Lögberg - 20.05.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.05.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. MAÍ 1943. Börnin undir oki Hitlers Saga barnanna á meginlandi Evrópu um þessar mundir mun ekki hljóma vel í eyrum hinna kveifarlegu. Nýlega sagði grísk- ur liðsforingi í útvarpi: “í fyrra- vetur stóð eg á götu einni lá- lægt Omonia torgi í Aþenu að morgni dags. Eg hafði veitt athygli þýzkum brauðvagni, sem stóð við gangstéttina og var brauðið ætlað Þjóðverjúm einum. Þeir voru vanir að láta matvælavágna sína standa á götunum, þó að gríska þjóðin væri nærri því soltin í hel. Hinir fullorðnu gátu harkað af sér, þótt þeir sæju hina girni- legu matvælavagna, en það var hræðilegt að sjá börnin mæna á matarbirgðirnar, sem þau máttu ekki snerta á. Umræddan morgun heyrði eg skyndilega skothríð. Eg hljóp til baka, til þess að vita, hvað um væri að vera. Eg sá drengsnáða, sex eða sjö ára, liggja á grúfu á göt- unni. Fyrir framan hann lá brauðhleifur, sem hann hafði náð úr vagninum, þegar hann hélt, að enginn væri nálægur. Hann hafði fengið þrjár kúlur í bakið.” Við bryggjurnar í grískum hafnarborgum er krökt af börnum, sem biðja um mat. Þau eru á sveimi umhverfis mat- sölustaði og eldhús hermannar skálanna í leit að einhverju ætilegu í skólpræsum og sorp- rennum. Mörg barnanna eru svo horuð og máttvana af hungri, að þau geta aðeins dregizt á- fram „ eftir gangstéttunum og sum liggja stynjandi og vein- andi í hornum og skúmaskot- um. Stundum hætta þau að veina og liggja tímum saman þegjandi og hreyfingarlaus, eins og þau svæfu, en þegar að er gætt, eru þau dáin. Fregn frá Barnaverndarnefnd Aþenu- borgar hermir, að níu af hverj- um tíu börnum, sem fæðast þar í borg deyi áður en þau nái sex mánaða aldri vegna þess að mæðurnar 'séu svo langt leidd- ar a)f matarskorti, að engin mjólk sé í brjóstum þeirra. Ung, grísk móðir skrifar: “Barn ið mitt dó. Eg gat ekki útvegað því neitt ætilegt að borða. Hvað á eg að gefa soltnu og grindhoruðu barni — gras eða kálblöð?” Svisslendingar veita alla þá aðstoð, sem þeim er unnt að láta í té, með því að bjóða til sín börnum frá hinum ýmsu her- teknu löndum til þriggia mán- aða dvalar. 1 bréfi frá Sviss stendur: “Eg er nýkominn frá járnbrautarstöðinni, þar sem eg var að taka á- móti heilum lest- arfarmi af frönskum börnum. Þetta eru skapheitar, ungar ver- ur, en svipurinn ellilegur og hátíðlegur, andlitin föl og rún- um rist, augun þanin út og spegla hina ömurlegustu ógn og skelfingu. Fjöldamörg barnanna voru sveipuð tötrum og sum berfætt. Þau verða vandmeðfar- in fyrstu dagana. Sum þeirra geta ekki melt mjólk, nema hún sé þlönduð vatni. En eftir þrjá mánuði verða þau að fara heim til sín aftur, og mér er sagt, að foreldrar þeirra þekki þau varla, þegar þau komi.” í svissnesku dagblaði er skýrt frá litlum dreng, sem kom til Genfborgar ásamt hópi franskra barna. Hann hélt dauðahaldi í körfu, sem í var hani og tvær hænur. Þegar hann var spurður, hvernig á þessum hænum stæði, fór hann að gráta. Móðir hans var dáin, en faðir hans stríðsfangi. Þessi hænsni voru allur arfur hans, og hann bað þess með grátstafinn í kverkunum, að hann fengi að halda þeim. Mörg serbnesku barnanna deyja á leiðinni til Sviss, en þau, sem komast alla leið, eru ekkert nema skinin beinin og kaunum hlaðin. Sum þeirra eru haldin þúðsjúkdómum, sem þau höfðu fengið af grasáti. Flest þeirra voru svo vanþroska, að tíu ára tökubörn gátu gengið í fötum af sex ára svissneskum börnum, en þó voru fötin þeim of víð. Norsk kona’ ritar: “Við eig- um hvorki matvæli, eldsneyti né fatnað — og nýfæddu börn- in eru sveipuð pappír. Yfir okk- ur hefir legið svartnætis-morð- nótt, sem ekki á sinn líka í sögu miðalda. Þegar Gyðmgarnir voru hraktir burtu, urðu menn að standa með börn í fanginu klukkkutíum saman á bryggj- unum. Þriggja ára snáði ríghélt í kápu Gyðingaprests og kallaði án afláts: — Mamma, ætlarðu ekki að koma. — Jú, eg ætla að koma, sagði hún, en hún vissi, að hún mátti ekk'i fylgia barni sínu. Hún var látin fara á öðru skipi. Þeir hafa rekið litlar Gyðingatelpur af munaðarleys- ingjahælum. Þeir hafá hrakið undan sér farlama menn og fleygt á eftir þeim hækjunum.” Lítill drengur fór að gráta, og þeir börðu hann í andlitið, svo áð blæddi úr. 1 fangabúðunum í Grini í Noregi hefir verið stofnuð sérstök deild barna, sem komin eru yfir fjögurra ára aldur og eru börn foreldra, sem eru andvígir Quislingstjórninni. í Póllandi hefir ekki einungis æskulýðurinn verið sendur í ^ fangabúðir, heldur hafa og | tveggja og þriggja ára gömul, börn verið hrifin úr skauti for- | eldranna til uppeldis samkvæmt venjum nazista. Allt, sem minn- ir á uppruna þeirra og ætt er máð út, svo að þau eru glötuð foreldrunum að eilífu, þó að þau lifi af hið harðneskjulega uppeldi. Um allt meginland Evrópu LÆKKUN EKRUFJÖLDA UNDIR HVEITI Bændur í sléttufélkjunum, að þeim meðtöldum, sem eiga heima í Peace River og Creston héruðunum í British Colurfibia, sem æskja að nota hveitlönd sín til annara uppskerutegunda, eða sumaryrkju 1943, geta krafist borgunar fyrir slíka breytingu. Greiða má $2.00 fyrir hverja ekru lands, þar sem sáð er minna af hveiti 1943 en viðgekksl 1940. Ef ekkert hveiti var ræktað á býli 1940, en eitt- hvað af því 1939, þá má nota ekrufjöldann 1939 í staðinn fyrir 1940. Hvaða uppskerutegund, sem er, eða sumaryrkju, má nota í stað hveitis, en engin greiðsla af landi, sem hefir verið yfirgefið. Greiðsla á hvaða býli, sem er, skal takmörkuð við ekrufjölda, er eigi fari yfir 80 % af öllu ræktuðu landi býlisins. Til þess að tryggja sér borgun, verða bændur að senda inn eiðsvarna kröfu þegar að lokinni sán- ingu. Þessu æltu þeir að ráðstafa EKKI SÍÐAR EN 30. JÚNÍ. Sérhver bóndi, sem ekki sótti um borgun fyrir hveitiekrulækkun 1941 eða 1942, en hefir í hyggju að fá slíka greiðslu 1943, verður að tilkynna sveit- arstjórn sinni fyrir 31. maí, og gera kröfu sína þegar eftir sáningu. Eyðublöð fást á skrifstofum sveitarstjórna, eða á skrifstofum Wheat Acreage umboðsmanna í Winnipeg, Regina og Edmonton. Kröfur má senda á Sveitarstjórnarskrifstofur, eða aðrar skrifstofur, sem settar eru á fót í byggðarlögum, sem sveitarstjórnirnar hafa ekki umráð yfir. Menn ættu að forðast það, að draga kröfur sínar á langinn; þær má senda inn þegar að lokinni sáningu. Landsdrottnar mega senda inn um- sóknir sínar þegar í stað. DOMINION DEPARTMENT OF AGRICULTURE OTTAWA HONORABLE J. G. GARDINER, Minister G. S. H. BARTON, Depuíy Minister sjást þreyttar skinhoraðar mæður hökta um götur borg- anna, -brjótandi heilann um það, hvernig þær eigi að ná í matarkörfu handa soltnum börnum sínum. Sums staðar í Belgíu er morgunverður barn- anna ekki annað en “brauð”, sem búið er til úr kartöfluhýði. Fimm af hverju hundrað barna á skólaskyldualdri verða að fara í skólann án nokkurs morgun- verðar. Oft kemur það fyrir, að börn falla í öngvit í kennslu- stundunum og yngri börn eru ekki ósjaldan veik. Franskur kennari skrifar: “Börnin eru alltaf svöng. Hafi þau fengið kartöflur eða kjötbita að borða, segja þau mér frá þessu, eins og um stórtíðindi væri að ræða. Ef eg minnist á matvæli í tímunum, fará þau að gráta.” Franska blaðið L’Oeuvre skýrir frá telpum í skóla einum í Norður-Frakklandi, sem var skipað að skrifa stíl um það,| hvers þær óskuðu sér, ef ör- lagadísirnar veittu þeim upp- fyllingu • tveggja óska. Ellefu ára gömul telpa, Denise að nafni, óskaði þess, að hún þyrfti aldrei framar að vera svöng, því að: “Það er svo hræðilegt að vera svöng. Mér líður strax illa, ef eg fæ ekki nægju mína að borða, en að deyja úr sulti hlýtur að vera hræðilegt.” Franskur skóla- drengur sagði frá því í bréfi, sem ritað var fyrir rúmu ári, að hann væri orðinn mjög leiður á matarskortinum. Hann væri orðinn svo máttvana, að hann gæti ekki sint leikfimitímunum. En þó þjáðist hann ekki einungis á líkamanum. Minnið væri mjög farið að bila. Það er ekki einungis, að skorturinn dragi úr þrótti barnanna, heldur veikir hann mótstöðuafl þeirra gegn sjúk- dómum. Við rannsókn skóla- barna í Rotterdam í sumar leið kom í ljós, að aðeins þrjátíu og. sjö börn af hverju hundraði fengu nægilega fjörefnaríka fæðu til þess að viðhalda heilsu sinni og þrótti. Hvers kyns sjúk- dómar þróast með börnunum vegna næringarskorts. Tæring útbreiðast óðfluga. í borginni Sabac í Serbíu eru börn, sem hafa misst sjónina vegna skorts á vissum næringareínum. Skortur á sápu veldur húð- sjúkdómum. Læknum er bann- að að sinna börnum, sem eru undir fimm ára aldrdi. Stundum er börnum ekki hlíft við hefndarráðstöfunum nazista. í litlu borginni Kragujevac höfðu Þjóðverjar skipað svo fyr- ir, að 22. október 1941 yrðu skotnar fáeinar þúsundir gisla. Til þess að fylla töluna voru hundrað skóladrengir reknir út úr skólastofum sínum og ^kotn- ir. Drengirnir byrgðu andlit sín með skólatöskunum sínum og hrópuðu: — Skjótið þið bara, við erum ekki hræddir við dauð- ann. Við erum synir serbnesku þjóðarinnar. Þeir voru skotnir með vélbyssum. Engin hreyfing sást á götunum í Kragujevac í tvo daga, en úr hverju húsi heyrðist grátur kvenna og barna. Að lokinni þessari slátr- un fjölgaði þeim börnum, sem gengu um skógana eins og dýr merkurinnar. Og ef til vill hafa þessir hundrað skóladrengir hlotið betri örlög en börnin, serr\ eftir lifðu. Grísk kona skrifar: “Það er dapurlegt písl- arvætti að deyja smám saman, dag frá degi.” En þjóðir Evrópu hafa ekki misst vonina. “Nei, við örvænt- um ekki,” skrifaði kona ein frá Rúðuborg. Við fylgjum málstað bandamanna af lífi og sál. En komið fljótt^ og frelsið okkur. Við erum öll reiðubúin að hjálpa ykkur eftir fremsta megni. Gallinn er bara sá, að við erum svo aðfram komin af sulti og kulda, að lítið lið er í okkur.” -----------------------------------------------, Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! —------------- ' ! Verzlunarmennlun er ómissandi nú á dögum. og það fólk, sem hennar nýtur, heíir ælíð forgangs- rétl þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Það margborgar sig, að finna oss að máli, ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið til sölu við frægustu og fullkomnusiu verzlunarskóla vestan lands. The Columbia Press Limited Toronto og Sargent, Winnipeg I--------------------------------------- Bréf um byggingu gömlu kirkjunnar á Akureyri Fanst undir altarinu, þegar kirkjan var rifin. Nú í vetur var gamla kirkjan inni í Fjörunni rifin. Þegar gólf- ið undir altari hennar var tekið, kom í ljós blikkbaukur undir því, er reyndist hafa að geyma all-merkilegt bréf. Var það frá yfirsmið kirkjunnar, Jóni Chr. Stephánssyni timburmeistara, og fjallar um kirkjubygginguna. Var bréfið á þessa leið: “Árið 1862, 26 dag maímán- aðar var byrjað á að reisa kirkju í fyrsta sinn á Akuryri, og höfðu bæjarmenn lengi þráð að fá hana setta á þann stað, sem hún nú stendur á, því margt hef- ir hamlað að koma því í verk, þó að einkum megi telja efna- leysi, og hafa bæjarmenn styrkt bygginguna með góðum vilja og talsverðum gjöfum, þar Hrafna- gilskirkja og eigur hennar hrukku ekki meir en fyrir lið- legum þriðjaparti af kostnaðin- um. Mitt í ágúst s.l. ár mátti hætta við smíðið, og var þá lok- ið utanbyggingunni. Síðan var byrjað á henni aftur 25. febrúar 1863, og byrjaði eg þá á innan- smíðum, sem eiga að vera lokn- ar 6. júní 1863, því þá hefi eg lofað að hún skuli messufær. Margt er miður en eg hefði óskað við kirkjuna, því efnin hafa orðið að ráða. Eg hefi unn- ið að henni eftir kröftum, og af góðum vilja, og vona því að þessi ófullkomnu verk mín vel lukkist. Þeir sem verða til að rífa hana eða breyta og kynnu að sjá þennan miða mega ekki leggja harðan dóm á mig, þar eg hefi orðið að taka af litlum efnum. Þeir smiðir sem hafa unnið að þessi, eru þessir. Timburmeístari Jón Christinn Stephánsson sem yfirsmiður. Snikkari Guðjón Jónsson. Timburmaður Sveinbjörn Ólafs- son. Smíðalærisveinn Þorlákur Þor- láksson. Timburmaður Bjarni. Jónsson. Timburmaður Pétur Thorlacius. Timburmaður Árni Hallgríms- son. Timburmaður Björn Benjamíns- son. Timburmaður Jón Jónsson. Snikkari Sigfús Jónsson Snikkari Jón Pálmason Járnsmiður Friðrik Jafetsson. Þessir menn hafa unnið mest að smíðum kirkjunnar, þó til skiptis. Þó hafa þessir verið alla tíð: eg, sá fyrst taldi, sá þriðji og sá fjórði. Það er líklegt að bein mín liggi fyrir löngu fúin, (Guð veit hvar) þegar Akureyrarkirkja verður bygð aftur upp, en það gleður mig að vita af því að reynt muni til að gjöra hana betur úr garði en nú var hægt. Og eg vona að eg verði ekki sakfeldur fyrir min verk að henni, því fullkominn vilja hefi eg til að fá breytingu á bygg- ingarmáta hér, sem að undan- förnu hefir verið mjög einfald- ur, og ætlast eg til að kirkjan og apótekið sýni að eg hefi breytt út af gamla vananum að svo miklu sem eg heft getað. Þessar línur mínar skrifa eg mér til gamans, og vona eg að þær verði teknar eins. Og eg óska að endingu að þeir. sem að kirkju vinna á eftir mér, geti gert það sér til gagns og gleði, og þeirri nýju kirkju til góðra nota. Að endingu óska eg kirkj- unni allrar blessunar, og öllum yfir höfuð sem sjá kynnu þenn- an miða, og kveð þá sem kæra vini. Akureyri, dag 24. apríl 1863. Mbl. 23. marz. Borgið Lögberg! WOMEN-Serve with the C.W.A.C. You are wanled — Age limils 18 to 45 Full information can be obtained from vour recruiting representative Canadian Women's Army Corps Needs You Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March Get in Line —- Every Fil Man Needed Age limits 18 to 45 War Veterans up to 55 needed for VETERAN’S GUARD (Active) - Local Recruiting Representative Alþbl. 13. mars.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.