróðurdóttir, Mrs. John Sigurdson. Gunnar Runólfur og Sigurdur, heita bróðursynir hans og ein systir, Sigurborg að nafni, lifir hann, búsett á íslandi. Hósías vann að mestu við plastringu á íveruhúsum og veggfóðrun; var mjög vandvirk- ur og handlaginn til allrar vinnu; hann hafði einnig hús- gagnaverzlun í Minneota um eitt skeið og farnaðist vel. Hósías sál. var mjög vel lát- inn af öllum, sem kynntust honum; áreiðanlegur og trúverð- ugur í alla staði; hann var trú- maður og kirkjurækinn og lét ekki neinar utan að komandi raddir breyta skoðun sinni í trú- málum; hann var félagslyndur og íslendingur í húð og hár. vel skýr, las mikið og var bóka- maður mikill og dável ritfær, hafði einnig vel vit á söng og var hneigður fyrir sönglist. Hann var jarðsunginn frá lík- fararstofu Miettelstadt í Seattle, 19. febr. s. 1. af séra Kolbeini Simundson. J. J. M. Hósías var tvíkvæntur; fyrri kona hans hét Guðrún Gríms- dóttir, en sú seinni Guðný Ólafs- dóttir, báðar dánar; þeim sem þetta ritar er alveg ókunnugt um ætterni þeirra, eða hvaðan I LÖGBERG. FIMTUDAGINN 29. APRÍL 1943. “Betri,,- menn—meðal- menn Eflir Doroihy Thomson. Ef til vill verður komandi tími, þegar alt kemur til alls, sigurtímabil meða'lmannsins, en þó því aðeins að fleiri “betri” menn komi fram og fylgi hon- um að málum. Meðalmennirnir eru mjög áríðandi af því þeir eru svo margir. í heila þeirra þróast ýmiskonar hugmyndir, þar á meðal sú, að blóðugt stríð sé bæði syndsamlegt og sví- virðilegt; sú er trú þeirra hvaða nafn sem þeir hafa hlotið í skírn inni. En þrátt fyrir þessa sam- færingu, berst meðalmaðurinn með grimmilegri hugþrýði á öllum vígvöl'lum, af því hann telur að á því velti, ekki ein- ungis frelsi einstaklinga, held,- ur heilla þjóða. Hann verðlegg- ur ekki mjög hátt hina póli- tísku stigamensku “betri”-mann anna, sepi stofnuðu til þessa alheims öngþveitis, með því að gjöra annaðhvort ofmikið eða oflítið af hinu og þessu, en aldrei mátulega. Án þess að hafa lesið neitt eftir David Ricards, John Maynard eða Karl Marx, hefir hann heyrt einhvern ávæning af því að veröldin í heild sé ótæmandi nægtabúr, fyrir alla þá tækni og vísindalegu fram- farir sem ríður yfir eins og risavaxin ' flóðalda, þess vegna sé í raun og veru allsnægfir fyrir alla, svo framarlega sem allir vinni eitthvað ofurlítið að nytsömum verkum; en svona lagaðar hugmyndir eru hlaðnar hættulegu sprengiefni. Á öllum tímum hefir meðal- maðurinn staðið lotningarfullur og berhöfðaður frammi fyrir “betri”-manninum, af því hann grunaði þá lengi vel að einhver yrði nauðsynlega að sitja á hakanum, því væri það góð öryggisráðstöfun að koma sér vel við “betri”-manninn og reyna af veikum mætti að hnýta sína hnúta í svipuðu formi og hann. En eftir að hafa uppgötvað að vörubyrgðir voru ekki seldar þó neytandinn væri í sárri þörf ems og heilbrygðar viðskipta- reglur gjöra ráð fyrir, og pen- ingamagni haldið föstu til að forðast áhættu; eftir að hafa séð framleiðendur sameinast til að viðhalda ránverði og lesið fyrirskipun stjórnarinnar að eyðileggja matvöru í stórum stíl, hafa augu hans opnast og hann sér að slíikt athæfi er heimskulegt. Meðalmaðurinn veit ekki á hvern hátt ber að ráða fram úr ráðgátum fjármálanna, en hann getur og mun sprengja heiminn í loft upp, ef sú gáta Verður ekki ráðin af “betri”- mönnunum. Meðalmaðurinn hefir heyrt einhvern orðasveim um alls- nægtir fyrir alla; slíkt hljómar i eyrum hans sem himnesk söng- list; hann trúir því að slíkt sé ekki uppspuni, heldur heilagur sannleikur. Ef það reynist svo — rökræðir hann — þýðir það nýjann heim, þar sem hver get- ur haft umráð yfir sínu eigin herbergi, méð nægu heitu vatni, þremur góðum máltíðum á dag og góðu rúmi; auk þess nokkr- ar glaðar stundir á hinum 365 dögum ársins og að lokum háa og ánægjulega elli. Meðalmaðurinn er kynferðis- hneigð skepna; hann þráir að eiga laglega kærustu, giftast henni, eignast að minsta kosti tvo drengi og eina stúlku, senda þau í skóla í snotrum skóm og sokkum, með laglega hatta og kípur og láta þau líta upp til mömmu sinnar, sem er svo ung- leg, að hún gæti vel verið elst af systkinunum, og sjálfann heimilisföðurinn óttalausann um að atvinnan sé búin og sælu- draumurinn á enda. Meðalmaðurinn hefir mjög þróskað sjálfsálit, sem erfðafé frá umliðnum lýðveldistímum. Hann hefir því komist yfir þá hugmynd að hann þurfi ekki ið taka hrindingar frá neinum með þökkum, því hann sé þó húsbóndi á sínu heimili og mað- ur fyrir sínum eigin bæjardyr- um. En ef nauðsynlega þarf að gefa honum olnbogaskot, verður skilningurinn að vera sá, að þrátt fyrir það tilheyri hann nú eiginlega “betri”-mönnunum og sé því frjálst og heimlit að hrinda einhverjum öðrum sem er enn minni máttar; í því er þó ofurlítil sárabót — í bili. Meðalmaðurinn veit ekki — og það er bölvunin — hvaða pálitískar krókaleiðir og sam- bönd eru líkleg til að aðstoða hann við uppfyllingu allra þess- ara óska. Hann getur ákveðið hvers hann þarfnast, en ekki hvernig það takmark náist, í því efni lítur hann upp til “betri”-mannsins. Of mikið af “betri”-mönnum er ekki hentugt eða heppilegt fyrir góð málalok í því efni. Sumir þeirra eru of miklir ein- staklingshyggjumenp; sjálfs- bjargar viðleitni þeirra vinnur prýðilega og ryður þeim vana- lega til rúms í fremstu raðir. Þeir eru gróðamenn sem ætíð eru einu skrefi á undan tíman- um og tækifærunum og bíða þar eftir þeim. Þeir hafa gam- an af að halda ræðu og sýna fram á hve alt mundi verða í réttri röð, ef allir væru eins og þeir sjálfir; en sannleikurinn er sá, að ef væru líkir þeim, yrði ástandið blátt áfram voðalegt; enginn borgaralegur félagsskap- ur gæti þrifist stundinni lengur. Allmargir “betri”-menn kenna þá list að arðræna meðalmann- inn bæði andlega og efnalega, til framdráttar efnum sínum og áhrifum. Menn þeirra tegundar hafa verið til á öllum tímum, alt frá grískum lýðæsingamönn- um til Aron Burr, Hitlers og Huey Long. Þeir helga sér oft margar blaðsíður í sögu heims- ins, með því að láta hann standa í stað eða þokast afturábak. Að lokum er til viss flokkur “betri”-manna, sem er ljós á- byrgðarhluti þeirra gagnvart meðalmanninum og þjóðinni sem þeir tilheyra báðir. Þeir eru haldnir af óslökkvandi ástríðu til að vernda og endur- bæta þjóðfélagið á alla vegu; þeir eru stundum kallaðir sér- vitringar og ofstækismenn, en algengara er að hinir “betri”- mennirnir gefi þeim slík nöfn til að ná sér niðri. Slíkir menn voru Jesús Kristur, St. Thomas Aquinas, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln, Sun Yat Sen og Lenin. Stundum eru þessir menn krossfestir, en þeir eru ætíð við- urkendir af meðalmönnunum fyr eða síðar. Slíkir “betri” menn eru oft og tíðum frelsarar miljóna manna er lyfta þeim í valda og virðingarstöður og sækja fram undir þeirra leið- sögn og í þeirra anda. Jónbjörn Gíslason. þýddi. to it that snow accumulates where it vvill benefit your alfalfa or hay field, your garden area and your fruit plantation, and not pile up in the vard and on the road. Additional benefits are obtain- ed through reduced evaporation, improved appearance, increased bird life, reduced soil drifting and much better gardens, and a supply of fence posts and fuel. Broadleaf trees for planting on bona fide farm property are available1 from The Forest Nur- sery Station, Indian ' Head, Saskatchewan, in almost unlim- ited number. FREE of CHARGE express charges COLLECT. Millions of these go out to thousands of planters each spring. Are YOU taking advant- age of this service? For evergreen trees there is a charge of $1.00 per 100, and to any one planter in any one year a minimum of 50 trees and a miximum of 500 trees will be supplied; planters pay express charges. Broadleaf and evergreen trees are NOT shipped together. Before these trees will be supplied planters must prepare land for them by a careful sum- merfallow for one year. Keep this regulation in mind this summer but your enquiry for trees for 1944 planting should be mailed to The Forest Nursery Station, Indian Head, Saskatc- hewan, NOW. — Contributed by John Walker, Superintendent, The Forest Ndrsery Station, Indian Head, Saskatchewan. Business and Prc ifessional Cards Hleifets SÍMJUÍÍOS tíd. fargtíl Mtefogccwhic Oigcmcfaium ut Canada •224 Notre Dame- Blóm stundvíslega afgreidd THt ROSERY ltd. Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. PHONE 96 647 m G. P. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. 'íreas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Directot Whoiesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. \ H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfræöingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95052 og 39043 Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours:.4 p.m.—6 p.m. and by appointment EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. fslenzkur lyfsali Fólk getur pantaO meðul og annaC meO pósti. Fljót afgreiOsla. Thorvaldson & Eggertson Lögfrœölngar 300 NANTON BLDG. Talslmi 97 024 WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 e Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 dr: A. V. JOHNSON Dentist e 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 12 4 Home Telephone 202 398 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. e Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán ogv eldsóbyrgC. bifreiðaábyrgO, o. s. frv. Phone 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG e pœgilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yftr; með baOklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltíðir 4 0c—60c Free Parking for Ouests Peningar til útláns DRS. H. R. and H. W. Sölusamningar keyptir. TWEED BújarOir til sölu. Tannlæknar INTERNATIONAL LOAN e 406 TORONTO GEN. TRCSTS COMPANY BUILDING 304 TRUST & LOAN BLDG. Cor. Portage Ave. og Smlth St. Winnipeg PHONE 26 545 WINNIPEO SEEDTIME cvytd HARVEST By Dr K. W NeAtby DirteUr, AfrtcMltural D*v*rtw*nl Nortb-Wett Linr Elevaton A—ontUoa Trees for Prairie Farms. During the severe snow storm experienced over a wide area of the prairie provinces in March this year, the value of established shelterbelts in red- ucing wind velocity and control- ling snow accumulation around farm buildings, in fields, and along roads was well illustr- ated. Farmers! Now is a good time to make plans to eliminate same of the inconvenience experien- ced then, and to put shelterbelts to work to your advantage. See DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsieinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari SkrifiO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 14 00 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi 22 296 Heimili: 108 Chatatvay Slmi 61 023 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur .útbúnaCur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talstmi 501 562 DR. ROBERT BLACK SOrfreeOingur I eyrna, augna, nef og húlssjúkdðmum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedv ViCtalstlmi — 11 tll 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi 22 251 Heimilissími 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBT STREET (Beint suOur af Banning) Talslmi 30 877 ViCtalstlmi 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.