Lögberg - 20.05.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 20. MAÍ 1943.
3
Frá Nemo á Gimli.
Baschinka
(Framhald)
“Ekki að öllu leyti sem eigin-
konu, heldur svona hér um bil,
og fari svo að eg gifti mig aft-
ur, skal eg senda hana heim.
Vertu aðeins þolinmóður, og
eftir það getið þið farið að ykk-
ar vilja. Sama dag og Baschinka
kemur til hallarinnar, ertu laus
við eftirgjaldið og jafnframt
eigandi að eigninni.”
“Guð refsi mér.” — hrópaði
Jakob og hóf augu sín til him-
ins. — “Ef eg nokkurn tíma sel
frelsi barnsins míns. Þó að þér
hefðuð gefið mér allan auð vðar
herra, og alla leiguliða, hefði
eg samt neitað.”
“En framtíðin, hugsaðu um
hana gamli maður. Dettur þér
í hug að eg líði að upphlaups-
maðurinn sé húsbóndi og hinni
fögru dóttur hans þjónað. Þið
bæði skuluð finna hvað fátækt
er. Þú hefir þurft mörg ár til
að komast í þær kringumstæð-
ur sem þú ert í en þú skalt
hrapa í einu vetfangi. Trúðu
mér til þegar þú hleypur með
betli stafinn um göturnar, hval-
inn af hungri og sturlaður í
hjarta munu þið bölvd neitun
þinni í dag. Sólin mun á hverj-
um morgni vekja þig til nýrra
kvala, og nóttin mun eigi veita
þér hvíld. Allt sem þú hefir
dregið saman með erfiði þínu
tek eg frá þér. Dóttir þín sem
þú hefir borið fyrir áhyggjur
og erfiði og sem þú sáðir fyrir
og uppskarst mun rétta horaða
hendi eftir ölmusu og og tekur
jafnframt svívirðingum fram
yfir tilboð mitt, sem þú talar
um með svo mikilli fyrirlitn-
ingu. Hefurðu skilið mig til
fullnustu gamli maður?”
Vesalings gamalmennið hafði
heykst saman á stólnum, sem
sakamaður, meðan herramaður-
inn hélt ræðuna — sem saka-
maður er hlýðir á dóm sinn.
Hver taug í líkamanum var sár
kvalin. Böðullinn hitti á við-
kvæmasta staðinn. Peningana
Dóttir hans ... Allt tapað. Hon-
um kom ekkert í hug til bjarg-
ar á þessari skelfingarstund, og
ongin von til að geta svift
þenna volduga mann vopnum
er var æstur af ofsabræði yfir
staðfestu þeirra.
“Hugsaðu þig um,” sagði herra
maðurinn að síðustu.
“Eg gef þér frest til morguns.
Á morgun kemur Baschinka til
hallarinnar, að öðrum kosti er
eyðileggingin vís. Kjóstu!”
“Herra,” svaraði Jakob og tár-
in runnu niður kinnarnar, “það
er þýðingarlaust að bíða til
niorguns. Ef ásetningur yðar er
ohagganlegur og þér hafið enga
nieðaumkun með gamalmenni
sem kominn er á grafarbarm-
mn og stúlku, er eigi hefir
nnnið annað til saka en vernda
sakleysi sitt, þá rekið okkur
ut- Guð mun innan skamms
írelsa mig og eg vil fela honum
ah gefa dóttur minni hugrekki
°g þolinmæði”.
“Viltu þá ekki ganga að þess-
u*n skilmálum?”
“Nei, herra! aftur og aftur
nei!”
Há opnuðust dyrnar og
®aschinka kom inn.
Meðan hafði staðið á þessum
ujafna leik hafði hún verið á
hæn. Hún var stillt og stað-
festuleg í yfirbragði, en augun
Uáru merki þess að hún hafði
grátið.
Guð blessi þig faðir minn,”
Sagði hún og faðmaði hann að
sér.
í*að er úti um vellíðan okk-
ar hér á jörðu Baschinka. en
ukkar eilífu velferð höfum yið
jargað. Við skulum snúa huga
°kkar þangað.”
■^að tók undir í húsinu þegar
erramaðurinn skellti hurðinni
a eftir sér.
Hann flýtti sér frá þessu heim
>nni friðarins, þar sem hann
hafði breytt öllu í megnustu
hrygð.
Fuglasöngurinn í búrunum,
ylmurinn frá blómunum, leikur
dúfnanna á húsþakinu og geisla
stafir sólarinnar virtust nú hæð-
ast að þessum ólánsömu verum,
sem táru^ust í faðmlömum.
Þetta hafði verið eina heimilið
í öllu þorpinu, sem var vel-
megandi og ánægt en — nú var
það orðið sem hinn hryggilegi
bústaður örvingláðra aumingja.
II.
Það var komið myrkur. Verka
fólkið var komið heim í þorpið
og gengið til hvíldar. Jakob
Aschenas gekk út úr húsinu og
beindi göngu sinni *til kirkjunm
ar. Dóttir hans var heima. Hús
lítið stóð undir kirkjuhliðinni,
það var ókalkað. Gluggahler-
arnir féllu illa svo fáeinar ljós-
rákir skutu sér út í myrkrið.
Þetta var prestssetrið. Þegar
Jakob gekk inn í húsið, s^t prest
urinn yfir kveldverði. Hann var
jöfur í ætt sinni. Áttatíu ár
höfðu gengið yfir höfuð hans,
og skilið eftir spor sín í snjó-
hvítu hári og skeggi, sem nam
bringu. Hann var virtur og elsk-
aður af öllum þorpsbúum fyrir
ráðvendni og óþreytandi mann-
kærleika. Hann var faðir allra
hverrar trúar sem þ>eir voru og
af hvaða þjóð. Allir sem ráð-
þrota urðu sóttu ráð til hans,
en þau byggðust á reynzlu og
hyggindum. Þegar hurðin laukst
upp bar presturinn hönd fyrir
sjóndöpur augun og talaði til
konu sinnar.
“Er þetta ekki Jakob Asch-
enas?”
Gamla konan var þá enn sjón
daprari en maður hennar, því
áður en hún gæti spurt sig fyr-
ir hjá einu af barnabörnum sín-
um, var gesturinn kominn að
borðinu.
“Það ert þá þú Jakob,” sagði
prestur, “þú ert sjaldgæfur gest
ur. Hvert er erindið? Gefið
gestinum sæti börn, og Deme-
trius, komdu með te. En tylltu
þér niður Jakob! Guð minn
hefir slys viljað til? Því ertu
með svona þungu yfirbragði?”
“Já, heilagi faðir! Eg hefi
orðið fyrir ógurlegri ógæfu.”
“Hverskonar óláni? Er dóttir
þín ekki heilbrigð? hafa störf
þín ekki gengið að óskum? Þú
ert ríkur, í miklu áliti og elsk-
aður af öllum. Hvað getur þá
ollið ógleði þinni?”
“Æ, hafið þér aldrei séð ak-
ur sem lék í bylgjum af gullnu
axi fyrri vindinum er þú gladd-
ist af, vera lagður að velli af
hagléli?”
“Satt er það. Drottinn varar
oss eigi við áður en hann send-
ir oss ólánið, en ...”
“Eg hlýt að hafa syndgað
mikið í guðs augliti. Þér þekkið
mig þó. Hvaða álit hafið þér á
mér?”
“Ágætt álit, ekkert annað. Eg
hefi ætíð gefið þér þann vitnis-
bur. að þú værir gæfusamur
faðir, ráðvandur og ríkur gest-
gjafi og dugandi maður.”
“Og þetta hefi eg verið, en í
fyrramálið er eg betlari, flakk-
ari og á þá ekkert, utan skugga-
mynd liðinnar tíðar, og munu
þær minningar gjöra eymd mína
óbærilegri.” \
“Ertu genginn frá vitinu
Jakob Aschenas?”
Presturinn benti fjölskyldu
sinni að ganga út og þeir voru
tveir einir, mælti presturinn.
“Segðu mér nú sögu þína.”
“Æ, hún dóttir mín!” byrjaði
Jakob kjökrandi, “vesalings
dóttir mín! Þó eg ætti fáein ár
eftir í mótlæti og fátækt áður
en eg leggst í gröfina, þá er
það ekkert, en Baschinka! Hugs-
ið yður hana, flakkandi og beið-
ast ölmusu.”
“Hvernig? Þetta er briálsemi,”
tók presturinn fram í, með vax-
andi áhyggju.
“Lifandi guð veri mér vitni
að því að þetta er sannleikur.
Dóttir mín þóknast herramannin
um.”
Presturinn horfði blíðlega til
Jakobs og mælti:
“Hún þóknast öllum.”
“Æ, þér skiljið ekki. Þér er-
uð heilagur maður og gamall
að auki. Herramaðurinn er að-
eins 40 ára og trúlaus. Skiljið
þér það ekki enn. Baschinka er
svo ógæfusöm að vera fögur.
Húsið og allt sem því heyrir til
á að vera verð svívirðingarinn-
ar. Guð munn, skiljið þér nú,”
sagði Jakob, og fól andlitið í
höndum sér.
“Allt of vel og hvað segir
hún?”
“Dóttir mín? Getið þér
spurt um það?”
“Neitar auðvitað, hvað sem í
boði er.”
“Hafið þér getað efast um
það?” \
“Nei, en eg gleðst af að finna
enn þá réttlátt fólk,” svo þagn-
aði presturinn um stund og var
hugsi.
“Um hvað hugsið þér?” spurði
Jakob, þegar hann hafði gætt að
lotningarverða svip prestsins.
“Eg er að hugsa um Baschinku
og Jósef.”
“Og það einmitt á þessari
stund.”
“Eg var að segja við sjálfan
mig, að ef þú ekki hefðir verið
eins stífur, og þú varst, þá væru
þau nú orðin hjón.”
“Það hefir ekki verið guðs
vilji,” andvarpaði Jakob.
“Kendu guði eigi um það, þú
varst hrokafullur. Hvers vegna
neitaðirðu Jósef?”
“Af því hann var hermaður
og ekki nægilega efnaður. Hann
var þó röskur maður, greindur
og lífsreyndur.”
“Þér segið satt, eigur mínar
viltu mér sýn. Eg gleymdi hver
eg var áður og hvað eg gæti
orðið, en þetta er allt liðið
og til hvers er að rifja upp
gleymda atburði.”
“En Baschinka, hefir hún
gleymt honum?”
“Það veit eg ekki. Hún er
góð stúlka og fer að vilia föður
síns. Þegar eg neitaði Jósef
möglaði hún ekki, en eg forð-
aðist að grenslast eftir hvað
byggi í hugskoti hennar.”
“Ágætt, hér getur þú séð guðs
fingraför. Strax og þessi maður
fékk lausn, hraðaði hann sér til
frænda síns, sem varst þú, og
þessum manni synjaðir þú ráða-
hagsins, þótt hann væri bróður
sonur þinn. Þú hefir vanrækt
að útvega dóttur þinni vernd
en þér stoð í ellinni. Eg man
vel þegar Josef sneri aftur til
Moskva með hrygð í hjarta.
Þangað fór hann til að glevma
hörmum sínum. Það er hann
sem þú átt að fá til aðstoðar.
Hann er enn vandaður maður,
hygginn og þrekmikill, hann
mun bjarga þér úr þessum nauð-
um.”
“Josef kemur aldrei aftur.”
“Þú þekkir lítið til ástarinnar
Jakob Aschkena. Taktu eftir
því sem eg — gamli prestur-
inn — segi. Því meira sem
stúlka sú er maður elskar, er
auðmýkri og ógæfusamari, því
meiri ánægja er að hjálpa henni.
Astin er göfuglynd. Hún segrar
alt. Jósef mun bregða við og
fara svo hart sem hesturinn fær
borið hann, til þess hann finni
ykkur.”
“Guð gefi að þetta rætist. Eg
legg trúnað á orð yðar. Þegar
hótanir herramartnsins, riðu að
mér eins og reiðarslag, komuð
þér í hug minn, þér sem eruð
faðir allra þorpsbúa, og réttið
öllum hjálparhönd, sem bágt
eiga, hvort hann er kristinn
eða Gyðingur, ríkur eða fátæk-
ur. Guð varðveiti og huggi yð-
ur, svo sem þér hafið huggað
mig.”
Jakob var léttur í spori heim
til sín. Svo var þá framorðið að
búið var að slökkva ljósin í
þorpinu, að því undanskildu er
stóð við rúm það er Baschinka
var í og bylti séc á báðar hliðar
í brennandi sóttarflogum. Á
borðinu var miðdegisverðurmn
ósnertur og í eldhúsinu, sem
litlu áður kvað við af samtaii
vinnufólksins, var steinhljóð.
Allir fundu á sér að ógæfan
hvíldi yfir húsinu, þó enginn
hefði sagt frá því.
. “Barnið mitt!” sagði Jakob
þegar hann gekk að rúmi dóttur
sinnar — “eg kem með von sem
presturinn sendir. Áður en vikan
er liðin, lofar hann að hjálpa
þér.”
“Hvers konar hjálp, faðir?”
“Lofaðu mér því fyrst, barnið
mitt, að hversu lengi sem
reynzlan og ofsóknin stendur
yfir, og þó svo fari að við verð-
um,” og svo þrýsti öldungurinn
dóttir sinni að brjósti sér og
vætti hár hennar með tárum
sínum, “að við verðum að skilja
Guð einn veit hvað báðum okk-
ur -lofaðu mér að brynja þig
gegn snörum harðstjórans og
ofsækjanda ...”
“Til dauðans,” svaraði stúlkan
og rétti upp hægri hendina.
“Og hvað sem kemur fvrir,
viltu þá berjast gegn öllum
freistingum?”
“Það freistar mín ekkert,
faðir.minn. Eg freistast ekki af
ást til nokkurs manns.”
“Eg hélt þó að þú elskaðir
Josef.*’
Stúlkan roðnaði og svaraði.
“Já, faðir minn. Eg elska hann
jafn innilega, sem eg hata að-
aláníanninn, en þú minntist á
von.”
“Von okkar byggist á Josef.”
“Ó, guð minn.”
“Þú segist hafa elskað hann,
en er hann átti tal við okkur
bæði, þá sagðirðu ekkert hlý-
legt orð til hans, og vékst hjá
öllum spurningum mínum.”
“Átti eg að auka þér harm í
elli þinni, og eg fór nærri um
að þér geðjaðist ekki að fátæk-
um tengdasyni eg gat þó ekki
slitið Jósef úr huganum þó
hlýðnisskyldan við þig bældi
niður tilfinningar mínar ... ”
Jakob lét höfuðið hníga ofan
á bringuna og sagði.
“Sannarlega er þetta refsing
frá guði. Þegar þið Josef voruð
börn og lékuð ykkur saman úti
fyrir.húsdyrunum svo sem tveir
dúfu ungar, sagði móðir þín
sáluga oft við mig: “Það er
eins og þau séu sköpuð hvert
fyrir annað, við skulum láta
þau giftast í framtíðinni.” Við
rötuðum í miklar raunir og
urðum fátæk, og svo fór eins
fyrir foreldrum Jósefs, og dreng
urinn var látinn ganga í her-
þjónustu. Eg flýði undan logn-
um skuldakröfum, og hélt norð-
ur í land. Á því ferðalagi bar
mig hingað þá var hér enginn
Gyðingur. Mér var sama hvar
eg var, vissi að guð var alls-
staðar og allstaðar var hægt að
tilbiðja hann. Móðir þín hafði
fylgt mér þó hún væri mjög
heilsulítil, þá varst þú 8 ára.
Við dróum okkur til hallarinn-
ar og vorum þá nær dauða en
lífi af hungri og vesöld. Höllin
er nú rándýrshellir, en þá réði
fyrir henni heiðarlegur maður.
Eg hafði naumast sagt honum
raunasögu míná, er hann bauð
mér veitingahús þetta, sem þá
var lélegur kofi með dálitlum
garði og landspildu, fyrir litla
leigu. Vesalings konan mín leit
aldrei nýja húsið er eg lét
byggja þar sem gamli kofinn
hafði staðið. Hún sá ekki hlöð-
ur okkar fyllast. Hún dó og
skildi okkur eftir blessun sína,
sem guð heyrði, því eigur okk-
ar uxu skjótt. Okkur til mikils
óláns urðu eigandaskifti, því
húsbóndinn sá nýi erfði ekki
góðvilja þess fyrra eiganda til
bændanna. Við þurftum þó ekki
að kvarta, því hann — gagn-
stætt venju sinni — sýndi okk-
ur sérstaka mildi. Mér kom ei
til hugar að dóttir mín væri
ástæðan fyrir slíkri náð, skyldi
ekki að úlfurinn dildist undir
sauðargærunni. Um það leyti
kom Josef, var hann orðinn svo
torkennilegur að enginn þekti
hann. í stað Gyðingadrengsins
litla með rjóðu kinnarnar og
blíðlegu augun klæddur í síðan
slopp, var nú kominn sólbrend-
ur hermannlegur maður þakinn
örum og heiðursmerkjum á
brjóstinu, málrómur og umtals-
efni, alt var gagnóh'kt. í stuttu
máli hann hafði tapað öllum
Gyðingaeinkennum. Eftir 15 ára
fjarveru kom hann til okkar
jafn kunnuglega eins og hann
ætti heima hjá okkur og rifj-
aði upp loforð sem tíminn og
kringumstæður höfðu rýmt úr
huga mínum. Gat eg gefið þig
manni þessum, sem — Guð fyrir
gefi mér — hvorki var laglegur
né ríkur, án þess að vita vilja
þinn? Eg hafði aðrar ætlanir
og hélt eg gæti valið en
guð hefir eigi viljað að svo
yrði. Það sé eg fyrst núna og
eg beygi mig undir vilja hans.
Jósef getur ekki gefið okkur
velmegun sem hann hefir aldrei
átt, en hann getur létt á mér
ellibyrgðum, hann getur einnig
verndað þig frá hættum, og
báðum okkur frá bágindum
hann getur ef hann vill.”
(Framhald)
Business and Professional Cards
Drummondvilie CottonCo.
LTD.
55 Arthur St., Winnipeg
Phone 21020
Manufacturers of
BLUENOSE Fish Nets
and Sein Twines
H. L. HANNESSON,
Branch Mgr.
Blóm stundvíslega aígreidd
THE R0SERY ltd.
Stofnað 1905"
427 Portage Ave.
Winnipeg.
StlMXÍÍOS /^td,
/argcst PturtagawhicOiganijatwnui Cwiada
#>HONE
96 647
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. II. Par/e, Managing Director
Wholesale Distributors of
Fresh and Frozen Fish.
311 Chambers St.
Office Phone 86 651.
Res Phone 73 917.
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
S. M. Backman, Sec. Treas.
Keystone Fisherres
Limited
325 Main St.
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur lögfræSingur
•
Skrifstofa: Room 811 McA rthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 165*
Phones 95 052 og 39 043
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, p.
fslenzkur lyfsali
Fólk getur pantað rneðul og
annað með pósti.
Fljót afgreiðsla.
Office Phone Res. Phone
87 293 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: • 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
Thorvaldson &
Eggertson
LögfræOingar
300 NANTON BLDG.
Talsíml 97 024
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
•
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 202 398
WINNIPEG CLINIC ST. REGIS HOTEL
Vaughan & St. Mary’s 2 85 SMJTH ST.t WINNIPEG
Dr. P. H. T. Thorlakson pœgilegur og rólegur bústaður i miðbiki borgarinnar
Phone 22 866 Herbergi $2.00 og þar yfir; með
c baðklefa $3.00 og þar yfir
Res. 114 GRENFELL BLVD. Ágætar máltíðir 40c—60c
^ Phone 62 2j)0 Free Parking for Ouests
J. J. SWANSON &. CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
•
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot.
vega peningalán og eldsábyrgð.
bifreiðaábyrgð, o. s. frv.
Phone 2 6 821
Peningar til útláns
Sölusamningar keyptir.
Bújarðir til sölu.
INTERNATIONAL LOAN
COMPANY
304 TRUST & LOAN BLDG.
Winnipeg
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Offíce tfmar 3-4.30
•
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 40 3 288
Winnipeg, Manitoba
Legsleinar
sem skara framúr
Örvals blágrýti
og Manitoba marmari
SkrifiO eftir verSskrá
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Stmi 22 296
Heimili: 108 Chataway
Sími 61 023
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœkhar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEO
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsimi 86 607
Heimilis talsími 501 562
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur f eyrna, augna, nef
og h&lssjúkdómum
« 416 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofusfmi 22 2 51
Heimilisslmi 401 991
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suður af Banning)
Taisfmi 30 877
•
Viðtalstfmi 3—5 e. h.