Lögberg - 05.08.1943, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. ÁGÚST 1943.
Hin harðsnúna lögreglusveit
Eftir Edgar Wallace.
“Tjörnin er hentug til að fleyja því í. Hvað
segið þér, Anna?” Hún svaraði ekki strax. Það
var ekkert auðgert — hún hafði svo oft leitað
uppi svona sendingar nálægt London, sem flug-
vélar höfðu látið falla niður. Stundum var það
hvorki þægilegt né auðvelt að mæta flugvél-
unum, og pakkarnir urðu að finnast strax.
Mark gat ekki gizkað á hvað hún var að
hugsa. Hann bara hélt að hana væri að bila
kjarkinn — hann gat ekki látið sér til hugar
koma, að hún væri að hugsa um að nota þetta
tækifæri til að koma honum í hendurnar á
Bradley. Nei, slíkt fanst honum óhugsandi.
Anna hafði annað í hug. Hún sá að nú
hafði hún tækifæri til að komast að sann-
leikanum um það, hvort Mark væri að segja
sér satt, eða ekki. Síðan traust hennar á hon-
um minkaði, hafði hún ekki haft neitt tæki-
færi til að finna út hvort hann sagði henni
satt eða ekki.
“Hvernig get eg farið? Þeir sjá mig, og
vita að eg hef ekki keyrsluleyfi, og eg verð
sjálfsagt tekin föst,” sagði hún.
Hann var ekki viðbúinn að svara þessari mót-
báru, og hugsaði sig um ofurlitla stund.
“Það er hægt að ráða fram ur því,” sagði
hann loksins.
“Eg skal síma eftir leigubíl, og hann getur
tekið yður í bílinn, þar sem þér tiltakið.
Þér getið sagst heita, Miss Smith, Jones, eða
Robinson, þér segið bílstjóranum að keyra yð-
ur til Ashdown Forest, og þér farið úr bíln-
um fyrir svolitla skemtigöngu — eða, og það
er betra, segja honum að koma aftur á sama
stað, til að taka yður, eftir klukkutíma. Þér
þurfið ekki að koma með það, svo það er engin
hætta.”
Hún gaf merki um að hún samþykti þessa
ráðagerð.
“Svo þér ætlið að gera þetta? Þér eruð
aðdáanlegar!”
Hann tók báðum höndum utan um aðra
hendi hennar, og hann var svo ánægður og
glaður, að henni fanst snöggvast að hún grun-
aði hann um ranga sök. Mark var leikinn í
að gera uppdrætti, svo eftir stundarfjórðung
var hann búinn að gera glöggan uppdrátt og
staðnum, þar sem sendingin vra látin falla
niður, og umhverfinu. Hann sýndi henni á upp-
drættinum, hvar hún ætti að fara.
Húií fór í herbergi sín, og bjó sig undir
ferðina. Þegar hún kom aftur til Marks, hafði
hann útvegað bílinn; hann átti að vera, eftir
hálfan tíma við hornið á Kensington Ladbroke
Grove.
“Segið þér bílstjóranum að keyra eftir aust-
ur Granslead veginum.”
Hann horfði hugsandi á hana.
“Eg þarf ekki að spyrja yður hvort þér
viljið halda þessu litla æfintýri leyndu, eg
ber fullt traust til yðar. Eg veit hversu mikið
sem yður líkar Bradley, að þér viljið ekki
af ásettu ráði koma mér í vandræði.”
“Það er saccarine?”
“Já, eg sver það — eða þér getið tekið
drengskapar orð mitt fyrir því. Eg veit ekki
hvort er minna virði.”
Hún hafði ímyndun um, að Bradley mundi
hafa gætur á húsinu, en hún varð ekki vör
við neinn leynilögreglumann á leiðinni til
Bond strætis. Hún tók leigu bíl þaðan þangað
sem bíllinn, sem Mark útvegaði átti að mæta
henni. Hún þurfti að bíða þar í tíu mínútur,
þar til að stór og fínn bíll kom. Hún borgaði
bílstjóranum, og sagði honum hvert hún ætlaði
að fara. Fór svo inn í bílinn, og kom sér vel
fyrir. Eins og allir góðir keyrslumenn, var
henni illa við, að keyrt væri með miklum
hraða, þegar hún keyrði ekki sjálf, en henni
líkaði vel keyrslumaðurinn, hann virtist að
vera þaulvanur og aðgætinn. Þegar hún var
komin fram hjá Grinstead, fór hún að skoða
uppdráttinn. Hann var svo skýr og vel gerður,
að hvert barn gat farið eftir honum. Hún
gat því auðveldlega sagt bílstjóranum hvar
hann átti að snúa út af veginum, og var
innan stundar komin þangað sem hún hafði
ákveðið að hefja leitina.
Það var skýjað loft þegar hún fór að heiman,
svo hún tók regnkápu sína með sér. Hún sá
ekki eftir að hafa gert þajð, því húðarigning
var komin. Það samræmdist illa við það
sem hún hafði sagt bílstjóranum, um skemti-
göngu.
“Eftir hálfan tíma, skuluð þér koma til baka
hingað, eg skal vera hér,” sagði hún. “Vinur
minn var hér nýlega, og tíndi dálitlum hlut,
sem eg ætla að leita að.”
“Get eg ekki hjálpað yður?” spurði bíl-
stjórinn, og stóð upp úr sætinu.
“Nei, nei,” svaraði Anna undir eins, “eg
vil heldur leita ein.”
Hann var í efa um hvort hann ætti að skilja
við hana, þarna á eyði svæði, og það þeim mun
fremur, sem þetta var ekki álitið neinn skemti
staður. Loksins lét Anna undan, með því móti,
að hann keyrði fimm hundruð yards upp eftir
veginum, og biði sín þar.
Fyrsta sem hún gerði var að finna tjörn-
ina sem hann vísaði henni til, og var sýnd á
uppdrættinum. Hún var komin framhjá henni
áður en bíllinn stansaði, svo hún sneri til
baka. Það var allstór tjörn, og hún ímyndaði
sér að hún væri býsna djúp, því við hana
voru sett aðvörunarmerki, sem bönnuðu fólki
að baða sig þar. Kringum tjörnina voru sm^
runnar af svart berja við, og flækja af als-
lags smávaxnari gróðri, svo það var einmitt
ágætis staður til að leyna hlutum, sem ekki
mátti fara með opinberlega. Hún fór hægt á
milli runnanna, og gætti vel að hvort hún sæi
sendinguna. Með göngustaf, sem hún hafði
með sér, leitaði hún inn í runnana. Hún var
búin að leita í hálfan tíma, en fann ekkert.
Hún var að kvíða fyrir að bílstjórinn mundi
koma þá og þegar, til að hjálpa sér til að
leita, eða vita hvort nokkuð hefði komið fyrir
hana. Það gat og vel skeð, að lögreglan hefði
verið búin að vera þar og finna sendinguna.
Það var og hugsanlegt, að lögreglan hefði
eftirlit með ferðalagi hennar, og setti það í
samband við sendinguna sem hún var að leita
að. Hún var rétt í þann veginn að hætta leit-
' inni, þegar hún tók eftir brotinni grein af
litlu tré, sem lá fyrir fótum hennar. Grein
af litlu tré, sem lá fyrir fótum hennar. Grein-
in var nýbrotin af trénu, svo hún leitaði vand-
lega í undir gróðrinum, og þar fann hún
pakkann, sem hún leitaði að. Hann var vafinn
í þykkan brúnan pappír, sem var gegnvotur
og eitt af böndunum sem var bundið utan
um hann var slitið. Hann var í laginu rétt
eins og bolti, og hún vissi að utan um inni-
haldið var margvafið báruðum pappír. Hún
tók hníf úr vasa sínum og skar böndin utan
af umbúðunum. Innan í umbúðunum fann hún
ferkantaðar blikk öskjur. Lokið var fest á með
sterkum límborða, sem hún reif af. Þegar
hún var búin að taka lokið af, hvolfdi hún
úr öskjunni tólf smápökkum, samslags og hún
hafði svo oft séð áður. Hún opnaði einn af
þeim, og í honum var, hvítt kristaltært duft,
hún tók svolítið af því, og lét í öskju, sem
hún hafði haft með sér, í því augnamiði. Hún
tíndi saman pakkana, og fór að tjörninni, og
henti þeim öllum út í hana, eins langt og
hún gat. Hún horfði á pakkana sökkva, en
blikkaskjan var ekki sokkin þegar hún heyrði
til bílstjórans. Til allrar hamingju sá hann
hana ekki en hún flýtti sér allt sem hún gat
út að veginum.
“Eg var hræddur um yður, ungfrú, eg sá
gamlan flæking sem fylgdi hverri yðar hreif-
ingu.”
“Hvar er hann?” spurði hún strax.
Hún leit allt í kring, en sá enga mannveru
neinstaðar. Hún hafði ákafan hjartslátt þegar
hún kom að bílnum; hún hélt á litlu öskj-
unni í hendinni með “Saccarininu” í.
“Funduð þér það sem þér voruð að leita að?”
“Já,” svaraði hún, og stóð alveg á öndinni.
Áður en hún fór inn í bílinn, heyrði hún
bílstjórann segja, eins og við sjálfan sig, og
skimast í kring: “Það hefir líklega verið ein-
hver flækingur, sem af tilyiljun hefir farið
hér um, eða verkamaður að koma frá vinnu
sinni.”
“Eg sá engan bíl, sáuð þér nokkurn bíl?”
“Bíl?” endurtók hún.
“Já, eg heyrði til bíls, en eg gat ekki séð
hann. Mér heyrðist það vera —,” hann nefndi
vissa bílategund, sem hún kannaðist vel við.
Hún skimaði í allar áttir, en gat ekki séð
neinn bíl, neinstaðar. Flækingurinn, eða hver
sem það var, sást ekki heldur.
“Eg held að það sé best fyrir mig að fara
strax heim,” sagði hún.
“Þér keyrið með mig inn á Cavendish götu.”
Hún var af og til að líta til baka á leið-
inni, bjóst við að verða vör við þennan dular
bíl á eftir sér. Þangað til þau komu í úthverfr
borgarinnar voru fáir og strjálir bílar á vegm-
um, og þau fóru framhjá flestum þeirra, því
hún beiddi bílstjórann að hraða sér sem mest.
Þegar hún kom heim til sín, lét hún vera
sitt fyrsta verk að fela litlu öskjurnar með
því, sem hún hélt, að væri “Saccarini” þegar
hún hafði gengið frá því, fór hún yfir í íbúð
Marks, og fann hann liggjandi í legubekkn-
um, og var að lesa í bók. Hann stóð upp
undir eins og hún kom inn.
“Funduð þér það?”
Hún kinkaði kolli.
“Og fleygðuð því í tjörnina?”
Hún veitti því eftirtekt að hann var í göml-
um ruddalegum vaðmálsfötum, sem henni
þótti skrítið, því hann gekk æfinlega mjög
vel til fara.
“Þér komuð til baka lengstu leiðina,,’ sagði
hann kuldalega og hagræddi sér í legubekkn-
um
“Það tók yður f langan tíma að finna
það. Eg hélt að þér ætluðuð aldrei að finna
það.”
“Hvernig vissuð þér það?” spurði hún undr-
andi.
“Af því að eg var nálægt til að hafa gætur
á yður,” sagði hann hryssingslega.
Nei, eg sá ekki þegar þér funduð það, en
eg vissi að hér höfðuð fundið það. Eg býst
við að það geri ekki mikið til með blikkdósina
sem var á floti á vatninu”.
/
“Fylgduð þér mér eftir?” spurði hún með
gremjukendu spaugi.
“Auðvitað,” svaraði hann stutt.
“Eg má ekki við*að tefla á tvær hættur.”
“Því fóruð þér þá ekki sjálfur til að leita
að því?” spurði hún.
“Eg endurtek það, að eg má ekki við, að
tefla á tvær hættur.” sagði hann; “og það
hefði verið stór hætta fyrir mig ef það hefði
fundist út, að eg hefði verið við þessa sendingu
riðinn.”
“Svo þér kærðuð yður minna um að eg
tæki alla hættuna á mig sem var því sam-
fara?”
“Það er engin hætta fyrir yður, elskan,”
sagði hann með uppgerðar gletni hreim.
“Þér eigið varðengil í lögreglunni — en eg
hef djöful sem alla tíð er á hælum mér.”
Hann leit brosandi á hana.
“Eg þakka yður fyrir, Anna. Maður Bradleys
sem var á njósnum, misti af yður, milli Band
strætis og Bayswater. Eg sá hann í bílnum
sínum þar sem hann beið, þar til þér komuð
til baka, og eg býst við að hann sé nú komimi
til bílseigandans, sem keyrði með yður, til að
spyrja fáeinna spurninga.”
Hún vissi ekki hvað hún átti að hugsa.
“Sáuð þér hann?”
“Já, auðvitað, eg þekki alla þessa náunga í
sjón. Þeir eru ekkert sérlega fríðir ásýndum,
en það getur komið sér vel, að þekkja þá.
Bradley mun síma yður áður langt um líður,
og spyrja yður um, hvar þér hafið ve?ið.
Hann mun ekki fara illa að yður, því hann
er svo ástfanginn í yður”.
Það voru ekki liðnar tíu mínútur frá því
hún kofn aftur til herbergja sinna, þegar sím-
inn hringdi, og hún heyrði málróm Bradleys.
“Hafið þér verið úti í eftirmiðdag?”
“Já,” svaraði hún. “En eg er hrædd um að
njósnarar yðar hafi tapað af mér,” sagði hún
illgirnislega.
Það varð lítil þögn.
“Sáuð þér hann?”
“Já,” svaraði hún, þó ósatt væri.
“Þér þurfið ekki að spyrja mig hvar' eg hafi
verið — eg fór til Ashdown skógarins.”
Aftur stutt þögn.
“Eg ætla bara að spyrja yður einnar spurn-
ingar, Anna: Komuð þér með nokkuð til baka
frá Ashdown skóginum?”
“Eg kom ekki með neitt til baka fyrir
Mark,” svaraði hún.
Nú varð löng þögn.
Hún hélt að hún hefði verið slitin úr sam-
bandi, og kallaði upp nafn hans.
“Já, eg er hér. Þér funduð það var ekki
svo? Við höfum verið að leita að því í allan
morgun. Eg vona' að þé_r hafið eyðilagt það?
og áður en hún gæti svarað: “Getið þér séð
mig í kvöld?”
Þetta var óvænt beiðni.
“Hvar?” spurði hún.
“Heima hjá yður. Getið þér verið heima
klukkan níu í kvöld?” Hún svaraði ekki strax.
“Þér eruð þó ekki hræddar við, hvað Mark
heldur um það? Þér getið sagt honum frá
því, ef yður sýnist svo.”
“Eg skal vera heima og mæta yður klukkan
níu,” svaraði hún, og sleit sambandinu.
Anna hafði margar nytsamar bækur, og þar
á meðal Alfræðisbókina Britannica, og hún
var búin að lesa um efni og verkanir þeirra
lyfja, sem hún hélt að verið hefðu í pakkan-
um. Sérstaklega ein löng, og afarnákvæm rit-
gerð, sem sýndi ljóst hvaða aðferð skyidi
brúka til að finna út eiginleg leika þess og
eðli. Hún las þessa ritgjörð tvisvar, og skrifaði
niður hjá sér helstu púnktana. Hún vissi að
saccarine var afar sætt efni. Hún vætti fingur
góm sinn, og drap honum ofan í öskjuna, sem
hún hafði látið úr blikkdósinni í, og drap á
tungu sér, og hún fanrv_að það var ekki sætt.
Hún fann, að þar sem það sAerti tunguna,
varð hún dofin og tilfinningarlaus. Hún þurfti
nú ekki frekari sönnun, þetta var cocaine —
og hún hafði altaf vitað það, síðan Bradley
sagði henni það.
Meðan hún beið eftir Bradley, skrifaði hún
langt bréf til París; og ásetti sér að biðja
Bradley að hjálpa sér með að komast burt með
fyrstu járnbrautarlest, næsta morgun.
XXV. kafli.
Það sem Bradley kallaði í háði “Heimili
fyrir glataðar sálir”, hafði hætt að starfa.
Þegar Tiser kom til baka frá Bristol fann
hann gæslumanninn sitjandi, einsamlan, fyrir
framan kolaglæður sem voru í ofurlitlu ofn-
kríli.
“Þeir eru farnir, Mr. Tiser,” sagði hann
ólundarlega.
“Farnir? Hverjir?”
Gæslumaðurinn benti með þumalfingrinum
í áttina til setustofunnar, og Tiser smátt og
smátt áttaði sig á hvað skeð hafði, og að sinni
virðulegu atvinnu mundi lokið.
“Allir?” spurði hann undrandi.
“Það var von á þremur í dag”.
“Komu þeir ekki?”
Gæslumaðurinn hristi bara höfuðið.
“Nei, sumir piltanna mættu þeim í morgun
þegar þeir komu út, en þeir sáust ekki aftur.
Eini maðurinn sem kom var Sedemann gamli-’
Tiser skældi alt andlitið af gremju og
undrun.
“Hvar er hann?”
“Eftir að hann var búinn að fá í sig að eta,”
sa^ði gæzlumaðurinn.
“Beiddi eg hann um borgun fyrir, en hann
bara bjóst til að gefa mér högg á nasirnar.
Eg hélt að yður mundi ekki líka að gjöra
neinn hávaða, svo eg lét hann fara.”
Fyrir svo sem viku, hefðu þessi tíðindi valdið
Tiser talsverðrar áhyggju, en hann var farinn
að gera sér grein fyrir því að slíkt mundi
kö'ma fyrir, er minst varði. Glæpamönnum er
ekki að treysta, og hinar stöðugu árásir lög-
reglunnar á Heimilið, og svo að segja, hinar
daglegu heimsókpir leynilögreglunnar þangað,
og eftirgrenslanir, höfðu gert þennan griða-
stað ónæðisaman og ótryggan. Heimilið, sem
slíkt, var búið að vera. Það hafði kostað Mark
feikna peninga, en nú var svo komið, að það
svaraði ekki tilgangi sínum, hafði haam þvi
falið umboðsmanni sínum að selja það við
fyrsta tækifæri.
Tiser tók það alls ekki nærri sér að hugsa
til að yfirgefa þetta ónæðisama heimili, þar
sem hann gat altaf átt von á að vera um-
setinn af lögreglunni.
Hann fór inn í borðstofuna, en sá þar engan
nema Sedemann gamla að ljúka við að borða.
Sedeman gamli leit all ilskulega til hans, en
sagði ekkert.
“Þér getið ekki verið hér lengur,” sagði
Tiser í skipandi málróm.
Gamli maðurinn starði með fyrirlitningu á
hann.
“Dettur yður í hug að eg ætli að sofa hér
í þessari svínastíu?” spurði hann ögrandi.
“Þó það kunni að vera ofurlítið skárra, síð-
an þessi illræmdu vinir yðar fóru í burtu.
Og þó svo væri, þá gæti enginn sem nýtur
eins mikils álits, eins og eg, meðal betri
manna, látið sjá sig í þessu illræmda grcni
og það, þó hann væri út úr drukkinn, sem
Guði sé lof, að eg er ekki.”
Hann hafði upp á síðkastið haldið sér frá
ofdrykkju, og Tiser sem þekkti hann vel,
var nógu hygginn að halda sér í skefjum.
“Okkur er ávalt ánægja í að sjá yður hér
vinur minn,” sagði Tiser mjög vingjarnlega.
Hafið þér séð Mark?”
“Eg hefi ekki séð hann,” svaraði Sedeman
með þjósti. ,
“Eg er nú betraður maður.”
Hann tók eftir að húsgæslumaðurinn stóð
í dyrunum.
“Náðu í hressingu handa mér, Arthur,” og
Tiser þorði ekki annað en gefa sitt samþykki
til þess.
Þegar Sedemann var farinn, sagði Tiser
húsgæslumanninum að húsið væri lokað fyrir
cllum gestum, og þar með Sedemann gamla-
Þegar Tiser var orðinn einn byrjaði hann
méð að fá sér vel í staupinu, áður en hann
fór að gera upp viðskipti dagsins.
Hann hafði grætt vel á ferðinni til Bristol-
Til allrar hamingju hafði honum og Mark
tekist að koma miklum byrgðum undan, áð-
ur en lögreglan fór að gerast of nærgöngul
þeim; og þó erfiðleikarnir við að koma því
út til viðskiptavinanna hefðu aukist, hefði þeim
þó heppnast að græða laglegan skilding á því.
Hann var niðursokkinn í þessar hugsanir,
þegar hann heyrði dyrabjöllunni • hringt, og
sá Mark skálma inn, og loka báðum hurð-
unum vandlega á eftir sér.
“Er nokkur í húsinu?”
“Sedemann var hér fyrir skömmu, en hann
er farinn,” sagði Tiser. "
Mark beit á neðri vörina.
“Hann er verkfæri í hendi Bradleys — látið
þér hann ekki koma hér inn,” sagði hann í
skipandi róm.
Tiser ýtti skýrslunni sem hann var að semja,
yfir til hans, en M'ark leit ekki á hana.
“Það getur skeð að við lendum í hann
krappann, áður en þessi nótt er liðin,” sagði
Mark.
“Eg sendi Önnu til að sækja sendingu, sem
kom með flugvél, og var látin falla niður í
Ashdown skóginum.”
“Ekki þó til að láta hana koma með það
heim til yðar?” sagði Tiser óttasleginn. ,
“Þegið þér,” urraði Mafk.
“Nei, hún hafði skipun um að fleyja því,
og hún gerði það — öllu nema einni eða
tveimur únsum.”
(Framhald)