Lögberg - 05.08.1943, Síða 8

Lögberg - 05.08.1943, Síða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 5. ÁGÚST 1943. M essu boð Fyrsta lúterska kirkja, Winnipeg Kvöldguíisþjónustur á íslenzku hefjast á sunnudaginn kernur, 9. ágúst, kl. 7 e. h. *“ ♦ ♦ ♦■ Lúterska kirkjan í Blaine, Wash. Séra Guðmundur P. Johnson, prestur. Sunnudagaskóli og biblíu- klassi kl. 10 f. h. Messa á hverjum sunnudegi kl. 11 f. h. 1. og 3. sunnudag hvers mán- aðar á ens,ku, en 2., 4. og 5. á íslenzku. Y.P.C.S. heldur fundi sína annanhvern sunnudag kl. 8 að kvöldi. Prestur Blaine safnaðar, mess ar einnig í St. Marks Lútersku kirkjunni í Bellingham, á hverjum sunnudegi kl. 8 e. h. á ensku, en á íslenzku 2. sunnu dag hvers mánaðar kl. 3 e. h. Allir eru hjartanlega vel- komnir. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 8. ágúst messar séra Haraldur Sigmar aö Brown, Man. kl. 2 e. h. og í Péturskirkjji í Svold kl. 8 e. h.—kvöldguösþjónustan verð- ur á ensku. ♦ ♦ ♦ Messað verður í íslenzku lútersku kirkjunni í Selkirk sunnudaginn 8. ágúst, kl. 7 síðdegis. S. Ólafsson. Prestakall Norður Nýja íslands 8. ágúst—Framnes, messa kl. 8.30 e.h. 15. ágúst—Mikley, messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. LEIÐRÉTTING Villur, sem misskilningi geta valdið, hafa slæðst inn í eftirfarandi erindi úr kvæði Jakobs Thorarensen til dr. Guðmundar Finnbogasonar, sem vitn- að er til i Iok greinar minnar um hann í síðasta “Lögbergi.” En erindið í sinni réttu mynd er á þessa leið : Ryki blæs á orðsins ál —ýmsri þræsu að kenna, en aldrei væsir um islenzkt mál í þeim glæsipenna. R. Beck. ♦ ♦ ♦ Stefán Guðjón Sigurðsson á Lundar lézt þar á heimili Oscars sonar síns 22. júlí s.I. og var jarðsettur tveim dögum síðar að afstaðinni kveðjuat- höfn í Lundarkirkju, er séra Valdimar J. Eylands stýrði. Stefán var fæddur á Akureyri 20. sept. 1866, og kom vestur um h'af 1888 og átti lengst heima á Lundar. ÁRBORG THEATRE Árborg, Man. Vikuna 12. ágúst: “You are in the Army now”. Leikendur: Jimmie Durante, Phil Silvers og Jane Wyman. Árborg leikhúsið sýnir aðeins úrvals myndir, sem einungis frægustu leikarar taka þátt í Kjósendur í Selkirk kjördœmi! Greiðið atkvæði þeim frambjóðandanum, sem búsettur er í kjórdæm- inu, og reyndur er að þeim hyggindum sem í hag koma. Þessi maður er Charles E. Fillmore í Clandeboye, frambjóð- andi Liberalflokksins; hann hefir að baki sér margra ára nytsama reynslu í meðferð héraðs málefna. Merkið kjörseðil yðar þannig: CAMADA CALLIMO! I serve Canada by releasing a man for more Active Dutg Because Action is necessary í'm serving Canadá AGAIM *** ' \ Brezkir hermenn fara um borð í svifflúgtningavél á leið til Afriku. Hittið næsta liðssöfnunarmann að máli Útvarpserindi Eftirfarandi grein er laasleg þýðing af 5 mínútna útvarpserindi, sem Miss Salóme Halldórsson flutti yfir CJRC útvarpsstöðina 3. ágúst. Heiðruðu tilheyrendur! Menn og konur: Þár sem nú virðist vera farið að rofa svo til í stríðsmálunum að við getum búist við að sjá fyrir endir ófriðar- ins áður mjög langt liður, tel eg víst að kjósendur Selkirk-kjördæmis sé nú farnir að snúa huga sínum að því umbóta og uppbygginga starfi, sem fyrir liggur að loknu stríði. Okkur er það ollum ljóst að ef við ekki nú þeg- ar snúum okkur að þeim vanda- málum með hugrekki og heilbrigðu viti, er hætt við að alt lendi í sömu óreiðu og áður var, og við fáum aldrei að njóta þess frelsis sem fyrir var barist. Af því eg er eina konan, sem býður sig fram í þessum kosningum langar mig til að leggja þá spurning fyrir kjósendur: Muridi það ekki vera af- farasælla fyrir úrslit vamjamála að áhrifa kvenfólksins gætti meira en verið hefir ? Hafa kjósendur veitt því eftirtekt að sambandsþingið sitja 245 fulltrúar, í þeim hópi eru aðeins tvær konur, og hvorug frá Manitoba. Erum við, hvort heldur konur eða karlar, ánægð með slíkan ójöfnuð? Hvernig mundi fara um þær miljónir af heim- ilum, skrifstofum og búgörðum, sem þjóðin samanstendur af, ef þeim væri stjórnað einvörðungu af karlmönn- um ? Eða aðeins af konum ? Mun það ekki vera betra að karlar og konur vinni saman að sameiginlegum hags- munum ? Öll sanngirni mælir með því. Fólkið í þessu kjördæmi hefir nú tæki- færi til að gera sitt til að bæta úr þessum ójöfnuði með því að senda kvenfulltrúa á sambandsþing 9. ágúst. Eg hefi 5 ára reynslu i þingstörfum á fylkisþingi hér 1 Manitoba, og eg veit að sú reynsla kemur mér að góðu haldi. Mér finst eg geta sagt með sanni að eg hafi altaf haft hug til að standa við skoðanir mínar og sann- færing, og fylgja þeim fram eftir megni. Og kjósendur mega treysta því að eg hefi sömu hugdirfð enn til að tala fyrir og fylgja fram þeirra hagsmunum. Þið munið öll eftir hrópinu, sem gert var að ^Social Credit flokknum fyrir að halda því fram-að það hljóti að vera fyrir einhver mistök í ráðs menskunni, þegar þjóðin sveltur þar sem þó er gnægð matar. En hvaðan eiga peningarnir að koma? spurðu spekingarnir. Nú heyrist aldrei þeirri spurningu hreift. Þó þúsundum og aftur þúsundum miljóna sé ausið í stríðskostnað. Fyrst hægt er að gera þetta á striðstimum, þá er það engu siður hægt þó friður sé í landi. Social Credit sinnar eru eini stjórnmála- flokkurinn, sem hefir ljósar og á kveðnar tillögur fram að bera um gjaldeyris skipulag, sem kemur í veg fyrir viðskiftakreppur og veitir þjóð- inni efnalega tryggingu með fullu frelsi. Allar tillögur hinnar orthodoxu eða úreltu hagfræði byggjast á sívaxandi skuldum og sívaxandi sköttum. Social Credit er opinber fésýsla undir stjórn fólksins, sem lagt getur frarn gjald- eyri til allra nauðsynja án þess að hlaða upp skuldum. Á þessum grundvelli hafa Social Credit sinnar samið starfsskrá fyrir framtíðina og gefið út í bók er nefn- ist “Prepare Now — A suggested policy for Post-war reconstruftion embodying the features essential to iBritish Democracy.” Eg er sannfærð um að ef þeim tillögum, sem þar eru gerðar væri haldið eins á lofti og hinum svonefnda “March Plan” mundu þær ná alþjóðarhylli. Þessar tillögur ná yfir öll svið þjóðlífsins, landbúnað, iðnað, heilbrigðismál, mentamál, o. s. frv. 1 næsta útvarps- erindi mun eg minnast nánar á sumar þessar tillögur. Eg vona að þið hlustið á það. Sumar ráðstafanir, sem gerðar hafa verið upp á síðkastið á landi hér eru sama eðlis og tillögur Social Credit. Má þar til nefna tillög eða styrki til framleiðenda, dýrtíðaruppbót til verkafólks, takmarkanir vöruverða og aukin eftirlaun, alt þetta er nú talið nauðsynlegt ýmist til að bæta þeim upp, sem orðið hafa fyrir halla, eða til að forða því að viðskiftaiífið kom- ist í algjöran glundroða eða ringul- reið. Það ætti því ekki að líða á löngu þar til menn koma auga á það, sem er grundvallaratriðrð. Það er: skuldlaus gjaldeyrir. Eg óska því ein- læglega eftir fylgi yðar og atkvæði t þessum kosningum til að fara í áttina að þessu takmarki. MONDAY, AUGUST 9th « Mark your Ballot YOTE FOR THE ONE YOU KNOW. Þjóðerni og krikja. Frh. af 7. bls. þess að sauma eftir fornum fyrirmyndum eða skera út, hefja vakningu í þessa átt. Hví ekki gefa kirkjunum eitthvað af þessu, altarisklæði eða útskurð o. s. frv. Alla þessa rækt má sýna án þess að vilja hverfa til gamla ■tímans. Fegurð bæjarstílsins þýðir ekki það, að þjóðin eigi að hverfa aftur til moldarinn- ar, þar sém hún áður var. Virð- ing fyrir kveðskap merkir ekki, að útrýma skuli öllu nema rímnalögum. En það á að elska það og meta og bera hlýtt þel til þeirra, sem þetta sömdu og lifðu við það. Og það á að láta hið nýja og góða bera keim af því. Þráður menningarinnar ekki að slitna. Við eigum að kappkosta að leggja ekki minna frá okkur sjálfum til í það, sem við gerum, en eldri kynslóðir gerðu. Prestar munu finna, að það er í þessu viss trúarleg til- finmng, andleg heilbrigði og festa, sem styður- kristindóms- boðun þeirra. Kristnin er hin gamla hugsjón, sem alltaf er ný. Hún er okkar elzti menningar- arfur. Menningarlaus nýfýkni er óvinur trúarinnar, lausagopa- háttur, sem á sér ekkert fyrir- heit. Einmitt presturinn er maðurinn, sem á að skilja þetta, og hann á að benda á það. Hann er líklegastur til þess að skilja samhengi þessa tvenns: Hms þjóðlega og trúarlega. Þess vegna er hann heilbrigðari vakningarmaður þess þjóðlega en nokkur annar — og á eg þar við “prest” í víðtækustu merk- ingu þess orðs, hvern þann mann, sem vill vinna allt Guði til dýrðar og leiða aðra á þann veg. Þá er ekki síður hitt, sem veit að framtíðinni, að prýða og bæta landið og þjóðina og fella þar allt hið nýja inn í umgerð þá, sem fyrir er. Úlf- aldar fara vel í eyðimerkurlands lagi, en þeir yrðu skrítnu:, ef þeir stæðu á beit í íslenzkum hvammi. Þar fer hesturinn bet- ur og sauðkindin. Svo er og um hús og húsgögn, og ekki síður háttu alla og framkomu, orðfæri óg yfirbragð, lífsskoð- un og kirkjusiði. Það íslenzka fer íslandi og íslendingum best. Vitna eg þar til þess, ér eg sagði hér að framan um það, ef íslendingar hefðu orðið að ger- ast meþódistar eða prestsbýterí- anar til þess að komast í kristinn félagsskap vestan hafs. Sá félagsskapur, sem hér væri sjálfkjörinn samherji kirkjunn- ar, er ungmennafélagsskapur- inn. Þessi mikli hópur ungra pilta og stúlkna um land allt er einhver æskilegasti her sem hugsast getur í þeirri baráttu, sem þjóð okkar á nú fyrir hönd- um. Og prestarnir, þessir dreifðu starfsmenn kirkjunnar um allt land, eru kjörnir sam- verkamenn og leiðsagnarar. Mér er nær að halda, að ungmenna- félögin muni yfirleitt fagna því, að fá þessa velmenntuðu menn í samvinnu. Og þá ættu prest- arnir ekki síðru að fagna því, að fá þessa fallegu fylkingu til samstarfs. Ungmennafélögin ættu beinlínis að vera statn- búar í þessari sókn. Ef hjá þeim sameinaðist sókn fyrir trúarleg- um og þjóðlegum verðmætum, mættu þau verða verndarar föðurlandsins með kynslóð vorri. Þau gætu innt af hendi ekki ósvipað starf því, er fluglið Englendinga innti af hendi eft- ir ófarirnar í Belgíu, þegar þessi — ekki mjög fjölmenni — hópur bjargaði heimsveldinu brezka. Þetta er aðeins dæmi. Það er svo margt af ungu fólki því miður, sem kýs sér óheppilegar leiðir nú á tímum, að það er kirkjunni beinlínis lífsspursmál, að eignast ítök, hvar sem það er unnt. Og það er mikið heil- brigt til líka. Það er ekki fatt ungt fólk, sem klífur fjöll og jökla meðan aðrir sitja í svælu og reyk, líkamlega og andlega. Margir leggja hér hönd á plóg og vinna hið góða verk. En kirkjan getur staðið eða faliið með því, hvort hún er starf- andi kraftur eða ekki. Hún gæti orðið forustustofnun eins og hún hefir áður verið. En það gæti líka farið svo, að menn þætt- ust geta komizt af án hennar Grein þessi er nú orðin lengri en í upphafi var til stofnað, og hefir þó sagt færra en hún átti að segja. En staðar skal nú nema. Hér er mál, sem mér finnst mjög tímabært. Þjóðin er á krossgötum. Líf hennar getur legið við. Kirkjan á aflið, sem um allt annað fram getur bjarg- að henni: Lifandi og heilbrigðan kristindóm, kristindóm, er verndi bæði sál einstaklingsins og sál þjóðarinnar. Það er vitjunartími kirkju Islands. Vilja ekki þeir, sem í starfinu eru, leggja gott til þessa máls, en bíða þó ekki eftir að málið verði útrætt, heldur hefjast handa um starf á því sviði, sem hver og einn telur mest virði og beinlínis liggja við í hans verkahring? Eg efast ekki um, að margir og vonandi flestir prestar geri þetta. En aldrei er þó ofmikið að því gert, að hvetja hver- annan, koma reynslu og góðum ráðum til annara og sækja sér kraft frá meðvitundinni um samstarf. Grundvöllurinn er sá, sem lagður er, starfið að boð fagnað- arerindisins um frelsun sáln- anna. En af starfsmönnunum er þess krafizt, að hver og einn reynist trúr. Kirkja íslands og starfsmenn hennar eiga hér dýrmætt tæki-' færi. Magnús Jónsson. íslendingar í Humboldt kjördæmi Fylkið yður um frambjóð- / anda Liberalílokksins, Frank Krenn M.L.A. við aukakosninguna, sem þar fer 'Sram til sambands- þings þamn 9. ágúst næstk. Mr. Krenn er ungur áhuga maður, sem um þessar mundir á sæti í fylkisþing- inu í Saskatchewan, og get- ið hefir sér þar hinn ágæt- asta orðstír. Á sambands- þingi myndi hann skjótt reynast. réttur maður á réttum stað. 1 Merkið atkvæðaseðilinn þanning: Gœtið öryggis! Komið loðkápum yðar og klæðisyfirhöfnum í kæli- vörzlu hjá Perth’s Sími 37 261 * Cleaners — Launderers Dyers — Furriers Til Sölu Bújörð með byggingum, á bökkum íslendingafljóts. —• Tvær mílur frá Riverton. Frekari upplýsingar veitir undirritaður. Jóhannes Helgason Box 83 Riverton, Man.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.