Lögberg - 13.05.1943, Side 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. MAÍ 1943.
2
Arngr. Fr. Bjarnason:
Um Hannes Hafstein
á ísafirði
Hannes Hafstein var svo ó-
venjulegur sem stjórnmála-
foringi og skáld, að það er ekki
að bera í bakkafullan læk, þótt
nokkuð bætist við það, sem þeg-
ar hefir verið um hann ritað.
Þegar Hannes Hafstein kom
hingað vestur 189& sem sýslu-
maður í ísafjarðarsýslum og
bæjarfógeti á Isafirði, var ófrið-
areldur sá, er hin svonefndu
Skúlamál kveiktu, hvergi nærri
útdauður. Að vísu var málaferl-
um þessum þá lokið hér heima.
en enn liíði í gömlum glæðum
haturs og sundurlyndis.
Frá hendi Skúla Thoroddsens
var litið svo á, að “landshöfð-
ingjaritarinn”, þ. e. Hannes
Halstein, heíði ranglátlega og
óverðskuldað verið útnefndur
sem yfirvald ísfirðinga. Skúli
og nánustu vinir hans fóru í
enga launkofa með hatur sjtt á
landshöfðingjanum Magnúsi
Stephensen. Hver einasta athöfn
hans var gagnrýnd í Þjóðviljan-
um, og það er eiginlega engu
líkara en að alt ilt og aflagið í
stjórnarfarinu væri Magnúsi
Stephensen að kenna.
Hannes Hafstein varð hér
fyrir kuldanum í garð Magnúsar
landshöfðingja strax og hann
kom hingað vestur. Og þar sem
mikill meginþorri bestu manna
héraðsins og allur almenningur
hafði eindregið fylgt Skúla að
málum, má nærri geta, að að-
koman hingað var bæði köld óg
vandasöm. Hannes Hafstein lét
það síðar í ljós, að sig hefði.bók-
staflega kalið fyrstu árin, sem
hann sat hér í embætti.
Ekki hafði hann þó lengi stýrt
málum Isfirðinga, þegar sumir
hinna betri manna sáu, að þeir
höfðu fengið til forustu óvenju-
legan hæfileikamann og að sama
skapi skemtilegan og drenglynd-
an. Það var ekki aðeins í sam-
kvæmum að Hafstein töfraði
alla, bæði vini og óvini, heldur
var hin daglega framkoma yfir-
valdsins mótuð of óvenjulegum
hlýleik, glæsimensku og skör-
ungsskap.
Það fór líka svo, að hatrið og
kuldinn hvarf eins og dögg fyrir
sólu. Að því studdi samfara per-
sónu Hafsteins sjálfs — og má-
ske eigi síður — kona hans,
Ragnheiður Stefánsdóttir, sem
bæði var mesta valkvendi og
skörungur. Á heimili þeirra leið
bæði háum og lágum vel. Þeir
fundu þar óvenjulega rausn og
gestrisni, glatt og hlýtt viðmót,
og hjálp og huggun.
Aldamótaárið fóru fram al-
þingiskosningar. Margir höfðu
hvatt Hannes Hafstein til þess
að gefa kost á sér sem þings-
mannsefni Isfirðinga, og hann
varð við þeim óskum. Þeir Skúli
Thoroddsen og sr. Sigurður
Stefánsson í Vigur höfðu þá ver-
ið þingmenn ísfirðinga óslitið
langa hríð og áttu traust og
mikið fylgi í héraðinu. Mátti
því fyrirfram búast við, að þeim
yrði ekki þokað úr sæti. Þetta
fór þó á annan veg. Hannes Haf-
stein náði kosningu ásamt Skúla.
Það kom þá í Ijós, að margir
fylgismenn Skúla kusu hann og
Hannes Hafstein saman. Það
réði úrslitum fyrir sr. Sigurð,
og þessi kosning var hinn fvrsti
opinberi vottur um það persónu-
lega traust, sem Hannes Haf-
stein hafði aflað sér hjá ísfirð-
ingum.
Kosningaróðurinn hafði verið
þungur. Þó munu þeir Skúli og
sr. Sigurður ekki til fulls hafa
uggað að sér. Talið sig svo sjálf-
sagða og örugga í þingsætunum,
að aðrir kæmu þar ekki til
greina. Nú vöknuðu þeir við
vondan draum og hugðu á hefnd
ir. Fór og svo, að Hannes Haf-
stein féll við alþingiskosninguna
1902. Voru þeir Skúli og sr.
Sigurður þá kosnir með miklum
atkvæðamun.
Margir hinna yngri manna eru
þeirrar skoðunar, að stórfeldur
koSningaáróður hér á landi sé
nútímafyrirbæri. Sjálfsagt er
þetta rétt um sum kjördæmin.
En það á ekki við um Isafjörð
'og ísafjarðarsýslur. Áróðurinn
við kosningarnar 1902 mun ein-
hver sá harðasti, sem hér hefir
verið alt til þessa. Agentarnir
heimsóttu hvern einasta kjós-
anda í kjördæminu og flestir
voru margprófaðir, og svo áttu
þingmannsefnin tal við sagg af
kjósendum, einkum Skúli og
Hafstein. Var þeim hægr^i um
vik, þar sem báðir sátu á ísa-
firði. Kosningarnar voru þá op-
inberar. Kom fyrir þá eins og
nú, að gefin loforð brugðust á
síðustu stundu. Þó mátti telja
slíkt til undantekninga. Skúli
og sr. Sigurði var vel kunnugt,
að stærri verslanirnar í kjör-
dæminu studdu mjög kosningu
þeirra Hannesar Hafstein og
Matthíasar Ólafssonar verslun-
arstjóra í Haukadal í Óýrafirði
— sem var í framboði með hon-
um. Þeir óttuðust því, að ein-
hverjir fylgismenn sínir myndu
glúpna á kjördegi, þegar þeir
áttu að kjósa andstætt vilja
verslunarstjóranna.
Eftir kosningarnar 1902 taldi
Hafstein örugt, að hann yrði
endurkosinn, og líklegt að Matt-
hías Ólafsson næði einnig kosn-
ingu. Var þetta aðallega bygt á
því, að þeir Skúli og sr. Sigurð-
ur ættu ekkert teljandi fylgi
vestan Breiðadalsheiðar. En það
reyndust tálvonir. Kjördagurinn
var 11. júní Tók gufuskipið
Laura, sem var á leið frá Reykja
vúk til ísafjarðar, Dýrfirðinga
og Önfirðinga — og Auðkúlu-
hreppsbúa. Reyndist fyl-gi Vest-
ur-lsfirðinga er til kom nokkuð
jafnskift milli Heimastjórnar-
manna og Valtýinga — og mátti
þá strax sjá úrslit kosninganna,
því vitanlega höfðu þeir Skúli og
sr. Sigurður meira fylgi en
Hannes og Matthías í Norður-
ísafjarðarsýslu og á ísafirði. Var
ekki laust við nokkurn metnað
milli Norður- og Vestur-ísfirð-
inga. Vildu sumir norðanmenn
síður kjósa Hannes og Matthías,
þar sem hinn síðarnefndi var
Vestur-ísfirðingur og lítt kunn-
ur öllum almenningi norðan
Breiðadalsheiðar.
En það fór svo, að Hannes
Hafstein komst á þing, þótt Is-
firðingar feldu hann. Vorið 1903
fóru fram kosningar að nýju.
Bauð Hannes Hafstein sig þá
fram í Eyjafjarðarsýslu og náði
þar kosningu með 21 atkvæði
fram yfir Stefán í Fagráskógi.
Frændur hans norður þar studdu
drengilega kosningu hans. En
mest mun hafa dregið um úr-
slitin, að Hannes Hafstein var
.þá þegar orðinn viðurkendur
foringi Heimastjórnarmanna og
víðkunnur af greinum í blaðinu
Vestra, sem mátti telja, meðan
Hannes Hafstein var á Isafirði,
aðalblað Heimastjórnarflokks-
ins.
* * *
Þegar Hannes Hafstein varð
hér sýslumaður, var hann á
besta skeiði. Fullur af fjöri og
framkvæmdaþrá—og fyrstu til-
tekjur hans sem foringja voru
fyrir Isafjarðarkaupstað. Hann
vildi þar sprengja þrengsli gam-
als vana og kyrstöðu með nýjum
framkvæmdum. Varð honum
fyrst fyrri, að láta gera vatnsr-
vetu fyrir bæinn. Varð áður að
bjargast eingöngu við brunna-
fyrst fyrir, að láta gera vatns-
veitu fyrir bæinn. Varð áður að
um kent. Fólk líka svo, að tauga
veikin hvarf með öllu eftir að
vatnsveitan var komin. Vitan-
lega studdu einnigi aðrir menn
að vatnsveituframkvæmdunum,
og þá fyrst og fremst Þorvaldíir
Jónsson héraðslæknir. En Hann-
es Hafstein var foringinn og
framkvæmdamaðurinn.
Næstu átök Hannesar Haf-
stein fyrir ísafjörð var bygging
nýs barnaskóla og vegagerð frá
kaupstaðnum, bæði inn í Skutils-
fjörð og út í Hnífsdal.
Bygging barnaskólans var gerð
af miklum myndarskap, svo að
skólahúsið mun hafa verið full-
komnast hérlendis á þeim tíma..
Jafnframt voru skólanum trygð-
ir hinir ágætustu kenslukraftar.
Skólastjóri varð dr. Björn Bjarn
arson frá Viðfirði, óefað og að
öðrum ólöstuðum besti fræðari
ungra manna hérlendis.
Mér þykir rétt að geta hér
eins atviks í sambandi við barna
skólabygginguna, sem lýsir
Hannesi Hafstein vel. Tang’s-
verzlun taldi sig eiga lóð þá, sem
skólinn var reistur á. Bauð Jón
Laxdal verzlunarstjóri Tang’s-
verzlunar að gefa lóðina undir
skólann: En Hannes Hafstein
vildi ekki þiggja. Taldi að í því
fælist viðurkenning frá bænum
um óskoraðan eignarrétt verzl-
unarinnar til Riis-túnsins svo-
nefnda, en um það hafði verið
deilt — skólalóðin var hluti af
túninu. Fékk Hannes Háfstein
eignarnámsheimild fyrir lóðinni.
Öll þessi verk Hannesar Haf-
steins hafa borið heillaríka
ávexti fyrir ísafjörð, og munu
lengi bera hans menjar. Barna-
skólinn er enn í notkun, með
nokkurri stækkun þó. Vatns-
veitan héfir líka verið stækkuð.
Vegalagningin inn í fjörðinn átti
þátt í þeim stakkaskiftum, sem
orðið hafa úm ræktun í ná-
grenni kaupstaðarins. Má hér og
við bæta, að Hafstein hafði for-
göngu að því, að grasblettirnir
ofan við bæinn yrðu látnir á
erfðafestu. Varð það fyrsti vís-
irinn að túnrækt bæjarbúa,
ófullkominni að vísu og hæg-
fara, en fyrst er vísirinn, svo
berið.
Framsýni Hannesar Hafsteins
kom skýrlega fram í þessum at-
höfnum, samhliða þeim stórhug,
sem síðar einkendi framkvæmd-
ir hans sem stjórnmálaforingja.
Hannes Hafstein varð flestum
þeim, er áttu því láni að fagna
að.kynnast honum náið, ógleym*
anlegur. Á það ekki síst við
hann sem stjórnmálaforingja.
Eg hygg, að íslenzka þjóðin
hafi ekki átt glæsilegri foringja
á því sviði, að undanteknum
Jóni Sigurðssyni forseta.
Hér er hvorki staður né rúm
til þess að rekja stjórnmálabar-
áttu Hafsteins né framkvæmd-
ir. Þó skal stiklað á fáeinum
stærstu atriðunum. Hann á’tti
frumkvæði að breytingu á skóla-
kerfi landsins. Vildi hann stíga
þar langt skref til meiri menn-
ingar alþýðu. Hann vildi fá Al-
þingi skipað bestu mönnum
þjóðarinnar og að þar væri í há-
vegum heill allrar þjóðarinnar,
en ekki hin steinrunna og^iftur-
haldss^ma hreppa- og kjördæma
pólitík. I því skyni bar Hafstein
fram frumvarp um breytta kjör-
dæmaskipun, þar sem landinu
var skift í stór kjördæmi með
hlutfallskosningum. Þetta frum-
varp Hafsteins um kjördæma-
skipun og hlutfallskosningar var
þá alveg nýtt á Norðurlöndum.
Sýnir þetta m. a. hvað Hafstein
var langt á undan sínum tíma
og hvað mikið kappsmál honum
var, að þjóðin gæti tekið fram-
förum og verið öðrum til fyrir-
myndar. Þá er ekki hægt að kom'
ast hjá að nefna ritsímamálið,
þegar minst er á stjórnmálabar-
áttu Hannesar Hafsteins. Mestan
m
þátt ,í að samningar náðust við
Stóra norræna félagið um lagn-
ingu ritsíma hingað, má eflaust
þakka persónulegum úhrifum
hans og glæsimensku. Hafstein
vissi vel, að fátt eða ekkert
myndi meiri lyftistöng fyrir
“stjórnfrjálsa þjóð með verslun
eigin búða” en símasamband við
umheiminn. Ef gamla sleifarlag-
ið átti að ríkja um sambandið
við umheiminn, hlaut hokrið að
halda áfram. Ekkert mál hér-
lendis hefir fyr né síðar hlotið
hatramari andstöðu en ritsíma-
málið, ef til vill stærsta fram-
faramál íslendinga þar sem lið-
ið tr af 20. öldinni. Nægir í því
efni að minna á hinn fjölmenna
og að sumu leyti skörulega
bændafund Sunnlendinga og
WISHT I
TWERE-TD SHOW
TWEM NA2IS A
THING OR TWO
yy..
BUV
moRY
Wi
RIGHT OVER HERE ABE
BV INVESTIN' IN A trftWA
VICTORY BQNO/ W*
Borgfirðinga til að mótmæla
framgangi ritsímamálsms. En
gifta Hannesar stýrði málinu
heilu í höfn, en aldrei lagði hann
sig svo fram sem þá.
Enn vil eg nefna fjórða
stjórnmálaafrek Hannesar Haf-
steins. Það er bygging Safna-
hússins. Viðleitni einstakra
manna til þess*að koma upp
söfnum í þágu þjóðarinnar, hafði
yfirleitt mætt tómlæti og smá-
sálarskap. Verst var þó húsnæð-
isleysið. Margt af munum þeim
og bókum, sem fengist hafði á
söfnin, var skemdum undirorpið
vegna húsnæðisleysis. Hafstein
skildi þýðingu þessarar við-
leitni. Hún varð að fá skilyrði
til að vaxa og varðveitast, og
það varð best gert með vandaðri
byggingu fyrir söfnin, og þá
fyrst og fremst Landsbókasafnið.
Slík bygging var í augum al-
menning og þjóðarinnar undir-
strikun um þýðingu safnanna.
Hún vakti skilninginn um, að
söfnin væru ómetanlegt dýr-
mæti, sem þjóðin yrði að hlúa að
eins og hún gæti best.
Andstæðingar Hannesar Haf-
steins sökuðu hann um að skríða
fyrir Dönum í sjálfstæðismálum
íslendinga. Slíkt var Hafstein
fjarri skapi; hann vildi gera veg
íslands sem stærstan. Mun hann
hafa litið svo á, að nauðsynleg-
ast af öllu væri að vekja þjóð-
ina, treysta trúna á mátt henn-
ar og gæði landsins, hleypa sterk
um straum nýrra framfara yfir
hana, svo allir gengju samhuga
til viðreisnarstarfsins. Þetta
tókst líka svo, að tímabilið frá
1904—1909 er eitthvert allra
mesta framfaraskeið þjóðarinn-
ar, miðað við þær aðstæður, sem
fyrir hendi voru. Á þessum ár-
um stofnaðist vélbátaútvegur-
inn og togaraflotinn. Með þeirri
breytingu tóku Islendingar að
sækja á hafið, í stað þess að áð-
ur voru mest sótt innmiðin. Enn
er sóknin til hafsins ekki full-
komnuð. Verður það einmitt
hlutverkið, þegar núverandi i
styrjöld lýkur, að fullkomna
sóknina til hafsins og stækka
draumana um djarfari fram-
kvæmdir, einkum hvað siglinga-
flotann snertir. Er það engin
goðgá, þótt íslendingar létu sig
dreyma um að verða heimssigl-
ingaþjóð, og gerðu þann draum
að veruleika.
Á fyrgreindu tímabili varð
verslunin líka að mestu leyti inn
lend. Þýðingu þeirrar breytingár
er ekki hægt að útlista nema í
löngu máli. Hún verður því ljós-
ari, sem lengra líður. I stað út-
lendra selstöðuverzlana, sem
drotnuðu yfir viðskiptunum á
þeim stöðum, sem arðvænlegast-
ir þóttu, eru komnir duglegir,
fjársterkir, þjóðlegir kaupmenn
eða kaupfélög. Ágóði viðskift-
anna er í umferð í landinu
sjálfu, í stað þess að lenda í
höndum útlendu eigendanna. I
stuttu máli má segja, að breyt-
ingin við að verslunin varð inn-
lend sé svipuð og þegar ein-
staklingur, sem áður var á hús-
gangi, kemst til sjálfbjargar.
Sambandslagadeilurnar. er hér
óþarft að rekja. Eg var einn
þeirra, sem þótti Uppkastið
ganga of skamt. Þó verður því
ekki ipeð sanngirni neitað, að
Uppkastið fól í sér mikilsverð-
ar viðurkennmgar frá Dana
hálfu.
Dimman skugga bar á heimil-
isánægju Hannesar Hafsteins
meðan ^iann var hér á ísafirði.
Mistu þau hjón son sinn, Sig-
urð, 11 ára gamlan. Var hann
heitinn eftir Sigurði lektor Mel-
sted, fósturföður frú Ragnheið-
ar. Sveinn þessi var mannvæn-
legur. Harmur foreldranna var
svo sár og átakanlegur, að þá
þegar mátti óra fyrir því, að
hinn sterki og skörulegi maður
myndi illa þola stormana og hret
viðrin. Lund hans var viðkvæm
sem barns.
Þó varð Hannes Hafstein að
reyna þetta hlutskifti í stærri
mæli en flestir aðrir. I stjórn-
málabaráttunni voru mörg hug-
sjóna- og umbótamál hans mjs-
skilin og rangsnúin — og jafn-
vel flokksmenn hans. og nánir
samherjar reyndu að bregða fyr-
ir hann fæti eða reka rýting í
bak hans, þegar verst gegndi.
Hafstein var ekki baráttumaður
á slíkum vettvangi. Krókaleiðir
og refjar voru honum fjarri
skapi. Hann trúði á hið góða í
mönnunum og mátt hugsjón-
anna til þess að vinna að heill
og hamingju þjóðarinnar.
Hannes Hafstein var sólar-
barn og vormaður þjóðar sinn-
ar. Honum var það engin upp-
gerð, er hann mælir svo í ein-
um vorvísum sínum:
“Þótt að vor sé kalt
víst það vekur alt,
sem veit til sigurs í hjarta
manns”.
Þetta var hans trúarjátning.
Vorið, hvað kalt sem blés,
vakti alt í hjarta mansins, sem
veit til meiri göfgi og fullkomn-
unar. Þetta var stefnuskráin,
sem hann bar fram fyrir þjóð-
ina og fylgdi eftir með dugnaði
og eldmóði. Mörgu kom hann til
frámkvæmda, en annað varð ó-
rættur draumur, fyrirheit, sem
á eftir að rætast.
Þrátt fyrir embættisannir og
stjórnmálaumsvif var skáldgyðj-
an jafn eftirlát Hannesi Haf-
stein meðan hann var á ísafirði
og áður og síðar. Hér orti hann
margt sinna bestu ljóða. Má þar
í fremstu röð nefna aldamóta-
ljóðin, sem voru stefnuskrá hans
um framfarir þjóðarinnar og
trúarjátning, fullvissa um, að
hinar spámannlegu sýnir og
draumar myndu rætast, t. d. er
hann kveður:
Sé eg í anda knörr og vagna
knúða,
krafti sem vanst úr fossa þinna
skrúða;
stritandi vélar, starfsmenn
glaða og prúða,
stjórnfrjálsa þjóð með verslun
eigin búða.
Eða þessi fagra og göfuga
trúarjátning:
Sú kemur tíð, að sárin foldar
gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja
móa;
brauð veitir sonum móðurmold-
in frjóa,
menningin vex í lundi nýrra
skóga.
Sumir munu segja, að þessi
draumur sé enn órafjarri, sveit-
irnar séu stöðugt að tæmast, en
ekki að fyllast. Hið stóra bind-
ur sig ekki við líðandi augna-
blik, heldur framtíð, og framtíð-
in mun gera þennan draum
skáldsins að veruleika. Hannes
Hafstein átti því láni að fagna
sem ráðherra, að leggja hyrn-
ingarsteininn að stærsta verk-
inu til þess að láta “sárin fold-
ar gróa”, þegar lögin um sand-
græðslu ríkisins voru sett. Er í
þessu sambandi vert að minnast
frásajgnar Gunnlaugs Krist-
mundssonar sandgræðslustjóra
um samtal sitt við Hannes Haf-
stein, er Gunnlaugur hafði feng-
ið styrk til sandgræðslunáms er-
lendis. Ráðherran stefnir hinum
unga manni á sinn fund og tal-
ar við hann um verkefnið í góðu
næði, og brýnir fyrir honum,
hvað verkefnið sé mikilvægt.
Hér verði að leggja fram alla
krafta og einbeittan hug til þess
að sigur náist. Og þetta viðtal
varð Gunnlaugi eins og lýsandi
viti og vermandi máttur. Hús-
bóndinn hafði trú á verkefninu
og sigri þess og hafði falið hon-
um framkvæmdirnar. Hann stóð
með honum í baráttunni.
Og má ekki líka minnast á
WOMEN-Serve with the C.W.A.C.
You are wanted — Age limits 18 to 45
Full information can be obtained from your
recruiting representative
Canadian Women’s Army Corps
Needs You
Get Into the Active Army
Canada's Army Is On The March
/
Get in Line — Every Fit Man Needed
Age limits 18 to 45
War Veterans up to 55 needed for
VETERAN’S GUARD (Active)
Local Recruiting Representative