Lögberg - 20.05.1943, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 20. MAÍ 1943.
-----------Xöatoerg----------------------
Geiið út hvern timtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
b95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
L"tanáakrift ritstjórans:
EDiTOR LfiGBBRG,
69ó Sargent Ave., Winnipeg^ Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The *‘l>‘>gberg” is prjntéd and publishea by
The Columbia Press, L»imited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 32 7
Hvora leiðina kjósið þið?
Erindi fluii á skemtisamkomu Þjóðræknisdeild-
arinnar "Brúin" í Selkirk, 15. maí 1943.
Efiir Ingibjörgu Jónsson.
Eg las nýlega mjög fróðlega ritgerð þar sem
rakin er í megindráttum sagan um landnám
og hernám norrænu þjóðanna, frá fimtu-öld
íram á elleftu öld, og grein gerð fyrir því
hvaða áhrif frelsis- og lýðræðishugsjónir nor-
rænna manna höfðu á stjórnarskipulagið í
hinum ýmsu löndum, sem þeir lögðu undir sig.
Norrænu þjóðirnar sendu þúsuridir landnáms-
manna út um heim, til Bretlandseyja, Frakk-
lands. eyjarinnar Mön, Garðaríkis eða Úkran-
íu, íslands og Sikileyjar, og alstaðar þar sem
þeir tóku sér bólfestu, mörkuðu þeir djúp spor
í þróunarsögu lýðstjórnar skipulagsins.
Þessi saga um landnám norrænna manna
leiðir og annað í ljós, sem ekki lætur eins vei
í eyra, en er engu að síður eftirtektarvert. í
hvert skifti og hinir norrænu landnámsmenn
hófu sambúð við aðra þjóðflokka, leið ekki á
löngu þar til þeir höfðu týnt tungu og þjóð-
erni. Þetta einkenni, 'þetta vanmat þeirra á
sjálfum sér og sínum eigin andlegu erfðum,
fylgdi þeim eins og einhver óheillavættur. Þeir
virtu ekki sína eigin þjóðhætti og lögðu þá
niður; þeir kunnu ekki að meta sína eigin
tungu og gleymdu henni; þeir sömdu sig alveg
að þeim þjóðum, serri þeir áttu sambúð við,
en báru sjálfa sig út. Frelsisást sinni gátu þeir
ekki týnt, því hún var þeim í blóð borin; hún
var þeirra eðli, en allri þeirri norrænu menn-
ingu, sem þeim var sjálfráð — tungu og þjóð-
siðum — vörpuðu þeir fyrir borð.
Þetta rauna einkenni varð norrænum þjóð-
um afar dýrt. Það varð til þess að þær minkuðu
í stað þess að stækka við landnám sona sinna,
og í dag eru norrænu þjóðirnar taldar til smá-
þjóða.
Berum þessa sögu saman við landnámssögu
Englendinga. Þegar þeir hófu landnám út um
viða veröld, varð þjóðin voldug. Englendingár,
hvar sem þeir eru búsettir, hafa ávalt kunnað
að meta sögu sína tungu og bókmentir. og þeir
varðveita þennan andlega arf sem helgan dóm.
Þess vegna eru þeir sem einstaklingar og í
sameiningu, sterkir menn,
Þessi óheillafylgja norrænna manna — van-
roatið á sjálfum sér skaut upp höfði jafnvel
á íslandi og var orðin svo mögnuð þar, á 18.
öld að þjóðin var í háska stödd. Baráttan við
cblítt náttúrufar og margra alda kúgun danskra
verzlunar- og stjórnarvalda hafði dregið úr
kiark þjóðarinnar, og hér um bil drepið trú
hennar á sjálfri sér. Fornritin, sem fólu í sér
hina glæsilegu fortíð hennar, var búið að selja
af hendi til útlanda. Tungan var orðin stór-
spilt. Hjá mörgum var farið að brydda á lítils-
virðingu og jafnvel fyrirlitningu á íslenzkri
tungu og íslenzkum þjóðháttum. Jafnvel ment-
aðir menn létu þá skoðun í ljósi opinberlega,
að þar sem íslendingar væru danskir þegnar,
myndi farsælla fyrir þá að leggja niður íslenzk-
una og taka upp danska tungu og danska þjóð-
hætti.
Fyrstur manna, sem sá og skildi þá hættu,
sem stafaði af þessari uppgjafarstefnu var
skáldið Eggert Ólafsson. Með honum hefst
frelsis og sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar. Síðan
hófu merkið hver af öðrum, þeir Skúli fógeti,
Baldvin Einarsson, Fjölnismenn og Jón Sigurðs-
son. Þessir menn helguðu líf sitt því starfi, að
vekja þjóðina til meðvitundar um sjálfa sig
og til trúar á sjálfa sig.
Ekki ætla eg að rekja þá sögu hér, hvernig
hin íslenzka þjóð hóf sig út niðurlægingu inn
á braut sjálfstæðis, framsóknar og dáða undir
forystu þessara manna. Eg vil aðeins benda á
það, hvað mikilvægan þátt sagan og tungan
áttu í viðreisnar starfsemi þeirra. Jón Jónsson
sagnfræðingur segir um Fjölnismenn: “Þeir
sáu það og skildu, að oss Islendingum reið
lífið á að halda sem fastast við þjóðerni vort;
þar liggja rætur álls þess bezta, sem í okkur
felst”. Ennfremur: “Sagan og bókmenntirnar
eru uppsprettulind allrar sannrar þjóðrækni.
Sagan og tungan er fjöregg þjóðanna. Týnist
þau hefir þjóðin fyrirgert lífi sínu og tilveru-
rétti.”
Eg get ekki stilt mig um að koma með eina
tilvitnun enft úr ritum Fjölnismanna: “Málið
er innsigli guðs á tungu þjóðanna, og undir
þessu innsigli eru ótal leyndardómar, sem aðrir
út í frá geta ekki séð.”
Þannig vöktu þessir menn virðingu og ást
hjá þjóðinni á tungu hennar og sögu, og á
þann hátt lánaðist þeim að svifta af henni
álagaham vanmats og vantrausts á sjálfri sér.
Nú eru liðin 70 ár síðan íslendingar hófu
landmám í þessari miklu Vesturálfu. Hér, sem
annars staðar mörkuðu þeir spor í stjórnmála-
söguna. En nú er eftir að vita hvort örlaga-
r.orn norrænna landnámsmanna hefir okkur
einnig á valdi sínu — hvort við munum hverfa
sem dropi í hið vestræna þjóðarhaf, vegna þess
að við kunnum ekki að meta okkar andlega
arf og týnum honum.
Hættumerkin eru þegar komin í ljós. Hver
hefir ekki heyrt þetta tómlætis orðatiltæki í
sambandi við þjóðræknisbaráttu okkar; til
hvérs ér að vera að þessu; hvaða gagn gerir
það? Ef átt er við, með þessari spurningu, að
það sé einskisvirði að læra nokkuð nema það
sem kennir okkur að afla okkar líkamlegu
þarfa og fjármuna, þá er spurningin varla
svaraverð, því vitað er að maðurinn er að því
lt yti frábrugðinn skepnunum að hann lifir
ekki á einu saman brauði. Það mætti eins vel
spyrja: Hvaða gagn er að því að læra meiri
hluta þeirra námsgreina, sem kendar eru 'í
skólum landsins? Við verjum miklum tíma í
það að lesa sögu Breta og annara þjóða, ásamt
okkar eigin canadisku sögu. Væri það ekki
blátt áfram skylda, að menn af íslenzkum
stofni þekktu svo mikið til sögu sinna eigin
ieðra að þeir gætu, að minsta kosti, sannað
sambýlismönnum sínum að þeir væru ekki
komnir af Eskimóum? Við lesum líka ár eftir
ár bókmenntir Breta. Væri ekki ánægjulegt
fvrir afkomendur íslendinga, að vita einhver
deili á bókmentum sinnar eigin þjóðar, ekki
síst fyrir þá sök, að þar er ekki í geitarhús
að fara til að leita sér ullar. Fornsögurnar eru
taldar með hinum sígildu bókmentum heimsins,
Islendingar eiga tiltölulega fleiri ljóðskáld, en
nokkur önnur þjóð í heiminum. Það hefir og
ávalt verið talið til menta að kunna fleira
en eitt túngumál. Börnin nema latínu, frönsku
eða þýzku ár eftir ár, en þessar tungur verða
þeim sjaldnast lifandi rríál og veita þeirn því
ekki þann þroska, sem búast mætti við, því
ættu ekki afkomendur íslendinga að nema
fremur tungu feðra sinna? Það aukamál, sem
þeir lærðu í heimahúsum yrði þeim lifandi mál,
það myndi víkka sjóndeildarhring þeirra; veita
þeim innsýn inn í nýjan bókmentaheim og
verða þeim ástfólgin tunga, vegna minninganna
sem við hana eru tengdar. Vissulega er gagn
í því að leggja rækt við erfðir okkar, ef með
orðinu “gagn” er átt við andlegan þroska.
Þá er annað viðkvæði sem klingir oft í
eyrum okkar í sambandi við þessi mál: “Eg er
Canadiskur, og þessi mál koma mér því ekki
við”. Oft finnst mér að þessi setning sé notuð
til þess að reyna að velta af sér allri ábyrgð
gagnvart feðrum og niðjum, fremur en af trú
á sannleiksgildi hennar. Hvað þýðir það að
vera góður borgari? Þýðir það ekki það að
sérhvert okkar og við öll í sameiningu reynum
að ná sem hæstu andlegu og líkamlegu stigi,
svo að við verðum landi okkar til gagns og
uppbyggingar. Fæstum Englendingum, Skotum
eða Frökkum kemur í hug að afneita þjóðerni
sínu, þótt þeir gerist Canadiskir borgarar, og
því ættum við þá að gera það? Vissulega er
það eins alvarlegt og skaðlegt fyrir þjóð eða
þjóðarbrot, að tapa þjóðernisvitund sinni og
gleymí menningarerfðum sínum, eins og það
skerðir persónuleik einstaklingsins að tapa
minni og muna ekki sína fyrri æfi.
í ræðu sem Tweedsmuir lávarður hélt á
Gimli 1936 sagði hann meðal annars: “Þér
konur og menn, sem mál mitt heyrið, minnist
þess, að með því móti einu er mögulegt að
skapa sterka og mikla þjóð, að fólkið sem hana
myndar sé trútt sínu nýja landi, en muni jafn-
framt af hvaða bergi það er brotið, verndi alt
það bezta sem þaðan er erft, og leggi það
fram til sköpunar hinni nýju Canadisku þjóð.”
Þeim sem vilja verða góðir Candiskir borgarar
væri holt að íhuga orð þessa spaka manns.
Því miður hefir nú, sökum vanræktar okkar,
margt ungt fólk af íslenzkum stofni; þegar
týnt tungu feðra sinna, sér til óbætanlegs tjóns.
Sú var tíðin að íslenzkt námsfólk skaraði fram
úr í skólum landsins, en það var á þeim árum
er það almennt kunni bæði málin og var í
sterkum tengslum við fortíð sína. I heiðurs-
nafnalistum frá háskólanum, sem var birtur
þessa viku, fann eg ekki eitt einasta íslenzkt
nafn. Hefir námfýsi Islendinga hnignað, eða
hvað hefir dregið úr metnaði þeirra?
Einhverstaðar kemst Eggert Ólafsson þannig
að orði: “Sjáum vér af mörgum dæmum hve
stór umskifti tekið hafa heilir landslýðir, eftir
því sem þeir breyttu siðum og málfæri eftir
öðrum þjóðum; svo hafa þeir gjörst hverflyndir
og þróttlausir, en gjarnir á útlenda ósiðu. að
eftir einn mannsaldur þekkja þeir ekki sjálfa
sig.”
Hvort þessi tilvitnan á hér algerlega við,
læt eg með öllu ósagt, en hitt er víst að við
erum í háska stödd engu síður en íslenzka
þjóðin var á 18. öld. Við erum stödd á vega-
mótum, og það er okkur í sjálfsvald sett, hvort
við fljótum sofandi að feigðarósi eða hvort
við hefjumst handa að dæmi feðra okkar. Ef
við kjósum þá leiðina að berjast fyrir þjóð-
ernislegri tilveru okkar þá hlýtur aðalþáttur-
inn í viðreisnarstarfsemi okkar
hér, sem á Islandi, að
vera viðhald íslenzkunnar. Sam-,
bandið milli tungunnar og þjóð-
ernisins er svo náið og við-
kvæmt, að eitt hlýtur yfir þau
bæði að ganga. Gleymist ís-
lenzk tunga hér vestanhafs, er-
um við um leið úr sögunni í
þjóðernislegum skilningi, þess
vegna hlýtur það að vera aðal-
verkefni þeirra félaga, sem að
íslenzkum þjóðræknismálum
starfa,. að vinna að því á allan
hátt að yngri kynslóðinni sé
kennd íslenzka.
Vitanlega eru það þó foreldr-
arnir og heimilin sem bezt og
sterkust 'áhrif hafa í þessum
efnum. Ef íslenzkir foreldrar
gerðu sér það að reglu að tala
íslenzku á heimilum sínum og
við börnin eins oft og hægt er
að koma því við, myndu börnin
að minsta kosti læra að skilja
málið og í flestum tilfellum
myndu þau læra að tala það.
Þjóðræknisfélagið og deildir
• þess geta, og hafa á margan
hátt stutt þessa viðleitni
foreldranna. I mörg ár
hefir íslenzk söngkensla farið
fram í borg og bygð, ög hún
er afar mikilvægt atriði í sam-
bandi við kennslu íslenzkunnar.
Börnin læra tungutakið, þau
drekka í sig íslenzkt andrúms-
loft gegnum þá söngva, sem
sungnir hafa verið af íslenzku
þjóðinni í marga mannsaldra, og
þau muna ljóðin lengur en
margt annað, sem þau læra.
En vér verðum að varast að
álíta að söngkennslan, ein sé
nægileg til þess að börnin læri
íslenzku. Það hefir verið sagt
við mig að bezta aðferðin til
þess að kenna börnum íslenzku
væri að kenna þeim íslenzka
söngva. Það væri vitanlega
ánægjulegt ef þau gætu lært
málið á svo skemtilegan og auð-
veldan hátt. Söngkennslan er
ágætur stuðningur við íslenzku-
námið. En gætum við lært
frönsku, þýzku eða sænsku með
því móti aðeins að læra þjóð-
söngva þessara þjóða?
Við skulum renna huganum
til baka og rifja upp fyrir okk-
ur hvernig við sjálf lærðum ís-
lenzkuna. Við heyrðum hana
talaða á heimilum okkar; við
lærðum íslenzka söngva og ljóð,
sem vöktu hjá okkur ást á
málinu, á íslandi og öllu því,
sem íslenzkt er; okkur voru
sagðar sögur um huldufólk, úti-
legumenn og jafnvel drauga,
svo við hlökkuðum til að læra
að lesa til þess að geta sjálf
lesið þessar hrífandi sögur. En
við urðum að leggja það á okk-
ur að læra stafrófið, læra að
kveða að orðunum og æfa okkur
í lestri. Sumum okkar var kennt
að lesa í heimahúsum, en mörg
lærðu að lesa með aðstoð sunnu-
dagaskólanná, sem þá fóru fram
á íslenzku.
Sennilega hefir íslenzkan
vestan hafs aldrei orðið fyrir
öðru eins áfalli eins og Jaegar
hætt var að kenna íslenzku í
sunnudagaskólunum. Ef til vill
var þessi ráðstöfun óhjákvæmi-
leg í sumum tilfellum, en enn-
þá æskja margir foreldrar þess
að börn þeirra fermist á íslenzku
‘og í sumum bygðum eru börn-
in svo vel að sér í íslenzku að
hægt væri að hafa sunnudaga-
skólakennslu algerlega á því
máli ef að íslenzkar sunnudaga-
skóla lexíur væru fáanlegar.
Þetta atriði tilheyrir hinum ís-
lenzku kirkjufélögum og eg
ætla því ekki að ræða það
frekar.
Það þýðir ekki að gráta eða
æðrast, þótt einn varnargarð-
urinn falli; það er miklu drengi-
legra að hefjast handa og byggja
annan varnargarð.
Þjóðræknisfélagið og deildir
þess hafa nú í allmörg ár starf-
rækt laugardagsskóla í Winni-
peg og í ýmsum íslenzkum bygð
um, og er vonandi að hægt
verði að stofna laugardags-
skóla í öllum okkar íslenzku
bygðum, því þeir veita mikinn
stuðning, þeim foreldrum sem
æskja þess að börn þeirra læri
íslenzku.
Ef að deildin “Brúin” hefir í
hyggju að stofna laugardags-
skóla, væri ef til vill ekki úr
vegi, að eg skýrði að nokkru
á hvern hátt við starfrækjum
skólann í Winnipeg.
Skólinn byrjar fyrsta iaugar-
dag í október og við kennum
vanalega 26 laugardaga á ári.
Meðal aðsókn að skólanum síð-
astliðin 5 ár, hefir verði um
45 til 50 börn. Við reynum því
að fá fimm kennara til að starfa
við skólann hvert ár. 10 nem-
endur fyrir hvern kennara virð-
ist vera hæfilega stór bekkur.
Kennslan hefst kl. 10 f. h.
Fyrstu klukkustundinni er varið
til þess að kehna þeim að skilja
lesa og tala íslenzkuna, þar
næst fer fram hálftíma æfing í
íslenzkum söngvum; eins og eg
hefi áður tekið fram er íslenzk
söngkennslá afar mikill stuðn-
ingur við íslenzkunámið. 1 lok
skólaársins í apríl, höldum við
samkomu og bornin skemta með
framsögu, söngvum leikjum og
jafnvel dansi. Börnin hafa mikla
ánægju af því að koma fram
og sýna hvað þau geta á ís-
lenzku, og það er mikil uppörf-
un fyrir þau, þegar samkoman
er vel sótt.
Eg verð að taka það sterk-
lega fram, að þar sem kennslu-
stundirnar eru aðeins 26 á ári,
þá nær ekki skólinn tilgangi
sínum nema því aðeins að börn-
in heyri íslenzkuna oft heima
hjá sér og að þeim sé hjálpað
við lexíurnar sem kennararnir
setja þeim. Ef slík samvinna
næst milli skólans og foreldr-
anna, getur ekki hjá því farið
að börnin nái framförum í
málinu, Það eitt að börn þeirra
sækja skólann, heldur vakandi
í huga foreldranna þeim ásetn-
ingi að kenna börnunum ís-
lenzku, annars myndi það ef
til vill gleymast, eða farast fyrir
í önnum og erfiði daganna. Eg
leyfi mér að halda því fram, að
ef börn sækja laugardagsskóla í
nokkur ár jafnframt því að for-
eldrar og aðrir tali vjð þau
íslenzku á heimilunum eins og
oft og auðið er, þá verði þau
með tímanum sæmilega fleyg í
málinu; að minsta kosti fá þau
þá undirstöðu þekkingu, sem
þau seinna geta byggt á til þess
að fullnuma sig.
Að síðustu vil eg minnast á
það mikilvæga spor sem Þjóð-
ræknisfélagið hefir stígið í þá
átt að styðja foreldra við ís-
lenzku kennslu barna þeirra, en
það er útvegun mörg hundruð
lesbóka frá íslandi. Eins og
ykkur er kunnugt hefir vöntun
kennslubóka hamlað mjög ís-
lenzkukennslu á undanförnum
árum, bæði á heimilum og í
laugardagsskólunum. En nú eru
bækurnar komnar; þær eru
teknar saman af hinum hæfustu
barnakennurum á íslandi, þeim
ísak Jónssyni Steingr. Arasyni og
Freysteini Gunnarssyni. Bæk-
urnar eru flokkaðar, svo hvert
barn getur fengið bók við þess
hæfi; geta börnin nú úrskrifast
bók úr bók eða bekk úr bekk á
líkann hátt og í barnaskólunum
Það mun auka áhuga þeirra
fyrir náminu þegar þau finna
á þann hátt, að þau eru á fram-
faravegi.
Við treystum nú því, úr því
svo er komið að við höfum
fengið til notkunar ágætar og
viðeigandi kennslubækur, að
heimiliskennsla í íslenzku verði
almennari, að laugardagsskólum
fari fjölgandi og aðsóknin að
þeim vaxandi.
Eins og eg hefi áður tekið
fram, þá erum við í dag stödd
á vegamótum. Við eigum um
tvær stefnur að velja. Okkur
er í sjálfsvald sett, hvort við
látum hina fornu fylgju — van-
matið á sjálfum okkur, — yfir-
buga okkur, og göngum með
því uppgjafarstefnunni á hönd,
sem leiðir til gleymskunnar og
dauðans, eða hvort við veljum
baráttu-stefnuna, sem leiðir okk-
ur til lífsins.
Er nokkur í vafa um það, hvor
leiðin sæmi okkur betur? Eða
sættir nokkur íslendingur sig
við það, að hlutskifti hins ís-
lenzka þjóðarbrots í Vestur-
heimi sé það, að við höggvum
rætur okkar, og við grotnum
niður og verðum aðeins sem
áburður á hin tréin í hinum
Canadiska skógi? Slíkt má okkur
aldrei henda. Við viljum halda
áfram að lifa sem sérstæð tré,
fögur og þróttmikil, og stuðla
þannig að því, að hinn Cana-
diski skógur í heild sinni, verði
fegurri fjölbreytilegri og litauð-
ugri.
Leo Tolstoy
Hinn mikli rithöfundur og spá-
maður átti við óbærilega heim-
ilisógæfu að búa.
Hér verður sagður æviþáttur,
sem er svo ótrúlegur á stundum,
að frásagnir þúsund og emnar
nætur hafa ekki meiri furðublæ
yfir sér. Það er saga spámanns,
sem lézt fyrir skömmu — árið
1910 — svo að fyllstu nákvæmm
sé gætt. Síðustu tuttugu ár æf-
hans fóru óteljandi hópar að-
dáenda hans í pílagrímsferðir
til heimilis hans í því skyni að
líta hann augum, heyra rödd
hans eða snerta klæðafald hans.
Vinir hans komu til hans og
bjuggu hjá honum oft árum
saman. Þeir hraðrituðu sérhvert
orð, sem hann mælti, enda þótt
um ómerkileg samtöl væri að
ræða, og lýstu þáttum hvers-
dagslífs hans svo greinilega, sem
þeim var frekast unnt. Skýrslu-
gerðir þessar voru því næst
birtar á prenti og var vel tek-
ið.
Um tuttugu og þrjú þúsundir
bóka — það er ekki um prent-
villu að ræða — og fimmtíu og
sex þúsund greinar í blöðum
og tímaritum hafa verið í letur
færðar um mann þennan og
hugmyndir hans. Rit hans sjálfs
nema hundrað binduro — og
það- eru talin frábær afköst.
Ævisaga hans er litauðug eins
og sumar skáldsögur hans. Hann
fæddist á höfðingjasetri, þar
sem íbúðarhúsinu var skipt í
fjörutíu og tvö herbergi. Hann
var borinn til auðæfa og mun-
aðar hins forna rússneska aðals.
Þó gaf hann á síðari hluta æv-
innar allar landaeignir sínar,
losaði sig við allan veraldarauð
sinn og lézt snauður maður
meðal bænda á rússneskri járn-
brautarstöð.
I æsku sinni var hann brodd-
borgari, sem bar sig næsta fyrir-
mannlega og eyddi álitlegum
fjárupphæðum hjá klæðskerun-
um í Moskvu. En þegar aldur
færðist yfir hann, klæddist hann
að sið rússneskra bænda og
gerði sér sjálfur skó, bjó um
rekkju sína, sópaði herbergi sitt
og neytti matar sína? sem var
óbreyttur og fátáeklegur, úr tré-
skál með tréspæni.
I æíku sinn, sem hann lýsti
sjálfur sem lastalífi, neytti hann
áfengra drykkja mjög úr hófi
fram, háði einvígi, drýgði ótal
syndir — réði mönnum jafnvel
bana. En síðar í lífi sínu freist-
aði hann þess að breyta sam-
kvæmt kenningum Jesú og hafði
mikil áhrif í Rússlandi sem
boðandi þeirra.
Á fyrstu hjónabandsárum sín-
um voru þau hjónin svo ham-
ingjusöm, að þau krupu oft á
kné og báðu guð þess, að þau
mættu ávalt fá notið sælu þeirr-
ar, sem þeim hafði hlotnazt. En
síðar urðu þau sorglega óham-
ingjusöm. Þar kom að lokum,
að hann mátti eigi líta hana
augum, og síðasta bæn hans á
banastund var sú, að kona hans
fengi ekki að ná fundi hans.
1 æsku sinni varð hann að
hverfa frá háskólanámi, og
einkakennarar hans örvæntu um
það, að unnt yrði að kenna
honum hið minnsta. Eigi að
síður ritaði hann þrjátíu árum