Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 13. MAl 1943. 5 Samtíningur úr Þingvallabygð Herra ritstjóri Lögbergs. Það er mál til komið að eg sendi þér $3.00 fyrir Lög- berg fyrir árið liðna. Það er óþarfi að gleyma að borga blað- ið, þar sem við lesendur erum mintir á að borga Lögberg í hvert sinn er vér lítum í blað- ið. Þar stendur í stórum svört- um stöfum. “Borgið Lögberg.” Eg hefi ekki verið margra ára kaupandi þessa góða blaðs, sem er, og sömuleiðis Heimskringla, lífsþráður milli Vestur-Islend- inga og íslands. Eg sagði að eg væri að senda $3.00 fyrir árið liðna fyrir Lög- berg. Eg er samt í skuld við blaðið fyrir þettað ár 1943. Okk- ur er sagt, að við eigum að borga fyrirfram; svo leiðis var, þegar eg byrjaði að kaupa blað- ið 1938, þá sendi eg ársgjald i^iitt fyrirfram og fyrsta blaðið sem eg fékk var svo mikið minna á stærð, og að mínu áliti regluleg ómynd. Mér þótti þetta svo slæmt að eg hugsaði með mér að eg skyldi ekki borga fyr- irfram aftur. En svo lagaðist þetta allt. Lögberg fór að koma út í sinni réttu stærð svo eg hefi ekki neitt að setja út á blaðið og breyti því áformi mínu viðvíkjandi borgun blaðs- ins og sendi hér með hina $3.00 fyrir þettað ár, og mun svo senda þér árgjald mitt fyrir- fram héðan af. * Nú langar mig til að fara nokkrum orðum um bygð vora og búa. Það hefir verið sagt að okkur sé að fara aftur ár frá ári. Það er að segja hvað íslenzkan félagsskap eða íslenzkt samstarf snertir, það er máske mikið satt í þessu að við hér í Þingvallabygð séum á aftur- för. En það má heldur ekki gleymast, að okkur íslendingum hér fer allt af fækkandi og með burtflutningi Islendinga úr bygð okl^r, gjörir það okkur sem eftir erum mikið erfiðar með að halda uppi íslenzkum félagsskap og samstarfi. Svo eru eftir þeir menn og konur, sem dáið hafa innan bygðar vorrar; mig langar til að taka til dæmis 5 ára tímabil; á síðastliðnum 5 árum hafa 11 íslendingar dáið, þetta var alt fólk, sem studdi vel félagsskap vorn. Það er óþarfi fyrir mig að vera að tilnefna þessa dánu vini okkar, því að nöfn þeirra hafa öll birst í íslenzku blöðunum okkar, Lögbergi og Heims- krir.glu; þetta er mikill skaði á svo stuttum tíma. Svo er það fólk, sem fluttst hefir í burt og nöfn þeirra ætla eg að nefna, 25 að tölu þau eru þessi: Guðni Brynjólfsson, Betel. Mr. og Mrs. Ó. Gunnarson, Betel. Mr. og Mrs. E. Gunnarsson, Campell River. Eyjólfur var í mörg ár í safnaðarnefnd og Sigríður meðlimur kvennfél- agsins og söngflokks. Mr. og Mrs. Árni Eyjólfsson, Ontario. Mrs. Eyjólfsson tilheyrði söng- flokknum. Mr. og Mrs. E. Gunnarson (Ingvi), Campbell rivpr. Mr. og Mrs. H. Sigurðs- son, Winnipeg. Mrs. Sigurðsson var meðlimur kvenfélagsins og sömuleiðis söngflokksins. Gerða og Lúter Cristópherson, Van- couver, Gerða var meðlimur kvenfélagsins og söngflokksins °g Lúter var í söngflokknum Hka. Mr. Kristinn Oddson, Tyner, Sask. Mr. Oddson til- heyrði söngflokknum. Mr. og Mrs. Hjáhnar Loptson, River hurst, Sask. Mr. Loptson var í mörg ár organisti í kirkjunni °kkar. Helga Gunnarsson. (Mrs. Sauer, Winnipeg), Helga til- heyrði söngflokknum, Mr. og Mrs. A. Kr. Gíslason, Vancouver. Margrét Ólson, Margrét nú Mrs. Hocking, Vancouver. Elinor og Evelin Campbell. Elinor nú Mrs. Josephson, Wynyard. Evelin nú Mrs. iVickers, Winnipeg. Mr. og Mrs. Sveinbjörn Loptson, Camp- bell River. Sveinbjörn dó að Campbell River, síðastliðinn janúar, um miðjan mánuð. Þetta er stór hópur, og heggur stórt skarð í hóp okkar íslendinga hér í Þingvallabygð, á þessu má sjá hvað okkur hér fer fækkandi og ef þessu heldur áfram. þá er ekki um glæsilega framtíð að ræða, hvað íslenzkan félagsskap eða Islenzkt samstarf snertir. Það er sagt og er satt, að alt minkar sem af er tekið, það minkar Islenzkt mál og alt sem íslenzkt er ef ekki er bætt í skarðið. Það er aðeins einn veg- ur að ráða bót á þessu, og það er að börn, sem eru af íslenzk- um foreldrum ^edd læri að tala lesa og skrifa sitt móðurmál, málið fagra, Islenzkuna. Hér eru myndarleg og vel- gefin börn, fædd af íslenzkum foreldrum, sem fylt geta þetta skarð með því að kunna íslenzku og halda Islenzkan félagsskap. Og nú síðast en ekki síst langar mig til að minnast á kvennfélagið “Tilraun”. Eg er ekki viss um hvað margar kon- ur tilheyra þessum góða félags- skap, þær hafa orðið fyrir miklu tapi líka, Við missir meðlima sinna. En þrátt fyrir það starfa þær altaf jafnt og þétt, tilbúnar að hjálpa þeim sem bágt eiga, og gleðja þá sem sjúkir eru. Þær hafa hjálpað söfnuði vor- um með miklum fjárframlögum og öðru viðvíkjandi kirkjunni. Nú langar mig til, fyrir hönd bygðarinnar, að þakka kvenn- félaginu “Tilraun” fyrir sitt mikla og góða starf. Lengi lifi ísland og móður- rhálið, og íslenzkur * félagsskap- ur hér megin hafsins. Th. Marvin. Merkur bœndaöldungur fallinn í val Gísli Jóhannsson. Þann 4. apríl síðastliðinn lézt á sjúkrahúsi í Langdon, North Dakota, bændaöldungurinn Gísli Jóhannsson, landnámsmaður í Hallson-bygð, er setið hafði þar við góðum árangri bújörð sína í svo að segja sextíu ár; hann hélt óskertu andlegu atgerfi til hinstu stundar, þó veðurbarinn væri hið ytra með sigg í lóf- um. Gísli Jóhannsson var fæddur á Vígdísarstöðum í Húnaþingi, þann 29. júní 1851. Foreldrar hans voru þau Jóhann Bjarna- son og Guðfinna Gísladóttir; með þeim dvaldist hann unz hann hafði þrjá vetur um tví- tugt, en fluttist þá vestur um haf. Gísli kom til Quebec 1874, en til Gimli 1875, og dvaldi þar árlangt; næstu fjögur árin vann Gísli við verzlunarstörf í Winni- peg, og kvæntist 1880 Mettu Petersen; fluttu þau þá suður yfir landamæri, og nam Gísli það sama ár land suðaustur af Akra; ekki festu ungu hjónin þar rætur, og komu á ný til Winnipeg ári síðar; eftir árs dvöl í borginni, stefndi hugur þeirra Gísla og konu hans í suðurveg að nýju, í áttina til fyrirheitna landsins, og í hinni vingjarnlegu Hallson-bygð lögðu þau grundvöllinn að löngu og nytsömu ævistarfi. Gísli misti hina ágætu konu sína þann 8. desember 1928, og hafði dóttir hans, Egilsína, frá þeim tíma hússtjórnina með höndum, og tókst það með mikilli prýði; það varð ekki langt á milli þeirra Gísla og þessarar dyggu dóttur; hálfum mánuði síðar, var hún einnig liðið lík. Hér verða nú talin börn þeirra Gísla og Mettu: Frank, rafmagnsstjóri, Lang- don, N. D.; Mrs. J. K. Ásmund- son, Jamestown; Pétur, búsettur í Milwaukee, Wisconsin; Bjarni, bústjóri á föðurleifð sinni, Egil-. sína, nýlega látih, og Mrs. William Armstrong, Fargo, N. D. Bróðir Gísla heitins, Bjarni, hniginn að aldri og við hrörn- andi heilsu, dvelur á Jóhann- sons-heimilinu, maður ókvænt- ur, er verið hefir þar til heimilis megin hlutann af hinni löngu búskapartíð bróður síns; voru með þeim bræðrum miklir kær- leikar. Gísli lætur eftir sig fjórtán barnabörn, og þrjú barnabarnabörn. Þrjú börn þeirra Gísla og Mettu dóu á ungum aldri. Þrjú systkini Gísla, þrjár systur og einn bróð- ir, dóu á æskuskeiði á íslandi. Auk eiginbarná, hefir Jóhann- son fjölskyldan alið upp við kærleiksríka umönnun, dóttur- börn þeirra Gísla og Mettu, frá því er móðir þeirra bilaði að heilsu, er þau voru kornung. Góðir menn ganga ávalt á Guðsvegum; út frá Jóhannsson’s heimilinu, þessu svipbjarta kær- leiksheimili í Hallson-bygðinni, stafaði jafnan mildum mannúð- arbjarma; bjarma hins unaðs- legasta samræmis. Gísli Jóhannsson var auðugur að framsóknarhug, og tók drjúg- an þátt bæði í safnaðarmálum og þeim öðrum manrrfélagsmál- Um, er miðuðu til heilla. Gísli var hagleiksmaður langt um fram það, sem almennt ger- ist; mátti í raun og veru svo segja, að alt léki í höndum hans; hann var jafn hagur á tré og járn, kom sér snemma upp smiðju og smíðaði í henni mik- inn hluta búsáhalda sinna; hann naut óseigjanlegrar ánægju af söng, og hafði af sjálfsdáð kom- ist upp á það, að leika laglega á orgel. Gísli var maður ræð- inn, og kunni frá mörgu spaiigi- legu, og jafnframt líka sérstæðu og alvarlegu að segja, er á hina mörgu og tilbreytingaríku daga hans hafði drifið. Eg átti jafnan frábærvi ástúð að fagna af hálfu Gísla heitins og fjölskyldu hans, er leið mín lá þar um garð, og margir, margir fleiri, hafa nákvæmlega sömu sögu að segja, því þar skipaði mannkærleikurinn önd- vegi og gestrisnin guðastól. Útför Gísla Jóhannssonar fór fram að Hallson, 9. apríl, að viðstöddum fjölmennum hópi þakklátrar samferðasveitar. Prestur íslenzku safnaðanna í Argyle-bygð, séra Egill H. Fáfnis, jarðsöng í fjarveru sókn- arprests, séra Haraldar Sigmar. All fjölmennur flokkur bland- aðra radda, kvaddi þenna ljós- sækna og söngelska samferða- mann með blæþýðum tónum í kirkju Hallson-safnaðar, er mjög jók á svipfegurð kveðju athafnarinnar. E. P. J. Wartime Prices and Trade Board Það er búist við að sala á kjöti til heimilisneyzlu verði takmörkuð einhverntíma í þess- um mánuði. Ekki af þvi að okkur skorti kjöt, framleiðsla í Canada hefir aldrei verið betri en nú, en eftirspurn er svo mikið meiri en nokkurn tíma áður. Ástæðan er, aukin atvinna og hærri laun heima fyrir, alt sem þarf að sendast til her- mannanna hvar sem þeir eru, einnig það sem sent er til her- fanga í gegn um “Red Cross” og svo, það sem sent er.til sam- bandsþjóðanna. Þegar búið er að mæta öllum þessum kröfum, er ekki nema helmingur eftir til heimilisneyzlu. Það er því auð- skilið að nauðsynlegt verði að skamta, ' til þess að dreyfing vérði sem jöfnust. Það er reiknað að kjötneyzla í Canada sé um 2Vi pund á mann vikulega. Það á að minka þetta um hálft pund. Skamtur- inn verður því líklega um tvö pund á viku. Ýmsar tegundir verða undan- þegnar skömtunarlögunum, svo sém “Spareribs” Oxtail” eða, þar sem meira en helmingur er bein. Einnig lifur, nýru, heili og fleira. Við verðum að komast af með minna, til þess að þeir sem berjast fyrir okkur fái nóg. Spurningar og svör. Spurt. Okkur hefir verið sagt að það væri hámarksverð á appelsínum (oranges), en samt urðum við að borga 70 cent fyrir eitt dúsín um daginn. Er þetta rétt? Svar. Samkvæmt nýustu reglu gerð er hámarksverð á appel- sínum, 29 cent hvert dúsín, fyr- ir þær minstu, verðið fer svo eftir stærð, upp í dollar, hvert dúsín, fyrir þær stærstu. Ef þér finst þú hafa borgað meira en var sanngjarnt, ættir þú að til- kynna næstu skrifstofu W. P. & T. B. og láta þá rannsaka þetta frekar. Spurt. Er það á móti lögum fyrir þá sem hafa skömtunar- seðla afgangs, að kaupa út á þá fyrir aðra sem ekki hafa nóg? Svar. Já. Allir fá sama skamt, og það er ætlast til að hver ein- staklingur reyni að komast af með það sem hann fær. Þeir sem hafa séðla afgangs eiga ekki að nota þá. Skamturinn var ákveðinn í þeim tilgangi að spara sem mest, án þess þó, að nokkur liði skort. Spurt. Hvað eiga konur her- manna, og aðrir sem búa einir og kaupa því mjög lítið í einu, að gera þegar kjötið verður skamtað? Síðan smjörið var skamtað borð£( eg meira en nokkru sinni áður. Eg gæti vel komist af með minna, en finst nú sjálfsagt að borða upp allan skamtinn. Svar. Það er ekki enn búið að ráðstafa kjötskamtinum en það verður eflaust mögulegt að Laupa eins lítið í einu og maQ- ur vill. Það er auðheyrt að þú ert sjálf ekki hermanns kona. Engin kona sem á mann í her- þjónustu mundi reyna að “borða upp allan skamtinn” þegar hún veit að tilgangur skamtsins er að spara alt sem hægt er til þess að dreyfing verði sem jöfn- ust og að allir fái dálítið. Spurt. Þarf sérstakt leyfi til þess að kaupa nýjan hjólbarða á hjólhest? Svar. Nei. En maður verður að afhenda þann útslitna þegar maður kaupir þann nýja. Spurt. Eg hef verið að reyna að kaupa “chocolate bars” til þess að senda manninum mínum sem er í herþjónustu fyrir handan haf. I einni búð var mér bannað að kaupa meira en eitt stykki. Er þessi vara skömtuð? Svar. Nei. En margir kaup- menn takmarka sölu til þess að dreyfing verði sem jöfnust. Spurt. Á matsöluhúsinu. þar sem eg borða hefir smjörskamt- urinn verið minkaður við okkur. Er hægt að lagfæra þetta á nokkurn hátt? Svar. Nei. Það má ekki skamta meira en einn þriðja af únzu á mann, við hveria mál- tíð. Það er mögulegt að ykkur hafi verið skamtað of mkiið hingað til, og skamturinn hafi verið minkaður þess vegna. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. Aðalfundur Fornritafélagsins Ársfundur Hins ísl. Fornrita- félags var haldinn 4. þ. m. Forseti félagsins, Jón Ás- björnsson hrl. skýrði frá starf- semi þess á hinu liðna ári. — Sökum ýmiskonar " tafa hefir ekkert bindi fornritanna kom- ið út á árinu, en Vestfirðinga- sögur eru í prentun og langt á leið komnar. Þá hefir verið samið um ljósprentun á Lax- dæla sögu (V. bindi Fornrit- anna) vestan hafs, en hún hef- ir verið ófáanleg um hríð. Þeirri ljósprentun mun nú vera lokið. Upplagið af Laxdælu var minna en af öðrum bind- um Fornritanna og vanhagar því ýmsa um það bindi. Verð- ur nú bætt úr þessu. Þegar lokið er prentun Vest- firðinga sagna mun verða haf- in prentun II. bindis Heims- kringlu. Hafa tekist samningar milli Fornritafélagsins og Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins um að bókaútgáfan fái nokkurn hluta upplagsins af Heimskringlu sem verður stækkuð mjög handa áskrefendum. Þá mintist forseti félagsins á f’jársöfnun þá, sem fram hef- ir farið undanfarandi til styrktar Fornritaútgáfunni. — Hafa félaginu borist margar góðar gjafir, einkum frá hin- um upphaflegu styrktarmönn- um þess. Tvær þessara gjafa eru stærstar: Frá Alliance h.f. kr. 5000,00 Frá KveldúJfi h.f. 10.000.00. Samtals nemur fjársöfnunin um 40 þús. kr. Undaníarandi hefir það ver- ið á dagskrá hjá félaginu að það gæfi út fræðiritgerðir um ýmis efni viðvíkjandi fornöld Islands. Hafði þriggja manna nefnd starfað að undirbúningi þess máls. Samþykt var að fela stjórn félagsins að hefja slíka útgáfu þegar hún sæi sér fært. Úr fulltrúaráði áttu að ganga Alexander Jóhannsson prófessor, Björn Þórðarson forsætisráð- herra og Guðmundur Finnboga- son landsbókavörður. Voru þeir allir endurkosnir. Úr stjórninni átti að ganga forseti félagsins, Jón Ásbjörns- son hæstaréttarlögmaður. — og var hann endurkosinn. Prófessor Ólafur, Lárusson sem verið hefir gjaldkeri fél- .agsins frá því það hóf útgáfu Fornritanna, baðst undan þ<n starfi, og var Haukur Thors framkvæmdarstj. kosinn gjald- keri í hans stað. Prófessor Ól- afur Lárusson á eftir sem áð- ur sæti í stjórn félagsins. SPRING and SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITARY g| AND INDUSTRIAL OFFICES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SPRING AND SUMMER WAR EMERGENCY COURSES You may study individiial subjects or groups of subjects from the following; Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switchboard. IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air-conditioned. air- cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policv to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. S U C C E S S BUSINESS COLLEGE Portage Ave. al Edmonton Sl. WINNIPEG. ÍÝ7 Vr/ ivi t\"i áv ( V’V Í>VéÍ\Vfr"Ó\■■ t\"( tv i kX'ÍÍYÍÍYi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.