Lögberg - 22.07.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.07.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1943. V MINNINC Mrs. Guðrún Guðmundsson frá Árdal, Árborg, Man. Mrs. Guðrún Guðmundsson. Árdals bygð, — nú búning skrýðist, syrgjenda, — því sjáum liðna. Landnámskonu, er lengi hefir sómi verið, sinnar tíðar. Ósk er uppfylt. er þú þráðir ástvininn þinn, aftur finna. Og börnin þau er burt kvödd voru. fagnandi þið, finnist aftur. Þá dauðinn leysir líkams fornu böndin, hann ljúfur vinur þreyttum jafnan er. Hann er sem líknar læknis besta höndin sem langþráð von, — þeim sjúkdóms okið ber. Húsfreyja---Árdal heimili sitt kveður, þar höfðingsbragur stýra ætíð vann, með sínum liðna eiginmanni meður, mörg hagsýn stjórn þar ánægjuna fann. Þín trú var bjarg, sem brotsjór enginn brýtur, sem brú er tengir saman ættarbönd þar æfin liðna andlegs friðar nýtur, þótt æði stormar heims við kalda strönd. Líknandi verkið, — ljósmæðranna störfin, var lífs þíns köllun frumbýlingum hjá, ei undanbaðst, þá aðkallaði þörfin, þótt annríkt væri heimilinu á. Hér börnin minnast bersku sinna daga, hér brosti lífið vonum þeirra mót. Hér ítök átti okkar byggðar saga hér átti manndáð sterka lífsins rót. Þótt merkið falli máttarvana að jörðu, sést markið glökt um stundar farna leið. Er sýnir það að garðinn frægan gjörðu þau góðu hjón þó. ferðin væri ei greið. Hún kveður vini vandamenn og börnin, nú vegir skiljast grafarrúmið við, það vígi er best, í vetrarnæðing vörnin, værastur svefn við ástvinarins hlið. B. J. Hornfjörð. i~: Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! ==H f I i Verzlunarmenntun er ómissandi nú á dögum, og það fólk, sem hennar nýtur, hefir aetíð forgangs- rétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Það margborgar sig, að finna oss að máli. eí þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla: vér höfum nokkur námskeið til sölu við frægustu og fullkomnustu verzlunarskóla vesian lands. The Columbia Press Limited Toronto og Sargent. Winnipeg JJ Mrs. Guðrún Guðmundsson írá Ardal Sem nú liður silfurlind, • sístilt eftir grænum haga. Frábær Kvenna fyrirmynd, fram svo leiddi æfidaga. Þar til andimn engillíki, uppvaknaði í ijóssins ríki. Guðm. Gísli Sgiurðson. góð og sönn móðir, er gladdist yfir öllu gengi og gæfu þeirra — en grét yfir misfellum er kynnu að hafa átt sér stað. Börn sín og ættmermi öll bar hún á bænar örmum upp til Guðs. En sökum hjartahæfileika mátti hún í margri merkingu teljast móðir bygðar sinnar, og þannig lifir hún í þakklátri minnimgu skyldra og vanda- lausra. Hún var lögð til hinztu kvíld- ar þann 7. júní, er var einkar fagur vordagur, var útförin mjög fjölmenn. Fyrverandi sókn arprestur fluitti kveðjumál, í fjarveru sóknarprests. S. Ólafsson. Guðrún Benjamínsd. ekkja Péturs Stefáns Guðmundssonar lancjn á m sm ainn s í Árdalsbygð andaðist að Árdals heimilinu í Árborg, þann 4. júní, eftir stutta legu, 89 ára að aldri. Hún var ættuð úr Húnavatns- sýslu, dóttir Benjamíns bónda að Ægisiðu. Ung að aldri giftist hún ■ Stefáni Guðmundssyni frá Vailarási, Víðidal í Húnavatns- sýslu 1878. Fluttu þau 5 árum síðar til Vesturheims og sett- ust að í N. Dakota, í grend við Garðar; þar bjuggu þau í 18 ár. Árið 1901 fluttu þau til Nýja Islands og urðu frum- landnámsfólk |í Árlalsbygð, hlaut bygðin nafn af heimili þeirra, er þau nefndu Árdal. Þar bjuggu þau fram undir 1930, en þá tók Sigurbjartur sonur þeirra og Valgerður kona hans við heimilinu, dvöldu þau hjá þeim þaðan af. Stefán dó 1. apríl 1936, haíði hann um margt merkur mað- ur verið, staðið framarlega í ýmsum málum um mörg hin fyrri ár, og alla tíð bjargfastur styrktarmaður safnaðarmála. Hann var einnig heppinn lækn- ir — hjálplegur i því að lina þjáningar manna og málleys- ingja; gat hann sér góðan orð- stýr. Börn Árdalshjónanna urðu 11 að tölu; 3 dóu í bersku, en 3 á fullorðins aldri: Ágústa Ingibjörg, kona Jóh. Magnússonar, búsett í N. Dak., látin fyrir nokkrum árum. Benjamín, bóndi við Árborg, kv. Jóhönnu Þorsteinsdóttur, Sveinssonar látin 1941. Guðmundur, bóndi í Framnes bygð við Árborg, kv. Sesselju Tryggvadóttir lngjaldssonar, d. 1941. Á lífi eru: Guðrún Þórdís, Mrs. Thomp- son, Wpg. Davíð Jóhannes, bóndi í Ár- borg. Krjstín Jóhanna, Mrs. K. Bjarnason, Wpg. Þuríður Steinunn, kona Sv. Eyjólfssonar bónda í Geysis- bygð. Sigurbjartur, kv. Valgerði Pállaugu Eyjólfsson, Árborg, Man. ' * Systkini Guðrúnar, á lífi eru: Mrs. María Danielson, Ár- borg. 1 Magnús, til heimilis í N. Dak. Guðrún í Árdal, en þannig var hún jafnan nefnd í heima- högum, síðan að' Árdalsbygðin hófst, og viðhef eg það nafn í þessum stuttu minningarorð- um, var merk kona, mikilhæf og góð; átti hún að vöggugjöf marga þá hæfileika, er gerðu hana hæfa að Ijúka með sæmd stóru og umfangsmiklu æfi- starfi, sem landnámskona, bæði í Dakota og Manitoba — sem móðir 11 barna, og sem ágæt- lega starfandi og hæfileikarík kristin kona er lét skyldur lífs og samtíðaf sinnar til sín taka —' og innti þær af hendi, með þreki og stillingu og ráðn- um hæfileikaríkum hug. Guðstraustið djúpt og inni- legt var henni jafnan ljós á leið; með krafti trúarinnar tók hún með jafnaðargeði hverju sem að höndum bar. — Mót- aði trúnaðartraustið hugsanalíf hennar á mjög sjaldgæfan hátt, stjórnaði huga hennar og at- höfnum, ástvinum og öðrum til blessunar. Af hendi Guðs hafði hún að vöggugjöf þegið óvenjumikinn líkamsstyrk og lífsþrótt er ent- ist henni vel á langri æfileið í umfangsmiklu starfi dagsins. Stilling hennar og andlegt þrek var þó úð •míjnum skilningi meira, en hið líkamlega. Sum af okkur er kyntust henni á síðari hluta æfi henn- ar undraði andlegan þroska og sálargöfgi hennar, — innsýni hennar inn í sálir samtíðar- fólksins, löngun hennar til að líkna, gleðja og blessa — og ef í valdi hennar stóð — að græða mein annara manna — hvar sem hún til náði; voru góðverk hennar, oft með leynd en jafnan eðlileg og yfir- lætislaus. Árdals haimilið var frum- landnámsheimili bygðarinnar — þótt önnur yrðu stofnsett litlu síðar. Það varð snemma eitt stærsta heimjili umhverfisins, griða og gististaður vegfarenda, og um margt miðstöð, stórt og (Umfangsmikið. Lagði heimilið — hjónin bæði — og börn þeirra Árdalssöfnuði mikið lið og létu safnaðarmál sérstaklega, sem og önnur mál umhverfisins til sín taka. Stefán var um alla sína tíð málsvari og leiðtogi í kirkju- legum málum í margri merk- ingu, en kona hans studdi þau með djúpum kærleika og skiln- ingi, og blessandi áhrifum eins- lega og opinberlega — og sýndi þeim málum óþrotlega trúfestu, til æfiloka. Hin “hagvirka mund” Guðrúnar í Árdal birt- ist ekki eingöngu í hússtjórn hennar og hannyrðum, en á því sviði var hún þó óvenju hög og listræn, heldur einmg í því að hjálpa öðrum. Um mörg ár stundaði hún ljósmóð- urstörf og fórust þau einkar vel úr hendi. Taldi hún það sérstaka náð, hve vel henni heppnaðist sá starfi, er hún gekk að, með nokkrum kvíða, enn innilegri löngun að hjálpa öðrum — en fátt var um hjálp — og enginn læknir búsettur í héraðinu, fyrir norðan Gimli. Var henni ljúft á þetta að minnast á efri árum Við hlið eiginmanns síns stóð hún styrk og örugg á þeirra löngu samfylgd, er varði um 58 ár; — hún var hans hægri höúd, verndarengill hans og barna þeirra, er með stillingu og þolinmæði bar með honum hverja byrði, og unnu þau mik- inn sigur. Urðu börn þeirra mannvænleg — ættbálkurinn stór — munu Árdalshjónin Guð- rún og Stefán með afkomenda flestu frumherjum í hinu víð- lenda Nýja íslandi. Guðrún var börnum sínum Kenslubækur í íslenzku Undanfarin ár hefir vöntun kenslubóka í íslenzku hamlað tilfinnanlega íslenzkukenslu á heimilum og í Laugardagsskól- um. Úr þessari þörf hefir nú verið bætt. Þjóðræknisfélagið hefir fengið allmikið af þeim bókum sem notaðar eru við lestrarkenslu í barnaskólunum á íslandi. Bækurnar eru flokk- aðar (graded) þannig að börn- in geta skrffast úr einum bekk í annan upp í 6. bekk. Eins og kunnugt er, er út- gáfukostnaður á íslandi afar hár á þessum tímum, við hann bæt- ast flutningsgjöld og skattar. Verð það sem lagt hefir verið á bækurnar er eins lágt og mögulegt er og svarar naum- ast samanlögðum kostnaði. Að- al takmarkið er að sem flestir fái notið bókanna. Bækurnar eru þessar: Gagn og gaman (stafrófskver) eftir í$ak Jónsson 45c. Gula hænan I., Stgr. Arason tók saman 25c. Gula hænan II., — — — — 25c. Ungi litli I., — — — — 25«. Ungi litli II., w— — — — 25c. Lestrarbók 1. fl. 1. hefti Freyst. Gunnarsson tók saman 30c. Lestrarbók 1. fl. 2. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 1. fl. 3. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 2. fl. 1. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 4. fl. 1. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 4. fl. 2. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 5. fl. 1. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 5. fl. 2. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 5. fl. 3. hefti — — — — 30c. Pantanir og andvirði sendist til Miss S. Eydal, 695 Sargent Avé., Winnipeg. Deildir félagsins verða látnar ganga fyrir og eru þær því beðnar að senda pantanir sínar sem fyrst. Fræðslumálan. Þjóðræknisfél. Biður að heilsa Eg hefi nýlega fengið bréf frá R. H. Ragnar, þar sem hann biður mig að skila kveðju til vina sinna og kunningja. Eg veit að þeir eru svo margir að mér yrði ómögulegt að koma kveðju til þeirra allra hvers um sig. Eg tek því það ráð að biðja íslenzku blöðin fyrir kveðjurnar. Ragnar var í Luisiana þegar hann skrifaði bréfið; óvíst hvar hann er nú. Hann segir þetta meðal annars: “Hér í hinni sólríku Luisiana verður mér oft að hugsa eins og Hjálmar sagði: “Fagurt er á Sargent Ave.” Munurinn á mér og blessuðum lögmannin- um er sá að eg undi mér ljóm- andi vel norður á Sargent, en hann hafði valið sér bjartari bústað og rólegri suður í bæ, Eg er nú samt viss um að það er andlegur gróði að hafa setið að kaffi sumbli á Wevel með skáldum, listamönnum og öðr- um slíkum merkis olnbogábörn- um mannfélagsins. Það væri gaman að koma á Wevel fyrir kaffi eftir að veltast hér í sandi og mold í 120 gráða hita á daginn; en það er nú ekki því að heilsa. Eg umber þessa útlegð með mestu þolinmæði, eins og vær- ingjar til forna i Miklagarði; þeir sigursælu víkingar hefðu nú samt verið meira að mínu skapi en þessir nútíðar her- menn, sem drekka Coca Cola í stað öls og blóta Hvíta Krist og Maríu mey. Þó eg sé alfarinn frá Ganada þá hugsa eg oft norður, og eg tók mér nærri slysförina frægu er þeir fóru til Frakklands í fyrra og fanst mér þetta kvæði vera fögur minning um góða drengi (hann sendi mér enskt kvæði, er hann biður mig að þýða). Mér hefir gengið her- menskan vel, og er eg á förum héðan, að minsta kosti er svo í ráði nú. Fari eg úr landi, má vera að það verði bið á að eg stýri Frónsfundum eða stjórni kór á íslendingadögum, en eg hefi meiri áhuga á þeim málum nú en nokkru sinni fyr. Berðu kunningjum mínuhi kæra kveðju. Með vinarkveðju, Ragnar.” Eg veit að margir hugsa til Ragnars og sakna hans, bjóst því við að þeim þætti gaman að vita eitthvað um hann. Sig Júl. Jóhannson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.