Lögberg - 22.07.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.07.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1943. S III. Eg minntist áður á okkar eigið heimastjórnarfyrirkomu- lag í sambandi við landvinn- ingastefnu iumheimsi|nsl Þetta stríð hefir opnað ný sjónar- svið; nýjann sjóndeildarhring, landfræðilega og hugsjónalega. Bandaríkjamenn hafa til þessa að mestu helgað krafta sína og hugsjónir innanlandsverkefnum en nú eiga þeir áhugamál hand- an heimshafanna. Borga og bæjanöfn hvaðanæfa úr ver-' öldinni vekja nú athygli frétta- blaðanna. Hin mest þráðu frétta bréf heimila okkar eru frá uingu mönnunum okkar, sem eru í ÁstraLÍiu,; New Ginea, Guadalicanal, íslandi og Norður Afríku; öll þeirra áhugamál eru einnig okkar, og svo mikið er víst, að þégar sá tími kemur að þeir hafa lokið starfi sínu alt umhverfis hnöttinn og hverfa heim aftur, þá verður ekki litið á þá sem gesti eða framandi menn. Jafnvel þó við lærðum nokk- uð á fyrra heimsstríðinu. þá erum við nú gjörsamlega um- breyttir; vjið vorum þá ung þjóð og glímdum við heimagerð vandamál; nú erum við fulltíða þjóð, með alheims viðhorf og áhugamál. Hlutlaust mat á alheimsmál- um er óhugsandi og ómögulegt, samfara nýlendupólitík, hversu göfuglynd og víðsýn sem hin ríkjandi stjórn er. Slíkt er einn- ig ómögulegt með þjóð sem fóstrar innlent arðrán og þving- un. Frelsi er óskift og ákveðið hugtak. Ef við þráum að njóta þess og erum viljugir að berjast fyrir það, verðum við einnig að vera reiðubúnir að veita það öðrum, jafnt fátækum sem rík-' um, hvort sem þeir hafa sömu hugmyndir og við, og hver sem iitarháttur þeirra er. Við getum ekki með góðri samvisku búist við að Bretar gjöri ráðstafanir til fullkomins frelsis Indverja, fyr en við sjálfir höfum veitt öllum Ameríkumönnum fult og óskorað frelsi. I þessum ófriði erum við í bandalagi við 400 miljónir Kín- verja, auk þess teljum við vini okkar 300 miljónir Indverja. Á vígvöllum samhliða okkar mönn um eru Filippseyjabúar og inn- faeddir Javabúar, einnig menn ftá AuStur-Ind^andseyjum og Afríkuj; allt þetta fólk telur næstum helming alls mann- kynsins. Við enga þeirra hefir nieiri hluti Ameríkubúa nein þjóðernistengsli; þjóðemisflokk- nn eða þjóðernískenningar tengja menn ekki samúðarbönd- um, heldur skoðana skyldleiki. Frh. Mispreniun. í greininni í síðasta blaði stóð: Fiestir Asíubúar hafa lýðræði í sinni mynd. Á að vera: Fæstir Asíubúar hafa lýðræði í neinni mynd. Fréttir frá Norður- Dakota Kæri ritstjóri Lögbergs. Viltu gjöra svo vel og ljá eftirfylgjandi línum rúm í blað- inu. Samkoman, sem deildin “Bár- an” stóð fyrir 17. júní, fór í ^Ba staði vel fram, fjöldi fólks, eftir því sem við eigum að venjast, glampandi tunglsljós, hið mesta blíðviðri, sem komið hefir á þessu sumri, enda oft töfrandi fögur júní kvöldin. Forseti deildarinnar Mr. H. J- Hjaltalín stýrði samkomunni, bauð gesti velkomna og þakkaði þeim fyfrir hvað þeir hefðu Ijölmennt. Þá flutti prófessor Beck, sujalt erindi um Jón Sigurð- son, gat þess meðal annars, að hann væri, — og það með réttu ‘ oift nefndur hinn ókrýndi konungur íslands; sýndi Mr. Beck með skýrum dráttum, hvað óvenjulega mikið og göf- u|gt staarf, hann hefði unnið landi sínu og þjóð, einmitt þeg- ar henni reið hvað mest á, eftir margra alda ánauð í alls- konar mynd. Var hinn besti rómur gerður að erindi Mr. Becks. Fjölmennur barnakór, sem Mr. Theo. Thorleifson hafði æft saman, söng 3 lög, var söng þeirra vel tekið. Næst flutti Harald Sigmar yngri ávarp, meðal annars um dvöl sína í Philadelpía síðast liðinn vetur, mintist þess hvað leiðir Íslendinga gætu komið saman, jafnvel á ólíBdegustu stöðum, eins og t. d. þar syðra, einmitt þegar hann hafði litla eða enga von um að kynnast íslendingum, en þá vill svo til, að hann kynnist 6 ungum námsmönum, og eiga þeir'marg- ar glaðar stundir saman. Harald talaði á íslenzku og tókst það prýðilega, enda mun það sannast, að hann verður góður ræðumaðurt, fer þar sam- an gott málfæri og framburð- ur Þá söng barnakórinn 4 lög. Næst flutti erindi ungur blaðamaður, Arnaldur Jónsson frá Akureyri, dáðist hann að því hvað íslenzkan er mörgum töm, þrátt fyrir öll árin sem liðin eru síðan landnám hófst, skilaði kveðju frá heimabjóð- inni, með ósk um að margþætt samvinna gæti aukist með ustur- og Vesturííslendingum í framtíðinni, var ávarpi hans tekið hið bezta af áheyrendum. Þá flutti Mr. G. J. Jónason sn'oturt kvæði, hefir hann oft áður skemt fólki með vísum sínum, enda á hann ekki langt að sækja það að vera hag- orður. Miss Dora Austfjörð söng 3 íslenzk lög, þótti öllum mikið til söngs hennar koma, enda hefir þessi unga stúlka gull- fallega rödd. Þá flutti J. J. Bíldfell frá Winnipeg langt og fróðlegt er- indi uim Grænland, og þá sér- staklega um þá Íslendinga sem lifðu þar um margra ára bil, jafnframt sýndi hann nokkrar myndir þaðan, hefði sýnt mikið fleiri ef tollþjónarnir við landa- merkjalínuna hefði ekki sett hömlur á. Mr. Bíldfell mæltist vel, enda löngu þektur, sem góður ræðumaður, hefir skrif- að fjölda greina í blöð og tíma- rit, og ritstjóri Lögbergs um mörg ár eins og kunnugt er. Hér endar dagskrá kvöldsins, að því ógleymdu að kvenn- félagið, bar á borð hinar rausn- arlegustu veitingar. Að síðustu vill Báran þakka öllum sem hlut eiga að máli, að gera þessa samkomu svo ánægjulega, hún þekkar öllum, ræðumönnunum, öllu söngfólk- inu, Mr. Theo. Thorleifson fyr- ir hans starf, það er æfinlega mikið verk að æfa söng saman því fylgir mikil aukavinna, og margskonar fyrirhöfn, sem alt bætist á dagleg störf. Báran þakkar sömuleiðis Miss Árna- son fyrir að spila við alla söngv ana, er hún þekt fyrir góða frammistöðu þar, enda hinn mesti snillingur við hljóðfærið. A. M. A. Wartime Prices and Trade Board Því ætti maður að kvarta um skort eða skamt? Forfeður okkar komust af og þekktu þó ekki sykur fyr en á 13. öld, kolaeld fyr en á 14. öld, brauð og smjör fyr en á 15. öld, kartöflur og tóbak á 16. öld, kaffi, te og sápu á 17. öld, búðinga þektu þeir fyrst á 18. öld, gas, eldspítur og raf- magn á 19. öld, og bifreiðar og dósamat ekki fyr en á tuttug- ustu öldinni. Samt virðast þeir hafa lifað bærilegu lífi. Spurningar og svör. Spurt. Fyrir nokkru heyrði eg að sum vikublöðin væru að hugsa um að hækka áskrifta- gjöld. Er þetta leyfilegt? Svar. Já. Verð á fréttablöð- um er undanþegið hámarks- reglugerðunum. Spurt. Hvað er verðið á átta punda fötu af hunangi, þegar kaupandi leggur sjálfur til ílátið? Svar. Þegar framleiðándi sel- ur til heildsölu er verðið 12V2 cent. Við þetta bætist þriggja centa verðhækkun. Verðið er þá 15% cent. Átta punda fata mundi því kosta $1,24. Ef fram- leiðandi leggur til ílátið er verð- ið $1.41 fyrir 8 punda fötu. Spurt. Eg hefi altaf sent dóttur minni, sem býr í bæn um, tvö pund af heimastrokk- uðu smjöri vikulega. Eg hefi náttúrlega aldrei tekið við borg- un eða smjörseðlum. Má eg halda þessum sið áfram? Svar. Nei. Þetta er ekki 'leyfi legt. Dóttir þín hefir seðla, sem hún á að láta af hendi fyrir það smjör sem henni er ætlað. Ef hún fær smjör án seðla, þá fær hún meira en sinn rétta skamt. Spurt. Eg er að hugsa um að kaupa vatnsdælu fyrir búið okkar, til þess að brynna grip- um og kæla mjólk. Á að biðja um leyfi hjá W. P. & T. B. Svafr. Já. Leyfið fæst hjá Ross Trimble, úthlutunarstjóra landbúnaðarvéla. Power Bldg., Wpg. Spurt. Þegar beðið var um sykur til niðursuðu ávaxta, var mannmargt á heimilinu en síð- an hefir fækkað, sumir hafa innritast í herinn aðrir farið að heiman til að vinna fvrir bú, en aðrir til að ganga á skóla. Á húsmóðirin tilkall til allra seðlanna sem henni voru sendir? Svar. Ef engir hafa verið tekn- ir inn á heimilið í stað þeirra sem fóru, og húsmóðirin þarfn- ast því ekki allra seðlanna, þá á hún að skila afgangnum á næstu skrifstofu Local Ration Board. Spurt. Er kaupmönnum leyft að hafa “Jam” og síróp í búð- unum og láta það ekki nema til sérstakra viðskiptavina? Svar. Það fæst ekki nema svo lítið af sumum vörutegund- um að kaupmenn hafa þær ekki til sýnis, og láta þær ekki af hendi nema til þeirra sem þeir vita að eru sanngjarnir, og biðja ekki um meira en þeir þurfa með. Þetta er gert til þess að dreyfing verði sem jöfnust. Spurt. Hvers vegna verður maður að borga 50 cent fyrir pundið af “lamb-chops” og láta einn kjötseðil fyrir hvert pund. Lambakjöt seldist á 38—40 cent árið 1941. Svar. Verð á lambakjöti var ekki takmarkað fyr en í nóv. 1942, og verð um þetta leyti árs er ávalt lang hæst. Ef þér finst þú hafa borgað hærra verð en lögin leyfa ættir þú að tilkynna W. P. & T. B., og láta þá rann- saka þetta frekar. Einn seðili fyrir hvert pund er rétt; en ef þii kaupir “rib-chops” með bein- um í, ættir þú að fá 1V4 pund fyrir hvern seðil. Spurt. (A) Ef manni hefir ver ið sagt upp húsnæði, en hefir ekki tekist að finna sér annað hús, getur húsráðandi samt heimtað að maður flytji út á tilteknum tíma? (B) Er hægt að heimta að maður flytji um þetta leyti árs, maður hefir garð sem stendur í blóma og sem eyðileggst ef ekki er litið vel eftir honum. Svar. Hvorug af þessum á- stæðum er álitin nægileg til þess að leigjandi megi vera áfram í íbúð eftir að fyrirvara tímabilið er útrunnið. Spurt. Þegar skrifleg uppsögn á húsnæði er meðtekin, á að telja fyrirvara tímabilið frá dagsetningunni á bréfinu, eða frá þeim degi sem hún var með- tekin af leigjanda? Svar. Það á að telja tímann frá þeim degi sem hún var meðtekin af leigjandanum. Sykur. kaffi og te seðlar núm- ar 11 og 12; smjörseðlar númer 20 og 21, og kjötseðlar númer 10, ganga allir í gildi fimtu- daginn 22. júlí, 1943. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Aibert Wathne, 700 Banning St. Wpg. Islendíngadagurinn í Seattle Islendingadagurinn í Seattle Wash., verður haldinn að Sjlver Lake, sunnudaginn 1. ágúst n. kv, eins og undanfarin ár. Nefndin, sem stendur fyrir hátíðarhöldunum vinnur í sam- einingu að því að dagurinn verði sem ákjósanlegastur fyrir alla, seni sækja hann, skemti- skrá verður eins góð og fram- ast er unt, ræður fluttar með auðvitað fleiru, sem nefndin hefir ákveðið að hafa til skemt- unar, söngflokkur, sem saman stendur af góðu söngfólki skemt ir einnig, sem engum verður vonbrigði að hlusta á. íþrótta- samkeppni, sem ungum og gömlum er boðið að taka þátt í fer fram og verðlaunum út- býtt til þeirra sem röskastir reynast. Ennfremur verður dans að kvöldinu og • valdir menn til þess að spila fyrir. Það er enginn efi á því, að íslendingadagshátíðirnar, sem haldnar hafa verið ár hvert síð- an íslendingar fluttu til þessa lands, hafa átt mikinn þátt í því að viðhalda þjóðemi og sameiningu Islendinga hér vest anhafs. íslendingar hér í Seattle og ströndinni eru orðnir æði fjölmennir, og þó að þetta séu alvarlegir tímar eins og við vitum, ættum við að geta sparað einn dag á árinu til þess að koma saman og hafa stund til skemtunar hver með öðrum Svo, landar góðir, hittumst heilir 1. ágúst n. k. að Silver Lake, Seattle Wash. Nefndin. Gaman og alvara Svo Sveinn vill að prestar fái 12.000 dollara laun árlega. en Guðmundur Friðjónsson vill leggja niður alla presta á einum degi, í ritgjörð sinni í Eimreið- inni fyrir fáum árum, sem hann nefndi “Vegurinn út úr völundarhúsinu”, en í staðinn vildi hann að guðfræðideild Há- skóla íslands semdi góða pré- dikun og sendi hana prentaða ókeypis heim á hvert einasta heimili á íslandi. Með þessu ynnist þrent í einu.Fyrst, að allir fengju að heyra jafnt á- gæta ræðu, og annað að þjóð- inni sparaðist stórfé árlega, í þriðja lagi gætu þá prestarnir orðið ánægðir. Þessir “sófa grónu ræðudvergar”, sem hann nefndi þá, af sinni löngu lífs- reynslu, væru alla tíð að kvarta um of lág laun, og báru sig saman við skipstjóra á fiski- flotanum íslenzka, sem verða að vinna úti í hvaða óveðri sem er nótt og dag, og fá lítinn hlut, — nema þeir vinni afar hart, og beiti jafnt kappi og forsjá. Eg er allvel kunnugur fiski- veiðum bæði á sjó og vötnum, og álít að enginn sé betur að sínum hlut kominn, en veiði- maðurinn. » Jæja, Guðmumdur Friðións- son eggjaði þar prestana á að fara nú á fiskiduggur, og sýna nú hyað þeir gætu sagt. Ekki hefi eg heyrt þess getið að neinir af þeim hafi freistað gæf unnar á sænum, en þótt rólegra að leika sér sex daga af hverri viku, og syngja messu á sunnu- dögum. Og þekt hefi eg þrjá presta, sem bara fóru úr skinnbrók- inni, tóku til að lesa biblíuna, æfðu sig í skrift, og reikningi, stigu svo í ræðustólinn og reyndust vel. Mér dettur í hug umsögn Þórarins gamla á Bakka, um prestana, hann sagði það gæti hver maður verið prestur, sem gæti lesið á bók, þó hann gæti ekki annað gjört. Það er annars eðlilegt að Sveinn Oddson sé elskur að prestum, þeir voru Borgfirðing- um skjól og skjöldur, þegar Alþingi var endurreist 1845, urðu þeir að senda presta sína á þingið, og fyrst enginn fanst nothæfur í héraði þá fengu þeir sér lánaðan utanhéraðsprest, séra Arnljót, í langa tíð, svo höfðu þeir séra Magnús á Giis- DÁNARMINNING Föstudaginn 11. júní andaðist Ólöf Gísladóttir að heimili dótt- ur sinnar og tengdasonar Mr. og Mrs. Benedikts Kristjánsson- ar að Red Deer Point, Winni- pegosis, þar sem hún var búin að hafa heimili síðastliðin 29. ár, hún var fædd 1857 í Borgar- hreppi í Mýrarsýslu á íslandi. Foreldrar hennar hétu Gísli og Jónbjörg, hún ólst upp hjá þeim til fullorðinsára þá fluttist hún til Reykjavíkur, þaðan til Seyðis fjarðar svo þaðan til Vopna- fjarðar, ásamt manni sínum, hann hét Rögnvaldur, þau eign- uðust eitt barn áður nefnda dóttur, frá Vopnafirði fluttu þau til þessa landá 1892 og settust að í Árnesbygð í Nýja Islandi, eftir nokkur. ár þar dó RögnvaMur, tveimur árum síðar giftist Ólöf, Benedikt Pálssyni, Húrtvetning að ætt, hann dó eftir 9 ára sambúð þeirra við Narrows við Manitobavatn, þá voru þau þangað flutt. Hún tók dreng til fósturs á 1. ári, sém móðirin dó frá, Kristján Eiríks- son heitir hann, hún ól hann upp eins og móðir getur best litið eftir sínu eigin barni þar til hann gekk í herþjónustu fyrir fullum 2 árum og er nú kom- inn til Englands, eftir að harrn komst til vits og ára kunni hann að meta hennar móður- legu umhyggju, hann var henni eftirlátur og góður sonur, síð- ustu 20 árin var hún hjá dóttur sinni og tengdasyni, hér áður bakka, séra Þórhall og Tryggva son hans o. fl. Grímur Tomsen var lengi þingmaður þeirra, Halldór Danielson, einu sinni og Jón í Tandraseli, sem þeir ortu um Þó herji fjandinn himinn á, og hitni í brandaéli, ríður gandreið Alþing á Jón í Tamdraseli”. Um presta og starf þeirra mætti margt segja, en eg læt öðrum það eftir. Sjá bókina Prestasögur Með kærri kveðju Sveinn, S. Baldvinsson, Gimli. nefnd og voru þau hjón sam- hent í því að láta fara vel um hana í ellinni. Síðustu árin var hún farin að tapa sjón, og var ekkert horft í fyrirhöfn og kostnað, til að reyna að halda sjóninni við, og fyrir þá um- hyggju sem hún naut þurfti hún ekki að líða það mótlæti að verða blind, þó þessi gamla kona eignaðist bara 1. barn þá eru 11 barnabörn sem horfa á eftir góðri ömmu og 9 barna- barnabörn. Hún var jarðsungin í Winnipegosis, sunnudaginn 13. júní að mörgu fólki viðátöddu, stór og myndarlegur ástvinahóp ur og meiri partur íslendingar í þessum bæ og nágrenni og nokkuð af annara þjóða fólki Útförin fór fram frá íslenzku lútersku kirkjunni, enskur prestur talaði yfir henni, enn íslenzkur söngflokkur söng okk- ar fallegu sálma, Mrs. Peter Johnson söng einsöng 1. sálm- inn. Eg sem þessar línur rita þekti þessa konu mjög lítið, sá hana aðeins tvisvar sinnum, get því ekki rakið lífsferil hennar ítar- lega, af þessari litlu kynningu og stuttu viðtali fann eg það að hún var sannur íslendingur, og virti og elskaði þá siði sem hún var uppalin við og lúterska trúin var henni dýrmæt eign, hún lifði og dó með þeirri sann færingu, hún væri henni örugg hjálp í lífi og dauða. Blessuð sé minning þessarar góðu konu, öilum ástvinum hennar. A. J. ÞAKKARORÐ Við undirrituð, x þökkuð af hjatta öllum sem sýndu okkur samhygð og hluttekningu við jarðarför móður og tengdamóður okkar, með blómagjöfum og nærveru sinni við athöfnina, og á mangan annan hátt. Við biðjum góðan Guð að launa öllu þessu fólki fyrir hluttekningu þess okkur til huggunar og gleði, eftir hans vísdómsnáð, þegar það er huggunar eða hjálparþurfi. Winnipegosis, 28. júní 1043. Mr. og Mrs. Benedikt Krisíjánsson. A VIKING SHIP My dear, perhaps a thousand years ago You sailed in Viking ships and went to sea Accoutred as a Viking—fearless, free— A rover and a warrior— And on shore, I stood and watched and prayed each time you went— And clasped my hands above my aching heart, And hoped that your return might make a dream Become reality. I loved you then,—yet you, so often blind Talked of your ventures, smiled and laughed with me And, smiling still, sailed out into the sea. And now, a Viking still, in modern dress, You sail the skies and seek the inhuman foe, And venture further yet. And here at home I smile—and tum to wait,—and watch you go. A thousand years have passed, and here we are, Who cannot understand, when glances meet, The intangible thread that binds us each to each. I try to smile and say “Good Luck” because, — There must be no emotional display — We scarcely know each other, — And so—you go away. I sit at home and dream, but dreams are vain When all my heart, is leaden,—filled with pain. A thousand years ago my warrior sailed Beyond the setting sun. And now, again, I hope and pray and dream, That, when his duty done, He’ll vmderstand, and so retum to me; For love that lasts a thousand years must be The kind that molds two hearts in one. L. A. Johannson, Vancouver.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.