Lögberg - 20.05.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.05.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGJNN 20. MAÍ 1943. 5 síðar tvær hinna snjöllustu skáld sagna, sem heimsbókmenntirnar hafa að bjóða, skáldsögur, sem aldrei munu fyrnast — Stríð og friður og Önnu Karenínu. Tolstoy er nú mun frægari utan Rússaveldis en nokkur keisara þeirra, sem ráðið hafa yfir þessu myrka og blóði storkna stórveldi. En varð hann hamingjusamur af því að rita þessar frægu skáldsögur sínar? Já, um nokkurt skeið að minsta kosti. Síðar fannst honum lítið til þess koma að hafa fært þær í letur og ákvað að helga sig því, það sem eftir væri ævinn- ar, að rita bæklinga, boða frið og kærleik og afnám skortsins. Bæklingar þessir voru prentað- ir í ódýrum útgáfum og seldir við lágu verði. Á fjórum árum seldust tólf miljónir eintaka af bæklingum þessum. Eg kynntist yngstu dóttur Tolstoys í París. Hún var einka- ritari hans síðustu ár ævi hans, og hún var hjá honum, er hann dó. Hún býr nú á bóndabýli skammt frá Newton Square í Pennsylvaníu. Af henni frædd- ist eg mjög um Tolstoy. Síðar hefir hún ritað bók um föður sinn, Harmsögu Tolsíoys. Sannlega var ævisaga Tolstoys harmsaga. Því olli hjónaband hans fyrst og fremst. Kona hans unni munaði og viðhöfn, en hann fyrirleit slíkt. Hún hafði velþóknun á frægð og hylli, en slíkt taldi hann sér einskis virði. Hún þráði auðæfi, en hann að- hylltist þá skoðun, að auðsöfn- un væri synd. Hún trúði því, að bezt færi á því að stjórnað væri með valdi, en hann vildi láta stjórna með kærleik. Auk alls þessa var hún af- brýðisöm, svo að nálgaðist brjál semi, og vanstillt á skapsmun- um úr. hófi fram. Hún hafði við- bjóð á vinum hans. Hún rak meira að segja dóttur sína á dyr, ruddist því næst inn í her- bergi Tolstoys, þreif byssu og skaut á mynd af stúlkunni, sem hékk þar á veggnum. Með athæfi sínu gerði hún heimili hans að kvalastað, eins og hann komst sjálfur að orði, og olli því, að honum varð lífið óbærilegt. Þegar hann andmælti henni ætlaði hún að trýllast, kastaði sér á gólfið, bar flösku með ópíum að vörum sér og kvaðst mundi fremja sjálfsmorð. Þau lifðu saman í hjónabandi í nær hálfa öld. Stundum kraup , S/ar/ yourPOSFHAS'PÍAATStnowwiih THE COCKSHUTT WAR SAVIIMGS PLAN • Býli þitt ... framtíð þín ... er virði átaka, virði sparnað- ar. Slíkar eru ástæðurnar fyr- ir Cockshutt Stríðssparnaðar- kerfi, og Cockshutt skipulagn- ingu um verndun verkfæra. Með þessu getur þú sparað fyrir verkfæri, sem þú þarft, er stjórnarskömtun lýkur, og haldið núverandi verkfærum í lagi. v Þannig er framkvœmdin 1 pér kaupið stríðssparn- aCar skírteini hjá, næsta viðurkendum Cockshutt um boðsmanni . . . of? næst . .. 2 Gerir Þú kaupsamning við umboðsmanninn og skírteinin verða skrásett og geymd hjá Cockshutt Plow félaginu, og andvirði þeirra tekið sem afborgun af verk færum eftir stríðið, eða verkfæri nær sem er, sem talin eru óhjákvæmileg. 2 Skírteini ykkar eru inn- leysanleg með skömmum fyrirvara, ef sjúkdóm eða annan vanda ber að hönd- um. Sparnaður fyrir ný Cocks- hutt áhöld er skynsamlegur. Cockshutl Stríðssparnaðarkerf ið, gerir þetta auðvelt ... arð- vænlegt og þjóðræknislegt. Dollararnir, sem þér þannig sparið, vinna þrefalt skyldu- verk. Þeir stuðla að sigri ... þeir bera góða ávexti ... og þeir byggja upp sjóð, sem verja má að nokkru til nýrra áhaldakaupa, er stjórnarskömt un léttir af. Og ... ef þér leggið fé í þetta nýja fyrir- komulag ... og verkfærin eru smíðuð hjá Cockshutt ... njót- ið þér forgangs um afgreiðslu. Cockshutt Stríðssparnaðar skipulagningin, er ein Cocks- hutt ívilnunin enn í garð canadiskra bænda; hún er gerð að frumkvæði Cockshutt í samsíarfi við Alþjóðarfjár- hagsnefndina, ykkur til hags- muna, og til þess að stuðla að sigri. GÆTIÐ NOVERANDI VERFÆRA YÐAR Komið áhöldum yð ar í fyrsta flokks ástand nú þegar. Bæklingur um Cockshutt aðferð til verndunar verk færum, kennir yð- ur þetta. Þessi einfalda að- ferð sýnir hvernig koma megi verk færum í gott horf í frístundum, með nýjum Cockshutt pöntunum, olíu og smurningu. Fáið eintak hjá umboðs manninum. Hann er ávalt til taks viðvíkjandi pönt- un, afgreiðslu og upplýsingum. «*f COCKSHUTT PLOW COMPANY LIMITED BRANTFORD, ONTARIO SMITHS FALLS • WINNIPCG • REGINA SASKATOON • CALGARY • EDMONTON COCKSHUTT PLOW OUEBEC LIMITED. MONTREAL. OUEBEC COCKSHUTT PLOW MARITIME LIMITED. TRURO, N S 1 839 - Forusta í meir en öld - 1 943 hún við hlið hans og bað hann. að lesa sér það, sem hann hafði ritað um hana í dagbók sína fyrir fjörutíu og átta árum, þegar þau voru bæði viti sínu fjær af ást hvort til annars. Þegar hann las um þessa fögru hamingjudaga, sem nú voru horfnir að eilífu, gátu þau eigi varizt gráti. Þar kom að lokum, er hann var áttatíu og tveggja ára að aldri, að hann gat ekki um- borið óhamingju heimilislífs síns lengur. Hann flýði því frá konu sinni aðfaranótt hins 21. dags októbermánaðar árið 1910 — flýði út í myrkrið og kuldann og vissi eigi, hvert halda skyldi. Ellefu dögum síðar lézt hann úr lungnabólgu á járnbrautar- stöð: — Guð mun ráðstafa öllu vel, mælti hann. Síðustu orðin, sem hann mælti,. voru: — Að leita — ávalt að leita. Tíminn 2. marz. Lífræn eða vélræn stjórnarvöld Efiir Ernesi Nash Þýii úr Free World Jónbjörn Gíslason. Þegar stjórnarvöld flækja sig og fjötra í svo víðáttumikla og vafningasömu fyrirkomulagi að öll stafrófsröðin megnar ekki að greina og gefa rétt nöfn, öll- um viðkomandi skrifstofum og stjórnarvélasmiðjum, kemur í huga manns setning, sem ein- hver sagði endur fyrir löngu, að því umsvifaminni sem stjórn- arvöldin væru, því betri reynd- ust þau. Þessi “einhver” var kínverskui' spekingur löngu lið- inna tíma. Kína er sífelt að færast nær vestrinu. Það er því ekki ótíma- bært að vera viðbúinn mála- miðlun á mismunandi túlkun á stjórnarhugmyndum að austan og vestan. Andi hinna gömlu kínversku erfikenninga felur í sér úrlausn á mörgum ráðgát- um vestrænnar menningar og þjóðmála. Kínverjinn mundil brosa að hinni sífelt vaxandi ábyrgð á okkar hávaðasömu og hjáróma stjórnarvél, en undir engum kringumstæðum gæti honum fallið í geð hið banvæna ábyrgð- arleysi í stofnun er virðist vera fullskipuð skynberandi mönn- um, en svo sorglega sneidd öll- um virðuleika. Kínverjar meta ætíð að nokkru, niðurstöðu hvers viðfangsefnis, eftir þeirri smekk vísi er kemur fram í meðferð málanna. Gömul kínversk erfi- kenning, leggur enga áherzlu á hið ytra form og línur, heldur á hið raunverulega gildi manna og málefna. Frá þeirra sjónar- miði er ætíð til rétt úrlausn á hverju vandamáli, svo framar- lega sem forystumaðurinn sé réttilega valinn. Hæfur maður getur gjört líf- ið fagurt og göfugt, jafnvel und- ir ranglátum lagaboðum; illa valinn maður getur það ekki við bestu skilyrði laga og rétt- arfars. Slík eru kínversk fræði, sönnuð og staðfest með alda gamalli reynslu. Virðuleiki og mannkostir eru ríkjandi grund- vallarsetningar fyrir vali trún- aðarmanna þjóðarinnar. Athugið hve andrúmsloft smá- mennskunnar umlykur gestinn, hvers skykkjulaf hefir verið einkennt af móttökumanni stjórnarinnar, er veitir honum óhindrað áframhald gegnum óteljandi göng til stjórnarskrif- sto£u er inniheldur einstakling er 'virðist tilheyra umhverfinu. annaðhvort fyrir tilviljun eða slys. Hjá kínverjum er það hið ytra og innra sanna manngildi, sem veitt er athygli, mannúð og siðferði fyrst og síðast. Þeir krefjast að opinber starfsmaður ræki köllun sína sem skynsemi gædd vera, en ekki sem óper- sónulegur einstaklingur, eða sálarlaus vél. Hvorki ytri heið- ursmerki eða torskyldar hug- myndir ná hylli kínverja, ef slíkt er ekki byggt á persónu- legri, mannúðlegri og borgara- legri staðfestingu. Rannsóknir á hinni heim- spekilegu hlið kínverskra stjórn- mála, vísar óhjákvæmilega veg- inn til hins elsta pólitíska vís- indamanns kínverja — Konfú- síusar. Hans kenning var að hið persónulega manngildi yfir- skygði algjörlega athöfn ein- staklingsins og að vald áhrifa- anna væri voldugasta afl at- hafnanna. Vélin gæti aðeins túlkað en ekki skapað þau á- hrif. Konfúsíus lagði áherslu- þunga á hinn öfluga skapandi kraft, er felst í sarpstarfi, sam- fara trúnni og traustinu á mann- legt eðli og upplag. Sjálfstraust, byggt á hreinleik hins innra manns, samfara trúnni og traustinu á náung- ann, er grunnmúr heilbrigðs borgaralegs þjóðfélags, er svo myndar hina sönnu þjóðfélags undirstöðu. Hver sem óskar breyttra og betri ytri lífsskilyrða, verður að byrja á því að bæta sinn innri mann. Allar hugsanir verða fyrst og fremst að metast og skiljast af hjartanu. Mannkynið verður aðeins metið eftir ávöxt- unum af hugarfari þess. Ásig- komulag heimsins mótast eftir sálarlífi mannanna. Á þessum undirstöðukenningum hvíldi kín versk menning í samfleytt fjög- ur þúsund ár; hið besta sam- ræmda þjóðfélag sem þekkst hefir. Konfúsíus vekur athygli á, að hin sanna lýðveldishugsjón felist ekki í fast eða laust bundnu stjórnarformi, heldur í yfirlýstri viðurkenningu á trúmennsku einstaklingsins, gagnvart sjálfum sér og náung- anum. Siðfræði einstaklingsins mótar lýðveldismanninn. Ein elsta kennisetning kínverkskrar stjórnvisku er sú, að aðalrætur ríkisins liggja inn að hjarta ein- staklingsins. Meistarinn setur fram þrjár grundvallarreglur í sjö ákveðn- um boðorðum. Grundvallarregl- urnar eru þessar: 1. Sjálfsræktun í dygðugu líferni. 2. Trygging vináttu og bræðra lags við náungann. 3. Hæfni mannkynsins í heild til fullkomnunar og ágætis. Hin sjö boðorð hljóða svo: 1. Rannsókn hlutanna á rétt- an máta til aukinnar þekkingar 2. Einlægni í hugarfari. 3. Hreinar hugrenningar. 4. Ræktun líkamans. 5. Stjórn fjölskyldunnar. 6. Stjórnsemi í þjóðmálum. 7. Kyrrandi og betrandi áhrif á heiminn í heild með uppfyll- ingu fyrstu grundvallarreglu. Þessum sjö boðorðum er hægt að fullnægja, en aðeins með því að taka þau í réttri röð. Sér- staklega er lögð djúp áherzla á fjórða boðorðið um ræktun eigin persónu, þar segir svo: “Frá keisaranum niður til lítil- mótlegasta þegnsins, verður að álíta þetta boðorð upphaf alls manndóms.” Frh., Wartime Prices and Trade Board Aukaskamturinn af sykri sem fæst til niðursuðu ávaxta hefir nú verið ákveðinn, samkvæmt tilkynningu frá John C. Ross, embættismanni W. P. & T. B. Það munar kannske pundi hér og þar, en í flestum tilfellum verður skamturinn í kring um líu pund á mann. Hann sagði ennfremur, að hann vissi að mörgúm mundi þykja þetta lít- ið, en það væri með þetta eins og margt annað, fólk sem væri samvizkusamt og sanngjarnt yrði að líða fyrir þá sem væru of heimtufrekir og ósanngjarnir. í fyrrasumar hefði verið notað til niðursuðu í öllu landinu, um hundrað miljón pund af sykri. Nú hefði verið beðið um 209 miljón pund. Það væri mjög ólíklegt að alla þessa upphæð hefði átt að nota einungis til niðursuðu aldina, skömtunar- deild W. P. & T. B. hefði því ákveðið að halda sér við upp- hæðina sem notuð var í fyrra og sem var að jafnaði um tíu pund á mann. * * * Allmargir sykur umsóknar- miðar voru sendir af utanbæjar- fólki á Winnipeg skrifstofu “Local R2tion Board”. Þessir miðar hafa. allir verið endur- sendir á rétta staði, að undan- skildum þeim miðum sem ekki voru rétt fyltir út og voru sendir eigendum aftur til leið- réttingar. Spurningar og svör. Spurt. Mega verzlanir, sem nota sendisveina á reiðhjólum, senda heim pantanir sem kosta minna en einn dollar? Svar. Já. Það má senda ýmsar tegundir af mat, svo sem kjöt eða fisk (ekki í dósum samt), ávexti og garðmat, bakaravörur, mjólkurvörur, egg, svínafeiti og steikarfeiti og ýmislegt annað sem er annaðhvort of þungt eða fyrirferðarmikið til þess að bera heim, eins óg poka af kartöfl- um t. d. Spurt. Fær hver maður á heimilinu eitt pund af sykri til þess að hafa með “rhubarb”? Svar. Já. Það fæst eitt pund á mann. Það var ákveðið að leyfa fólki að nota bláa vara- seðil númer eitt úr hverri skömt unarseðlabók til þess að kaupa sykur til að hafa með “rhubarb”. Þessir seðlar falla úr gildi síð- asta maí. Ekki má nota nema einn seðil úr hverri bók. Spurt. Eg er bóndi, og þarfn- ast ýmissa smáverkfæra. Má kaupa þess ^tonar án þess að fá sérstakt leyfi? Svar. Já. Smáverkfæri fást án leyfis, en engar dælur eða dælu- vélar (pumps) af nokkurri teg- und, fást án sérstaks leyfis. Spurt. Eg ætla að gifta mig í sumar og ætla að hafa tvær brúð armeyjar. Mega þær vera í síð- um kjólum? Svar. Nei. ( Brúðurin má vera í síðum giftingarkjól ef hann er hvítur eða “cream”, en brúðar- meyjarnar verða að vera í 'stutt- um eftirmiðdagskjólum. Spurt. Hvernig fæst kjöt handa húsdýrum þegar skömt- unin gengur í gildi? Svar. Þeir sem eiga uppá- halds hunda eða ketti verða að leggja þeim til kjöt úr eigin skamti. Það eru samt til ýms- ar tegundir af tilbúnum hús- dýramat sem hægt er að kaupa í flestum verzlunum. Dýravernd unarfélagið getur gefið allar upplýsingar þessu viðvikjandi. Skrifið til S.P.C.A. (Society for Prevention of Cruelty of Ani- mals). Spurt. Við höfum nú búið þrjá mánuði í leigðri íbúð og höfum enn ekki fengið nokkuð prentað “form” frá húsráðanda þar sem leiguskilmálarnir eru teknir fram. Svar. Ef þú vilt tilkynna næstu skrifstofu W. P. & T. B. þá verður séð um að þetta verði leiðrétt sem fyrst. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. Vestur-Islendingur ílyt- ur fyrirlestra um list Vestur-íslendingurinn Hjör- varður Árnason flutti í gær- kvöldi í Háskólanum fyrsta fyr- irlestur sinn um list. Hátíðar- salurinn var troðfullur og var fyrirlestrinum prýðilega tekið. Hjörvarður flytur alls þrjá fyrirlestra við Háskólann, hinn fyrsta í gær, og var hann kall- aður: “Looking at paintings,” en hinir verða um franska málaralist og ameríska málara- list. Með fyrirlestrinum voru sýndar skiíggamy.ndir af um 30 málverkum og öðrum lista- verkum og skýrði Hjörvarður þær afar vel og fléttaði skýr- ingar inn í mál sitt. Hjörvarður Árnason er af al- íslenzku bergi brotinn, en for- eldrar hans fluttust vestur um haf ung. Hann stundaði nám sitt í Chicago og síðar við Prin- ceton háskóla. Var hann um skeið kennari í listasögu við Northwestern-háskólann. en vann síðar við frægt málverka- safn í New-York. Hjörvarður hafði mjög gott vald á verkefni sínu og er hinn mesti fengur fyrir íslenzka list- unnendur að heyra fyrirlestra lians. Alþbl. 24. marz. SPRING and SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITARY AND INDUSTRIAL OFFICES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SPRING AND SUMMER WAR EMERCÍENCY COURSES You mav study individual subjects or groups of subjects from the following; Shorthand, Typewriting, Bookkeeping,, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switchboard. IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS’I is the only air-conditioned, air- cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policv to which_ we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. S U C C E S S BUSINESS COLLEGE Portage Ave. ai Edmonion St. WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.