Lögberg - 05.08.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.08.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 5. AGÚST 1943. lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: BDITOR DÖGBKRG, 695 Sargent Ave., Winnípeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Dögberg” is printed and published by The Columbia Press, Lámited, 695 Sargent Avenue Winpipeg, Manitoba PHONE 86 327 Ræða flull á íslendingadeginum á Gimli 2. ágúst. 1943 af Hinrik S. BjörnssynL Kæru landar! Mér er það mikil ánægja að hafa fengið tækifæri til að vera staddur hér á meðal ykkar á þessum hátíðisdegi, og til að kvnnast Vestur- Islendingum í heimkynnum þeirra. Þeir ís- lendingar sem vestur fluttust, og niðjar þeirra, hafa reynzt hinir ágætustu fulltrúar íslands og hafa aukið hróður þess, hvort sem litið er á þjóðarbrotið í heild eða á einstaklingana, sem getið hafa sér frægð og orðstýr. Mér hefir nú veizt sú ánægja að kynnast varðveitt þjóðerni sitt. Alstaðar heyrir maður hér á Gimli. Oft hef eg heyrt gestrisni þeirra rómaða og nú veit eg af eigin reynslu að þar er ekki ofsögum sagt. Einnig finnst mér að- dáunravert hvernig Vestur-lslendingar hafa dagur hefir markað mót í sjálfstæðisbaráttu íslenzku talaða — og það góða íslenzku — í stuttu máli sagt, mér finnst eg vera á íslandi, þegar eg er kominn hingað. 2. ágúst er merkisdagur í sögu Islands. Sá dagur hefir markað mót í sjálfstæðisfaráitu íslendinga. Það mark sem náðist 1874 var að vísu aðeins stig í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar, en síðan hafa komið aðrir dagar og önnur ár, sem hátíðlegri eru haldin á íslandi. Enda þótt þessi dagur sé ekki lengur þjóð- hátíðardagur á íslandi, á það samt vel við, að hans sé minnzt, meðal Vestur-íslendinga, því 2. ágúst er einnig merkisdagur í þeirra eigin sögu. I dag minnist þið gamla landsins, bæði þið sem hafið komið þangað, og þið sem aðeins þekkið það af sögn hinna. Eins og ykkur öllum er kunnugt, hafa orð- ið miklar breytingar á Islanai síðan 1874, en þó einkum síðustu 30—40 árin. Landið heiir endurheimt sjálfstæði sitt og fengið viðurkenn- ingu annara ríkja fyrir fullveldi sínu. Þjóðin hefir tekið stjórn allra mála sinna í sínar hendur. Æðsta stjórnin hefir verið flutt inn í landið, þjóðin fer nú sjálf með utanríkismál sín og hefir fulltrúa sína víðsvegar um heim, bæði í Evrópu og í Vesturálfu. Þó Island sé ennþá að nafninu til konungsríki — aðeins þó að nafninu til, því konungurinn hefir ekki iengur konungsvald á íslandi — þá verður þess þó skammt að bíða, að breyting verði á, og eru nú allar líkur fyrir því, að á afmælis- degi Jóns Sigurðssonar á næsta ári, verði gerð sú breyting á stjórnskipulaginu að stofn- að verði hið íslenzka lýðveldi. Sá viðburður mun gera það að verkum, að fullveldi íslands verður ekki lengur véfengt af mönnum, sem vita lítið annað um stjórnskipulag landsins en það, að maður sem er konungur í öðru landi, er jafnframt konungur Islands. Þegar stofn- un lýðveldisins er um garð gengin, hefir land- ið að öllu leyti losnað úr tengslum við önnur ríki, enda þótt síðustu tengslin hafi aðeins verið á pappírnum. Þið mynduð kannske hafa gaman af að stutt- lega sé minnzt á hina fyrirhuguðu stjórnarskrá ' lýðveldisins. Alþingi hefir kosið milliþinganefnd, sem samið hefir frumvarp til nýrrar stjórnarskrár fyrir landið. Þegar Alþingi hefir samþykkt frumvarp þetta, eins og lög gera ráð fyrir, verður það lagt undir þjóðaratkvæði, og hefir nefndin lagt til, að nýja stjórnarskráin öðlist gildi þann 17. júní 1944. Aðalbreytingarnar samkvæmt frumvarpinu eru þær, að landið verður lýðveldi í stað kon- ungsriKis, þjóðhöfðinginn verður í stað eriei.as konungs, íslenzkur maður, forseti lýðveldisins. Er gert ráð fyrir að forsetinn verði kosinn af sameinuðu Alþingi til fjögra ára í senn. Um vald forsetans gegnir svipuðu máli og um vald konungs samkvæmt eldri stjórnarskránni. Síðustu árin hafa breytt miklu um afstöðu Islands gagnvart umheiminum. ísland er ekki lengur einbúinn í Atlantshafinu. Núverandi styrjöld hefir sannað hve mikilvæg lega lands- ins er í hernaði. Fjarlægðin fer minnkandi með ári hverju, sem bezt má marka af því, að nú er ekki talið nema um 10—12 klst. flug milli meginlands Ameríku og Islands. Má öll- um vera það ljóst, hve geysi-þýðingu þetta hlýtur að hafa fyrir framtíð landsins. En þetta er tvíeggjað sverð. ísland hefir ekki farið varhluta af hörmung- um styrjaldarinnar. Þýzkir kafbátar og flug- vélar hafa sökkt íslenzkum skipum og íslenzk- ir sjómenn hafa látið lífið vegna hinna sví- virðilegu árása þessa hernaðaraðila. Ekki má gleyma því, að skip þessi hafa flest verið að flytja matvæli til Bandamanna, því mikill hluti af fisk-neyzlu Breta er fiskur, sem veidd- ur er við strendur Islands og fluttur til Bret- lands á íslenzkum skipum. Þó ísland sé ekki herveldi, hefir það samt lagt til sinn skerf í styrjöldinni. Ber einnig að minnast þess, að þjóðin hefir heimilað Bandaríkjunum afnot af landinu til hernaðaraðgerða, og má öllum vera það ljóst, hve þýðingarmikið það er fyrir Bandamenn í styrjöld þessari, að hafa bæki- stöðvar á íslandi. I þessu sambandi vil eg stuttlega minnast á sambúð íslendinga og Bandaríkjahermanna. Hefir mikið verið rætt og skrifað um þetta mál og ekki alltaf verið farið fögrum orðum um það. Auðvitað hafa orðið árekstrar og ýmsir atburðir komið fyrir, sem óskandi væri að hefðu ekki skeð. En slíkir árekstrar milli óbreyttra borgara og hers, eru ekkert einsdæmi fyrir ísland. Þeir hljóta ávallt að koma fyrir hvar sem er, undir sömu kring- umstæðum. Islenzk yfirvöld hafa frá upphafi unnið að því með hernaðaryfirvöldunum, að sambúðin gæti orðið sem bezt, enda hefir aukin viðkynning mjög stuðlað að góðri sambúð. Stimson hermálaráðherra Bandaríkjanna var nýlega á ferð á Islandi. Hann sagði m. a. um Bandaríkjahermenn á íslandi: “Men who come home on leave all want to thank the Iceland- ers for the friendly haspitality shown them.” Þessi orð hermálaráðherrans lýsa sambúðinni bæði frá sjónarmiði hermannanna og Islend- inga sjálfra, enda ber að hafa það hugfast að vera Bandaríkjahersins í íslandi byggist ekki á hernámi, heldur á frjálsu samkomulagi milli •Islands og Bandaríkjanna. Hinar bættu samgöngur milli íslands og umheimsins hafa þegar stuðlað að því að aukin viðskipti og kynni hafa tekizt milli Vestur- og Austur-íslendinga og samband þeirra orðið nánara en áður var. Áhuginn fyrri því, að kynnast hvorum öðrum og fræðast hver um annan hefir stórum vaxið og hafa vestur- íslenzku blöðin unnði ómetanlegt verk í því sambandi. Fjöldi íslenzkra námsmanna og kaupsýslumanna dvelja nú í Ameríku og marg- ir Vestur-íslendingar hinsvegar á íslandi. Er vonandi að viðskipti iþessi aukist með ári hverju, og að þau megi verða Islandi og Vestur-íslendingum til sem mestrar blessunar í framtíðinni. Væri ánægjulegt ef Vestur-ís- lenzkir námsmenn færu að venja komu sína til íslands, og má í því sambandi benda á að námskostnaður við háskólann í Reykjavík er miklum mun lægri heldur en við samsvarandi menntastofnanir hér vestra. Þó að miklu hafi verið áorkað á Islandi á undanförnum áratugum, eru samt ennþá mikil verkefni sem bíða framtíðarinnar, en þess er að vænta að hinar bættu samgöngur, ásamt algjöru fullveldi og sjálfstæði landsins, verði til þess, að hrinda verkefnum þessum í fram- kvæmd í náinni framtíð. íslendingar eru nú að ráðast í mikil stórvirki með því að hag- nýta sér jarðhitann og beizla fallvötn landsins. Miklar framfarir hafa orðið á sviði sjávarút- vegs og landbúnaðar. Verzlunin hefir tekið stór stígum framförum og sama má segja um iðn- aðinn, þótt ungur sé. Allt hefir þetta orðið til þess að efla efnalegt sjálfstæði landsins, en efnalegt sjálfstæði er undirstaðan undir stjórn- málalegu sjálfstæði hvers ríkis. Það er fróðlegt að bera saman hlutskipti æskumannsins á Islandi árið 1874 og hlut- skipti hans í dag, þegar æskumaðurinn getur notið hinnar fullkomnustu menntunar á flest- um sviðum, án þess að þurfa að fara út fyrir landssteinana. En máltækið segir: “Heimskt er heima-alið barn”, og hefir útþráin lengi verið rík í eðli Islendinga. Margir þeirra fara því til annara landa til þess að afla sér frek- ari þekkingar, hver á sínu sviði. Slíkar utan- farir eru án efa til mikils góðs, bæði fyrir ein- staklingana sjálfa og fyrir landið. Þegar menn eru erlendis, verða þeir fyrir nýjum áhrif- um, sjóndeildarhringur þeirra stækkar og föður iandsástin glæðist. Þegar þeir hverfa aftur heim geta þeir notfært sér þekkingu þá og reynzlu sem þeir hafa öðlast erlendis, bæði sér og öðrum til góðs. En virðum betur fyrir okkur æskumanninn, sem vex upp á íslandi nú á tímum. Skóla- skylda er lögboðin frá 7—12 ára aldri, ef eg man rétt. Eftir það geta menn sjálfir valið hverja framhaldsmenntun þeir kjósa sér. Þá er um að ræða menntaskóla, verzlunarskóla, sjó- mannaskóla og bændaskóla og þar fram eftir götunum. Loks er svo Háskóli íslands, sem .er æðsta menntastofnun landsins. Við skóla þessa er námi þannig hagað, að sumarleyfi eru 3—4 mánuðir og geta því ungir menn notað þann tíma til þess að vinna sér inn peninga til að standast straum af kostnaði við námið, að meira eða minna leyti. Sumir vinna algenga vinnu verkamanna í landi. Aðrir fara til sjós, einkum á síldveiðar. Það er því ekki skilyrði til náms á Islandi að eiga að efnaða aðstand- endur, enda fjölda mörg dæmi til, að ungir menn hafa kostað nám sitt algjörlega upp á eigin spítur. I þessu sambandi er rétt að geta þess, að skólagjöld, ef nokkur eru, eru mjög lág. Auk þess eru ýmsir styrktarsjóðir við flesta skóla. En ekki er allt fengið með náminu eintómu. íþróttalíf og félagslíf ungra manna yfirleitt, er miklu fjölbreyttara nú en áður var, bæði innan skólanna og utan þeirra. Ekki má heldur gleyma útvarpinu og blöðunum, að maður tali nú ekki um kvikmyndahúsin. Lítum á ferðamanninn, sem til íslands kemur nú á dögum. Hann kemur til landsins í ný- tízku flugvél eða á íslenzku skipi. Þegar hann er kominn á lands, sér hann fyrir sér nýtísku byggingar, lýstar upp með raf- magni og hitaðar upp með hvera hita. Öll nýtízku þægindi þykja sjálfsögð, hvort sem um útvarp, síma, kvikmyndahús eða annað er að ræða. Hann getur ferð- ast í bifreið um landið þvert og endilangt, eftir akvegum og yf- ir vötn, sem brúuð hafa verið. Þó myndi eg ráðleggja slíkum ferðalangi, sem ætlar sér að njóta fegurðar náttúrunnar, að nota ekki hin nýtízku tæki, l heldur að ferðast á hestbaki um byggðina og öræfin. Eg hefi átt því láni að fagna að ferðast víða um öræfin, og þeim stund- um get eg aldrei gleymt. Þar drottnar náttúran í allri tign sinni. Það er fögur lýsing á landinu þegar skáldið segir: Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla og svanahljómi, silungsá og sælu blómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla Drjúp’ hans blessun Drottins á um daga heimsins alla. Við skulum öll minnast lands- ins, sem er land okkar allra, hvort sem við erum fædd þar eða annarsstaðar, og við skulum óska þess, að blessun drottins megi drjúpa á það um daga heimsins alla. Ný jörð og nýr himinn Eftir Wendell Willkie. Lauslega þýtt úr "One World". Jónbjörn Gíslason. (Framha)d) Bandaríkjaþjóðin samanstend- ur ekki aðeins af einum þjóð- flokki, með einum átrúnaði og menningarlegum erfðum; hún er samansett af þrjátíu þjóðar- brotum, með mismunandi trú- arbrögðum, heimspeki og sögu- legri fortíð. Traust þeirra og trú á lýðveldis stofnanir Banda- ríkjanna undir ábyrgð stjórnar- skrárinnar, fyrir þá sjálfa og afkomendur þeirra, tengir alla þessa einstaklinga saman í eina sterka og volduga heild. Hornsteinn fylkja sambands- ins er frelsið — frelsi fyrir ein- staklinginn, í trúmálum, atvinnu málum, lifnaðarháttum og upp- eldismálum barna sinna Ef frels ið er ætlað öllum, verðui það að tryggjast svo, að enginn njóti sérréttinda er skerði ann- ara hlut. Þrátt fyrir okkar skaðlegu skriffinsku og stundum óþarf- 'lega framtakssama löggjafar- valds og þrátt fyrir lögleysur skrílsins — í örfáum tilfellum sem betur fer — höfum við hér í Ameríku öðlast á hálfri annari tilrauna og endurbótaöld, þá sanngjörnustu tegund frjálsræð- is er saga og reynsla þjóðanna geymir. Þessi heppilegi árangur okkar sem þjóðar, liggur ekki í því að við höfum reist stórar borg- *r> byggt verksmiðjur og rækt- að stór landflæmi, heldur í því að við höfum hafið til viður- kenningar trúna á það frjáls- ræði, sem öll okkar efnislega þróun byggist á. Við höfum ver- ið umburðarlyndir og gjört okkur far um að hagnýta fjöl- hæfni okkar og margbreytni. Við erum tiltölulega ung þjóð. Aðeins fyrir fimmtíu ár- um síðan var helmingur námu- vinnslu og þriðjungur alls iðn- aðar unninn af innfíytjendum. Meira en helmingur landbún- aðar og akuryrkju var stundað- ur af mönnum af erlendum ættum. Á bernskudögum þjóðarinn- ar, milli 1820 og 1890, fluttust að ströndum Ameríku rúmar 15 milljónir manna og enn örari fólksstraumur flæddi inn frá 1890 til 1914. Á tvö hundruð ára tímabili færði heilnæmt inn streymi nýtt blóð í æðar þjóð- arlíkamans samfara nýrri þekk- ingu og nýjum hugmyndum. Allur þessi mikli fólksfjöldi er sainanstóð af minnihluta flokk- um, steypti þjóðina í fast og tryggt form; hinir aðkomnu menn orsökuðu enga truflun með innbyrðis deilum sín á milli eða gegn gildandi stjórn- arfari, heldur gengu sem á- byrgðarfullir þjóðfélagsmeðlim- ir að sköpunar stefnu þjóðar- innar. Að mínu áliti hefir hátindur menningar okkar ekki að öllu náðst gegnum lög og réttarfar, heldur ekki með uppgötvunar- starfsemi eða öðrum slíkum hlutum, heldur fyrir hæfileika og vilja manna af svo marg- víslegu þjóðerni og mismunandi trúarskoðunum, að lifa og starfa hlið við hlið í sameiginlegum skilningi, virðingu og hjálp- semi. Ef okkur fýsir að sjá algjör- lega mótsetta mynd af okkar Ameríska fyrirkomulgai, getum við rétt sem snöggvast hvarfláð augum til hins vopnaða ofbeldis Hitlers, einveldis Japana og hinn ar hnignandi alræðismennsku Itala. Saga Þýzkalands síðustu tíu árin er ein samfeld slóð þjóðernis og trúarbragða of- sókna, sem dulbjó uppgerða friðarpostulann og gjörði hon- um mögulegt að etja meiri hluta á minni hluta og síðan út í blóðuga styrjöld. Þessar ofsókn- ir gáfu Þjóðverjum augnabliks styrk til algjörra yfirráða. En í raun og sannleika hafa óll þessi innbyrðis átök lamað og veikt þjóðfélags heildina svo að alt getur hæglega fallið í rústir eins og spilaborg, ef hamingju- hjólið snýst við. Það hefir ætíð verið skoðun mín, að það sé aðeins heilbrigð skynsemi að vera ætíð á verði um öll réttindi minni hlutans hvað sem líður öllum mannúð- artilfinningum, réttsýni og sann girni. Minnihluti er dýrmæt eign lýðveldishugsjónarinnar, eign sem engar einvaldsstjórnir geta veitt sér, vegna þess að þær hafa ærnar ástæður til að óttast alt slíkt og undiroka. Fyrir umburðarlyndi lýð- veldisins er minnihlutinn sífeld uppspretta nýrra hugsjóna, sí- felt hvetjandi til meiri dáða og afreka. Hver sem bælir niður rödd og framtak minnihlutans, stefnir að stirðnuðu þjóðfélagi og stöðnuðum framförum. Minnihlutinn er meiri hlutan- um -nauðsynlegt hressingarlyf; hyggjuvit mannsins þarfnast andstöðu skoðana, til að prófa á gildi sinna eigin hugsjóna. Nú fTemur en nokkru sinni fyr, ættum við að vera þess- minnugir að hvenær sem við tökum frjálsræði þeirra sem við hötum, opnast m.öguleikar til að missa frelsi þeirra sem við elsk- um. Þau einingar og samstarfs- bönd er tengja Bandaríkjamenn í eina órjúfanlega heild, eru hvorttveggja í senn sterk som stál og viðkvæm eins og smá- gjörfasta lín; þessi bönd hafa verið ofin og samansett af ótal ólíkum þráðum, þau hafa verið unnin á mörgum öldum með þolinmæði og fórnfýsi milljóna manna og kvenna er unnu frelsi og framsókn. Þau vernda að jöfnu fátækann og ríkann, blakkann mann sem hvítann, Gyðing sem heiðingja, fram- andi sem innfæddann einstakl- ing. Látum okkur standa á verði um þessi verðmæti; séu þau borin fyrir borð, er efasamt að nokkuð komi í þeirra stað er verndar svo yel hinn andlega yl í hjarta þjóðarinnar. IV. Fyrir minna en fjórðung aldar unnu sameinuðu þjóðirn- ar glæsilegann sigur yfir land- vinninga og áróðursöflum heims ins, sem Þýzkaland var höfuð- fulltrúi fyrir. Friðurinn sem þá átti að vinnast, tapaðist vegna þess að skilningur þjóðanna, sem átti að vera hin sjálfsagða und- irstaða hins sanna og raunveru- lega friðar, var ekki nægilega þroskaður. Þjóðabandalagið var myndað; menn og konur með það eitt augnamið, að sigra sameiginlagann fjandmann, áttu í deilum um fyrirkomulag og starfssvið bandalagsins. Mistök- in voru einnig fólgin í þeirri stefnu stórveldanna að viðhalda nýlendustefnunni, þó að nokkru væri með nýju sniði. Þau tóku ekki nægilegt tillit til hinna að- kallandi málefna austurlanda- búa og vanræktu að leysa úr fjármálaráðgátum heimsins í heild. Þær úrlausnartilraunir sem mest var fengist við, voru á stjórnmálasviðinu; en alheims stefna í pólitík slitin úr sam- böndum við fjármálin, er bygð á sandi vegna þess að engin þjóð getur öðlast sinn fylsta þroska alein og án annara sam- vinnu. Saga Bandaríkjanna geymir að minni hyggju áðra ráðningu á þessum mistökum. Séu þessir liðnu atburðir skoðaðir við ljós dagsins í dag, kemur glöggt fram að okkar veika hlið er vöntun á heilbrigðri og stefnu- fastri utanríkispólitík. Hvorugur aðalflokkurinn hefir fylgt fastri og öruggri stefnu um samvinnu í utanríkismálum í síðustu fjöru tíu og fimm ár. Hver þeirra um sig hefir haft sitt vissa við- horfstímabil til heimsmálanna, stundum nokkuð blandað land- vinningadraumum, og báðir sýna árstíðir af strangri einangrun. Foringjar minnihlutans i löggjaf arþinginu eru samkvæmt ame- rískri venju æt.íð í andstöðu við yfirlýsta stefnu meirihlutans, hver sem hún kann að vera. En mönnum úr báðum flokkum hefri verið fyllilega ljóst, að fastur fjármálagrundvöllur, sam fara einlægri samvinnuviðleitni, vrað óhjákvæmilega að finnast, ef friður, hagsæld og frelsi átti að haldast. Frh. Á mynd þessari sjást nokkrir brezkir flugmenn, sem eru ai5 skýra frá þeim gífurlegu skemdum í Berlín, sem ein af hinum mörgu sprengju- árásum brezka loftflotans hafi valdiö i borginni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.