Lögberg - 05.08.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.08.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. ÁGÚST 1943. 3 Otdráttur úr fréttaskýrzlu upplýsingadeildar íslenzka utanríkisráðuneytisins yfir apríl, 1943 Frá ríkissijórninni. Á ríkisráðsfundi 19. apríl 1943 var félagsmálaráðherra Jóhanni Sæmundssyni veitt lausn frá ráðherraembætti. Félagsmálaráðherrann gaf þá ástæðu fyrir lausnarbeiðni sinni, að hann teldi sig ekki geta unað þeirri afgreiðslu á dýrtíðarmál- unum, sem aukaþingið ákvað að lokum. Jafnframt var gefin út ríkis- stjórnarúrskurður um, að mál- efni þau, er Jóhann Sæmunds- son hafði með höndum sem ráð- herra, væru falin forsætisráð- herra dr. jures Birni Þórðar- syni. Er hann svohljóðandi: Málefni þau, er með ríkis- stjóraúrskurði, útgefnum 22. des. 1942, um breytingu á ríkisstjóra úrskurði 16. des. 1942, um breyt- ingu um stundarsakir á konungs úrskurði 29. des. 1924, um skip- un og skipting starfa raðherra o. fl., voru falin félagsmálaráð- herra Jóhanni Sæmundssyni, þ. e. alþýðutryggingamál, húsnæðis mál og byggingafélög, sveitar- stjórnarmál — þar undir fátækra mál og atvinnubótafé — og önnur félagsmál, — eru hér með falin forsætisráðherra dr. jures Birni Þórðarsyni. Fiskverðið í Breilandi. Þegar ríkisstjórninni barst til- kynning um að áformað væri að lækka í Bretlandi hámarksverð á þorski og samskonar fiski hófst hún strax handa og lét sendiráð Islands í London hefja viðræður við brezku stjórnina, þar sem sýnt var fram á hversu alvarlegar afleiðingar slíjj: lækk- un mundi hafa fyrir afkomu íslands og fiskflutninga til Bret- lands. Síðan hefir verið unnið að þessu máli sleitulaust og nýlega barst hingað símskeyti frá sendi ráðinu í London um að sá ár- angur hefði náðst í málinu að framkvæmd hinna nýju há- marksákvæða hefði verið frest- að til 12. júní. Á meðan sendi- ráðið var að vinna að þessum málum hófst líka aðgerðir í þeim af hálfu brezkra fiski- manna og hefir árangurinn nú orðið eins og að framan getur. Malvælaráðsiefnan í Bandaríkjunum. Islandi hefir verið boðið að senda fulltrúa á alþjóðastefnu um framleiðslu og dreifingu mat væla eftir styrjöldina, sem hald- in verður í Hot Springs í Virg- inia í Bandaríkjunurn í sæsta mánuði. íslenzka ríkisstjórnin hefir á- kveðið að taka boðinu og mun einn eða fleiri fulltrúar hennar sitja ráðstefnuna. Enn er ekki fyllilega ákveðið hvaða fulltrú- ar þetta verða. Tilkynning frá Viðskiptamálaráðuneytinu. Hér með tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli, að samkvæmt lögum um innflutning og gjald- eyrismeðferð frá 16 janúar þ. á., annast Viðskiptaráð kaup á þeim vörum frá Bandaríkjunum, sem kaupa þarf fyrir milligöngu láns og leigulagastofnunarinnar. Ennfremur ber að senda Við- skiptaráði allar beiðnir um fyr- irgreiðslur vegna útflutnings- leyfa fyrir vörur frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Viðskiptamálaráðuneytið, 15. apríl 1943. Rit Brunabótafélags íslands. Brunabótafélag íslands hefir í tilefni af 25 ára starfsemi fél- *gsins — en það hafði starfað í 25 ár við árslok 1941 — gefið út miikið rit sem fjallar um brunatrygginganmál á íslandi. í ritinu er rakin saga bruna- málanna á íslandi, forsagan að stofnun félagsins og starfssaga þess. Þá er þar og stutt, alment yfirlit um upphaf brunatrygg- inga erlendis, yfirlit um trygg- ingar á Söguöldinni og einnig nokkrir þættir um sögu annarra tryggingargreina, sem að ein- hverju leyti snerta forsögu eða starfssögu félagsins. Arnór Sigurjónsson, bóndi að Þverá í Dalsmynni, hefir ritað söguna og hafði samvinnu við félagið um efnisval og niður- skipun. Er hún 200 bls. í stóru broti. Auk þess fylgja myndir af starfsmönnum og umboðs- mönnum félagsins. Mál og menning. Mál og menning hefir gefið út bókina “Fagrar heyrði eg raddirnar” og er hún safn af þjóðkvæðum, sönsum, viðlögum, þjóðsagnastefjum, þulum og öðr- um ljóðrænum kvæðum frá fyrri öldum. Dr. Einar Ól. Sveins son, bókavörður, hefir séð um útgáfuna. Endurminningar Dr. Bjarna Sæmundssonar. “Um láð og lög” heitir nýút- komin bók um dr. Bjarna Sæ- mundsson. Þetta er í raun og veru æíi- saga dr. Bjarna rituð af honum sjálfum. Inngang bókarinnar og fyrstu endurminningar frá bernsku sinni ritaði Bjarni skömmu áður en hann dó. I bókinni eru allar nothæfar myndir, sem til náðist af Bjarna á ýmsum aldri, teikning hans sjálfs af bernskuheimili hans og fjöldi annarra mynda. Árni Friðriksson fiskifræðing- ur ritar formála. Út er komin frá ísafoldar- prentsmiðju ný bók, er heitir Barðstrendingabók. Hafa margir Þessi mynd er af Churchill forsætisráðherra, þar sem hann réttir fram hendina til þess að þakka Montgomery yfirhershöfðingja hinn sögufræga sigur 8. hersins í Afríku. Kenslubækur í íslenzku Undanfarin ár hefir vöntun in geta skrifast úr einum bekk kenslubóka í íslenzku hamlað tilfinnanlega íslenzkukenslu á heimilum og í Laugardagsskól- um. Úr þessari þörf hefir nú verið bætt. Þjóðræknisfélagið hefir fengið allmikið af þeim bókum sem notaðar eru við lestrarkenslu í barnaskólunum á íslandi. Bækurnar eru flokk- aðar (graded) þannig að börn- í annan upp í 6. bekk. Eins og kunnugt er, er út- .gáfukostnaður á íslandi afar hár á þessum timum, við hann bæt- ast flutningsgjöld og skattar. Verð það sem lagt hefir verið á bækurnar er eins lágt og mögulegt er og svarar naum- ast samanlögðum kostnaði. Að- al takmarkið er að sem flestir fái notið bókanna. Bækurnar eru þessar: Gagn og gaman (stafrófskver) eftir ísak Jónsson .... 45c. Gula hænan I., Stgr. Arason tók saman .............. 25c. Gula hænan II., — — —. — 25c. Ungi litli 'I., — — — — 25c. Ungi litli II., — — — — 25c. Lestrarbók 1. fl. 1. hefti Freyst. Gunnarsson tók saman 30c. Lestrarbók 1. fl. 2. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 1. fl. 3. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 2. fl. 1. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 4. fl. 1. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 4. fl. 2. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 5. fl. 1. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 5. fl. 2. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 5. fl. 3. hefti — — — — 30c. Pantanir og andvirði sendist til Miss S. Eydal, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Deildir félagsins verða látnar ganga fyrir og eru þær því beðnar að senda pantanir sínar sem fyrst. Fræðslumálan. Þjóðræknisfél. lagt til efni í bókina og má meðal annars nefna Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, G'.ið- jón Jónsson, Pétur Jónsson frá Stö'kkum, séra Árelíus Níelsson, Bergsveinn Skúlason, Hafliði Eyjólfsson frá Svefneyjum og Ingibjörg Jónsdóttir frá Djúpa- dal. Kristján Jónsson frá Garðs stöðum ritar formála og segir hann þar meðal annars: “Um og eftir miðbik síðastliðinnar aldar var fræðimenska og menta líf með miklum blóma í mið- hluta Barðastrandarsýslu, svo sem alkunnugt er. Vona eg, að þessi bók beri gott vitni þess, að ennþá lifa í bygðum sýsl- unnar ritfærir fræðimenn, sem varðveitt hafa dyggilega þennan arf og kunna að halda á lofti því, sem frásagnarvert er í hátt um sýslubúa og sögu Barða- strandarsýslu að fornu og nýju.” í bókinni, sem er röskar 300 blaðsíður lesmáls í stóru broti,- er fjöldi mynda úr sýslunni, og ennfremur 14 mannamyndir, af höfundum greina og öðrum, sem mikið koma við sögu. ísland í myndum. Af þessari ágætu bók er út komin ný útgáfa. Formálann ritar Einar Magnússon menta- skólakennari, en ísafoldarprent smiðja hefir séð um útgáfuna. Alls eru í bókinni 206 heilsíðu- myndir af íslenzku landslagi og atvinnuháttum. Skýringar á ís- lenzku og ensku fylgja mvnd- unum. Tónlistin. Mikið líf hefir verið yfir Mynd þessi er tekin um þær mundir, sem herir sameinuðu þjóðanna hófu úrslitabar- áttuna í Tunisíu. — Franskir hermenn standa vörð um brú, sem flytja þurfti yfir hergögn og nýjan liðsauka. hénni. í Reykjavík hafa verið haldn- ir fjölda margir tónleikar. Tveir karlakórar hafa sungið, Kátir félagar, undir stjórn Halls Þorleifssonar og Fóstbræður • undir stjórn Jóns Halldórsson- ar. Tónlistarfélagið ásamt söng félaginu Hörpu flutti Árstíðirn- ar eftir Haydn. Róbert Abraham stjórnaði. Ennfremur var Jóhannesar- passian eftir Bach flutt í frí- kirkjunni í Reykjavík um pásk- ana. Dr. Vigtor Urbantshitsek stjórnaði. Á Akureyri hefir Kantötu- kór Akureyrar sungið undir stjórn Björgvins Guðmundsson- ar tónskálds og í Hafnarfirði Karlakórinn Þrestir undir stjórn séra Garðars Þorsteinssonar Ennfremur hefir frú Hallbjörg Bjarnadóttir haldið jazz og swing hljómleika í Reykjavík. Business and Professional Cards J.A. Anderson,B A.,LL.B. Barrister and Soltcitor and Notary Public Tryggingar af öllum tegundum. ASHERN, MAN. No. 1 Call 2 DR. M. C. FLATEN Tannlœknir EDINBURG, N. DAKOTA MEÐÖL SkrifiS NIKKEL’S SCIENTIFIC LABORATORY CLARKLEIGH, MAN. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla I heildsölu meS nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimaslmi 55 463 Hleiiets SÍMJUÍÍOS -fid. (euytd PMoiprctj>lue Oiyetmjatwnfh Canada ■224 Notre Dame- Drummondville Cotton Co. LTD. 55 Arthur St.7 Wmnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. 1 Blóm stundvíslega afgreidd ROSERY m. StofnaS 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. 1 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Seo. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRE8H AND FROZEN FISH Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Houra: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Dr. K. I. JOHNSON Physician and Surgeon Sími 37 CENTRE ST., GIMLI, MAN. S. E. Björnson, M,D. Lœknir og lyfsali ARBORG, MAN. H. A. BERGMAN, K.C. islenxkur lögfræöingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165* Phones 95 052 og 39 043 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. fslenzkur lyfsali F61k getur pantað meSul og annaS meS pósti. Fljót afgreiSsla. ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON Lögfræðingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 • WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary's • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • ’ pægilegur og rólegur bústaöur\ i miðbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yftr; meS baSklefa $3.00 og þar yfir Agætar máltíSir 40c—60c Free Parking for Quests J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgS. bifreiSaábyrgS, o. s. frv. Phone 26 821 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkístur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 Heimilis talslmi 501 562 Legsleinar sem skara framúr Orvals blágrýti og Manitoba marmari Skrlfið eftlr verðskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. ROBERT BLACK SérfræSingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViStalstlmi — 11 tii 1 og 2 tll 5 Skrifstofusími 22 2 51 Heimilissími 401 991 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suSur af Banning) Talstmi 30 877 • ViStalstími 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.