Lögberg - 22.07.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 22.07.1943, Blaðsíða 8
I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1943. Það væri synd að segja ao orezka kvenþjóðin lægi á liði sínu viðvíkjandi stríðssókninni; í öllum greinum her- gagnaframleiðslunnar taka brezkar konur ómetanlegan þátt. Á myndinni að ofan sézt bi^zk stúlka, sem ásamt fjölda annara, vinna að gerð Lancaster sprengjuflugvéla, sem reynst hafa möndulveldunum óþægur ljár í þúfu. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ ♦ Katrín Sigríður Pálsson, lézt að heimili sínu 608 Toronto St., hér í borginni á föstudaginn var, 16. júlí. Hún var fædd að Akratanga, Hraunhreppi, í Mýrasýslu 12. ágúst 1857, og ólst upp hjá foreldrum sínum þar, þeim Sigurði Pálssyni skip- stjóra og Sigríði ögmundsdótt- ur, konu hans. Ung fór hún til Reykjavíkur og lærði þar saumaiðn, og starfaði við það um hríð að loknu námi. Sumar- ið 1903 fluttist hún til Canada, settist að í Winnipeg, og hefir átt hér heima síðan. Hér stund- aði hún iðn sína fram á síðustu ár. Hún lætur eftir sig tvær systur á lífi hér vestra. Eru þær Mrs. John Ruth, Cypress River, Man., og Mrs. Sarah Miller, Westaskiwin, Alta. Jarðarförin fór fram frá út- fararstofu Bardals á þriðjudag- inn 20. júlí. Séra Valdimar J. Eylands flutti kveðjumá! og jós hina framliðnu moldu í Brook- side grafreit. ♦ ♦ ♦ í þjóðrækniserindum. Dr. Richard Beck, forseti Þjóð ræknisfélagsins, kom á laugar- dagsmorguninn vestan úr ís- lenzku bygðunum í Saskatche- wan, þar sem hann hafði verið í þjóðrækniserindum. Hann var aðalræðumaður á íslendmga- degi í Churchbridge og flutti einnig erindi á samkomum, er þjóðræknisdeildirnar í Leslie og Wynyard stóðu að. Hann sagði, að samkomur þessar hefðu ver- ið vel sóttar og lét hið besta af viðtökunum vestur þar. Dr. Beck flutti aðalræðuna á hinu norræna móti Viking Club á laugardagskvöldið. Hann hélt heimleiðis á sunnudagsmorgun- inn. -f 4- Veitið athygli! Fargjald milli Gimli og Win- nipeg á Islendingadaginn, verð- ur $1.40 fram og til baka með j árnbrautarlestunum. •f 4- ♦ Prentvilla meinleg og ljót, hefir orðið í greinarstúf mínum. Leiðrétting við athugasemd, í síðasta Lögbergi. í kaflanum, sem tekinn er upp úr bók G. H. Wells stend- ur: “From the Eno-»magnon cave in which the first skeleton were found these people have been caller Eno-magnards”. Á að vera: “From the Ero-mag- non cave in which the first skeleton were found thesé people have been called Ero- magnards”. Leiðrétting. Á eftir greininni “Fullkomnari skilningur” í síðasta Lögbergi hefir fallið niður: “Þýtt eftir tilmælum margra.” Sig. Júl. Jóhannesson. ♦ ♦ ♦ Mr. Sigurður Vopnfjörð skóla ráðsmaður frá Árborg, var staddur í borginni á mánudag- inn. 4 4 4 Mr. og Mrs. Harry Hollbeck frá Chicago, hafa dvalið hér um slóður nokkra undanfama daga, og heimsótt frændur og vini í Argylebyggðinni. Mrs. Hollbe-'k (Thordís), er dóttk þeirra Mr. og Mrs. Ingi Brynjóifsson í Chicagó. 4-4 4 Mr. Guðmundur Johnson frá Vogar, kom til borgarinnar um helgina ásamt Birni syni sín- um; er Guðmundui; hingað kom inn þeirra erinda, að léita sér lækninga. 4 4 4 Mr. J. H. Johnson, kaupmað- ur frá Thicket Portage, er staddur í borginni þessa dag- ana ásamt frú sinni. 4 4» Miss Soffía Guðmundsson frá Vancouver hefir dvalið í borg- inni í vikutíma; kom hún hing- að til þess að vitja Stefaníu móður sinnar frá Hayland, sem liggur á sjúkrahúsi um þessar mundir. Önnur dóttir Stefaníu, Svafa, dvelur hér einnig um þessar mundir. ♦ ♦ ♦ Ferming í kirkju Concordia safnaðar sunnudaginn 18. júlí: Björn Edward Leslie Magnússon Gordon Konráð Hedman. Ingólfur Ólafur Leo Johnson. Ellen June Westman. Emily María Guðrún Hedman. Ingibjörg Grace Hinriksson. Guðrún Kristín Sveinbjörnsson. Oddný Eiríka Bjarnason. Hjónavígslur Þann 10. þ. m. voru gefin saman í hjónaband á St. Regis hótelinu hér í borginni, Kári Solon Baldwinson og Helen Olof Steinthorson. Séra Valdi- mar J. Eylands gifti. Brúðgum- inn er sonur Sigurðar Baldwins sonar á Giririli, ein brúðurin dóttir þeirra Mr. og Mrs. Steinthorson við Vogar. Fram- tíðarheimili ungu hjónanna verður við Favorable Lake, Ont. 4-4-4 Laugardaginn 17. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju, þau Sergeant Pilot Árni Marvin Eggertson og Pearl Josephine Irwin. Séra Valdimar J. Ey- lands framkvæmdi hjónavígsl- una. Brúðguminn er sonur þeirra Árna G. Eggertsonar K. C. og frú Maju Eggertson, en brúðurin er ættuð úr East Kildonan. Að aflokinni vígslu- athöfn fór fram vegleg brúð- kaupsveizla á Royal Alexandra hótelinu. Mr. Guðmundur Lambertson frá Glenboro, var staddur í borg inni síðastliðinn mánudag. Messuboð Séra Guðm. P. Johnson flytur ræður við allar messur í presta kalli séra Bjarna A. Bjarnason- ar í Nýja íslandi, sunnud. 25. júlí. Fólk er beðið að fjölmenna. Hitt og þetta Klæðskeri nokkur hafði svik- ið einn af viðskiptavinum sín- um um föt í 8 vikur, en lofaði á hverjum degi, að þau skyldu vera tilbúin daginn eftir. Þeg- ar fötin loks komu, sagði við- skiptavinurinn: — Hafið þér at- hugað, að guð skapaði heiminn á 6 dögum, en þér hafið verið 8 vikur að sauma þessi föt, Klæðskerinn leiddi manninn út ~að glugganum og mælti: — Lítið þér nú á þessa skítugu veröld, sem þér sjáið hér, og berið hana saman við hreinu og fallegu fötin yðar. 4 4 4 Jónas: Gott kvöld, gamli kunn ingi. Eg er kominn til þess að ná í regnhlífina, sem eg lánaði þér um daginn. Björn: Mér þykir það leiðin- legt, en eg hefi hana ekki núna, eg lánaði kunningja mínum hana. En þarftu að nota hana? Jónas: Nei, ekki eg sjálfur, en maðurinn, sem eg fékk hana lánaða hjá, sagði að sá, sem hann fékki hana lánaða hjá segi- að eigandinn vildi fara að fá hana. Gœtið öryggis! Komið loðkápum yðar og klæðisyfirhöfnum í kæli- vörzlu hjá Perth’s Sími 37 261 Cleaners — Launderers Dyers — Furriers ^mNÍs'FFet*!L ”' í ERFÐASKRAM YÐAR “Dásamlegt barn”, sagði eldri maður við konu, sem sat and- spænis honum í klefanum. “Eg vona að þér alið það þannig upp, að það verði að riýtum og dugandi syni”. “Já”, sagði konan stolt, “en eg er hrædd um að það verði erfitt, þar sem “Uss — vitleisa”, tók maður- inn fram í. “Þótt nýgræðingur- inn sé boginn verður tréið stórt.” “Eg veit það”, samþykti móð- irin, “en þegar ungviðið er stúlka er víst ómögulegt að breyta því í pilt.” • » ♦ * * Dóra: — Og Jack, þessi elska, hefir sagt mér, að eg sé eina stúlkan í öllum heiminum, sem hann hafi nokkurn tíma elskað. Della: Já, og finst þér hann ekki segja það vel. Mamma: Komdu hérna Frank iitli og kystu nýju barnfóstruna þína. Frank: Eg þ°ri Það ekki, mamma, eg er hræddur við það. Mamma: Hversvegna, elskan mín? Frank: Pabbi kysti hana í gærkvöldi og hún gaf honum ut anundir. * * * Dóttirin: Eg hefi lofað að gift- ast Hr. Welloff, mamma. Móðirin: Hvað er að heyra til þín barn. Eg sem neitaði honum sjálf fyrir 25 árum. Dóttirin: Eg veit það. Við er- um búin að hlæja okkur mátt- laus af því. * * * “Svo þú talar alls ekki við nábúa þinn?” “Nei, hann sendi mér glas með smurningsolíu, til þess að smyrja sláttuvélina með, þegar eg byrja að slá klukkan sex á morgnana”. “Og hvað gerðir þú þá”. “Eg sendi honum það aftur með þeim ummælum, að hann skyldi nota það á konuna sína, þegar hún byrjar að syngja kl. ellefu á kvöldin”. Mr. Páll Asgeirsson, endur- skoðandi, lagði af stað austur til Fort William, Ont. á sunnu- daginn var, þar sem framtíðar- heimili hans verður. 4 4 4 LÍNUR SKIPAST. Missætti það, sem nýlega hef- ir komið upp milli vara-forseta Bandaríkjanna, Mr. Wallace, og verzlunarráðherrans, Mr. Jones, leiðir tvímælaluast til þess, að Demokratajlokkurinn þarf að svipast um eftir öðrum vara- faraforseta við forsetakosningar 1944. Mr. Roosevelt hefir veitt báðum þessum herrum nokk- ura ofanígjöf, þó sýnt sé, að hann hallist fremur á sveif verzlunarráðherra sins. Mr. Wallace telst til hins vinstri fylkingararms innan vébanda Demokrata, og vill ganga feti framar • í umbótaáttina, en en flestir aðrir fylgismenn Roosevelt skipulagsins nýja, (New Deal). Mr Jones er á hinn bóginn íhaldssamur og ræður svo miklu á sviði við- skiptalífsins, að Demokratar treystast eigi til að andæfa skoðunum hans með kosningar í aðsigi. s J. J. B. C.C.F. FUNDIR SÉRA PHILIP M. PÉTURSSON og LLOYD C. STINSON. bæiarfulltrúi Stuðningsmenn WILLIAM BRYCE í Selkirk kjördæmi, flytja ræður á eftirfarandi stöðum: FRAMNES - 26. Júlí ARBORG - 27. Júlí GEYSIR - - 28. Júlí_________ M. J. COLDWELL, M.P. aðstoðaður af séra Philip M. Péturssyni. talar að LUNDAR 23. júlí. Fundarstjóri B. E. Johnson. Fundir hefjast kl. 8,30 e. h. Merkið kjörseðilinn: KOSNINGAR |BRYCEX 9. ÁGÚST Kjósendur í Selkirk kjördœmi! Greiðið atkvæði þeim frambjóðandanum, sem bú- settur er í kjördæminu, og reyndur er að þeim hyggindum sem í hag koma. Þessi maður er Charles E. Fillmore í Clandeboye, frambjóðandi Liberalflokksins; hann hefir að baki sér margra ára nytsama reynslu í meðferð héraðsmálefna. Merkið kjörseðil yðar þannig: f f f f f ^ f f f ❖ f f f f f f f f f f f f f f f ❖ Forseti H. Pétursson. Fjallkona, frú Guðrún Skaplason Hirðmeyjar: Miss Guðrún H. A. Skaptason og Miss Helen K. Sigurðsson. Formaður íþróttanefndar. E. A. ísfeld. Winnipeg. KL 10 f. h. íþróttir á íþróttavellinum Smemtiskráin byrjar kl. 2 e. h. Dansinn byrjar kl. 9 e. h. SKEMTISKRÁ ræða, 1. O, Canada. 2. Ó, Guð vors lands. 3. Forseti, H. Pétursson, setur Sam- komuna. 4. Karlakór íslendinga í Winnipeg. 5. Ávarp "Fjallkonunnar” frú Guðrún Skaptason. 6. Karlakórinn. 7. Hon. Stuart S. Garson, Premier oí Manitoba. 8. Karlakórinn. Hinrik S. 9. Minn-i íslands, Björnsson. 10. Minni Islands, kvæði, Páll S. Pálss. 11. Canadisk borgararéttindi og borgara skyldur, frú Ingibjörg Jónsson. 12. Karlakórinn. 13. Landneminn, kvæði, E. P. Jónsson. 14. Endurminningar frá landnámstíð, G. J. Guttormsson. 15. Karlakórinn. God Save the King. Kl. 4 Skrúðganga. Fjallkonan leggur blómsveig á landnema minnisvarðann. Kl. 7 Almennur söngur, undir stjórn Paul Bardal. Kl. 9 Dans í Gimli Pavilion. Aðgangur að dansinum 25 cent. O. Thorsteinsson Old Time Orchestra spilar fyrir dansinum. Aðgangur í garðinn 25 cent fyrir fullorðna, 10 cent fyrir börn innan 12 ára. Gjallarhom og hljóðaukar verða við allra hæfi. Sérstakur pallur fyrir Gullafmælisbörnin og gamla fólkið á “Betel”. Karlakórinn syngur undir stjórn Gunnars Erlendssonar. Takið eftir auglýsingu um "Traina"-ferðir og fargjald. milli Gimli og Wpg. ^♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦^♦♦^^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦^Jf ÍSLENDINGADAGURINN í GIMLI PARK Mánudaginn, 2. ágúst, 1943 t f f f f ♦;♦ I I f f f ♦;♦ f f f f f f f ♦;♦ ♦:-> ♦♦♦ ♦*♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦*♦♦♦♦♦♦« ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦j» ♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.