Lögberg - 22.07.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.07.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1943. -----------löabers----------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EGITOR LÖGBERG, 69ö Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "L»c'){?bergM is printed and publishea by The Columbia Press, Lámited, 695 Rargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Astkæra, ylhýra málið Við lestur góðra bóka heiman af íslandi, styrkist maður óhjákvæmilega í trúnni á ó- dauðleika íslenzkunnar; í íslenzkum bókment um nú, er meira um nýgróður, en eí til vill nokkru sinni fyr; meira er nú gefið út af bókum á Fróni en dæmi voru áður til; og þó vitað sé að misjafn sauður sé á þeim vett- vangi í mörgu fé, þá verður þó naumast um það deilt að frá því á söguöldinni, standi íslenzk ritlist á hærra stigi nú, en hún áður stóð á hin- um síðari öldum; margt það, sem nú kemur fram í bókmenntum íslenzku þjóðarinnar, er svo innviðastyrkt og fagurt, að vekja hlýtur aðdáun allna þeirra, sem í íslenzkum hugar- heimi ferðast í vöku, og þeir eru margir enn, þrátt fyrir andlega svefnsýki alltof margra. Og þó líkja megi mörgum Vestur-íslepdingn- um við rótarslitinn vísir, þá er þó enn á meðal vor margan mann og marga konu að finna, sem njóta andlegrar hjartastyrkingar við brunna hinnar íslenzku tungu, og vilja nokkuð á sig leggja framtíð hennar til tryggingar. Ekki verður því í móti mælt, að vér Vestmenn höfum í ýmsum tilfellum gerst sekir um van- rætkslusynd viðvíkjandi vernd íslenzkunnar, ý>ó vitaskuld eigi þar ekki allir óskipt mál; harðsnúinn hópur ey enn að verki, sem aldrei lætur sér til hugar koma, að ganga uppgjafar- stefnunni á hönd; það er þessi hópur vestur- íslenzkra Birkibeina, sem haldið hef:r uppi móðurmálskennslu ár eftir ár við sæmilegum árangri þó betur hefði mátt vera, ef eigi hefði við verið að etja tilfinnanlegan skort við- eigandi kennslubóka. Nú hefir að nokkru verið úr þessu bætt fyrir atbeina Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi, og bróðurlega sam- vinnu Þjóðræknisfélagsins á íslandi. Nú er komið vestur til notkunar, allmikið af þeim kennslubókum, sem notaðar eru í barnaskól- unum á íslandi; þær eru allar flokkaðar eftir þroskastigi nemenda, og samdar af þeim hæf- ustu mönnum, sem íslenzka þjóðin á völ á í þessari grein; nú er ítarlega frá því skýrt hér í blaðinu, hvernig deildir Þjóðræknisfélagsins, og einstaklingar utan vébanda þess, skuli fara að við öflun þessara bóka, áður en íslenzku- kennsla hefst á ný í haust, sem vonandi er að verði sem allra almennust. Og nú verður að skera upp herör. Þó Laugardagsskólarnir séu virðingarverðir, og hafi óneitanlega unnið mikilsvert gagn, eru þeir þó engan veginn fullnægjandi; öflug og víðtæk heimilisfræðsla í íslenzku, þarf að komast á fót vítt um ný- byggðir vorar; ^arandkennurum verður að fjölga, ásamt því, sem beina verður skipulagn- ing kennslunnar í ákveðnari farveg, en við hefir gengist hingað til; mönnum verður að skiljast, að þeir verði eitthvað á sig að leggja máli þessu til fulltingis; það er ekki til nokk- urs skapaðs hlutar, að varpa áhyggjunum al- veg upp á aðra; hver og einn verður að finna til ábyrgðarinnar sjálfur. Afsökun vegna anna, verður ekki talin gild afsökun; þeir sem unna hugástum telja aldrei eftir sér nein ómök; og það verður hin fölskvalausa ást á íslenzkunni, og þeim menningarmögnum, sem hún býr yfir, er skapað getur henni langlífi í dreifingunni vestan hafs, og þar verða allir að leggjast á eitt. Með hinum nýja kennslubókakosti að heim- an, er stórt skref stigið viðvíkjandi bættum kennsluskilyrðum vor á meðal, sem valda ætti mikilvægum straumhvörfum í þjóðræknis- baráttu vorri fyrir alvernd ástkæra, ylhýra málsins. > Atök Rússans Naumast getur hjá farið að þeir menn, sem mannfrelsi unna, verði snortnir djúpri hrifn- ingu yfir hinni frækilegu gagnsókn Rússa á austurvígstöðvunum; þeir hafa, einkum um- hverfis Orel, breytt á nokkrum dögum vafa- samri varnaraðstöðu upp í svo risafengna sókn að þar verður alt undan að láta. Rússnesku þjóðinni er hver spilda lands síns heilög iörð, sem hún vill mega óáreitt búa að, og láta aðra í friði. Átök Rússans í þessu mikla frelsisstriði hans, sannar alheimi sigurmátt saAeinaðrar þjóðar, skýrar en dæmi voru aður til. Kirkjublaðið íslenzkur biskup vígður í Washington, D.C. Lögbergi hefir um þessar mundir borist í hendur nýtt blað frá Islandi, “Kirkjublaðið”, sem biskupinn yfir þjóðkirkju Islands.. herra Sigurgeir Sigurðsson er ritstjóri að; blað þetta fer prýðilega úr hlaði, gegnmótað djarfmann- legum hugsjónum einbeitts umbótamanns. Það er síður en svo að þetta nýja blað sé einskorðað við sjálf kirkjumálin, eða kristi- menning þjóðarinnar út af fyrir sig; það lætur til sín taka þjóðræknismál, afkomumál og menningarmál Islendinga upp til hópa; er drengilega bent á ýmissar þær hættur, ytri og innri hættur, sem þjóðin um þessar mundir á að etja við, og á margt bent, sem miðar að úrlausn helztu vandamála. Vér teljum víst, að marga fýsi að kynnast megin stefnuskráratriðum þessa nýja og gagn- merka blaðs, og verður því birt hér í heilu lagi ávarp biskups til hinnar íslenzku þjóðar, sem kom fyrir almenningssjónir í fyrsta tölublaði þess þann 8. maí síðastliðinn. “Kirkjublaðið, sem í dag hefur göngu sína, helgar sig, eins og nafnið bendir til, fyrst og fremst þjónustu íslenzkrar kristni og kirkju. Það kveður sér hljóðs í þeirri sannfæringu, að þess sé nú þörf fremur en nokkru sinni áður á Islandi, að rödd kristinnar kirkju heyr- ist, og að þjóðin ljái þeim boðskap athygli, sem mestur, beztur og fegurstur hefur fluttur verið í þessum heim, þeim boðskap, er heilög kirkja flytur þjóðunum. Öllum hugsandi mönnum á þessu landi kem- ur saman um, að íslenzka þjóðin sé í hættu stödd. Breytingar á högum hennar, á aðstöðu hennar til annarra þjóða og í hennar eigin þjóðlífi, hafa á skammri stund orðið svo stór- felldar og örar, að þess er naumast að vænta, að þjóðin hafi enn áttað sig. Vér eigum ekki aðeins við ytri hættur að stríða í þessum óðfluga straumi breytinganna. Vér eigum engu að síður við innri hættur að etja. Það er hætta á að þjóðinni verði glapin sýn, er svo margt nýstárlegt gerist og margt ber fyrir augu, sem vér aldrei áður höfum litið. Það er hæta á siðferðilegu, menningar- legu og fjárhagslegu hruni, ef vér erum ekki á verði og gætum ekki að oss í tíma. Það getur orðið hætta á, að þjóðernistilfinning vor slóvgist, og að vér í þeim skilningi glöt- um ýmsu af því, sem vér eigum dýrmætast og helgast. Kirkjublaðið vill af öllum mætti vinna gegn því, að svo fari. Það vil! halda merki íslenzks þjóðernis og íslenzkrar menn- ingar sem hæzt á lofti. Það vill eiga þátt í að vekja og glæða ást þjóðarinnar til landsins, og minna stöðugt á, að vér eigum eitt allra bezta og fegursta landið í þessum heimi. En blaðið vill þó umfram allt vinna að end- legum þroska og göfgi Islendinga, styðja að hollu og heilbrigðu uppeldi og sannri menntun æskulýðsins og vinna að því, að uppeldið mót- ist og leiðist fyrst og fremst af kristilegum anda og áhrifum eilífrar trúar. Með það í huga mun blaðið gera sitt til að benda á það í bókmenntum þjóðarinnar, er stutt getur að því marki, en hins vegar vara við því, sem það telur hafa áhrif í þá átt, að brjóta niður kristna trú og kristna siðu í landi voru. Á þessum miklu alvörutímum, þegar jafnvel meir en oftast áður hefur borið á óheillafylgju íslands, sundurlyndinu, vill Kirkjublaðið af alhug vinna að einingu þjóðarinnar —• einingu og bræðralagi í landinu — í fullvissu um, að bræðralagið sé eitt aðal skilyrði þess, að þjóð- in geti í nútíð og framtíð lifað sjálfstæðu og fögru lífi. Kirkjan veit, að mörg og mikilvæg verkefni eru framundan, verkefni, sem vinna þarf í kærleika og með fómarlund. Þjóðfélagsleg vandamál munu rísa hvert af öðru, ef til vill erfiðari en nokkru sinni fyrr. Hagfræðilegar og stærðfræðilegar áætlanir og ytri skipu- langning og reglur um framkvæmdir og fram- tíðarh'f, hversu góðar sem eru, munu aldrei einar nægja til þess að skapa nýjan og betri heim hér á jörðu. Til þess þarf umfram alt að breyta mannshuganum og kenna honum betur en hingað til hefur tekizt, að tileinka sér þá trú og breyta samkvæmt þeim lífsreglum og eilífu sannindum, sem orð og heilög fyrirmynd Jesú Krists birtir mannkyninu. Kirkjublaðið leggur upp í fyrstu för sína með einlægum sumáróskum til allra íslend- inga, heitum óskum um það, að vorið og sum- arið megi vera í vændum í þjóðlífi voru, og að þjóðin mætti með hverri stund, sem líður, verða sannkristnari þjóð. Þá mun henni takast að varðveita fjöregg sitt — siðferði sitt — varð- veita þjóðarsálina og vaxa, svo að hér verði gróandi þjóðlíf — frjálsrar, sterkrar, einhuga þjóðar, sem gengur til góðs “götuna fram eftir veg”. Sigurgeir Sigurðsson. Miðvikudaginn 7. júlí fór fram hátíðleg biskupsvígsla í St. Patriks kirkju í Washington, er hinn háæruverði Jóhannes Gunn arsson S.M.M.D.D. var vígður Hólabiskup og staðgengill páfa á Islandi. Að vígslu hans voru: háæru- verður Amleto Giovanni Cicogn- ani, D.D., erkibiskup af Frygíu, páfalegur legáti eður sendiherra í Washington, háæruverður John Michael Mc Namara, D.D. biskup af Baltimore og Wash- ington, og háæruverður Pete Leo Ireton aðstoðar-biskup af Richmond. Þessir prelátar vígðu biskupinn og lögðu hendur á höfuð honum, en við. voru stadd- ir tveir aðriir biskupar: há- æruverður John F. O’Hara, her- biskup, og háæruverður Edmund J. Fitzsimmons, biskup af Wilm- Jngton. | Vegna ófriðarins hafði bréf páfa um útnefningu biskups ekki komið í tæka tíð, í Stað þess sendi páfi skeyti um að legáti sinn mætti framkvæmá vígsl- una; þennan boðskap las kirkju- presturinn monsignore Lawr- ence J. Sheehan áður en sjálf vígslan fór fram. Vígsluathöfnin stóð í hálfan þriðja klukkutíma og var hún hin hátíðlegasta, full tákna og stórmerkja, enda einhver hin mesta vígsla í kaþölskum sið. Hámarki sínu náði hún, er legáti páfa ásamt biskupunum tveim lagði guðspjallabókina opna á háls og herðar biskups- efninu og allir þrír lögðu síðan hendur á höfuð honum bjóðandi honum að meðtaka heilagan anda (accipe spiritum sanctum), sem biskup fram af biskupi hefir afhent eftirmanni sínum allt frá dögum postulanna (successio ápostolica). Litlu síð- ar dró legáti páfa hring á hönd hinum nýja biskupi fékk hon- um bagal í hönd og setti mítur á höfuð honum. Gekk biskup svo búinn fram í kirkjuna til að blessa söfnuðinn. ÖM var athöfnin hin virðuleg- asta og fór kirkjuhöfðingjana vel við laitinuritúalið og hinn gregoríanska kirkjusöng. Ræðu hélt O’Hara biskup og veik í henni að sögu Jóhannesar biskups og lands hans. Kunni hann skil á biskupum þeim er verið höfðu á íslandi á báðum biskupsstólum frá upphafi til siðaskifta , og kvað Jóhannes Gunnarsson vera hinn fyrsti ís- lending, er biskupsvígslu tæki eftir nálega fjórar aldri. Þá veik hann að hinu unga kaþólska trúboði á íslandi, sem hafði haf- ist af litlu á seinni hluta 19. aldar en hafði nú vaxið svo að þeir þurftu biskup með til að prýða kristnina þar. Enn fremur gat hann um föður biskupsins Gunnar Einarsson frá Nesi, sem ungur var sendur ásamt Jóni Sveinssyni til Frakk land$ og hversu þeir tóku báðir trú í Kaupmannahöfn og urðu síðan hvor á sinn hátt merkir menn; Gunnar fyrir stuðning sinn við kirkjuna heima á ís- landi, Jón Sveinsson fyrir rit- störf sín (Nonna bækurnar). Til vígslunnar var boðið ýms- um Íslendingum frá Washing- ton, New York og Baltimore, fyrst og fremst sendiherranum Thor Thors og konu hans ásamt starfsmönnum sendiráðsins, þá aðalræðismanni Helga P. Briem og frú hans frá New York og undirrituðum vararæðismanni í Baltimore. Frá Baltimore kom einnig Hákon Loftson, sem þar hefir dvalið um tíma á kaþólsk- um prestaskóla, og var hann iátinn aðstoða við vígsluna. Að vígslunni lokinni var mið- degisverður gefinn til heiðurs hinum nýja biskupi í Mayflower Hotel. Var þangað boðið eigi aðeins kirkjuhöfðingjunum, er verið höfðu að vígslunni, held- ur einnig íslendingunum. Monsi- gnore Lawrence J. Sheehan stýrði samsætinu og fórst það hið skörulegasta. Þótti honum sér og kirkju sinni hin mesta virðing ger með því að láta vígja þar þenna fyrsta íslenzka biskup nútímans, kvað það og vel fallið fylrir sakir fomra írskra tengsla við ísland og sakir persónulegrar vináttu við bisk- upinn, sem hefði reynst hinn elskulegasti í umgengni. Af ræðumönnum talaði legáti páfa fyrstur, þá talaði Mc Namara biskup og minntist á að hinn nýji biskup mundi eigi aðeins verða sáluhirðir hins íslenzka safnaðar, heldur einnig margra amerískra hermanna, sem leita mundu á náðir hans, kom hann og aðrir orðum að því að vígsla þessi í Washing- ton væri enn eitt tákn um nán- ari samvinnu Islands og ^anda- ríkjanna. Af íslands hálfu talaði Thor Thors og mæltist hið sköruleg- asta, minntist Jóns Arasonar hins síðasta kaþólska biskups á íslandi og árnaði hinum nýja eftirmanni hans þess, að hann mætti eigi aðeins verða slík stoð kristninni í landinu, heldur einnig sjálfstæði landsins. Var gerður góður rómur að máli hans. Síðastur þakkaði Jóhannes biskup fyrir sig. Fannst það á að hann Jiafði notið hinnar beztu gestrisni og kunnað for- kunnarvel við sig í sveit hinna írsku préláta í Washington. Seinna um daginn hafði Thor Thors sendiherra boð inni fyrir hinn nývígða biskup, kirkju- höfðingjana og Islendingana. Sátu menn þar enn við hina bestu skemtun, þegar undirrit- aður lagði af stað heim til sín. Steíán, Einarsson, vararæðism. í Baltimore. Ný jörð og nýr himinn Eftir Wendell Willkie. Jónbjörn Gíslason. ' (Framhald) Þessi skýrsla mín til blaða- mannasambandsins, orsakaði all miklar athugasemdir, nokkrar andstæður, en að miklum meiri hluta vingjarnlegar og sam- þykkjandi. Það sannfærði mig um að hinn voldugi og kyr- láti framsóknar straumur í með- vitund og dómgreind fjöldans er langt á undan ímyndunar- afli og víðsýni sumra leiðtoga okkar. Sá straumur mun brátt hrinda okkur fram til opinberra skriftamála gagnvart fyrirætlun um okkar í þessum efnum. Vera má að freistingin hjá allmörgum verði æði sterk til að drag£ úr áður settum á- formum í ófriðarmákinum, og slagorð þau er notuð hafa ver- ið, verði smærri og viðráðan- legri þegar kemur til uppgjörs og reikningsskila við friðar- samninga; af því leiddi að dregið yrði allmikið úr nauð- synlegri endurskipulagningu til að stofnsetja og vernda frelsi allra þjóða. Menn og konur er eg hefi átt tal við, frá Afríku til Alaska hafa lagt fyrir mig spurningar sem hefir öðlast táknræni um alla Asíu: Hvað verður um Ind- land. Þar sem eg kom ekki til Indlands, hefi eg ekki í hyggju að ræða það flókna spursmál. En það mál hefir alveg sér- stakt viðhorf í Asíu, sem mér virðist rétt og sjálfsagt að gjöra grein fyrir. Það mætti mér frá Cairo og alla leið eftir það í hverju samtali. Vitrasti maður- inn í Kína sagði við mig: “Það var ekki Bretland, sem beið álitshnekki, þegar úrlausn sjálf- stæðismála Indlands, var sett til síðu um óákveðinn tíma, heldur . Bandaríki Ameríku.” Þessi maður átti í engum deil- um út af Brezkum yfirráðum, þegar hann mælti svo, en hann hefir enga trú á að slíkt sé heppilegt en talar sem fæst um. Hann sagði að Bandaríkja- menn hefðu með þögn sinni og afskiftaleysi í Indlandsmálun- um dregið allmikið úr góðvilda varasjóði sínum í hugum Asíu- búa; álit þeirra og traust hefði veikst nokkuð, þeim að nauð- ugu þó. Þeir væru efablandnir, sagði hann, eftir afstöðuleysi okkar til Indlands. Hver yrði afstaða okkar gagnvart málefn- um miljónanna í Asíu eftir stríðið. Þeir gætu ekki greint glögglega hvar við stæðum í frelsisbaráttu þessara þjóða, dða hvaða merkingu . við legðum í orðið “frelsi”, eftir okkar óljósu o,g hikandi ummælum. KínvqrSki(r námsmenn, sem voru flóttamenn þúsundir rnílna frá heimilum sínum, spurðu mig hvort reynt mundi verða að taka Shanghai af þeim aftur eftir stríðið. I Beirut var eg spurður hvort ættingjar þeirra í Brooklyn — einn þriðji þess þjóðflokks lifir í Bandaríkjunum — mundu mæla með því að setulið Breta og Frakka, yfirgæfi Syríu og Libanon og létu íbúana sjálfa, eina um 'að ráðstafa málum sínum. Hvar sem leið mín lá gegn- um Afríku og Asíu, merkir “frelsi og sjálfstæði” í huga og á tungu íbúanna, skipulags- bundið og friðsamt afnám ný- lendukerfisins. Þetta er sann- leikur, hvort sem hann líkar betur eða ver. Breska þjóðasambandið, er augljósasta dæmið í veröldinni um slíka kyrláta framþróun, og sá árangur ætti að vera til eftirdæmis fyrir bandaþjóðirn- ar, í þeim vandamálum er bíða úrlausnar. Enn lifa margar þjóð ir undir hjáleigufyrirkomulag- inu; þýí þrátt fylrir Breska þjóðasambandið, halda Eng- lendingar enn allmörgum ný- lendum — leifum heimsveldis- ins — sem hafa litla eða enga sjálfstjórn. Miljónir enskra manna og kvenna, víðsvegar um hið víðlenda ríki, vinna sleytulaust að því að afnema þessar leifar og ummynda ný- lendurnar í frjálst þjóðasam- band. En^ltfndingair eru vissulega ekki eina þjóðin, sem hefir nýlendur að fomum sið. Frakk- ar krefjast enn þessa réttar í Afríku, Indó Kína, Suður Ame- ríku og í eyjum hér og hvar út um heim. Hollendingar líta enn á sjálfa sig sem ráðamenn víðtækra landa í Austur- og Vestur-Indíum. Portúgalar o,g Belgar og fleiri þjóðir hafa sömuleiðis eignarhald á tölu- verðum nýlendum. Jafnvel við sjálfir höfum enn ekki lofað þeim Vestur-Indía þjóðum fullu sjálfstæði, sem við fram til þessa höfum tekið ábyrgð á. Þess utan höfum við okkar yfir drottnun heima fyrir. Heimurinn er að lokum vakn aður til þeirrar visku og viður- kenningar, að þjóð undir ann- arar yfirráðum sé ekki sjálf- stæð, og baráttan nú í dag sé ekki háð slíku fyrirkomulagi til verndar né varnar. Aragrúi flókinna viðfangs- efna er í framsýn, en mismun- andi í eðli sínu eftir breyttum staðháttum. Sumar þjóðir eru enn ekki tilbúnar að veita mót- töku fullu frelsi og sjálfstæði og halda vörð um það. En nú í dag er óskað eftir ákveðnum loforðum og tryggingu fyrir að þau loforð verði haldin. Vissar þjóðir ætla sér ekki í framtíð- inni að óska eftir liðveislu ann- ara til að ráðstafa sínum eigin málum, þær eru hvorki svo einfaldar eða ístöðulitlar. Þær óska einungis að vera látnar afskiftalausar og sjálfráðar með sín eigin fjármál og stjórnmála viðfangsefni. Lýður allra landa hefir einsett sér að standa á eigin fótum, ekki einungis vegna pólitískrar fullnægugjörð ar, heldur einnig vegna fjár- málalegrar framþróunar og vél- megunar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.