Lögberg - 29.04.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.04.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. APRÍL 1943. -----------lögfaerg---------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LfXíBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram Tho “L/ög’berg'" is printed and publishea by The Columbia Press, L»imited, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 4 Hugleiðingar við skólauppsögn I.augardagsskólans í íslenzku. Winnipeg, Man. 17. apríl 1943. Efiir séra Valdimar J. Eylands. Góðu landar! Við erum hingað komin til að vera viðstödd lokasamkomu laugardagsskólans í íslenzku, sem eins og ykkur er flestum kunnugt, hefir verið starfræktur undir umsjón Þjóðræknisfélagsins með því fyrirkomulagi sem nú er, í síðast liðin tíu eða ellefu ár. Við komum þá hingað ekki aðeins til að skemta okkur, heldur til þess að heyra og sjá árangurinn af kenzlunni á umliðnum vetri. Fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins, og stjórnar- nefndar þess býð eg ykkur öll velkomin. Eg vona að við eigum hér ánægjulega kvöldstund, og að það sem við heyrum og sjáum hér í kvöld njegi auka okkur trú á möguleikana á því að halda við íslenzkri tungu og bókvísi hér í Vesturheimi, enn um langan aldur. Þessi mikli mannfjöldi sem hér er saman kominn er þá líka ljós vottur þess að íslending- ar í Winnipeg hafa ennþá mikinn áhuga fyrir námi og viðhaldi íslenzkrar tungu. Bæði að- sóknin að skólanum á umliðnum vetri, og að- sóknin að þessari samkomu nú er því Þjóð- ræknisfélaginu og fræðslumálanefnd þess mikil og velkomin hvöt í starfi þeirra. Þeim sem stöðugt eru að berjast við beina andstöðu nokkurra, og almennt áhugaleysi fjöldans hlýt- ur að vera samkoma af þessu taki verulegur sólskinsblettur í heiði, og minningin um hana þegar hún er afstaðin, verður hvöt í starfi á komandi tíðum. En hversvegna erum við annars að þessu? Er þetta ekki þýðingarlaust og gagnslaust kák? Eru nokkrir möguleikar á því að börnin geti lært málið sér til gagns á svo stuttum tíma sem hér er um að ræða? Eða því erum við að leggja það á börnin að læra þetta erfiða og flókna íslenzka mál? Þýzkur málsháttur segir að einn heimskur maður geti spurt fleiri spurn- inga en tíu vitrir menn geti svarað. Ef til vill hefi eg nú spurt sjálfan mig og ykkur of margra spurninga. En þetta efni er ofarlega í huga mínum í kvöld vegna þess að eg átti ný- lega í vingjarnlegri orðasennu við góðan borg- ara þessa bæjar, einmitt um þetta mál. Sjálfur er hann af íslenzkum ættum, og telur sig túlka sjónarmið mikils meiri hluta annars og þriðja ættliðar íslendinga í þessu meginlandi. Hann telur alt starf Þjóðræknisfélagsins, og þá vissu- lega starfsemi laugardagsskólans um leið, hé- gómann einan og leit eftir vindi. Það er’ um að gera fyrir alla þessa útlendu þjóðflokka að gleyma fortíð feðra sinna og muna það eitt að þeir eru hér staddir í nýju landi, og að framtíð þessa lands verður framtíð þeirra og bama þeirra. Menn munu aldrei hverfa aftur til uppruna síns, og því þá að vera að gjöra sér nokkra rellu út af því hvaða hljómföll lifðu á vörum afa og ömmu. Það sem við eig- um þeim helzt að þakka er að þau höfðu kjark til að yfirgefa þessa ömurlegu eld og ís- ey norðurhafanna, og forðuðu okkur sem hér höfum fæðst og alist upp frá þeim örlögum sem blöstu við þeim sjálfum: að frjósa þar eða svelta í hel. Eða þá málið þeirra? Því að vera að burðast með það? Er ekki enskan kannske nóg? Hvaða gagn hafa börnin okkar af því að vera að læra íslenzku, sem engir menn skilja nema fáeinar hræður norður í hafsauga? Það er þó munur eða blessuð enskan sem er alheims- mál. Eitthvað á þessa leið féllu röksemdir vinar míns þetta kvöld. Það var þá naumast furða að vara-forseta Þjóðræknisfélagsins hlýnaði undir slíkum lestri. Það er ekki þægilegt að fást við slíkar röksemdir, einkum þegar að- staða fjöldans virðist styðja þær og staðfesta í daglegu lífi. “En samt snýst hún” er haft eítir Galileo gamla hinum ítalska, þegar rann- sóknarrétturinn var búinn að knýja hann og ógna honum til að afturkalla kenning sína um möndulhreyfingu jarðarinnar. Afstaða meiri hlutans í einhverju mannfélagi til einhvers máls þarf ekki nauðsynlega að vera sú eina rétta, aðeins vegna þess að hún er meiri hluta skoðun. 1 demokratisku landi er það réttur hvers minni hluta að halda fram málstað sín- um, og sýna réttmæti hans, unz hann sjálfur verður meiri hluti. Það má vera satt að við í Þjóðræknisfélaginu og skoðanabræður okkar og systur utan þess séum í minni hluta að því er snertir skóðanir okkar á þessum mál- um — en þó erum við ekki tilbúin að kannast víð það enn. Við teljum það ekki fullreynt. En við segjum, andspænis rökræðum eins og þeirri sem tilfærð var hér: Samt viljum við vera menn með mönnum. Samt erum við sannfærð um að við búum yfir arfleifð sem við viljum ekki kasta á glæ. Nýlega greindu borgarblöðin hér frá því í feitum fréttadálkum að tvö börn hefðu fundið álitlega fúlgu fjár. í blikköskju sem einhver hafði fleygt í ógáti út á stræti. Þrátt fvrir áhugaleysi margra um þessi mál viljum við, sem erum að leitast við að starfa að við- haldi íslenzkunnar aftra því að henni og þeim fjársjóðum sem hún býr yfir verði svipuð örlög sköpuð: að. henni verði fleygt í hugsun- arleysi út úr meðvitund hins íslenzka kynstofns í Vesturheimi. Vér trúum því að hin íslenzka arfleifð sé margfalt dýrmætari en sá gjaldmiðill sem maurapúkar fela í dósum og sokkabolum, og erfingjarnir henda svo út á haug sem öðru rusli. Við viljum að minsta kosti hafa hreina samvizku gagnvart hinni ungu kynslóð og geta sagt við hana þegar hún vaknar til með- vitundar um þau verðmæti sem með réttu er hennar erfðagóz: Við aðvöruðum ykkur. — Við sögðum ykkur sannleikann. Við gáfum ykkur tækifæri. Nú megið þið sjálfum ykkur um kenna, ef þið kunnið ekki málið, eða hafið ekki bygt á þeim undirstöðum sem lagðar voru fyrir námi ykkar í heimahúsum eða í skóla félagsins. Þessi samkoma í kvöld sýnir hvernig þessi viðleitni er rekin, og hvernig hún hefir tekist í þetta sinn. Grunur minn er sá, af því sem eg hefi séð og heyrt til sumra af börnun- um sem hér koma fram, að árangurinn sé svo góður sem frekast má vænta, og að þar með sé fullkomlega sýnt og sannað að það er engin frágangssök að kenna ungmennum hér íslenzkt' tungutak. En hversvegna að vera að því arna? Er ekki enskan nóg? Er hún ekki alheimsmál? Jú, eng- um dettur í hug að bera á móti því. Og meira að segja, það eru allar líkur til þess að hún verði ennþá meira alheimsmál að loknu þessu stríði heldur en hún er nú. Það þarf svo sem ekki annað mál, til þess að menn geti ferðast hvar sem er í heiminum, og lesið margt gott og nytsamt. En nú er það almennt viðurkennt að tungu- mál þjóðanna eru misjafnlega fíngerð, mis- jafnlega lipur í meðferð, misjafnlega vel til þess fallin að túlka hin hárfínu blæbrigði 1 háleitustu hugsjónum og skáldskap mannsand- ans. Tungumálin eru einskonar spegill sem þá líka sýnir andlegan þroska þjóðanna sem mál- in tala. Gömlu málin, gríska og latína hafa jafnan skipað öndvegið meðal tungumála þjóð- anna, og að læra þau mál er enn talið hið mesta og bezta þroskameðal, og reyndar nauð- synleg undirstaða undir haldgóða þekkingu á öðrum málum. En það er gömlu málunum sam- eiginlegt að þau eru auðug að orðmyndum, að orðasamböndum, og eiga sér allflókna og fjöl- breytta málfræði. Sem dæmi upp á þetta má geta þess að nafnorðabejygingar í latínu hafa sex föll, en í grískunni fimm. Eg nefni þetta vegna þess að hvað snertir fjölbreytni að orð- myndun, hugmyndaauðlegð og hrynjanda, stend ur íslenzkan næst þessum málum, hefir t. d. fjögur föll í beygingu nafnorða og tvítölu í persónu fornöfnum, sem ekki er lengur til í enskri tungu. Að sögn fróðra manna í þessum efnum var enSk tunga eitt sinn miklu fjölbreyttari að þessu leyti en hún er nú. Kynkvíslar þær sem upphaflega fluttust til Bretlandseyja mæltu á frumtungu hinna arísku kynflokka sem höfð- ust við á meginlandi Evrópu, en hún er talin að hafa verið afbrigði af sanskrít, sem hefir beygingafræði á mjög háu stigi. En nokkrum öldum síðar sleptu Englar málfræði sinni að mestu, tunga þeirra varð tiltölulega einfalt og beygingarlítið eins-atkvæðis orða mál. Það liggur þannig í augum uppi að myndauðug mái eru betur til þess fallin t. d. að túlka skáld- legar þugsjónir manna, heldur en þau mál sem eru fátæk að blæbrigðum, og málfræðilegri myndun. Þetta sést ef til vill ljósast á ljóðaþýðingum t d. úr íslenzku á ensku. Jafnvel þótt snilling- ar fari um slíkar þýðingar verða þær sjaldan meira en ^vipur hjá sjón. Mér finst t d. oft þegar eg ber slíkar þýðingar saman við frum- málið, að eg sjái snjókerlingu við hliðina á lifandi persónu. Þýðingin missir líf og lit, vegna þess að fimleiki málsins er ekki nógu mikill. Enskan er vissulega alheimsmál, og þótt okkur þyki öllum vænt um hana, og aittum að læra hana sem bezt, getum við ekki haldið því fram að hún sé skálda og hug- sjónamál á sama hátt og hið ástkæra ylhýra móðurmál okkar. Fyrst það er nú talið að lest- ur latínu og grísku hafi svo mikil menningar- ahrif og menntagildi, að það sé þess vert fyrir hið unga skólafólk að liggja yfir námi þeirra árum saman, hvað eigum við þá að segja um íslenzkuna sem er ekki síður auðugt mál, og knýr fram svipaðan fagurfræðilegan og málfræðilegan þroska? Þetta er málið sem börnin okkar gætu lært næstum fyrirhafnarlaust ef við vildum aðeins leggja rækt við það. Sannarlega ættu þeir að geyma arfinn sinn sem erfa slíka tungu. Nú kunna einhverjir að segja Já, við erum nú vanir svona tali frá ykkur sem teljið ykkur þjóðræknismenn. Við landarnir erum lengi segir við það að hæla okkur sjálfum. En það vill svo til að það eru fleiri sem líta á þetta mál sömu aug' um, þótt ekki séu þeir íslenzkir í þetta sinn vil eg lúka þessum athugasemdum mínum með því að tilfæra orð fransks manns sem með mikilli fyrirhöfn lærði íslenzka tungu, sem börnin okk- ar gætu lært næstum fyrirhafn- arlítið. Þessi maður hét André Courmont, og var um hríð sendi- ! kennari við Háskóla Islands, en talaði og ritaði íslenzku að sögn sem innfæddur maður. I ræðu sem hann hélt fyrir mörgum árum 1 Reykjavík fórust honum orð á þessa leið: “Það kemur ykkur varla á óvart þegar eg segi að íslenzkan er mér indis- legasti garðurinn sem eg hefi fundið. Þessu hreina, máttuga djúpúðga og hljómskæra máli, á eg að þakka mestu andans gleði, málinu sem er strangt og kaldrænt eins og jökulbreiðan sem norðan vindurinn næðir um, málinu sem er blítt og draum- þrungið eins og ilmur bjarkar- innar um vor, málinu sem eitt skáldið ykkar lýsir svo aðdáan- lega í ljóði sem sannar sjálft það sem hann segir: Eg ann þínum mætti í orði þungu eg ann þínum leik í hálfum svörum,. grætandi mál á grátins tungu gleðimál í ljúfum kjörum. Eg elska þig málið undurfríða og undrandi krýp að lindum þínum Eg hlýði á óminn bitra, blíða brimhljóð af sálaröldum mín- um.” Lífsskoðun Einars Jóns- sonar, myndhöggvara Ritstjóri “Skinfaxa” hefir hugsað sér að leita við og við til merkra íslendinga og biðja þá að gera í nokkrum orðum grein fyrir meginatriðum í lífs- skoðun sinni. Það þarf ekki nema snöggt yfirlit yfir bók- menntir, listir, blaðamennsku og störf þjóðar vorrar, til þess að sjá, að hér eru menn yfirleitt ekki steyptir í sama mót. Glund- roðinn er mikill og mikill fjöldi manna sýnist ekki eiga í sér þá festu, sem þarf til þess að mynda sér heildar-lífsskoðun, sem nauð- synle(g er, til þess að taka ákveðna afstöðu gagnvart vanda málum samtíðarinnar eða marka sjálfum sér stefnu í verkum sín- unnar, samhljóman þess trúræna um. Er þá látið reka á reiðan- og fagra.” um um margt, eða þá tekið hugs “Minnist þér nokkurra sér unarlítið við því, sem að er rétt stakra stunda eða atvika frá úr ýmsum áttum. En svo er þó bernskuárunum, sem öðru frem- d. prestar. Aðrir óbeinlínis, svo sem skáld rithöfundar og lista- menn. Það er því engin nýjung, þó að lífsskoðun Einars Jónsson- ar myndhöggvara sé látin í ljós. Allir, sem sjá listaverk hans, hljóta að koma auga á viss at- riði hennar. En eitt er nýtt, að hann gefi kost á að kynnast meginatriðum hennar beinlínis, samkvæmt sjálfs hans orðum Þetta lætur hann nú lesendum “Skinfaxa” í té. Er það einn vottur þeirrar velvildar, sem ungmennafélagshreyfingin nýtur hjá þessum merkilega lista- manni. Nú bið eg lesendurna að fylgja mér eftir heim að Hnitbjörgum, til Einars og konu hans. Um- hverfis húsið er allstór tún- blettur, girtur hárri girðingu. Þegar komið er að húsinu, er þar önnur girðing þrengri, og stuttur stígur frá hliðinu að húsdyrunum. En þar er gestin- um boðið inn með slíkri alúð og vinsemd, að auðvelt er að finna, að hjarta listamannsins er opið upp á gátt, bros hans er milt og hógvært og handtakið hlýtt og þétt. Ósjálfrátt komu mér í hug launhelgar og musteri fornaldarinnar, þar sem aldrei varð komizt inn í hið allra helg- asta, fyr en gengið hafði verið gegnum marga forgarða. Þessí samlíking er ekki út í bláinn, því að það er undarlega gerður maður, sem ekki verður snort- inn af helgitilfinnirigu, er hann stendur inni í Hnjtbjörgum og finnur þessi furðulegu listaverk tala til sín, hvert sem litið er. í þetta sinn á eg stutta viðdvöl inni í myndasölunutn. Við höld- um beina leið inn í vinnustofu Einars, sem ekki er ýkja stór, en þar er hátt undir loft og gluggarnir stórir. Það er lík- lega stærð glugganna, sem gerir það að verkum, að hér eru listaverk vafin pappír og striga- pokum. Tákn vorra tíma. Von- andi kemur þó aldrei til þess, að óttast þurfi sprengjubrot inn um gluggana. Þarná inni í vinnu stofu Einars er ákaflega við kunnanlegt. Þegar eg sezt körfustólinn á móti honum við borðið og heyri gamla klukku tifa stillt og rólega, finnst mér eg vera kominn í íslenzka sveita baðstofu. Andrúmsloftið er svip- að. Það má eitthvað ganga á í henni veröld, til þess að þau öfl, Sem hér ríkja, fari úr jafn- vægi. Nú berst talið að erindinu. Það fyrsta, sem eg inni lista- manninn eftir, er það, hvað helzt hafi orðið til að móta lífsskoðanir hans. Hann hugsar sig um og svar ar með hægð: “Eg var snemma ákaflega trúhneigður, og sam- fara trúartilfinningunni var sterk hrifning yfir sjóndeildar- hring mínum, fegurð landsins og fegurð náttúrunnar. Náttúran var svo yndisleg í mínum aug- um, að eg gat ekki þagað, eg mátti til að “syngja með”. Eg gat ekki lýst þessari tilfinningu með orðum, en hún var hvort- tveggja, gleði og ást til tilver- ekki um alla, sem betur fer. í öllum stéttum þjóðfélagsins eru til menn, sem að undangeng- inni merkilegri reynslu og mik illi hugsun hafa mynaað sér lífsskoðun, sem verður síðan undirstaða undir starf þeirra, á hvaða vettvangi sem er. Ríkir þar mikil fjölbreytni. Aðal-við- fangsefnin verða raunar víðast hvar þau sömu og me^in-niður- stöðurnar sýna oft furðulegan skyldleika milli ólíkustu manna. Það minnir á ólík blöð á sama tré. Fjölbreytnin stafar af ólíku upplagi og uppeldi, umhverfi og þjóðfélagsaðstöðu, áhrifum bóka og skóla o. s. frv., sem of langt yrði upp að telja. Segja má, að lífsskoðun sína séu menn ávalt og allsstaðar að láta í ljósi. Sumir beinlínis, t. ur hafi haft áhrif á yður?” spyr eg. En ekki vill Einar gera mik- ið úr gildi neinna einstakra minninga. “Atvikin hurfu eitt eftir annað, sem óslitinn straum ur, og fengu í endurminning- unni á sig rósemisblæ.” Næst spyr eg listamanninn, hvort ekki hafi orðið neinar breytingar á innra lífi hans, síðan hann var barn eða ungl- ingur. “Jú”, svarar Einar, “Allt trú- arlíf fór forgörðum um tvítugs- aldur. Eg sigldi ungur, komst í kynni við menn og' bækur. Það voru bæði vísindamenn, lista- menn og rithöfundar, sem nú höfðu áhrif á mig. Sjálfur las eg töluvert mikið og kyntist mörgu nýju. En síðan kom allt það aftur, sem eg hafði misst, — að vísu að mörgu leyti í öðru formi.” Einar er tregur til að gera nákvæma grein fyrir hugsana- kerfi sínu, og mér skilst, að hann hafi í hyggju að rita ítar- lega um hugmyndir sínar og þróun þeirra, og væri þá ósk- andi, að hann leyfði fleirum að lesa. En eg inni eftir því við hann, hvað hann telji þunga- miðjuna í lífsskoðun sinni. Þá er ekkert hik í rödd hans. Skýrt og afdráttarlaust kemur svarið: “Þungamiðjan er Kristur”. Síðan* heldur hann áfram: “Það var ekki fyrirhafnarlaust, að eg komst að þessari niður- stöðu. Eg fór að hugsa — hugsa sjálfstætt. Eg kynnti mér marga trúflokka og kenningar þteirra. Og mér fannst eg sjá að hjá öllum trúflokkum er hin djúpa “mystik” rótin, tilfinningin fyrir dulrænum veruleika, og á þeirri hugsun hefi eg byggt “trúar- kerfi” mitt, og á trúarhugmynd- um mínum hefi e^ byggt list mína. Eg hefi árum saman glímt við hvert verk, til þess að það yrði í samræmi við skoðanir mínar og hugsanir í þessu til- liti. Þannig hefir lífsskoðun mín komið fyrir almenningssjónir í verkum mínum. Fyrir mér er listin eingöngu andlegs eðlis, og eg hefi aðeins ánægju af að gefa andlegar skoðanir mínar í myndunum, sem eg bý til. Og með skoðunum á eg þarria við það, sem mér er' hjartfólgið og mín dýpsta sannfæring. Eg mundi vilja segja, að sálin í listinni væri það, sem kæmi innan frá, — frá sjálfum mér, — en hin ytri mynd og blærinn yfir henni er í ætt við landið. Hver líkami og hvert land hefir sinn einstaklingsblæ eða “hjúp”, og í verkum mínum geri eg til- raun til þess að samræma það, sem er mitt eigið, og það sem er landsins. En þetta er erfitt að skýra með orðum. Eg bað nú Einar að gefa mér einhverja hugmynd um, hvaða bókmenntir það hefðu verið, serti helzt hjálpuðu honum “yfir urðina” í andlegu tilliti. “Urðina”, segir Einar og bros- ir við. “Eg verð auðvitað aldrei búinn með hana. En ekkert rit er mér kærara en Nýja testa- menfið, eftir að eg hafði kynnt mér rit spiritista, guðspekinga og -rit ýmsra Austurlanda-trú- arbragða. Nýja testamentið hef- eg lesið aftur og aftur. Það er mér eilíf endumæring, og styrk- ir í huga mínum það, sem eg hefi lesið og lært. Kristur er í mínum augum svo dýrleg vera, að eg undrast, að fólk skuli ekki vera opnara fyrir málefni hans en það er. Þegar eg hitti sann- kristna menn, finn eg, að þeir eru komnir yfir einhvern þrösk- uld, sem aðrir hafa ekki yfir- stigið. Þó hefi eg hitt örfáa menn, sem eru gagnsýrðir af hinni kristnu lífshugsjón, án þess að lifa í vísvitandi sam- bandi við hann. Þeir kalla sig jafnvel efnishyggjumenn og eru ekki sannfærðir um annað líf eða andlega tilveru. Þessir menn hafa ekki síður verið mér kær- ir. Vér sjáum Krist í Páli Postula, áður en hann verður kristinn. Eg lít á Krist sem meðalgang- ara milli jarðlífsins og hins há- helga, sem maður getur ekki “gripið” nema gegnum hann, — þátt af guði sjálfum. Guð sendir hann okkur mönnunum í okkar eigin mynd, til þess að vér skilj- um hann sem allra bezt. Lífið eða heimurinn á sér enga upp- reisnarvon, nema í gegnum hann. Bak við þessi orð mín eru margar myndir, serrt eg get ekki talað um”. “Hvaða augum lítið þér á mennina?” “Mér þykir vænt um allt líf, en þó vænst um mennina. Eg viðurkenni engan dauða, aðeins hamfarir. Viðhorf mitt gagn- vart dauðanum sést m. a. í myndinni “Vor”. Stöku sinnum hefi eg orðið þess var, að sumir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.