Lögberg - 05.08.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.08.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. ÁGÚST 1943. 7 Þjóðerni og kirkja % Á mynd þessari sézt ein af hinum frægu Hurricane orustuflugvélum Breta, þar sem henni er komið fyrir á flugvélaflutningaskipi. Frh. 2. Hin leiðin, hitt viðhorfið við hinu nýja, er að verða við því eins og maður. Fara eftir ráðleggingum postulanna: Prófa allt og halda því, sem gott er. En hvernig á að fara að því? Rithöfundur, sem skrifar mik ið um siðferðismál og þjóðfél- agsháttu, segist hafa fengið bréf á þessa leið: Vertu ekki að þessu. Kenndu mönnum bara að elska hverir aðra, og þá er allt gott. Já, segir hann, en í bréfinu stóð ekki, hvernig eg æti að fara að því. , Sama mætti ef til vill segja um þessa leið, sem eg gat um, að mætá hinu nýja, bregðast við því eins og maður. En það er nú samt eina le’ð- in. Hvort sem heldur er um að ræða hætturnar, sem að okkur steðja af dvöl herjanna hér og öðru, sem af ófriðnum leiðir, eða hinar hætturnar, sem stafa af stórstreymi nýja tímans inn yfir strendur landsins, þá er ekkert, sem getur bjargað þjóð- erni okkar annað en manngildi okkar sjálfra, virðing okkar fyrir okkur sjálfum, skarp- skyggni á hætturnar og hinar réttu leiðir og viljaþrek að fara 'þær réttu leiðir. Við erum eins og sjómenn í stormi úti á hafi. Það gagnar ekki að óska sér í land né sakast uin að hafa farið á sjó- inn. Það gagnar ekki að þrá betra veður. Veðrið er skollið á, og við erum í hringiðunni. Kunnum við að haga seglurn í þessu veðri og eigum við þá stjórnkænsku, það þrek og þann sanna, yfirlætislausa kjark, sem þarf, til þess að bjarga hinu íslenzka fari heilu úr veðrinu? Vera má að þeir viðburðir gerist, að barátta okkar sé von- laus vegna aðsteðjandi atburða. Skipið getur borið upp á sker, sem sjómenn vita ekki um eða sjá ekki við, eða annað komið fyrir, sem mannlegum mætti er ofvaxið. En sjómaðurinn gerir sína skyldu fyrir því. Og við eigum að gera okkar skyldu meðan tækifæri er til þess. Hér veltur því allt á mann- gildinu. Eigum við það nóg? Getum við aukið það og stutt það? Eða erum við ef. til vill að tapa? Þetta eru spurningar, sem ekki er áhlaupaverk að svara. Bæði eru þær víðtækar og vandasam- ar, og auk þess mundu menn svara þeim mismunandi eftir því, hvaða mælikvarða þeir ^ggja á hugtakið manngildi. Skal eg ekki fara um það möig- um orðum að sinni. En eitt vil eg minnast hér á, og það er þáttur kirkjunnar í þessu vanda uiáli. Það ber að hennar dyr- ur^, og hún kemst ekki hjá því, að veita því áheym. Kristni hefir nú verið í landi hér um nálega þúsund ára skeið, eða mest alla þjóðaræf- ina. Allan þennan tíma hefir kirkjan verið það afl, sem hefir átt að gæta trúar og siðgæðis með þjóðinni. Allan þennan tíma hefir' hún haft aðstöðu til þess að móta manngildi ís- lendinga. Mest af þeim tíma hefir hún, auk sjálfrar trúar- boðunarinnar, haft með höndum fræðslumál og uppeldismál, að svo miklu leyti, sem þau eru þjóðfélagsmál. Langflestir af menntamönnum þjóðarinnar og leiðtogum í andlegum efnum hafa verið þjónar kirkjunnar eða fengið menntun sína af höndum þjóna kirkjunnar. Hún kenndi íslendingum að lesa og skrifa í fyrstu. Hún réð bóka- kostji þeirra að mestu leyti. Fyrst eftir að prentlistin kom í landið hafði kirkjan vald yfir allri bókaútgáfu. Og úr öllum prédikunarstólum kirkjunnar hefir hún talað til fólksins öld fram af öld. Að þessu leyti er arfur Islendinga arfur kirkjunn- ar, hvort sem harm er til sóma eða vansæmdar. Hinu er ekki að neita, að síð- ustu kynálóðirnar hafa slitið sig að töluverðu leyti undan áhrif- um kirkjunnar, og þar sem hver kynslóð er ný, má segja, að arfur kirkjunnar verði ekki metinn eftir nútímakynslóðinni. Og þó er það svo, að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Það mót, sem kirkjan hefir gefið þrjátíu kynslóðum, ætti ekki að hverfa þegar í stað, og sízt þar sem kirkjan hefir engan#veginn verið afnumin, heldur starfað áfram óáreitt og er “studd og vernduð” af þjóðfélaginu. Kirkjan kemst því ekki hjá mjög verulegum hluta af ábyrgð inni á því, hvert manngildi ís- lendinga er, að svo miklu leyti sem það mótast af lífsskoðun og utanaðkomandi áhrifum. Það væri að ýmsu leyti freist andi, að rekja það, hvernig kirkjan hefir unnið þetta mann- ræktarstarf sitt, en það er þó í raun og veru utan vébanda þessarar greinar. Auk þess býst eg við, að það væri að ýmsu leyti ^rfitt. Sagan sýnir okkur jafnan mest af tindunum, en síður láglendið, þar sem almenn ingu/r elur alcjiur sinjn. Hún sýnir okkur veðrabrigðin á þess um tindum, rosaský og storma eða heiðríkju og fegurð. En af því er ekki æfinlega hægt að draga ályktanir um gróður dal- anna, hvort hann tekur sömu stakkaskiftum. Eg hygg, að því fari fjarri. Mest af þeim stefn- um og straumhvörum, sem sag- an segir frá, ^erast meðal fárra manna, en alþýðan er minna snortin. Hinar snöggustu breyt- ingar fara þar fyrir ofan garð og neðan. Þjóðarsálin er þungt haf- skip, sem ekki verður sveiflað fram og aftur. Aldir hafa liðið þar til íslendingar urðu kristnir, og aldir hafa liðið þar til þeir urðu lúterskir. Og þó hygg eg að ýmsar þessar breytingar hafi orðið fyrri til hér en annarsstað ar. I afskekktari héruðum margra landa í Evrópu er kristn in varla komin enn nema að nafni. Þá hefir og munur verið mikiil á mismunandi tímum, og á sama tíma mikill munur manna. En sé litið á starf ís- lenzku kirkjunnar í heild, þá hygg eg, að ekki verði af henni haft það, að hún hafi verið heilladrýgst stofnun, sem þjóð okkar hefir átt, og það svo, að ekkert annað kemst þar nálægt. Hún hefir veitt menntun og ’lyfting inn í þjóðlífið, holl ráð og styrk í raunum. Hún hefir að sjálfsögðu ekki frekar en annað, sem menn fara höndum um, getað komizt hjá því, að byrla þjóðinni eitthvað, sem hefir verið miður hollt, en sjald an mun hún hafa gjört það viljandi. Og blys kristindómsins hefir hún borið kynslóð eftir kynslóð í öllum hreggviðrum þjóðlífs- ins. Hún hefir varðveitt fjársjóð inn dýrmæta, sem henni var falinn, og miðlað mönnum af honum eftir því, sem hver kyn- slóð hefir verið fær að gefa og þiggja. Á einhverjum mestu fá- tæktarárum þjóðarinnar, þegar að því sýndist draga, að hún væri að færast nær og nær hor- dauðanum, lyfti hún þessum fjársjóði hvað hæst í sálum Hall- gríms og fleiri ágætra skáld- klerka, prédikunum Vídalíns og hirðistarfi séra Jóns Steingríms sonar. Og hin nývaknaða þjóð söng eins og fuglarnir syngja á nývöknuðum vordegi, hina dýrlegu sálma, sem nú eru í sálmabók vorri, einhverjum mesta dýrgrip, sem kirkja vor á nú. Það væri bæði gaman og lærdómsríkt, að geta sýnt þeim, sém halda að kirkja vor hafi lítið lagt til málanna um upp- eldi íslenzku þjóðarinnar — ef svo einfaldir menn eru þá til svo að mark sé á takandi — það væri lærdómsríkt að geta sýnt þeim þjóðina eins og hún væri á sig komin, ef á brott væri numið allt, sem kirkjan hefir gefið henni. Við eigum eitt nærtækt dæmi, ef litið er til þjóðernis okkar, um það, hvílíkur brimbrjótur kirkjan getur verið þjóðerninu. En það er kirkja Vestur-íslend- inga. Varla er hægt að hugsa sér erfiðari aðstæður en landar vor- ir vestra hafa átt í þessu efni, og skal þó-fátt eitt nefnt. Þeir eru fáar þúsundir í eihu mesta þjóðarhafi jarðarinnar. Þeir verða að búa við það, að kennsla öll í skólum fer fram á ensku. Börn öll verða að byrja skólagöngu kornung, og heyra þá ekki annað en ensku. Þeir urðu, einkum í fyrstu, að leita sér atvinnu og afkomu meðal þarlendra manna, og þjóðerni þeirra og tunga var þröskuldur á vegi þeirra. Þennan þröskuld urðu þeir að yfirstíga með því, að ganga gegn þjóð- erni sínu, læra annað mál, semja sig að nýjum háttum. Margir þeirra leiddust við þetta til þeirrar skoðunar, að þeim væri um að gera að losna sem fyrst við sérkenni sín og samlíkjast sem fyrst umhverf- inu. Lang sterkasta aflið til við- halds þjóðerninu varð kirkjan. íslendingar gengu snemma sam an í sérstaka söfnuði. Það varð þeirra helzti íslenzki félags- skapur. Þar hlýddu þeir íslenzk um messum. Víða voru íslenzk- ir sunnudagaskólar. 1 kirkjunni áttu þeir íslenzkar miðstöðv- ar, jafnvel í enskum stórbæj- um. ’ Blöðin íslenzku voru mikið afl til viðhalds þjóðerninu. En erfiðara hefði þeim orðið, ef kirkjan hefði ekki safnað Is- lendingum í félög, og auk þess hefir kirkjan íslenzka í Vestur- heimi sjálf gefið út tímarit og bækur. En ekki hvað minnst heíir kirkjan vestra haldið þjóðerninu við með því, að halda uppi kirkju íslands, hinni evangelisku lútersku kirkju, með helgisið- um hennar, hátíðum og athöfn- um, eins og verið hafði heima. Það var kirkjan, sem hélt heil- um rótunum heiman að, þótt á þeim tognaði. Manngildið stend ur á mörgum rótum, og em þeirtra er kirkjan og allt, sem henni fylgir. íslendingar hefðu misst snaran þátt af sjálfum sér, ef kirkjan hefði ekki hald- izt, ef þeir hefðu átt að hverfa inn í þarlendar kirkjudeildir, þótt góðar sé vafalaust, margar hverjar. íslenzkir meþódistar, baptistar, presbyterianar eða anglikanar o. s. frv. hefðu ugg- laust getað orðið góðir kristnir menn og góðir þegnar hinna nýju ríkja, sem þeir höfðu fluzt til, en þeir hefðu ekki verið sömu Islendingarnir, ekki sama óklofna persónan, eðlisheil og föst í liðum, eins og þeir urðu við það, að eiga kirkju sína í beinu framhaldi af æskukirkj- unni, að því óglevmdu, að með því móti hefðu þeir tvístrast í ýmsa söfnuði og samheldnin glatazt. Nú má vitanlega segja með fullum rétti, að hér heima eigi ekki hið sama við og þar vestra. En þó er þar um aflsmun að ræða frekar en eðlismun. Þar hafa íslendingar verið smá hólmi í miklu hafi. Hér mega þeir frekar heita eyland, en með áleitnum sæ umhverfis, er holar firði og víkur inn í landið víðsvegar. Enda er þar vestra naumast um það að ræða að halda ís- lenzku þjóðerni við til fullnustu. Þar hefir vel verið unnið og líklega betur en af nokkurri þjóð annari að tiltölu. Það hefir unnizt, að íslendingarnir fara óskemmdir inn 1 þjóðarheild- ina, verða amerískir íslendir.g- ar. Þeir fara inn í fjölskylduna eins og heilbrigð .kjörbörn en ekki eins og umskiptingai. En hér er markmiðið það, að láta ekki bugast, heldur varð- veita þjóðerni og tungu til fram búðar. Og hér, eins og vestra, verð- ur kirkjan að eiga einn ríkasta þáttinn í verndun þjóðernisins. Engin stofnun önnur nær eins itil fólksins, ef hún er ekki svift starfsmöguleikum. Hún nær enn til fólksins frá fjölda ræðustóla í viku hverri. Hún nær til fólksins á flestum viðkvæmustu og hátíðlegustu augnablikum lífsins, í gleði og í harmi, frá vöggunni fram á grafarbakk- ann. Hún nær sérstaklega til barnshugarins en líka til elli- áranna. Hún kemur fram í stór hátíðum og hrifningarstundum og hún stendur einnig á verði í hversdagslífsins stríði og striti. Allstaðar kemst kirkjan að — ef hún gætir þess að nota tæki- færin. Allt þetta á hún í krafti þess, að hún flytur mannkynsins helgasta mál. Það er hennar allsherjarvegabréf, hennar em- bættisskírteini. Það er hennar aðgöngumiði að hverjum manni, frá konunginum til kotungsins. Presturinn er sendiboði hins hæsta og hann er sendiboði hans til allra manna. Ekkert er honum óviðkomandi Ekkert er fjær sanni en það, að kirkjan eigi ekki að láta þjóðernismál sig skifta sakir þess, að verkefni hennar sé að boða Guðs orð. Ekkert er fjær sanni en það, að hún eigi ekki að láta sig skifta hið jarðneska föðurland af því að hún boði föðurland á himni. Einmitt af því að hún fer með náðartil- boð hins hæsta, er hún send til allra um öll þeirra mál. Öll skepnan stynur, öll skepnan bíður eftir endurlausn, allt er liður í þessu mikla starfi. Þjóð vor er í hættu. Hvernig mætti það vera, að það væri kirkj- unni óviðkomandi? Hvernig getúr kirkja Islands komið fram sem verndari þjoð- ernisins nú á þessum tímum? Þetta er vandamál, sem vafa- laust má svara á margvíslegan hátt. Eg vil skoða þessa grein eins og nokkurskonar upphaf um- ræðna um þetta mál, og væri gott, ef prestar og aðrir vildu láta til sín heyra um það. En nefna vil eg aðeins nokkur atriði. Fyrst af öllu má nefna hið beina starf kirkjunnar að kristindómsmálunum og þau á- hrif til siðferðisþroska, sem því fylgja. Vel kristin þjóð er sterk þjóð, föst fyrir, óhagganleg. Sjálft kirkjustarfið er því hið mikilvægasta þjóðernisstarf. Þess vegna er sú hætta, sem þjóðin er stödd 1, hin mesta hvöt til þess að vinna kristin- dómsstarfið vel og undandrátt- arlaust. Hætta þessi hvetur til aukinnar samvinnu allra, er að því vilja vinna, itil þess að áhrif kirkjunnar verði sem víðtæk- ust. Hættan hvetur til þess að fá fólk til þess að sækja kirkj- svo að boðskapurinn nái til sem flestra, en í kirkjusókninni kem- ur bezt fram víxlverkun milli prests og safnaðar: Presturinn I þarf að vera sem beztur prestur til þess að eignast góðan söfn- uð, og söfnuðurinn þarf að vera lifandi til þess að eignast sem beztan prest. Deyfð í kirkju- sókn er eitt háskalegasta mem kirkjulífsins. En góð kirkjusókn er lyftistöng alls. Sá, sem gæti fundið ráð til þess að efla og auka kirkjusókn, væri einn af velgerðarmönnum þjóðarinnar. Þá tel eg, að prestar ættu nú, ekki sízt í umgengni sinni við unga fólkið, að beita sér beinlínis fyrir verndun þjóð- ernisins. Þeir eiga að sýna fram á gildi þess, mæla með því, sem er þjóðareign og þjóðlegt verðmæti. Hið nýja og að- fengna getur verið gott, en það má ekki útrýma hinu. Prestar, hinir vel menntuðu og vel settu menn, eiga að vera talsmenn alls þess góða, sem íslenzka þjóðin hefir gert og lagt til málanna. Þeir eiga að opna augu annara fyrir því, “standa með því”, hvar sem er og hvenær sem er, beita sér fyrir söfnun þess og breiða út þekkingu á því. Þeir eiga að andmæla því, að þjóð- lögin okkar séu úrelt, að kvæða- maðurinn sé “vitlausi maðurinn í útvarpinu”, meta og verja fegurð gamla bæjarstílsins okk- ar, koma í veg fyrir, að göml- um munum sé glatað, hvetja til Frh. á bls. 8. You can't extend your own hand to help our courageous seamen. But you can be of help through the Navy League . . . the organization devoted to the care and welfare of fighting and . merchant seamen. Contributions of all sizes are welcomed. the NAVY LEAGUE of Canada Manitoba Division 364 Main Street, Winnipeg This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD102

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.