Lögberg - 27.05.1943, Qupperneq 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. MAÍ 1943.
Úr borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Fefdsted, 525 Dominion $treet.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
♦ -f ♦
"At Home".
Eldri söngflokkur Fyrsta lút-
erska safnaðar býður ungum og
gömlum til skemtunar með sér
fimtudagskvöldið 27. maí, í neðri
sal kirkjunnar við Victor St.
Mest af skemtiskránni er tek-
ið úr lausu lofti; gamlar og
nýjar endurminningar frá Is-
landi.
Komið og hlægið með kórn-
um! Frjáls samskot. Kaffi og
veitingar.
Nefndin.
♦ ♦
The Junior Ladies Aid of the
First Lutheran Church, will
hold a Garden Party on Tues-
day, June lst from 3 to 6 p. m.
in the church grounds.
In connection with this thgr
will be a sale of bedding plants
and potting plants, as weli as a
sale of handicraft.
Refreshments will be served
and all are cordially invited to
attend.
* * «
The Junion Ladies Aid of the
First Lutheran Church will
hold a supper meeting in the
Church parlor at 7,30 p. m. on
Tuesday, June lst.
As this is the final meeting
of the season a perfect attend-
ance is hoped for.
♦ ♦ ♦
Samskol í útvarpssjóð
Fyrstu lútersku kirkju.
Meðtekíð 20. maí $5.00 frá
Mr. og Mrs. J. B. Johnson,
Birkinesi.
Kærar þakkir.
V. J. E.
♦ ♦ ♦
Hin nýja bók, Dr. R Becks
"Icelandie Poems and Stories",
er nú til sölu í Björnssons Book
Store, 702 Sargent Ave. og kost-
ar $5.50 í Canada.
* * *
Hjartans þakklæti viljum við
undirrituð hér með votta hin-
um mörgu góðu vinum okkar,
sem glöddu okkur með sam-
sæti og fögrum gjöfum í tilefni
af giftingu okkar s. 1. mánuð.
Sérstaklega viljum við þakka
Dr. og Mrs. S. E. Björnson fyrir
ágæta viðkynningu og allt gott
okkur auðsýnt.
Kjartan og Anna Marie Björn-
son, Árborg Man.
♦ ♦ ♦
Bandalag Lúterskra kvenna
þakkar fyrir þessar gjafir send-
ar í námskeiðssjóðinn: Kvenf.
Framsókn, Gimli, $20.00. Kvenf.
Freyja, Geysir, $2.00.
Kærar þakkir.
H. D.
Mrs. Magnús Johnson, Lorent
Lake, Ont., er nýkomin til borg
arinnar ásamt tveim börnum
sínum til mánaðardvalar; hún
er dóttir þeirra Mr. og Mrs.
William Johnson, Ste. 11 Acadia
Apt. hér í borg.
♦ ♦ ♦
Föstudaginn 7. maí voru þau
Jóhann E. Péturson og Christine
G. Thorvaldson gefin saman í
hjónaband af séra H. Sigmar á
heimili hans að Mountain N. D.
♦ ♦ ♦
Dr. Ingimundson verður í
Riverton þann 1. júní.
T ♦ V
Friðrik Vídalín og Helga
Rannveig Pálson voru gefin sam
an í hjónaband þ. 8. maí á
heimili Mr. og Mrs. Kbenes
Pálson, Riverton, foreldra brúð-
arinnar. Séra Bjarni A. Bjarna-
son framkvæmdi hjónavígsluna
í viðurvist margra brúðkaups-
gesta. Að athöfninni afstaðinni
voru fram bornar rausnarlegar
veitingar, og margar fagrar og
dýrmætar gjafir afhentar hjón-
unum nýju og vinsælu. Brúð-
guminn, sem er sonur Mr. og
Mrs. Páll Vídalín í Árskógi við
Riverton, starfar sem smjörgerð-
armaður hjá Riverton Co-
operative Creamery.
♦ ♦ ♦
Dr. Tweed verður í Árborg á
fimtudaginn þann 3. jún.
♦ ♦ ♦
Dugleg og reglusöm vinnu-
kona óskast í vist nú þegar;
þrír fullorðnir í fjölskyldu. Upp-
lýsingar veitir Mrs. T. Deacon,
1004 Yale Ave., sími 46 166.
* * «
Aðfaranótt síðastliðins laugar
dags lézt á Almenna sjúkrahús-
inu hér í borginni, frú Laufey
Ross frá Moose Jaw, Sask., 49
ára að aldri; auk eiginmanns
síns og tveggja sona, lætur hún
eftir sig þrjú systkini, sem öll
eiga hér heima, John Davidson,
Mrs. H. Thorolfson og Mrs. H.
Vopni.
Útför frú Laufeyjar fór fram
frá Fyrstu lútersku kirkju á
þriðjudaginn. Séra Valdimar J.
Eylands, jarðsöng.
♦ ♦ ♦
Mr. og Mrs. S. V. Sigurðson,
Mr. og Mrs. Sig. Sigvaldason
frá Riverton, og Mrs. Bjarni
Marteinsson frá Hnausum, voru
stödd í borginni í vikunni sem
leið.
- ♦ ♦ ♦
Vegna bilunar á setjaravél,
seinkaði útkomu Lögbergs um
dag í þessari viku.
♦ ♦ ♦
Mr. Paul Lincoln Sveinsson,
lyffræðinemi, hefir nýlega inn-
ritast í sjóherinn, og lagði af
stað austur til Quebec á sunnu-
daginn til fjögra mánaða undir-
búnings náms undir þá grein
herþjónustunnar, sem hann kaus
sér. Lincoln er sonur Mrs. P.
Sveinson Ste. 11 Acadia Apts.,
hinn gjörfulegasti efnismaður.
Spring Tea.
Jón Sigurðson félagið heldur
“Silver Tea and sale of home
cooking” í samkomusal Fyrstu
Lútersku kirkju, laugardaginn
29. maí, kl. 2,30 til 5 og 8 til
10 e. h. Einnig verða til sölu
plöntur, svuntur og aðrir munir
(white elephant sale). Heppi-
legt væri fyrir þá sem vilja
kaupa rúllupylsu eða lifrar-
pylsu að panta fyrirfram, hjá
Mrs. J. B. Skaptason, sími
36 975.
Starf Jón Sigurðson, fél. í
þágu ísl. hermanna hefir ætíð
verið stutt með alúð af íslend-
ingum hér í borg og víðar. Fólk
veit að félagið er fámennt mjög
og að þetta mikilvæga starf er
ekki þeirra áhuga- og ábyrgðart
mál eingöngu heldur og al-
mennings í heild sinni. Það er
vinsamlega mælst til þess að
íslendingar fjölmenni við þetta
tækifæri.
Jón Sigurðson fél. heldur
næsta fund á heimili Mrs. A.
w. McKee, 826 Banning St
þriðjudaginn, 1. júní, kl. 8 að
kvöldi.
Gjafir í minningarsjóð
Mrs. W. J. Lindal.
S. Thorvaldson, M. B. E.,
Riverton, $25.00. Kvenfélag
Herðabreiðarsafnaðar, Langruth,
$5.00.
Meðtekið af Mrs. J. B. Skapta-
son.
Frú Margrét Sigmar, kona
séra H. Sigmar á Mountain, N.
D., er skorin var upp fyrir
nokkru, við alvarlegri innvortis
meinsemd á Almenna sjúkra-
húsinu hér í Joorginni, er nú
komin heim, eftir að hafa feng-
ið fulla heilsu; er það hinum
mörgu vinum Sigmars fjölskvld-
unnar hið mesta gleðiefni.
♦ ♦ ♦
Mrs. S. J. Sigmar, er nýlega
farin af stað vestur til Van-
couver, þar sem hún ráðgerir
að dveíja í mánað.artíma hjá
frændum og vinum.
♦ ♦ ♦
Frú Björg isfeld, píanókenn-
ari, hefir verið kosin í fram-
kvæmdanefnd félags hljómlist-
arkennara Winnipeg-borgar.
For Long-Lasting Smartness
Men’s EATON Suits
$28
.50
“Make it last”—is the' dictum
these days—when buying clothes
you want a suit that will not
n e e d replacements soon —
EATON’S recommends this nange
of rich wool worsteds or rugged
tweeds — for durability — their
tailoring for long-lasting smart-
ness. In styleful colors, patterns,
models, Three-Piece Suit.
If desired, Budget Plan Terms in
accordance with Wartime Prices
and Trade Regulations, may be
arranged.
Men’s Clpthing Section, The Hargrave Shops for Men, Main Floor.
*
T. EATON C°
LIMITED
NORSK VÍSINDAKONA
LÁTIN.
Fregnir frá Noregi herma, að
nýlátin sé hin þekkta vís-
indakona, Hanna Ressvold
Holmsen. Lagði hún stund á
grasafræði og gat sér mikinn
orðstýr í þeirri fræðigrein.
Hún var um skeið dósent við
háskólann í Osló. Hefir hún
ritað mjög mikið um sérgrein
sína, og átti þar að auki frum-
kvæðið að náttúrufriðunarfé-
lagsskapnum í Noregi. Hún hik-
aði ekki við að taka á sig per-
sónulegar byrðar í þágu áhuga-
mála sinna. Frú Ressvold Holm
sen var 69 ára að aldri, er hún
lést. Hún var einlægur föður-
landsvinur, og tók nokkurn
þátt í félagsmálum. Hún hafði
látið af kenslu við háskólann
fyrir nokkrum árum, en við
vísindaiðkanir fékkst hún til
dauðadags.
Gœtið öryggis!
Komið loðkápum yðar og
klæðisyfirhöfnum í kæli-
vörzlu hjá
Perth’s
Sími 37 261
Cleaners — Launderers
Dyers — Furriers
Borgið Lögberg!
Messuboð
Fyrsfa lúterska kirkja, Winnipeg
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur
776 Victor St,—Phone 29 017
Guðsþjónusta á hverjum
sunnudegi.
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7. e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12:15.
Allir æfiniega velkomnir.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Lúterska kirkjan í Selkirk:
Sunnudaginn 30. maí.
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
íslenzk messa kl. 7. síðd.
S. Ólafsson.
♦ ♦ ♦
Áætlaðar messur
í Gimli prestakalli:
Sunnudaginn 30. maí.
Messað í Árneskirkju kl. 2
síðdegis. Ferming ungmenna og
altarisganga.
Sunnudaginn 6. júní.
Betel kl. 9,30 árd.
Gimli kirkja, kl. 2. síðd.
Ferming ungmenna og altaris-
ganga.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson.
♦ ♦ ♦
Messa í Piney.
Séra Halldór E. Johnson, sem
nýkominn er hingað frá Blaine,
messar í Piney n. k. sunnudag
á vanalegum stað og tíma á
ensku og íslenzku. Eru menn þar
góðfúslega beðnir að minnast
þess og fjölmenna.
♦ ♦ ♦
Prestakall Norður Nýja íslands:
30. maí—Hnausa, messa og
safnaðarfundur kl. 11 f. h.
Riverton, safnaðarfundur kl.
2. e. h.
6. júní—Mikley, feimingar-
messa og altarisganga kl. 2. e. h.
B. A. Bjarnason.
♦ ♦ ♦
Á hvítasunnu, 13. júní, er hér
með auglýst guðsþjónusta á ís-
lenzku, í lútersku kirkjunni í
Langruth. Guðsþjónustan hefst
á þeim tíma sem þar er venju-
legur.
R. Marteinsson
♦ ♦ ♦
Messa í Upham, N. Dak.,
sunnudaginn 30. maí kl. 2
Memorial Service. Dedication
of a Service Flag. Rev. E. H.
Fáfnis.
♦ ♦ ♦
íslenzk guðsþjónusta í
Vancouver.
með altarisgöngu, verður ef
G. 1., haldin í dönsku kirkj-
uni á E. 19th Ave. og Burns
St., sunnudaginn 6. júní, kl. 7,30
gð kvöldinu. Allir velkomnir.
R. Marleinsson.
♦ ♦ ♦
Prestakall séra H. Sigmars.
Sunnudaginn 30. maí, messa í
Vídalín kl. 11 á íslenzku, og
sama tíma guðsþjónusta í Pét-
urskirkju, sem H. Sigmar jr.
stýrir. Kl. 3. messa í Fjallakirkju
prédikað á ensku. Kveldmessa
á Mountain kl. 8 e. h., talað til
skólans. Altarisganga, á ensku.
Allir boðnir og velkomnir.
♦ ♦ ♦ ■
Messuboð.
Skúli Sigurgeirsson guðfræði-
stúdent, flytur guðsþjónustu á
Steep Rock þhnn 30. þ. m., kl.
2. e. h., og við Reykjavík þann
6. júní, kl. 2. e. h. Báðar þessar
guðsþjónustur fara fram á ís-
lenzku.
Ronald Ottenson, sonur þeirra
Mr. og Mrs. Guðmundur Otten-
son í Los Angeles, hefir nýlega
vakið á sér athygli mikla fyrir
skotfimi; hitti hann í mark 198
sinnum af 200. Ronald verður
18 ára í næstkon\andi nóvember
mánuði, og innritast þá í ame-
ríska herinn; hann er yfir sex
fet á hæð, og að öllu hinn glæsi-
legasti; honum kippir í kyn til
afa síns, Mr. Nikulásar Ottenson
sem er hin bezta skytta, og hef-
ir iðkað þá íþrótt um langt
áraskeið.
Maí morgun
Hátt á himinboga
heilög sólin skín;
lítur líknar-augum
' ljúflega til mín;
hvar í lágu hreysi
hvíla bein mín þreytt; *
andinn hrjúfur hnýpir
og hugsar ekki neitt.
Þegar aðrir yrkja
ungir listamenn,
þá er sál mín þögul
og þagnar máske senn.
Gamlir tímar gleymast;
glampa tímarhót;
• roðar fyrir framtíð
— fjöldans raunabót.
Harma sár þó svelli
sorgbitinni þjóð,
síðar munu svanir
syngja gleðiljóð.
Rætast munu vonar —
raddir — þó um síð;
lífið brautu breytir —
býr sér nýja tíð. ,
Enn þó hátt í sessi
sitji auður og völd,
munu örlög önnur
ætluð, þung og köld,
skrifuð skíru letri
Skuldar bak við tjöld,
þá úr læðing losnar
lífsins skuldagjöld.
Látum oss í athöfn
krýna kristinn sið;
æ sé efst á baugi
að efla rétt og frið.
Lærum lífs að njóta
liðs þess, sem er bezt,
kaup svo engin þurfum
við konung eða prest.
Látum frelsis-fánann
blakta hátt við hún,
himininn svo að bergmáli
lífsins sigur-rím.
Vörpum fornu fáfnýti
í- gleymsku-grafar hyl,
svo guð hins góða og sanna
megi verða til
S. B. Benedicisson.
Gefin voru saman í hjóna-
band þ. 6. maí s. 1. Duncan
Rousseau og Jóhanna Vídalín.
Séra Bjarni A. Bjarnason gifti,
og fór athöfnin fram á heimili
hans í Árborg. Brúðguminn er
af fransk-canadizkum ættum.
en brúðurin er dóttir hjónanna
Páls og Friðriku Vídalín í Ár-
skógi við Riverton. Heimili ungu
hjónanna verður að Hnausa,
Man.
MINNIST BETEL
í ERFÐASKRAM YÐAR
Ruth Herner,
Hydro, maireiðslufræðingur.
Sérfræðingur í
matagerð
Þegar farið er nú að skamta kjöt, og aðrar nauðsyn-
legar vistatakmarkanir eru í gildi, eykst vandinn
við undirbúning máltíða.
En til aðstoðar húsmæðrum í Winnipeg við val og
tilbúning matar, hefir City Hydro tekið í þjónustu
sína Miss Ruth Herner, B. Sc., sem Home Service
Director.
1 viðbót við Bachelor of Science gráðuna, er Miss
Herner sérfræðingur í matargerð. Æfing hennar
við suðu og undirbúning máltíða, er slík, að hún
er flestum betur fallin til leiðbeiningar í þeim
efnum.
Miss Herner hefir nýlega gefið út bækling, sem
lýtur að bættri nýting kjötmetis, auk margra ann-
ara hollra leiðbeininga. Þér getið fengið ókevpis
eintak af þessum bæklingi milli kl. 2—5 e. h., í
Model Kitchen í Boyd byggingunni.
Er þér þarfnist upplýsinga um matargerð, þá símið
Miss Herner, 848-138.
CITY HYDRO
Boyd Building — Portage og Edmonton