Lögberg - 22.07.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.07.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGbERG. FIMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eftir Edgar Wallace. “Anna er til travala,” sagði Tiser. “Eg hefi hugboð um að hún hafi ekki verið yður mjóg eftirlát, kæri vinur. Og þar um skiftast leið- irnar.” “Hvernig vitið þér það?” Tiser brosti. “Það er svo margt sem eg heyri,” svaraði hann brosandi. “Það getur líka stafað hætta af henni, væri ekki mögulegt líka ” Hann rétti út handleggina og ypti öxlum, og lauk ekki við setninguna. Mark æddi að honum í ofsa bræði. “Þér ætlið að sjá fyrir Brandley, og þér ætlið mér að sjá fyrir stúlkunni.” Tiser kinkaði kolli til samþykkis, um að svo væri. “ímyndið yður,” sagði hann með hægð, “að stúlkan væri sökuð um höfuðglæp — van- sæmd með almenníngs umtali — við Bradley, sem aðalsaksóknara gegn henni, eg hygg það mundi ganga nærri honum. Eg get ekki ímynd að mér að hann gæti breitt yfir það, kæri Mark.” Mark horfði stöðugt á félaga sinn. “Hafið þér ákveðið hvern á að myrða?” spurði hann ísmeygilega. Tiser brosti mjög ánægjulega. “Það er auðveldasti parturinn af því,” sagði hann, undirferilslega. Mark hugsaði sig um eitt augnablik. og sagði. “Eg held að eg geti gefið yður betri ráð, og valið til þess mikilvægari mann en þer getið, getið til.” Mark fór inn í svefnherbergið sitt, og reifaði áðra hendina, í umbúðum. Því næst gekk hann út í forstofuna og barði að dyrum hjá Önnu. Hún kom sjálf til dyranna, en þegar hún sá hann, og hvernig hann var útleikinn, gleymdi hún því sem þeirra hafði farið á milli. “Hvað hefir komið fyrir hendina á yður?” spurði hún. Hendin var vafin í þykkum um- búðum, og hann hafði hana í svörtum siiki fatla. ' “Það er ekkert. Eg var að koma hreyflinum í bílnum mínum á stað, en sveifin hrökk til baka; en þetta er ekkert. Munduð þér vilja gera svo vel og vera skrifari minn, þar til að hendin er orðin góð aftur? Það eru eitt eða tvö áríðandi bréf sem eg þarf að skrifa.” Hún var í efa um hvort hún ætti að gera það; en hin eðlilega meðtilfinning hennar, til að hjálpa honum, fyrst þetta hafði komið fyrir, mátti sín betur, þrátt fyrir það, að innri tilfinning hennar mælti á móti því. “Eg kann ekki að brúka ritvél.” “Það gerir ekkert til,” svaraði hann. “Það eru bara eitt eða tvó stutt bréf sem eg þarf að senda út strax; mér er það mjög áríðandi.” “Eg skal hjálpa yður með það, Mark,” sagði hún, og fór með honum yfir í hans íbúð — það var í fyrsta sinni sem hún hafði komið þangað, síðan kvöldið sem Bradley kom þar. Hann las henni hægt og rólega fyrir fyrsta bréfið, það vár til manns í París, sem . hann var að biðja að fresta heimsókn til sín, sem var ákveðin á vissum tíma. Næsta bréfið •— eg þarf að senda Tiser fáeinar línur,” sagði hann dræmt. “Eg þori ekki að síma, vegna þess að Bradley vinur okkar er líklegur til að hafa einhvem til að hlusta á skiftistöðinni. Byrjið það með “Kæri vinur!” Anna skrifaði eins og hann sagði henni fyrir. “Bætið þessu vjð,” sagði hann. “Eg hefi nokkuð afar þýðingarmikið að segja yður. Getið þér mætt mér í lystigarðinum, rétt á móti drottningar hliðinu klukkan ellefu í kvöld? einsamall.” “Þér þurfið ekki að sknfa nafnið mitt undir það; hann veit frá hverjum það er.” Hún rétti honum bréfið og hann las það, án þess að láta bera hið minsta á þeim fögnuði, sem var í huga hans yfir áformi sínu,. Bradley þekkir skriftina. XXIII. kafli. Það var ekki neitt sérstaklega óvanalegt fyrir Önnu Perryman, að gera skrifstofustörf fyrir Mark. Hann vildi helst aldrei skrifa bréf sjálfur, og sökum hans sérstöku viðskifta- aðstöðu, gát hann ekki haft, fastann skrifara né hraðritara. Önnu var ljúft að hafa eitthvað að gera, þennan langa athafnaleysistíma, svo Mark fékk henni nægilegt starf við að svara og skrifa viðskiptabréf, sem voru vanalegs eðlis, og fjölluðu ekki um neinar bannaðar vörur. Það var vafalaiust að hann hafði byrjað við- skipta starfsemi sína með því að smygla toll- skyldum vörum, og hafði grætt stór fé á því. Það leiddi hann til að fara að flytja inn og selja alskonar eiturlyf, og honum hafði hepn- ast svo vel að komast í kringum lögregluna með það, og græða offjár, að hann var farinn að verða óvarfærnari. Það var fyrst nú að hann var farinn. að verða þess var. Hann var í engum efa um það, hann vissi að lögreglan fór sér hægt, og að þeir voru stöðugt að króa meir og meir að sér. Það var ekki hægt að sjá beinlínis að þeir væru áð ná honum í gildru sína, en honum var full ljóst, að hans var vandlega gætt, og að hann. var í sjálfu sér fangi. Hann hafði sent ferðaleyfis skýrteinið sitt til utanríkisstjórnardeildarinnar, til að fá það endurnýjað. En hann hafði fengið það svar, að sökum “vissrar óreglu”, sem væri í sambandi við það, yrði töf á að endurnýja það. Þetta var í sjálfu sér engin óþægindi . fyrir hann, því Mark hafði tvö eða þrjú ferðaleyfi, undir mismunandi nöfnum; en hann vissi vel, að ef hann reyndi að komast út úr landinu á einhverjum af þessum ferða- leyfum, gæti slíkt valdið honum óbætanlegu tjóni. Anna var nú ekki honum til neinna hags- muna, síðan hún var svipt keyrsluleyfinu, hún var að verða honum til meiri og meiri hættu, og hann varð með einhverju móti að koma henni úr vegi. Tiser, annað eins varmenni og hann var, mundi hafa orðið skelkaður til dauða, ef hann hefði getað skynjað hinar djöfullegu hagsanir, sem vinur hans og félagi bjó yfir. Mark bar ekkert hatur í brjósti til Önnu þó hann væri búinn að ákveða að koma henni í lífshættu. Það lá ekki nein illgirni til grund- vallar fyrir þessari miskunarlausu ákvörðun. » Hún var bara orsök, sem gat komið til leiðar sérstökum afleiðingum. Hin sikjóta hrifning, sem allt í einu hafði blossað upp í huga hans, hafði kólnað eins fljótt aftur. í þessum anda algjörðs kæruleysis lifði og dó Mark. Hann braut bréfið vandlega saman, og lét það í umslag, og skrifaði utan á það til Bradley. Hann fór með strætisvagni, þar til hann kom að næsta pósthúsi, og lét bréfið í bréfageymir sem var Uftan á því, og brosti mjög ánægjulega. Stundu eftir að Anna hafði skrifað bréfið, og var í herbergi sínu, að búa sig fyrir skemtigöngu, hringdi síminn, og henni brá dálítið við að heyra rödd Tisers í símanum. Þessi smjaðrari hafði aðeins einu sinni áður símað henni. Hann talaði í sínum vanalega æsta málróm. Fyrsta setningin var svo mikil þvæla, að hún gat ekki skilið orð af því sem hann sagði, svo hún beiddi hann að hafa það yfir aftur. til Bristol. Viljið þér segja okkar góða vin að eg misti af fyrstu lestinni, en eg fer með miðdagslestinni. Eg reyni að ná honum í síma. Þér vitið hvernig Mark er, kæra ung- frú, — svo hræðilega einráður.” “Vissi hann um að þér ætluðuð til Bristol?” spurði hún. “Ó, kæra litla vina mín, auðvitað vissi hann það,” svaraði Tiser í skjálfandi róm. “Eg lof- aði honum að fara klukkan tíu —”./ “Komið þér til baka í kvöld?” greip hún fram í.” “Annað kvöld — eg vildi koma til baka í kvþld, en Mark — jæja, þér vitið hvernig Mark er. Er nokkuð að frétta, unga vina mín? Eg er svo niðurdreginn — eg er svo tauga- veiklaður. Væri yður ekki mögulegt að tala við okkar kæra Bradley og fullvissa hann um, að það sé ekkert ilt að hafast að á heimilinu? Lögreglan, er altaf á hælunum á þessum vesa- lings óhamingjusömu drengjum; það er meir en mér er skiljanlegt. Þessi Sedemann. er að verða okkur til vandræða.. Eg er ekki viss um nema hann sé að vinna,” hann lækkaði róminn, “fyrir lögregluna. Þér segið Mark þetta?” Áður en hún gat svarað þessari romsu, hafði hann lokað af símanum. Anna settist á stól við skrifborðið sitt, hún hélt saman höndun- um í kjöltu sér, og sat um stund hugsi. Mark vissi það að Tiser var að fara úr borginni, og vissi að hann kæmi ekki til baka fyr en annað kvöld. Því var hann þá að skrifa hon- um þetta bréf? og því hafði hann ávarpað hann “Minn kæri vinur?” Hún vissi af því sem Tiser sagði, að vinátta þeirra hefði kóln- að, og að Mark var ekki, maður sem félli fyrir tómum fagurmælum. Þegar hún fór að hugsa meira um þetta, vissi hún glögt að Mark skrifaði Tiser aldrei, og ef þetta bréf \|ar virkilega til Tiser, því þá að setja mót við hann í lystigarðinum? Lögreglunni var kunnugt um að Tiser kftm oft til Marks, það var ekkert leyndarmál um kunningsskap þeirra Hún hugsaði, og velti þessu lengi fyrir sér, þar til hún tók ákvörðun. Mark var úti, þjónn- inn hafði sagt henni það, hann hafði farið út fyrir svo sem stundarfjórðungi. Hún fór inn í stofuna. Á borðinu lá skrifpappír og um- slög, og í ruslakörfunni sundurrifið umslag. Hún tók það upp, og sá orðið “Cheif’” — Mark gerði altaf það feil að skrifa “e” á undan “i” í orðinu “Chief”. Hún horfði undrandi á um- slagið; en þá kom henni það sanna í hug. Það vat auðvitað umslagið sem hann haíði byrjað að skrifa útan á til yfirumsjónar- mannsins Bradley, og hún skildi nú að hann var að 9enda honum bréfið, sem hún hafði skrifað. Hún reyndi allt hvað hún gat að muna hvað hún hafði skrifað, en hún hafði veitt því svo lítið athygli, að hún einungis gat munað hvert efnið var. Það var bréf skrifað með hennar hendi, og hafði verið skrifað utan á það til Bradley — Bradley auðvitað mundi þekkja hennar skrift, og mundi koma á tilsettum tíma þangað í þeirri von, að hún hefði einhverjar upplýsingar að gefa honum. Hvað gat Mark gengið til að láta hann koma þangað á tilsettum tíma? Það ór hrollur um hana við þá tilhugsun. Þegar þún kom aftur til herbergja sinna, var síminn að hringja, það var Tiser aftur, rödd hans talaði af miklum ákafa í gjallandi , • rom. t “Eruð það þér, mín kæra Miss Perryman? Eg ,er hættur við að fara til Bristol — eg er orðinn svo hræðilega minnislaus — eg rétt mundi eftir því í tíma, að Mark var búinn að segja mér að hann ætlaði að senda mér bréf í dag — áríðandi bréf.” Það mátti sjá ofúrlítið bros kipra saman varir hennar. “Hvenær munduð þér eftir þessu?” spurði hún. Honum varð orðfall. — Hún spurði ekki meir. • “Rétt fyrir fáeinum mínútum; það er óþarft að geta um það við Mark. Eg sendi annan mann í minn stað.” Hún brosti kuldalega, og hengdi upp hevrn- artólið. Mark hefir símað til heimilisins til að vita um ef Tiser væri farinn, og komist eftir því hjá honum að hann hefði símað henni. Hún gat ekki séð í hversu mikilli hættu að hún var stödd. Það að slíkt bréf fyndist í vösum Bradleys, dauðs, eða dauðsærðum hlaut að valda morðkæru gegn henni, en hún hugs- aði ekki út í það. Hún sá bara hættuna sem Bradley var í, og reyndi strax að komast í samband við lögreglustöðina. Bradley er úti, svaraði skrifari hans, 9em virtist dálítið hissa “Viljið þér biðja hann að síma til mín strax og hann kemur inn?” Hún gaf honum nafn sitt og símanúmer. Henni fanst eins og undrunarblær í málróm skrifarans. “Já, Miss Perryman, eg skal gera það,” og hún settist við símann til að bíða eftir að heyra Bradley tala. Það var komið kvöld áður en hana varði, og hún hafði ekki borðað neitt síðan morgunverð, svo hún bjó sér til svolítinn kvöldverð. Hún hafði látið þjónustu stúlkuna fara, og gerði sjálf, það sem gera þurfti. Hún hafði upp á síðkastið verið að líta sér eftir íbúð annarsstaðar. Henni var ljóst, að hún yrði strax að skilja við Mark og hans félaga. Hún hafði lítið af peningum, þó Mark hefði borgað henni vel, en hún hafði ekki hugsað út í að fara sparlega með. Hún gat farið aftur; til Frakklands og farið að kenna, eins og hún gerði áður. Það fyreta sem hún gerði, kvöldið sem Eli Josef kom þar, var að skrifa til skólans í Autenil, og biðja um að fá sína fyrri stöðu þar. Hún hafði fengið bréf frá skólastjóranum, þar sem henni var sagt, að skólastjórinn væri á ferðalagi í Suður-Frakklandi, svo hún varð að bíða, þar til að hún vissi um hvort sú leið væri opin til undankomu fyrir hana Klukkan var orðin fjögur. og hún hafði ekkert heyrt frá Bradley. Klutokan sex sím- aði hún til lögreglustöðvrainnar, en gat ekki náð tali af manninum, sem hún hafði talað við um morguninn. Bradley hafði sjálfsagt komið inn og fengið bréfið. Hún spurði eftir hvar hann mundi vera, en hún fékk enga upplýsingu um það. Maðurifin sem hún tal- aði við, sagði henni, að hann hefði aðeins komið inn og stansað fáeinar mínútur og mundi ekki hafa fengið orðsending hennar. Eftir því sem lengur leið á kvöldið óx ótti hennar. þegar klukkan var hálf ellefu, fór hún í yfirhöfn sína, og gekk út. í dyrunum mætti hún Mark, sem var að koma inn. “Gott kvöld,” sagði hann dálítið hissa. “Hvert ætlið þér að fara?” “Eg ætla að taka mér ofurlítinn göngutúr, til að hressa mig.” “Eg skal koma með yður ef þér viljið.” Hún hristi höfuðið. “Eg held eg kæri mig ekki um að þér komið með mér, Mark,” sagði hún brosandi. Hennar glaðlega útlit og látbragð, vilti hon- um sýn — enda var honum ekki ljúft, að hun færi út, einmitt á þessum tíma.” “Passið að lenda ekki í neitt slark,” sagði hann glaðlega. Þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í ellefu var hún komin að Anresi’s götu, og þegar hún kom að hliðinu inn í garðinn heyrði hún, sjúkravagnsklukkur hringja, og ákafur hjartsláttur greip hana. Hún sá mann tilsýnd- ar — það var garðvörðurinn — koma hægt, en grunsamlega til sín. “Hefir slys komið fyrir hér?” spurði hún í óstyrkum róm. “Já, maður var sleginn niður rétt hjá Marble Arch. Eg held hann sé ekki mikið meiddur.” Hún hneigði sig, en gat ekkert sagt, nema - þakka honum fyrir, flýtti sér framhjá honum og yfir veginn, og gekk dálítinn spöl. Það var aðeins einn maður sem hún sá á gangi. Hann fór framhjá henni, en leit til hliðar til hennar, og var að byrja að segja eitthvað, þegar hún alt í einu sneri í aðra átt. Þetta var strákræfill sem hún var ekki mikið hrædd við, ef hann vildi sýna nokkra áreitni. Hann stansaði, efaði sig augnablik, og hélt svo leiðar sinnar. Hvaðan mundi Bradley koma, og hvað- an mundi árásin á hann verða gerð? Hún var í engum min9ta efa um það, að hann var í mikilli hættu. * Lögreglumaður kom út úr dimmunni. Hún varð svo himin lifandi glöð að sjá hann, og svaraði hans nærgöngulu spurningum við- stöðulaust. “Eg skal segja yður jómfrú að þér ættuð ekki að vera hér í garðinum, á þessum tíma næt.ur.” “Eg er að vonast eftir — vini mínum.” sagði hún í lágum róm. Hún sá að hann rannsakaði sig með augunum, og gat getið sér til hvað hann hugsaði. “Eg ráðlegg yður að farg. heim til yðar.” Við þessa ráðleggingu var eins og hún fengi innblástur og nýtt áræði. “Eg er að bíða eftir að sjá Mr. Bradley,” sagði hún, með öndina í hálsinum, og sá að það hafði áhrif á manninn. “Ó, eruð þér Miss —? Það er allt öðru máli að gegna.” “Eg vildi að þér væruð hér þangað til hann kemur,” hélt hún áfram. “Eg — eg ætla að vara hann við nokkru. Eg er hrædd um að ráðist verði á hann.” Maðurinn leit nánar á hana. “Eg hefi séð yður áður — eruð þér ekki sama stúlkan sem var fyrir réttinum fyrir nokkrum vikum? Eg var einn af vitnunum fyrir réttinum. Miss Perryman, er það ekki nafn yðar?” “Jú,” svaraði hún. Hann leit frá henni að hliðinu, og virtist óráðinn í hvað gera skyldi. “Vissi Mr. Bradley að þér ætluðuð að koma?” “Það held eg,” svaraði hún. Rétt í þessu sá hún einhvern koma inn um hliðið, hún tók snöggt viðbragð, og var áður auga á festi kominn yfir strætið til hans “Viljið þér finna mig?” sagði Bradiey í skyndi. “Hvað er í hættu. Eg fékk bréfið yðar ekki fyr en klukkan hálf ellefu í kvöld, þegar eg kom inn. Eg símaði yður en þér voruð vekki inni.” Þá veitti hann lögreglúmanninum eftirtekt. “Því er hann hér?” spurði hann. Hún sagði í sundurlausum orðum, því hún hefði beðið lögreglumanninn að vera hér. “Eg vissi ekki nema að þér þyrftuð á hjálp að halda, Þér auðvitað senduð ekki bréfið til mín?” Hún hristi höfuðið. “Mark gerði það?” Spurningin gerði hana órólega, þar til nú hafði hún ekki hugsað út í það, að hún gæti verið að vinna Mark, óbætanlegt tjón, en það vildi hún síst af öllu gera. “Eg veit bara að eg skrifaði það. Og eg fór að hugsa um að þér munduð hugsa að eg hefði skrifað það til yðar — “Hver gerði það?” sagði hann brosandi. Hann leit nákvæmlega eftir, hvort hann sæi til nokkurra mannaferða á veginum. Hann sagði lögregluþjóninum að fara þangað sem hann vísaði honum til, og veita alla þá hjálp sem með þyrfti. Þér skiljið hvað eg á við?” “Já, eg þekki yður, Mr. Bradley.” “Góða nótt,” sagði Bradley og hló. “Eg veit ekki að hvaða gagni að þér getið orðið fyrir mig. Jú, þér g4tið gætt þess að engin liggi í grasinu bak við mig.” Lögreglumaðurinn hvarf það bráðasta. “Nú Anna Perryman, hvað á eg að gera við yður?” “Haldið þér að hætta sé á ferðum?” spurði hún hálf hvíslandi. Hann kinkaði kolli. “Eg er hræddur um að svo sé. Mark vissi að eg mundi þekkja rithönd yðar, og hann dálítið meira — hvaða hug eg be£ til yðar, Anna.” Hún svaraði þessu engu. “Viljið þér að eg fari í burtu?” spurði hún. “Get eg ekki fundið annan lögreglumann yður til aðstoðar?” Rétt í þessu sló kirkiu- klukkan ellefu. “Eg er hræddur um að það sé of seint nú,” svaraði Bradley. (Framhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.