Lögberg - 20.05.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.05.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGbERG. FIMTUDAGINN 20. MAÍ 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eflir Edgar Wallace. Henni datt fyrst í hug að snúa við og fara út úr herberginu. Gæslukonan stóð fyrir hurð- inni svo það áform var ógjörningur. Hann leit út, sem þreyttur og svefnþurfi, og eitthvað órólegur, að hún hélt. Hinn fríði og aðlaðandi andlitssvipur hans, virtist nærri því hafa gjör- breytzt. “Góðan daginn,” sagði hann stutt. Málróm- urinn var líkari lögreglumanns, en vinar. Hún tók ekki undir, en stóð teinrétt fyrir framan hann, með hendur fyrir aftan bakið. Hann leit til konunnar við dyrnar og sagði: “Þér getið farið, en biðið fyrir uta/i dyrnar; eg hef nokkuð sem eg þarf að segja þessari stúlku.” Gæslukonan hvarf það bráðasta út úr dyr- unum. “Nú, unga vinstúlka mín, þér eruð í mjög alvarlegum kringumstæðum. Eg er að reyna að ímynda mér, að þér hafið ekki gert yður grein fyrir hvað.þér hafið verið að aðhafast.” Hinn fagri hreimur í málróm hans var horf- inn. Hann talaði í djúpum alvarlegum róm, þó ekki óvingjarnlegum. Hún veitti því eftir- tekt, þrátt fyrir æsinguna sem fór sívaxandi í huga hennar, eða hversvegna að hún skyldi æsast svo mjög við að verða vör hans auð- sjáanlega góða vilja til að hjálpa henni, hún gat ekki gert sér grein fyrir því. Það eina sem hún vissi þá stundina, var að hún hefði viljað drepa hann. “Eg veit hvað eg hefi verið að gera,” sagði hún og var að dylja óstyrkleikann í rómnum. “Eg var að keyra bíl að næturlagi, og hef ejnhvernveginn óafvitandi komið yður til að hata mig. Yður sjálfsagt langar að gera fyrir mig, það sama og þér gerðuð fyrir Ronnie.” “Þér ætlið þó ekki að segja að þér séuð sak- lausar?” spurði hann blátt áfram. “Eða að þér séuð fórnardýr lögreglunnar? Viljið þér segja að þér hafið ekki brotið lögin?” Hann beið með öndina í hálsinum eftir því að hún neitaði því, en hún svaraði engu. “Eruð þér þess meðvitandi að þér hafið framið lagabrot?” endurtók hann. “Eg svara því þegar dómarinn spyr mig um það,” svaraði hún hryssingslega. “Er yður ljóst að þér>hafið verið að flytja til ýmissa staða, eiturmeðul?” Varir hennar skulfu dálítið, en hún áttaði sig brátt. “í sannleika sagt, eruð þér ekki frumlegur, Mr. Bradley! Það er það sem þér sögðuð mér fyrir ári síðan, eftir að Ronnie var myrtur — að hann hefði verzlað með eiturlyf, eruð þér að láta í ljósi að eg sé að gera það'sama?” Hann leit ögrandi á hana. “Eruð þér?” Hún hvítnaði upp af reiði, gekk að dyrunum, opnaði hurðina í krampakendu fáti. Gæslukonan stóð við dyrnar, og hafði höfuðið fast við dyrnar, eins og hana hefði langað til að heyra hvað þau töluðu saman. “Fylgið mér til klefans.” slypaði Anna næst- i'm í bjóðandi róm. “Hefir Mr. Bradley lokið samtahnu við vður?” spurði gæslukonan. “Eg hef lokið samtali við hann,” svaraði Anna. Hún varð næstum fegin að komast í einyeruna í fangaklefanum. Hún skalh af reiði, og hefði þar verið nokkur tíl að svala reiði sinni á, hefði hún gert það. Hvernig dirf- ist hann að endurtaka gamla lýgi^ og svívirða hana á sama hátt og hann hafði gert Ronnie! Hvað svo sem skeður, og hvað sem kemur, sekt eða fangelsi, þá jafnast það ekki við þá niðurlægingu, sem þessi maður hafði steypt henni í. XII. kafli. Bradley hafði fylgt henni út í biðsalinn, hann yar hinn rólegasti, og enginn gat séð á andliti hans merki þeirrar skelfingar sem hann þarð- ist við í hjarta sínu. Þegar hann gekk inn í réttarsalinn tók Simfnonds hendinni um hand- legg hans. “Læknirinn segir að Smith þurfi að fá ein- hver sefandi meðul áður en hann kemur fyrir réttinn.” ^Smith?” Brodley brá illa við, þegar hann mundi-egtir því að hann hafði annað mál á höndum sér, miklu hættulegra mál, en önnu Perrymans. Það hafði verið framið morð í síðastliðinni viku; búðarmaður hafði verið drepinn, í der mantabúð sem var rænd, morðinginn hafði sloppið, en náðst síðar, og var settur í fang- elsi. Bradley þekti hann sem eiturlyfja ’neyt- anda, taugaveiklaðan vesaling, sem ef til vill gæti rakið eyðileggingu sína til cocaine sölu Mark Mc Gills. “Þér höfðuð gleymt Smith, herra”. Simmonds brosti að því hvað spurning sín var mikil fjafstæða. “Nei, eg hafði ekki gleymt honum.” sagði Bradley ergilega. “Hann þarf hjartastyrkjandi, hvað lengi getum við haldið honum uppi án þess?” “Hann er góður fyrir einn klukkutíma enn- þá,” svaraði Simmonds. Bradley kinkaði kolli. “Eg skal komá því til leiðar, að hans mál verði tekið fyrir næst,” hann var að fara þegar Simmonds stöðvaði hann. “Steen þarf að tala við yður, hann var send- ur frá stöðinni hingað.” Bradley starði á þennan undirmann sinn. “Steen-?” sagði hann tortryggnislega. “Hvað er að?” Simmonds hristi höfuðið. “Eg held að það sé betra að þér sjáið hann. Hann hefir bréf frá aðalskrifstofunni.” Bradley hraðaði sér þangað sem maðurinn beið hans, í sömu litlu stofunni, þar sem hann hafði átt samtal við Önnu. Bradley fann þar manninn sem beið eftir honum; hann sat á stól, með báðar hendur á hnjám sér. Hann var hár vexti og klunnalegur útlits, og yfir- leitt ógeðslegur. Hann var í svörtum fötum, sem voru of stór fyrir hann, um hálsinn hafði hann hnýtt vasaklút. Hann stóð á fætur og brá hendinni upp að enni sér. >*Góðan daginn, Mr. Bradley. Þeir sögðu mér að eg gæti fundið yður hér.” Hann tal- aði með norður enskum hreim. “Hvað gengur að Steen?” spurði Bradley. Maðurinn reygði höfuðið aftur á bak. “Eg þarf lögregluúernd, þér þekkið þá á aðalstöðinni. Það er vegna þessa manns Libbitt, þeir segja að vinir hans ætli að ná mér. Eg skal ná þeim fyrst, hugsa eg.” Hann stamaði þetta undarlega gaman út úr sér. “Farðu til fangavarða skrifstofunnar,” sagði Bradley. “Eg skal koma til þín þegar þessi tvö réttarhöld eru búin.” “Aðeins tvö í morgun,” sagði Steen, undr- andi. “Tvö sem nokkuð eru.” Bradley brosti með sjálfum sér að því sem hann sagði. Jafnvel Smiths málið var lítilsvirði í huga hans. Hann var í réttarsalnum, þegar komið var inn með Sedemann, hrikalegann og mikinn á að sjá. Hann heilsaði dómaranum eins og gömlum vini; viðurkenndi vissar yfirsjónir sem 'sér hafði orðið á nóttina áður. Minti lögreglu- manninn, sem bar vitni gegn honum, á hvað eftir annað, að bera ekki falskan vitnisburð, því það hefði strax vondar afleiðingar. Þrátt fvrir allar hógværar áminningar til lögreglu- mannsins, var hann samt dæmdur til þriggja vikna betrunarhúsvinnu. Hann tók dóminum með mestu undirgefni, og þakkaði dómaranum fyrir réttdæmið. Réttarskrifarinn og Mr. Durther áttu hljóð- skraf sín á milli. Bradley þekti lögmanninn, sem vin Marks, og þegar hann heyrði þá nefna Smith, fór hann að hugsa um, því Mark léti sér það mál koma við. Það var mál sem hann hélt að eins mikill maður og Mark, skifti sér ails ekkert af. En hann fékk bráðlega skýringu á þessu. Mr. Durther sneri strax að borðinu, stm hann hafði setið við, eftir að farið var burt með Sedemann. Nú var hann ekki sá hrörlegi og riðandi maður, sem Anna átti tal við. “Áður en þér, herra dómari, takið fyrir r.æsta mál,” byrjaði hann að segja í ákveðnum róm. “Vona eg að yðar heiðvirðugheit gefi mér leyfi til að leggja fram beiðni, sem hefir tals- verða þýðingu fyrir mál, sem kemur fyrir síðar. Þér minnist þess, að fyrir ári síðan, beiddi eg um að mér yrði fengin viss skjöl, sem eru eign skjólstæðings míris, Mr. Mark Mc Gill, sem voru geymd hjá Elijah Josef, sem var eiganddi að óðalinu Meyjastigar.” Hvað gat Mark verið að brugga nú? Því valdí hann einmitt þetta tækifæri til að minna á hvarf Eli? hugsaði Bradley. Dómarinn kinkaði kolli. “Eg minnist þess,” svaraði hann. “Lögreglan,” hélt Durther áfram, “tók húsið undir sína umsjá, og eg ímynda mér að óðalið verði undir þeirra umsjá, þar til hann verður dæmdur dauður, í hæstarétti. Vér lögðum fram svarin vitnisburð, manns sem heitir Sede- mann, sem af mér óskiljanlegum ástæðum mætti hér frammi fyrir yðar hágöfgi í morgun.” “Eg man eftir þeirri eiðfestu yfirlýsingu,” sagði dómarinn. “Hann sór að skjölin hefðu verið skilin eftir í ógáti í húsi Elijah Josef.” “Þau voru svo sem ekki mikils virði,” byrj- aði lögmaðurinn, en dómarinn hristi höfuðið og sagði. “Það var ekki minn skilningur. Skjölin voru legistur yfir nöfn og verustaði, efnafræðinga á meginlandi Evrópu, og þess var getið tiJ, að þessir menn hefðu byrgt Josef eða yfir- boðara hans upp með eyturlyf, eða er það ekki Mr. Bradley?” “Jú, yðar háverðugheit.” “Við getum sannað, sagði lögmaðurinn, “að þessi nafnalisti er aðeins yfir menn, sem gera heiðarleg og lögleg viðskipti.” Nú skildi Bradley, að Mark hefði komist að því, að lögreglan hefði fundið felustaðinn, og væri við því búinn, og væri nú að byrja á að verja það fyrir fram. Það var svo sem satt, að skjölin, sem hann hafði falið nóttina sem morðið var framið, voru til þess ger, að sýna að Mark ræki lögleg viðskipti með blönd- uð efni. “Þetta er algjörlega undir lögreglunni kom- ið,” sagði dómarinn. “Ef þeir álíta skjölin mikils virði geri eg ekkert frekar.” Hann leit til Bradley, sem stóð á fætur. “Við höfúm ekki ennþá getað fengið þær sannanir sem við þurfum, en eg álít^skjölin mjög þýðingar mikil, og eg verð að mótmæla beiðininni.” Dómarinn gaf merki um að hann væri því samþykkur, en Bradley sagði. “Jæja, beiðninni er þá neitað.” Mr. Durther var ekki viðbúinn því. Bradley stóð aftur á fætur. « “Eg vildi mega biðja yðar háverðugheit að taka nú strax fyrir mál Williams Gharles Smith. Eg var búin að biðja yðar háverðug- heit að taka það fyrir seinna í dag, en fyrir mjög knýjandi ástæðu verð eg að biðja um að málið sé tekið fyrir strax. Það stendur ekki yfir meir en fáeinar mínútur.” Dómarinn gaf' aðstoðarmanni sínum merki, og inn í dómsalinn kom í gegnum láar dyr frá fangaklefa, lítill maður, bleikur í andliti, og lögreglumaður við hvora hlið honum. Hend- ur hans voru festar saman með handjárnum, sem dómarinn veitti s^rax athygli. “Er það nauðsynlegt að þessi maður sé hafður í handjárnum?” spurði hann. “Já, yðar háverðugheit,” svaraði Bradley. “Hann hefir valdið okkur mikilla erviðismuna.” Maðurinn starði á hann, og brosti svo illúð- lega að skein í tennurnar. Ákæran var lesin — að hann af yfirlögðu ráði hefði myrt Harry Bendon, með því að skjóta hann með skammbyssu, nóttina þann 13. apríl, í Fellon stræti í Sankti Marteins þorpinu. “Hefir hann löglegan umboðsmann,” spurði dómarinn. Bradley bara hristi höfuðið. “Nei, ekki að þessu sinni, það sem eg fer fram á í dag er, að gefa formlega sönnun þess að hann hefir verið handsamaður, og biðja yðar háverðugheit að fresta máli hans til næsta föstudags.” “Fanginn reyndi að brjótast yfir girðinguna, sem hann var látinn standa við. “Ef eg næ nokkurntíma í þig Bradley, skal eg rífa hjartað út úr brjósti þínu,” orgaði hánn upp, fremur en hann talaði það, en hvað meira að hann sagði gat enginn greint. Vitnis- burðar lögreglunnar um handtöku þessa manns var því næst lesinn upp, og farið með fang- ann út úr dómsalnum. “Hefir fangelsislæknirinn skoðað þennan mann? Hann virðist undarlegur,” sagði dóm- annn. “Mér er sagt,” svaraði Bradley, “að hann sé undir læknis rannsókn. Hann hefir óviðráðan- lega löngun eftir cocaine, síðan hann var tek- inn fastur, það er helmingurinn af vandræðun- um, sem við eigum með hann.” Dómarinn, mjög alvarlegur á svip. “Sá fjöldi af glæpamönnum sem koma hér fyrir réttjnn, eru á einn veg eða annan, eitur- notendur. Það er í sannleika afar undarlegt. Hvar fá þeir þessi eiturlyf? Það voru vana- lega einhverjir óhamingjusamir ræflar, menn og konur, sem notuðu það. Eg hefi aldrei heyrt að menn eins og Smith hafi fallið fyrir því.” “Það er nú selt eins og hver önnur vara, um allt landið,” sagði Bradley. Durther hljóp á fætur það bráðasta. “Eg vona að þetta ljóta tilfelli sé ekki notað til að hafa áhrif á dómgreind yðar háæru- verðugheit, í öðru máli, sem nú kemur fyrir réttinn. Mál önnu Perryman —” “Mér er ekkert slíkt í huga,” næstum hreytti Bradley út úr sér, en lögmaðurinn hélt áfram. “Hin óhjákvæmilega afleiðing af því að koma með Smith fyrir réttinn, og setja hans glæp í samband við eiturlyfjanotkun, hlýtur að vekja andstyggð og illhug — eg veit ekki hvaða sakir að lögreglan hefir á móti Miss Perry- man —” Einhver kom við handlegg hans — Mark Mc Gill hafði rétt.í þessu komið inn í réttar- salinn, og settist hjá Durther. Bradley hafði séð hann útundan sér, þegar hann kom inn. “Látið það eiga sig,” sagði Mark. Réttarskrifarinn, Bradley og dómarinn höfðu stutt samtal sín á milli, 1 lágum róm. Mark sagði meir við sjálfan sig en lög- manninn. “Hvað skyldi Bradley nú gera.” , “Ef það sem þeir fundu í bílnum er cocaine, þá er hann viss með að kæra hana fyrir að hafa haft ólöglega meðferðis eiturlyf.” “En fundu þeir það?” * “Eg hefi ekki heyrt það,” sagði Durther. “Allt sem eg veit, er að Bradley leitaði og fann leynivasana.” Mark virtist verða áhyggju- fullur. “Hvaða dóm mun hún fá?” “Þrjá mánuði, ef til vill sex mánuðí. Það var auðvitað cocaine?” Mark kinkaði kolli. “Hún vissi ekki af því.” Durtheú brosti að þessari afsökun. “Nei — hún vissi ells ekki til að 'það vajri neitt falið í bílnum.” Þeir hættu samtalinu, því samtali dómarans, Bradley og réttarskrifarans var nú lokið, og aðstoðarmaðurinn kallaði “Anna Perryman!” Anna kom inn, kinkaði kolli til Marks, og gekk svo rakleitt inn í yfirheyrslustúkuna, með ofurlítið bros á vörum. Bradley hafði séð þetta bros áður á andliti bróður l\ennar, hafði séð hann ganga með sama kæruleysis svipnum inn í stúku smánarinnar. “Jæja, Mr. Bradley.” Það var Anna sem talaði. Hann gat varla trúað sínum eigin aug- um. “Þér hafið nú komið mér þangað sem yður langaði að koma mér. Þetta er víst mikill gleðidagur fyrir yður.” “Þér eigið ekki ekki að tala til neins í rétt- inum nema mín,” tók dómarinn fram í. Hún brosti napurlega. “Góðan daginn yðar háverðugheit. Eg von- ast til að mér ieyfist að segja fáein orð?” Réttarskrifarinn leit á skjal sem lá á borð- inu fyrir framan hann. “Þér eruð kærðar um að hafa ekið bíl með hraða, er öðrum stóð hætta af. Kannist þér við að hafa gert það, eða ekki?” Dómarinn tók aftur fram í. “Það var eitthvert umtal um það í morgun, að það væru fleiri kærur á móti henni. Eg sé þær ekki.” Þetta undraðist engin meir en Mark. Bradley kinkaði kolli og sagði. “Hún er ekki kærð um neitt annað, það hefir ekki fundist neitt, sem réttlætti frekari , ákæru.” Það var Anna, sem fyrst áttaði sig. “Þér eruð þó ekki að reyna að vera miskun- samur? Eg hata yðar miskunsemi,” sagði hún. Dómarinn reyndi til að stöðva mælgi hennar, en hún hélt áfram. Henni fanst hún stórlega móðguð. Bradley var að ljúga! Hann var að ljúga hennar vegna, og með lýgi sinni hafði hann þózt taka málstað hennar, hún æstist við þá hugsun. Hana langaði til að berja hann, til að kvelja hann, eins og hann hafði kvalið; eyðileggja hann, eins og hann hafði eyðilagt — drepið — Ronnie. Um stund misti hún allt vald á sér — gleymdi Mark og þeýrri hættu sem hann var í, mu^di bara óvin sinn, sem hefði komið henni þangað, sem hún nú var stödd. “Minn góði vinur, Bradley lögregluumsjónar- maður, sem er svo ákafur í að hjálpa mér! Hann er áreiðanlega að hjálpa mér inn í fangaklefann!” Durther, í ofsahræðslu, reyndi að stöðva hana. “Miss Perryman, ef til vill mundi vera best —” Hún benti honum að þegja. “Leynilögregluumsjónarmaður Bradley hefir verið mjög góður við mig!” Hún gat varla talað fyrir reiði. “Eg veit ekki hversu oft hann hef- ir reynt ao leiða mig inn á betri veg. Við höfum oft mætst, átt smá samfundi, á mat- söluhúsum, við miðdegisverð, og eg hef dansað við yður, er ekki svo? Honum geðjast að mér — hann sagðist vilja gera hvað sem væri fyrir mig.” Bradley stóð hreifingarlaus, en áhyggjufullur. “Viljið þér ekki gjöra svo vel og hætta þessu tali,” sagði dómarinn og reyndi að stöðva hana, en árangurslaust. “Eg þagna ekki,” hvæsti hún út úr sér. “Þeg- ar maður eltir mig til að fá að halda í hend- ina á mér, og hagar sér eins og ástfanginn bjáni — en samt reynir að ná mér við fyrsta tækifæri, sem honum gefst til að kasta mér inn í óhreinan fangaklefa, hef eg fullan rétt til að segja það sem mér býr í brjósti, og eg ætla að gera það. Bradley rannsakaði bílinn minn í nótt — hann segist ekki hafa fundið neitt. hann lýgur því. Hann fann fimm pakka af sacchadine!” “Stiilið þér yður,” sagði Durther, hálfhrædd- ur. “Það var saccharine — og eg var að smygla því! Hann veit að eg var að smygla því, en hann stendur hér og lýgur — vesalings bján- inn! Hann heldur að eg muni þjóta upp um hálsinn á honum, í þakklætisskyni. Eg er að segja yfirlögreglumanninum, hvaða tegund af manni hann er — leynilögreglumaður, sem eyðileggur sönnunargögn, bara af því að hann er vitlaus eftir kvennmanni.” Hún gat ekki sagt meira, hún stóð á öndinni — undrandi yfir ofsanum í sér. “Viljið þér gjera svo vel og þegja.” Dómarinn var orðinn sárreiður; hann var líka orðinn dálítið ruglaður í þessu öllu. “Eg er búin að segja alt, sem eg vil segja.” Durhter stóð á fætur og sneri sér að henni. “Hafið þér mist vitið?” spurði hanh. “Sjáið þér ekki hvað þér hafið gert?” Dómarinn tók til máls og sagði. “Eg veit ekki hvað allt þetta endaleysu bull meinar, og eg get ekki tekið það til greina. Fleiri kærur hafa ekki komið gegn yður. Meðgangið þér að hafa ekið með þeim hraða sem öðrum stóð hætta af?” (Framhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.