Lögberg - 22.07.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
lÍOÍ'
V*r,„rtners _
>&
^ttO^* ForBetter
Cot- ** Dry Cleaning
and Laundry
56 ÁRGANGUR
iaftefa
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1943.
PHONES 86 311
Seven Lines
'otfB »*d
Cot
vio^
Service
and
Satisfaction
NÚMER 29
Stríðs átök samein-
uðu þjóðanna auk-
ast dag írá degi
Síðastliðna viku og það, sem
af er þessari, hefir stríðssókn
sameinuðu þjóðanna færst svo
í aukana, að herskarar möndul-
veldanna, svo að segja á öllum
vígstöðvum, hafa vo'ii á stöð-
ugu undanhaldi. Á Sikiley er
nú svo komið, að nokkurn
veginn má telja það víst, að
ekki sé nema um lítið tíma-
spursmál að ræða, þar til eyjar-
skeggjar verði til þess knúnir
að gefast upp. Harðsnúnar or-
ustur standa enn yfir á sléttun-
um umhverfis Cataníu, og er
síðast fréttist, áttu herir hinna
sameinuðu þjóða einungis eftir
tæpar þrjár mílur til borgar-
innar. Frá Madrid hafa nýlega
borist fregnir um það, að yfir-
hershöfðingi ítala á Sikiley,
Alfredo Guzzoni, hafi gert
Victor Emmanuel konungi nð-
vart um það, að hann hefði nú
hvorki mannafla né nægileg her
gögn til þess að verjast inn-
rásarhernum lengur, sem
nokkru næmi; uppgjöf yrði þar
af leiðandi óumflýjanleg.
Eitthvað um fimm hundruð
sprengjuflugvélar veittust að
Róm á sunnudaginn, og gerðu
þár slíkan usia, að ítölskum
hernaðarvöldum hefir enn eigi
tekist að meta tjónið tii fulis,
og hliðstæðri útreið varð Nea-
pel fyrir, svo að segja í sömu
andránnii
Rússar halda erun áfram ó-
slitinni sigurför á Orel-vígstöðv
unum, þrátt fyrir margítrekað-
ar gagnsóknir af hálfu Þjóð-
verja, í orrahríð þessari hafa
Rússar endurheimt 130 þorp og
bæi, sem verið höfðu í höndum
Þjóðverja um langt skeið.
Af baráttunni á Kyrrahafi er
það síðast að frétta, að Banda-
ríkjamenn söktu 26 her- og
flutningaskipum fyrir Japönum
í smarpri sjóorustu undan Salo-
monseyjum í vikunni sem leið;
nú stendur yfir bitur orusta
milli Bandaríkjamanna og Jap-
ana í grend við hafnarbæinn
Munda á New Georgia eyjunni,
og hafa hinir fyrnefndu unnið
þar allmikið á; mannfall af
hálfu Japana á stöðvum þess
um er orðið gífurlegt, að því
er síðustu fregnir herma, auk
þess sem flugvélatap þeirra er
fimmfalt á við tap Bandaríkja-
manna.
Berlínarútvarpið lét þess get-
ið á mánudaginn, að bandamenn
hefðu gert skyndiárás á Noreg,
en sú frétt hefir enn eigi verið
staðfest.
Þeir Roosevelt forseti og
Churchill forsætisráðherra, hafa
í sameiningu skorað á Itali að
gefast þegar upp. Mussoline er
hættur að halda ræðúr, en páf-
mn kvað bera sig aumlega yfir
firnum þessara síðustu og verstu
tíma.
? ? ?
NORRÆNA MÓTIÐ.
Útiskemtun norrænu þjóða-
brotanna hér í bænum í Vas-
l'Und Park á laugardaginn var,
mátti heita aUvel sótt, og þótti
yfir höfuð takast hið bezta.
Mr. J. T. Jónasson forseti Vík-
Allar götur stefna til Gimli á Islendingadaginn
—.>
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
LÁTINN.
f>ann 20. þ. m. lézt af hjarta-
slagi á sumarheimili sínu við
Lake Huron, Hon. Duncan
McArthur, menntamálaráðherra
fylkisstjórnarinnar í Ontario,
58 ára að aldri; hann þótti í
hvívetna hinn mætasti maður,
umburðarlyndur og víðsýnn í
skoðunum.
?¦-?•>-
FRÁ
ÁUSTURVÍGSTÖÐVUNUM.
Allra nýjustu fregnir frá Rúss
landi herma, að Rússar hafi nú
náð á vald sitt megin varnar-
virkjunum umhverfis Orel, og
að borgin muni þá og þegar
falla þeim í hendur.
Fjallkona islendingadagsins á Gimli
Hirðmey.
Helen K. Sigurðson.
Ingibjörg Jónsson.
ing klúbbsins, hafði samkomu-
stjórn með höndum. Veiga-
mesti liður skemtiskrár var
ræða Dr. Beoks, sem mjög var
látið af. Major H. G. L. Strange
flutti stutta tölu um hinar
fornu, sígildu bókmentir ís-
lendinga. Karlakórar Norð-
manna og Svía undir stjórn
þeirra A. Hoiness og Arthurs
A. Anderson, skemtu með all-
mörgum, norrænum þjóðlögum.
íþróttir fóru 'fram undir umsjá
Iþeirra. J. G. Jóhannsson og
Carls Simonson.
Ræðismaður Norðmanna fyrir
Manitobafylki Carl T. Cummen,
þakkaði söngflokkum og ræðu-
mönnum, en H. A. Brodahl
þakkaði samkomugestum góða
aðsókn.
Að kvöldinu var stiginn dans.
AÐEINS TVEIR í KJÖRI.
Social Credit flokkurinn hefir
ákveðið að láta Selkirk eiga
sig að þessu sinni, og verður
því kosningabaráttan í því kjör-
dæmi háð milli þeirra Fillmore,
frambjóðanda Liberal flokksins
og Mr. Bryce, er býður sig fram
af hálfu C.C.F. flokksins. íhalds-
flokkurinn hefir venjulega tjald
að því, sem til var við kosning-
ar í Selkirk, en að þessu sinni
vill hann hvergi við koma; naut
enda sáralítils fylgis í síðustu
sambandskosningum.
Við kosningarnar 1940 hlaut
Thorson, liberai,'11.023 atkvæði;
Wise, C.C.F., 6.869, en Partridge
íhaldsmaður, aðeins 3.890 at-
kvæði.
Hirðmey.
Frú Guðrún Skaptason.
GuSrún H. A. Skaptason.
Rœðumenn íslendingadagsins á Gimli
Hinrik S. Björnsson.
Skáld íslendingadagsins
Guttormur J. Gutiormson.
Einar P. Jónsson.
P. S. Pálson.
VILJA BÚA AÐ SÍNU.
Þrátt fyrir það þó Stalin for-
sætisráðherra hafi hvað ofan í
annað lýst yfir því, að rúss-
neska þjóðin hefði enga til-
hneigingu til áróðurs annara
þjóða á meðal, en vildi i þess
stað búa óáreitt að sínu, verður
þéss þó ærið víða várt, að var-
hugavert sé, að taka yfirlýsingu
hans i þessa átt sem góða og
gilda; þessa hefir þegar orðið
vart í Ameríku og víðar; slíkur
ótti er með öllu á9tæðulaus,
einnig er hann líka ómann-
legur; enda er það nú vitað, að
þessi tortryggnisáróður gagn-
vart rússnesku þjóðinni á rót
sína að rekja beint til Berlínar,
eins og svo margt annað ill-
kynjað og ódrengilegt.
ALVARLEGAR
MISFELLUR.
M. J. Coldwell, foringi C.C.F.
flokksins, gerði staðhæfingu um
það í sambandsþinginu á þriðju
daginn, að á hinni nýprentuðu
kjörskrá, sem kjósa ætti eftir
við aukakosningarnar í
Montreal-Cartier kjördæminu
þann 9. ágúst næstkomandi,
stæðu mörg hundruð nöfn, sem
engan rétt hefðu á að vera þar,
þar á meðal nöfn látins fólks
og ungbarna. Ríkisritarinn, Mr.
McLarty, kvaðst hafa komist að
því að misfellur ættu sér stað
viðvíkjandi áminstri kjörskrá,
og að hann hefði skipað fyrir
að þær yrðu leiðréttar.
? ? ?
EIGA SAMFUND.
Frá London var símað
þriðjudaginn, að Adolf Hitler
hefði daginin áður flogið til
fundar við Mussolini vegna hins
breytta viðhorfs á vettvangi
stríðssóknarinnar; það fylgir
sögu, að funduTÍnn milli þessara
tveggja einvaldsherra hafi farið
fram í ónefndum bæ í norður-
hluta ítalíu, og að Hitler hafi
varið mestu af samtalstímanum
til þess að tala kjark í félags-
bróður sinn, með því að hann
óttíst að til þess geti komið,
að Italía sjái þann kost vænst-
an, að semja sérstakan frið við
sameinuðu þjóðirnar.
•r + +
AF ALHUG MEÐ BRACKEN.
Mr. Hepburn. uppgjafar for-
sætisráðherra Ontario fylkis,
lýsti nýlega yfir, að hann væri
af alhug með Mr. Bracken;
hann um það; en svð að segja
í sömu andránni, hét hann Mr.
Nixon fuLltingi í fylkiskosning-
unum, sem nú fara í hönd í
Ontario fylkinu. Mr. Nixon vill
ekkert hafa saman við Bracken
að sælda, og telur hann ekki
hafa upp á neitt nýtt að bjóða;
honum veitist örðugt að átta sig
á því að Mr. Hepburn geti
verið beggja vinur og báðum
trúr.
Col. Drew, leiðtogi íhalds-
flokksins, gefur í skyn, að hann
sé í rauninni eini maðurinn,
sem brenni inni með allan i
sannleikann, að minsta kosti í
fylkispólitík, og spáir því, að
liberal flokkúrinn fái ekki nema
örfá þingsæti í kosningum þann
4. águst.
-?¦ -?¦ ?
KONUNGSVELDI A SPÁNI.
Nýlegar fregnir frá Madrid
láta þess getið, að konungssinn-
ar á Spáni séu jafnt og þétt að
verða háværari og láta meir til
sín taka; hafa þeir gengið það
langt, að senda Franco alræðis-
manni afar fjÖlmenna áskorun
þess efnis, að hann beiti sér
fyrir um það, að kveðja Juan
prins, sem allra fyrst til kon-
ungs. Franco hefir enn eigi
gefið neitt fullnaðarsvar við
þessari málaleitun konungs^inna
í landinu.
•f ? ?
ÓÁRAN í DANMÖRK.
Þó Danmörk fram að þessu
hafi eigi verið jafn sárt leikin
og Noregur, þá fer óáran þar
í landi jafnt og þétt í vöxt.
Samyrkjubú Dana eru nú ekki
nema svipur hjá sjón við það,
sem áður var, auk þess sem
skuggalegar vofur skorts og ef
til vill hallæris gera víða vart
við sig í borgum landsins. Og
nú herma nýjustu fregnir, að
sterk undiralda sé að verki [
Danmörku, er orsakað hafi
margháttað tjón á ýmsum þeim
hernaðarvirkjum, sem Þióðverj-
ar hafi látið gera víðsvegar um
Iandið.
Lll