Lögberg - 20.05.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.05.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 20. MAÍ 1943. 7 Frá Sendiráði íslands í Washington Upplýsingastarfsemi (Framhald) F ryslihúsamálið. Atvinnumálaráðherra hefir sent út svohljóðandi tilkynn- ingu um það: “Eftir alllangar tilraunir og viðræður hefir nú heppnast að fá Breta og Bandaríkjamenn til þess að ganga inn á að hrað- frystan fisk megi búa um í pappaumbúðum í stað trékassa. Þessi breyting hefir í för með sér stóran létti fyrir þcssa at- vinnugrein. Þetta hagræði er 1 viðbót við það að áður höfðu þessar sömu þjóðir fallizt á, að hafa mætti fiskflök með þunnild um. Hvorttveggja þetta eru mikil fríðindi fyrir rekstur frystihúsanna og með þessu hafa nefndir aðilar nú gengið inn á þau meginatriði, sem farið hefir verið fram á, af íslands hálfu. íslendingar sjálfir eiga nú eftir að gera skil þeim atrið- um, sem að þeim snúa, til þess að málum þessum verði komið á réttan grundvöll. Vísitalan. Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa reiknað vísitölu janúar- mánaðar og er hún 263. Hefir vísitalan þannig lækkað um 9 stig frá því í desember. Lækkun vísitölunnar stafar aðallega frá verðlækkunum á dilkakjöti, smjöri og eggjum. sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir. Frumvarp um verðlag. í framhaldi af skipun við- skiptaráðs hefir ríkisstjórnin lagt fram nýtt frumvarp um verðlag. Fara hér á eftir þrjár fyrstu .greinar frumvarpsins, en í þeim felst aðalefni þess: 1. gr. ' Viðskiftaráð, sem skipað er samkvæmt lögum um innflutn- ing og gjaldeyrismeðferð, frá 16. jan. þ. á., skal hafa eftirlit með verðlagi og hefir það bæði af sjálfsdáðum og að fyrirlagi ráðuneytisins vald og skvldu til að ákveða hámarksverð á hvers- konar vörur og verðmæti, þar á meðal hámarksálagningu, um- boðslauna og annara þóknunar, sem máli skiptir um verðlag í iandinu. Svo getur Viðskiftaráð og úrskurðað um aðra kostnað- arliði, sem máli skipta um verð- lagningu á vörum. Þá getur og Viðskiftaráð ákveðið gjöld fyrir flutninga á landi, sjó og í lofti, þar með talin farmgjöld og af- greiðslugjöld, ennfremur greiðsl ur til verkstæða og annara verk- taka fyrir alskonar verk, svo sem pípu- og raflagningar, smíð- ar, málningu og veggfóðrun, saumaskap, prentun og því um h'kt. Þá getur Viðskiptaráð og ákveðið hámarksverð á greiða- sölu, veitinguri), fæði, snvrtingu, fatapressun og aðgöngumiðum að almennum skemtunum og öðru slíku. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til vöruteg- unda, sem verðlagðar eru sam- kvæmt sérstökum lögum, né til vöru, sem seld er úr landi, eða launa fyrir verk, sem ákveðin hafa verið með samningum stéttarfélaga. 2. gr. Ríkisstjórnin skipar verðlags- stjóra, sem gerir tillögur til Við- skiptaráðs um verðlagsákvæði og hefir á hendi framkvæmd þeirra og eftrilit með að þeim sé hlýtt. Hann skipar trúnaðar- menn um land alt til verðlags- eftirlits. Hann hefir á hendi allan daglegan rekstur í sam- bandi við verðlagseftirlitið. Eí upp rís ágreiningur um skiln- ing á verðlagsákvæðum, sker Viðskiftaráð úr. Þeir, sem með verðlagseftirlit fara samkvæmt lögum þessum, geta krafið hvern sem er allra þeirra upplýsinga, skýrslna og annara gagna, er þeir telja nauð synleg í starfi sínu. 3. gr. Þegar Viðskiftaráð fjallar um verðlagsmál, skulu tveir nefnd- armenn jafnan víkja úr ráðinu samkvæmt ákvörðun ríkisstjórn- ar í skipunarbréfum þeirra og skulu í þeirra stað koma verð- lagsstjóri og annar maður er ríkisstjórnin skipar, með at- kvæðisrétti um verðlagsákvarð- anir. í viðskiptaráði ræður afl at- kvæða og eru úrskurðir þess og ályktanir fullnaðarúrslit verð- lagsmála. Þó má taka mál til meðferðar að nýju, ef ástæður hafa breyst eða nýjar skýrslui! komið fram er máli skifta. Við- skiftaráð er ekki ályktunarfært um verðlagsmál nema það sé fullskipað. Kaupþing. Hinn 22. des. 1942 stofnaði Landsbanki íslands kaupþing í Reykjavík og fara þar fram opin ber viðskipti verðtíréfa og skráning þeirra. Tala kaupþingsfélagá er tak- mörkuð. Eru þeir 15 alls, eða 14 auk Landsbankans sjálfs. Brunabótafélag íslands, Rvík. Búnaðarbanki fslands, Rvík. Eggert Classen og Einar Ás- mundsson, hæstaréttarm.fl.m. Vonarstræti 10, Rvík. Einar B. Guðmundsson og Guðlaugur Þorláksson, málaflutningsskrif- stofa, Austurstræti 7, Rvík. Garðar Þorsteinsson, hæstarétt- armálafl.m. Vonarstræti 10, Rvík. Jón Ásbjörnsson, Svein- björn Jónsson, Gunnar Þor- steinsson, hæstaréttarmálafl.m., Thorvaldsensstræti 6, Rvík. Kauphöllin, Hafnarstræti 23, Rvík. Landsbanki fslands, Rvík. Lárus Jóhannesson, hæstaréttar- m.fl.m. Suðurgötu 4, Rvík. Málaflutningsskrifstofa Lárusar Fjeldsted og Theodórs Líndal, Hafnarstræti 19, Rvík. Samband ísl. samvinnufélaga, Rvík. Sjó- vátryggingarfélag fslands h.f. Rvík. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Rvík. Stefán Jóh. Stefánsson og Guðmundur í. Guðmundsson, hæstaréttarmála- fl.m. Austurstræti 1, Rvík. Söfn- unarsjóður íslands, Rvík. Þeir eru verðbréfamiðlarar og fá hjá viðskiptamönnum sínum V2 % í umboðslaun af vaxta- bréfum og 1% af hlutabréfum. Viðskipti á kaupþinginu fara fram þannig, að kallað er upp verðbréfið sem framboð er á og setur þá sá fyrsta (hæsta) sölu- verð bréfsins. Ef einhver vill kaupa, segir hann til um verð- ið, sem hann vill gefa fyrir bréfið. Síðan er reynt hvort sölu- og kaupverð nái saman og ef svo er, fer fram sala og kaupverðið er þá hið skráða gengi. Nái sölu- og kaupverðið ekki saman fer engin sala fram. Drukknanir árið 1942. Árið 1942 fórust 17 íslenzk skip og bátar og 62 íslendingar drukknuðu í sjó, ám og vötnum. Árið 1941 drukknuðu 147 íslend- ingar þar af 139 lögskráðir sjó- menn. Bifreiðaeinkasala. Síðastliðið haust var Bifreiða- einkasalan upphafin af fjármála- ráðherra. Þegar Alþingi kom saman í byrjun nóvember var borið fram frumvarp um endur- reisn Bifreiðaeinkasölunnar, en það frumvarp var felt á Alþingi hinn 27. janúar. Verzlunarjöfnuðurinn 1942 Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Hagstofunnar hefir heildarinn- •flutningurinn árið 1942 orðið kr. 247,7 milljónir en heildarútflutn- ingurinn kr. 200,4 milljónir. Verzlunarjöfnuðurinn hefir þvi orðið óhagstæður um 47,3 millj. króna. Til samanburðar má geta þess, að árið 1941 nam heildar- innflutningurinn 129,5 mílljón- um króna og heildarútflutning- urinn þá tæpum 60 milljónum krónum hærri en innflutningur- inn. » Desembermánuður síðastliðinn varð mjög óhagstæður, þar sem útflutningur var þá sáralítill, en innflutningurinn mjög mikill. Innflutningurinn nam í des.- mánuði kr. 35.234,520, en út- flutningurinn 6.480,280. Þenna eina mánuð varð verzlunarjöfn- uðurinn óhagstæður um 28,8 millj. kr. Orsök þessa mikla hruns í útflutningnum var sá, að ísfiskútflutningur stöðvaðist að mestu þenna mánuð, en þaðan hefir aðalútflutningsverð- mætið kómið. Aðalútflutningsvaran í des,- mánuði var: fsfiskur 1,0 millj. freðfiskur 0,4 millj., síld 1,6 millj. og lýsi 3,4 millj. kr. Búnaðarbanki fslands 1942. Samkvæmt efnahagsskýrslu Búnaðarbanka íslands, sem er nýlega komin út, nemur skuld- laus eign bankans 1. jan. kr. 10,830,485,47. Á sama tíma í fyrra námu eignir bankans kr. 9,976,270,29. Hefir eignaaukningin því numið um 850 þús. krónum á árinu. Skiptist eign þessi aðallega á milli sparisjóðsdeildar (1,5 miljv kr) ræktunarsjóðs (4,2 milj. kr.) byggingarsjóðk (2,3 milj. kr.) og viðlagasjóðs (2,6 milj. kr.) Um áramótin í fyrra átti Búnaðarbankinn 5,9 milj. kr. í bankainnstæðu og sjóði, en 1. jan. í ár, er þessi upphæð kom- in upp í kr. 12,6 milj. kr. Fyrir ári var innstæða viðskiptamanna bankans í sparisjóði og á skír- teinum 10,4 milj. kr. og inm stæða á hlaupareikningi 4,5 milj. kr. í ár nema þessar sömu ppp- hæðir kr. 14,4 milj. kr. og 6,4 millj. kr. Nýit félag "Tækni". Menn, sem stunda ýmiskonar verkfræðistörf, en eru ekki í Verkfræðingafélaginu hafa ný- lega stofnað félag, er þeir nefna “Tækni”. Markmið félagsins er einkum að vinna að auknum tæknifram- förum hér á landi. Hefir félagið ákveðið að gefa út tímarit, er á að fjalla um tæknisvísindi og verklegar fram- farir. í stjórn voru kosnir: Þórður Runólfsson, verksmiðjuskoðunar stjóri, og er hann formaður fél- agsins, og Höskuldur Baldvins- son, framkvæmdarstjóri, og Sigurður Flygering, verkfræð- ingur. Bifreiðafjöldi á tslandi í árslok 1942.1 Alls eru 3306 bifreiðar og bif- hjól til á landinu. Þar af eru 1504 fólksbifreiðir, 1694 vöru- bifreiðir og 108 bifhjól. I Reykjavík einni eru 2008 bifreiðir og bifhjól, eða nærri þriðji hluti allra bifreiða á land- inu. Af þeim bifreiðum eru 1105 fólksbifreiðir, 845 vörubifreiðir og 58 bifhjól. Til samanburðar má geta þess, að árið 1935 voru til á öllu landinu 784 fólksbifreiðir, 1037 . vörubifreiðir og 125 bif- hjól. Hefir bifreiðum fjölgað hér á landi um því sem næst helming frá því 1935, nema bif- hjólum, þeim hefir fækkað um 17. Frá því 1941 hefir bifreiðum fjölgað um 726 hér á landi eða 21,9%., Fólksbifreiðum hefir fjölgað um 193, eða 12,8% vöru- bifreiðum um 529, eða 31,2% og bifhjólum um 4 eða 3,7%. Flestar bifreiðar fyrir utan Reykjavík hafa Hafnarfjörður, Gullbringu- og Kjósarsýsla, eða 395 bifreiðir alls, Akureyri og Éyjafjarðarsýsla 272 og Árnes- sýsla 108. Allar aðrar sýslur hafa innan við hundrað bifreið- ir. Af vörubifreiðum eru alls um 50 tegundir og fólksbifreiðum 60 tegundir íil á öllu landinu. Langflestar bifreiðir eru af Ford gerðinni, eða 706 fólksbifreiðir og 352 vörubifreiðir. Næstir að tölu eru Chevrolet með 557 vörubifreiðir og 140 fólksbifreið- ir, og þriðji í röðinni er Stude- baker, vmeð 100 vörubifreiðir og 127 fólksbifreiðir. Húsmæðrakennaraskóli íslands. Húsmæðrakennaraskóli Is- lands var stofnaður samkvæmt lögum nr. 65, frá 27. júní 1941, um húsmæðraskóla í kaupstöð- um, og lögum nr. 60, frá 11, júní 1938, um húsmæðraskóla í sveit- um. Skólinn var settur 6. október 1942. Nemendur eru 11. Markmið skólans er það, að veita stúlkum nægilega kunn- áttu til þess að þær geti orðið kenslukonur við húsmæðraskóla landsins. Skólinn skiptist í tvær hlið- stæðar deildir: Skólaeldhús- kennaradeild og húsmæðrakenn- aradeild. I þeirri fyrnefndu er námstíminn 10 mánuðir, en í hinni síðarnefndu 2 ár, og skipt- ist í 3 samfeld námstímabil. Fyrsta námstímabil í hús- mæðrakennaradeild hefst 15. sept. og stendur til 14. maí Aðal- námsgreinar eru þá matartilbún- ingur, bökun og hreingerning, og reikningsfærsla hinnar dag- legu matargerðar. Kennslan í matartilbúningi hefst með sýningarkenslu, þar á eftir hinar verklegu æfin^ar. í lok þessa námstímabils er próf tekið í matartilbúningi og bökun. Bók- legar greinar á þessu námstíma- bili eru: Efnafræði, eru nem- endur þá í tímum með lækna- nemum og er kennari Trausti Ólafsson forstjóri, og í lok þessa námstímabils er próf tekið í þessari grein. Þá er kend nær- ingarefnafræði, vöruþekking og búreikningar. Kennari er dr Júlíus Sigurjónsson. Grasafræði kennir Ingólfur Davíðsson magister. Líffærafræði og heilsufræði kennir fyrst núver- andi ráðherra Jóhann Sæmunds- son, í hans stað annast kensl- una Ófeigur Ófeigsson læknir. Annað námstímabilið hefst 14. maí og er til 1. október. Skal það vera í sveit, og er fyrirhugað, að það verði að Laugarvatni. Þar er aðallega verklegt nám, fyrst og fremst garðrækt, svo húsmæðrakennar- arnir geti kent tilvonandi hús- mæðrum að rækta það grænmeti sem rækta má hér á landi með sæmilegum árangri. Einnig hirð- ing alifugla og svína, mjaltir og meðferð mjólkur, að matbúa og geyma garðávexti og ber, híbýla umgengni og þvottar, og reglur og stjórn heimavistarskóla ekki hvað síst. Þrðja námstímabilið stendur frá 1. október til 1. júní. Þá er námið bæði verklegt og bók- legt. Er þá haldið áfram við nám ið í hinum bóklegu greinum, sem ekki var tekið próf í fyrsta námstímabilið. En þar að auki er kent; uppeldisfræði, eðlis- fræði, íslenzka og reiknirigur. Þá verða og haldnir fyrirlestrar um sögu húsmæðrafræðslunnar hér á landi, ennfremur skal kend hjálp í viðlögum og með- ferð ungbarna. Þá er og mikil áherzla lögð á kensluæfingar í matartilbúningi og búsýslu. Þá tekur skólinn nemendur, sem kenslukonuefnin kenna. Að end- ingu skal svo tekið próf. í skólahússkennaradeildinni eru námsgreinar að mestu þær sömu og á fyrsta námstímabili, en þær stúlkur hafa aðeins rétt til að kenna í skólaeldhúsum barnaskólanna. Markmið skólans^er fyrst og fremst, að hver stúlka á land- inu læri matreiðslu, svo að eng- in stúlka gangi kunnáttuíaus inn í stöðu sína sem húsmóðir. Til þess að gera það kleift, þá kappkostar skólinn að út- skrifa stúlkurnar færar um að takast á hendur matreiðslu- kenslu í húsmæðraskólum lands ins. Og í öðru lagi er mikil áherzla lögð á að kenna þeim hagnýting íslenzkra fæðuteg- unda og matvæla, og munu þær síðan útbreiða þjóðlega rétti. og hagnýting íslenzkra afurða, sem lítið hafa verið notaðar, um land alt, svo að íslenzka þjóðin þurfi sem minnst að fá af erlendum efnum til matreiðslu sinnar. Tóbakseinkasala ríkisins. Tóbakseinkasala ríkisins var sett á stofn með 1. nr. 58, 8. sept. 1931 og tók til starfa sam- kvæmt þeim hinn 1. jan. 1932. Samkvæmt þessum lögum setti svo fjármálaráðuneytið reglu- gerð um einkasölu á tóbaki, sem er dags. 29. des. 1931. Með 1. nr. 75, 23. júní 1932, er svo leiðréttur smágalli í lögunum frá 1931 og breytt ákvæðmu um álagningu einkasölunnar. Með 1. nr. 65, 10. des. 1934 tók svo ríkisstjórnin í sínar hendur all- an innflutning á eldspýtum og vindlingapappír frá 1. jan. 1935 að telja og skyldi, samkvæmt 2. gr. þeirra laga, Tóbakseinka- salan annast innflutning og heildsölu á þessum vörum. Sam- kvæmt þessum lögum setti svo fjármálaráðuneytið reglugerð um einkasölu á eldspýtum og vindlingapappír, sem er dags. 31. des. 1934. Með reglugerð fjár- málaráðuneytisins, dags. 31. des. 1935 er svo breytt ákvæði 6. gr. reglugerðar nr. 22, 29. des. 1931 um einkasölu á tóbaki I þannig, að tillag til varasjóðs einkasölunnar er lækkað úr 15—20% niður í 5—10%. Með bráðabirgðalögum nr. 125, dags. 22. ágúst 1940, sem eru .svo stað- fest með samhljóða lögunf nr. 14, 5. maí 1941, er ríkisstjórninni heimilað að starfrækja tóbaks- gero eða fela einkasölunni þá starfrækslu. Þá voru jafnframt sett ákvæði um það, að heild- söluálagning á þær vörur, sem sú tóbaksgerð, framleiðir, skuli vera óbundin. Tóbakseinkasala ríkisins hefir starfrækt tóbaks- gerð síðan samkvæmt þessum lögum. Þá setti fjármálaráðu- neytið 6. ágúst 1940 reglugerð, sem ákveður, að hámarksálagn- ing á allar tóbaksvörur í smá- sölu megi eigi vera hærri en 20%. Þá er að lokum að geta reglugerðar, er fjármálaráðu- neytið setti og er dags. 10. sept'. 1942, þar sem breytt er álagn- ingu á tóbak í smásölu þannig að hámarksálagning í smásölu er 20%. á skorið og óskorið nef- tóbak, en 26% á aðrar tóbaks- vörur. Hafa þá verið upptalin öll lög og reglugerðir, er settar hafa verið um stofnun og starf- semi tóbakseinkasölunnar. Sala Tóbakseinkasölunnar hef- ir stöðugt farið vaxandi þannig að árið 1941 er hún rúmlega þrisvar sinnum hærri að krónu- tölu en árið 1932, fyrsta starfs- ár tóbakseinkasölunnar, og telja má víst að sala á árinu 1942 verði meira en fjórum sinnum hærri en á fyrsta starfsárinu. Þá hefir reksturshagnaður tóbakseinkasölunnar einnig auk- ist stórkostlega, þar sem hreinn hagnaður var kr. 371.617.64 á árinu 1932, en kr. 2.353.978.90 á árinu 1941. Tollur í ríkissjóð hefir stöð- ugt farið vaxandi eða úr kr. 1.420.060.45 á árinu 1932 upp í kr. 2.911.568.96 árið 1941. Varasjóður tóbakseinkasölunn ar er nú kr. 1.000.000. Árið 1940, er flutningur á nef- tóbaki frá Danmörku hingað til landsins stöðvaðist af völdum styrjaldarinnar, hóf tóbakseinka salan rekstur neftóbaksgerðar. Framleiddi hún á árínu 1940 um 6.863 kg af skornu neftóbaki og 4.885 af óskornu neftóbaki eða samtals 11.747 kg af neftóbaki á árinu 1940, en á árinu 1941 framleiddi tóbaksgerðin 25.466 af skornu neftóbaki, en 4940 kg af óskornu neftóbaki eða sam- tals 30.406 kg af neftóbaki á árinu 1941. Það er útlit fyrir að framleiðslá ársins 1942 af nef- tóbaki verði hærri en árið 1941. Má gera ráð fyrir að þessi starf- semi haldi áfram, einnig eftir að styrjöldinni lýkur. Tóbakseinkasalan hefir jafn- an starfað í leiguhúsnæði og hefir síðustu árin verið riokkuð þröngt um hana, einkum hvað vörugeymslu snertir. Hafa því í samráði við fjármálaráðuneytið verið gerðir frumdrættir að stór- hýsi við Lindargötu í áframhaldi af skrifstofubyggingu ríkissjóðs þar, sem nægja mundi fyllilega undir allan rekstur tóbakseinka sölunnar, bæði verzlunarrekstur, birgðageymslu og tóbaksgerð og auk þess verða allmikið annað skrifstofurúm til ráðstöfunar á efri hæðum hússins. Verður þessi bygging væritanlega reist strax og tök verða á, vegna styrjaldarástandsins. Hjá tóbakseinkasölunni starfa nú að jafnaði um 40 manns, þar af hjá tóbaksgerðinni 6 karlmenn og 12 konur. Á nýársdag hvarf sóknarprest urinn að Söndum í Dýrafirði séra Sigurður Z. Gíslason á leið frá Sveinseyri að Keldudal. Þyk ir líklegt að hann muni hafa dottið á svellbungum, fallið í fjöruna og skolað síðan út með flóði. Séra Sigurður var fæddur árið 1900, tók stúdentspróf 1923 og guðfræðipróf 1927. Frá 1929 hefir hann þjónað Söndum í Dýrafirði. 7. janúar andaðist að heimili sínu Ytra-Fjalli í Aðaldal Indr- iði skáld Þorkellsson. Hann var fæddur að Sýrnesi í Aðaldal 20. nóv. 1869. Indriði var þjóð- kunnur maður fyrir skáldskap sinn. Auk kvæða sinna “Bauga- brot”, sem út komu er Indriði varð sjötugur liggur eftir hann óprentað handrit um þingeyskar ættir. 10. janúar andaðist í Reykja- vík frú Guðrún J. Briem ekkja Eggerts Briem hæstaréttardóm- ara. Hún var fædd á Auðkúlu hinn 11. maí 1869. Frú Guðrún var um tíma forstöðukona kvennaskólans á Ytri-Ey og beitti sér alla æfi mjög fyrir hagsmunamálum kvenþjóðar- innar. 4. janúar andaðist í Reykjavík Jón Halldórsson trésmíðameist- ari 71 árs að aldri. Hann var með fyrstu lærðu húsgagnasmið um á íslandi og rak um margra ára skeið vinnustofu í Reykja- vík (Jón Halldórsson og Co.).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.