Lögberg - 22.07.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.07.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1943. íslands hefir öðlazt gildi breyt- ist allt til hins fyrra ástands. Af þessum. sökum hefir milli- þinganefndin sett það ákvæði inn í frumvarpið, að Alþingi geti ákveðið að stjórnarskráin taki fyrr gildi en 17. júní 1944. Hér fara á eftir I. og II. kafli stjórnarskrárfrumvarpsins, en í þeim felast aðal breytingarnar, sem bundnar eru við það að landið verði lýðveldi: Frumvarp til sijórnarskipunar- lagu um sljórnarskrá Lýðveldis- ins íslands. I. !• gr. % ísland er lýðveldi með þing- bundinni stjórn. 2- gr- ; ' Alþingi og forseti lýðveldis- ins fara saman með löggjafar- vardið. Forseti og önnur stjórn- arvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvald- ið. II. 3. gr. Sameinað Alþingi kýs forseta lýðveldisins. 4. gr. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem full- nægir skilyrðum kosningarrétt- ar til Alþingis, að fráskildu bú- setuskilyrðinu. 5. gr. Til þess að kósning forseta lýðveldisins sé lögmæt, þurfa meira en % hlutar þingmanna að vera á fundi og skila at- kvæði. Rétt kjörinn forseti er sá, er nær meira en helming - grgiddra atkvæða þeirra, sem á fundi eru. Ef sá atkvæðafjöldi næst ekki, sikal kjósa af nýju óbundinni kosningu. Ef enginn fasr þá heldur nógu mörg at- kvæði, skal kjósa um þá tvo, er flest fengu atkvæði í síðari óbundnu kosningunni. En ef fleiri hafa þá hlotið jafnmörg atkvæði. ræður hlutkesti, um hverja tvo skuli kjósa. Ef þeir fá báðir jafnmörg atkvæði í bundnu kosningunni, ræður hlutkesti, hvor þeirra verður forseti. 6- gr. Forseti lýðveldisins skal kos- inn til 4 ára. Kosning nýs for- seta skal fara fram á síðustu 6 mánuðum áður en kjörtíma- hili hans er lokið. 7. gr. Nú deyr fo^seti eða lætur áf störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, og skal þá kjósa n.Ýjan forseta til næstu 4 ára. Alþingi skal koma saman í því ákyni innan mánaðar. 8. gr. Nú verður sæti forseta lýð- veldisins laust eða hann getur ekki gengt störfum um sinn Vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skulu þá forsætisráðherra, forseti sam einaðs Alþingis og forseti hæsta réttar fara með forsetavald. Forseti sameinaðs Alþingis stýr- ir fundum þeirra. Ef ágreining- ur er þeirra í milli ræður meiri hhiti. 9. gr. Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einka- atvinnufýrirtæki. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara mteð forseta- vald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjör- tímabil hans. 10. gr. Forseti lýðveldisins vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða 'heiti skal gera tvö sam- hljóða frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóðskjalasafnið hitt. 11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgð arlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna. Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþvkki Alþingis. Sameinað Alþingi getur sam- þykkt. að forseti lýðveldisins rjkuN þegar láta af störfum enda bejri 10 iþingmenn hið fæsta fram tillögu um það, % hlutar þingmanna séu á fundi, og sé tillagan samþykkt með a. m. k. % gildra atkvæða þeirra sem á fundi eru. 12. gr. Forseti lýðveldisins hefir að- setur í Reykjctvík eða núgrenni. 13. gr. Forseti lýðveldisins lætur ráð herra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefir aðsetur í Reykjavík. 14. gr. Ráðherrar beri ábyrgð á em- bættisrekstri sínum. Ráðherra- ábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. 15. gr. Forseti lýðveldisins skipar ráð herra ag veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim. 16. gr. Forseti lýðveldisins og ráð- herrar skipa ríkisráð, og hefir forseti þar forsæti. Lög og mikilvægar stjórnar- ráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði. * 17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lægum og um mikil- væg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef ein- hver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórn- ar sá ráðherra, er forseti lýð- veldisins hefir kvatt til for- sætis, og nefnist hann forsætis- ráðherra. 18‘ Sr’ Sá ráðherra, sem mál hefir undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta. 19. gr. Undirskrift forseta lýðveldis- ins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum. 20. gr. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla. Engan má skipa embættis- mann, nema hann hafi íslenzk- an ríkisborgararétt. Embættis- maður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnar- skránni. Forseti getur vikið þeim frá embætti, . er hann hefir veitt það. Forseti getur flutt embættis- menn úr einu embætti í annað, enda missi einskis í af embætt- istekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftir- launurq eða lögmæltum elli- styrk. Með lögum má veita ákveðn- Úm embættismannaflokkum sömu réttindi, sem veitt eru dómurum þeim, er ekki hafa umboðsstörf á hendi. 21. gr. Foseti lýðveldisins gerir samn inga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert. ef þeir hafa 'í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða land- helgi, eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkis ins, nema samþykki Alþingis komi til. 22. gr. Forseti lýðveldisins stefnir saman Alþingi ár hvert og á- kveður, hvenær því skuli slit- ð. Þingi má eigi slíta fyrr en fjárlög eru samþykkt. Forseti lýðveldisins kveður Alþingi til aukafunda, þegar nauðsyn er til. 23. gr. Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis til- tekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur, og ekki nema einu sinni sama þingi. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum. 24. gr. Forseti lýðveldisins getur rof- :ð Alþingi. Skal þá láta nýjar kosningar fara fram svo fljótt sem föng er á, enda komi Al- þingi saman eigi síðar en 8 mánuðum eftir þingrof. 25. gr. Forseti lýðveldisins getur lát- ið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. 26. gr. Ef Alþingi hefir samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyr- ir forseta lýðveldisins til stað- íestingar, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður laga- gildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykkt- ar eða synjunar með leynileg- ri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synj- að, en ella halda þau gildi sínu. 27- gr. Birta skal lög. Um birtingar- háttu og framkvæmd laga fer að landslögum. 28. gr. Þegar brýn nauðsyn ber til, getur forseti lýðveldisins gefið út bráðabirgðalög milli þ'nga. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir næsta Alþingi á eftir. Nú samþykkir Alþingi ekki bráðabirgðalög, og falla þau þá úr gildi. Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefir sam- þykkt fjárlög fyrir fjárhags- tímabilið. 29. gr. Forseti lýðveldisins getur á- kveðið, að saksókrt fyrir afbrot skuli niður falla. ef ríkar á- stæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna upp- gjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefir dæmt, nema með samþykki Al- þingis. 30. gr. Forseti lýðveldisins veitir, annaðhvort sjálfur eða með þvi að fela það öðrum stjórnarvöld- um, undanþágur frá lögum sam kvæmt reglum, sem farið hefir verið eftir, hingað til. Business and Professional Cards Fangarnir Sungu Eftir Arthur Stringer. Er þetta tap? Þeir horfðu hátt og hatri leyndu, en glottu’ um tönn. Þá dreymdi loftið bjart og blátt á bak við skýja hrönn. Að vísu sýndist þröngt um þá en þeir voru’ ekki fangar samt! Ef söngdís lyftir þungri þrá, nær þrældómsvaldið skamt. Ef hljómdýrð grípur huga manns þó honum sýnist varnað máls, í hljóði syngur sálin hans til sigurs — hann er frjáls. Svo sterkur enginn fjötur finst né fangahola nein svo þröng, sem ekki af heilli hugsun vinst né hrekkur fyrir söng. Sig JúL Jóhamvesson. 90% 360 WAR SAVINGS STAMPS BUYS ONE DEPTH CHARGE FOR CANADA'S NAVY. CAN BUY A STAMP EACH DAY IN THE YEAR AND HELP STAMP0UTiJl£ U’BOATS. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED IJI Athugasemd. Rauða kross sendiherrann í Bern í Svisslandi, skýrði frá því að þegar Canadisku hermennirnir höfðu verið teknir til fanga við Dieppe, þá hefði mátt heyra til þeirra syngja í fangabúðunum. í sambandi við það orti Arthur Stringer þetta kvæði. Ragnar H. Rragnar sendi mér það og bað mig að “umyrkja” það á íslenzku. Þýðandinn. Hjartfólgin þökk Þér, sem varst fegursta blóm æfi minnar, þakka eg af insta grunni hjarta míns, ljúfa og ógleymanlega samfylgd. Þú varst ljós á mínum vegum og lampi minna fóta; ljós af guði gefið. Minningin um þig, og ástríki þitt, varpar mildum bjarma á vegferð okkar allra, ástvina þinna, fram á brautarenda. Þess verður nú ekki langt að bíða, unz fundum okkar ber saman á ný í ríki hinnar eilífu alfegurðar. Vertu sæl, mín elskaða eiginkona, Salín Sigurbjörg! Guðjón Johnson, frá Svínabökkum í Vopn a(irði. MEÐÖL sjúkdómum Skrlfið NIKKEL’S SCIENTIFIC LABORATORY CLARKLEIGH, MAN. Drummondville CottonCo LTD. 55 Arthur St., Winnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish" Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, . Branch Mgr. Blóm slundvíslega afgreidd THE ROSERY Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. LTD. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Barkman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRE8H AND FROZEN FISH H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur löglrceöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165C Phones 95 052 og 39 043 EYOLFSON’S DKUG PARK RIVER, N.D. íslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 • WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • i Fasteign^salar. Leigja hós. Út- vega peningalán og eldsfibyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. • Phone 26 821 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsteinar sem skara framúr Úrvals blá.grýti og Manitoba marmari Skrifiö eftir veröskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST Wlnnipeg. Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICaL ARTS BLDO Sfmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Sími 61 023 * MANITOBA FISHERIES winnipeSg, man. T. Bercovitch, fram.kv.stj. Verzla f helldsölu með nýjan og t frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimasfmi 55 463 7Tlei/ers Siuxllos XJd. (arfed PhetoyuwhicOwawjaúmTh Canadi 224 Notre Dame- ÓHONE 96 647 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Manaping Director Wholosale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. Offioe Phone 87 293 Res, Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAI, ARTS BLDG. Offioe Hours: 4 p.m.—6 p.m and by appointment ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON Lögfræöingar 209 Bank of Nova Seotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNTPEG • pœgilegur og rólegur bústaOur i miffbifci borgarinnar Herbergi $2.00 og Þar yftr; með baðklefa $3.00 og Þar yfir Ágætar máltíðir 4 0c—60c Frce Parking for Ouests DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING ' Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 . WINNIPEO ________________J________ A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi 86 607 Heimilis talsimi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur f eyrna, augna, nef og hálssjökdómum 416 Medieal Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi 22 251 Heimilisslmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RTTBY STREET (Betnt suður af Bannlng) Talsfmi 30 877 Viðtalstími 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.